Spennan magnast í 3-hliða samningaviðræðum Demókrata og Repúblikana!

Nú hefur boltinn færst frá neðri deild Bandaríkjaþings yfir í þá efri, eftir að Obama hafnaði tillögu Repúblikana úr neðri deild, um 6 vikna framlengingu greiðsluþaks alríkisstjórnarinnar - en sú tillaga fól ekki í sér svokallaða "fulla opnun" alríkissins þannig að 800þ. starfsmenn þess hefðu haldist áfram í launalausu leyfi, og auk þess ætluðu Repúblikanar í neðri deild að þrengja að framtíðar samningsstöðu Alríkisins í deilum af þessu tagi með sbr:

"House GOP aides said their debt-ceiling proposal would include a permanent ban on the Treasury Department's use of extraordinary measures to avoid default." - "The provision would block practices, used by Democratic and Republican administrations for decades, which have effectively allowed the Treasury to limit investments in pensions and other funds when the government bumps up against its borrowing limit. These steps have extended the time that Treasury could continue borrowing and paying the nation's bills while Congress debated terms for raising the debt ceiling."

Obama skv. fréttum hefur ekki gefið eftir kröfuna um fulla opnun alríkisins án skilyrða.

Reid, McConnell Meet in Bid to End Impasse

US budget talks break down

"The talks between Senate Majority Leader Harry Reid (D., Nev.) and Minority Leader Mitch McConnell (R., Ky.) were their first face-to-face negotiations since the government shutdown began on Oct. 1, and they showed a changed dynamic in the Capitol."

Það sem er nýtt í þessu, er að nú eru viðræðurnar 2-ja manna tal, foringja Demókrata í efri deild, og foringja Repúblikana í sömu deild. Forsetinn er síðan áfram 3. aðilinn.

  • Eitt sem útkoman sýnir, er að Obama er alls engin liðleskja í samningum.

Hann ætlast greinilega til þess að Repúblikanar í efri deild gefi meira eftir, en Repúblikanar í neðri deild voru til í fyrir helgi. Þó fól tillaga þeirra í sér stóra eftirgjöf.

En Obama vill bersýnilega að Repúblikanar blikki tvisvar í þessu "game of chicken" - hann bersýnilega telur sig hafa sterkari samningsstöðu. Hvort sem þ.e. rétt hjá honum eða ekki.

En skv. skoðanakönnunum, virðist Obama hafa tekist það ætlunarverk sitt, að fá bandar. almenning til að kenna Repúblikönum fyrst og fremst um deiluna í tengslum við skuldaþakið, og því um líklegar afleiðingar hennar.

En ef samkomulag næst milli Reid og McDonnell, þá verður það líklega - með frekari eftirgjöf til forsetaembættisins.

Hvort sem það verður full eftirgjöf eða ekki.

Og þá munu Repúblikanar í neðri deild eða Fulltrúadeild, standa frammi fyrir mjög áhugaverðu vali, en ef samkomulag næst milli Repbúblikana og Demókrata í efri deild sem Obama er til í að samþykkja.

Þá mun það líklega koma seint fram, kannski jafnvel ekki fyrr en á miðvikudags morgun - sama daginn og báðar deildir þurfa að vera búnar að samþykkja hækkun skuldaþaks í síðasta lagi.

Og þá munu Repúblikanar í fulltrúadeild ekki eiga neitt svigrúm til að leggja fram breytingatillögur, og varpa boltanum til baka yfir til efri deildar. Þeir munu þurfa að samþykkja eða hafna.

Það gæti því orðið mjög áhugavert að fylgjast með fréttum nk. þriðjudags og miðvikudags.

 

Niðurstaða

Alríkið mun klára lánsheimildir þann 17/10. Það þíðir ekki endilega að alríkið klári allt sitt fé þann dag. Skv. fréttum klárast það þó líklega fyrir mánaðamót október/nóvember. En ekki unnt að tímasetja það nákvæmlega. Því það séu daglegar sveiflur bæði í skatttekjum og því sem fer út.

Það yrði þó samt alveg örugglega mikil hræðsla á mörkuðum í næstu viku, ef ljóst verður að Repúblikar í efri deild fella samkomulag Demókrata og Repúblikana í efri deild.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það eru 250 biljónir dollara sem Ríkið tekur inn á mánuði og afborganir af skuldunum eru 20 biljónir dollara.

Stjórnmálaleikritinu líkur 16/10.

Það hefur enginn áhuga á þessu leikriti nema stjórnmálamenn og fjölmiðlar, almenningur horfir á footbal og basebal.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 13.10.2013 kl. 19:31

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það má vera að almenningur í Bandar. sé ekki upp til hópa í kasti, en ef Bandar. mundu rekast á skuldaþakið, og Alríkið þurfa að velja hverjum er greitt eða taka hinn valkostinn og greiða öllum minna en þeim ber. Mundi almenningur verða afleiðinganna áþeifanlega var. Og þá mundi reiðin gjósa upp á yfirborðið af krafti. Þetta er fjarlægt meðan engar persónulega afeliðingar hafa orðið, en um leið og þær verða - hefst reiðialdan fyrir alvöru.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.10.2013 kl. 02:14

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Og þá bara prenta þeir meiri peninga ef þeim vantar í kassan ef þeir vilja ekki skera niður eyðsluna, þeir voru að gefa út nýja $100 seðla það þarf áreiðanlega nokkrar biljónir af þeim í umferð.

Allir muna eftir lögunum 2011 sem kallað er Sequestration, þetta átti að verða gýfurleg krísa og Obama feilreiknaði, hann hélt að Repúblíkanar mundu aldrei láta það gerast, en önnur varð raunin. Þá átti allt að fara til andskotans ef Sequestration yrði að veruleika, svo sagði fíflið Obama. Hagvöxtur í dag er 3%.

Obama er búinn að nota "The sky is falling, the sky is falling," of oft og svo hrapar himininn ekkert, fólk er hætt að trúa einu einasta orði frá Obama enda situr hann á 37% fylgi í skoðunarkönnunum og 80% segja að landið sé á rangri stefnu.

Krísan sem talað er um er hjá stjórnmálamönnum og bankaelítuni og það verður engin krísa.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 14.10.2013 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 847329

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 243
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband