Snowden færi hæli í Rússlandi!

Þá virðist það staðfest sem mig grunaði - - að rússneski björninn hefur kokgleypt Snowden. Það þarf ekki að efast um, að þ.s. hefur verið í gangi síðan Snowden lenti í Moskvu, er leikrit undir stjórn rússneskra leynistofnana. Orð Putins um skilyrði hans til Snowden, einfaldlega - lítill leikstúfur í því leikriti. Putin að þyrla upp smávegis ryki - - til að villa um sýn. Tilraun til að bægja frá hinum augljósa grun!

Snowden sækir um hæli í Rússlandi

Snowden Seeks Asylum in Russia

Edward Snowden applies for asylum in Russia

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon - "There's only one condition: He must stop his work aimed at harming our American partners, strange as that may sound coming from my lips," said Mr. Putin.

Mér virðist að Putin geti verið húmoristi - þegar sá gállinn er á honum. En þetta er dálítið "svartur" húmor, því að sjálfsögðu hefur ekkert verið gert, nema skv. fyrirmælum Putins.

En það má kannski einnig skoða þessi ummæli, sem fyrirmæli til þeirra starfsm. leynistofnana Rússa - - ekki fleiri "Snowden" opinberanir í bili.

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon - "He considers himself an activist and a fighter for human rights and democracy and he by all indications doesn't intend to stop that work."

Sem væntanlega er afsökun fyrir því - - að leynistofnanir Putins láti frá sér frekari meinta "leka" Snowdens í framtíðinni.

Ef Putin telur það henta - - síðar meir.

En þá auðvitað - - mun Putin hafa skapað sér afsökun, þarna sé Snowden að verki.

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon- "Mr. Putin, a former Soviet KGB agent, underlined that he views Mr. Snowden as a spy. "He's not our agent, he's not working with us," he said."

Þarna virðist mér Putin - - neita því formlega, að Snowden sé að dreifa upplýsingunum fyrir Rússa. Augljóst grunar flr. en mig, að þetta sé "set-up."

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon  - ""Russia "never hands anyone over and doesn't plan to," Mr. Putin said, apparently referring to accused spies."

Að sjálfsögðu ekki, Snowden mun aldrei aftur verða frjáls maður - - verður vafið í bómull rússn. leynistofnana ævina á enda.

En það mundi ekki ganga að sjálfsögðu, að hann segi e-h aðra sögu, en þá sem Rússar vilja að sé haldið að fjölmiðlum.

  1. Þ.s. verður einna helst forvitnilegt er - - hvort Snowden kemur fram formlega eða ekki? Þ.e. í "news conference." 
  2. En ef hann kemur fram, þá væri hann búinn að sætta sig við, að vinna fyrir Rússa. En ef ekki, þá væri svo ekki, hann væri þá í reynd ekkert annað en - - fangi Rússa. 

Yfirlýsingin um "ósk eftir hæli" eitt allsherjar plat."

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon -  ""At best, we've exchanged our foreign-intelligence agents for those who were detained and convicted by Russian courts," he said."

Það er samt sem áður áhugaverð samlíking Putins við njósnara Kalda Stríðsins. Putin er þá að bera mál Snowdens saman við þekkta njósnara, sem sviku t.d. bresku leyniþjónustuna á sínum tíma. Og voru á endanum sendir til Rússlands í skiptum fyrir njósnara, sem höfðu verið teknir af Rússum.

Má velta fyrir sér - - hvort Putin sé að íja að þeim möguleika, að skipta Snowden fyrir einhvern sem Bandaríkin hafa ef til vill - dæmt sekan fyrir njósnir fyrir Rússa?

 

Niðurstaða

Mér virðist það staðfest að Snowden hafi lent í gini bjarnarins, við lendinguna í Moskvu. Þessar síðari opinberanir Snowden, eru alveg pottþétt komnar í reynd frá rússn. leynistofnunum. Sem hafi falsað með hraði, þ.s. hentaði rússn. hagsmunum - að væri "opinberað" af Snowden.

En ég bendi á áhugaverðan mun á þessum meintu njósna ásökunum innan veggja stofnana ESB, þ.s. tölvukerfi ESB á að hafa verið tekið sérstaklega fyrir, og að auki dreift hlustunartækjum í íverustaði og skrifstofur sendimanna Brussel í Washington - þegar þeir mættu þar á fundi.

Að áður fram komnar ásakanir, sem ég sé enga ástæðu til að draga í efa, voru um njósnir Bandar.manna almennt á internetinu. En einnig "tölvuárásir" sem gerðar hafi verið á kínv. tölvukerfi og gsm-símkerfi. En það getur verið "tit for tat" þ.s. vitað er að kínv. leynistofnanir hafa ítrekað gert "hakk" árásir, á tölvukerfi stofnana - fyrirtækja og símfyrirtækja í Bandar. 

En ásakanir sem koma um njósnir NSA innan stofnana ESB og hjá sendimönnum ESB, eftir að Snowden er lentur í Mosku. Virðast mér í hæsta máta grunsamlegar - - því það virðist miklu minna rökrétt að Bandaríkin séu að beita slíkum meðölum á ESB heldur en á Kína.

  • En aftur á móti, eru slíkar ásakanir mjög líklegar til að skaða samskipti Evrópu og Bandaríkjanna, atriði - - sem Moskvuvaldið sé líklegt til að sjá sem - sinn gróða.
  • En fram að þessu, virtist ekki að njósnaupplýsingar Snowden væru að skapa mjög mikinn hávaða í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna, en öðru máli - allt öðru máli gegnir um hinar síðari "afhjúpanir."

Manni virðist það afskaplega "áhugaverð" tilviljun, að afhjúpanir sem greinilega þjóna svo rækilega hagsmunum Rússland, væru að streyma fram - - akkúrat þegar Snowden er í Moskvu.

Líklega að það sé alls ekki tilviljun - - ég lít svo á að hælisbeiðni "meint" eða raunveruleg frá Snowden, sé nokkurs konar staðfesting þess, að grunur minn sé á rökum reistur.

En ég spáði því einmitt um daginn - - að ef það væri sem ég taldi rétt, að Snowden mundi einmitt "óska" hælis í Rússlandi. Gerast rússneskur ríkisborgari.

Það í reynd skiptir engu máli hvort hann er af fúsum frjálsum vilja að óska hælis eða ekki, ef hann hefur formlega lagt slíka beiðni fram - þá er það vegna þess að hann hefur samþykkt að spila leikritið eins og Moskva vill spila það. En ef Snowden sést ekki, enginn fjölmiðill fær að ræða við hann, hann hverfur inn í Rússland - - og sést ekki meir. Þá væri það v. þess að Snowden hefði ekki samþykkt, að leika leikrit Rússa og væri því "fangi" að öllu leiti. En þó svo hann samþykki að spila með - - þá held ég að hann fái ekki frelsi eins og við skiljum frelsi, en það gæti falið í sér "betri meðferð."

Hann fengi þá við og við að koma fram - - svo lengi sem hann segir einungis þ.s. honum er uppálagt að segja.

En það eru fleiri en Putin sem muna eftir Kalda Stríðinu og hvernig KGB kom fram.

----------------------------

Ps: Segir Obama hafa í hótunum við ríki

Yfirlísing frá "Snowden" á síðu Wikileaks. En þ.e. auðvitað engin leið að vita fyrir víst hvort þau eru frá honum komin. En líklega hefur hann "leyniorð" til umráða eða "dulkóða." Ef það síðara, væri það á einhverju rafrænu formi, sem rússn. leyniþjónustan gæti hafa náð af honum. Ef leyniorð þyrfti hann að hafa sagt frá því - - brotnað niður, en það sennilega eru nægilega margir dagar liðnir til þess að flestir myndu brotna niður, ef þeim er ekki leyft að sofa svo lengi.

Síðan getur hann eftir þennan dagafjölda, hafa komist að samkomulagi v. rússn. yfirvöld - - þannig að hann sé þá, að spila með. 

Verður forvitnilegt að fylgjast með þessu máli áfram.

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 284
  • Frá upphafi: 847506

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 281
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband