Bankasamband ESB verður að sorglegum farsa!

Það var mjög áhugaverður fundur milli Angelu Merkel og François Hollande í París. Þ.s. leitast var við að marka samræmda stefnu þeirra á milli, eins og Merkel og Sakozy áður gerðu.

Það þarf vart að efa, að þetta er nýja línan frá París og Berlín!

  1. Þessar "tillögur" sem örugglega eru í reynd nýja stefnan - - virðist mér ekki fela í sér, að rofið verði hið hættulega samband milli skulda aðildarríkja og stöðu innlendra bankakerfa.
  2. En þ.e. einmitt hin stóra von, að bankasambandið rjúfi þann vítahring.

En það væri þá gert með því, að öflugur innistæðutryggingasjóður væri fjármagnaður, á sameiginlega ábyrgð. Slíkur fullfjármagnaður sjóður, myndi taka til starfa innan skamms!

En eins og sést af textanum að neðan, stendur ekkert slíkt til.

Heldur á að byggja baktryggingu banka á grunni starfandi kerfa þjóðanna sjálfra, og skv. prinsippinu að bankarnir fjármagni kerfið sjálfir. Þetta bendir því ekki til þess, að það standi yfirleitt að búa til sameiginlegan innistæðutryggingasjóð á nokkru formi. Heldur að byggja áfram eins og hingað til, á þeirri fjármögnun sem fæst frá bankakerfunum sjálfum, sem áfram verða á ábyrgð einstakra ríkja - eftir því sem ég best fæ séð! Sem er eiginlega - kerfið eins og það verið hefur!

Skv. því er "Sameiginlegt bankasamband" - einungis sameiginlegt eftirlit!

  1. Sem er í sjálfur sér allt í lagi - - ef það væri ekki fjármálakreppa í dag.
  2. Ef einstök aðildarríki, væru í reynd ekki - nærri því gjaldþrota, þar á meðal Frakkland.
  3. Og ef það væri ekki svo, að ástæða er til að efast um getu innistæðutryggingakerfa einstakra landa, til að ráða við skuldbindingar sínar, ef allt fer á versta veg.
  • Einungis er boðið upp á viðbótar stuðning af - "ESM" þ.e. frá björgunarsjóð evrusvæðis! 
  • Sem er þá í reynd - - óbreytt staða miðað við sl. ár!

Franco-German challenge to eurozone bank rescue plan

Sjá einnig - - Press release!

-------------------------------------------------------

Strengthening Economic and Monetary Union

Financial market integration Progress towards a more integrated financial framework is urgently needed in order to contribute to restore normal lending, improve competitiveness and bring about the necessary economic adjustments. The Single Supervisory Mechanism is a major breakthrough in this respect and an essential building block to develop further elements of a banking union. The Single Supervisory Mechanism therefore needs to be implemented effectively with specific attention to be paid to the process of entry under ECB supervision.

The banking union needs to be implemented within the agreed tim e-table for the different workstreams:

  • The Bank Recovery and Resolution Directive as well as the Deposit Guarantee Directive have to be concluded by the Council by the end of June 2013, to be followed by the approval by the European Parliament. We call on Member States to pursue rapid impleme n-tation into their national law.
  • Main features for the operational criteria for direct banking recapi-talizat ion scheme should be decided until the end of June 2013 in parallel with the negotiations on the Bank Recovery and Resol u-tion Directive and the Deposit Guarantee Directive. As soon as these directives will be finalized with the European Parliament, the operational criteria for direct banking recapitalization scheme should be finalized as well. 
  • The establishment of a Single Resolution Mechanism for countries participating in the Single Supervisory Mechanism has to build upon this with a view to adoption by the end of this parliamentary term. It should be established on the basis of the current treaties and on the basis of the following principles:
  1. A single resolution board involving national resolution authorities and allowing quick, effective and coherent decision-making at the central level.
  2. The single resolution mechanism should be based on contributions by the financial sector itself, thus pre-financing over time an appropriate and effective private backstop arrangement building on national private backstop arrangements.
  3. With private backstop elements growing in importance over time, the ESM should play the role of an additional public backstop both through lending facilities to Member States or direct recapitalization based on the oper a-tional criteria still to be decided .
  4. Looking ahead, we could explore the possibility to bring together the Single Resolution Mechanism and the ESM.

------------------------------------------------------- 

 

Hvað felst þá í þessu bankasambandi?

  1. Samræmt eftirlit - - virðist megin atriðið! Það verði - "óháður aðili" sem meti ástand banka í einstökum aðildarlöndum, felli mat á þeirra "raunstöðu."
  2. Síðan verði einhvers konar samræming á milli innistæðutryggingakerfa einstakra aðildarríkja á aðgerðum, en þó er ekkert sem bendir til annars en þess - að innistæðutryggingakerfi einstakra landa beri einungis ábyrgð á því að baktryggja þá banka sem það aðildarland sem það starfar undir ber ábyrgð á!

Svo hvað vinnst með þessu?

Það helst virðist mér, að hugsanlega í framtíðinni - - sé eftirlitið ekki eins pólitískt litað!

Það verði kannski - fyrr brugðist við, þegar halla fer undan fæti í bankakerfi aðildarlands.

Þannig að innistæðutryggingakerfi aðildarlands - - sé þá kannski frekar fært að ráða við slíkan vanda, ef í tíma er við brugðist.

-----------------------------------------

Sem er fínt þannig séð - - ef það væri ekki í dag einmitt alvarleg fjármálakreppa!

Alvarleg skuldakreppa - - og bankakerfin augljóst á brauðfótum, ekki síst innistæðutryggingakerfi einstakra landa, ekki hafin yfir vafa.

Vandi framtíðarinnar er leystur - - án þess að leysa kreppu samtímans! Það má hafa gaman af þessu!

 

Hver á þá að redda ef allt fer til andskotans?

Í raun virðist mér staðan algerlega óbreytt frá því sem hún var sumarið 2012 - um þetta atriði, en þegar "ESM" tók til starfa, var honum einnig falið það hlutverk að vera "bakstuðningur" við bankakerfi evrusvæðis.

  1. Og viti menn, hugmyndin er að "ESM" verði áfram í því hlutverki!
  2. Þetta sé hinn eini sameiginlegi tryggingasjóður sem í boði sé.
  3. Og þ.s. meira er, sá eini sem verði í boði.
  • Síðast er ég vissi, hafði "ESM" ca. 500ma.€ til umráða!
  • Þó "ESM" sé sagður stærri, er það "leiktjöld" því hann tók yfir öll lán eldra björgunarsjóðs, sem fræðilega teljast "asset" en þ.e. ekki fé sem til staðar er til útlána.

Til sbr. þá skulda ríkissjóður Spánar einn og sér, meira fé en þetta. Og Ítalía meir en 2-falt það.

Bankakerfi ESB er risastórt, eða rúmar 3-þjóðarframleiðslur ESB í heild að umfangi. Ef allt er lagt saman.

6 stærstu bankar Frakklands eru rúmar 3 þjóðarframleiðslur Fakklands að umfangi. 

  • Það á eftir að útfæra það hvernig "ESM" myndi lána beint til banka í einstökum aðildarríkjum, ekki virðist felast í þessari yfirlýsingu skuldbinding þess efnis, að frá slíku ákvæði verði gengið né hvenær það verður.
  • Þannig að enn virðist vera til staðar óbreytt sú staða sem flestir sérfræðingar hafa talið þá mestu ógn sem að evrunni stafar, þ.e. tengslin milli stöðu einstakra ríkissjóða og bankakerfa viðkomandi lands.
  1. Þ.e. að þegar staða ríkissjóðs lands versnar, hefur það slæm áhrif á stöðu bankakerfa þess sama lands.
  2. Og öfugt, að ef staða ríkissjóðs viðkomandi lands versnar, hefur það slæm áhrif á stöðu banka í því landi.
  • Bankarnir og ríkissjóðirnir eru eins og tveir drukknandi einstaklingar er hanga á sama rekaldinu, þ.e. saman sökkva þeir eða saman fljóta þeir.

Vandinn er að jafnvel þó gengið væri frá slíku ákvæði - - er "ESM" einfaldlega of lítill, til að ráða við stórfellt útbreidda fjármálakreppu.

Hann líklega ræður við kreppu í smærri löndunum, en ekki við það ef bankakerfi lands að umfangi á við Spán - leggst á hliðina.

 

Niðurstaða

Niðurstaða Merkelar og Hollande virðist fljótt á litið - sigur fyrir Angelu Merkel. En hún hefur algerlega "consistently" hafnað því að samþykkja að kostnaður sé lagður á þýska skattgreiðendur. Nú dregur að kosningum í Þýskalandi, en þessi stefna hefur stuðning þýskra kjósenda. Og af hverju ætti svo ekki vera? Þjóðverjar hafa það betur nú en fyrir kreppu, nánast einir af löndum Evrópu. Þegar tekið er tillit til gróða Þýskalands af því að borga lægri vexti en nokkru sinni, þar á meðal njóta þýsk fyrirtæki og almenningur þess ástand einnig. Þá virðist mér Þjóðverjar í nettó gróða hingað til af kreppunni.

Og ekki síst, Merkel er ólíkleg til að skipta um skoðun eftir kosningar.

En hún er langlíklegust til að vera kanslari áfram, en ef stjórn hennar tapar meirihluta er líklegasti möguleiki B að hún myndi stjórn með þýskum krötum, og haldi áfram að vera kanslari.

  • En þ.e. þó óhætt að segja, að þessi útkoma hlýtur að vera mjög sár vonbrigði fyrir áhugamenn um evru!
  • En það hafa nærri því allir verið sammála því, að það verði að búa til ekki bara sameiginlegt eftirlit heldur einnig sameiginlegan innistæðutryggingasjóð; annars sé áfram til staðar hættan af hinu hættulega samhengi milli skulda aðildarríkja og trúverðugleika stöðu innlendra bankakerfa.
  • Og þ.e. einmitt sá vandi, sem getur mögulega, snöggdrepið evruna!

Merkel ver hagmuni þýskra skattgreiðenda!

En hún fórnar á sama tíma - hagsmunum evrunnar!

 
Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

supervision:the supervision of the banking system: ADMINISTRATION, management, control, charge; superintendence, regulation, government, governance.

Control => eftirlit, er hlut af því þegar Ísland var nýlenda Dana. 

administration: the day-to-day administration of the company: MANAGEMENT, direction, control, command, charge, conduct, operation, running, leadership, government, governing, superintendence, supervision, regulation, overseeing.
 sjá og : the organization and running of a business or system.

Stjórnsýslan á Íslandi er ekki sú eina sem er illa læs á rekstur stöndugra  ríkja að mati Þjóðverja og Frakka. það þarf að tryggja rökrétt laga og reglukerfi sé eins  í grunni allra Meðlima ríkja óháð þeirra tungumála skilningi. Til skipun 94 byggir á því í Meðlima ríkjum eigi að ríkja sama kerfi í grunni fjármála þanninga að eignarhaldið skipti ekki máli þegar hluthafa fundir bætast við sem sem eftirlit.

Traust á evru vex þegar hægt er að treysta henni fyrir fram.

   Spákaupmanna markaðurinn er kallaður secondary og submarket af ábyrgum aðilum.   Það borgar sig ekki að hann sé meira en 20% af heildar fjármálveltum í í ríkjum eins og USA og UK. 
Ísland var 100% "admistration free" árið 2000 og sennilega ennþá. Ég hef engar áhyggjur af Þjóðverjum og Frökkum: hæfustu ríkjum EU í efnhagslegum stöðuleika.  80% kauphalla veltu var risky ríkis-lífeysisjóða velta með drjúgan hlut af því sem kallast velferðartekju stofnar í grunni erlendis og eru í daglegri veltu. Varsjóða starfsemi til hliðar er ekki sup Prime eins og hér heldur Prime AAA+++.

Erlendir lándrottnar : kröfuhafar hér vissu allt um ríkisábyrgðir hér,  sumir vissu kannski ekki um að  hér væru öllu blandað saman. Engin skil á milli veðsafna og sjóða.  Allt risky seeking.

Control notkun: China retained control over the region: JURISDICTION, sway, power, authority, command, dominance, government, mastery, leadership, rule, sovereignty, supremacy, ascendancy;
charge, management, direction, supervision, superintendence.

one family had controlled the company since its formation: BE IN CHARGE OF, run, manage, direct, administer, head, preside over, supervise, superintend, steer; command, rule, govern, lead, dominate, hold sway over, be at the helm;

a person or thing used as a standard of comparison for checking the results of a survey or experiment.

Það er gerð mjög mikil kara til 6,0% greindustu í UK, Þýsklandi og Frakklandi að velja réttu orðin í samhengi merkingasvæðisins sem þau spanna í viðurkendum orðaskilgreingar bókum. 


 
Algengasta og ráðandi merking í katagoríu er fyrst.
USA, UK, Þýskland , Frakkland, veðja á að öllum 5 árum og því 30 árum , haldist  hlutfallsegt raungengi þeirra óbreytt.  Þroskuð ríki veðja á það sama.  Vogunarsjóðir eru frekar nýjir og veðja á bjartsýni vanþroka elíta í nýjum ríkjum í 1000 ára samhengi. Þeir falla undir seconadary market og sub Prime. Sjóðir sem er nú súpa seyðið því sem þeir voguð sér frá 1970 til 2000.

Spurning er um að byrgja bruninn áður en barnið dettur í hann eða standa vörð um brunninn.   Eftirlit er að fylgjast með því hvort barn er í brunninum eða fylgja barni eftir.   Getulaus adminstration, útrásar víkingar bera ekki ábyrgð á Administration Íslenskra lögsögu. EU bannar að mismun og vill núna banna ríkjun að vera með impotent administration. Eðlisfræðilegar , félagslegar, heimspekilegar skilgreiningar á orðum í Aljþjóða lögtækum tungum er alls ekki þær einu: sjá Íslenskar orðbækur.  

Júlíus Björnsson, 1.6.2013 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 50
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 329
  • Frá upphafi: 847322

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 320
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband