Seðlabanki Evrópu telur hagvöxt snúa til baka á evrusvæði fyrir árslok! Heldur vöxtum óbreyttum!

Þetta er eiginlega endurtekning á því sem ECB sagði í fyrra, en þá hélt hann sig við það, að viðsnúningur myndi hefjast á seinni hluta árs. Alveg fram á sl. haust. Er hann loks viðurkenndi, að allt sl. ár yrði ár kreppu.

Hann segir það nokkurn veginn sama þá, að hann reikni með því að eftirspurn muni snúa til baka seinni part árs.

Að stefnan sem ríkir, muni endurreisa smám saman traust.

Með þeirri endurreisn trausts, muni koma meiri fjárfesting ásamt því að hann reiknar með því, að útflutningur muni styrkjast.

Mario Draghi, President of the ECB, Vítor Constâncio, Vice-President of the ECB, Frankfurt am Main, 10 January 2013

  • "The economic weakness in the euro area is expected to extend into 2013.
  • In particular, necessary balance sheet adjustments in financial and non-financial sectors and persistent uncertainty will continue to weigh on economic activity.
  • Later in 2013 economic activity should gradually recover.
  • In particular, our accommodative monetary policy stance, together with significantly improved financial market confidence and reduced fragmentation, should work its way through to the economy, and global demand should strengthen.
  • In order to sustain confidence, it is essential for governments to reduce further both fiscal and structural imbalances and to proceed with financial sector restructuring."

Í lokin, bendir Draghi á að aðildarríkin verði, að halda sig staðfastlega við stefnuna, annars komi góðu dagarnir sem lofað er - ekki.

 

Hefur allt batnað eins og menn segja?

Menn verða að muna akkúrat hvað gerðist.

  1. Mario Draghi gaf loforð, um að halda evrunni uppi, hvað sem það kostar. Svo koma hann með loforð um, kaup á ríkisbréfum landa í vanda - - ath, án takmarkana.
  2. Á þessum tveim loforðum, lifir markaðurinn og hefur sl. 6 mánuði. Samt, hafa kaup án takmarkana ekki komist til framkvæmda, og óvíst að það verði nokkru sinni.

Hvað breyttist þá? Allt og sumt sem breyttist, var upplifun aðila á markaði. Ástandið, sem er í bakgrunni, það hefur allt versnað yfir sama tímabil þ.e.:

  • skuldir sömu landa eru hærri en áður,
  • atvinnuleysi verra,
  • niðurskurðaraðgerðum hefur sannarlega verið beitt,
  • en þær hafa magnað upp kreppuna í þeim löndum frekar en hitt,
  • atvinnuleysi mun halda áfram að aukast að flestum líkindum út árið a.m.k.,
  • skuldir sömu landa munu aukast sannarlega stöðugt einnig út þetta ár.

Evrukrísan hefur ekki gosið upp í 6 mánuði, þrátt fyrir að allt annað hafi versnað á sama tíma, vegna þess að - - markaðurinn trúir á Mario Draghi.

Hefur Mario Draghi þá bjargað evrunni?
Eins og fram kemur í textanum, ræðu Draghi, þá hefur ívið upp á síðkastið. Hægt á samdrættinum.

Það telja bjartsýnismenn, að þíði - - að kreppan sé við það að ná botni.

En það held ég alls ekki, heldur sé málið að með því, að sl. 6 mánuði hefur evrukrísan verið í lægð.

  1. Þá hefur dregið "tímabundið" úr spennu eða hræðslu eða óróleika, en sú spenna sem var í gangi eða óróleiki eða hræðsla; hafi verið að vinna sjálfstætt efnahagstjón á hagkerfum Evrusvæðið.
  2. Ofan á þann vanda sem hefur búið til kreppuna, þ.e. skuldavandann og þann vanda að tiltekin ríki lentu í viðskiptahalla við tiltekin önnur innan svæðisins, þ.e. töpuðu samkeppnishæfni og söfnuðu þar með viðskiptaskuldum. 
  3. Nú þegar það viðbótartjón sé frá a.m.k. tímabundið, þá sé það ekki lengur að bæta á hagkerfisskaðann þ.e. samdráttinn. Þannig að ekki sé undarlegt að hægi aðeins á honum.

--------------------------------------

Málið er, að viðskiptaójafnvægisvandamálið inna evrusvæðis, sé ekki enn leyst!

Sannarlega sl. ár, hefur það minnkað verulega mikið. En það sé ekki nóg, að viðskiptahalli landanna sem söfnuðu skuldum hverfi. 

Meira þarf til, því til þess að borga þær sömu skuldir til baka og með vöxtum. Þarf afgang af viðskiptum við útlönd. Og þ.s. meira er, nægilega stóran slíkan.

5 árum eftir að kreppan hófst, sé sennilega ca. komið að hálfleik.

-------------------------------------- 

Til þess að klára viðskiptaójafnvægisvandann, þ.s. gengisfelling er áfram ekki í boði. Þarf þá áfram að halda áfram því verki, að minnka innlenda eftirspurn.

Þ.s. lækka lífskjör með beinum launalækkunum. Að auki, þíðir það að störfum fækkar áfram t.d. í innflutningi og sölu. Eftirspurn minnkar. Atvinnuleysi eykst áfram.

Hagkerfin í vanda, halda áfram að dragast saman jafnt og stöðugt.

Skuldirnar hlaðast þá áfram upp, þ.s. tekjur ríkisvaldsins skreppa stöðugt saman þó stöðugt sé meir skorið niður.

Sem þíðir, að velferðarkerfi eru nú að mæta niðurskurði, sem þíðir vaxandi neyð þeirra sem ekki hafa vinnu.

  • Framreikna þetta áfram út áratuginn - ca. Og við höfum kannski hagvöxt v. endann á áratugnum.
  • Ef samfélögin eru ekki löngu búin að gefast upp. 

Það er augljóslega óvíst hvort Mario Draghi hefur enn náð því að bjarga evrunni.

Sannarlega er augljóslega nóg eftir af kreppunni.

Og algerlega af og frá, að viðsnúningur sé væntanlegur v. árslok.

 

Niðurstaða

Evrusinnar t.d. utanríkisráðherra, eru þegar farnir að fagna því að evrunni hafi verið bjargað. Það veit enginn reyndar enn, hvort nokkru sinni loforð Draghi um kaup án takmarkana kemst nokkru sinni til framkvæmda. 

Eitt er þó ljóst, að tiltrú sú er fjárfestar hafa á Draghi, mun ekki vera endalaus. 

Það eru þessi tvö loforð: Gera það sem til þarf/Að kaupa án takmarkana af ef tilteknum skilyrðum er mætt.

Sem skilja í dag á milli ástandsins er ríkti fyrir 6 mánuðum og þess er ríkir nú. 

Þetta er allt og sumt. Samtímis, hefur allt og þá meina ég virkilega allt annað versnað.

-----------------------

Hve lengi geta menn lifað á voninni einni saman?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 67
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 1433
  • Frá upphafi: 849628

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 1321
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband