Er trilljón dollara peningur, hámark klikkunarinnar, eða snjall leikur?

Það virðist að bandaríska alríkið hafi fræðilega einn möguleika, til þess að komast framhjá hótun Repúblikana, að gera alríkið gjaldþrota  snemma í mars nk. En skv. lögum frá 2000, hefur fjármálaráðherra Bandaríkjanna rétt til að gefa út peninga úr platínu sbr.:

"Congress passed a law in 1997, later amended in 2000, that gives the Secretary of the Treasury the authority to mint platinum coins, and only platinum coins, in whatever denomination and quantity he or she wants. That could be $100, or $1,000, or ... $1 trillion."

Nú virðist þeirri hugmynd aukast fylgi hraðfara, að fjármálaráðherra Bandaríkjanna, gefi út platínupening upp á "1 Trillion Dollars" og hann verði svo lagður inn á reikning alríkisins í Seðlabanka Bandaríkjanna eða "US Federal Reserve."

Þannig "hókus pókus" hefur bandaríska alríkið innistæðu á reikningi sínum í Seðlabankanum, upp á þá upphæð.

Og getur haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorist, að borga af skuldbindingum alríkisins.

Sjá útskýringu á hugmyndinni:

Everything You Need to Know About the Crazy Plan to Save the Economy With a Trillion-Dollar Coin

 

Sumir segja að þetta valdi verðbólgu!

Menn verða auðvitað að vega þá fræðilegu áhættu, á móti hættunni á móti. Sem er sú, að endurtaka deiluna um skuldaþakið frá haustinu 2011. Endurtaka þá nagandi óvissu, sem því fylgdi á fjármálamörkuðum. Þau neikvæðu efnahagslegu áhrif, vegna óvissunnar, sem sú deila hafði.

Líklega neikvæð áhrif á ástand mála innan Evrópu.

Ekki síst, spurningin um það - hvaða áhrif það raunverulega hefði. Ef Bandaríkin myndu allt í einu hætta að greiða af sínum skuldbindingum?

----------------------------

Það er einhver hætta á verðbólgu, að sjálfsögðu. Á hinn bóginn - verður ekki ríkishallinn í Bandaríkjunum skorinn af í einu vetfangi.

Og, þ.e. sannarlega ábyrgðalaust, að ætla að skera hann af með því m.a. að Bandaríkin, hætti að greiða af þeim skuldum - sem þau hafa tekið á sig í fortíðinni, sem enn eru ekki uppgreiddar.

Ef samkomulag næst um að lyfta skuldaþakinu, þá verður í algeru lágmarki, greitt af slíkum skuldbindingum.

Samkomulag um niðurskurð, myndi örugglega fela í sér að Alríkið ver sambærilegri upphæð - fyrir einhverja rest, hvort sem er.

  • Megin spurningin - hvort útgáfa slíks penings sé verðbólguvaldandi.
  • Sé þá, hvort það leiði til þess, að meira fé sé eytt af alríkinu - - en ef Repúblikanar myndu halda ríkisstjórn Demókrata í spennitreyju, og knýja fram hugsanlega eitthvert harðara samkomulag um niðurskurð - - en hugsanlega verður útkoman í hinu tilvikinu.
  • Ef Demókratar með útgáfu slíks penings, mikið til slá það vopn úr hendi þeirra. 

Mér virðist - verðbólgulega séð, áhættan af því að gefa út einn slíkan pening, og leggja inn á reikning Alríkisins í Federal Reserve; vera lítil.

Að auki, er FED í lófa lagið að gefa út dollarabréf í nægu magni, til að ryksuga upp sambærilegt magn af dollurum úr umferð - - skilst mér.

 

Verða þá ekki hægri menn í Bandaríkjunum "band brjál"?

Þetta er eiginlega, andbára 2. Að þetta skaði pólitíska ferlið í Washington svakalega. En - púff. Þeir eru að hóta því, að gera alríkið "gjaldþrota." 

Er það ekki dálítið "klikkuð" hótun. Hafandi í huga, hve viðkvæmt efnahagsástandið í heiminum er?

Hversu klikkaðri verða þeir, ef sú hótun er allt í einu - sprengd. Þannig að eins og sprungin blaðra "lyppast hún niður"?

Mér dettur allt eins í hug, að með hótunina þannig slegna niður. 

Og vopnin þannig tekin af þeim.

Þá verði allt í einu - unnt að semja, um einhverja lausn sem, er ekki það harkaleg.

Að hugsanlega, verði Bandaríkin allt í einu kúpluð yfir í kreppu í ár - - með hugsanlega hættulegum afleiðingum fyrir heims hagkerfið.

Sjá útleggingu á hættunni: 

Terrifying Presentation Shows What Would Really Happen If We Hit The Debt Ceiling

Þetta er all svakaleg lýsing á því, hvað getur hugsanlega skeð.

Eins og kemur fram í glærunum, Þá kostar það 1.1trillion.$ (amerísk trilljón) að klára 2013.

Svo einn útgefinn peningur upp á "1 Trillion.$" endist því langt frameftir árinu, þegar miðað sé við að sá fari eingöngu í að standa straum af "þegar samþykktum útgjöldum."

 

Niðurstaða

Það hljómar sannarlega klikkað að gefa út  "1 Trillion.$" pening. En ég óttast persónulega mun meir afleiðingarnar af því, ef ákvörðunin um að lyfta svokölluðu skuldaþaki. Dregst mjög á langinn.

Það má ekki dragast eins og fram kom að ofan, lengur en fram á mánaðamót febrúar/mars.

Svo, má vera að hótunin ein og sér "dugi." Það muni ekki þurfa að gefa þann pening út. Eða, nóg sé að mæta með hann á fund í bandaríska þinginu. Sýna að sá peningur sé raunverulega til.

Gefa nokkurra daga frest t.d. viku eða tveggja vikna frest, til að lyfta skuldaþakinu. Annars verði peningurinn lagður inn á reikning alríkisins í "Federal Reserve" þ.s. hann muni mynda grundvöll fyrir Alríkið, að halda áfram að greiða af sínum skuldbindingum. Þvert á vilja meirihluta Repúblikana í Fulltrúadeildinni.

-------------------

Mig grunar að hótunin ein geti verið nóg.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 76
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 1442
  • Frá upphafi: 849637

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 1328
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband