Hvers vegna er svo gaman að búa til skopmyndir af Múhameð?

Ég velti þessu fyrir mér í kjölfar þess að mótmæla-alda fer nú fram um heim múslíma í N-Afríku, og Miðausturlöndum. Sendiherra Bandaríkjanna í Lýbíu lét lífið. Sendiráðum Bandaríkjanna í nokkrum löndum var lokað tímabundið. Meira að segja sendiráð Þýskalands í Súdan, var brennt - ekki alveg til grunna, en skemmdist umtalsvert. Þá er komið upp ferskt mál!

 

Ástæða, atburða undanfarinna daga, er útgáfa myndbands þ.s. farið var niðrandi orðum um Íslam og Múhameð.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem múslimar espast upp vegna skopteikninga eða myndbanda, en sennilega er alda óeyrða undanfarið sú versta hingað til.

Þessir atburðir hafa nú gerst nægilega oft, til þess að það er fyrirfram vitað - hvernig múslímar munu bregðast við.

Og akkúrat á þessum tímapunkti, sem allt er enn á suðupunkti yfir því sem gerðist um daginn, ákveður franskt tímarit að koma fram með röð skopteikninga af Múhameð: France to Shut Embassies Over Muhammad Cartoons

Franska utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að loka tímabundið sendiráðum í N-Afríku, Afríku og Miðausturlöndum, eða í samtals 20 löndum.

 

Já - ég veit að tjáningarfrelsi er mikilvægt?

Spurningin er - er það í reynd mikilvægur þáttur í því, að mega gera grín að Múhameð? Þegar allir vita, að skv. Íslam er bannað með öllu, að útbúa myndir af Múhameð, alveg sama af hvaða tagi. Þó það bann eigi strangt til ekki við um þá sem ekki eru múslimar, er vitað að þeir bregðast ávallt reiðir við, þegar verið er níða þeirra trú.

Þ.e. vitað fyrirfram hvernig viðbrögðin verða?

Þ.e. vestrænt fólk þarf að hlaupa í felur í þeim löndum, sendiráð eru lögð í hættu o.s.frv.

Ég veit - það er sagt sem mótbára, að múslímar skuli virða vestrænt tjáningarfrelsi, en þú kennir ekki lítt menntuðu fólki í fátækum löndum slíka hluti með þessum hætti, þ.e. að espa það upp.

 

Er þetta ekki einfaldlega - barnaleg skemmtun fólks, sem ætti að hafa vit á að sýna tilfinningum annarra, tillitsemi?

Eða með öðrum orðum, skortur á samfélagsþroska þeirra sem semja slík myndbönd, eða slíkt spaug?

Er þetta þá ekki einfaldlega atferli, sem ætti allra vinsamlegast að biðja það góða fólk, sem svo gaman hefur af því að erta múslima, að hætta því - þ.s. þeir séu að setja fólk í hættu.

Án þess að séð verði, að nokkur gagnlegur tilgangur sé til staðar.

 

Niðurstaða

Gildir ekki um þetta að hafa nærgætni í návist sálar? Að við eigum að sýna, að við séum þroskaðri?

Mér sýnist nefnilega, að mótívið að gera þetta grín - sé einfaldlega að þeim finnst það findið, hve múslímar espast upp. Með öðrum orðum, það sé skortur á samfélagsþroska - að baki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Bara svo að bloggara haldi ekki að ég sé að úthúða Islam og fegara Krisnitrú, því að það bezta sem gæti gerst ef ætti að banna eitthvað, þá væri það trúarbrögð.

Í New York fyir nokkrum mánuðum síðan var líking af Maríu Mey með stórum kúk (mannssaur) og svo var kross í mannshlandi á listasafni sem fær styrkji frá ríkinu, þetta var kallað list.

Ekki voru óeirðir og fólk slasað eða drepið, og eignir brendar til kaldra kola.

Tjáningarfrelsi er eitt af því mikilvægast sem við almenningur höfum.

Þetta er bara staðreynd að Múslimar og tjáningarfrelsi eiga enga samleið.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 19.9.2012 kl. 22:53

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ég tek heilshugar undir með þér Einar Björn, að það er þörf á að sýna samfélagsþroska og sanna fyrir okkur sjálfum og öðrum, að við séum skyni gæddar verur, án illra hvata.

Fólk sem er í listaheiminum upptekið við að gera ljótleikann og subbuskapinn að einhverju marktæki listformi, eru á rangri leið.

Ég lagði nú til í bloggi mínu fyrir nokkru síðan, að þeir sem vildu reyna á þanþol okkar, ættu þá miklu frekar að beina spjótum sínum að kristinni trú.

Finn þannig út hvað kristnir menn geta setið undir miklu háði og spotti á sína trú.

Það mun þetta fólk líklega ekki gera, vegna þess að það býr sjálft í samfélaginu sem virðir þeirra eigin trú. Það á fjölskyldur og vini sem það þarf að taka tillit til, en þetta fólk sem styður islam er svo fjarska langt í burtu að viðkomandi finna ekki til neinnar samkenndar með því.

Er það bara ekki heila málið, svona í hnotskurn?

Sigurður Alfreð Herlufsen, 19.9.2012 kl. 23:46

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann - ég held að í fj. múslímalanda, hafir þú heilmikið tjáningarfrelsi, að því slepptu að þú sjáir þér fært að sleppa því að ata aur yfir trúna.

Persónulega, hef ég aldrei skilið þá þörf sumra sbr. þína lýsingu af því sem þú sást kallað list.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.9.2012 kl. 01:11

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sigurður - já það má vel vera að sé einmitt málið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.9.2012 kl. 01:12

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta er ekki rétt með farið Einar.

Ég hef verið að vinna í múlima löndum síðan 1976 og það er ritskoðun á öllu, ekki bara trúabrögðum, heldur öllum málefnum, sem eru neikvæð um trúmál, stjórnmál you name it.

Ef þú hefur verið þar við vinnu í múslimalöndum og þá í sjálfu sér þá býrðu þar líka, í það minsta þann tíma sem þú ert þar, sem er venjulega lengur en þúert hima hjá þér hvort sem það er á Íslandi eða UAS.

Til dæmis; það voru óeirðir í Kuala Lumpur, indverskir ethnics fóru í mótmælagöngu, það fór aðeins út í öfgvar fólk var slasað en mjög littlar skemdir á eignum annara.

Ég sá myndir af þessu á CNN þegar ég var að fara að heiman til vinnu, sat við hliðina á ungum Malasíu manni frá Los Angeles til Kuala Lumpur með millilendingu í Taipei.

Hann hafði ekkert heyrt um þessar óeirðir, en viðurkendi að hann hafi bara notað Malasíu fjölmiðla. Við spurðum áhöfnina, þau höfðu ekkert heyrt,

Ný áhöfn í Taipei jú þau höfðu séð fréttir af þessu a local fréttum Taipei, og CNN, en ekkert í fréttun Malasíu fjölmiðla. Þegar við komum til Malasíu þá leitaði ég eftir local fréttum um þennan atburð, en þær voru ekki til.

Máfrelsi og/eða tjáningarfrelsi eiga bara enga samleið með múslimum. By the way, ég er í New York núna kom frá Sádi Arabíu í dag, farðu þangað og reyndu að láta birta allt sem þú skrifar, gleymdu því.

Kirkja, búdda musteri, hinndúa musteri í Sádi Arabíu, er ekki til og verður aldrei til.

Svo þegar múslimar koma til kristina þjóða, þá á að banna svínakjöt í skólum, það á að leifa moskur sem eru styrktar af ríkistjórn Sádi Arabíu o.fl. ofl. en meigum við borða svínakjöt í okkar íbúðum í Sádi Arabíu? Gettu?

Ef ég væri trúaður maður get ég farið í kirkju eða musteri í Sádi Arabíu? Gettu?

Ég get haldið áfram eftir yfir 30 ára reinslu, en það er komið nóg.

Sem bettur fer er ég orðin of gamall að ég sennilega kem ekki til með að horfa upp á, ritskoðun, kirkjur og musteri á Íslandi banaðar, konur fá ekki að keyra, karlmenn meiga berja konur sínar til óbóta og það er löglegt, það er ekki kallað nauðgun nema að konan hafi 4 karlmenn sem horfðu á nauðgunina og mundu bera vitni um slíkan verkanað, og hér kemur kanski eitt sem mér finnst þægilegt, senda sms 3svar og segja til dæmis "ég er skilinn við þig." Og vala þú ert skilinn við skessuna sem þú býrð með.

Ég get haldið áfram óendanlega um ýmislegt sem okkur finnst sjálfsagt, en múslimar fyrirlíta. Það sem mér finnst skrítið er þegar kvennfólk reynir að verja múslimamálstaðinn, eða hommar. Dauða refsing fyrir homma, en konur láttu hugan reyka hvað þær þurfa að fara í gegnum til dæmis skera tilfinningu kynfæra (the clit) og henda þeim á haugana eða láta hundinn éta það.

Eins og ég sagði Einar, það er óendanlegt það sem okkur finst nomal, en múslimar fyrirlíta. Ég vona bara að áhrifamenn eins og þú vaknið af þessum dvala, æ það verður að hjálpa þessu fólki, múslimum. Þetta fólk sækist í það að annað hvort játar þú múslimatrú og þú ert dauður.

Áður en þú ferð að setja fram staðreyndir að múslimar eu rmenn aðlögunnar, farðu að vinna í þessum löndum og búa þar.

Svona ef ég man rétt, er ekki bannað að hafa svínkjöt í mat í skólum á Ísnadi? Ég veit svo var og áreiðanlega er í Austurbæjarskólanum, Einar þetta er byrjað.

Góðar stundir.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 20.9.2012 kl. 03:31

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann - ég veit vel að það er ekkert trúfrelsi í Saudi Arabíu, en það eru kirkjur í Egyptalandi, í Tyrklandi, í Sýrlandi, Jórdaníu. Það er lýðræði í Tyrklandi, Malasíu, og Indónesíu. Meira frelsi en t.d. í Rússlandi, málfrelsi einnig. En þ.e. samt takmarkaðra en t.d. í Evr. og Bandar. Þegar þú segir "ekkert" þá er það fulllangt gengið, nema ef þú miðar við land Sauda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.9.2012 kl. 04:19

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sádi Arabía er kjarninn, þannig eiga múslimar að lifa enda fer fólk í milljóna tali til Sádi Arabíu á hverju ári.

Tökum land eins og Malasíu, þær kirkjur og þau musteri sem þar eru leifð eru stofnanir sem hafa verið þar um áratugi og jafnvel aldir.

Sækja um nýbyggingu fyrir nýja kirkju eða musteri, því er neitað. En nýja mosku, ekkert mál

Hvað er að gerast í Írak og Egyptalandi og öðrum múslima löndum, það er verið að útríma þessum fáu kirkjum sem til eru.

En þetta byrjar allt á tjáningarfrelsihöftum, til dæmis Englandi; Salman Rushdie bannað að fara um borð í brezka flugvél af því hann skrifaði og gaf út bók

Ayaan Hirsi Ali varð að hætta á þingi hollendinga og yfirgefa Holland vegna dauðahótana bara af því hún skrifaði og gaf út bók. Sem sagt þessi tjáningafrelsishöft eru komin í nágrenið þitt.

Það má lengi telja hvernig umburðarlyndi fyrir Islam er farinn að þykja sjálfsögð og má ekki skrifa neitt neikvætt um Islam, og það sem verra er til dæmis hér í Bandaríkjunum, þá kæmi mér ekkert að óvart ef Barack Hussein Obama verður endurkjörinn, þá komi dómsmálaráðuneitið hans með tillögu að verk eins og þessi myndatrailer á utube sem er orsök að sendiráðabrenunum verði flokkað undir Hate Speech, þar af leiðandi bönnuð.

Hvað er þetta annað en tjáningarfrelsishöft, en vertu viss um að hafa Maríu Mey með kúk og kross í halndi það verður áfram kallað list.

Einar hversu langt vilt þú fara í tjáningafrelsishöftum áður en þú segir hingað og ekki lengra. Þú bloggar mikið og oft er það ekki til að fegra sitjandi ríkisstjórnir, hvernig findist þér ef að þér yrði bannað að fara um borð í íslenskar flugvélar eða skip?

Ásakanir og neikvæð skrif um ríkisstjórnir flestra múslimalanda, ja ég man nú ekki eftir neinu múslimalandi sem leifir slik skrif, eru ekki leyfðar.

Skil ekki fólk sem stiður það að svonalagað verði leifilegt og stiðja að því í að tjáningafrelsishöft sé beitt í vestrænum frjálsum löndum.

Just my opinion.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 20.9.2012 kl. 10:15

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, tjáningarfrelsi er aldrei óheft, ekert er það. Það verður alltaf heft meira að segja í Bandar. Það eru einfaldlega minni höft en tíðkast í múslímalöndum. Þú getur hvergi fundið land, þ.s. engin höft eru á tjáningu. Þú getur verið handtekinn á flugvelli meira að segja í USA, ef þú hefur stigið yfir þau mörk sem eru til staðar.

Ég sé ekki þann mikilvæga tilgang að hrauna yfir íslam með þeim hætti, að níða þeirra trú. Þegar þú beitir tjáningarfrelsi til að ráðast á aðra, til að meiða þeirra tilfinningar, meiða þeirra æru, þá kemstu í vanda á vesturlöndum. Þannig upplifa múslímar árásir á þeirra heilögustu þætti sinna trúarbragða, sem persónulegar árásir.

Þetta sníst ekki um umburðarlindi, nema að því marki að menn þurfa að skilja, að gagnrýni er eitt, en íllviljuð árás með tjáningarforminu er annað.

Þú ert að tala um trúarbrögð með meira en milljarði manna, að meiða þeirra tilfinnnigar viljandi - getur nokkur maður ætlast til þess að það hafi engar afleiðingar? í alvöru?

Bækur eru oft bannaðar á vesturlöndum ef þær innihalda meiðandi upplýsingar um persónur, einhvern vegin hafa hlutið þróast þannig - að þ.e. allt í lagi að meiða hópa með sama hætti, þú getur sagt hvað sem þú vilt um hópa af fólki en ekki einstaka aðila.

Í samhengi íslam, þá þarftu að taka sama tillit til hópsins "múslímar" og þú myndir taka til einstaklings. Annar lendir þú líklega í vandræðum. Fólk auðvitað ræður því hvað það gerir, en áhættan er þekkt - það getur ekki sagt að það viti hana ekki fyrirfram.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.9.2012 kl. 11:27

9 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Í tengslum við þetta mál er gott að halda því til haga að í nokkrum múslimaríkjum, ekki einungis Saudi-Arabíu, stigu yfirvöld fram og kröfðust þess að yfirvöld í Bandaríkjunum refsuðu þeim aðila sem gerði þessa mynd. Það var alveg úr samhengi við það hvort lagaleg úrræði eru til þess í Bandaríkjunum eða ekki; væntanlega til þess að beina reiði múgsins e-ð annað en að sjálfum sér. Maður fær það á tilfinninguna að réttaríki og tjáningarfrelsi skipti þennan heimshluta afar litlu máli.

Það má vel segja að stærstur hluti íbúa þessara landa sé illa upplýstur og lifi við algera forneskju og því verði að sýna skilning...en elítan í þessum löndum er að verulegu leyti menntuð á Vesturlöndum en kyndir engu að síður undir bálinu.

Að lokum er það síðan atriði út af fyrir sig hvort það skiptir miklu máli af hvaða ástæðum menn brenna og drepa, fáfræði eða pólitískri baráttu; eigum við ekki að vera jafnvel á verði gagnvart hvoru tveggja?

Þorgeir Ragnarsson, 20.9.2012 kl. 13:28

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorgeir - málið er að það tekur tíma fyrir þennan heimshluta að innbyrða allt þ.s. vesturlönd eru búin að ganga í gegnum, í formi samfélagsmenntunar á sl. 200 árum.

Það gerist ekki á örfáum árum heldur besta falli áratugum.

Eins og ástandið er í dag, tekur stór hluti múslíma á svæðinu sunnan megin við Miðjarðarhaf og Afríku Norðanverðri, gagnrýni á trúna og Múhameð - djúpt persónulega.

Það er einfaldlega veruleikinn - - og það er síðan einnig einfaldlega spurning um að virða eigin líf og limi, sem og fjölskyldu, að taka tillit til þess.

En ég sé enga leið til að tryggja alla þá sem hafa gaman af að erta múslíma út ævina. Sannleikurinn, að það væri töluvert dýrt fyrir okkar samfélög að útvega þeim öllum þannig vernd, sem finnst það skemmtun að erta nágranna okkar í Suðri.

Og ef út í þ.e. farið hagsmunir skattborgara að sannfæra þá, að halda aftur af sér, og auðvitað ættu þeir að íhuga þá áhættu sem þeir taka - þ.s. engin leið er að vita hver af þeim 300 miiljóna múslíma sem getur verið að taki slíku sem perónulegri árás, kannski fj. þeirra sem taka trúna alvarlega, er nægilega reiður til að hafa áhuga á að drepa viðkomandi.

Það getur verið hver sem er, hvenær sem er, hvar sem er - og slíkir eru ekki líklegir afbrotamenn í almennu samhengi, svo líkur eru ekki mjög góðar að unnt sé að sjá það fyrir, akkúrat hver er hættulegur viðkomandi.

Einfaldasta leiðin er að þeir aðilar sem skemmta sér við þessa iðju hætti henni.

Enda ekkert gott sem líklegt er að koma út úr því.

----------------------------------

Það fyrsta er að skapa ekki vandamál algerlega að óþörfu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.9.2012 kl. 15:06

11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Af hverju hafa krakkar gaman af bjölluati?

Blessaður vertu, sumir hafa bara gaman af að espa múslimana upp. Þeir eru svo fyndnir þegar þeir eru reiðir.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.9.2012 kl. 17:10

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þegar einn af þessum grínurum verður raunverulega veginn einn daginn, þá kannski sjá þeir alvöru málsins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.9.2012 kl. 18:05

13 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

komdu sæll Einar,eg held ad stærsti hluti muslima se nu bara alveg eins og vid sem eigum ad kallast kristin,og i raun nakvæmlega sama um trumal og skopmyndir,mikid hefur verid rætt um motmælin td i Egyptalandi tar sem voru um Ja hvad var tad 10,000 motmælendur ut af hversu mørgum miljonum(hvad ætli tad væru margir ef sama hlutfall væri tekid a islandi 20 kanski og ekki kemst tad i heimsfrettirnar auk tess hafa verid ad byrtast i frettum folk sem fekk borgad af øfgasamtøkum i beinu reidufe fyrir ad motmæla og tetta er ekki bar 1 eda 2 nei teir eru margir 

Eg get bara sagt ad eg er daudtreittur a mysnotkun visra hopa a truarbrøgdum sem sydan eru notud sem afsøkun til ad drepa og skapa vandrædi,eg er lika ordin daudtreittur a ad ekki ma opna munnin an tess ad vera kalladur racist(sem er liklega mest mysnotada ord i Evropu i dag),

Eg er lika daudtreittur a  truarbragdahopum(sama hvada nafni teir nefnast)sem telja sig geta stjornad og radid med hotunum og ofbeldi og tad verdur ekki litid fram hja tvi ad Islam er mikid notad einmitt i sambandi vid ad myrda skapa styrjaldir motmæla,tessvegna er folk a vesturløndum farid ad snua ser æ meira til hægri øfgaflokka sem eg tel meira ahyggjumal en hvort einhver api gerir biomind i Muhamed,sem sydan fær nokra øfgamenn til ad motmæla og radast a eignir og lif kristina manna 

Þorsteinn J Þorsteinsson, 20.9.2012 kl. 21:29

14 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Annad er Einar ad tetta med ad bannad se ad byrta skopmyndir af spamanninum er BARA EKKI RETT HJA TER,tad fer algjørlega eftir hvada hopi Muslima tu tilheirir,tad er ju bara hægt ad googla a tad,og ta serdu ad tad hafa oft verid teiknadar skopmyndir af spamanninum i vissum arabarikjum en i ødrum er tad nanast daudasøk,svo tad er nu upp og nydur med tad eins og annad,

Þorsteinn J Þorsteinsson, 20.9.2012 kl. 21:35

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einar ég hef ekki lengi séð svona staðhæfulausar yfirlýsingar, eins og hvort menn geti verið handteknir á flugvöllum og fleiri yfirlýsingar þínar í svari við minni síðustu athugasemd.

Sem sagt þér finnst þetta allt í lagi sem er að gerast a flugvöllum? Hvað er þolmark þitt fyir þínu frelsi?

Ef að menn eru að reyna að skera tjáningarfrelsi mitt hvort sem þeir eru múslimar eða öfgva kristnir eða bara venjulegir kristnir, þá hrauna ég yfir þá eins mikið og ég get til að reyna að fá aðra til að segja hingað og ekki lengra.

Ég hef ekki séð yfir 1 miljarð múslima að mótmæla, þetta eru örfáir fábjánar og ég efast um að meirihluti þessara manna hafi séð þennan myndatrailer sem þeir eru að mótmæla.

Ég hef séð múslima á sjónvarpi sem afneita þessum sendiráðabrenuvörgum, þannig að það eru ekki yfir miljarður manna sem hagar sér eins og villimenn.

Ekki veit ég um bækur sem hafa verið bannaðar og ekki hef ég heyrt um neinar bókabrennur nýlega. Þú segir að bækur séu oft bannaðar, hva reru bækur oft bannaðar? Og havð meinar þú með oft, einu sinni i viku , einu sinni á dag, hvað þýðir oft?

Svona þér að segja bara ein bók bönnuð er einni bók of mikið að banna. Hitt er svo annað mál að þó að bók sé gefin út þá er engin neiddur að lesa bókina.

Það á enginn maður hvort sem hann er múlimi eða kristinn, heimtingu á að fá virðingu annara, menn verða að vinna fyrir virðingu. Þessir sendiráðabrennuvargar hafa ekki unnið til neinnar virðingar eða finst þér það?

Sem betur fer er ég orðinn of gamall að ég kem ekki til með að sjá múslima Ísland með Sharija lög, en kanski átt þú eftir að sjá það.

Eitt get ég verið vissum að þegar Isalm ræður á Íslandi þá skrifar þú engin blogg eins og þú gerir núna. Það verður bannað.

Reyndu að muna sem ég sagði; múslimar og málfrelsi eiga enga samleið, þegar fer að þrengja að málfresli þínu, þegar þér verður bannað að skrifa eitthvað sem er neikvætt un Islam ríkið Ísland.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 21.9.2012 kl. 02:41

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann - þú veist vel að bækur eru stundum bannaðar, þegar einstaklingar bregðast við og krefjast lögbanns, ef það koma fram aðdróttanir sem þeir telja meiðandi og geta sannfært dómstól um að setja lögbann.

Þú talaðir um, að það væri svo stórfenglega alvarlegt mál, að ef bækur eru bannaðar - það kemur fyrir að bækur eru bannaðar í Evrópu og Bandar.

Múslimar margir hverjir, að sjálfsögðu ekki allir þ.s. það eru einnig til hófsamir múslimar sem er sama eða jafnvel þeir sem eru nær trúlausir, en um þá sem taka trúna alvarlega - þá gildir að þeir taka það sem persónulega að ef það eru aðdróttanir um þeirra trú eða spámanninn.

Í augum trúaðra múslíma er það jafnt meiðandi, þ.s. kemur fram í slíkum myndum eða teikningum, eins og hvað það persónulega nýð sem einstaklingur á vesturlöndum, kærir og fær dæmt ólöglegt.

Þú greinilega lýtur á það sem mjög mikilvægann rétt, að móðga trúað fólk. Það er einfaldlega sorgleg afstaða. Fólk á aldrei viljandi að óþörfu, að meiða eða særa aðra. Það leiðir aldrei til góðs, ef þú nefnir að múslimar séu að þínu viti leiðinlegir - þá gildir um það "two wrongs dont make a right."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.9.2012 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 72
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 424
  • Frá upphafi: 847065

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 401
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband