Hvað hefði gerst hér á landi í kjölfar hrunsins ef ekki hefði verið unnt að fella gengi?

Enn þann dag í dag eru fjöldi manns, þar á meðal meðal háskólaborgara þessa lands, hagfræðingar þar með taldir, sem tala á þeim nótum að það hafi verið hræðileg aðför að almenningi þegar krónan féll um tugi prósenta er bankahrunið varð á Íslandi okt. 2008.

  • Það mætti skilja á þeim "mætu" mönnum, að sú lækkun lífskjara er þá varð - hafi verið gengisfallinu að kenna.
  • Sem virðist gefa til kynna þá skoðun, að án gengisfalls, hefði verið unnt að varðveita þau lífskjör.

Tek fram að þetta er svo fjarstæðukennt, að það tekur engu tali, en að sjálfsögðu er bankarnir hrundu, þá um leið hvarf grundvöllur að umtalsverðu leiti undir þeim lífskjörum er þá voru til staðar.

Það hefði ekki með nokkrum hætti verið unnt, að varðveita þau lífskjör er til staðar voru fyrir hrun, hvernig sem málum er velt upp.

Ég velti fyrir mér - - eru mennirnir að tala gegn betri vitund?

Eða eru þeir raunverulega svona mikil fífl?

 

Um daginn koma Steán Ólaffson með eftirfarandi færslu - Ísland og Írland – Ólíkar leiðir í kreppunni - og ég setti þar inn athugasemd, og hann svaraði að sjálfsögðu með gersamlega órökstuddri fullyrðingu, sem eru mjög dæmigerð viðbrögð evrusinna, þegar maður kemur fram með "vel rökstuddar mótbárur."

Þeir virðast telja eða halda - að ein athugasemd "órökstudd" sé nóg andsvar, til að ógilda heila runu af rökstuðningi - - annaðhvort hafa þeir í reynd engin mótrök, eða þeir virkilega halda að nóg sé að slengja fram "trúarsetningum" án nokkur rökstuðnings fyrir þeim.

Viðbrögð hans eru einkar skemmtileg í ljósi þess, að hann virðist vera aðdáandi manns nokkurs Ha-Joon Chang að nafni, nýútgefin bók þessa manns hefur vakið nokkra athygli, en sá maður ræðst að fjölmörgum trúarsetningum margra hagfræðinga, og mér finnst einkar skemmtilega kaldhæðnislegt að "aðdáandi hans" skuli svo blindur á bjálkann í eigin augum, að hann sjái ekkert að því að dengja hagfræðilegri "trúarsetningu" á móti - vel rökstuddri athugasemd minni, sem inniheldur ekkert annað en sjálfsagða skynsemi - - en þ.e. einmitt þ.s. Chang vill að menn beiti, almennri skynsemi, segir 95% hagfræði í reynd ekkert annað. Sem ég er einmitt fullkomlega sammála.

Stefán virðist hafa lesið bókina hans með eigin gleraugum sýnist mér, valið að leggja áherslu á þá staði þ.s. Chang gagnrýnir tilteknar hagfræðilegar kennisetningar sem oft eru kenndar við "hægri" í stjórnmálum, án þess að veita því eins mikla athygli að hann er með bókinni, að dreifa þeirri gagnrýni mun víðar - en skv. einhverju hægri vs. vinstri.

 

Hvað myndi hafa gerst ef "ekki hefði verið unnt að fella gengi"?

Stefán setti fram þessa fullyrðingu: "Þetta hefur m.a. leitt til þess að tekjuskiptingin hefur orðið mun jafnari eftir hrun en áður var. Með hækkun skatta á hærri tekjuhópa var einnig haldið aftur af þörf fyrir niðurskurð, sem dró úr þrýstingi til aukins atvinnuleysis."

Hann segir að stefna ríkisstjórnarinnar, hafi leitt til minna atvinnuleysis en á Írlandi, þegar það er gersamlega augljóst að mestu um það ræður allt - allt annað, en einmitt sú stefna.

Ástæða minna atvinnuleysis er að sjálfsögðu fyrst og fremst að þakka gengisfellingunni um árið, sem stórfellt mildaði höggið af hruninu bæði fyrir almenning og fyrirtæki. Gerði það að verkum, að tekjutap ríkisins varð ekki enn meira en það annars hefði orðið, sem hefði leitt til þess að ríkið hefði þá ekki getað beitt sér með þeim hætti sem Stefán lýsir.

Ástæða þess að gengisfellingin skilar í reynd - vernd lífskjara, með því að lækka þau; þó í fljótu bragði það virðist þversagnarkennt. Er sú að þegar hrun á sér stað í hagkerfinu annaðhvort snöggt tekjuhrun að utan eða í þessu tilviki, að bankarnir duttu um koll á einni viku - - þá verður hagkerfið þá þegar er slíkt hrun á sér stað, fyrir miklu tekjutapi.

Gengisfelling bjargar fjölda fyrirtækja frá hruni, með því að slá á þeirra taprekstur, en tekjutapi hagkerfisins fylgir að sjálfsögðu tafaralaust óhagstæðari staða atvinnulífsins.

Með því að fækka gjaldþrotum, þá um leið minnkar gengisfelling hagkerfissamdrátt, en þó fræðilega geti aðrir tekið yfir hrunin fyrirtæki þá bíða fjárfestar vanalega eftir því að kreppa hefur botnað áður en þeir hirða eignir fyrir slikk, þeir græða þá mikið fyrir rest - en almenningur tapar þá í staðinn stórfellt er mikill fjöldi starfa glatast, og ríkið tapar einnig stórfellt vegna tapaðra skatttekna (hafið í huga að fjárfestar eru ekkert endilega í slæmum málum er ríkið verði gjaldþrota, þá verða eignirnar einfaldlega enn ódýrari).

Eins og við sjáum á evrusvæði, þegar slík framvinda á sér stað, þá aukast skuldir ríkisins hratt því svo hörðum samdrætti fylgir mikilll halli á ríkissjóði, sem þarf þá að ganga mun harðar fram við niðurskurð velferðarkerfis o.s.frv. - - og eðlilega getur ekki beitt sambærilegri stefnumótun, að beita kostnaðarsömum aðgerðum, til að vernda þá sem minnst mega sín sbr. Írland.

Af ofangreindum ástæðum - - er það stórmerkileg þversögn í reynd, að menn eins og Stefán, skuli vera á móti krónunni að sögn vegna þess að hún skaði hagsmuni almennings.

 

Einhvern veginn er þetta of einfalt, til þess að sannir evrusinnar nái því:

  1. Um leið og bankahrunið varð minnkaði innkoma hagkerfisins.
  2. Ef laun lækka ekki, á sér þá stað gríðarlega óskaplegur hallarekstur hagkerfisins - þangað til að gjaldeyrissjóðir tæmast, nema að Seðlabankinn fari að slá gjaldeyrislán til að dekka þann halla.
  3. Ef þ.e. gert, þá á sér stað hröð skuldasöfnun - þá er ég að tala um söfnun skulda til viðbótar við þá skuldasöfnun sem átti sér stað af völdum hrunsins.
  4. Eðlilega í slíku ástandi, væru slík lán óskaplega dýr - en við slíkt högg verður hagkerfið einnig fyrir miklu tapi á tiltrú, sem leiðir til þess að aðilar heimta mjög háa vexti ef þeir eru beðnir um lán.
  5. Svo að ef lán eru slegin fyrir halla við slíkar aðstæður, þá hallar mjög hratt undan, skuldabyrði hleðst upp þá mjög hratt, og erlendir aðilar heimta stöðugt hærri vexti eftir því sem fjarar undan.
  6. Frameiknað, getur ekki orðið önnur endanleg útkoma en greiðsluþrot ríkisins ef slíku ferli er fram haldið (ath. fjárfestar myndu græða mikið á þeirri útkomu, því eins og ég sagði að ofan, þá verða eignir hér þá enn ódýrari - en auðlindirnar eru samt jafn mikils virði).
  7. Sem dæmi, í samhengi við lánsgjaldeyrissjóðinn, hefðum við með áframhaldandi viðskiptahalla verið að nýta það fé til að greiða fyrir innflutning hvert einasta ár síðan hrunið varð, og ættum bersýnilega ekki fyrir að greiða þau lán til baka og hefðum því þurft að slá enn frekari lán til að fleyta okkur áfram í gegnum afborganir, og ef hallinn hefði enn haldið áfram, er engin leið að dæmið hefði gengið upp gjaldþrot óhjákvæmilega verið endapunktur yfir það i.
  • Hinn valkosturinn við viðbótarskuldsetningu, hefðu verið innflutningshöft.
  • Þá hefðu þau bæst við gjaldeyrishöft, og bæði höftin væru líklega enn til staðar í dag.
  • Þá væri til staðar skömmtunarkerfi á innflutning, sem hefði mjög líklega framkallað mikið atvinnuleysi meðal verslunarmanna. 

Í staðinn, féll gengið - sneri viðskiptajöfnuðinum við á einni nóttu. Kom í veg fyrir að þörf skapaðist til að skuldsetja landið, ofan á kostnað af hruninu, til að tryggja innflutning nauðsynja. Eða, að það þyrfti að setja á innflutningshöft.

Hvorugt ástandið í boði í staðinn fyrir gengisfellingu, hefði skilað "vörn fyrir lífskjör."

Það er því algert píp - að segja að krónan hafi fellt kjörin.

Það gerði bankahrunið - því lífskjörin hrundu við það tekjuhrun hagkerfisins er varð við bankahrunið.

Ekkert af þeim rökum sem ég kem með - flokkast ekki undir almenna skynsemi.

 
 

Niðurstaða
Gengisfellingin með því að slá af lífskjör að því marki sem ekki lengur var til peningur í reynd fyrir þeim, og þannig með því að koma jafnvægi á viðskiptajöfnuðinn, kom í veg fyrir miklu mun stærra tjón fyrir alla þ.e. almenning, fyrir ríkið og fyrir atvinnulífið.
 
Kom líklega í veg fyrir gjaldþrot ríkisins! Sem einungis gírugir fjárfestar hefðu grætt á, en með tapi allra annarra.
 
Hinn snöggi viðsnúningur skapaði fremur hratt tiltrú - því aðilar sáu að til var peningur fyrir innflutningi. Ef einhver man, þá kröfðust erlendir aðilar fyrst í stað eftir hrunið "staðgreiðslu" af íslenskum innflutningsaðilum. Það er afskaplega ólíklegt að þeir hinir erlendu aðilar, hefðu slakað á þeirri kröfu ef ekki hefði orðið af þeim snögga viðsnúning á viðskiptajöfnuðinum er átti sér stað.
 
Þá hefðu verslanir áfram átt í vandræðum með að tryggja sér "vörur." Fjarað hefði líklega hratt undan innlendri verslun, ef það ástand hefði þannig orðið viðvarandi. Atvinnuleysi orðið mikið meðal verslunarfólks. 
-------------------------------
 
Það merkilega er að þeir sem segjast vera vörslumenn hagsmuna almennings, skuli vera að tala ílla um krónuna fyrir það, að hafa bjargað svo óskaplega miklu.

Margt skrítið í kýrhausnum, eins og sagt er í gömlu máltæki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar, Því miður þá hafa æði margir þá skoðun að Hí sé pólitísk ormagryfja, það er ekki gott þegar okkar Höfuð háskóli fær á sig slíkt óorð, fólk fær það á tilfinninguna að fræðileg umfjöllun geti liðið fyrir pólitískar skoðanir prófessora. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að Háskólakennarar einkum og sér í lagi deildarforsetar og aðrir leiðandi alilar innan skólanna eigi ekki að vera að skrifa um pólitískt efni í almenna fjölmiðla, þeir eigi á láta sér nægja að skrifa vísindagreinar á akademískum vettvangi til að skapa skólanum sínum hlutleysi.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 09:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Því miður rétt hjá þér, að háskólasamfélagið er statt í bullandi pólitík.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.9.2012 kl. 14:00

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hræddur er ég um að hér hefði orðið alvöru kreppa,eftir bankahrunið ef við hefðum ekki haft gjaldmiðil sem aðlagaði sig að aðstæðum.

Ekki uppbyggilegt að hlusta á svo kallaða fræðimenn,sem  lita öll sín fræði með sínum pólitísku skoðunum.

Ragnar Gunnlaugsson, 9.9.2012 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 520
  • Frá upphafi: 847178

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 495
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband