97 milljarðar evra flúðu Spán fyrstu 3 mánuði ársins!

Þetta kemur fram í frétt FT um málið. Sjá: Spain reveals €100bn capital flight. Þetta samsvarar skv. Seðlabanka Spánar cirka 10% af landsframleiðslu. Samkvæmt frétt Reuters - Money flies out of Spain, regions pressured -, flúðu 66,2 milljarðar evra í mars einum saman.

"My concern is that we haven't yet seen the most recent number, which could be far worse," - "said Raj Badiani, an economis at IHF Global Insight" - "We are seeing a perfect storm."

Ekki er enn komið fram hve mikið hefur flúið í maí. Það gæti alveg hlaupið í kringum svipaða upphæð og samanlagt janúar, febrúar og mars.

Ef það væri rétt - er peningaflótti orðinn um 20% af þjóðarframleiðslu fyrstu 4 mánuði ársins. 

Sem væri orðið all svakalegt.

 

Önnur frétt Reuters var einnig áhugaverð:

IMF denies it in talks with Spain on funding help.

En aðstoðar forsætisráðherra Spánar fór til Washington var þar staddur á fimmtudag, og ræddi m.a. við Lagarde yfirmann AGS, og líklega einnig bandar. stjórnvöld.

Sendinefnd frá AGS verður stödd á Spáni í næstu viku, og þ.e. að sjálfsögðu bara rútínu heimsókn.

Efnahagsráðherra Spánar hafði fyrir því á fimmtudag, að nefna það sérstaklega að orðrómur þess efnis að Spánarstj. væri að undirbúa beiðni um aðstoð til AGS, og ætti í leyniviðræðum við stofnunina, væri fáránlegur.

Þetta sýnir hvert væntingar aðilar eru komnar - þ.e. menn reikna með því að Spánn gefist upp þá og þegar.

Fyrrum forsætisráðherra Spánar Felipe Gonzales sagði þetta í dag “We’re in a situation of total emergency, the worst crisis we have ever lived through.”

 

Mario Draghi flutti mjög áhugaverða ræðu á fimmtudag!

Central banker sees Euro Zone structure as 'unsustainable'

Euro setup is unsustainable, ECB chief warns

ECB Chief Calls for Euro Zone Banking Union

Það er virkilega magnað að Seðlabankastóri Evrópu skuli hafa sagt þetta:

""That configuration that we had with us by and large for ten years which was considered sustainable, I should add, in a perhaps myopic way, has been shown to be unsustainable unless further steps are taken," he said in response to questions in the European Parliament."

  • Það fer ekki á milli mála, að hann segir evruna ósjálfbæra - eins og fjármálakerfi evrusvæðis er nú skipulagt.
  • Hans megin ráðlegging er, að færa ábyrgð á svokölluðum kerfislega mikilvægum bönkum, yfir á sameiginlegt apparat. Með öðrum orðum, að evrusvæði í sameiningu beri ábyrgð á stærstu bönkunum. Einnig þeim sem nægilega eru stórir til að setja einstök ríki í vanda.
  • Hitt er, að hann segir nauðsynlegt að setja á fót sameiginlegt innistæðu tryggingakerfi, fyrir evrusvæði sem heild. Það myndi þá bera ábyrgð á innistæðum þeirra stóru banka eða kerfislega mikilvægu, sem væri færðir yfir á ábyrgð sameiginlegrar stofnunar.

Hans mikilvægustu skilaboð í ræðunni virðast vera þó - yfir til ykkar pólitíkusar.

En hann sagði vandan kominn að útmörkum þess, sem Seðlabanki Evrópu sé fær um að ráða við, að lausnir verði að koma frá pólitíska sviðinu.

Þetta er algerlega rétt - miðað við þær heimildir sem ECB hefur, þá er ekki mjög mikið meira sem hann getur gert.

Þetta er ekki ósvipað því sem ég sagði í gær - - það þarf stóra ákvörðun.

Og það sem allra - allra fyrst.

Það er enn unnt að bjarga evrunni - en sandurinn rennur hratt úr því stundaglasi.

 

Svo að lokum um fjármagnsflótta frá evrusvæði!

Lowest Borrowing Rates In History

Ef þetta er rétt hjá manninum er það stórmerkileg niðurstaða.

Og þannig séð evrunni að þakka - en undir öllum eðlilegum kringumstæðum væru menn með áhyggjur af Bretlandi, en nú í þeim stormi sem er í gangi hinum megin við sundið, virðist Bretland vera skjól - öryggi.

Denmark: Stop sending us money

Financial Times veitti athygli tilkynningu Seðlabanka Danmerkur, sjá: Interest rate reduction.

En sérstakan áhuga vakti eftirfarandi setning - "Danmarks Nationalbank has the instruments to handle potential negative interest rates."

En ef danski seðlabankinn er að íhuga að setja á neikvæða vexti - þá eru Danir farnir að vera verulega áhyggjufullir yfir öllu því flóttafé sem er að streyma til landsins, af evrusvæði.

Það er brostinn á fjármagnsflótti af evrusvæði - - það sýnir frekar hröð lækkun gengis evrunnar undanfarnar vikur.

En evran hefur haldist frekar stöðug þrátt yfir allt hingað til - vegna þess að evrur hafa flúið milli landa innan svæðisins - - en þ.s. virðist nýtt við þróunina nú, er að fjármagn er nú að flýgja út fyrir svæðið.

Euro vs US Dollar Intraday Forex Chart

Það togar niður gengi evrunnar - - en á móti, togar upp gengi gjaldmiðla gagnvart evru þangað sem féð er að flýgja.

Hugsanlega er það málið í augum danska seðlabankans - en danska krónan getur hækkað út fyrir vikmörk, sambærilegt við vanda svissneska frankans á sl. ári þangað til að seðlabanki Sviss sór þess dýran eið, að halda frankanum við tiltekið gengisviðmið gagnvart evru hvað sem það kostar.

Það þíðir þó að enginn seðlabanki í heiminum er að sanka að sér eins ört - evrum.

En hann heldur gengi frankans með því að prenta franka og kaupa fyrir þá - evrur.

Sem skapar hugsanlega áhugaverða stöðu ef gengisfall evrunnar heldur áfram, að þá hrapar þessi eign í virði. Og ekki er lengur unnt að útiloka að geti orðið verðlaus.

 

Niðurstaða

Ummæli vikunnar eru sennilega þau ummæli Seðlabankastjóra Evrusvæðis, að evrusvæðið sé ósjálfbært. Að það skuli koma frá þessum einstaklingi er - merkilegt svo ekki sé meira sagt.

Ég á erfitt að sjá hver getur toppað þetta. Maður er eiginlega farinn að vorkenna þeim sem enn tala um upptöku evrunnar sem þá bestu lausn sem í boði er, fyrir okkar land.

Vandinn við orð hans er að hingað til hefur enginn vilji verið meðal aðildarríkjanna, að færa helstu banka yfir á ábyrgð sameiginlegrar stofnunar. En evrópu-ríkin nota bankana til að aðstoða við eigin fjármögnun - sbr. "slush funds." Meira að segja Þýskaland. 

Þau láta sem sagt bankana kaupa ríkisbréf - sbr. að hérlendis eru lífeyrissjóðirnir látnir kaupa ríkisbréf.

Þetta er þ.s. gerir evrukrýsuna svo íllleysanlega - og þ.e. augljóst að ein lausn, er að færa bankana yfir á sameiginlegt apparat, svo að bankakrýsan og skuldakrýsa einstakra ríkja hætti að víxlverka. 

Og ekki síst, að með því væri stöðvuð sú ógn, að gjaldþrot einstaks ríkis geti leitt til fjöldagjaldþrots banka - jafnvel hruns evrunnar.

En fram að þessu hefur Þýskaland sjálft hafnað slíkum hugmyndum - sjálfsagt sjá þjóðverjar ekki að þeir eigi að sleppa tökum á eigin bönkum, þó bankakerfi í sumu annarra landa evrusvæðis sé í vanda.

En í slikri afstöðu felst skammsýni - því gjaldþrot S-Evrópu, mun valda óskaplegu útlánatjóni hjá þýskum bönkum, sem væntanlega mun kalla á mjög dýra endurfjármögnun og björgunaraðgerðir banka meira að segja í Þýskalandi. Og miðað við að Þýska ríkið þegar skuldar kringum 83% af þjóðarframleiðslu - þá sé ég það sem mjög vel hugsanlegt að ríkisskuldir Þýskalands fari yfir 100% í kjölfar hruns evrunnar og fjöldagjaldþrots aðildarríkja.

Þó svo það verði dýrt að fjármagna endurfjármögnun spænskra banka - þá finnst mér ólíklegt að Þýskaland fari betur út úr því, ef hin útkoman verður ofan á - að evran detti um koll, síðan komi röð af ríkisgjaldþrotum og bankahrunum út um víðan völl innan Evrópu, innan Þýskalands einnig.

Svo ég tek undir með Mario Draghi - yfir til ykkar pólitíkusar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar. Er ekki þessi pólitískt hannaða Evrukerfi komið í pólitíska blindgötu? Þegar það var sett á laggirnar þá var það gert af pólitíkusum sem blésu á rök hagfræðinganna, nú segja hagfræðingarnir við pólitíkusana, "leysið þetta sjálfir" það vita allir að vond eru heimskra manna ráð og pólitíkusarnir munu ekki leysa neitt, þeir munu halda áfram að koma með plástra og flækja málin enn meira og sökkva Evrunni enn dýpra.  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 07:21

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kristján - ég myndi segja "hugmyndarfræðilega blindgötu" en nokkur fj. hagfræðinga hefur bent á, hvernig vel er mögulegt að bjarga evrukerfinu frá hruni.

Það felur í sér að veita Seðlabanka Evrópu fullt vald til peningaprentunar, eins og það sem Federal Reserve in Bandaríkjunum hefur, og virkilega notaði 2008 og 2009, til að forða peningakerfinu í Bandar. frá hruni.

Þ.s. frækist fyrir eða virðist gera svo, sýnist vera einfaldlega kolröng hugmyndarfræði af hagfræðilegu tagi, sem virðist gegnsýra Þýska hagfræðilega sýn, og að auki er útbreitt innan stofnana Evrópusambandsins.

Eins og einn sagði "intellectual cule de sack."

Þeir raunverulega fyrirlíta þá hagfræði sem hefur ráð sem geta bjargað þessu kerfi frá glötun, eins og við þekkjum frá Marxismanum á fyrri tíð sem alltof margir aðhylltust geta ranghugmyndir verið mjög varasamar.

Hagfræðilegar ranghugmyndir virðast vera að drepa evruna. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.6.2012 kl. 09:49

3 identicon

Eru einhverjar líkur á stefnubreytingu hjá þjóðverjum og Brusselítunni?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 11:12

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær grein hjá þér. Ég tók mér bessa leyfi að

afrita smá hluta af þinni grein og henti því inná

á Sleggju-Hvell, en þeir eru algjörlega blindir

strákarnir og sjá ekkert nema Evru..

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.6.2012 kl. 18:55

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Í fínu lagi Sigurður - - Kristján, það verður að koma í ljós. En stundum hreyfa menn sig er þeir standa frammi fyrir hengifluginu. Sú brún er að nálgast. Þá hafa menn val að gera ekki neitt, eða grípa til einhverra aðgerða.

Einfaldasta væri prentun - gefa Seðlabanka Evrópu vilyrði fyrir því að prenta eftir þörfum, stefna að verðbólguleið. En þá þarf að breyta sáttmála sambandsins, þeim hluta er fjallar um Seðlabanka Evrópu. Því skv. reglu þar innan, er Seðlabanka Evrópu í reynd óheimilt að framkvæma sambærilega prentunaraðgerð við þ.s. Seðlabanki Bandar. hefur stundað - þegar harnað hefur á dalnum.

Sú prentunarleið sem ECB tók, fól í sér að veita bönkum lán fyrir prentað fé, en þeir hafa kosið að halda því fé hjá sjálfum sér, þ.e. varð ekki aukning í útlánum - minnkaði ekki samdráttinn sem er í gangi víða í S-Evrópu. 

Þetta er þ.s. Draghi var að meina er hann sagði, að ECB væri kominn að útmörkum þess sem hann getur. Nú verða pólitíkusar að koma með útspil.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.6.2012 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 473
  • Frá upphafi: 847124

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 449
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband