Wolfgang Schaeuble, vill almennt kjör fyrir embætti forseta ESB!

Fjármálaráðherra Þýskalands lét frá sér áhugaverð ummæli í dag, þess efnis að nauðsynlegt sé til embættis forseta ESB sé kosið í almennri kosningu, væntanlegra allra þegna aðildarríkja ESB á kjósendaldri.

"The EU needs an elected president to foster greater political unity, says German FM Wolfgang Schaeuble: "Europe must have a face"."

Hvað þarf til að skapa þjóðríki?

Ef við lítum til svokallaðs Evrópuþings, þá virðist ljóst að það eitt að til þess sé kosið í almennri kosningu þegna aðildarríkja ESB - er ekki nóg, til að skapa þá öflugu samkennd sem í reynd þarf.

Ég sé ekki að augljóst sé - þó svo að slík breyting væri framkv., að gera úr þeim tveim forsetaembættum sem nú eru til, þ.e. Forseta Framkvæmdastjórnar og Forseta Ráðherraráðs, eitt sameiginlegt forsetaembætti, sem væri eins og þingmenn á Evrópuþinginu kosið til í almennri kosningu; að það myndi leiða til þróunar þeirrar samkenndar meðal íbúa aðildarríkja ESB, sem ljóst er að enn skortir töluvert upp á.

Aftur á móti þekkjum við söguleg dæmi um það, að búið hafi verið til þjóðríki, úr Því sem áður var ekki í nútíma skilningi þjóð.

  1. Bandaríkin.
  2. Frakkland.
  3. Þýskaland.

 
Frakkland

Það bregður sjálfsagt einhverjum í brún, en sannarlega á Frakkland langa sögu sem konungsríki - en það var lengst af áður en Frakkland varð að þjóðríki. Frakkland var ekki gert að þjóðríki fyrr en á 19. öld, og það var þróun sem tók nokkra áratugi.

Staðreyndin er sú, að við upphaf þeirrar aldar, talaði minnihluti franskra þegna "frönsku." Frakkland skiptist í nokkur málasvæði, og meirihluti almennings talaði eitt af nokkrum keltneskum málum. Þessum ólíku málasvæðum, fylgdi einnig umtalsverður menningarmunur. Allt á mörg þúsund ára gömlum merg. 

Þ.s. gerðist var að skipulega var menningu útrýmt sem talin var óæðri, megnið af þessu átti sér stað undir Napóleon 3, sá sami sem byggði Sigurbogann fræga, og breiðstrætin í París. Það fór þannig fram, að tekin var upp samræmd menntastefna - og bannað var að kenna á nokkru öðru tungumáli en frönsku. Samræmdu menntastefnunni fylgdi samræmd sögutúlkun, og innræting.

Fólk var ekki heldur ráðið til nokkurra opinberra starfa, hvort sem var á sveitastjórnastigi eða á vegum stjv. nema það væri talandi á frönsku. Franska var gerð að opinberu tungumáli, og skipað var um að allir opinberir fundir og fundagerðir, væru á frönsku.

Þetta tók kannski 2 kynslóðir, samtímis var mikið um þjóðerniskenndan áróður, fáanum veifað ótt og títt, þjóðsöngurinn sunginn við sem flest tilefni - vart þarf að taka fram að bóka og blaðaútgáfa á nokkru öðru tungumáli en frönsku var bönnuð.

Málið er að sameiginlegt tungumál er mjög mikilvægur þáttur í því að skapa "samkennd."

En einnig sameiginlegur óvinur - en meðan verið var að Frakklandsvæða landið á fullu, var einnig í gangi öflug óvinavæðing í Frakklandi á Þýskalandi - eða nánar tiltekið Prússlandi.

 

Þýskaland

þjóðverjar höfðu forskot að einu leiti, en Þýskaland var fyrir sameiginlegt málasvæði - þ.e. meirihluti þýskumælandi. En öfugt, þá var ekki sameiginlegt ríki. Heldur var stór þáttur í að skapa samkennd, baráttan fyrir sameiningu landsins - í reynd mjög svipað því sem gerðist á Ítalíu. Áhugasamir aðilar um sameiningu Þýskalands, breiddu út fagnaðarerindið um allt landið - og gátu þá einfaldlega dreift sama efninu alls staðar þ.s. allir gátu lesið það. Meðan að á Ítalíu var landið sameinað í stríði. Þungamiðja sameiningar varð út frá ríkinu Prússlandi, í reynd má segja að Prússland hafi lagt allt landið undir sig, þó það hafi ekki átt sér stað í styrrjöld.

  • Heldur beittu þeir þjóðernisstefnunni fyrir vagn sinn, og tókst að grafa undan stjv. annarra ríkja t.d. Bægjaralands, sem mörg voru sjálf með gamla sögu sem sjálfstæð konungsríki.
  • Að auki beittu þeir styrrjöldum við utanaðkomandi ríki fyrir vagn sinn, þ.e. utanaðkomandi óvin. Fyrst var það Danmörk 2 stríð, síðan var það Austurríki, og að lokum stríð við Frakkland.

Eins og í Frakklandi, var eftir sameiningu komið á samræmdri menntunarstefnu, sem fól í sér sömu þættina þ.e. samræmda sögutúlkun - það virðist alltaf vera mjög mikilvægt atriði, auðvitað mátti bara kenna á þýsku en það var minna atriði í reynd en innan Frakklands. 

Síðan eftir að bæði ríkin Frakkland og Þýskaland voru orðin þjóðríki, hófust miklar æsingar beggja megin, þ.s. mjög öflug óvinavæðing átti sér stað í báðum ríkjum. Sem endaði með styrrjöld. 

Fyrri Heimsstyrrjöldin má segja að hafi verið hápunkturinn, en mjög undarlegar hugmyndir um Frakka voru útbreiddar meðal þjóðverja og öfugt.

En hluti af sköpun samkenndar hefur alltaf sögulega verið "sameiginlegur óvinur."

 

Bandaríkin

Ég vísa til þekktasta matarboðs í sögu Bandaríkjanna: The Most Important Dinner Party in American History. Árið er 1790, og Bandaríkin ekki enn komin með sameiginleg fjárlög. Þetta er sá tímapunktur þ.s. Bandaríkin líkjast mest ESB dagsins í dag. Deilan snerist kaldhæðni örlaganna um skuldir, sem á þeim tíma mælikvarða voru miklar upphæðir. En ríkin voru mis vel stæð. Sum stóðu ílla rekstrarlega, vegna skulda. Meðan önnur voru búin að leysa þau mál. Þau betur stæðu, voru treg til að aðstoða ríkin í skuldavanda. Umræða var komin á flug undir niðri, um hvort ekki ætti að leysa upp sambandið - eða slíkrar umræðu gætti í sumum þeirra betur settu. 

Lausnin var að Washington forseta, tókst að kaupa stuðning Virginia ríkis við málstað norðurríkjanna, með því að samþykkja að höfuðborgin myndi vera staðsett þar, og á móti fékk hann fulltrúa Virginíu ríkis til að samþykkja að alríkið myndi fá rétt til að skattleggja öll fylkin, svo að alríkið myndi greiða upp stríðsskuldir allra ríkjanna og þannig létta undir með norðurríkjunum.

Lausn skuldin færð tekin yfir af alríkinu, sem á móti fékk að skattleggja öll ríkin.

Á móti, fékk mikilvægt ríki sem var eitt af þeim vel stæðu sem framan af hafði verið andstætt sameiginlegri skattheimtu, að hafa höfðuborgina innan landamæra eigin fylkis.

Eins og fram kemur í textanum á hlekknum, var niðurstaðan samþykkt með naumum meirihluta á bandaríska þinginu.

En þaðan í frá hefur bandaríska Alríkið haft sameiginleg fjárlög, og getað aðstoðað einstök ríki með því að taka yfir að einhverjum hluta skuldir þeirra.

------------------------------

Þ.s. ekki kemur fram í sögunni á hlekknum, var að undirliggjandi ótti um erlend afskipti hafði áhrif á niðurstöðuna - að erlend ríki myndu deila og drottna, niðurstaða jafnvel stríðsins sem var svo nýlega leidd til lykta, yrði ónít ger - ef hið sameiginlega ríki myndi ekki vera styrkt.

Það þurfti ekkert að óvinavæða hin erlendu stórveldi á meginlandi Evrópu, en ekki nokkur vafi þarf að vera á því, að Bretar hefðu vel hugsað sér þá einmitt að deila og drottna, eða Frakkar.

Íbúunum var í fersku mynni, það sem þá var nýaflokið - þ.e. sjálfstæðisstríði Bandar. Það efldi samkennd. Eða hún var að nokkru verulegu leiti þegar til staðar, vegna áralangrar sameiginlegrar baráttu.

Að auki hefur örugglega hjálpað til, að allir töluðu ensku. Þá var það þannig.

Öfugt við Frakkland eða Þýskaland, var enska aldrei formlega gerð að lögbundinni þjóðtungu. Það greinilega þurfti ekki.

 

Hvað getum við lært af ofangreindum dæmum?

  1. Sameiginleg tunga.
  2. Sameiginlegur óvinur.

Þessir tveir þættir virðast skipta gríðarlegu máli við það að skapa eða efla samkennd.

Margir gleyma því, að fram til 1989 frá cirka 1946 geysaði í álfunni svokallað Kalt Stríð.

Sú sameiginlega ógn, var örugglega mjög stór þáttur í því, að tókst að skapa þá samstöðu sem til þurfti, til að koma á fót svokölluðu Kola og Stál Bandalagi stofnað 1952 - grunnhugmyndin að tengja Frakkland og Þýskaland svo nánum böndum að stríð milli þeirra yrði óhugsandi. En akkúrat þá, menn þurfa að muna að Stalín var enn lifandi, Þýskaland var enn að reisa sig út úr rústum. Það varð allt í einu mikilvægt atriði að efla evróska samstöðu og einnig efnahag sem hraðast, til að mæta hinni sameiginlegu ógn. Að draga úr hættu á viðsjám milli V-Evrópuþjóðanna, var akkúrat á þessum tíma mjög gagnlegt atriði - þegar slík sameiginleg barátta var í gangi.

Bakgrunnur Kalda stríðsins er gríðarlega vanmetinn af mörgum áhangendum Evrópusambandsins, sem láta oft sem að það hafi eingöngu verið stofnað sem friðarsamband/friðarhreyfing.

En tilgangurinn að efla friðinn meðal V-Evrópuríkja - efla þeirra efnahag, þjónaði akkúrat samtímis þeim hagsmunum að verjast hinni sameiginlegu ógn í Austri.

Síðan hélt sú samþættingarþróun áfram, og með Rómarsáttmálanum 1957 var stofnað til svokallaðs Evrópubandalags. Sem tók við af Kola og Stál, þó Kola og Stál hafi haldið áfram að starfa í bakgrunni EB. 

En allan tímann var hin sameiginlega ógn í bakgrunni - enginn vafi á því, að sú vitneskja efldi tilfinningu fyrir nauðsyn á samstöðu. Það varð síðan ekki að ESB fyrr en 1993.

En ég held það sé fullkomlega öruggt, að án þess að allan tímann frá 1946 - 1989 hafi V-Evrópa haft Austantjaldið horfandi yfir öxlina á sér, myndi sú samrunaþróun er átti sér stað þau ár verið fullkomlega útilokuð.

  • Ég held að það sé útilokað að beita þeim aðferðum sem beitt var í Frakklandi á 19. öld þegar Frakkland var Frakklandsvætt. Svo samræming menningar og tungu - sé klárt ekki inni í myndinni sem raunhæfur möguleiki.
  • Þá er einungis eftir spurningin um "Sameiginlegann óvin."

 

Sameiginlegur óvinur!

Það er enginn vafi á því, að hatur frakka á þjóðverjum árin eftir 1850 og fyrri hl. 20. aldar, gegndi miklu hlutverki í því, að meitla hina frönsku þjóð meðan samtímis var hún leiruð saman af samræmdu skólakerfi og reglunni um að einungis mætti nota eitt tungumál.

Að sama skapi, beitti Prússland með mjög árangursríkum hætti fyrir sig þjóðernishyggjunni, þegar Þýskaland var sameinað á nokkrum áratugum. Og styrjaldir við utanaðkomandi óvini, urðu mikilvægur þáttur í sköpun hins sameiginlega ríkis, í eflingu þjóðarsamstöðu. Fyrst við Danmörku 2 stríð, síðan Austurríki og svo við Frakkland. Eftir það gegndi áfram óvinátta þjóðanna áfram sama hlutverki, að meitla samstöðuna meðan þjóðin var að venjast því að búa undir einni sameiginlegri stjórn.

Hver ætti óvinurinn að vera?

Mér sýnist vænlegast að hafa það "Kína."

  1. Það væri tiltölulega létt verk - að skapa óvinaímynd af Kína, enda eftir allt saman, eru kínv. ekki að kaupa okkur upp? Þegar er til staðar undirtónn tortryggni.
  2. Kína er vaxandi veldi, það einnig er nánast sjálfkrafa tortryggilegt í augum margra, svo það einnig léttir verkið við að sá tortryggni og jafnvel hatri.
  3. Kína er einnig "ólýðræðislegt" einsflokks ríki - við erum vön því að tortryggja slík sbr. Sovétríkin sálugu, slíkt framandi stjórnarfar og tortryggilegt í sjálfu sér í augum margra í Evópu, og það einnig auðveldar verkið við sköpun óvinaímyndar.
  4. Ekki má gleyma samkeppni um auðlyndir - en Kína er vaxandi mæli að sækja í auðlyndir víða um heim, og það sbr. samkeppni við okkur - er einnig leið til að auðvelda sköpun óvinaímyndar.
  5. Ekki síst er Kína þægilegur óvinur, þ.e. ekki of nærri - allt Rússland á milli, margir fjallagarðar og eyðimerkur að auki.
  • Þessu þarf auðvitað að fylgja dæmigerðar birtingamyndir - þ.e. efling hers, sameiginleg herþjónusta hefur alltaf verið stórt atriði - þá þarf eiginlega að vera "herkvaðning."
  • Flott er að hafa stóran flota, svo unnt sé að sína vald máttar Evrópu sem víðast, og hafa flotaæfingar helst á svæðum þ.s. vænta má skipaumferðar frá óvininum.
  • Það þarf að viðhalda nægilegri ógn, til þess að réttlæta að nægilega stór her sé til staðar - svo allir þegnar þurfi að gegna herþjónustu a.m.k. í heilt ár eða 2. Þ.e. þáttur í eflingu sameiginlegrar sálar.
  • Þó svo ekki sé unnt að skipa fyrir um eitt tungumál, væri samt mögulegt að samræma námsskrá, svo unnt sé að innræta ungu kynslóðinni sameiginlega sýn á sögu og menningu.

 

Niðurstaða

Það eru sterkar vísbendingar um að bæði í Frakklandi og Þýskalandi, hafi almenningur í hvoru landi um sig verið skipulega verið alinn upp á hatri og fyrirlitningu, á þegnum hins landsins.

Auðvitað hjálpaði það til, að fyrir var til staðar ákveðinn undirtónn haturs og tortryggni, sem hægt var að efla með skipulegum hætti.

Það sama væri fræðilega unnt að gera í tilviki Kína, því þ.e. þegar til staðar ákveðinn undirtónn vaxandi tortryggni gagnvart Kína, meðal hópa almennings í Evrópu.

Spurning hvort að menntuð elíta Evrópu - hafi nægileg áhrif, og að auki nægilega mikla kaldhæðni til að bera, til að vera fær um að skapa fyrir ESB eða a.m.k. evrusvæði sem heild, skipulegt þjóðvæðingarprógramm - með sögulega séð klassískum aðferðum.

Meðan að upplifunin um vaxandi ógn frá sameiginlegum óvin, væri notuð í því skyni að efla samstöðu, í því að skapa það lím sem þarf til, svo að unnt sé að breyta lausu ríkjasambandi í raunverulegt sambandsríki.

Þá þarf að veifa fánum - halda stemmingarsamkundur á torgum svipað og nasistar beittu í Þýskalandi til að breiða út hatur á gyðingum.

Við sem flest tækifæri þarf að syngja þjóðsöng, o.s.frv. - Evrópa uber alles :)

Ps: Áhugaverð frétt frá Reuters, sem sýnir að Syriza flokkurinn er langt í frá öruggur með sigur.

Poll shows Greece electing pro-bailout government

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Heill og sæll Einar

Mér finnst þetta mjög skondið. Þau lönd sem eru með evruna eru að hrynja innan frá út af henni á sama tíma sjá menn að besta í stöðunni er að vera með nýtt „keisaralegt embætti" er þetta ekki klassísk afneitun.

Ómar Gíslason, 18.5.2012 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 262
  • Frá upphafi: 847344

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 258
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband