Gjaldþrot Grikklands yfirvofandi? 9 aðildarlönd evru felld í lánshæfi!

Þetta er búnn að vera dagur 2-stórra frétta. Sú fyrri er að Standards&Poors felldi lánshæfi 9 aðildarríkja evrusvæðis, þar af Frakkland og Austurríki - sem glata "AAA" einkunn sinni.

Sjá lista:

  1. Frakkland, niður um eitt sæti í AA+.
  2. Austurríki, niður um eitt sæti í AA+.
  3. Ítalía, niður um tvö sæti, í BBB+ eða einu fyrir ofan við rusl.
  4. Spánn, niður um tvö sæti í A.
  5. Malta, niður um eitt sæti í A-.
  6. Slóvenía, niður um eitt sæti í A+.
  7. Slóvakía, niður um eitt sæti í A.
  8. Kýpur, niður tvö sæti í BB+ (rusl)
  1. Þýskaland, óbreytt lánshæfi, AAA.
  2. Holland, óbreytt lánshæfi AAA.
  3. Finnland, óbreytt lánshæfi AAA.
  4. Lúxembúrg, óbreytt lánshæfi AAA:
  5. Belgía, óbreytt lánshæfi AA(Lánshæfi var fell í nóvember)
  6. Eistland, óbreytt lánshæfi AA-.
  7. Írland, óbreytt lánshæfi, BBB+.
  • Öll löndin nema Þýskaland og Slóvakía, eru áfram á neikvæðum horfum, sem þiðir að líkur eru á frekari fellingu lánshæfis skv. Standars&Poors.

Seinni fréttin er að, viðræður Grikklands við einkabanka, að þeir myndu samþykkja afskrift 50% skulda gríska ríkisins í þeirra eigu, virðast hafa siglt í strand.  

Press Statement from the Co-Chairman of the Steering Committe of the Private Credito-Investor Committee for Greece

Athens, January 13, 2012: Charles Dallara and Jean Lemierre, Co-Chairs of the Streering Committee of the Private Creditor-Investor Committe (PICIC) for Greece, continued discussions today in Athens with Prime Minister Lucas Papademos and Deputy Prime Minister and Finance Minister Evangelos Venizelos on voluntary PSI for Greece, against the background of the October 26/27 Agreement with the Euro Area Leaders. Unfortunately, despite the efforts of Greece's leadership, the proposal put forward by the Steering Committee of the PCIC-Which involves an unprecedented 50% nominal reduction of Greece's sovereign bond in private investor's hands and up to €100 billion of debt forgiveness- has not produced a constructive consolidated responce by all parties, consistent with a voluntary exchange of Greek sovereign debt and the October 26/27 Agreement.

Under the circumstances, discussions with Greece and the official sector are paused for reflection on the benefits of a voluntary approach. We very much hope, however, that Greec, with support of the Euro Area, will be in a position to re-engage constructively with the private sector with a view to finalizing a mutually acceptable agreement on a voluntary debt exchange consistent with the October 26/27 Agreement, in the best interest of both Greece and the Euro Area.

Þetta var fjölmiðla-tilkynningin í fullri lengd, svo þið vitið með því að lesa hana eins mikið og hver annar þarna úti.

  1. Hugmyndin með slíku samkomulagi var að fá fram afskrift upp á 100ma.€.
  2. Skv. samkomulagi um "Aðra björgun Grikklands" á að lána Grikklandi í kringum 130ma.€, til viðbótar við aðrar skuldir.
  3. Fyrsta greiðsla á að koma í febrúar nk., á því 130ma.€ láni. 
"...if Greece fails to reach a deal by early February, it could lose access to the first tranche of a new €130bn aid package and would be unable to meet a €14,4bn debt redemption due in a mid-March."
  • Ef ekki fæst fram ofangreind 100ma.€ afskrift einkabanka, þarf að lána Grikklandi þá upphæð + 130ma.€, eða 230ma.€. Það fæ ég ekki betur séð.
  • Þá nærri 2-faldast kostnaður aðildarríkja evru við það að halda Grikklandi uppi í 3 ár til viðbótar.

Evangelos Venizelos, heldur því fram að viðræður séu aðeins í pásu, og unnt að taka þær upp seinna - en mér finnst trúlegt að fyrsta frétt FT.com af málinu sé líklega rétt, að viðræðurnar séu ekki einungis í pásu heldur sigldar í strand.

Evangelos Venizelos:"I am certain we can bridge the differences." - "I remain strongly committed and confiden. Rationality will prevail because this initiative is of common interest to Greece, its private creditors and for all its institutional partners,"

Það var reyndar þriðja frétt, sú var að fulltrúar úngverskra stjv. og AGS áttu fund, og fulltrúi AGS eftir fundinn sagði, að Úngverjaland verði að ganga að kröfum AGS um það að taka til baka tilteknar stjórnarskrárbreytingar, áður en til greina komi að taka upp viðræður!

Þetta er sennilega einkum vegna 16% tekjuskatts sem nú gildir fyrir alla aldurs og tekjuhópa, skv. nýrri stjórnarskrá, sem og fyrirtæki. 

Vandinn er líklega sá, að með þessum skattalækkunum, telur AGS líklega greiðsluáætlun fyrir þegar tekin neyðarlán Únverjalands frá AGS, skorta trúverðugleika - en AGS heimtar alltaf að fá greitt til baka.

Og AGS vill að þetta sé lagað, áður en til greina komi að ræða frekari aðstoð við Úngverjaland. Standoff milli AGS og únverskra stjv. heldur því áfram.

  • Þarna er sem sagt nýtt vandræða-ástand, þ.e. ekki bara hugsanlegt heldur líklegt gjaldþrot Úngverjalands.
  • Sem gæti valdið austurrískum og ítölskum bönkum verulegu tjóni, jafnvel hrint af stað bankakreppu. Svo þetta er virkilega alvöru mál.

 

Hvað þíðir þetta allt saman?

I. Að Frakkland og Austurríki missa "AAA" lánshæfi er mikilvægt:

  • Málið er ESFS (neyðarlánasjóður evrusvæðis), en nú fækkar löndum sem standa að baki honum, og hafa "AAA" um 2, þar af einungis Þýskaland eftir af stóru löndunum í Evrópu.
  • En ESFS virkar þannig, að hann á ábyrgðir en ekki fjármagn sem aðildarríki evru hafa veitt. Þær þarf hann að virkja, með sölu skuldabréfa út á þær ábyrgðir, svo ESFS hafi fjármagn svo ESFS geti lánað, eða haft fé til umráða.
  • Síðan Ítalía komst í vandræði í ágúst 2011, hafa skuldabréfa-markaðir í Evrópu verið í vandræðum, eftirspurn hefur minnkað - verð hafa orðið óhagstæðari. Meira að segja ESFS hefur fundið fyrir því.
  • Vandinn, er að til þess að skuldabréf ESFS hafi "AAA" eða fyrstu ágætis-einkunn, verður að nota eingöngu ábyrgðir landa sem hafa "AAA" lánshæfi sjálf.
  • Þannig að ábyrgðir Frakkl. og Austurríkis, í reynd detta út.
  • Mig rámar í að ábyrgðir Þjóðverja séu um 220ma.€. Sem þeir hafa neitað að auka. Holland, Finnland og Lúxembúrg eru þá með mun lægri upphæðir. Þegar búið að veita töluvert af lánum, þ.e. nýta ábyrgðir. Sjóðurinn minnkar.

Það er augljóslega veruleg veiking björgunarkerfis evrusvæðis, að Þýskaland er eina stóra aðildarland evru sem eftir er, með "AAA" lánshæfiseinkunn.

II. Ef viðræður við einkabanka um afskriftir skulda Grikklands eru raunverulega strandaðar:

  • Þá stendur Evrusvæði frammi fyrir því að verða annaðhvort að lána Grikklandi 230ma.€ næstu 3 árin, sem vitað er að Grikkland mun aldrei endurgreiða, í stað 130ma.€ - - ella láta Grikkland í gjaldþrot.
  • Munum að ESFS er nú veiklaður verulega, nema farið verði að nota ábyrgðir landa sem enn hafa a.m.k. "AA" lánshæfi.
  • Það er út af fyrir sig hægt, en þá hefði útgáfa skuldabréfa ESFS ekki einkunnina "AAA".
  • Sem myndi þíða að verð á markaði myndu verða óhagstæðari, þ.e. svo að þau lán sem ESFS myndi geta veitt yrðu dýrari, sem nemur þeim aukna lántökukostnaði sjóðsins sjálfs.
  • Það er ekki beint að gera ástand Grikklands trúverðugra, að ef lántökukostnaður per upphæð tekin að láni hækkar.

Stóra spurningin er - munu evrusvæðisríkin lána þetta viðbótar fé?

Eða verður Grikkland látið róa?

Veðmál bankanna, virðist vera að "" aðildarríkin muni lána Grikklandi - þannig að þeir fái fulla endurgreiðslu sinna lána áfram, svo að það hafi borgað sig fyrir þá, að hafna afskriftum.

Bendi á frétt Der Spiegel: Doubts Grow over Greek Debt Restructuring

  • Skv. henni eru komin upp vandræði í planið. 
  • Að auki, er komið í ljós að Grikkland mun hafa meiri halla en samkomulag frá því í nóvember 2011 gerði ráð fyrir, þ.e. 9,5% á ríkissjóði í stað 9%.
  • Skv. því er Grikkland ekki að standa við samkomulagið, skv. þeirri sýn sem ríkisstj. Þýskalands, Finnlands, Holland og Lúxembúrgar - munu líklega hafa af málum.

Krafa mun örugglega koma fram um frekari niðurskurð - eða um þann 1 ma.€ sem þessi viðbótar halli hljóðar víst upp á.

Þetta kemur ofan í það, að þessi ríki standa frammi fyrir að punga út meira fé - þ.e. 100ma.€. En sennilega ekki bara þeim peningum, heldur jafnvel einnig þeim hluta 130ma.€ upphæðarinnar sem Frakkland og Austurríki, áttu að standa straum af.

  • Maður sér fyrir sér, erfiða pólitíska umræðu í Þýskalandi, Hollandi, Finnlandi og Lúxembúrg.
  • Mig grunar sterklega - að það virkilega stefni í að Grikkland verði látið nú loks róa. 

III. Vandræði Úngverjalands: 

  • Victor Orbán forsætisráðherra Úngverjalands, virðist hreinlega vera að búa til vandamál.
  • En hann virðist mér vera popúlisti, sennilega einna helst sambærilegur við Juan Perón, sem ríkti yfir Argentínu, árin 1946-1956, er hann flúði eftir valdarán. En hann var kosinn til valda: "Peronism".
  • Mér finnst Orbán-isminn bera nokkurn keim af Peronismanum, hans Juan Perón. Og finnst líklegt að þróun verði svipuð, nema hraðari þ.s. Úngverjaland er ekki eins gjöfult land og Argentína, gjaldþrot verði því mun fyrr - og það verði einnig málið um þróun yfir i meiri einræðistilburði, en popúlistar einkennast af því að þeir sanka til sín völdum, þróast gjarnan í einræðisherra - en þeir gjarnan beita mjög óskynsamri efnahagsstjórn sem framkallar kreppu, nota síðan þá kreppu ásamt baráttu gegn andstæðingum sem skálkaskjól - tilliástæðu þess að sanka til sín enn meiri völdum.
  • Þetta er auðvitað tragedía.
Takið eftir þessari mynd:
  • Þessi mynd sýnir meðal-tímalengd lána, eftir ríkjum.
  • En það er kostur að lán séu langs tíma fremur en til skamms.

Úngverjaland vekur sérstaka athygli:
  • Takið eftir að það er eitt þeirra landa, sem hafa áberandi stutt lán.
  • Það þíðir, að Úngverjaland getur orðið hratt greiðsluþrota, ef lánamarkaðir halda áfram að krefjast afakjara af úngverska ríkinu.
  • Þetta þíðir að, það er ástæða til að veita vanda úngverja alla athygli á næstu vikum.

Ekki síst þegar eftir daginn í dag - er það staðfest að pattstaðan gagnvart AGS heldur áfram.

Ef Orbán gefur ekki eftir - stefnir mjög líklega í gjaldþrot Úngverjalands mjög fljótlega - en léleg dreifing skulda Úngverjalands þíðir að landið hefur mjög lítið úthald í þeirri stöðu, að geta ekki selt skuldabréf nema gegn afarkjörum.

Gjaldþrot Úngverjalands - er alvarleg ógn við bankakerfi Austurríkis og Ítalíu.

  • En erlendir bankar eiga í dag megnið af bankarekstri í Úngverjalandi - stærstir í þessu eru bankar Austurríkis, Sviss og Ítalíu.
  • Svissn. bankar hafa veitt lán í svissn. frönkum, en austurrískir og ítalskir bankar í evrum.
  • Úngverska fórintan hefur verið að falla skarpt gagnvart evrunni á undanförnu - sem skapar klassískt misgengi lána og tekna - sem við þekkjum af biturri reynslu hérlendis.

Ef Úngverjaland sekkur í þrot, með hruni lífskjara og verulegu viðbótar gengishruni fórintunnar, er við því að búast - að útlánatap erlendra banka starfandi í Úngverjalandi verði umtalsvert.

Það gæti ógnað stöðugleika bankakerfa Ítalíu og Austurríkis.

Gengi evru sbr. mynd: Exchange.Rates.org.uk

Vandræði Úngverjalands, sem verulega eru heimatilbúin, er alveg nýr vinkill á vandræðin í Evrópu - en Orbán getur orðið sá sem drepur evruna, ef hann með stefnu sinni orsakar gjaldþrot eigin lands - sem hann mun kenna um öllum öðrum en sjálfum sér - sem síðan er stórfelld hætta að framkalli bankahrun annaðhvort á Ítalíu eða í Austurríki, eða báðum löndum.

Nefni, að það var hrun Credit-Anstalt mái 1931 í Austurríki, sem framkallaði hrunið mikla í Evrópu og síðan Bandaríkjunum það ár, þ.e. fj. hrun banka og fj. gjaldþrot fyrirtækja - eftir það varð heimskreppan raunverulega hyldjúp.

Victor Orbán getur orðið örlagavaldur Evrópu.

 

Niðurstaða

Evrukrýsan virðist mér nú fara á flug. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist nk. mánudag. En þ.e. viðbúið að evran gengisfalli nokkuð í næstu viku í kjölfar atburða föstudagsins.

Spurning hvort að spá mín frá því í síðla ágúst 2011 um hrun evrunnar annaðhvort í desember 2011 eða janúar 2012, sé að rætast.

En ég er að tala fyrst og fremst um gengishrun - en myndi t.d. telja 30% gengisfall til slíks hruns. En evran er búin að falla nærri 15% síðan hún fór hæst á sl. ári í mái. En flr. hrunmöguleikar voru nefndir, einnig að Þýskaland jafnvel flr. lönd myndu yfirgefa evru. Sem þá myndi falla enn meir. Þriðji möguleikinn var og er algert hrun - þ.e. að evran hætti að vera til fyrir rest, þá líklega atburðarás sem myndi eiga sér stað í kjölfar bankahruns. 

Möguleiki, 1. eða 2. eða 3. Líkindin að mínu viti er að atburður 1. sé líklegastur, atburður 2 minna, og 3 minnst. En þó séu líkindi atburðar 3 "non trivial" þ.e. hann sé alls ekki ólíklegur, líkindi hans séu vaxandi eftir því sem krýsan dregst á langinn. Hætta sé mjög raunveruleg á þeirri útkomu.

Ég hef nefnt þetta fyrst og fremst - til að vara við. Ekki vegna þess að mig langi til að evran fari.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Ertu virkilega á launum við það eitt að boða váleg tíðindi, næristu á svartsýni eða hvað ?

Skarfurinn, 14.1.2012 kl. 20:12

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Var eitthvað af þessu ekki nákvæmlega sannleikanum samkvæmt, erða orðum aukið?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2012 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 514
  • Frá upphafi: 847169

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 490
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband