Allt íraksdæmið er búið að vera stórfelldur ósigur fyrir Bandaríkin

Síðustu bandarísku hersveitirnar yfirgáfu Írak þann 16. desember sl. Og nánast um leið, fer spenna milli fylkinga innan Íraks hratt vaxandi. En eins og hefur heyrst í fréttum hefur varaforseti landsins, súnníti, þurft að fara í felur - vegna ásakana forsetans, shíti, um það að hafa verið um tíma nátengdur hryðjuverkastarfsemi. Handtökuskipun var gefin út af Maliki forseta þann 19. des. sl. eða einungis 3 dögum eftir brottför síðustu hersveita Bandar.manna.

Þetta virðist vera mál sem tengjast borgarastríðinu sem geysaði um hríð meðan landið var hersetið af Bandaríkjamönnum. Áhugavert, að shítar ákveði að sverfa til stáls - nánast um leið!

  • Myndin að neðan sýnir vel svæðaskiptingu Íraks milli fylkinga! 
  • Kirkuk svæðið er blanað Kúrdum og súnnítum sem ekki eru kúrdar.
  • Meðan Diyala svæðið er blandað shítum og súnnítum.
  • Svæði shíta eru yfirleitt fremur láglend og sléttlend, meðan landsvæði hinna eru hæðóttari og fjöllótt víða hvar, svo gott til varnar. Þannig að þó fjölmennari þá vaða shítar ekki endilega auðveldlega yfir.
  • Það er reyndar lykilástæða þess hvernig súnnítum tókst að dóminera svo lengi, að svæði shíta hafa víðast hvar engar náttúrulegar varnarlínur - engin náttúruleg virki sem þú getur haldið með litlum liðsstyrk, meðan meginherinn stríðar annars staðar.
  • Til þess að finnast þeir öruggir, getur verið að shítar álykti að þeir verði að afvopna og dóminera hin svæðin - sem þíðir nýtt borgarastríð.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/iraqi_communal_divisions.jpg

Ósigur Bandaríkjanna!

  1. Brottför hersveitanna er einn af ósigrunum, en Bandaríkin reyndu megnið af árinu, að semja við Maliki forseta, leiðtoga valdamestu fylkingar íraskra shíta, um áframhaldandi veru um 10þ. hermanna undir vopnum - sem hugsað var þannig að myndu hafast við í afmörkuðum víggirtum herstöðvum. Þetta var talið myndi duga til að halda aftur af hugsanlegri íranskri innrás, samtímis því að Bandaríkin myndu áfram geta beitt sér innan íraks til að passa upp á að borgarastríð hæfist ekki að nýju. En hvernig sem á því stóð, þá samþykktu ráðandi ölf meðal íraskra shíta ekki áframhaldandi veru kana. Einn möguleikinn er að þeir hafi viljað kana burt, svo þeir geti þannig séð - klárað borgarastríðið. TIl standi að sverfa til stáls. En annar möguleiki væri að Íranar hafi beitt áhrifum sínum, og íraskir shítar ætli sér að halla landinu að Íran. Írak verði nánast leppríki Írans.
  2. Íraksstríðið hefur stórfellt elft áhrif Írans. En Íran losnaði við sinn hættulegasta óvin - Saddam, og her hans, eini herinn á Persaflóa-svæðinu sem var raunveruleg ógn við Íranska herinn, fyrir utan Bandaríkin sjálf. Þetta breytir veruleikanum á svæðinu, en allt í einu hafa Íranar langfjölmennasta herliðið - má deila um hvort þ.e. einnig það öflugasta. Aðrir herir eru tæknilega fullkomnari. En Íranar eru hættir að óttast hernaðar-árás, nema hugsanlega frá Ísrael. En Ísrael getur ekki gert innrás. Einmitt öryggið virðist hafa elft mjög sjálfstraust Írana. Sem eru farnir að beita sér mun meir en áður, eiginlegt leynistríð hefur geisað milli Saudi Arabíu og Írans nú í nokkur ár. Átökin í Sýrlandi eru einnig að hluta Íran í hag, því nú er Íran eini bandamaður Sírlandsstj. - hún því algerlega háð Íran. Sem þíðir að Sírland verður nánast leppríki Írans um þessar mundir - en Íranir virðast nú hafa mjög greiðar samgöngu við Sírland í gegnum Írak og gegnum áhrif sinna innan Íraks. Svo mikið sjálfstraust hafa Íranir í dag, að þeir hafa algerlega leitt hjá sér ógnanir og hótanir vegna kjarnorkuáætlunar sinnar. Fátt bendir til að þeir ætli sér að gefa í nokkru eftir. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Íran verði kjarnorkuveldi innan nokkurra ára. Síðan að Írak og Sírland - alla leið til Líbanons; verði íransk áhrifasvæði. En ekkert af þessu hefði verið mögulegt, ef Saddam væri enn við völd.
  3. Meðan Bandaríkin voru upptekin innan Íraks, gátu þau ekki beitt sér annars staðar. Þetta hafa Rússar mjög notfært sér. En þeir hefðu aldrei þorað að senda her inn í Georgíu um árið, hefðu þeir vitað að Bandaríkin hefðu getu til að senda þangað með skömmum fyrirvara segjum 20þ. hermenn. En með 90% af sínum bestu sveitum fastar innan Íraks, og ekki með skjótum hætti unnt að færa þær annað. Þá þorðu Rússar að beita sér. Í kjölfarið hafa Rússar rúllað mjög verulega til baka áhrifum Bandaríkjamanna inna Mið Asíu. En þ.e. bagalegt, því Georgia er visst lykiland á Kákasus svæðinu, vegna þess að það myndar tengingu milli Svarta Hafs og Kaspíahafs. Þ.e. ef þú hefur greiðann aðgang að höfn Svartahafs meginn, og hefur með öruggum hætti tryggt varnir landsins; þá ertu um leið í gegnum landsamgöngur og hafnir Georgíu á ströndum þess Kaspíahafsmeginn, með aðgang að helstu olíuframleiðendum Mið Asíu, en olíusvæði nánast umlykja hafið. Þannig að Georgía er strategískt séð mjög mikilvægur bandamaður, hliðið að Mið Asíu. Sem skýrir auðvitað af hverju Rússar lögðu svo mikla áherslu á að sína mátt sinn og meginn þar. En Rússum er annt um að tryggja sem lengst áframhaldandi "dominion" þeirra yfir Mið Asíu. En þeir græða gríðarlega á því að kaupa gas og olíu af þeim löndum fyrir slikk, selja hvort tveggja áfram til þriðju landa fyrir mun meira. Án gassins frá Mið Asíu gætu þeir ekki selt nærri því það magn sem þeir selja til Evrópu. En Mið Asíuríkin hefðu grætt á því að hafa Bandaríkin sem keppinaut um gasið og olíuna, því þá hefðu þeir getað neytt Rússa til að borga meira. Þannig séð að þarna tapa bæði Bandar. og MIð Asía.
  4. Svo má ekki gleyma þeim óskaplega kostnaði sem Bandaríkin hafa lagt í vegna Íraksstríðsins. En þetta er talið eiga nokkurn þátt í þeim skuldavanda sem bandaríska alríkið glímir við í dag. Sem mun í framtíðinni - draga verulega tennurnar úr vígvél Bandaríkjanna. En hernaður er dýr. Þú þarft sterkt hagkerfi til að hafa efni á stórum her. Skuldakreppan mun framkalla óhjákvæmilega minnkun hernaðarmaskínu Bandaríkjanna - fækkun herstöðva úti um heim - að þeir dragi úr endurnýjun tækja - kostnaðarsömum rannsóknum á nýrri hertækni - draga stórfellt úr líkum á því að kanar leggi í ný stríð á næstu árum.
  • Íraksstríðið hefur flýtt fyrir hlutfallslegri hnignun Bandaríkjanna - sýnt heiminum takmörk getu Bandaríkjanna.
  • Vegna stríðsins verða Bandaríkin veikari sennilega a.m.k. næstu 20 árin.

Stríðið í Írak er sennilega verstu mistök Bandaríkjanna í utanríkismálum, í gervallri sögu þeirra síðan eftir seinni styrrjöld.

Fíflið hann Bush yngri.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 438
  • Frá upphafi: 847085

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 415
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband