"Cap and trade" virðist mjög gallað fyrirkomulag, einnig skv. nýjustu útfærslum skv. "Der Spiegel International".

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að til muna betra fyrirkomulag, sé kolefnis skattur frekar en svokallað "Cap and trade". Stóri vandi "Cap and trade" er hve það framkallar óskaplega skriffinnsku annars vegar og hins vegar allar þær undanþágur og undantekningar, sem kerfið inniber - sem grefur undan tilganginum að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda.

Mér sýnist reyndar að "cap and trade" sé nánast sú versta leið, sem hægt var að velja fyrir utan að gera nákvæmlega ekki neitt.

Sumir vilja reyndar meina að "cap and trade" sé jafnvel verra en að gera ekki neitt!

En, það kemur einmitt til vegna eðlis þess kerfis að skekkja eða verpa markaðinn, með öllum þeim undantekningum sem kerfið inniber, sem í rend hvetur til losunar á sumum sviðum - á sama tíma og óskapleg skriffinnska þenur út skrifstofubákn og stórfellt eykur kostnað fyrirtækja.

En, hvers vegna er þá þessi leið farin? Hún hefur sína stuðningsmenn.

  1. Einn möguleiki getur einfaldega verið sá, að sjálft kerfið styðji þetta þ.s. þessi leið eykur umfang þess og fjölgar störfum þar innan.
  2. Síðan, auðvitað skattlagning skapar alltaf andstöðu - "cap and trade" er borið af fyrirtækjum og þó kostnaður sýist til almennings, gerir hann það ekki þráðbeint. 
  3. Stjórnmálamönnum, virðist sem að verið sé að bregðast við kröfum um aðgerðir til að vernda umhverfið.
Góð yfirlitsmynd sem sýnir bæði heildar útblástur mismunandi ríkja og útblástur per haus.

Graphic: Energy-related CO2 emissions
Hér fyrir neðan frábær skýringamynd Der Spiegel International á "Cap and trade", eins og tilhögun þess verður í Evrópu skv. nýjustu útfærslu.

Graphic: An Invisible Burden

Þessi skýringamynd "Der Spiegel Int." sýnir áætlanir ESB um niðurskurð á útblæstri CO2.

Graphic: Companies in a Tight Spot "Der Spiegel International": The Pitfalls of Europe's New Emissions Trading System

  • Fyrsta stóra vandamálið er, að fjölmargir aðilar eru undanskildir kerfinu.
"The example of the ceramics industry highlights the seemingly arbitrary nature of the decision as to who is required to be part of the system and who is not. While makers of ceramic tiles need certificates, producers of plates and cups do not."

"This is because porcelain factories are consistently small businesses that fall below a production threshold of 75 tons a day. Paradoxically, it takes much more energy to fire porcelain than to produce tiles."

Með því að undanskilja framleiðendur með framleiðslu undir 75 tonnum á dag - en skv. auðveldum reikningi sinnum 365 er það 2375 tonn á ári - er markaðinum í reynd stýrt inn í minna skilvirka framleiðslu.

Sumir vilja meina, að þetta geti í reynd aukið útblástur. Það virðist mér ekki vera órökrétt umkvörtun.

 

  • Síðan kemur viðmiðunartímabylið sem notað er til hliðsjónar fyrir útgáfu frýrra útblásturs heimilda, sér klárlega misvel og ímiss konar óheppni getur spilað inn.
"This is bad news for glass manufacturers whose plants happened to be undergoing maintenance during the reference period. Glass plants receive a general overhaul once every 10 to 15 years, which can take up to three months."

"It's also bad news for airlines whose planes were grounded for days in April because of volcanic ash unleashed in Iceland. For airlines, lower sales during the reference period means fewer free certificates."

Þetta snýst frekar um upplifun þeirra sem starfa innan þess, að ef þ.e. talið ósanngjarnt, þá getur það skapað neikvæðann móral. Á hinn bóginn, þá hugsa ég að meira en nóg sé að öðrum umkvörtunarefnum.

 

  • Síðan er áhugaverð stýring, fólgin í því að fyrirtæki geta sókt um auknar frýjar heimildir innan ramma útgefinna heimilda hvers árs, en kvöð er um að stækkun verði að vera um 10%. Þannig að þú getur fengið auknar heimildir per 10% stækkun framleiðslu. En, eins og kemur fram, munu heildarheimildir útgefnar vera minnkaðar um 1,74% á hverju ári.

"Another concern for companies is that in the future, businesses hoping to expand will only be entitled to additional certificates if they increase their capacity by at least 10 percent. In other words, those that expand to a lesser degree will have to make do with their existing allocation. In some cases, this could prompt companies to decide against the investment. As a result, emissions trading could put a damper on growth."

Fyrirtæki sem vilja stækka, þurfa því að vera bundin við þetta 10% lágmark - nema að þau kaupi sér þ.s. upp á vantar á markaði fyrir losunarheimildir sem verður til staðar.

Spurningin er sjálfsagt ekki síst sú, af hverju er verið að bjóða upp á þann möguleika í fyrsta lagi, að geta fengið viðbótar úthlutun heimilda, þó það sé innan heildar ramma?

Spurning er hvort fyrirtæki með góð pólitísk tengsl muni eiga greiðari leið að þessu en önnur? Stór fyrirtæki frekar en smærri? Spurning um jafnvel greiðslur undir borðið til embættismanna?

En úhlutunar stofnanir eru klassísk spillingargildra, sérstaklega ef mjög stórar upphæðir eru í húfi.

 

  • Síðan rétt fyrir jól gaf ESB út mengunar viðmið, sem miðast við 10% skilvirkustu framleiðendurnar í hverri grein þegar kemur að losun. En, ef losað er umfram viðmiðið þarf að kaupa heimildir en ef losað er innan viðmiðs kostar losun ekki neitt.

"...following the establishment of key parameters shortly before Christmas by the EU executive, the European Commission...set upper limits of how much CO2 a company will be permitted to emit at no charge in connection with the production of a product. In addition, the entire range of industrial goods was concentrated into 53 products...The limits are based on the average emissions levels for the most efficient 10 percent of industrial plants in Europe."

  • "The paper industry produces about 3,000 products, from soft tissues to hard cardboard. The European Commission's list of 53 products to which emissions limits apply contains only seven categories, which makes it assigning products to categories extremely difficult. Producers whose products cannot be assigned to a category must resort to so-called fallback options. In that case, the heat or fuel requirements are used as the basis, which often means that a company will end up having to purchase significantly more CO2 rights."

Það þarf varla að taka fram, að vörutegundir skipta þúsundum - eins og fram kemur að ofan einungis innan pappírs geirans. Þá er ég ekki að tala um mismunandi merki heldur um raunverulega vörur sem krefjast mismunandi framleiðslu aðferða.

Svo, að þessi aðferð hefur í gegnum þetta þá galla, að í tilvikum passar einungis hluti af framleiðslu fyrirtækja - og þá þarf að beita aðferð B.

Þannig að þessi klassíska búrókratíska aðferð skrifstofuveldisins í Brussel, að flokka - virðist lítt gagnast þarna sem viðmið.

  • "The European Union decision includes only one limit value that can be applied to all the products made by tile manufacturers, and it only applies to a special manufacturing process. This single limit value must be applied across the board, both to manufacturers of mass-produced tiles and to producers of special tiles for pool edges, for example, the production of which consumes an especially large amount of energy."

Eins og kemur aftur fram þarna, þá er aðferðin alveg óskaplega ónákvæm.

  • German brickworks, for example, complain that they will never be able to remain within the limits for roof tiles. The benchmark was set by the Spaniards, not because of their superior technology but thanks to the mild climate in southern Europe. Because roof tiles are not exposed to hard frosts in Spain, they can be fired at lower temperatures, resulting in lower emissions.

Þetta sýnir aðra hlið á galla aðferðarinnar, að aðstæður í S-Evrópu og N-Evrópu eru ekki fyllilega sambærilegar, einfaldlega vegna umtalsvers mismunar á lofstslagi. Ekki virðist tekið tillit til þess. En, eins og kemur fram að ofan, er ekki hægt að nota spænskar þakplötur úr keramik í N-Evrópu.

Þannig verður þetta að nýjasta dæminu um "bureaucratic absurdity".

 

  • Óskaplegt skriffinnska fylgir þessu, eins og sést betur á eftirfarandi umfjöllun. En dæmið sem tekið er af stálframleiðslu, þ.s. framleiddar eru hunduð mismunandi málmblanda við stál. Að auki, er málmgrýtið yfirleitt með misjafn magn aukaefna, sem skapar flækjustig eins og lýst að neðan.
"A special vehicle drives up and dumps molten ferromanganese into the vat, followed by a dozen other materials, including boron, aluminum and anthracite coal. Every type of steel has its own recipe. "A steel plant is like a huge kitchen," says Günther."

"The composition plays a key role in determining CO2 emissions. The engineers cannot simply insert a measuring device into a smokestack, because the result would be much too imprecise. Instead, they weight every load of raw materials delivered to Völklingen by truck or railcar, and then determine the CO2 content based on the material's specific carbon content."

"For example, last year Saarstahl processed 27,133 tons of manganese metals, which are responsible for 4,555 of the approximately 480,000 tons of CO2 the plant emits. But because the carbon content fluctuates with each delivery, lab technicians constantly take samples and subject each one to a chemical analysis. In this way, they obtain data on 600 material flows in the entire plant, adding to an enormous heap of data and samples, which also have to be archived -- for the experts who come to the plant once a year to verify all results."

Þetta er örugglega mun dýrara kerfi heldur en hefðbundin fjárhalds bókhalds kerfi, þ.s. starfsmenn sem sjá um þetta þurfa að vera með mikla efnafræði þekkingu, og það á báðum endum. Væntanlega þarf stofnunin sem yfirfer, einnig að hafa sína eigin vísindamenn sem fara yfir gögnin og eigin rannsóknarstofur sem gera eigin rannsókn á varðveittum sýnum.

Þ.s. verra er, stofnunin þarf að eiga við allar þær tegundir starfsemi sem þekkist innan hagkerfisins, svo starfsmanna kostnaður ásamt kostnaður við búnað og tæki verður klárlega mjög mikill.

 

  • Eins og við bókhald og eftirlit með skattskilum, eru sprottin upp fyrirtæki sem sérhæfa sig í að fara yfir CO2 bókhald fyrirtækja hvað viðkemur "cap and trade" kerfið.

"There are already more than 200 companies in Germany that specialize in auditing emissions reports. They conduct on-site plant inspections, recalculate results and, if in doubt, even review the paperwork on individual deliveries. Then they send a report to the German Emissions Trading Authority (DEHSt) in Berlin."

The authority, which most people refer to as "Deest," is also the nerve center of the system. Its employees in Berlin review emissions reports and maintain a separate account for each plant to account for the certificates. They determine how many rights are assigned to each company, and they impose fines if a company's numbers don't add up by the annual deadline of March 31. Offenders must pay a €100 penalty for each missing certificate."

 

Í samanburði hversu ótrúlega mikið einfaldari og skilvirkari væri kolefniskattur

  • Það ætti ekki að þurfa að búa til samhliða kerfi sem er ekki minna að umfangi en sjálf skattkerfið og yfirfærslu kerfi skattgagna.
  • Enga undanþágur þ.e. öll brennsla eða losun á kolefni skattlögð og því ekki til staðar brenglun á markaðs aðstæðum.
  • Ekkert leyfa kerfi og því mun minni hætta á spillingu.
  • Mun minni kostnaður fyrir fyrirtæki og samfélagið, og að auki mun skilvirkara við það markmið að minnka losunina, sem væntanlega einnig lengra litið minnkar samfélagslegann kostnað ef útkoman er minni hitun.
  • Skatturinn getur verið lágur til að byrja með, meðan samfélagið er að venjast því að hafa hann, og hagkerfið einnig. Síðan getur hann smá hækkað.
  • Stýringin er fyrst og fremst fólgin í því hve hár hann er.

T.d. með stályðjuver væri einfaldara til muna, að hafa mælitæki sem mælir útblásturinn sjálfan þ.s. honum er sleppt í andrúmsloftið í gegnum reykháfinn. Auðvitað þá þarf að sjá til þess, að ekki sé gufum sleppt út aðra leið. Sama á við aðrar tegundir verksmiðja.

Mælitæki slík séu yfirfarin reglulega eins og bílar þurfa að fara í gegnum árlega skoðun. Gögn geta borist rafrænt til opinberrar stofnunar með sjálfvirkum hætti, ef út í þ.e. farið.

Fyrirtækið sjálft þarf ekki annað að gera en að sjá til þess, að mælitækin séu alltaf í lagi og að fylgst er með því, að ekki sé verið að smygla losuðum gufum framhjá mælitækinu.

Skoðunarstofur sem skoða bíla sjá um mengunarmælingar sem þá verða örlítið flóknari, en þá er enginn munur hvað snýr að neytandanum, mælitækið verður einfaldlega nákvæmara. Hver bíll fær mengunarskatt fyrir árið sem byggist á mælingunni, svo eins gott að hafa bílinn vel stilltan.

Ekki búin til ný stofnun, skattstofan hefur yfirumsjón.

 

Niðurstaða

Ég held að enginn vafi sé um að gagnrýnendur hafa rétt fyrir sér, að "Cap and trade" sé skrýmsli.

Síðan má ekki gleyma heldur, að Kína og Indland eru ekki að taka upp slík kerfi. Ekki heldur framleiðendur í A-Evrópu löndum sem ekki tilheyra ESB.

Framleiðsla er því líkleg til að færa sig um set, t.d. til Úkraínu. En þar er mikið af óskilvirkum stálverksmiðjum, og landið væri fegið að fá innlenda fjárfestingu frá þýskum framleiðendum, sem kjósa að flytja framleiðsluna út frekar en að búa við óvissuna og kostnaðinn af kerfinu.

Spurning hvort þetta verði kerfi sem stuðli að efnahagslegri hnignun. En, sannarlega menga stálsmiðjur mikið en án stáls getur hagkerfi Evrópu ekki verið. Það er svo margt sem stál er notað í, allt frá bílum, yfir í byggingar - brír. Engin efni eru til sem geta komið í staðinn fyrir það.

Spurningin einungis hvort það verður framleitt þar eða annars staðar, og síðan innflutt. En einungis það fyrra stuðlar að atvinnu í Evrópu.

---------------------

Alvarlegustu gallarnir eru samt sennilega:

  1. Hve margt er undanskilið.
  2. Hve eftirlitskosnaðurinn ætlar að vera óskaplegur. 
"Worst of both worlds" þ.e. dýrt og óskilvirkt!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 271
  • Frá upphafi: 847385

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 268
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband