Hugsanleg leið til að binda enda á deilur um eignarhald virkjana á Íslandi! Sjá tillögu um kaupleigu fyrirkomulag!

Eins og allir hafa tekið eftir, sem ekki hafa legið í dái undanfarin 2 ár og verið að vakna upp rétt í þessu, þá hefur verið mjög umdeilt tiltekið mál í tengslum við kaup kanadíska fyrirtækisins Magma Energy á ísl. veitufyrirtæki, sem hefur leigusamning við Hafnarfjarðarbæ á jarðgufuauðlyndum á landi bæjarins til 65 ára + rétt á endurnýjun um viðbótar 35.

Hvað segja stuðningsmenn:

  • Stuðningsmenn virkjunar segja að samningurinn sé eðlilegur viðskiptasamningur.
  • Ísland þurfi á erlendu fjármagni að halda.
  • Ef samningurinn sé sleginn af, geti það skaðað Ísland í augum hugsanlegra fjárfesta.
  • Að auki, bent á að engu máli skipti hver á fyrirtæki hérlendis, er rekur auðlind - þ.s. það eina sem skipti máli, sé að ríkið eða viðkomandi sveitarfélag fái tekjur af rekstri auðlyndarinnar í þess eigu. 

Andstæðingar:

  • Telja leigusamning um 65+35 ár, vera raun sölu á viðkomandi auðlynd. Þannig sé farið í kringum lög, er banna sölu á jarðhitaauðlyndum.
  • Að einkaeign jarðhitaauðlynda eða vatnsfalla sé almennt séð óheppileg - en reynsla erlendis sé að einkarekstur hafi tilhneygingu til að hækka verð til almennings.
  • Einnig mynnt á, að erlendir eigendur hafa rétt á, að flytja arð úr landi, sem þá dregst frá landsframleiðslu.

Er einhver leið til að samræma sjónarmið með þeim hætti, að báðir aðilar geti við lifað?

 

Tillaga:

  • Hvað ef lögum væri breytt þannig, að almenna reglan væri að einkaeign á virkjunum væri bönnuð?
  • En, heimild væri til um, að einka-aðili geti reyst virkjun skv. samningi um kaupleygu.
  1. Sveitarfélag eða ríki, leita til einka-aðila eða framkvæmir uppboð á virkjunar verkefni, skv. heimild um tímabundna eigu þess er reysir viðkomandi virkjun.
  2. Samningur næst við aðila annaðhvort þann er bauð að reysa virkjunina skv. hagstæðasta fyrir ríkið eða viðkomandi sveitarfélag kaupleigusamningi.
  3. Eðlilega inniber samningurinn allan kostnað við framkvæmd + þann hagnað er aðilinn er reysir vill fá.
  4. Samningur geti verið til allt að 40 ára (30 eða 35 einnig möguleiki)
  5. Við endalok samnings, verður ríkið eða viðkomandi sveitarfélag alltaf eigandi viðkomandi virkjunar.

Kostir:

  1. Ríkið eða sveitarfélag, getur lágmarkað eigin áhættu með því að láta einka-aðila sjá um að taka áhættu á að fjármagna virkjunarframkvæmd og byggingu hennar.
  2. Á sama tíma fæst fram fjármagnsinnspýting.
  3. Þessi aðferð, býður einnig upp á að upp geti byggst innlend orkufyrirtæki er sérhæfa sig í að eiga og reka tímabundið virkjun/virkjanir og reysa þær.
  4. Þannig nær þessi aðferð fram öllum þeim markmiðum sem stuðningsmenn samningsins við Magma Energy vilja ná fram.
  5. Prinsippið að virkjanir verði í opinberri eigu næst fram.
Gallar:
  1. Endanlegur kostnaður getur orðið meiri, en ef ríkið eða sveitarfélagið hefði sjálft reyst virkjunina.
  2. Það þarf þá samt sem áður, að eyðileggja núverandi samning Magma Energy. Það mun valda umtalsverðum kostnaði.
  3. En á hinn bóginn, getur alveg verið að Magma sé til í að semja að nýju skv. ofangreindu fyrirkomulagi.


Niðurstaða

Ég held að sú aðferð er ég nefni hérna, geti alveg reynst sú framtíðarlausn um hvernig á að vinna með virkjanamál til framtíðar sem menn eru að leita að.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Sammála.

Tryggvi L. Skjaldarson, 7.8.2010 kl. 11:08

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Einar. Sammála.
  ,, Samningur geti verið til allt að 40 ára (30 eða 35 einnig möguleiki)"

Verði samningur til 40 ára verður hann að hafa opnunar ákvæði eftir 20 til 25 ár  sama mun þá gilda um samning til 30  eða 35 ára þeir samningar væru væntanlega öðruvísi en samningur til 40 ára eftir vill ekki með ákvæðum um lagarlegt opnunar gildi.

 Kv.Sigurjón

Rauða Ljónið, 7.8.2010 kl. 16:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góð hugmynd.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2010 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 847147

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 468
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband