Sendiherra Kína, segir kínv. einungis vilja hjálpa Íslandi! Skoðum aðeins frétt um hjálparhug kínv. gagnvart Grikklandi!

Sendiherra Kína á Íslandi, staðfestir að Kína hafi aðstoðað við að tryggja að 2. endurskoðun AGS skuli hafa farið fram, svo Ísland fékk smá viðbótarpening. Hann, talar um bróðurþel, vinsamleg samskipti, en einnig um að stefnt sé að stórefldum samskiptum milli Íslands og Kína á næstu árum.

Hann staðfesti að ákvörðun um gjaldeyrisskiptasamning hafi verið tekin á allra hæstu stöðum innan Kína - og það eitt, er mjög áhugavert!

En, ég fullyrði að engin leið er til að sjálf miðstjórn kínv. kommúnistaflokks kína, hafi áhuga á svo í augum Kína agnarlitlum samningi, nema e-h verulega mikið meira hangi á spítunni.

  • Það eru alltaf einhverjir sem græða, þegar stórar sveiflur eiga sér stað.
  • Í kreppum, getur sá sem enn á peninga grætt mjög mikið, því í kreppum er hægt að taka hluti yfir á niðursettum, upp í mjög niðursettum, verðum.
  • Þetta er út af fyrir sig ekki glæpsamlegt atferli, en það hefur ekkert með vinarþel að gera! Heldur gróðavon, þó svo að hún sé ekki endilega glæpur heldur!
  • Kínverjar eru einmitt í aðstöðu til að græða mjög mikið, þ.s. enginn í heiminum í dag, hefur dýpri vasa með stærsta gjaldeyrisvarasjóð í heimi.

 

China prepares to invest in Greek projects

China is eyeing investments valued at several billion euros in Greek shipping, logistics and airport projects to be discussed during the second visit to Athens in four weeks by a high-ranking Beijing official.

The news came as Moody’s downgraded Greek debt on Monday night by four notches to junk. The debt is already rated junk by other agencies.

A delegation led by Zhang Dejiang, a Chinese vice-premier, will seal a series of agreements on Tuesday with local companies, a Greek government official said.

“These concern maritime affairs, telecoms and a project to renovate a landmark tower building in Athens’ port of Piraeus,” the official said.

Deals for joint ventures, charter agreements and shipbuilding deals worth €500m ($615m) with Greek shipping companies will also be signed.

China’s state shipping company Cosco already controls a container terminal at Piraeus under a €3.4bn long-term concession deal. Cosco is expected to make a joint bid later this year with Greece’s state ports company to create a €150m-€200m logistics hub near Athens to distribute goods for China in the Balkans.

 

Takið eftir hvað þetta er svipað:

  • Land í skuldavandræðum.
  • Eignir að falla í verði.
  • Háttsettur kínv. sendimaður, í þetta sinn næstráðandi sjálfs leiðtoga Kína, í för með viðskiptanefnd.
  • Sjálfsagt mun sendiherra Kína í Aþenu, einnig tala um vinar og bróðurþel.
  • Skalinn á verkefnum er eðlilega stærri en hér, en einnig þarna er veifað fram möguleikanum á að græða með því að versla við Kína.


Þið getið alveg verið viss um, að þegar sjálfir æðstu stjórnendur Kína eru viðriðnir ákvarðanir, þá eru þær metnar strategískt mikilvægar fyrir Kína.

Ekki veit ég akkúrat, hvað Kína græðir á að hafa áhrif í Grikklandi. 

En, auðvelt er að sjá það í okkar tilviki:

  • Hugsanleg opnun N-Íshafs fyrir skipasiglingar.
  • Hernaðarleg mikilvægi, en Kína er vaxandi veldi og er m.a. samkeppni við Bandaríkin í augsýn. Má vera, að á bakvið orð um vinarþel, blundi draumar um herstöðvar sem ógnað geta siglingaleiðum yfir Atlantshaf. 
  • Grikkland er þó ekki eins viðkvæmt, eins og varnarlaust Ísland, með engan her.
  • En, hér væri raunverulega hægt að taka öll völd, með litlum tilkostnaði, og þá er ég ekki að tala um einhvers konar innrás. Heldur einfaldlega þá ábendingu, að kínv. risafyrirtæki eins og sést nú á að stjórnendur Kína eru að blanda sér í mál eru alltaf í mjög náinni samvinnu við eigin stjórnvöld, enda þurfa þau fá leifi kínv. stj.v. til að starfa á alþjóðavettvangi. Vandinn sem að okkur snýr, er sá að engin leið er fyrir okkur að vita, þegar hundruð kínverja - starfsmenn slíkra fyrirtækja, fara að starfa hér að verkefnum, hvort þeir eru einungis starfsmenn eða eitthvað mun meira, þ.e. í reynd á vegum kínv. stj.v. - jafnvel hermenn á laun.
  • Látið ykkur ekki detta í hug, að Kínv. stj.v. geti ekki þótt þægilegt, að hafa Ísland í vasanum, sem þátt í seinni tíma plönum.
  • Nú þurfum við að efla víkingasveitina - gera hana að vísi að her.
  • Helst einnig, að sannfæra Kana um að koma hingað aftur, sem tékk á áhrif Kína.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Er þetta nú ekki einum of mikil paranoja??? Yfirtaka Ísland??? Við erum enn innlimaðir í Nato og þar af leiðandi er öðrum Nato ríkjum skilt að "vernda" okkur litlu greyjin.

Davíð Þ. Löve, 15.6.2010 kl. 20:52

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er kannski svolítið langsótt, en þó má benda á þá staðreynd að á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar veitt Þjóðverjar Norðmönnum mikla aðstoð í formi tækniráðgjafar vegna uppbyggingar á raforkuverum og stóriðjufyrirtækjum. Þessir ráðgjafar voru duglegir við "náttúruskoðun" og þegar Þjóðverjar hernámu Noreg tók það ótrúlega stuttan tíma. Þeir voru búnir að kortleggja hann og vissu nákvæmlega hvaða staði átti að taka fyrst.

Ég er ekki að halda því fram að Kínverjar ætli að hernema Ísland, en það er samt gott að skoða söguna. Hún á það til að endurtaka sig.

Gunnar Heiðarsson, 15.6.2010 kl. 22:02

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hvað er langsótt við það? Hér eru engar varnir, alls engar.

Tökum dæmi Grenada, var það ekki '83, 100þ. íbúar, 1500 stj. hermenn, 700 kúpanir. Þeir voru að sögn, allir titlaðir verkamenn. Skömmu fyrir innrás, kom bandar. þingmannanefnd, og sá ekkert athugavert á fluvellinum, sem byggður hafði verið af kúpönunum, og síðan áfram rekinn af þeim. Nú, Bandar. menn réðst inn með cirka 7-8þ. hermenn, tóku megnið af eyjunni á fyrsta degi, en sátu síðan í nokkra daga um flugvöllinn - en, kúpanarnir reyndust vel vopnum búnir og þrautseigir í vörn, gegn 10 földu ofurefli liðs. 

Punkturinn var, við vitum ekki hvort þetta verða allir bara verkamenn, í raun og veru. Við vitum, að kínv. fyrirtæki eru í mjög nánu samstarfi við kínv. ríkið. Við vitum einnig, að kínv. ríkið er ekki mildasti stjórnandi í heimi, og þeir eru skipulega víða um heim, að reyna að ná tangarhaldi á auðlyndum eða aðstöðu, Ísland flokkast frekar undir það seinna. Að auki, að þeir hljóta að vita að fyrr eða síðar, verður spenna milli þeirra og Kana - og þá, hvað er þá betra, en að vera búnir að koma sér í þá aðstöðu, í reynd ráða hér öllu sem þeir þurfa.

Þeir munu þó ekki, gera neitt augljóslega stuðandi, eins og láta Ísland segja sig úr Nató, segja upp varnarsamningnum, fyrr en staða þeirra er þegar orðinn með þeim hætti, að þeir ráði hér öllu.

Hvað er ólókígst við þetta?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.6.2010 kl. 22:17

4 Smámynd: Seiðkarlinn á hæðinni

Betra að vera leppríki Bandaríkjanna, þess milda verði lýðræðis og mannréttinda .. fremur en bandamaður mikillar menningarþjóðar í austri.

Seiðkarlinn á hæðinni, 9.1.2011 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 50
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 329
  • Frá upphafi: 847322

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 320
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband