Eigum við að taka upp lög, sem banna hallarekstur ríkissjóðs skv. þýskri fyrirmynd?

Þjóðverjar í dag, skoruðu á stjórnvöld annarra ríkja Evrópusambandsins, að taka upp sambærileg lög kölluð "Schuldenbremse" eða skuldabremsa.

 

Berlin calls for eurozone budget laws

"Germany last year enshrined in its constitution a law that prohibits the federal government from running a deficit of more than 0.35 per cent of gross domestic product by 2016. German states will not be allowed to run any deficit after 2020."

 

Lög af sambærilegu tagi, tíðkast í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna, þ.s. einfaldlega er ekki heimilt að enda fjárlög með halla, jafnvel miðaða við "0%". Dæmi, Kalífornía.

 

Íslensk framkvæmd gæti verið:

  • Bannað frá árinu 2015 að skila fjárlögum, með halla umfram 0,35%
  • Sveitarfélögum, frá 2020 bannað með öllu, að skila halla á bæjar-/sveitarsjóðum. 

 

Þetta væri óneitanlega dramatísk aðgerð!

  • Það þíðir að sjálfsögðu, að ekki er val um hallarekstur, þegar kreppa skellur á - sem felur í sér höfnun þeirrar kenningar, að reka eigi ríkið með halla þegar ílla árar.
  • Á móti, hefur pólitíkusum oft gengið mjög ílla, að standa sig þegar vel árar - að tryggja að þá sé afgangur af rekstri, eins og kenning Kains kveður á um. En, ef kenningunni er fylgt, þá ber að sveiflujafna með sparnaði - þegar vel árar, borga þá niður skuldir, einmitt til þess að mögulegt sé seinna að stunda umframeyðslu, þegar ílla árar. Þ.e. Kaine gerðir ráð fyrir að á heildina litið, væri rekstur skynsamur.
  • En, vandi er sá, að vanalega fer þetta ekki þannig, heldur er góðæri nýtt ílla, einfaldlega eytt þá enn meira, þjónusta og framkvæmdir blásnar út - þannig, að þegar ílla árar kemur stjórnlaus hallarekstur. Nefnum dæmi, gjaldþrota sveitarfélag - Álftanes. Klassíkst dæmi um þessa tilteknu hegðun, þ.e. hallarekstur í góðæri, stjórnlaus skuldasöfnun og síðan þrot.
  • Sem sagt, er þá tillaga þjóðverja ef til vill eftir allt saman, góð hugmynd - þegar betur er athugað?
  • En, fyrst að pólitíkinni gengur svo ílla, að tryggja afgang þegar vel árar - svo skuldastaða ríkissjóða sé lág, og hins opinbera einnig, þegar næsta kreppa kemur -
  • Þá ef til vill er þetta eina leiðin - að setja beisli og axlabönd á pólitíkina.

--------------------------------

  • En, hafa ber í huga, að skuldir valda því að í stað þess að standa undir þjónustu, er ríkið - og hið opinbera - þess í stað að henda stórfé í aborganir lána - fé sem þá nýtist með alls engum hætti, til eigin rekstrar.
  • Söfnun skulda, með öðrum orðum, grefur undan þeirri þjónustu sem ríkið og hið opinbera eiga að sinna.
  • Því hærri sem skuldirnar eru, því minna fé er eftir í afgang, til að standa undir rekstri mikilvægrar þjónustu, þannig að þ.e. alveg þráðbeint samband milli hárrar skuldastöðu og versnandi þjónustu ríkisins og hins opinbera, við samborgarana.
  1. En, vandinn er sá, að vegna þess að pólitíkusum hættir oft til þess popúlisma, að vilja fresta vandanum, þangað til einhvern tíma seinna - þegar þeir sjálfir eru ekki lengur við völd.
  2. Og, að auki, að þeim hættir einnig til þess, að sjá þ.s. hagstæðan kost að slá stór lán, til að framkvæma e-h sem eykur þeirra vinsældir til skamms tíma, þ.e. skuldadagar koma ekki fyrr en seinna þegar þeir eru ekki lengur við völd.
  • Þá er góð spurning, hvort "Schuldenbremse" væri ekki - þegar allt ofangreint er haft í huga, góð hugmynd.

Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þjóðverjar eru tæknilega ekki með hallalaus fjárlög. Kaup ECB á ástarbréfum gjaldþrota evruríkja með skilyrðum um kaup á vörum og þjónustu úr þýska hagkerfinu er bara falinn hallrekstur á fjárlögum þjóðverja. það er eins og enginn af þessum mönnum í æðstu embættum EU haf yfirsýn til að skilja hvað þeir eru að gera, allir tíndir í smáatriðum og engin með heildar sýn. Þessar síðustu aðgerðir EU til bjargar skuldsetari þjóðum þess eru ekkert annað en hallarekstur stóríkisins EU og þar búa þjóðverjar.

Guðmundur Jónsson, 18.5.2010 kl. 12:05

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Góð nálgun. En talandi um fjármagnskostnað (vexti), þá er vert að minnast á hitt, sem er sala opinberra aðila á húsnæði og langtíma leigusamningar.  Þetta lítur svo ljómandi vel út á fyrstu einum til tveimur ársreikningum...reksturinn í svo flottu lagi. En á sama hátt dregur hár leigukostnaður jafnt á við fjármagnskostnaðinn úr getu opinberra aðila til að sinna þeirri þjónustu sem þeim ber.

Mér líst því afar vel á þessa þýsku skuldabremsu.

Haraldur Baldursson, 18.5.2010 kl. 13:04

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þetta er stórmál sem þú fjallar þarna um og vissulega getur það ekki gengið að ríki eyði og spenni langt umfram tekjur árum saman enda sjáum við hvernig komið er fyrir Grikklandi. Það má líka fara millileið t. d. að halli á fjárlögummegi aðeins vera viss prósenta af landsframaleiðslu og þá í aðeins eitt eða tvö ár. Vissulega geta komið tímar þar sem ástandið er þannig í fjármálum einnar þjóðar að réttlætanlegt er að reka ríkisjóð með halla til að örva atvinnulífið. En þó Grikkland sé áhyggjuefni hef ég persónulega miklu meiri áhyggjur af öðru landi og það eru Bandaríki Norður-Ameríku. Hvað gerist þegar Kínverjar hætta að kaupa bandarísk ríkisskuldabréf. Allir forsetar síðustu áratugi að Clinton undanskildum hafa ausið úr sjóðum sem voru tómir, var það ekki Reagan sem hóf bruðlið?

Fjárlagahalli BNA er hættulegasti fjarmálavandinn sem nú er í heimi hér.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 18.5.2010 kl. 17:59

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rétt hjá þér, Sigurður - að halli USA er sennilega stóra hætta heimshagkerfisins, og þ.s. verra er, stj.v. virðast halda að ekkert sé að óttast.

Pólit. vilja á þingi, virðist einnig algerlega skorta, til að taka á undirliggjandi vanda, þ.e. "Medic-Care - Medic-Aid" sem hvort tveggja eru vanfjármögnuð, og stór orsakavandi framtíðarhalla.

Óháðir hagfr. telja US-dollar þurfa lækka milli 30-40%, til að hægt sé að snúa viðskiptahallanum við, en lausn fjárlagahallans, kemur því ekki beint við.

-----------------------------

Skv. nýjustu fréttum, heldur Evran áfram að falla, sem kemur ekki á óvart.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.5.2010 kl. 10:42

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhugaverð ábending, Guðmundur - og örugglega rétt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.5.2010 kl. 10:43

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sá þetta, Haraldur, viðbrögð sveitarfélaga á landinu, að samþykkja breytingu reglna um uppgjör - eða með öðrum orðum þ.s. kallað er "cooking the books".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.5.2010 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband