Ágætt að rifja upp þ.s. William Black, hefur sagt um okkar "heittelskuðu bankamenn," í ljósi útúrsnúninga Sigurðar Einarssonar og Jóns Ásgeirs!

En, Sigurður Einarsson - segir ( Sigurður ekki sjálfviljugur heim )" gæsluvarðhaldsúrskurði Kaupþingsmanna leikrit, sem hann taki ekki sjálfviljugur þátt í."

Jón Ásgeir Jóhannesson ( Slúðurstefna“ segir Jón Ásgeir ) segir að stefna slitastjórnar Glitnis gegn sér í Bandaríkjunum sé slúðurstefna, með þann eina tilgang að meiða og skemma.

Þ.e. mikið að gerast, ekki bara handtökur - heldur einnig:

Jóni Ásgeiri stefnt fyrir dómstól í New York

Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim

Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti

Jóni Ásgeiri stefnt fyrir dómstól í New York

 

Rifjum upp orð William Black: - Silfur Egils

Klippur úr fyrirlestri William Black

Viðtal við William Black

 

En hann segir benilínis, að okkar kæru bankamenn, hafi skipulagt svindl af taginu, sem hann kallar "Accounting control fraught".

Hann sagði þ.s. gert var, mjög sambærilegt við þau svindl sem komu í ljós á 10. áratugnum, kennt við "savings and loans" sem var viðtækt hrun sparisjóða í Bandaríkjunum, og í ljós kom að víða hafði verið mjög alvarlegur pottur brotinn varðandi rekstur slíkra stofnana.

  • Margir stjórnendur fóru í fangelsi, og einnig endurskoðendur.

"looting of the firm by the COs for their own benefit and for the beneft of their cronies - and it leads to the destruction of the firm, but the COs and their cronies make out very well indeed".

 

Þetta er þ.s. hann kallaði hið dæmigerða svindl - og síðan, segir hann okkur að okkar eigin bankamenn, hafi hagað sér með mjög líkum hætti þessum.

 

Accounting control fraugt:  Weapon of choice for financing firms

  1. grow like crazy - Check
  2. make really really bad loans with high yelds - Check - for every dollar loaned 67 cents lost.
  3. extraordinary levarage - Check
  4. no meaningful loss reserves- Check

Ponchy Scemes - segir Black.

  • Einnig dæmigert, að þegar hallaði undan fæti - þá var reynt að vaxa enn hraðar.
  • Að auki, að búa til froðupeninga sbr. þegar starfsmönnum var lánað til að búa til eigið fé.

Þ.s svindlið snerist um, var að búa til froðu gróða - með því að láta líta út sem þessar lántökur væru mjög arðvænlegar - og síðan að borga mjög háa bónusa og arð - sem síðan stjórnendur og vinir, gátu tekið út sem raunverulega peninga. Þeir voru eftir - bónusunum og arðinum.

  • Fyrir þá, var auðvitað frábært, að fá heimsþekkt bókhalds fyrirtæki, til að sjá um bókhaldið - þeir gátu síðan falið sig á bakvið þeirra "góða" nafn.
  • Og, að auki, að matsfyrirtæki gefa þeim, AAA einkunn alveg fram á 2008 - sem þeir einnig, veifuðu fram í okkur og banka úti um heim. 

Bókhaldsfyrirtækin - og matsfyrirtækin; eru þarna greinilega, með allt niður um sig.

Þ.e. því mjög rétt hjá Joly, að þessi rannsókn, hafi vægi fyrir allan heiminn - því, þessi bókhalds fyrirtæki og matsfyrirtæki, eru þau sömu og eru að stunda bókhald víðsvegar um heim, og beita sama siðferði þar og hér; og matsfyrirtækin eru þau sömu og eru enn að, og enn eru að gefa hinum og þessum falleinkunn, eða ekki - allt eftir því, hvernig þeir þjónka - að því er virðist - fjármagnseigendum.

AGS/IMF - var mér sagt af Alex Jurshevski, að væri "very inverstor friendly organization".

Ísland, er sem sagt, beint í hringiðu - ekki bara okkar eigin bankakreppu - heldur atburðarásar, sem er að skekja alla heimsbyggðina, sem er mjög sennilega fjörbrot núverandi fjármálakerfis, sem virkilega virðist orðið helsjúkt - rotið af spillingu.

-----------------------------

Black segir sem sagt, ísl. bankasvindlið dæmigert - í öllum meginatriðum.

 

Ég verð að segja að eftir að ég heyrði hvað Black hefur að segja um málið, þá slökknaði hin allra minnsta samúð, sem ég ef til vill enn hafði, gangvart okkar bankamönnum.

  • Þeir virðast hafa tekið yfir bankana, með það sem markmið - að svindla.
  • Að auki, vissu þeir nær örugglega, að bankarnir myndu hrynja á endanum.
  • Til viðbótar vissu þeir að það hrun myndi fara ílla með fjárhag þjóðarinnar.
  • Samt, gera þeir þetta - sem við verðum að reikna með - algerlega vísvitandi.

 

Þetta eru með öðrum orðum, alvarlegustu krimmar sem þjóðin hefur nokkru sinni alið.

Við, verðum að koma þeim í fangelsi, og það í mörg ár.

 

Ég veit að dómar hér eru vægir - en, þ.e. hægt að dæma þá fyrir eitt sakarefni í einu - og þ.s. útlit er að þau verði mörg, þá safnast þetta saman.

 

Að auki, bókhaldsfyrirtækin, sem fóru yfir bókhald bankanna, eru samsek

Þau þarf einnig að ákæra - og sekta þau um milljarða.

Hóta bókurunum, fangelsisdómum - nema þeir komi fram, og beri vitni. Black, segir þá sennilega okkar bestu vitni, ef þeir sannfærast um að best sé fyrir þá sjálfa, að segja frá.

-------------------------

Að lokum, þ.s. minnsta athygli vakti, eru orð Black um að - sem betur fer sagði þjóðin "Nei" við Icesave - en, hann sagði beinlínis að þjóðin hefði aldrei getað borgað Icesave.

Hans orð - hlustið á þau sjálf með því að virkja hlekkinn með viðtalinu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 437
  • Frá upphafi: 847084

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 414
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband