Viðbrögð mín við frétt Fréttablaðsins "Árstöf vegna Icesave kostar 50 milljarða"

e-mail til kolbeinn@frettabladid.is, en hann skrifaði frétt, sem sjá má í Fréttablaðinu í dag, 29. mars 2009.

 

Sæll, og þakka þér fyrir margt ágæta fréttaskýringu,

ég ætla þó að koma með nokkur atriði, sem skipta að mínu mati mjög verulegu máli í þessu samhengi. Málið er, að mín skoðun er, að í reynd sé Icesave málið ekki lykilatriði í því samhengi, sem þú veltir upp, heldur séu aðrir þættir fullnægjandi skýringabreytur:

*Skuldatrygginga-álag Íslands er um 450 (Skv. nýjum fréttum er álagið lækkað í 375 punkta) punktar, þ.e. lán til Íslands eru á 4,5% viðmiðunar áhættuálagi. En, þetta er býsna hátt mat markaðarins fyrir skuldatryggingar, á líkum þess að Ísland fari í greiðsluþrot. En, þ.s. vert er að hafa í huga, er að markaðir úti með ríkisskuldabréf og bankar, taka mið af þessu.


*Ég bendi einnig á, að þetta er cirka helmingur þess skuldatryggingaálags, er bankarnir okkar höfðu rétt fyrir hrun. Að auki, þrátt fyrir erfið mál, er Grikklands samt enn sem komið er, ekki með eins hátt skuldatryggingaálag, þ.e. 350 punktar eða 100 punktum
lægra.

*Ég vil kenna skuldatryggingaálagi Íslands, mest um núverandi lántökuvandræði Íslands, síðan kreppan skall á hérlendis eftir hrunið. Þau vandræði, bitna að sjálfsögðu einnig á opinberum fyrirtækjum eins og OR og LV þ.s. þau geta ekki haft lægra áhættuálag, en sjálfir eigendur þeirra er bera endanlega ábyrgð á þeirra skuldum.

*Ég vil að auki, benda á, að skuldatrygginga-álag bankanna, hélst hátt samfellt frá litlu kreppunni 2006 fram að hruni í október 2008. Eins og þú eflaust manst, þá fannst bankastjórunum, mat markaðarins með skuldatryggingar mjög ósanngjarnt, sökuðu útlendinga um að skilja ekki aðstæður Íslands sem skildi, fullyrtu sí og æ, allt fram að hruni, að þeir stæðu vel. Mér finnst áhugavert að bera þessa sögu, saman við þ.s. er að gerast á Íslandi, eftir hrun. En, mín upplifun er að stjórnvöld, séu sí og æ eins og bankastjórarnir, að gefa út of bjartsýnar yfirlýsingar um vænta framvindu mála.

*Spurningin er þá, af hverju er skuldatryggingaálagið svona hátt?
A) Hugsanlegt er að niðurstaða ársuppgjörs 2009 fyrir þjóðfélagið gefi vísbendingu, en þú hefur eflaust heyrt að endanleg tala um afgang af vöruskiptum, hljóp á 90 milljörðum, sem er Íslandsmet.
B) En, færri hafa heyrt að, þrátt fyrir þetta var halli á viðskiptum Íslands við útlönd, sem hljóp á 50 milljörðum, en hann kemur fram, þegar vextir af erlendum skuldbindingum eru teknir með í reikningsdæmið.
C) Þessi mismunur var að sjálfsögðu tekinn af gjaldeyrisvarasjóði landsmanna, sem lækkaði þá fyrir bragðið.
D) Grunnvandinn í hnotskurn, er þá að eins og stendur, duga tekjur landsmanna ekki fyrir vöxtum af erlendum skuldbindingum.
E) Það má vera, að erlendum aðilum, finnist ekki augljóst að svar ríkisstjórnarinnar og AGS, sé hið eina rétta, að bregðast þá við því vandamáli, að tekjur duga ekki fyrir skuldum, með því að hækka skuldirnar.
F) Þar má einmitt vera, að hnífurinn standi í kúnni, þ.e. að markaðurinn einfaldlega trúi ekki að þetta plan, sé rétta leiðin út úr ógöngunum.
F) Ég bendi á gagnrýni Stiglitz á slíkar hugmyndir:
http://upptokur.hi.is/Player/default.aspx?R=138d2c27-915c-4c5d-a853-6256931f31e1

 
  • Hann er mjög gagnrýninn á þá hugmynd AGS, sem einnig hefyr verið notuð í ímsum öðrum löndum, sem einnig ímsir hérlendir hafa gangrýnt, að taka peninga að láni til að setja í gjaldeyris varasjóð. (Hann ræðir AGS frá 57 mínúutu til cirka 70 mínútu.) (En,einn helsti punkturinn er sá, að ríkið þarf að velta kostnaðinum af slíkri lántöku yfir á hagkerfið, t.d. í formi hækkaðra skatta, og það þá íþyngir hagkerfinu, einmitt þegar þ.e. að ganga í gegnum kreppu. Hann virðist ekki telja, að hugsanlegir kostir slíkrar lántöku vegi upp ókostina, af lántökunni sjálfri, bendir m.a. á, að sögulega séð, sé það freisting fyrir seðlabanka ríkja, að nota einmitt slíkt fé, og þá til að viðhalda ívið hærra gengisskráningu, en myndi orsakast á frjálsum markaði. Hann greinilega telur, að slíkt hærra gengi en ella, sé þá annað íþyngjandi atriði, ofan á sjálfan lántökukostnaðinn.)
  • 83-87 mínúta, leggur hann áherslu á, að við höldum krónunni, og spilum með hana af skynsemi.
  • 88-101 mínútu minnist hann á Thailand og Ísland, telur þ.s. hann kallar þriðju leið, vera sú ákjósanlegustu fyrir okkur. Hún snýst um betri peningastjórnun, en Ísland hefur auðsýnt fram að þessu, og skynsama hagstjórn.

F) Ég veit ekki af hverju, þessi harða gagnrýni Stiglitz er fallin fólki úr minni. En, spurning sem ég bið þig að velta fyrir þér, er af hverju þú heldur sjálfur, að slík lántaka bæti ástand Íslands? En, það hlýtur að vera ljóst, að land sem nú þegar á ekki fyrir vöxtum af erlendum skuldbindingum, hlýtur mjög eðlilega að teljast vera í umtalsverðri hættu á gjaldþroti ef ekki tekst að snúa þeirri þróun við, sem hagkerfið okkar er í um þessar mundir, að vera í viðvarandi og stöðugum samdrætti. Mér er ekki ljóst, að þessi lántaka bæti úr því grunnvandamáli, að Ísland á ekki fyrir vöxtum af núverandi skuldum. Þ.s. sú lántaka gerir, er að búa til stærri sjóð sem síðan er hægt að nota, til að standa straum af öðrum lánum. En, af þessum lánum þarf síðan að greiða, á einhverjum tímapunkti. Og, ef ekki tekst að
framkalla hagvöxt, þá heldur samdrátturinn áfram, tekjur ríkisins halda áfram að skreppa saman, skuldir hækka sem hlutfall af landsframleiðslu. Halli ríkisins eykst, og þar með hraðinn á aukningu skulda.
G) Mín skoðun er, að fjármögnun framkvæmda sé í vandræðum, vegna þess, að mat útlendinga á stöðu Íslands, og einnig framtíðarmöguleikum, miðað við núverandi aðstæður og stefnu, leiði til þess að lán til hins opinbera og fyrirtækja í eigu þess, séu eingöngu fáanleg á kjörum sem séu það dýr, að framkvæmdir bera sig ekki skv. þeim lántökukostnaði. Ég sé ekki, að lausn Iceave breyti þessu, þ.s. það breyti ekki þeim grunnvanda, að Ísland á ekki núna fyrir greiðslum af vöxtum, og er því smám saman að ganga á forða sinn. En, ekki auka þessar lántökur tekjustreymi landsins. Þannig, að þ.s. ég er að segja, að þó Icesave leysist með einhverjum hætti, þá breytist þetta ástand ekkert endilega.

H) Ég bendi einnig á, að í nýlega seldi Grikkland stórann lánapakka, á milli 6-7% vöxtum. Hafðu í huga, að skuldatryggingaálag Grikklands er 100 punktum lægra.

I) Að auki, verður á þessu ári, sett heimsmet í því magni skulda, sem ríki heims hyggjast fjármagna á heimsmörkuðum með skuldir. Sem dæmi, Grikkland eitt og sér, ætlar að fjármagna 20 milljarða Dollara af ríkisskuldabréfum, á þessu ári einu sér - og er þá Grikkland einungis 3% af hagkerfi Evrópusambandsins. Þetta skiptir máli, þ.s. þetta þíðir
að á þessu ári, verður ofgnótt framboðs af ríkisskuldabréfum. Ef við miðum við lögmál framboðs of eftirspurnar, þá hefur þetta í för með sér, að kaupendur geta gert meiri kröfur, verið vandfýsnari. Áhrifin af því, eru að þetta þrýstir upp, þeim vöxtum sem þau ríki sem teljast tiltölulega áhættusöm, þurfa að bjóða fjárfestum. Með öðrum orðum, vaxtamunur á milli þeirra ríkja sem teljast tiltölulega áhættusöm og þeirra sem teljast áhættuminni, er á uppleið.

J) Útkoman er sú, að fátt bendir til, að nokkur möguleiki sé á - óháð Icesave málinu - að fjármagna opinberar framkvæmdir hérlendis, á þessu ári. Næsta ár, er ekki endilega mikið betra, því mjög mörg ríki - þau hin sömu er neyðast til að fjármagna stórfelldan halla sinn á markaði með skuldir - verða einnig með mikinn halla á næsta ári sem þá einnig þarf að fjármagna.
Hvernig vil ég leysa málið?
Eins og ég sé þetta, er plan ríkisstjórnarinnar og AGS þegar hrunið, þ.s. mín rökstudda skoðun er að, fjármögnun framkvæmda sé ekki á leiðinni, ekki bara á þessu ári, heldur verði sama staða mjög sennilega uppi á því næsta, líklega einnig ef horft er lengra fram í
tímann.


Það virðist ljóst, að það fé sem til er í gjaldeyrisvarasjóði dugar út 2011. En, eftir það fer að sverfa að. Þá má einnig búast við, að markaður með skuldatryggingar, hafi metið áhættuálag Íslands, upp á við.

Hvernig getum við þá leyst þetta?
A) Stóra málið, er að lækka vexti nú þegar, og það mikið. Vaxtalækkun skilar miklu, einmitt vegna þess hve mörg fyrirtæki og einstaklingar, eru skuldug (ir). En, þá fara færri fyrirtæki á hausinn - fyrirtæki þurfa að skera minna niður og einhver fyrirtæki, hafa allt í einu möguleika á að auka fjárfestingar. Þetta skilar allt saman, betra ástandi hagkerfisins. Fyrir einstaklinga, og heimilin, eru áhrifin svipuð. Samanlagt, er þetta stærsta einstaka aðgerðin, sem völ er á, til að snúa ástandi samdráttar við, jafnvel til ástands hagvaxtar. Athugaðu, án þess að gert sé ráð fyrir stórframkvæmdum.
B) Munum eftir því, að þ.e. til mikið fé á innlánsreikningum viðskiptabankanna, þ.e. nægt fé til að fjármagna halla ríkisins um nokkurt árabil. Vandinn er, að skv. 9% vöxtum Seðlabanka + þeim vöxtum sem viðskiptabankarnir þurfa fyrir sinn snúð, er þetta fé of kostnaðarsamt. Þá liggur lausnin í því, að lækka vexti Seðlabankans þangað til viðskiptabankarnir geta boðið þetta innlánsfé sem útlán á viðráðanlegum kjörum fyrir ríkið. En, með slíkri haganlegri fjármögnun innanlands, er þá ef til vill, ekki þörf fyrir eins harkalegan niðurskurð, eins og annars er útlit fyrir. Slík útkoma, hjálpar einnig
hagkerfinu.
C) Ofan á þetta vil ég bjóða svokallað "Targeted" skattalækkun. Þ.e. beina henni til allra þeirra fyrirtækja, sem annað af tvennu vilja umbreyta rekstri sínum með þeim hætti að hann muni skila gjaldeyristekjum eða allra þeirra, sem vilja stofna til nýs rekstrar er myndi skila gjaldeyristekjum. Þetta væri hannað til að beina atvinnulifinu í átt gjaldeyrisöflunar.
D) Mundu, að við höfum til 2012. Svo, þessar aðgerðir - ef þær hefjast þegar á þessu ári - hafa 1,5 ár til að skila aukningu tekjustreymis í gjaldeyri.
E) Ég held, að það sé alveg möguleiki, að þetta einfaldlega dugi til þannig að lánin frá AGS og Norðurlöndum, séu raunverulega óþörf.
F) Til þrautavara, með öryggið í huga, má þó gera samning við norsk stjórnvöld, um lánalínu sem heimilt væri að grípa til ef þörf væri á. En, stefnan væri þá, að nota það fé helst ekki neitt.


Kær kveðja,


Einar Björn Bjarnason
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 260
  • Sl. viku: 354
  • Frá upphafi: 846995

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband