Nú verður að halda haus, og hindra ríkisstjórnina í því, að troða gamla Icesave samningnum í kokið á okkur, með "detail" lagfæringum!

Þetta er sennilega ótrúlegasta samsafn leiðinda liðs, sem safnast hefur í nokkra ríkisstjórn í okkar gervallri lýðveldissögu.

Eins og allir vita, sem e-h fylgjast með fréttum, hefur komið nýtt samningstilboð frá Bretum og Hollendingum. Skv. því, virðist sem að Hollendingar og Bretar, ætli að fullkomlega að leiða hjá sér, málatílbúnað nýrrar samninganefndar, sem skipuð var eftir samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu.

 

Fundað um Icesave í Lundúnum

15.2.2010

Fréttatilkynning nr. 5/2010

Samninganefnd íslenskra stjórnvalda átti í dag fund með fulltrúum breskra og hollenskra stjórnvalda í Lundúnum. Á fundinum kynnti samninganefndin tillögur til lausnar Icesave-málsins, sem byggja á samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka á Alþingi.

Fyrir samninganefndinni fer bandaríski lögfræðingurinn Lee Buchheit. Auk hans skipa nefndina Guðmundur Árnason og Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjórar fjármálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis, ásamt Jóhannesi Karli Sveinssyni lögmanni og Lárusi Blöndal lögmanni, sem tilnefndur er af stjórnarandstöðuflokkunum sameiginlega. Þeim til ráðgjafar eru Don Johnston, fyrrverandi framkvæmdastjóri OECD, auk sérfræðinga ráðgjafarfyrirtækisins Hawkpoint og lögfræðistofunnar Ashurst.

Aðilar eru í framhaldi af fundinum að meta stöðuna.

Fjármálaráðuneytinu, 15. febrúar 201

 

Ef einhver man eftir, þá var sú stefna tekin, eftir langa fundi milli formanna stjórnmálaflokkanna, að skipa þessa nýju samninganefnd sameiginlega. 

Hún fór af stað með allt aðra hugmynd, þ.e. að greiðslur til Breta og Hollendinga, myndu fyrst og fremst, byggja á eignum þrotabús Lanfsbanka Íslands.  Að Ísland myndi ekki taka nein ný lán, til að ganga frá Icesave. TIF myndi fá forgang á eignir Landsbanka Íslands, og ef afgangur myndi verða, þá fengju Bretar og Hollendingar að ráða því, hvað væri þá gert við þann afgang.

Þannig, að þ.e. ekki undarlegt, að Sigmundur Davíð, bregðist forviða við. Segi þennan nýja málatilbúnað Breta og Hollendinga, ekki í samræmi við þ.s. hefði verið rætt undanfarna daga. Að auki, er vart að undra, að hann sé ekki heldur, uppnæmur fyrir þeim tillögum.

Sjálfsagt, ætti ekki heldur að koma okkur á óvart, hegðun ríkisstjórnarinnr, þ.e. hugmyndir Breta og Hollendinga, sagðar athyglisverðar - til bóta - að þessi breyting sem í boði er, geti reynst Íslandi hagstæð - síðan er áfram suðaða að klára verði Icesave - að mikil hætta sé fyrir hendi ef lausn Iceave haldi áfram að dragast.

 

Grein Financial Times:

Iceland wins softer repayment terms

 

Sú hugsun sem býr að baki hjá talsmönnum ríkisstjórnarinnar, kemur mjög vel fram, í leyniskjali bandar. sendiráðsins sem lekið var með einhverjum hætti í fjölmiðla

 

LOOKING FOR ALTERNATIVES TO AN ICESAVE REFERENDUM
1. (C) Summary. CDA met with Ministry of Foreign Affairs Permanent
Secretary Einar Gunnarsson and Political Advisor Kristjan Guy Burgess
January 12 to discuss Icesave. After presenting a gloomy picture
of Iceland's future, the two officials asked for U.S. support. They
said that public comments of support from the U.S. or assistance in
getting the issue on the IMF agenda would be very much appreciated. They
further said that they did not want to see the matter go to a national
referendum and that they were exploring other options for resolving the
issue. The British Ambassador told CDA separately that he, as well as the
Ministry of Finance, were also looking at options that would forestall
a referendum. End Summary.

2. (C) CDA met with Permanent Secretary Einar Gunnarsson and Political
Advisor Kristjan Guy Burgess at the Icelandic Ministry of Foreign Affairs
on January 12 for a two hour marathon meeting to discuss Icesave. The
Icelandic officials painted a very gloomy picture for Iceland's
future.
They suggested that the most likely outcome for the country
was that the Icesave issue would fail in a national referendum. Should
that occur, they suggested, Iceland would be back to square one with
the British and the Dutch. The country, however, would be much worse
off because it would have lost international credibility and access to
financial markets.
Gunnarsson suggested that the Icesave issue, if it
continues along its present course, would cause Iceland to default in 2011
when a number of loans become due and could set Iceland back 30 years.


3. (C) The two government officials stressed that Iceland needs
international support. CDA reiterated that the United States was neutral
on this bilateral issue and hoped for a speedy resolution. Moreover,
the U.S. had supported Iceland's position at the last IMF Review and
expected to do so again depending on the circumstances.
Gunnarsson and
Burgess responded that they understood the United States' stated position
of neutrality on the issue; however, they expressed the view that it
was impossible to remain neutral regarding the Icesave matter. Iceland,
they said, was being bullied by two much larger powers and a position
of neutrality was tantamount to watching the bullying take place. They
suggested that a public statement from the U.S. in support of Iceland
would be very helpful. They also felt that U.S. intervention in the
IMF could be of assistance, specifically if it was targeted at getting
Iceland's review placed on the IMF agenda. Gunnarsson acknowledged that
U.S. support during the review was appreciated but, realistically,
the issue would never make it on the agenda unless external pressure
was applied on the IMF.

4. (C) Gunnarsson and Burgess were extremely pessimistic regarding
the national referendum and said that the Government of Iceland was
exploring other options to resolve the Icesave situation
.
They hinted
that renegotiation might be a viable alternative and referenced recent
meetings between the government and the opposition at which this option
was discussed. Everyone could potentially save face, they suggested,
if a new repayment agreement was reached with the British and Dutch that
could possibly include a lower interest rate for the loan.
This solution,
they felt, would be palatable to the Icelandic people and potentially
to the opposition as well.
They did not know, however, whether the
British and Dutch would agree to another round of negotiations. They
also acknowledged that any new agreement would have to be approved in
parliament and, of course, signed by the president.
 
Ég held að eftirfarandi sé áhugaverðast í þessu skjali, þ.e.:
"the Government of Iceland was exploring other options to resolve the Icesave situation"
 
Vandinn hefur verið, og enn er, sú bjargfasta trú ríkisstjórnar liða að allt 
fari til fjandans ef ekki er gengið frá Icesave samkomulagi, skv. því sem Bretar
og Hollendingar vilja - sbr. fullyrðinguna að greiðsluþrot myndi færa Ísland aftur
um 30 ár. 
 
Mér sýnist flest benda til, að sú trú sé heiðarleg, þ.e. hún sé meint
í fúlustu alvöru.
 
Þ.s. mér grunar, er að ríkisstjórnin hafi verið allan tímann, að semja við 
Breta og Hollendinga, án vitneskju hinnar nýju samninganefndar, og sennilega 
komi hið nýja svokallaða útspil Breta og Hollendinga, þeim nákvæmlega ekkert 
á óvart.
 
En hafa ber í huga, að síðan Ólafur Ragnar sagði "Nei" - hafa aðilar innan 
stjórnarflokkanna einmitt verið að tala á þeim nótum, að reyna að fá fram 
hagstæðari samninga um vaxtaþáttinn. 
 
Síðan allt í einu, koma Bretar og Hollendingar, með nýtt útspil 
akkúrat beint að vaxtaþættinum. Ég held, að þarna sé vart um 
tilviljun að ræða. 
 
Það hafi með öðrum orðum, aldrei verið neinn heiðarleiki af hálfu 
stjórnarliða, á þeirra fundum við forystumenn stjórnarandstöðu, í 
umræðum um ný samnings markmið. Þvert á móti, hafi um sjónarspil 
verið að ræða, meðan andstaðan hélt að loks væri verið að hleypa 
þeim að borði, hafi ríkisstjórnin allan tímann verið að ræða við 
Hollendinga og Breta.
 
Það hafi verið viðræðurnar er skiptu máli. Nú er ríkisstjórnin 
sjálfsagt, að reyna að fá forystumenn stjórnarandstöðu, til að sætta
sig  við orðinn hlut, þ.e. að nú hafi þeir fengið að soreyta sig og 
það hafi ekki gengið. Ríkisstjórnin vonist til að þeir sjái ekki í 
gegnum þetta, að ríkisstjórnin hafi verið að vinna allan tímann
gegn nýju saminganefndinni og í reynd, verið á sama tíma að semja 
við Breta og Hollendinga. 
 
Ég vona heitt og innilega, að Sigmundur Davíð og Bjarni Ben.
haldi haus, en eins og sést ef frétt Visi.is er lesin, 
þá leggur Jóhanna höfuðáherslu á að ná samkomulagi við Breta og 
Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Með öðrum orðum, 
plan stjórnarflokkanna er að hún fari ekki fram.
 
Vonar að samkomulag takist fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu
 
En þvert ofan í þ.s. stjórnarliðar halda, þá styrkir þjóðaratkvæðagreiðslan
samningsstöðu Íslands. Einhvern veginn, í sínum kjána gangi, virðast stjórnarliðar
halda hið gangstæða. Þeir virkilega halda að ef samstaða þjóðarinnar gegn samingnum, 
kemur fram að þá versni samingsstaðan. 
 
Þ.e. því algert grundvallar atriði, einmitt, að halda þessa 
þjóðaratkvæðagreiðslu og fá fram skýrt "NEI" frá sem allra 
stærstum meirihluta þjóðarinnar, ásmant sem allra bestri þáttöku
kjósenda, þannig að það fari ekki neitt á milli mála, að þjóðin 
vill ekki þennan samning. 
 
Með slíkt skýrt "NEI" í farteskinu, þá stendur saminganefn Íslands 
miklu mun betur að vígi.
Menn meiga ekki gleyma því, að Evrópusambandið sjálft, leggur ætíð mjög ríka 
áherlsu á, að lýðræðisumbætur séu gerða í þeim löndum, sem æskja inngöngu - 
ef eitthvað þykir á vanta. Sem dæmi fékk Búlgaría á sínum tíma umvandanir 
og þurfti að framkvæma ímsar lagfæringar á sínu stjórnarkerfi. 
 
Þjóðir Evrópu í dag, hafa tilhneygingu til að líta á sig, sem nokkurs konar miðpunkt 
lýðræðis í heiminum. Þetta er þeirra eigin sýn. Þetta er vert að hafa í huga, þ.s. ást á 
lýðræði og lausnum byggðum á lýðræði, á skv. þessu að vera í hávegum. Þetta er einmitt 
ástæðan fyrir því, að Bretar og Hollendingar, vilja semja fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu 
því það liti svo miklu verr út, gagnvart sýn annarra Evrópuþjóðar á þessarri deilu, 
að ef Bretar og Hollendingar hefðu framgöngu um seinna meir, um að leiða hjá sér 
skýra byrtingamynd lýðræðislegs vilja hérlendis - þ.e. átroðslu á lýðræði. 
 
En ríkisstjórnin, er læst inni í einhverju ranghugsanamótívi, þ.s. öllu er snúið á haus. 
Eina leiðin, þ.s. engin leið virðist vera til að koma vit fyrir ríkisstjórnina, er að 
standa fast á móti, eins og umliðið ár, og láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram.
 
Það má alls ekki gerstas, að einhvers konar paník samingi, sé hleypt í gegn, 
fyrir atkvæðagreiðslu. Það myndi vera mjög alvarlegt skot, í okkar eigin 
lappir Íslendinga.
 
Kv. 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Bestu þakkir fyrir frábæra samantekt -

KJÓSUM STRAX - STÖNDUM SAMAN - SEGJUM  NEI NEI NEI

því fleiri sem kjósa núna - því erfiðara fyrir stjórnina að bulla mikið meira.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.2.2010 kl. 10:14

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrst okkur bar ekki gæfa til annars en Qvislinga til að gæta hagsmuna okkar gagnvart Bretum, þá er þrátt fyrir allt okkar dýrmæti tími að vinna með okkur. 

Bretar höfnuðu samningi sem var þeim mjög góður,  svo að það er eingin ástæða til að vera að elta þá frekar, heldur taka saman viturra manna ráð og rök varðandi þetta mál.

ESB og AGS þarf að krefja svara.  Eftir 6 mars þarf að velja til þess fundar menn sem geta staðið uppréttir og þora að horfa framan í viðmælendur sína.

Hrólfur Þ Hraundal, 22.2.2010 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband