Ćtla gerast svo grófur ađ spá stórfelldu hruni Rússlands innan nk. 20 ára! Hrun á skala hruns Sovétríkjanna 1993. Er á ţví Rússland eigi nánast enga mögulega undanleiđ úr ţessu!

Ég rćddi um framtíđ Rússlands međ ţessum hćtti síđast 2014, en ţađ ár hófust átök viđ Rússland um Úkraínu -- ţar sem Pútín sjálfur hóf ţau átök, m.ö.o. ţađ var ekkert vestrćnt samsćri sem hann var ađ berjast viđ, heldur eftir ţví sem ég best sá ţađ ár var ákvörđun Pútíns ađ hefja ţau átök hans algerlega eigin og líklega ákvörđun hans um ađ -- hćtta samvinnu viđ Vesturlönd!
--Pútín ađ sjálfsögđu sem njósnari í A-Ţýskalandi á kalda-stríđs árunum, sem yfirmađur ţá í KGB og ţekkti átök ţess tíma, sem dćmi deiluna um -međal-drćgar-eldflaugar- er var stćrsta deilan á Vesturlöndum á ţeim árum.
--Eftir hrun Sovétríkjanna, kom í ljós -- ađ KGB hafđi ađstođađ svokallađar -friđarhreyfingar- ţess tíma, er börđust gegn svari Vesturvelda á ţeim árum viđ uppbyggingu Sovétríkjanna á ţeirra međal-drćgu eldflaugum, međ ţví ađ setja upp sambćrileg kerfi í V-Evrópu.

Fyrir rest, vart gert samkomulag viđ Sovétríkin ađ báđir ađilar afnćmu sín međal-drćgu-eldflauga-kerfi, en ólíklegt ađ ţađ samkomulag hefđi náđst fram, ef tilraun KGB til ađ hafa áhrif á almennings-álit á Vesturlöndum í gegnum ţađ međ leynd ađ styđja andstöđu-hreyfingar međ fé og stuđningi viđ ţeirra áróđur, hefđi haft sigur.
Pútín hlýtur ađ ţekkja ţau átök mjög vel er áttu sér stađ á 9. áratug 20. aldar.

Hvernig áróđur stjórnar Pútíns hefur veriđ síđan 2014 kemur mér mjög kunnuglega fyrir sjónir, einmitt ţví ég man KGB áróđurinn frá Kalda-stríđinu.

  1. Eiginlega punkturinn er sá, ađ Pútín getur eiginlega ekki - ekki hafa vitađ hver viđbrögđ Vesturlanda mundu verđa, er hann hóf árás-ar-stríđ gegn Úkraínu.
  2. Ţannig ađ ţađ komi vart annađ til greina, en hann hafi ákveđiđ -- ađ slíta stórum hluta tengslin viđ Vesturlönd, fullkomlega vísvitandi.
    --Ályktanir mínar frá 2014 voru ţćr, hann hljóti hafa gert ţetta til ađ verja eigin persónulegu völd.
    --En áróđurs-kennd umrćđa um -flauels-byltingar- gaf vísbendingar taldi ég, um ótta Pútín stjórnarinnar - viđ hugsanleg vaxandi áhrif Vesturlanda innan samfélags Rússlands.

Til varnar eigin völdum - og völdum ţess hóps er stjórnar Rússlandi međ Pútín.
Hafi Pútín tekiđ ţá ákvörđun ađ -- fórna efnahagslegri framtíđ Rússnesks almennings.
--Bendi fólki á ađ kjör í Rússlandi eru ca. 1/3 lćgri í dag, en ţađ ár.

Framreiknuđ efnahagsleg framtíđ Rússlands er hreint beint hrikaleg.
Ţess vegna er ég á ţví ađ Rússland muni hrynja - í annađ sinn.
--Í ţví ljósi mun líklega ákvörđun Pútíns ađ bindast Kína sífellt nánari böndum reynast ákaflega hćttuleg.

Ég varađi viđ ţví 2014 -- ađ náin tengsl viđ Kína vćru eitruđ framtíđar-pylla.
Međan skref fyrir skref vćri Pútín komin á ţá línu, ađ loka á Vesturlönd.
--Ţó svo Pútín dreifi stöđugt áróđri er ásaki Vesturlönd um ţćr lokanir, ţá stafa ţćr alltaf af ákvörđunum sem Pútín hefur tekiđ hvert sinn - sem Pútín getur ţekkingar sinnar á Vestrćnu samfélagi líklegum viđbrögđum ţess - ekki annađ en hafa fyrirfram vitađ hvernig líklega yrđu.
--Ţegar Pútín vísvitandi tekur hverja ákvörđunina eftir annarri, sem heggur í sama knérunn, ţ.e. eykur ósćtti Vesturlanda viđ hans stjórn - vegna ákvarđana sem Pútín hefur tekiđ sem varla getur veriđ ađ hann hafi ekki fyrirfram áttađ sig á ađ mundu auka óvinsćldir hans međal Vesturlanda -- ţá einnig ákveđur hann ađ hleypa Kína nćr.

  1. Máliđ er ađ hin eiginlega hćtta fyrir Rússland er Kína.
  2. Ekki Vesturlönd.

File:Amurrivermap.png

Gamlar athugasemdir:

  • Ađ halla sér ađ Kína getur veriđ leikur ađ eldinum fyrir Rússland.
    Í ţeirri fćrslu, nefni ég ţessar hćttur. Bendi einnig á ađ Rússland stal gríđarlegu landi af Kína á 19. öld. 
    Amúrársvćđiđ var hluti af Kína til 1858, er Rússland ţvingađi fram nýtt samkomulag, međ hótunum um innrásir í Kína veldi Qing keisara ţess tíma.
    Fyrra samkomulag um landamćri 1689: Treaty of Nerchinsk. Ţvingađ samkomulag 1858: Treaty of Aigun.
    Sérhver sá Rússavinur er heldur Kína hafi fyrirgefiđ ţetta, er ákaflega nćívur.
    Kína hefur 10-falda fólksfjölda, samtímis stór svćđi í A-Síberíu afar dreifbýl en samtímis auđug af hráefnum.
    Samtímis er Rússland fjárhagslega miklu mun veikara land.
    Og í efnahagslegri hnignun er mun ágerast hratt á nk. árum - enda í hruni.
  • Veldi Kína í Miđ-Asíu vex hratt, međan eru áhrif Rússlands á hröđu undanhaldi - verđur Rússland leppríki Kína?.
    Ţetta sagđi ég einnig 2014 - setti upp spurningar-merki um, leppríki.
    Ţetta virđist manni nánast - örugg afleiđing Pútín-stefnunnar.
    Ađ Rússland sé ađ ţróast yfir í nokkurs konar -- kínverska nýlendu.
    Ţ.s. eftir ţví sem Rússlandi hnignar hrađar - ţá ráđa kínverskir ađilar meiru innan Rússlands -- fyrir rest verđa Kínverjar fleiri en Rússar á stórum svćđum í A-Síberíu.

    Ef eitthvađ er, eru vísbendingar ađ ţetta sé rétt ályktađ hjá mér 2014 - skýrari í dag.
    --Í athugasemdinni bendi ég ađ auki á ţá stađreynd - ađ ekkert land hafi tapađ meir á vexti veldis Kína, en einmitt Rússland.
    Fyrir 2000 hafi Rússland enn átt Miđ-Asíu, en áratuginn frá 2000-2010 hafi Kína veriđ međ hrađa efnahagslega yfirtöku á ţví svćđi, sbr. međ lagningu gasleiđsla.
    2014 var svo komiđ ađ Kína ţegar keypti nćr alla olíu og nćr allt gas er ţau lönd framleiđa.
    **Áđur fyrr, fór ţađ allt í gegnum Rússland - Rússland tók af ţví toll og grćddi á.
    **Efnahagslegt tjón Rússlands, ég benti á, hlýtur ađ hafa veriđ stórt.
  • Ég hef afskaplega litla trú á ţví ađ bandalag Rússlands og Kína, geti gengiđ upp til langframa.
    Í ţeirri athugasemd, árétta ég ţá punkta enn frekar.
    Ađ ákvörđun Pútíns um bandalag viđ Kína - sé augljóslega strategískt séđ, röng ákvörđun.
    Ţ.s. saga áranna á undan, hafi veriđ hratt undanhald Rússlands á Asíu-svćđinu, samtímis hröđ yfir-taka Kína, er ţíđi tap Rússlands í sérhvert sinn.
    Rökrétt, er Rússland sjálft -- nćsta bráđ Kína.
  • Mér virđist Rússland stefna í ađ verđa "dóminerađ" af Kína.
    Enn aftur tek ég sama punkt í ţessari athugasemd, frá 2014.

Íbúadreifing Rússlands í grófum dráttum eftir svćđum (sjá kort)!

  1. Eins og sést er meginţorri íbúa.
  2. í Evrópuhluta Rússlands.
  3. Međan ađ fólksfj. Rússlands A-megin er tiltölulega mjög lítill, á móti vel yfir milljarđ íbúafjölda Kína.

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/7/74/Russia%27s_population_density_by_region.jpg

Hversu alvarlegt verđur hruniđ framundan fyrir Rússland?

  1. Kína líklega tekur yfir nćr alla Síberíu - hugsanlega alla leiđ upp ađ Úral.
  2. Ég reikna einnig međ ţví - Rússland tapi öllum Múslima-svćđum, vćntanlega viđ hruniđ hefjast uppreisnir á ţeim öllum; og ţćr uppreisnir fái stuđnings Múslima-landa fyrir Sunnan landamćri Rússlands núverandi.
  3. Eftir verđi Evrópu-kjarni Rússlands. Sá hluti, gangi líklega Vesturlöndum á hönd.
    M.ö.o. kjarninn af Rússland, verđi hluti Vesturlanda.
    Landamćri milli Vesturs/Austurs - liggi ca. um Úralfjöll eđa eitthvađ Austan viđ.
    Ţ.s. landamćri Rússlands viđ Kína ţau nýju taki viđ.

Ég reikna međ gríđarlegum ţjóđernis-hreinsunum á Rússum, í ţeim löndum sem Rússland tapar.
Og sá mannfjöldi - verđi hrakinn til ţess er eftir verđur af Rússlandi!
Ţví miđur eru ţjóđernis-hreinsanir sögulega séđ gjarnan afleiđing slíkra hruna!

  1. Ástćđa ţess ađ ég tel hruniđ öruggt nú, er nýleg yfirlýsing ríkisstjórna Bandaríkjanna og Kína um ađgerđir í loftslagsmálum.
  2. Ég geri ráđ fyrir ađ báđar ríkisstjórni -- meini ţađ, ađ stefna ađ helmingun losunar gróđur-húsa-lofttegunda, áriđ 2030.

U.S.-China Joint Statement Addressing the Climate Crisis

Global climate summit: US sets emissions target for 2030; China offers no new commitments

 

Hvađ ţíđir helmingun útblásturs beggja ef ţađ nćst fram 2030?

  1. Viđ skulum gefa okkur, ađ markmiđin náist ekki alveg -- t.d. segjum 30% minnkun.
  2. En jafnvel ţađ er meir en nóg, til ađ tryggja ađ -terminal- lćkkun olíuverđs virkilega hefst á ţessum áratug.

Ţessi 2 lönd eru langsamlega stćrstu hagkerfin í heimi.
Ef ţau minnka verulega útblástur á ţessum áratug.
Ţá er ţađ nóg til ađ leiđa til minnkunnar hnattrćnnar eftirspurnar eftir olíu, líklega.

  • Ţađ ţíđir ađ olíuverđ verđur lćgra 2030 líklega verulega en í dag.
  • Og síđan ađ verđlag olíu haldi síđan áfram árin á eftir ađ lćkka.
  1. Vandinn er ađ Rússland hefur veđjađ allt á olíu.
  2. Ţađ hefur líka hirđin í kringum Pútín.
  3. Allt valdakerfiđ - er á grunni olíutekna.

Ţegar olíutekjurnar ţverra ár hvert - ţá veikist á grundvöllur ár hvert.

  • Rússlands-stjórn hefur ár hvert minni tekjur.
  • Hirđin í kringum Pútín, hefur minni tekjur.
  • Og almenningur ađ auki, hefur minni tekjur.
  1. Snemma á ţessu ári, voru fjölmenn mótmćli.
  2. Kerfiđ í ár reyndist nćgilega sterkt.

En ţegar olíutekjurnar minnka ár eftir ár - ţá einnig hefur rússn. ríkiđ minna fé til ađ borga her og lögreglu, og ađ auki minni peninga til ađ greiđa embćttis-mönnum.

  1. Ţađ rökrétt ţíđir, ađ spilling hérađs-stjórna mun vaxa ár frá ári, eftir ţví sem geta miđstjórnarinnar til ađ hemja hana - hafa eftirlit, minnkar ár frá ári.
  2. Spilling vex ţá alls stađar, m.ö.o. innan stjórnkerfis hérađa og borga, sem og ríkisins sjálfs - innan hers og innan lögreglu.

--Í ţessu samhengi, á ţađ eftir ađ reynast gríđarlega eitrađ, ađ Pútín skuli hafa hleypt gráđugum og samtímis afar auđugum og vaxandi auđugum, kínverskum ađilum ađ kjötkötlunum innan Rússlands.
Ţví eftir ţví sem rússn. ríkinu hnignar, minnkar einnig eftirlit rússn. ríkisins međ ţeim ađilum.
--Undir lok ţessa áratugar, verđa ţeir ađilar líklega nćr fullkomlega eftirlits-lausir, og međ minnkandi eftirlit međ hérađsstjórnum og borgarstjórnum frá Moskvu; ţá eignast ţau fyrirtćki ţćr stjórnir smáma saman hverja eftir annarri.

 

En á endanum, veikist stjórnkerfiđ líklega nćgilega mikiđ til ţess ađ byltingar-ástand og almennt upplausnar-ástand hefst í Rússlandi!

Ţá reikna ég međ ţví ađ sú tilfćrsla landamćra ég tala um - fari fram.
--Nánast eina spurningin sé úr ţessu, hvar landamćrin A-megin verđa akkúrat.

Ég á von á ţví, ađ sú upplausn hefjist einhvern-tíma á nk. áratug.
Ađ ţađ ástand líklega hefjist innan nk. 20 ára!

  1. Ţetta leiđi fram hiđ endanlega hrun Rússlands sem meiriháttar veldis.
  2. Eftir ţađ hćtti Rússland ađ vera -- sjálfstćđ meiriháttar valdamiđja.

Og snúi líklega aldrei aftur til baka sem slík.

 

Niđurstađa

Ađ mínum dómi, voru líklega síđustu forvöđ á ţessu ári, ef byltingin hefđi heppnast. En stjórnkerfiđ stóđst, og ţađ ţíđir ađ dauđ hönd Pútín-ríkisins heldur áfram. Líklega fer valdaklíkan í algera vörn er fjarar út. Beiting harđrćđis/hörku vex. Ţá vaxi hratt hatur innan landsins gegn stjórnvöldum er magni óöld enn frekar er hún loks skellur yfir.

  1. Pútín stjórnin var í reynd aldrei međ efnahagslega sýn fyrir Rússland.
    Ţ.s. gerđist var, 2003 ađ George W. Bush réđst inn í Írak.
    Sem leiddi til olíuverđs yfir 100 dollurum til 2015.
  2. Sú heppni var allt og sumt, m.ö.o. auknar olíutekjur fjármögnuđu öflugan hagvöxt á fyrri hluta fyrsta áratugar ţessarar aldar.
    En undir lok ţess áratugar, var Rússland búiđ ađ hala ţann ávinning allan inn.
    Og ná ţví fram sem ţađ gat náđ fram auk ţessa međ aukningu olíuvinnslu.

Pútín fór aldrei í uppbyggingu sambćrilega viđ Kína, er byggđi upp framleiđslu-hagkerfi.
Ef Pútín hefđi gert ţađ, hefđi Rússland í dag getađ haft mjög mikiđ ađra stöđu.
--Ţ.e. gćti veriđ langsamlega öflugasta land í Evrópu, og nćgilega efnahagslega sterkt til ađ standast sérhverjum snúning.

En Pútín gerđi ţetta ekki - áriđ 2014, má segja hann hafi formlega lokađ á ţann möguleika.
En forseti Kína kom í opinbera heimsókn til Evrópu fyrr ţađ ár, ţá kom fyrsta lestin frá Kína alla leiđ til Ţýskalands -- talađ var fjálglega um nýja verslunar-leiđ.
--En ákvörđun Pútíns um átök viđ Vesturlönd um Úkraínu, lokađi ţeim möguleikum algerlega.

Ég ályktađi ţegar 2014, ađ ţađ vćri greinilega vísvitandi ákvörđun Pútíns.
Skođun mín ţar um hefur ekki breyst síđan.
--Líklega hafi Pútín óttast, ađ vaxandi viđskipti viđ Vesturlönd ásamt fjárfestingum -- mundi leiđa til vaxandi áhrifa Vestrćnnar hugsunar innan Rússlands.

  • Pútín hafi beinlínis valiđ, ađ henda frá -- möguleikum Rússlands ađ verđa mögulega ađ viđskiptamiđju ţarna á milli, ţar á međal - möguleikum á framleiđslu-hagkerfi.
  • Vegna ótta um eigin völd.

En međ ţví vali hafi hann ekki einungis hent frá sér möguleikum Rússa til velmegunar.
Hann sé einnig ađ leiđa fram - nćsta efnahags-hrun Rússlands.
Og ţađ ađ Rússland tapi óskaplegum landsvćđum yfir til - óvinveittra granna í Austri og Suđri.
--Eftir ţađ verđi síđasti möguleiki ţess er eftir verđi af Rússlandi, ađ leita til Vesturlanda.

Ég á von á ađ síđar meir verđi söguleg sýn um Pútín í Rússlandi sú.
Hann muni hafa reynst einn allra lélegasti leiđtogi gervallrar sögu Rússlands.
--En sagan mun stara á risa-hruniđ er bindur enda á alla möguleika Rússlands á ađ vera stórveldi, ađ ákvarđanir Pútíns sjálfs skuli hafa leitt ţađ hrun fram.

  • Söguskođunin verđu ţá sú, hann hafi veriđ algert: disaster.

 

Kv.


Bloggfćrslur 28. apríl 2021

Um bloggiđ

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri fćrslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 516
  • Frá upphafi: 847171

Annađ

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 492
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband