Upphaf gossins í Fragradalsfjalli Reykjanesi sýnir hve erfitt er að spá fyrir gos! Engin leið heldur að spá fyrir lengd goss! Ekki stærra gos á Hawaii eyjum stóð yfir í áratugi!

Ef maður mundi tína saman röksemdir þess að þetta gos gæti orðið langt:

  1. Er sjálfsagt rétt að fyrst nefna, að vikurnar áður en gosið hefst var eins og allir vita virkni á gangi er kvíslaðist fyrst í NV-frá Fagradalsfjalli með stöðugum jarðskjálftum í átt að Keili.
    Síðan stoppaði sá gangur, þá fer annar gangur að kvíslast frá Fagradalsfjalli til SA-einnig með stöðugri jarðskjálftavirkni, sú virkni stóð einnig yfir rúma viku sá gangur stöðvast einnig.
    Þá færist virkni-miðjan aftur í meginfjallið, Fagradalsfjall -- sú virkni varir í um tæpa viku áður en gos hefst. Það sem markar það 3-ja stig, skjálftar smærri - en einnig færri yfir daginn.
    --En flest benti til þess, allan tímann hafi flæði af kviku inn í eldstöðvarkerfið verið svipað, þ.e. svipað vatnsflæði Elliðaár.
    Nú er gos er hafið, virðist flæðið enn ca. það sama, þ.e. flæði Elliðaár.
    --Þ.e. sá stöðugleiki í aðstreymi kviku til kerfisins yfir rúmlega 3ja vikna tímabil ég vísa til, sem hugsanlega vísbendingu 1) að gos gæti varað nokkurn tíma.
  2. Síðan eru þekkt gos er voru ekki stór per dag sem þó náðu að standa yfir árum saman!
    --Svipað stórt gos per dag í fjallinu, Kilauea Hawaii, stóð yfir frá janúar 1983 - sept. 2018. Lengsta samfellda gos sem vísindin hafa fylgst með!
    --Surtseyjar gos hefst líklega 13. nóv. 1963 talið lokið 5. júní 1967 -- það gos var aldrei risa stórt; en ég er ekki viss nákvæmlega hversu stórt samaborið við núverandi. Heildar-rúmmál þess goss, deilist auðvitað á öll árin sem það stóð yfir, þannig að dag fyrir dag var það líklega aldrei mjög stórt.
  3. Á Íslandi eru til nokkrar dyngjur sem taldar eru myndaðar eftir gos er stóðu mörg ár, þ.e. myndast af gríðarlega mörgum hraunlögum - slíkt gos þarf ekki vera mjög stórt per dag - einungis að vera nægilega stöðugt nægilega lengi - til að senda frá sér stöðugt nýtt lag af efni yfir eldstöðina er þá smám saman hleðst upp skref fyrir skref hærra.
    --Ef um er að ræða langt hraun-gos, endar eldstöðin hugsanlega sem dyngja.
    --Ef dyngju-gos er samt smátt per dag, þá þurfa hraunin ekki endilega að streyma langar leiðir, enda þarf hraun að glíma við storknun/kólnun - það kólnar/storknar að ofan, en einnig í endann -- sem kannski þíðir að sennilegra væri frekar að stöðin ítrekað sendi frá sér nýtt hraunlag ofan á, þannig að hraunin á endanum yrðu þikk, en ekki endilega að þau næðu mjög langar leiðir frá eldstöðinni.
  4. Þetta eru auðvitað einungis vangaveltur - en á grunni þeirrar þekkingar ég hef.
    Vísindin á Íslandi hafa aldrei séð dyngjugos - nema hugsanlega Surtseyjar-gos hafi orðið dyngja ef það hefði orðið á landi.

Ég er alls ekki að spá því að gosið verði langt.
Einungis að benda á það sem möguleika!

Eiginlega að segja, allt sé opið er kemur að spurningu um lengd goss.

Bæti þessari áhugaverðu frétt við: Hugsanlegt að hrauntjörn myndist í dalnum.

 

Fjórar myndir!
Mynd tekin 20/3/2021

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/eldgos1.jpg

Mynd tekin 21/3/2021

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/eldgos2.jpg

Mynd tekin 22/3/2021 - greinilega fullt af eldgosamóðu í dalnum!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/eldgos3.jpg

Mynd tekin 23/3/2021 - mikil eldgosamóða!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/elgos4.jpg

 

Mjög áhugavert að gos komi í Fagradalsfjalli!

Vísindavefurinn: Hvað getið þið sagt mér um eldvirkni á Reykjanesskaga?

Myndin er sókt á Vísindavefinn!

  1. Sannarlega er það rétt að ekki hafi gosið á landi á Reykjanesskaga síðan 1240.
    En það eiginlega nær ekki alveg yfir - hversu merkilegt Fagradalsfjallsgosið er.
  2. Málið er, að þetta kerfi hefur ekki gosið í heil 6.000 ár.

Yngsta eldstöðin í kerfinu þar á undan er -- Keilir.
Keilir er einmitt u.þ.b. 6000 ára.

  • Punkturinn er auðvitað sá, að við höfum eiginlega enga hugmynd um það hvernig þetta eldstöðva-kerfi hagar sér.

Við heyrðum öll vísindamenn benda á hversu tiltölulega lítil þau hraungos voru er komu upp á Reykjanesi í jarðeldum er stóðu frá miðri 12. öld fram til 1240.
--Sem auðvitað er engin ástæða til að véfengja.

Það sem ég bendi á, að það sé hugsanlega opin spurning hvort sá samanburður.
Gefi raunverulega vísbendingu um hegðan kerfis, sem hafði enga sýnilega virkni þetta lengi!

Mynd af Fagradalsfjalli sjálfu!

 

Niðurstaða

Það að nú skuli gjósa í eldstöðva-kerfi sem ekki hefur gosið úr í 6000 ár. Eiginlega segir manni að við á Íslandi getum ekki afskrifað nokkra eldstöð á Íslandi sem er nokkurs staðar nærri því rekhryggjakerfi er liggur í gegnum landið.
Hengillinn sem dæmi hefur ekki gosið í langan tíma, en er alveg örugglega virkur.

Nýja gosið í Fagradalsfjalli þó lítið - virðist stöðugt, auk þessa auðsýna sambærilegt flæði ca. rennsli Elliða-ár og jarðfræðingar töldu sig greina samfellt rúmar 3-vikur á undan er virkni var í gangi er orsakaði gríðarlegan fjölda jarðskjálfta.
Að heildar-kviku flæði sé enn það sama og talið var vera vikurnar 3-á undan, gæti verið vísbending þess að þetta gos gæti ef út í það er farið hugsanlega staðið í langan tíma.

Að sjálfsögðu er allt opið þar um, ef núverandi gosrás lokast en kvikuaðsteymi héldist enn þarna undir, gæti gosið þá hugsanlega færst m.ö.o. opnast á öðrum stað dögum jafnvel vikum síðar.
Eða að gosið einfaldlega viðhelst þarna, vikum - mánuðum - jafnvel árum saman.

Ef það yrði mjög langt, gæti það alveg fyllt upp þann dal þ.e. nú statt í, og hraun farið að flæða út fyrir -- hinn bóginn ef framleiðsla gossins væri áfram lítil per dag, ef maður hefur í huga að kvika kólnar stöðugt um leið og hún hefur yfirgefið gig - þá þarf ekki vera að hraun geti runnið langan veg út af kólnun.
Kannski mundi frekar hlaðast upp sirpa af endurteknum hraunlögum ofan á nokkurn veginn sömu hraunin.

Þetta á auðvitað allt eftir að koma í ljós, en síðast sviðsmyndin væri þá sennilega svokallað -- dyngjugos. Að gosrásin endaði fyrir rest sem dyngja. En hraunin frá henni yrði í þykkum bunka hraun ofan á hrauni ofan á hrauni.

 

Kv.


Bloggfærslur 21. mars 2021

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 437
  • Frá upphafi: 847084

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 414
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband