Efa að reglugerð Dómsmálaráðherra Íslands - um launalausa þegnskilduvinnu standist stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands!

Þau rök sem ég hef heyrt tínd til er að þegar fellur snjóflóð sé fólk skildugt að aðstoða - þegar fólk kemur á slysstað á það að aðstoða ef þess er klárlega þörf til að bjarga mannslífi.
Hinn bóginn, er til staðar í stjórnarskránni afar skírt orðað ákvæði sem bannar nauðungavinnu!

68. gr.
[Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.] 1)

Nauðungavinna - er auðvitað þegar menn eru þvingaðir til að vinna án launa!

Á móti má tína til mun almennara orðað ákvæði stjórnarskrár, gr. 75.

75. gr.
[Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.
Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.
Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.] 1)

  • Hvergi segir þar að þvinga megi aðila að vinna án launa!
  • Á sama tíma bannar 68. gr. klárlega nauðungavinnu.

Vissulega er mikið um að fólk mæti í sjálfboðavinnu til aðstoðar - en punkturinn þar um er að það er sjálfboðaliðastarf -- ekki skv. lögþvingun.

Reglugerð Áslaugar Örnu: REGLUR um starfsskyldu samkvæmt VII. kafla laga nr. 82/2008 um almannavarnir

Ákvæðin sem vekur athygli eru auðvitað eftirfarandi.

1. gr.
Á neyðarstigi almannavarna er það borgaraleg skylda manna sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna, án endurgjalds, starfi í hjálparliði almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglu­stjóra...

6. gr. Á neyðarstigi almannavarna getur lögreglustjóri kvatt hvern fullorðinn mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds. Á neyðarstigi almannavarna má sá sem kvaddur hefur verið til tafarlausrar aðstoðar í þágu almanna­varna ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra eða þess er hann til­nefnir. Ríkislögreglustjóri hefur ákvörðunarvald um flutning þeirra manna sem kvaddir hafa verið til tafar­lausrar aðstoðar í þágu almannavarna. Ef fjöldi manns eða hjálparlið er flutt á milli umdæma skal haft samráð við lögreglustjóra og almannavarnanefnd.

Það sem vekur athygli er:

  1. Launalaus þegnskilduvinna.
  2. Að engin tímatakmörk eru tekin fram - engin.
  3. Einungis talað um skv. ákvörðun lögreglustjórna að höfðu samráði - í samræmi við skilgreint neyðarástand.

En að öllu öðru sjáanlegu er þetta algerlega opið.

  • Ég átta mig á að fólki ber að aðstoða á slysstað!
  • Að fólk á að aðstoða t.d. ef skellur á snjóflóð - þegar líf liggur við.

 

Hinn bóginn er COVID-19 ekki algerlega sambærilegur atburður á við snjóflóð eða klassískar náttúruhamfarir!

  1. Vitum við ekki hve langan tíma þessi - vinna mundi taka, enda geta vandræðin vegna COVID-19 staðið mánuðum saman.
  2. Það er eitt að bjarga fólki sem er í yfirvofandi lífshættu - í brjálaðri vinnu í einn eða tvo sólarhringa.
    Töluvert langt er gengið ef fólk ætti að vinna mánuðum saman án launa.
  3. En ég sé engin skýrari ákvæði önnur en að lögreglustjóri ákveði -- skiptingu starfskvaðar, hvernig henni sé skipt réttlátlega.

Hvergi stendur að ég fæ séð - hve lengi má kveðja fólk til slíkrar launalausrar vinnu.
Síðan virðist það afar opið - til hverra hluta má þvinga fólk til að vinna!
Greinilega virðist lögreglustjóri ákveða hvað telst réttlát skipting vinnu.

Bendi fólki á að það á alltaf að gæta að möguleika þess reglum sé misbeitt -- ekki reikna með því að allir sem hugsanlega lenda í að beita reglu, að sjálfsögðu beiti henni alltaf sanngjarnt.
Það þarf því að passa að ákvæði séu ekki loðin - mörk séu skír.

5. gr.
Hjálparlið almannavarna skal m.a. aðstoða við eftirtalin verkefni: eldvarnir, björgun og sjúkra­flutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, lög­gæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf.

Nokkrir þættir tengjast bersýnilega klassískum náttúru-hamförum.
En félagslegt hjálparstarf -- virðist mér ákaflega loðið hugtak.

Það getur verið það loðið hugtak að unnt væri að misnota það hugsanlega.

  1. Þegar engin tíma-takmörk eru skilgreind!
  2. Þegar heimildir til þess hvenær má beita þessu eru ekki vel skilgreindar.

Virðist mér þetta líklega rekast á 68. gr. stjórnarskrár -- er bannar nauðungarvinnu.
Það hljóta vera takmörk við því hve langt er hægt að teygja og toga -- almenna borgaraskildu til að aðstoða á slysstað eða í náttúruhamförum.
--Gegn algerlega skýru ákvæði er bannar án undantekninga nauðungavinnu!

 

 

Niðurstaða

Mér þætti áhugavert að heyra raddir þeirra sem hafa sjónarmið í þessu máli. Ég átta mig á að erfiðir tímar eru í gangi. Hinn bóginn þá á erfiðum tímum þarf einnig að gæta að þegnréttindum eins og á öðrum tímum -- þegnréttindi gjarnan geta komist undir álag þegar tímar eru erfiðir. Þess vegna eru stjórnarskrár hafðar þannig að tímafrekt sé að breyta þeim, svo menn gleymi sér ekki einmitt á erfiðum tímum og þinni út almenn borgararéttindi.

Algerlega skýrt orðað ákvæði 68 er bannar nauðungavinnu.
Almennt orðað heimildaákvæði í gr. 75 heimilar óskilgreindar takmarkanir á vinnurétti.

Það verður samt sem áður að gæta að hinu afar skírt orðaða ákvæði 68. gr. er bannar algerlega án þess nokkrar undantekningar séu nefndar -- nauðungarvinnu.

Mér virðist það a.m.k. geta höggvið mjög nærri því að vera nauðungarvinna skv. því banni -- þegar menn eru kvaddir launalaust til að vinna að vandræðum sem vitað er að geta staðið yfir mánuðum saman hugsanlega svo lengi sem hálft ár.
--Varhugavert virðist mér að engin tímamörk eru skilgreind um það hve lengi hvern og einn má þvinga skv. ofannefndri reglugerð.

  • Vandamálin mætti einfaldlega leysa með orðalagsbreytingum.
  1. Hafa vinnuna launaða - t.d. í styrrjöldum er löng hefð fyrir þvingaðri vinnu þ.e. herkvaðningu, en þá eru alltaf greidd laun.
  2. Og hafa einhver skír skilgreind tímamörk.
    Þau virðast ekki til staðar eins og reglugerðin lítur nú út.

Mig grunar að möguleiki sé á því að einhver láti reyna á málið fyrir dómi.
Ef reglugerðin er ekki lagfærð til að draga verulega úr möguleika þess hún brjóti 68. gr.

 

Kv.


Trump alvarlega pælir í að innleiða - þyrlupeninga, m.ö.o. að senda almenningi innan Bandaríkjanna peninga að gjöf!

Mér skilst að þessi hugmynd sé upphaflega komin frá Demókrötum, hinn bóginn hafi Trump á síðustu dögum fyllst áhuga á henni -- það áhugaverða er að þetta gæti verið það nákvæmlega rétta, einmitt í þeirri stöðu sem nú er til staðar!
Ef Trump gerir þetta, gæti hann hugsanlega -- innsiglað nær öruggt endurkjör.

Spurning hvort þetta verði Trump nk. haust?

Image result for trump triumphant image

Mig grunar að COVID-19 sé krísa af slíkri stærð, að rétt viðbrögð við henni geti ráðið úrslitum! Hitt gildi einnig, röng viðbrögð mundu einnig gera það!
--Ég auðvitað vísa til upplyfunar almennings!

M.ö.o. slík geti áhrif þessa atburðar verið sem COVID-19 sé.
Að ánægja almennings með viðbrögð stjórnvalda - geti innsiglað sigur ríkjandi forseta.
Og sama gildi á móti, vaxandi óánægja mundi grafa hratt undan sigurmöguleikum.

Ástæðan sé sú að COVID-19 sé form af krísu sem allur almenningur upplyfi.
Krísur af þeirri stærðargráðu séu sjaldgæfar!

White House warms to showering US with ‘helicopter money’

Treasury department proposal ... the disbursements would happen in two stages, on April 6 and May 18, each worth $250bn, with the precise amount varying depending on income and family size.

Það atriði gæti orðið umdeilt.

  1. Augljóslega sanngjarnt að miða út frá fjölskyldustærð.
  2. En láta þá sem hafa hærri tekjur fá meira, gæti valdið deilum.

Hinn bóginn, virðist sjálft prinsippið rökrétt við núverandi aðstæður.

  1. Málið er, ef settar eru harðar lokanir sem sums staðar nú tíðkast - þ.e. lokanir er jaðra við útgöngubann.
  2. Getur fólk ekki unnið - því ekki borgað af lánum, né af leigu - jafnvel gæti það lent í vandræðum með að eiga fyrir mat.

Ef ástandið er slíkt - nú veit ég ekki hversu alvarleg dreifing COVID-19 er innan Bandaríkjanna - að líkur eru vaxandi á víðtækum lokunum, hugsanlega jafnvel víða.
Þá gætu þyrlupeningar hreinlega verið nauðsynleg björgunar-aðgerð.

Upplyfun almennings er byggju við slíkar aðstæður - að fá peninga að gjöf.
Mundi rökrétt vera þakklát - en einnig sterk.

Yfir 9.000 Bandaríkjamenn virðast staðfestir sýktir skv. tölum í gærkveldi.

Það er mikil fjölgun samanborið við tölur sl. viku - er einungis 433 höfðu verið greindir sýktir.
--Greinilega hefur prófunum fjölgað síðan neyðaráætlun ríkisstjórnar Bandaríkjanna var kynnt föstudaginn í sl. viku.

Kannski eru sýktir miklu fleiri -- eða kannski er það óttinn að þeir séu það.
Sem rekur eftir ríkisstjórninni -- að koma fram með djarfar hugmyndir.

 

Niðurstaða

Ef Trump dreifir þyrlupeningum gæti ég farið að trúa því sem fylgismenn hans hafa staðfast haldið á lofti, að Trump nái endurkjöri nk. haust. En í nákvæmilega þeirri stöðu, að COVID-19 neyðarástand ríki, sérstaklega ef lokanir eru víða, grunar mig að slík aðgerð mundi mælast mjög vel fyrir meðal almennings. Vera því - atkvæðahvetjandi.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. mars 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 847451

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 272
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband