Efa að reglugerð Dómsmálaráðherra Íslands - um launalausa þegnskilduvinnu standist stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands!

Þau rök sem ég hef heyrt tínd til er að þegar fellur snjóflóð sé fólk skildugt að aðstoða - þegar fólk kemur á slysstað á það að aðstoða ef þess er klárlega þörf til að bjarga mannslífi.
Hinn bóginn, er til staðar í stjórnarskránni afar skírt orðað ákvæði sem bannar nauðungavinnu!

68. gr.
[Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.] 1)

Nauðungavinna - er auðvitað þegar menn eru þvingaðir til að vinna án launa!

Á móti má tína til mun almennara orðað ákvæði stjórnarskrár, gr. 75.

75. gr.
[Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.
Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.
Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.] 1)

  • Hvergi segir þar að þvinga megi aðila að vinna án launa!
  • Á sama tíma bannar 68. gr. klárlega nauðungavinnu.

Vissulega er mikið um að fólk mæti í sjálfboðavinnu til aðstoðar - en punkturinn þar um er að það er sjálfboðaliðastarf -- ekki skv. lögþvingun.

Reglugerð Áslaugar Örnu: REGLUR um starfsskyldu samkvæmt VII. kafla laga nr. 82/2008 um almannavarnir

Ákvæðin sem vekur athygli eru auðvitað eftirfarandi.

1. gr.
Á neyðarstigi almannavarna er það borgaraleg skylda manna sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna, án endurgjalds, starfi í hjálparliði almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglu­stjóra...

6. gr. Á neyðarstigi almannavarna getur lögreglustjóri kvatt hvern fullorðinn mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds. Á neyðarstigi almannavarna má sá sem kvaddur hefur verið til tafarlausrar aðstoðar í þágu almanna­varna ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra eða þess er hann til­nefnir. Ríkislögreglustjóri hefur ákvörðunarvald um flutning þeirra manna sem kvaddir hafa verið til tafar­lausrar aðstoðar í þágu almannavarna. Ef fjöldi manns eða hjálparlið er flutt á milli umdæma skal haft samráð við lögreglustjóra og almannavarnanefnd.

Það sem vekur athygli er:

  1. Launalaus þegnskilduvinna.
  2. Að engin tímatakmörk eru tekin fram - engin.
  3. Einungis talað um skv. ákvörðun lögreglustjórna að höfðu samráði - í samræmi við skilgreint neyðarástand.

En að öllu öðru sjáanlegu er þetta algerlega opið.

  • Ég átta mig á að fólki ber að aðstoða á slysstað!
  • Að fólk á að aðstoða t.d. ef skellur á snjóflóð - þegar líf liggur við.

 

Hinn bóginn er COVID-19 ekki algerlega sambærilegur atburður á við snjóflóð eða klassískar náttúruhamfarir!

  1. Vitum við ekki hve langan tíma þessi - vinna mundi taka, enda geta vandræðin vegna COVID-19 staðið mánuðum saman.
  2. Það er eitt að bjarga fólki sem er í yfirvofandi lífshættu - í brjálaðri vinnu í einn eða tvo sólarhringa.
    Töluvert langt er gengið ef fólk ætti að vinna mánuðum saman án launa.
  3. En ég sé engin skýrari ákvæði önnur en að lögreglustjóri ákveði -- skiptingu starfskvaðar, hvernig henni sé skipt réttlátlega.

Hvergi stendur að ég fæ séð - hve lengi má kveðja fólk til slíkrar launalausrar vinnu.
Síðan virðist það afar opið - til hverra hluta má þvinga fólk til að vinna!
Greinilega virðist lögreglustjóri ákveða hvað telst réttlát skipting vinnu.

Bendi fólki á að það á alltaf að gæta að möguleika þess reglum sé misbeitt -- ekki reikna með því að allir sem hugsanlega lenda í að beita reglu, að sjálfsögðu beiti henni alltaf sanngjarnt.
Það þarf því að passa að ákvæði séu ekki loðin - mörk séu skír.

5. gr.
Hjálparlið almannavarna skal m.a. aðstoða við eftirtalin verkefni: eldvarnir, björgun og sjúkra­flutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, lög­gæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf.

Nokkrir þættir tengjast bersýnilega klassískum náttúru-hamförum.
En félagslegt hjálparstarf -- virðist mér ákaflega loðið hugtak.

Það getur verið það loðið hugtak að unnt væri að misnota það hugsanlega.

  1. Þegar engin tíma-takmörk eru skilgreind!
  2. Þegar heimildir til þess hvenær má beita þessu eru ekki vel skilgreindar.

Virðist mér þetta líklega rekast á 68. gr. stjórnarskrár -- er bannar nauðungarvinnu.
Það hljóta vera takmörk við því hve langt er hægt að teygja og toga -- almenna borgaraskildu til að aðstoða á slysstað eða í náttúruhamförum.
--Gegn algerlega skýru ákvæði er bannar án undantekninga nauðungavinnu!

 

 

Niðurstaða

Mér þætti áhugavert að heyra raddir þeirra sem hafa sjónarmið í þessu máli. Ég átta mig á að erfiðir tímar eru í gangi. Hinn bóginn þá á erfiðum tímum þarf einnig að gæta að þegnréttindum eins og á öðrum tímum -- þegnréttindi gjarnan geta komist undir álag þegar tímar eru erfiðir. Þess vegna eru stjórnarskrár hafðar þannig að tímafrekt sé að breyta þeim, svo menn gleymi sér ekki einmitt á erfiðum tímum og þinni út almenn borgararéttindi.

Algerlega skýrt orðað ákvæði 68 er bannar nauðungavinnu.
Almennt orðað heimildaákvæði í gr. 75 heimilar óskilgreindar takmarkanir á vinnurétti.

Það verður samt sem áður að gæta að hinu afar skírt orðaða ákvæði 68. gr. er bannar algerlega án þess nokkrar undantekningar séu nefndar -- nauðungarvinnu.

Mér virðist það a.m.k. geta höggvið mjög nærri því að vera nauðungarvinna skv. því banni -- þegar menn eru kvaddir launalaust til að vinna að vandræðum sem vitað er að geta staðið yfir mánuðum saman hugsanlega svo lengi sem hálft ár.
--Varhugavert virðist mér að engin tímamörk eru skilgreind um það hve lengi hvern og einn má þvinga skv. ofannefndri reglugerð.

  • Vandamálin mætti einfaldlega leysa með orðalagsbreytingum.
  1. Hafa vinnuna launaða - t.d. í styrrjöldum er löng hefð fyrir þvingaðri vinnu þ.e. herkvaðningu, en þá eru alltaf greidd laun.
  2. Og hafa einhver skír skilgreind tímamörk.
    Þau virðast ekki til staðar eins og reglugerðin lítur nú út.

Mig grunar að möguleiki sé á því að einhver láti reyna á málið fyrir dómi.
Ef reglugerðin er ekki lagfærð til að draga verulega úr möguleika þess hún brjóti 68. gr.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tekið af feisbúkk: "gétur varla staðist stjórnarskrá . hvar er frjálshyggjufélagið núna að vinna ókeipis er brot að keníngum freedmans ef skortur er á fólki á ríkið ekki að borga meira fyrir til að vinna upp skortinn. senilegar er sjálfstæðisflokkurinn bara blár á sunnudögum annars rauður"

Þarna áttu þér hauk í horni greinilega.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.3.2020 kl. 19:57

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Sammála, að mörgu leiti. En ekki er hægt að krefja af hverjum manni, að gera slíkt sem um ræðir.  Hér er um að ræða, erlendis, fólk sem hefur gengið herþjónustu og að því loknu tilheyra "the reserves", sem síðan er hægt að kalla fram til að þjóna á neyðarstundu.

1. Þá þarf að hafa einhvern her á Íslandi.

2. Slík eru engin til staðar, en hér þarf einhvers konar her á landinu, sem getur þjónað bæði í friði og stríði. Taka á öll vopn úr höndum lögreglunar, og leggja í hendur sérstakrar hersveitar.

Örn Einar Hansen, 19.3.2020 kl. 20:07

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, vissulega er venja að þeir er hafa gegnt herþjónustu séu einhverskonar varalið er má kveða þá í herinn skv. þeim erlendu fyrirmyndum ef hætta steðjar að - hinn bóginn er herþjónusta alltaf launuð, er algerlega gegnt allri venju - að kveðja í her síðan ætlast til þess að hermennirnir væru ánægðir með að gegna herþjónustunni án launa. Það væri mín vegna fínt að beita þeim fordæmum -- þannig að það eitt að vera skilgreindir í það hlutverk að geta verið látnir vinna skv. neyðar-reglu leiði ekki til launa, en sérhvert sinn er þeir eru raunverulega hvattir til fullrar vinnu skv. kvaðningu -- væri sú fulla vinna launuð, m.ö.o. ekki ætlast til að eftir að viðkomandi hefur verið kvaddur til og gegnir fullum neyðarstörfum skv. kvaðningu - ótímabundið þar til neyðarástand er ekki lengur fyrir hendi, að sá gegni þeim fullu störfum án launa. Ekki síst þetta sem ég fetti fingur út í - bendi á gr. 68. að kvaðning til fullrar ótímabundinnar vinnu í krísuástand sem full óvissa væri hve lengi mundi standa; gangi ekki á því formi sem talað er um í þeirri reglugerð - þ.e. ætlast til þess að slík ótímabundin vinna sé án laun. Á erfitt með að sjá annað að eins og þetta er nú sett upp -- sé líklega um að ræða stjórnarskrárbrot nánar tiltekið brot á gr. 68.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.3.2020 kl. 21:40

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það vill svo til að árið 1916 fór fram ein af aðeins átta þjóðaratkvæðagreiðslum, sem haldnar hafa verið á Íslandi í 110 ár, og hún fjallaði einmitt um lagafrumvarp um þegnskylduvinnu. 

En ferskeytla mun hafa ráðið miklu um úrslitum, en hún var svona: 

Ó, hve margur yrði sæll

og elska myndi landið heitt

mætti´hann vera í mánuð þræll

og moka skít fyrir ekki neitt. 

Þetta var dálítið margslungin vísa, gert ansi lítið úr þegnskylduvinnunni í orðunum að "moka skít", en líka minnst á það að aðeins yrði um einn mánuð að ræða. 

Hvað um það, úrslitin urðu afdráttarlaus:  8% voru fylgjandi en 92% andvígir. 

Ómar Ragnarsson, 20.3.2020 kl. 21:02

5 Smámynd: Örn Einar Hansen

Fullkomlega sammála í þessu sambandi. Sjálfur hef ég verið í heimavarnarliðinu og veit vel að við erum launaðir fyrir þá þjónustu sem við unnum. Það er alveg sjálfsagt að menn fái vel launað, fyrir áhættustörf.

Örn Einar Hansen, 20.3.2020 kl. 22:59

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Ragnarsson, mjög góð vísa - séð hana áður en vissi ekki í hvaða samhengi hún var ort. Stundum endurtekur sagan sig a.m.k. rímar eins og Dickens sagði.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.3.2020 kl. 23:30

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen,  akkúrat áhættustörf og sannarlega áhættustarf um að ræða - eiga vera launuð tvímælalaust.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.3.2020 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 808
  • Frá upphafi: 846636

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 744
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband