Trump tekst ekki að tryggja væna eftirgjöf Japans í viðskiptadeilu við heimsókn Shinzo Abe í Hvítahúsið

Landbúnaðarmál eru Donald Trump greinilega kær, enda fjölmennur kjósendahópur hans í miðfylkjum Bandaríkjanna, svokölluðu - landbúnaðarbelti. 
--Eins og flestir ættu að vita sem hafa verið að fylgjast með viðskiptadeilum Trumps við nokkurn fjölda annarra þjóða, þá viðhefur Trump það bragð -- að leggja fram hótanir um tolla.
--Gegn því að láta ekki verða af þeirri hótun eða þeim hótunum, ætlast hann til að verða veitt eftirgjöf.

Eins og fólk ætti að muna, þá lofaði hann því í kosningabaráttunni 2016, að semja að nýju við helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna - fullyrti hann þá gildandi samninga ósanngjarna, að viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna hefðu árum saman verið að - græða á Bandaríkjunum.
--Eins og gefur að skilja eru langt í frá allir sammála þessu um ósanngjarna samninga.

Trump ætlast beinlínis til þess - að þær þjóðir sem hann beitir þrýstingi, sættist á lakari samninga fyrir sig en áður.
--Rökrétt, eru menn tregir til þess, að samþykkja lakari kjör en fram til þessa.

Image result for abe trump

Rétt að taka fram, að Shinzo Abe stendur frammi fyrir kosningum á þessu ári, eins og Trump þarf hann að tala til sinna kjósenda -- það áhugaverða er, að einnig líkt Trump, er Abe frekar þjóðernis-sinnaður, í vissri kaldhæðni þíðir það - að vegna þess að um sumt er bakgrunnur stefnu Abe og Trumps líkur, á Abe enn erfiðar en hugsanlega ella, að gefa eftir.
--Abe eins og Trump, byggir á þjóðernis-sinnuðu fylgi a.m.k. að einhverju verulegu leiti.

Kjósendur Abe eru því einmitt að segja við Abe -- stattu fast!
Svipað því að Trump hefur kjósendur -- sem heimta hann standi við stóru orðin.

Japan refuses to give greater access to US farmers

Eitt vandamál á ráði Trumps, einmitt vegna þess að hann hefur í nokkrum fjölda skipta vent um kúrs í óskildum málum - þá hefur hann skapað sjálfur óvissu um það, að hvaða marki aðrar þjóðir geta treyst því - hann sjálfur mundi standa við undirritaða samninga.

Bendi á, hann hóf sjálfur deilurnar um viðskipti með því að leggja fram kröfur.
Og síðan samhliða þeim kröfum að leggja fram hótanir um tolla, og leggja á tolla.
--Aðrar þjóðir hljóta að velta því fyrir sér, mundi hann endurtaka leikinn síðar, eftir að samningur hefur verið undirritaður og eftirgjöf veitt - í von um enn frekari eftirgjöf?

Trump talar um það - eins og það sé kostur - að enginn geti reiknað hann út.
En eins og ég þarna bendi á - þá er óvissan um það hvað hann gerir - einnig hugsanlega fjötur um fót, því ef menn vita ekki hvað hann gerir - hvernig geta menn þá treyst honum?

Trump þarf einnig að sannfæra aðra -- að óvissan gildi ekki lengur, eftir að samningur hefur verið gerður. Annars gæti hann átt í erfiðleikum með -- að fá fram samning í fyrsta lagi.

  1. Fyrir fundinn við Abe, hafði Trump vonast eftir snöggum samningi.
  2. En að sögn erlendra fjölmiðla, bauð Trump á fundinum Abe - enga eftirgjöf, ekkert skírt loforð um að hætt yrði við - hótanir um tolla.
  3. En meðan að Robert Lighthizer ætlast til þess, að Abe lofaði strax - bættum aðgangi fyrir bandar. landbúnaðarvörur, án þess að fá að því er virðist nokkuð á móti.

Rétt að taka fram, Japan hefur verið ákaflega lokað þegar kemur að landbúnaði, með enn hærri ef e-h er, verndartollmúra fyrir eigin landbúnað en Kanada eða Evrópa.

Japan vill að Trump slái af álagða toll á stál og ál, auk þess að falla frá hótunum um háa tolla á bifeiða-innflutning - auk þess að Japan æskir þess að Bandaríkin felli niður háa verndar-tolla sem þau hafa lengi viðhaft, á léttum trukkum.

--M.ö.o. virðist fátt benda til snöggra samninga.
--Varðandi samninga við ESB, hafa fréttir verið litlar sem engar - þær litlu er hafa borist benda til algerrar pattstöðu í samningum.

Það virðist sem svo, að Japan og ESB - hafni aðferð Trumps, m.ö.o. vilja að Trump felli niður tollhótanir og þegar álagða tolla, ætlist til þess að Bandaríkin veiti eftirgjöf á móti þess fyrir utan - eins og álagðir tollar ásamt hótuðum tollum væru ekki til.

  • Ég persónulega efa það verði af samningum - nema Trump taki ákvörðun um stóra eftirgjöf, eiginlega það - að slá hótanirnar af, ásamt þegar álögðum tollum.
  • Síðan væri samið út frá þeirri stöðu er til staðar var, við upphaf forsetatíðar hans.

Ég held nefnilega að - valdastaða Bandaríkjanna sé ekki lengur sú sem Trump aldist upp við er hann var yngri - stórar þjóðir úti í heimi hafi í dag aðra valkosti, þær hafi efni á að segja -Nei- eða þæfa málin þangað til að Trump sjálfur, þarf alvarlega að íhuga eftirgjöf eða hugsanlega fá nákvæmlega ekki neitt fram.

 

Niðurstaða

Með vissum hætti virðist mér forsetatíð Trumps mæling á raunverulegum mætti Bandaríkjanna ekki síður en forsetatíð George W. Bush -- Trump hefur þó annan fókus á, America first, en Bush. 

En eins og Bush, virðist mér Trump vera að hnjóta um - takmarkanir valds/áhrifa Bandaríkjanna - þ.e. að hvort tveggja sé ekki eins mikið, og ríkisstjórnin í Washington ímyndar sér.

Mér virðist m.ö.o. að ríkisstjórn Trumps ekki ósvipað ríkisstjórn Bush, sé í ákveðinni - aðlögunar-kreppu, þegar hún rekst á það að heimurinn - sveiflast ekki lengur í takt við vilja eða óskir Bandaríkjanna og hann hugsanlega gerði einhverjum ónefndum árum fyrr.

--Bush ætlaði sér með aðgerðum sínum, að sanna styrk Bandaríkjanna svo eftir væri tekið, en þess í stað sýndi hann fram á veikleika þeirra - að sumt sé þeim um megn.
--Mig grunar, að tilraunir Trumps til þess - að semja aftur, fá fjölda stórra viðskiptaþjóða til að sætta sig við mun lakari viðskiptakjör, séu líklegar að hrasa um svipað vandamál - þ.e. að vald Bandaríkjanna sé takmarkaðra en ráðamenn Hvítahússins halda.

Með öðrum orðum eftir að hafa fylgst með tilraunum Trumps til að semja aftur, virðist mér fleira en færra benda til þess - að roðið á huganlegum samningum verði líklega miklu mun rýrara en Trump og teymið í kringum hann virðist ætla sér.

 

Kv.


Bloggfærslur 28. apríl 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 847112

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband