Rússnesk flugvél skotin niður í slysni af sýrlenskum loftvörnum

Um er að ræða fugvél af gerðinni Ilyushin Il-20 - sú vél er unnin út frá farþegavél Il-18 sem upphaflega flaug 1957, og er minnti um margt á Vickers Viscount
--Rússland notast enn við þessa eldgömlu tegund í sambærilegum hlutverkum við Loockheed Orion.

Allar vestrænar vélar þróaðar um svipað leiti og Il-18 er löngu síðan úr notkun.

Syria Downs Russian IL-20 by Mistake Amid Israeli Raid, Moscow Blames Tel Aviv

Putin sees chance circumstances behind downing of Russian plane off Syrian coast

Putin decries ‘tragic’ shooting down of Russian plane over Syria

File:Ilyushin Il-20M (2).jpg

Það sem virðist hafa gerst - er að Ísrael framkvæmdi loftárás á Sýrland um svipað leiti og rússneska vélin var í flugstefnu átt til Sýrlands, með stefnu á flugherstöð sem Rússland í dag rekur nærri Ladakía í Sýrlandi.

Ísraelsku flugvélarnar virðast hafa skotið eldflaugum rétt utan við lofthelgi Sýrlands, líklega ekki sjálfar rofið lofthelgi landsins.

En loftvarnir landsins virðast hafa brugðist við, með allsherjar útkalli!
Sem virðist hafa leitt til þessar óvænta harmleiks!

--En maður veltir fyrir sér gæðum þeirra starfsmanna er manna loftvarnabúnað Sýrlands.
--Þegar viðkomandi beita loftvarnarvopnum til að skjóta niður fjórhreyfla skrúfuvél, sem er að sjálfsögðu afar ólík eldflaug í lögun og hraða. Einnig afar útlík í lögun og hraða orrustuvélum þeim er Ísraelar beita.

Þetta óhapp minnir um sumt á óhapp rússneskra hermanna í Úkrainu, sem skutu niður óvart S-kóreanska farþegavél með BUK flugskeyti, en höfðu fyrr sömu viku skotið niður úkraínska Antonov flutningavél.

Einnig má líkja því við óhapp bandarískra sjóliða um borð í skipi á Persaflóa meðan Írans-Íraks stríðið stóð yfir milli 1980-1988, er bandarískir sjóliðar fyrir mistök skutu niður íranska farþegaþotu á leið yfir flóann.

Ég reikna með því að rússnesk stjórnvöld muni á næstunni fara yfir atvikið með sýrlenskum aðilum, til að koma í veg fyrir hugsanlega endurtekningu í framtíð.

 

Niðurstaða

Fyrir utan þann rugling sem árás Ísraela leiddi til innan loftvarna Sýrlands. Þá er auðvitað áhugavert hvernig Ísrael hefur komist upp með að gera reglubundnar loftárásir á Sýrland undanfarin ár - en skv. fréttum eru þær árásir nú orðnar rúmlega 200 talsins, síðan borgarastríð hófst í Sýrlandi 2011.
--En það sé óhugsandi annað en að Ísrael hafi samið við Rússland um að sjá í gegnum fingur sér með þær árásir!

Sem er að sjálfsögðu áhugaverðasti þátturinn. 
Þar sem að þær árásir beinast nær allar að annaðhvort herliði því sem Íran viðheldur í Sýrlandi, eða Hesbollah.
--M.ö.o. er Pútín að umbera reglubundnar loftárásir á sinn bandamann, þ.e. hersveitir Írans.

Þetta er án vafa ein af hinum áhugaverðu staðreindum átaka í Mið-austurlöndum í seinni tíð.

 

Kv.


Bloggfærslur 18. september 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 436
  • Frá upphafi: 847083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 413
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband