Donald Trump og Jean-Claude Juncker lísa yfir sameiginlegu vopnahléi - viðskiptastríð í pásu og samningar taka við

Ég velti fyrir mér hvort sameiginlegar yfirlýsingar bandarísku bifreiðaframleiðendanna höfðu einhver áhrif - en General Motors, Chrysler og Ford komu öll fram með svokallaða arðsemisaðvörðun til markaðarins rétt fyrir fund Trumps og Juncker.
--"The big three" vöruðu við því að ef tollamúrar mundu skella á bifreiðaviðskipti, mundi það valda verulegu viðbótar tjóni fyrir þeirra stöðu.

Ford joins GM and Fiat Chrysler in trade war warning

Trump, EU leader pledge to cut trade barriers, hold off on further tariffs

US and EU declare ceasefire in their trade war

US-EU agree on new talks to ease trade tensions

  1. Jean-Claude Juncker: "We agreed today, first of all to work together toward zero tariffs, zero non-tariff barriers, and zero subsidies on non-auto industrial goods,"
  2. Donald Trump: "As long as we are negotiating, unless one party would stop the negotiations, we will hold off further tariffs," - "And we will reassess the existing tariffs on steel and aluminum."

Trump virðist hafa samþykkt að falla frá hótun um 25% tolla á innfluttar bifreiðar og innflutning á íhluti í bifreiðar - a.m.k. að sinni.

Með því að samþykkja að hefja viðræður við ríkisstjórn Trumps - féll ESB frá fyrri afstöðu að neita að ræða meðan Bandaríkjastjórn hefði ekki fallið frá öllum sínum toll aðgerðum fyrst, sbr. tollum á ál og stál.

ESB virðist hafa samþykkt einnig á móti, að kaupa verulegt magn af - náttúrugasi frá Bandaríkjunum, atriði sem Trump hefur verið hugleikið - ekki kemur þó fram í hvaða magni.

Trump hélt því fram að Evrópa mundi nú kaupa fullt af soija baunum - en bandarískir bændur hafa verið að beita hann vaxandi þrýstingi upp á síðkastið, spurning hvort það hafði þessi áhrif.

Til staðar virðist sameiginlegur rómur um að - vinna að endurbótum á Heimsviðskiptastofnuninni.

  • Skv. þessu hafa báðir aðilar nokkuð gefið eftir!

 

Spurning hvort þetta er snögg stór stefnubreyting hjá Trump

En tal um að uppfæra "WTO" - vinna að málum tengdum vörn fyrir þekkingu í eigu fyrirtækja, eru atriði sem ESB hefur viljað vinna að innan stofnunarinnar.
En áður en Trump hóf viðskiptaátök hafði ESB boðið Trump að vinna að sameiginlegum umkvörtunaratriðum í samhengi stofnunarinnar -- í því skyni að beita Kína þrýstingi sameiginlega.

  1. Ímsir hafa verið að benda á að það væri ósnjallt fyrir Bandaríkjastjórn, að hafa hafnað því boði.
  2. Að hafa þess í stað hafið viðskiptastríð samtímis við Kína og ESB.

En það virðist nú aftur skapast sá hugsanlegi möguleiki, að ESB og Bandaríkin -- slíðri sverðin, og vinni að þeim atriðum þ.s. báðir aðilar eru sammála um að beita um þrýstingi á Kína.

Hinn bóginn, þá blasi samt við að spennan sem hafði skapast milli Bandaríkjanna og ESB sé ekki að hverfa alveg strax - þó samþykkt hafi verið að hefja formlegar viðræður.
Liggur fyrir sá möguleiki að viðskiptastríðið hefjist að nýju síðar.

--Sennilega opnast ekki almennilega á möguleikann um samvinnu innan "WTO" fyrr en deilurnar um viðskipti milli ESB og Bandaríkjanna - eru komnar í eitthvert samkomulag.
--Í því samhengi, sé ég ekki hvernig ESB getur samþykkt kröfur Trumps um -- þ.s. hann kallar "fair trade."

  • Málið er að ég kem ekki auga á hvernig sú krafa er yfirleitt framkvæmanleg.
  1. Í alvöru, hvernig er hægt í algerlega opnu viðskiptaumhverfi, að tryggja jöfn viðskipti milli þetta risastórra viðskiptaaðila.
  2. Hafið í huga, að þau viðskipti samanstanda af sjálfstæðum ákvörðunum sennilega milljóna aðila allt frá smæstu dvergfyrirtækjum upp í risastórar fyrirtækjasamsteypur með starfsmenn mældir í hundruðum þúsundum.

--Allir þeir aðilar taka ákvarðanir um viðskipti sjálfir án þess að ræða það fyrst við stjórnvöld Bandaríkjanna eða aðildarlanda ESB.
--Það er einmitt hið eiginlega prinsipp hins opna markaðar, að aðilarnir ákveða hvað sé hagkvæmast fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig -- að það skili bestu niðurstöðu einnig fyrir heildina.
--Þessari grunn afstöðu fylgir einnig það, að fyrirtækin sjálf viti miklu betur en opinberir aðilar -- hvað sé hagkvæmt í þeirra viðskiptasamhengi.

Punkturinn er sá að ég sé ekki að unnt sé að stýra þessu - nema að falla frá opna módelinu sjálfu.
Hafa allt leifaskilt aftur, sem fylgdi gríðarleg aukning í óskilvirkni - auk mikil aukning opinberrar spillingarhættu -- en leifakerfi eru alltaf stórlega varasöm.

  • Slíku fylgi að sjálfsögðu gríðarleg aukning ríkisafskipta.
  • Að ég væri virkilega hissa -- ef bandarískir hægrimenn virkilega vilja slíkt núna.

En ekki fyrir löngu síðan hefðu þeir kallað slíkar hugmyndir - kommúnisma eða sósíalisma.

 

Niðurstaða

Fögnum vopnahléi milli Bandaríkjanna og ESB - það síðasta sem Ísland þarf á að halda er að það skapist sú spenna í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu, sem viðskiptaátök Bandaríkjanna og ESB gætu valdið, ef þau hefðu stigmagnast frekar.
--En fyrir lág hótun Trumps um 25% tolla á innfluttar bifreiðar og innflutta íhluti í bifreiðar, og ESB var búið að láta frá sér tilkinningu um hugsanlega móttolla.

Nú liggja þau átök í salti - sem getur hugsanlega leitt til þess að friður verði saminn.
Hinn bóginn sé ég ekki hvernig Trump getur fengið fram sínar ítrustu kröfur um - "fair trade" þ.s. ég sé ekki hvernig unnt sé að tryggja jöfn viðskipti í galopnu hagkerfi.

Þannig að ég hef í reynd aldrei álitið kröfur Trumps framkvæmanlegar.
Spurning hvort unnt sé að fá Trump til að átta sig á því atriði eða ekki?

--Ríkisstjórnir ESB geta hugsanlega ákveðið að kaupa gas, og falla frá tollum á soijabaunir.
--En þær geta ekki farið í það verk að smástýra ákvörðunum viðskiptalífs aðildarríkjanna.

Sjálfsagt að bjóða Trump aftur hugsanlega samvinnu innan "WTO" gagnvart Kína.
En eingöngu gegn því að samkomulag um viðskipti sem sé framkvæmanlegt liggi fyrir.

Sem þíddi að Trump yrði að gefa eftir sínar meginkröfu, sætta sig við það að fá ekkert mikið umfram einhverjar tollalækkanir - auk þess að ESB kaupi eitthvað verulegt magn af gasi.

Hægt væri að ganga frá þannig samkomulagi líklega með hraði.

 

Kv.


Bloggfærslur 26. júlí 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 435
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 412
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband