Gæti Trump startað heimskreppu?

Ég hef velt þessu fyrir mér áður. En það má vel velta í dag upp sviðsmynd er gæti leitt fram hugsanlega kreppu!

 

Viðskiptastríð Trumps!

Flest alþjóðafyrirtæki Bandaríkjanna hafa undanfarið varað við tjóni af völdum viðskiptastríðs - ein nýjasta aðvörunin kemur frá GM: General Motors sounds warning on Trump tariff plans.

Stjórn GM segir að tollar muni hækka verðlag á bifreiðum framleiddar innan Bandar. sjálfra - vegna þess að í dag sé mikið af íhlutum aðkeyptir erlendis frá í bifreiðaframleiðslu Bandaríkjanna.

Stjórn GM segir að tollarnir muni draga úr samkeppnishæfni GM í alþjóðlegu samhengi.

--Svipað hljómandi aðvaranir hafa komið frá fjölda fyrirtækja.

En eitt mikilvægt atriði er að íhluti er ekki endilega mögulegt að skipta um með fljótlegum hætti -- en í dag tíðkast að þróun íhluta er oft gerð samhliða þróun bifreiðar.
Það þíðir gjarnan -- að ekki sé til sambærilegur íhlutur annars staðar frá!

Það þyrfti þá að standa fyrir breytingu á framleiðslu -- að sjálfsögðu misjafnt hversu flókið ferli það mundi geta verið!

--Sem dæmi Boeing 787 Dreamliner - er með væng framleiddan í Kína. Það mundi örugglega taka nokkurn tíma að fá væng annars staðar frá!

  • A.m.k. til einhvers tíma breytilegan frá tilviki til tikviks er það a.m.k. rétt að íhlutir að utan hækka innlendan framleiðsukostnað -- eftir að tollar hafa skollið yfir.
  • Líklega er unnt að skipta um framleiðanda á íhlut - sem mundi fylgja nýr kostnaður tekur misjafnlega langan tíma eftir tilvikum, en á einhverjum enda vissulega gerlegt.

Hinn bóginn stendur Trump frammi fyrir kosningum til Fulltrúadeildar nú í haust.
Og kosningum til annars kjörtímabils haustið 2020, m.ö.o. einungis rúm 2 ár héðan í frá!

Í þeim tímaramma grunar mig að ólíklegt sé annað en að ofrangreind áhrif séu inni.
----------------

Fyrir utan þetta, þá auðvitað skaða viðskiptastríðin með þeim hætti - að aðrar þjóðir tolla á móti, sem skaðar útflutning Bandaríkjanna sjálfra!

Meðan að tollar Bandaríkjanna sjálfra á innfluttar vörur, líklega hækka vöruverð og lenda á innlendum neytendum!

--Ef við skoðum sama tímaramma þ.e. þingkosningar nk. haust - forsetakosningar 2020.
--Þá virðist manni að ósennilegt sé að Bandar. geti skipt algerlega um viðskiptaaðila í þeim tímaramma, hafandi í huga það viðskiptamagn sem sé nú tollað.

 

Aðgerðir gegn Íran!

Þær aðgerðir eru líklega að leiða til hærra olíuverðs, eða hvað?

Donald Trump: "Just spoke to King Salman of Saudi Arabia and explained to him that, because of the turmoil & disfunction in Iran and Venezuela, I am asking that Saudi Arabia increase oil production, maybe up to 2,000,000 barrels, to make up the difference ... Prices to high! He has agreed!"

Trump says Saudi Arabia has agreed to up oil output

Trump says Saudi king agreed to raise oil output by up to 2 million barrels

"We will be in uncharted territory. While Saudi Arabia has the capacity in theory, it takes time and money to bring these barrels online, up to one year,"

"The Trump administration is pushing countries to cut all imports of Iranian oil from November when the United States re-imposes sanctions against Tehran..."

Um daginn var erindreki bandarískra stjórnvalda í heimsókn á Indlandi þ.s. forsætisráðherra Indlands var beðinn um að hætta viðskiptum við Íran.

Hvort að Modi verður að þeirri beiðni er óþekkt!

ESB hefur verið að skoða aðgerðir til að aðstoða Íran. Vitað að Kína hefur einnig verið með aðgerðir til íhugunar -- hvorki liggur fyrir hvað ESB hugsanlega gerir né Kína.

Eitt hefur þó verið ljóst að ESB hefur lýst yfir andstöðu við aðgerðir Trumps gegn Íran.
Það hefur Kína einnig gert!

  • Íran framleiðir skv. netleit 2,6 milljónir fata af olíu per dag.
  • Íran ætlaði að auka framleiðslu um a.m.k. milljón föt eða meir, en líklega verður ekki af því.

En fljótt á litið virðist loforð Saudi-Arabíu ekki endilega duga.
Þegar haft er í huga að olíuframleiðsla Venezúela hefur minnkað um 30% sl. 12 mánuði og er enn í samdrætti vegna áralangrar óstjórnar.

  1. Það blasir við að ef Íran er stórum hluta hindrað í að selja sína olíu.
    --Það kemur ofan á hrun olíuframleiðslu í Venezúela.
  2. Gæti orðið veruleg verðaukning á olíu.
    --Olíuverð í dag ca. 79$.

Olíuverðsprenging gæti sannarlega skaðað hagvöxt í heiminum!
Væri auk þessa skaðleg fyrir hagvöxt innan Bandaríkjanna sjálfra!

  • Ef þessi áhrif bætast ofan á tollastríð.

 

Niðurstaða

Ef aðgerðir Donalds Trumps gegn Íran - leiða aftur til olíuverðs í 100 dollurum. Það bætist síðan ofan á efnahagstjón fyrir heiminn af völdum - tollastríð Trumps við nokkra mikilvæga viðskiptaaðila Bandaríkjanna!

Þá er alveg hægt að sjá möguleika fyrir verulegt efnahagstjón fyrir heiminn.
Og fyrir einnig Bandaríkin sjálf!

--Það tjón gæti vel verið komið fram fyrir kosningar 2020.
--Eigin aðgerðir Trumps gætu því minnkað endurkjörs líkur hans.

 

Kv.


Bloggfærslur 30. júní 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 481
  • Frá upphafi: 847132

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 457
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband