Opinber stefnumótun valdaflokks Kína - að siglingaleið um Norður Íshaf framhjá Norðurpól, sé angi af svokölluðum - framtíðar silkileiðum Kína

Um stefnumótandi gagn er að ræða, sbr. "white paper" eins og þ.e. nefnt á ensku máli, en skv. Financial Times leggur plaggið áherslu á eftirfarandi:

China reveals Arctic ambitions with plan for ‘Polar Silk Road’

  1. Kína virði rétt þjóða á norðurslóðum.
  2. En áskilur sér, jafnan rétt á við þær.
    --Sem getur hugsanlega einnig átt við kröfu til aðgengi að auðlyndum.
  3. Þetta væntanlega þíðir, að hið opinbera mun áfram styðja við tilraunir - Cosco skipafélagsins, að sigla um Íshafið.
  4. Þetta þíðir væntanlega, eða er líklega - staðfesting með formlegum hætti, á áhuga Kína á siglingum um Norðuríshaf framhjá Norðurpól.

Gömul færsla um siglingu kínversks kaupskips framhjá pólnum: Kínverska flutningaskipið Yong Sheng mun klára pólsiglingu sína nk. mánudag!

Ímynduð höfn í Finnafirði!

Höfnin er áformuð í botni Finnafjarðar við Bakkaflóa í krikanum sunnan við Langanes. Næstu þéttbýli eru Þórshöfn og Bakkafjörður.

Íslenskir áhugamenn hafa verið að rannsaka möguleika á höfn í Finnafirði

Gömul færsla: Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?

2013 var greint frá samstarfi við "Bremenports" rekstrarfélag Brimarhafnar. Ég hef ekki fylgst með málinu síðan - en einhverjar grunnrannsóknir fóru fram á því hvort eitthvert tæknilega væri því til fyrirstöðu að reisa risahöfn við Finnafjör.
--Mér skilst að grunnrannsóknir hafi a.m.k. ekki bent til nokkurs ómöguleika.

Frétt frá 2016: Aukin trú á höfn í Finnafirði.

 

Kenningin um umskipunarhöfn virðist á þá leið, að sérsmíðuð skip yrðu líklega notuð til pólsiglinga!

Rétt að benda á að skipið Yong Sheng er sigldi 2013 var held ég ekki sérútbúið - en þurfti í staðinn stöðuga meira eða minna fylgd ísbrjóts. Tæknilega er það hugsanlega fær leið að nota ekki sérsmíðuð skip - en spurning hvað Rússar rukka fyrir fylgd með ísbrjót, og einnig hve marga ísbrjóta til slíks Rússar eiga.

Hin hugmyndin væri að nota sérstyrkt skip sem gætu siglt í gegnum eitthvert íshrafl án aðstoðar -- mér skilst að á grunni slíkra væntinga séu hugmyndir um umskipunarhafnir byggðar.

  1. Að sérsmíðuðu skipin væru ekki hagkvæm nema á leiðinni yfir pólinn.
  2. Væntanlega í bland lægri tryggingakostnaður í stað eitthvað meiri eldsneytiskostnaðar og það að þurfa síður ísbrjót til meðfarar.
  3. Sérsmíðuðu skipin væru stöðugt á pólrútunni.

 

Þá er auðvitað spurning hvaða hafnir væru notaðar

  1. N-Noregur hefur tæknilega forskot, vegna þess að vera nær, þannig siglingatími skemmri.
  2. En manni grunar að járnbrautir í N-Noregi mundu ekki hafa næga flutningsgetu, og mjög dýrt væri að auka við hana -- vegna landslags í Noregi.
  3. Skip geta auðvitað siglt á umskipunarhöfnina annars staðar frá í Evrópu.
  • N-Noregur væri auðvitað einungis hentugur staður fyrir fókus á siglingar til Evrópu.
  1. Kanada - jafnvel Grænland, kemur einnig auk þessa til greina.
  2. Vandamál við Grænland auðvitað að lítið er um starfsfólk einhvers staðar norðan við Ísland, t.d. við Scoresby-sund.
    --Þyrfti líklega mikið til að flytja inn -- Kína mundi líklega bjóða sína eigin starfsmenn.
    --Þá auðvitað vakna spurning - hver réði höfninni?
    --Mundu dönsk og grænlensk yfirvöld treysta Kína?
  3. Hvort tveggja Grænland sem Kanada, mundi auðvitað fókusa á N-Ameríku.
  1. Menn hafa ætíð bent á að höfn í Finnafirði mundi geta þjónað Ameríku- sem og Evrópusiglingum, vegna legu Íslands ca. miðsvæðis á milli Ameríku og Evrópu.
  2. Ísland líklega hefur betri möguleika en Grænland til að útvega nægilegan starfsmannafjölda, til að þjónusta risahöfn en a.m.k. Grænland.
  3. Það að siglingaleiðin til Íslands er lengri en annars vegar til Scoresby-sunds eða N-Noregs, er ákveðinn ókostur.
  4. En á móti komi, tæknilegt hagræði af því að reka einungis -- eina uppskipunarhöfn ásamt öllu tilheyrandi, er eðlilega þyrfti mjög mikið landrými.
    --Hvort tveggja rekstrarsparnaður og sparnaður við að reisa einungis eina.

Enginn vafi að áhrif á Ísland yrðu óskapleg, af slíkri höfn - sbr. umfjöllin mína frá 2013: Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?.

  1. Ekki síst, að NA-land yrði þá líklega raunverulegt mótvægi við SA-land.
  2. Rétt að nefna einnig, að líklega græddi Ísl. á stóraukinni skipa-umferð við landið, í formi aukinnar samkeppni í siglingum hingað -- sömu áhrif og við sjáum nú í því að aukin flug-umferð hingað er að lækka flugfargjöld hingað.
    --Vöruverð á Íslandi gæti þá lækkað a.m.k. eitthvað, vegna lægri flutningsgjalda.
    --Þetta virkar einnig á hinn veginn, að útflytjendur græddu líklega á hagstæðari flutningum.

Ég ætla ekki að spá nokkurt í líkindi þess að af þessu verði.
En Kínverjar séu þó líklegir til að ætla að etja löndunum saman á Norðurslóðum.
Láta þau keppa um þeirra athygli, til þess að prútta niður skilyrði er væru sett og verð.

  1. Varðandi öryggi, þá tel ég að varnarsamningurinn og NATO aðild, dragi verulega úr líkum á því að Kína geri tilraun til að seilast hér til valda.
  2. Hinn bóginn yrðu mjög umtalsverð kínversk áhrif óhjákvæmileg.

--Ég hef velt því fyrir mér, hvort Bandaríkin mundu bregðast við með því að koma aftur upp herstöð.
--En þau mundu án vafa gefa umsvifum Kína hér, nánar gætur.

 

Niðurstaða

Stefnumótunarplagg kínverskra stjórnvalda virðist staðfesta áhuga kínverskra stjórnvalda á svokallaðri Norðurpóls-leið. Kannski eykur það líkur á því að hugsanlega verði af höfn í Finnafirði. En rétt að benda á að Kína mundi líklega etja okkur saman við Noreg - Grænland - jafnvel Kanada. Til að sjá hver býður best. Það þurfa ekki endilega einungis að vera kostnaðarlegir þættir sem ráða mestu - allt eins spurning að hvaða marki Kína fengi að hafa eigin starfsmenn, og að hvaða marki Kína hefði yfirráð yfir höfn.

Þar um þarf auðvitað að auðsýna fyllstu gætni ef samið væri við Kínverja.

 

Kv.


Bloggfærslur 28. janúar 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 57
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 409
  • Frá upphafi: 847050

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband