Önnur kynslóð Nissan Leaf - mest selda rafbíls í heimi, býður upp á betra drægi og bætta aksturseiginleika

Nissan Leaf hefur ekki fengið eins mikla fjölmiðlaathygli eins og Tezla bílar -- en Elon Musk hefur sannað sig sem frábær sölumaður, og hefur reynst einkar snjall í því að halda Tezla fyrirtækinu í heimsfréttum. Hinn bóginn, er vandi Tezla að þær bifreiðar eru seldar í lúxusbílaklassa á sambærilegum verðum við stóran Range Rover eða stóran Mercedes Bens.
--Hinn bóginn, er mest seldi rafbíll í heimi, Nissan Leaf seldur á verðum miklu mun nær því sem fólk almennt hefur efni til --: Nissan.is.verðlistar.
--Eins og sést ef menn kíkja á verð, eru þau samkeppnisfær við verð fjölskyldubíla af sambærilegri stærð knúnir með sprengihreyfli.
--Það auðvitað skýrist af því, að ríkið enn sem komið er tekur engin gjöld.
--Það verður að sjálfsögðu ekki þannig alltaf, en líklegt er talið að eftir því sem meiri reynsla kemst á bætta rafhlöðutækni og framleiðsla vex frekar, þá batni smám saman stærðarhagkvæmni þeirrar framleiðslu - þannig að verðin á endanum verði í framtíðinni samkeppnisfær án slíkrar eftirgjafar af sköttum.

Nissan Leaf

Hvert er drægi?

Menn eiga að leiða hjá sér tölur frá Evrópu eins og hvern annan brandara - þ.e. hins evrópska staðals en skv. honum á ný og bætt rafhlaða 2018 Nissan Leaf að vera 235 mílur eða 380km.
--En þetta er þvættingur sem menn eiga að leiða hjá sér, þó svo að umboðið á Íslandi muni nota þær tölur.

Réttari tölur eru skv. alþjóðlegum staðli er heitir -- "WLTP" og sá gefur upp 168 mílur, eða 270km.
--Þetta virðist standast ef marka á prófanir óháðra aðila!

Vandamálið virðist vera að hið evrópska prófunarkerfi sé meira eða minna undir stjórn evrópskra bílaframleiðenda - er hafi leitt til þess að opinberar tölur frá ESB um drægi eða eyðslu bifreiða sé - fantasía frekar en veruleiki.
--Bílarnir séu prófaðir við aðstæður sem séu fullkomlega óraunhæfar, en innan ESB hefur lengi staðið til að innleiða bættan staðal -- sem mætt hafi andstöðu framleiðenda.

Nissan Leaf 2018 review

Nissan Leaf

"Our test drive suggested you should expect more like 160- to 170 miles from this car between charges, in mixed real-world use."

Sem er akkúrat í samræmi við "WLTP" staðalinn.

Enn langdrægari rafhlaða kvá þó vera í farvatninu - getur verið að sú verði í boði innan nk. tveggja ára, grunar mig að þá gagnvart hærra verði -- fyrir þá sem kjósa að borga meira fyrir bíl með stærri hlöðunni -- meðan að sú sem boðið verður upp á frá byrjun verði þá áfram í boði í ódýrari útgáfum.

  1. Þetta þíðir að maður er ekki enn að aka alla leið til Akureyrar í einu.
  2. Heldur þarf að stoppa í Hrútafyrði borða þar meðan bifreiðin hleður sig.

En samt þetta kvá vera nokkrir tugir kílómetrar til viðbótar - við það raunverulega drægi sem hefur fram að þessu verið í boði.

  • 270 km. raunverulegt drægi þíðir væntanlega að óþarfi er að hlaða sérhvern dag ef bifreiðin er notuð á höfuðborgarsvæðinu í daglegum rúntum.
  • Eða unnt er að aka þægilega rúnta um nærsveitir borgarinnar án þess að hafa áhyggjur.

Það verður áhugavert síðar að vita hversu gott drægi sú rafhlaða sem á eftir að koma fram síðar mun hafa.

Nissan Leaf rear

Ef marka má erlendar prófanir eru aksturseiginleikar betri og bifreiðin er hljóðlátari í akstri en áður!

Veg og vindhljóð kvá hafa minnkað - þannig að bifreiðin er hljóðlátari en áður á ferð úti á vegum. Bifreiðin er einnig aflmeiri en áður þannig að hröðun er bætt, er ætti að gera bílinn ákaflega lipran innanbæjar vegna afleiginleika rafmótora. Bættir aksturseiginleikar eru síðan rjóminn ofan-á.

  1. Eiginlega er helst spurningin sem eftir er hjá mér -- af hverju er ekki boðið upp á "Leaf station" - "Leaf Sedan" - einungis "Leaf Hatchback."
  2. En ef framleiðendum er alvara með að bjóða upp á rafbíla fyrir almenning, eiga þeir að bjóða upp á allar sambærilegar týpur og t.d. eru í boði af sambærilegum bifreiðum með sprengihreyfli.

 

Niðurstaða

Meðan aðdáendur Tezla reikna með því að Elon Musk taki allt yfir - þá hefur hið risastóra Renault/Nissan fyrirtæki framleitt miklu fleiri rafbíla af gerðunum "Zoe" og "Leaf." Þó svo að líkur séu á að rafbílar Tezla fyrirtækisins séu þekktari -- þá er rétt að benda á að risastórir framleiðendur sem vanir eru að framleiða bifreiðar í milljónum eintaka per ár, að slíkt þíðir að þeir framleiðendur eru væntanlega síður líklegir að lenda í þeim vanda sem Tezla fyrirtækið nú hefur lent í er það er nú að markaðssetja bifreið á lægri verðum en það hefur áður boðið upp á.
--Mér skilst að biðlistar séu allt að 2-ár nú.

En á meðan, munu þeir sem kaupa Leaf geta fengið sinn afhentan með miklu mun skemmri fyrirvara. Og án vafa verða mun fleiri Leaf framleiddir, þrátt fyrir stórar yfirlýsingar eiganda Tezla.

Og á endanum þegar menn velta fyrir sér rafvæðingu verður það geta framleiðenda að bjóða upp á bifreiðar á mannsæmandi verðum og í nægu magni - er mun mestu skipta um rafvæðingu framtíðarinnar.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. janúar 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 47
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 399
  • Frá upphafi: 847040

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 377
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband