Rússland mótmælir vopnasölu Bandaríkjanna til Úkraínu - aldrei þessu vant sammála ákvörðun Donalds Trumps

Ef marka má fréttir, er mikilvægasta vopnið sem Bandaríkin láta stjórnvöld í Kíev fá - fullkomnar skriðdrekaeldflaugar sem nefndar eru "Javelin."

Eins og sést eru þetta flaugar sem fótgönguliðar geta beitt.
--Þær hafa þann stóra kost yfir eldri gerðir algengra flauga að vera "fire and forget."

M.ö.o. þú skýtur henni og síðan getur stungið þér strax niður í næstu holu.
Slíkar flaugar ættu að gera notkun brynvarinna tækja til muna áhættusamari, fyrir málaliðasveitir þær sem Rússlandsstjórn hefur viðhaldið í A-Úkraínu, í nokkur ár nú samfellt.

Moscow: U.S. arms may spur use of force by Kiev in eastern Ukraine

Trump to supply Ukrainian military with weapons

File:Army-fgm148.jpg

Aldrei þessu vant er ég fullkomlega sammála ákvörðun Donalds Trump

Enda hef ég sjálfur sagt síðan átökin hófust - að rökréttast væri að NATO vopnaði stjórnvöld í Kíev. Þvert ofan í það sem sumir óttast, að það mundi gera samkomulag ólíklegra -- þá hefði það þveröfug áhrif að gera samkomulag líklegra.

En misskilningur margra er sá að skilja ekki, að Rússland fyrirlítur þá sem liggja fyrir því - flatir. Þó svo að opinbert orðalag gæti hljómað með öðrum hætti frá rússn. stjv.

Ef þú vilt að Rússland bakki, þá þarftu þvert á móti að mæta Rússlandi -- hart á móti. M.ö.o. beri Rússland virðingu fyrir styrk.

En Rússlandsstjórn sjálf trúir á rétt hins sterka -- sem sést á aðgerðum hennar í Úkraínu. Og á sama tíma, ber Rússland fulla virðingu fyrir styrk annarra.

Rússnesk stjórnvöld séu tækifærissinnuð -- sama tíma ísköld í aðferðafræði sinni. Ég er að segja, að ef menn gefa eftir -- ganga þau á lagið, því þá túlka þau þig sem veikan.

En ef þú mætir með nægan styrk til þess að gera aðgerð áhættusama, þá bakki þau. Enda séu rússnesk stjórnvöld ekki skipuð brjálæðingum -- heldur kaldræðnum tækifærissinnum.

  1. Það hafi verið misskilningur Obama, og t.d. þýskra krata -- að bregða fæti með öllum tiltækum ráðum fyrir vopnasendingar til Kíev, í von um að slík friðarviðleitni gerði stjórnvöld Rússlands líklegri til að semja um frið.
    --En það hafi eingöngu sannfært rússnesk stjórnvöld um að þau hafi ekkert á hættu, með það að halda áfram að halda uppi málaliðaher í A-Úkraínu.
  2. Hinn bóginn, ef stjórnvöld í Kíev séu vopnuð hátæknivopnum er geta eyðilagt nærri hvaða rússnsk smíðaðan skriðdreka sem er -- þá stórfellt hækki kostnaður Rússlands við það að viðhalda getu þess málaliðahers sem Rússlandsstjórn heldur uppi til að sækja fram gegn varnarlínum Úkraínustjórnar.
    --Og það er einmitt það eins sem geti skapað þess nokkur hin minnstu líkindi að tækifærissinnuð stjórnvöld í Mosku, fáist til að íhuga að bakka með allt dæmið.

--Refsiaðgerðirnar einar sér hafa bersýnilega ekki dugað.
--En refsiaðgerðir + hærri stríðskostnaður, gæti riðið baggamuninn!

 

Niðurstaða

Rússnesk stjórnvöld halda því fram að með vopnasölunni sé Washington að æsa til ófriðar. Það er að sjálfsögðu augljóst bull - en hver og einn ætti að sjá það að litlar skriðdrekaflaugar eru einna helst notaðar úr launsátri, m.ö.o. hópur hermanna situr fyrir brynvörðum tækjum t.d. skriðdrekum.

Slíkt virkar best til þess að stöðva árás er beitir brynvörðum tækjum.
Þó tæknilega væri unnt að gera tilraun til að laumast að varnarlínu hins hersins með eldflaugar í farteskinu -- þá eru óbrynvarðir hermenn auðveld skotmörk brynvarinna tækja um leið og þeir standa á berangri.

Ef maður ber saman möguleika brynvarins tækis vs. gangandi hermanna með skriðdrekaflaugar -- þá eru möguleikar brynvarða tækisins með laser mið og mun nákvæmari mið, klárlega betri en slíkra hermanna - ef þeir hermenn eru að sækja fram gegn því og tækið er í skjóli.

Möguleikar slíkra hermanna, batna til mikilla muna, ef spilið er í hina áttina. M.ö.o. brynvarða tækið getur auðveldlega stöðvað árás yfir berangur -- sama gildi í hina áttina, að þeir geta eyðilagt brynvarða tækið ef það sækir fram gegn þeim yfir berangur meðan þeir eru í skjóli varnarlínu.

  • M.ö.o. auki líkur þessara nýju vopna á því að átökin haldist í núverandi pattstöðu.

Tæknilega gæti Rússland breytt stöðunni aftur með því að láta málaliðaher sinn fá skriðdreka með betri brynvörn -- það þyrftu þá að vera mjög nýleg vopn, og þar með miklu dýrari en Rússlandsstjórn hefur fam að þessu viljað láta sína málaliða hafa.
--Enda væri þá klárlega ekki lengur unnt að viðhalda þeirri lýgi, að sá málaliðaher væri að notast eingöngu við vopn tekin traustataki úr vopnabúrum hers Úkraínu.

En það væri markmið í sjálfu sér að auka verulega kostnað Rússlands við það, að halda þeim málaliðaher uppi. NATO er örugglega með möguleika til þess að láta Úkraínu hafa eitthvað enn betra, ef Rússland mundi bregðast við með þeim hætti.
--En ég hef bent á áður að Rússland geti ekki unnið slíkta "tit for tat escalation."

Hafi ekki til þess fjárhagslega burði.
Þess vegna hljóti Rússland í slíku tilviki að NATO gengur á lagið, að gefa eftir.

 

Kv.


Trump er með lista yfir lönd sem skapraunuðu honum - mun hann gera eitthvað í Því að refsa þeim?

Ég er að vitna í hótanir frá sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ-Nicky Haley, en henni var greinilega ekki skemmt - þegar allsherjarráð SÞ tók til atkvæðagreiðslu ályktun, þ.s. allsherjarráðið áréttaði sinn skilning að engin breyting á stöðu Jerúsalem hefði átt sér stað þegar Donald Trump formlega viðurkenndi borgina sem höfuðborg Ísraels - að staða borgarinna væri enn með þeim hætti, að borgin væri ekki viðurkennd höfuðborg Ísraels, og að breyting á þeirri stöðu yrði að framkvæma sem hluta af víðtækri sátt milli Palestínumanna og Ísraela.

Donald Trump og Nicki Haley

https://static.politico.com/ca/28/76e07b5a4690bf558402f2c81f3f/170822-nikki-haley-donald-trump-ap-1160.jpg

Nicki Haley:

  1. "As you consider your vote, I encourage you to know the president and the US take this vote personally." - "The president will be watching this vote carefully and has requested I report back on those who voted against us,"
    --Þetta sagði hún fyrir atkvæðagreiðsluna, að því yrði veitt athygli hvaða lönd greiddu atkvæði gegn vilja ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
    **Eftir atkvæðagreiðsluna var hún greinilega bálreið!
  2. "I must also say today: When we make generous contributions to the UN, we also have expectation that we will be respected," -. "What’s more, we are being asked to pay for the dubious privileges of being disrespected." - "If our investment fails, we have an obligation to spend our investment in other ways… The United States will remember this day."

Ekki fylgdi nákvæmlega sögunni í það skiptið - hvaða fjármuni rætt var um.
En síðar kom fram, að ríkisstjórnin mundi íhuga að minnka fjárframlög til landa sem hefðu að mati ríkisstjórnar Bandaríkjanna - brugðist trausti Bandaríkjanna.

En þ.e. ekki unnt að skilja orð Haley með öðrum hætti - en að ríkisstjórn Bandaríkjanna núverandi líti atkvæðagreiðsluna -- móðgun.

Skv. fréttum féll atkvæðagreiðslan þannig að:

  1. Fulltrúar 128 landa völdu að skaprauna ríkisstjórn Bandaríkjanna.
  2. Fulltrúar 35 landa völdu hjásetu.
  3. Fulltrúar 9 landa greiddu atkvæði með.

Áhugavert er hvaða lönd greiddu atkvæði með fyrir utan Bandaríkin og Ísrael.

  • Guatemala, Honduras, Marshall Islands, Micronesia, Nauru, Palau, Togo.

Einmitt - eitt fátækt Afríkuland mjög háð aðstoð að utan, 4 örlítil eyríki, síðar kom í ljós að Donald Trump samþykkti að viðurkenna umdeilt kjör þess sem sagður er hafa unnið nýlegar forsetakosningar í Honduras sem líklega keypti atkvæði þess lands - Guatemala hefur lengi fylgt mjög náið Bandaríkjunum að málum.

U.S. backs re-election of Honduran president despite vote controversy

Það segir töluvert um óvinsældir Donalds Trump út um heim, að einungis þessi lönd greiddu atkvæði með auk Bandaríkjanna sjálfra og Ísraels - og eitt þeirra var keypt til.
--M.ö.o. ekkert mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna.

  • Meira að segja Bretland var í hópi landa sem greiddi atkvæði gegn vilja Bandar.

Arab states believe U.S. aid secure despite defying Trump Jerusalem move

Í hinni fréttinni kemur fram að stjórnendur Arabaríkjanna telja Bandaríkin muni ekki refsa þeim - þó það hafi verið tillaga þeirra fyrir SÞ - sem hratt atkvæðagreiðslunni af stað.

Nicki Haley bauð síðan fulltrúum nokkurs fjölda ríkja til vinakvöldverðar!

Nikki Haley's New Best Friends at the UN

Mig grunar satt skal segja að afleiðingarnar verði nákvæmlega engar aðrar - en pyrringur í Washington.

Þetta sé væntanlega gott dæmi þess að menn eigi aldrei að koma fram með hótanir, sem þeir ætla ekki að standa við - en það mátti greinilega skýna í aðvörun um afleiðingar í fyrstu orðsendingu Haley þ.s. hún varar fulltrúa aðildarríkja SÞ við því að Bandaríkin muni veita því nána athygli með hvaða hætti atkvæði verða greidd.

--Ef Bandaríkjastjórn gerir nákvæmlega ekki neitt - munu menn hika enn síður næst þegar Haley beitir þrýstingi.

 

Niðurstaða

Málið er að nálgun ríkisstjórnar Bandaríkjanna gagnvart öðrum löndum er ekki að virka. Ég man enn eftir því að skömmu eftir að Bush tók við völdum virtist Hvítahúsið hissa, að veröldin beygði sig ekki í einu og öllu eftir vilja ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

Það virðist skýna í svipaða afstöðu nú - að veröldin ætti að beygja sig undan mikilfengleika Bandaríkjanna. En orð Haley um móðgun - að Bandaríkin borgi stærsta framlag einstakra þjóða til SÞ. Mátti sannarlega skilja sem kröfu um slíkt.

--Trump gæti auðvitað refsað löndum sem skapraunuðu Bandaríkjunum, ef hann gerir það ekki - þá tekur enginn nokkurt mark á næstu hótun Haley.
--Hinn bóginn, mundi slíkt ekki endilega leiða til þess, að orðum Bandaríkjastjórnar yrði hlítt.

Það mundi einnig skaða orðstír Bandaríkjanna ef þau fara að beita slíkum meðölum, vegna atkvæðagreiðsla sem falla ekki þeim að skapi.

  • Að sjálfsögðu draga Bandaríkin sig ekki úr SÞ - og þau hætta ekki heldur að borga til SÞ.

 

Kv.


Bloggfærslur 23. desember 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 86
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 438
  • Frá upphafi: 847079

Annað

  • Innlit í dag: 81
  • Innlit sl. viku: 415
  • Gestir í dag: 79
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband