Ætti Ísland að prófa Tezla trukka?

Loforðin sem Musk gaf voru þau að hámarksdrægi væri liðlega 800km. fyrir langdrægari útgáfuna en - fullyrðing Musks sem sennilega hefur vakið einna mesta athygli, er væntanlega að unnt sé að hlaða rafhlöðupakkann á einungs 30 mínútum, fyrir 640km. drægi.
--Sem væntanlega mundi ekki vera of langt fyrir dæmigert stopp til að fá sér matarbita fyrir bílstjóra.

Skv. umfjöllun Bloomberg: Elon Musk touted ranges and charging times that don’t compute with the current physics and economics of batteries

Gengur þetta lengra en mögulegt er miðað við núverandi þekkta rafhlöðutækni annars vegar og hins vegar þarf mun öflugari hleðslutæki en nú séu í notkun, ca. 10-falt hraðvirkari.
Hinn bóginn, fullyrðir umfjöllun Bloomberg ekki að Musk fari með staðlausa stafi, þeir benda einfaldlega á að til þess að þetta gangi upp - þurfi Musk að hafa eitthvað uppi í erminni sem hann hafi ekki enn gefið upp.

Ef Tezla hafi náð árangri í þróun rafhlaða umfram þær hlöður sem séu til sölu í dag, hafandi í huga að framleiðsla hefst 2019 og sennilega fá flestir kaupendur sem panta bíl í dag ekki farartækið fyrr en ca. 2020 - að innan þess tíma sé alveg hugsanlegt að Musk geti efnt þau loforð.

--Auk þessa fullyrðir Musk að trukkurinn hafi sambærilega burðgargetu og dísiltrukkar.
--Þó bent hafi verið á að til að ná 800km. drægi, þurfi rafhlaðan líklega að vega nokkur tonn - m.ö.o. vera þyngri töluvert en vegur þyngd stórrar dísilvélar og eldsneytistanks fullur af dísil.

Hinn bóginn, segir aðili sem hefir tekið þátt í þróun Tezla trukksins, að tölur Musks standist: Tesla Semi test program partner says that performance specs are for real.

Það getur vel verið að tilraunaeintök í prufu hafi tilraunaútgáfur af rafhlöðupökkum, sem innihalda að einhverju leiti - bætta tækni samanborið við rafhlöðupakka áður í boði.

Elon Musk og Tezla Semi

https://www.dailybreeze.com/wp-content/uploads/2017/11/1117_nws_tdb-l-tesla-semi-1117186.jpg?w=620

En ef maður gefur sér að fullyrðingar Musks standist!

Þá virðist alveg full ástæða til þess að íslenskur aðili geri tilraunir með Tezla trukk - en skv. fréttum hafa nú nokkur stór fyrirtæki ákveðið að kaupa í tilraunaskyni fjölda sem nálgast 300stk. -- sem er auðvitað dropi í hafið miðað við framleiðslu per ár í Bandar. sem kvá vera yfir 200þ. trukkar per ár.

Can the Tesla Semi perform?

En það virðist tilgangur fyrirtækjanna - að kaupa lítinn fjölda í tilraunaskyni.

  1. En ef ríkisstjórn Íslands er alvara með rafvæðingu íslenska bifreiðaflotans.
  2. Þá augljóslega blasir það við að full ástæða er til að hefja tilraunir sem fyrsta með rafmagnsdrifna trukka.

En drægið, ef þær tölur standast, ekki síst þetta með 640km. drægi eftir 30 mínútur í hleðslu -- þá er a.m.k. drægi fullkomlega praktískt miðað við íslenskar aðstæður.

Skv. Tezla fyrirtækinu er trukkurinn ákaflega öflugur -- virðist verulega aflmeiri hvað tork varðar en gerist og gengur með dísiltrukka.

Það ætti auðvitað að veita honum mjög gott afl í brekkum -- sem og auðvitað gott afl við erfiðar aðstæður, t.d. þunga færð.

Ég held að enginn bílstjóri muni taka því illa -- að hafa meira afl.

--Trukkurinn á að vera 20 sek. í hundraðið fullhlaðinn, 36 tonn.
--Sem væntanlega þíðir, að fullhlaðinn fylgir hann fullkomlega umferðarhraða og tekur af stað í takt við hröðun venjulegra bílstjóra sem ekki eru að flíta sér, ætti að halda algerlega hraða upp flestar brekkur.

Þó það ætti eftir að koma í ljós, hve mikið mundi ganga á rafhlöðu ef aflið væri notað með þeim hætti.

 

Niðurstaða

Ekki er hægt að neita því að mikilvægur kostur rafvæðingar umferðar, væri sparnaður í eldsneytiskaupum. Um það munar þjóðfélagið örugglega töluvert - fyrir utan auðvitað minnkaða loftmengun.

Hvor tveggja markmiðin eru út af fyrir sig góð, burtséð frá alþjóðamarkmiðum tengd loftslagi.

En ef ríkisstjórn Íslands er alvara með grænt Ísland 2040 - sannarlega þarf að drífa í því að keyra á rafvæðingu bílaflotans; trukka ekki síður.

 

Kv.


Bloggfærslur 20. desember 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 43
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 395
  • Frá upphafi: 847036

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 373
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband