17.7.2012 | 23:54
Verður verðhrun á evrópskum fiskmörkuðum á næsta ári?
Ég velti því fyrir mér hvort stefnir í verðhrun á fismörkuðum, í ljósi frétta af fyrirsjáanlega miklum afla í Barentshafi á næsta fiskveiðiári, skv. fréttum. Það sem vakti athygli mína á málinu, var umfjöllun Spegilsins á Rás2 RÚV um fyrirhugaða stóraukna veiði á Þorski í Barentshafi, og líklegar afleiðingar þeirrar aukningar - í ljósi þess að Ísland hefur einnig gefið út aukna kvóta fyrir næsta fiskveiðiár.
Munum að auki, að Evrópa er í kreppu - verð hafa þegar lækkað miðað við þ.s. þau fóru hæst í fyrra.
Sú kreppa fer frekar en hitt versnandi, sem þíðir að verð eru frekar en hitt líkleg að lækka frekar, burtséð frá auknu framboði á mörkuðum.
En þegar hvort tveggja þróunin fer saman - velti ég fyrir mér hvað gerist?
Verður fullkominn stormur á evrópskum fiskmörkuðum á nk. ári?
Sjá Spegillinn: Stóraukin þorskveiði
"Aukningin á þorski á markaði gæti numið um 15 prósentum á næsta ári. Mikið af þessum fiski kemur frá Noregi og Rússlandi þar sem kvótar í Barentshafi nálgast núna milljón tonn. Norskir sérfræðingar segja að þennan umframafla verði að selja ferskan. Þar mun slagurinn um maga neytenda standa. Það eru nýjar og miklar fréttir af þorski. Stjórnmálamenn þakka sér vegna aðhalds í veiðum en aðrir þakka hlýnun jarðar en samt: Það er mun meira af þorski í sjónum núna en var fyrir fáum árum. Aukningin er nokkur á Íslandsmiðum en það er full ástæða til að fylgjast náið með því sem er að gerast í Norð-Austuratlantshafi, það er að segja Barentshafi. Þar segja fiskifræðingar að stofninn hafi ekki verið svo sterkur frá árinu 1946 eftir veiðistöðvun í síðari heimstyrjöld. Og fyrir vikið er hægt að auka kvóta um nær 20 prósent. Gísli Kristjánsson í Ósló segir frá þorski í Spegli dagsins."
Þetta passar við erlendar fréttir - sem komu upp þegar ég gerði netleit!
"This would be the Barents Sea cod fisherys largest catch in 40 years, according to Norwegian Fisheries Minister Lisbeth Berg-Hansen"
Scientists recommend 25 pc rise for Barents Sea cod quota
2013 BARENTS SEA COD QUOTA INCREASE IS SIGN OF SUSTAINABILITY SUCCESS
Increase set for 2013 Barents Sea cod quota
Á sama tíma hefur Steingrímur J. ákveðið að gefa auknar aflaheimildir í þorski á nk. fiskveiðiári við Íslandsstrendur - Óskynsamlegt að auka þorskkvótann.
- " Sjávarútvegsráðherra tilkynnti í gær að heimilt verði að veiða 195.400 tonn af þorski á næsta fiskveiðiári.
- Þetta er rúmum 18.000 tonnum meira en nú er."
Auðvitað er aukning okkar smámunir - miðað við það gríðarlega aukna magn sem stefnir í að komi frá Barentshafi.
Þar sem þorskveiði virðist stefna í að vera aukin úr ca. 750þ. tonnum, í um ca. milljón tonn.
Sjálfsagt hefur Steingrímur J. hugsað sér að fá smá "búst" á kosninga-ári.
En þess í stað - sýnist mér stefna mjög augljóslega í VERÐHRUN.
En ef marka má frétt Spegilsins, þá er líklegt að mikið af þessu komi einmitt inn á markaðinn fyrir ferskann fisk.
Það er erfitt að ímynda sér annað - en verðið muni láta verulega undan, sérstaklega í ljósi þess að samtímis, er kreppan á evrusvæðinu að toga niður lífskjör.
Niðurstaða
Fyrirsjáanlegt verðhrun á evrópskum fiskmörkuðum á nk. ári, eru auðvitað alvarleg tíðindi fyrir okkur íslendinga. Í kaldhæðni örlaganna, eru þau þó sennilega einnig sérstaklega slæm fyrir ríkisstjórnarflokkana. En verðhrun þíðir að sjálfsögðu - að gengi krónunnar mun lækka, sennilega hressilega. En það verður óhjákvæmilegt, því verðhrun er jafnt og útflutningstekjuhrun.
Spurning um - hvað ef nokkuð er unnt að gera?
Skipuleggja t.d. að senda eitthvað af fiskinum, annað?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2012 | 02:03
Hætta á að fullkominn stormur skelli á heimshagkerfinu!
Stóru hætturnar tvær eru, evrukrísan - og verður að segjast - bandaríkjaþing. En meðan evrusvæði er í vanda, sem erfitt verður úr að komast. Þá er krísan á bandaríkjaþingi pólitísks eðlis, en getur verið fullfær um að búa til nýja kreppu í Bandaríkjunum. Ef þær tvær kreppur skella á samtímis - þá myndi fullkominn stormur hefjast í heimshagkerfinu. Skellur samtímis í Evrópu og Bandaríkjunum.
Ný hagspá AGS!
Það merkilega við spá AGS, er hve ótrúlega bjartsýn hún enn er! Þetta sést best, ef hin nýja spá er borin við spá AGS frá því í janúar sl., en þá var AGS í nokkru svartsýniskasti - en hífði svo spá sína upp allnokkuð snemma í vor, einungis miðað við þá spá er hin nýja svartsýnni. Sjá umfjöllun mína um spá AGS frá jaúnar: Dökk hagspá AGS fyrir Evrusvæði!
Mín skoðun er einfaldlega að, það hafi í reynd engar forsendur verið fyrir því að hífa upp spána frá sl. janúar - rámar í apríl/máí.
Það reyndar kom tímabundin lægð í evrukrísuna - en hún hefur svo sannarlega gosið síðan í júní upp á ný af krafti, og er ástandið síst betra en í janúar.
Eins og sést hefur AGS kosið að gera í reynd litlar breytingar á grunn spá - en eins og fram kemur í texta, hefur ógnunum við jákvætt framhald vaxið ásmegin.
Bæði vaxandi hætta á evrusvæði en AGS vonaðist eftir fyrr á árinu, og erfiðari aðstæður hagvaxtarlega í Bandaríkjunum - en AGS taldi áður líklegast.
En AGS ákveður a.m.k. enn sem komið er, að halda sig við það - að reikna með því að aðstæður á evrusvæði muni smá skána þrátt fyrir allt á seinni hluta árs, að það muni ekki hægja frekar á vexti í Bandaríkjunum - að Asíulönd muni nokkurn veginn halda dampi.
"More worrisome than these revisions to the baseline forecast is the increase in downside risks, said Olivier Blanchard, the IMF chief economist and director of the IMFs Research Department, which prepares the WEO."
"The IMF emphasized that the relatively minor setback to the global outlook under its baseline projections is based on three important assumptions:
- that there will be enough policy action for financial conditions in the so-called euro area periphery, which includes Greece and Spain, to ease gradually through 2013;
- that U.S. fiscal policy does not tighten sharply in 2013; and
- that steps by some major emerging markets to stimulate growth gain traction."
Það sem er í gangi - er að vandinn á evrusvæði er að drepa hagvöxt í heiminum.
Að skapa vaxandi hættu á viðsnúningi til baka - í heimskreppu!
"The IMF said the most immediate risk to the global recovery is that delayed or insufficient policy action will further escalate the euro area crisis. Simply put, the euro periphery countries have to succeed, said Blanchard."
Svo eru það fíflin á bandaríkjaþingi, á meðal Repúblikana - sem virðast beinlínis ætla sér að búa til efnahagslegar hamfarir, í hreinni blindri trú á að það verði einmitt nú að skera harkalega niður.
Það áhugaverða er, að þarna hugsa haukarnir meðal Repúblikana ótrúlega svipað, og haukarnir í flokki Angelu Merkel kanslara Þýskalands, sem hafa verið að þvinga á Evrópu harkalegan útgjaldaniðurskurð nánast samtímis í öllum meðlimaríkjum evrusvæðis.
Sá samræmdi niðurskurður, er að þrísta hagkerfi Evrópu dýpra inn í kreppu.
En sambærilegur skellur getur nú átt sér stað sinni part þessa árs í Bandaríkjunum.
"The WEO update also cited the possibility that growth in the United States would stall...In the extreme, if policymakers fail to reach consensus on extending some temporary tax cuts and reversing deep automatic spending cuts, the U.S. economy could face a steep decline of more than 4 percent of GDP in its fiscal deficit in 2013."
"Growth has slowed in a number of major emerging economies, especially Brazil, China, and India...Overall, though, emerging markets have weathered the crisis well."
Það er veruleg hætta á því, að útgjaldahaukar meðal Repúblikana - framkalli svokallað "fiscal cliff" sem margir hagfræðingar eru að vara við - en þeir hafa verið að spila með þá staðreynd, að þ.e. bandaríkjaþing sem skaffar alríkinu peninga - þ.e. heimildir til að verja fé skattgreiðenda.
Sl. ár neiddu þeir upp á Obama samkomulag, um minnkun hallareksturs alríkisins. Skv. lögum sem voru samþykkt, mun algerlega sjálfvirkt koma til mjög harkalegs niðurskurðar - "tightening of $600bn or 4pc of GDP" - nema samkomulag náist milli Demókrata og Repúblikana um einhvers konar millilendingu.
En þ.e. fyrirsjáanlegt - eins og AGS segir - að ef ekkert slíkt samkomulag næst, og útgjaldahaukarnir meðal Repúblikana láta drakonískann niðurskurð útgjalda alríkisins gerast - að þá detti bandaríska hagkerfið inn í sambærilegann niðurspíral - - > og sá sem S-Evrópa er nú stödd í.
En sá niðurspírall verður þá algerlega búinn til, af þinginu sjálfu. Pólitísk framkvæmd. En ef það gerist, á sama tíma og ástand mála er slæmt og versnandi í Evrópu.
Er alvarleg hætta á að - FILLKOMINN STORMUR SKELLI Á HEIMSHAGKERFINU, Á SÍÐUSTU MÁNUÐUM ÞESSA ÁRS.
.......................................2012...2013....2012.....2013
World Output......................3.5.....3.9......0.1......0.2
Advanced Economies...........1.4.....1.9......0.0......0.2
United States......................2.0.....2.3.......-0.1......0.1
Euro Area..........................0.3.....0.7.......0.0........-0.2
Germany.............................1.0.....1.4.......0.4.......-0.1
France................................0.3......0.8......-0.1.....0.2
Italy.................................1.9.....0.3......0.0.......0.0
Spain................................1.5.....0.6......0.4.....0.7
United Kingdom...................0.2.......1.4......0.6.....1.4
Central and Eastern Europe...1.9.......2.8.......0.0.....0.1
Russia................................4.0........3.9.......0.0.....0.1
Canada...............................2.1.......2.2.......0.1......0.0
Japan.................................2.4.......1.5.......0,4......-0.2
China.................................8.0.......8.5......0.2.....0.3
India.................................6.1........6.5......0.7.....0.7
ASEAN-5............................5.4........6.1.......0.0......0.1
Brazil.................................2.5.......4.6......0.6......0.5
Mexico...............................3.9........3.6.......0.3........0.0
Middle East and North Africa.5.5........3.7......1.3........0.0
Sub-Saharan Africa..............5.5.........5.3......0.3.....0.2
Niðurstaða
Það má ekki milli sjá hvort snillingarnir í ríkisstjórn Þýskalands, eða útjgladahaukarnir á Bandaríkjaþingi, eru hættulegri. En báðir hóparnir þ.e. útgjaldahaukarnir í flokki Angelu Merkel, og útgjaldahaukarnir meðal þingmanna Repúblikana. Eru í aðstöðu til að búa til heimskreppu.
Og hættan er einmitt að þeir það geri.
Þá skellur hún á af krafti undir lok þessa árs.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 17. júlí 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar