Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
15.2.2019 | 23:30
Er í raun og veru neyðarástand á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó -- Donald Trump finnst það greinilega!
Ég ákvað að skoða málið aðeins enda hafa Bandaríkin margvíslega sjálfstæða aðila sem stunda það stöðugt að rína í gögn og birta skýrslur -- einn slíkur aðili er: Center for Immigration Studies -- skjá skýrslu frá 2017: Robert Warren Center for Migration Studies.
Þetta er mörgu leiti forvitnileg skýrsla!
Ath. -- þarf að bæta þrem núllum við allar tölur.
Ef marka má skýrsluna -- þá er líklega ekki rétt að skilgreina neyðarástand.
- Taflan að neðan sýnir að heildarfjöldi ólöglegra innflytjenda frá öllum löndum fækkar úr 11.725.000 í 10.665.000 frá 2010.
- Ólöglegum Mexíkóum fækkar um liðlega milljón, þ.e. úr 6,6millj. í 5,29millj. og það sem er áhugavert - 2017 í fyrsta sinn, eru Mexíkóar minna en helmingur ólöglegra innan Bandaríkjanna.
- Daufu súlurnar sem sjást ekki vel - sýna ólöglega innflytjendur sem eru reknir frá Bandaríkjunum.
- Það sem er áhugavert er að - skv. myndinni öll árin frá 2010 - 2017, er fleiri ólöglegum innflytjendum vísað frá Bandaríkjunum, en sem koma inn.
- Skv. því, hafa síðan 2010 innflytjenda-yfirvöld verið að vinna sína vinnu, og stuðla að töluverðri fækkun ólöglegra innan Bandaríkjanna þessi 7 ár.
Skv. töflu 1. - fækkar ólöglegum innflytjendum frá Mexíkó í öllum fylkjum Bandaríkjanna sl. 7 ár þ.s. Mexíkóar eru fleiri en 50þ. -- t.d. 26% í Kaliforníu.
- Tafla 3. sýnir að Mexíkóar voru stærsti einstaki aðkomuhópur sem eru ólöglegir, 2016.
- Takið eftir -- að helmingi fleiri þeirra komu löglega til Bandaríkjanna, en síðan urðu ólöglegir eftir að ferðamanna Visa rennur út -- en þeir sem smygla sér yfir landamærin.
- Þetta hafa menn bent á í umræðinnu, að fleiri komi löglega til Bandaríkjanna - en síðan láta ferða Visa áritun renna út, en þeir sem smygla sér ólöglega.
Veggur væntanlega gagnast ekki til að glíma við þá, sem koma löglega til landsins - en síðan láta sig hverfa innan landsins er ferðamanna-áritun rennur út.
Þessi tafla sýnir þróun í fjölda ólöglegra innan Bandaríkjanna milli 2010 og 2017 eftir ríkjum.
- Eins þarna kemur fram, fækkar ólöglegum heilt yfir um 1,06 millj. eða 9%.
- Þar af fækkar Mexíkóum um 1,31 milljón.
- Sem þíðir væntanlega, að öðrum en Mexíkóum fjölgar um 250þ.
Skýrslan sýnir greinilega að ólöglegum innflytjendum fækkar síðan 2010.
Að fleiri er vísað úr landi ár hvert síðan 2010 en streyma til Bandaríkjanna.
- Þetta virðast greinileg málefnaleg rök gegn því að nú 2019 sé neyðar-ástand sé til staðar.
- Bendi á að þó tölur séu einungis til 2017 -- þá hefur Donald Trump hert stefnuna, því ekki ástæða að ætla -- að trendið 2018 hafi snúist við.
Mér virðist því gögnin benda til þess, að það sé ekki neyðarástand í innflytjendamálum innan Bandaríkjanna!
--Það að ólöglegum fækkar hver ár frá 2010 - bendi til þess að stefnan sé að virka.
--Þar af leiðand, að óþarfi sé líklega að grípa nú til neyðar-ráðstafana!
Trump declares U.S.-Mexico emergency for border wall
Trump, in proclamation, says military help needed due to 'gravity' of emergency
Trump declares national emergency to pay for border wall
What Donald Trumps national emergency declaration means
Það auðvitað veikir stöðu Donalds Trump í dómsmálastorminum framundan, að ólöglegum innflytjendum innan Bandaríkjanna fer fækkandi - ekki fjölgandi!
Fyrsta augljósa ábending er auðvitað - að það ríki ekki neyðar-ástand, þannig að yfirlýsing um neyðar-ástand, sé tilhæfulaus.
Eins og sést á gögnum sem ég vitna í, þá virðast sterk rök til staðar fyrir því - að það sé ekki neyðarástand - þó svo að gögn vanti frá 2018 reikna ég með því að hertar ráðstafanir sem Trump hefur beitt sér fyrir, leiði fram sömu niðurstöðu fyrir 2018 að nettó útstreymi sé til staðar þ.e. fækkun ólöglegra innflytjenda -- þannig fækkun sé sérhvert ár frá 2010.
--Bendi á að greinileg fækkun er 2017 miðað við 2016, fyrsta valdár Trumps.
Það má því alveg varpa fram þeirri spurningu, hvort verið geti að á brattann verði að sækja fyrir Donald Trump, að verja yfirlýsingu um neyð -- þegar gögn benda til þess þveröfuga?
--En enginn vafi er að yfirlýsing Trumps verður snarlega kærð.
Síðan getur verið að Donald Trump hafi skaðað sjálfan sig í ummælum:
I didn't need to do this, but I'd rather do it much faster
Augljósi punkturinn er auðvitað sá -- skv. honum sjálfum, þurfti hann ekki að gera þetta.
En hann vildi frekar að veggurinn yrði reistur -- miklu hraðar!
--Það virðist grafa undan yfirlýsingu um neyðarástand.
Klárlega ef þú lýsir yfir neyð - til þess að koma X í verk - þá áttu ekki að segja, að ekki hafi í raun bráðlegið á X.
--Þá ertu í reynd að styðja mótbárur þeirra, sem segja enga neyð til staðar -- ekki satt?
Niðurstaða
Eins og sést á gögnum vitnað til, hefur ólöglegum innflytjendum innan Bandaríkjanna fækkað um milljón síðan 2010. Þeim hefur að auki fækkað sérhvert ár frá 2010.
Það bendi til þess, öfugt við það sem gjarnan er sagt - að þær aðgerðir í innflytjendamálum sem til staðar eru, séu að virka. Eða m.ö.o. að ekki sé þörf drastískra viðbótarráðstafana.
Gögn ennfremur sýna að ólöglegt aðstreymi er nærri 2-falt meira gegnum svokallað - Visa overstay - þ.e. komið löglega til Bandar. með ferðamanna-áritun, en síðan dveljist viðkomandi áfram ólöglega eftir að ferðamanna-áritun rennur út.
Miðað við þetta er ekki að sjá að rosaleg brín þörf sé fyrir vegg.
Það að gögn sýni fækkun ár frá ári síðan 2010 - gæti þvælst fyrir Donald Trump á næstunni, þegar hann væntanlega lendir í glímu við dómstóla, þegar væntanlega yfirlýsing um neyð verður dregin í efa - og þess óskað að hún verði lýst, tilhæfulaus.
Það má auki vera, hans eigin orð í tilsvari við spurningu blaðamanns - sjá youtube video að ofan, geti auki þvælst fyrir honum, þ.s. hann sjálfur virðist grafa undan eigin yfirlýsingu þess efnis að veggjar sé þörf til að mæta meintri neyð.
--Það verður forvitnilegt að fylgjast með deilum Vestan hafs á næstunni.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2019 | 00:47
Dapurlegt hvernig deila um matar-aðstoð er orðin að þrætuepli milli Bandaríkjanna og ríkisstjórnar Venezúela
Það allra skrítnasta við ríkisstjórn Nicolas Maduro - er að hún enn þverneitar því að hungursneyð sé í landinu, þó yfirgnæfandi sannanir hafi blasað við í rúm 3 ár.
Nicolas Maduro -- Viðtal á BBC: Venezuela President Nicolás Maduro interview.
Fullkomlega steikt að lesa það sem Maduro segir.
En hann heldur því fram fullum fetum -- að ekkert hungur sé í landinu.
Það sé lygasaga haldið fram á Vesturlöndum -- til að réttlæta inngrip í landið.
--Síðan fullyrðir hann að einungis 800þ. Venezúelar hafi yfirgefið landið.
- Skv. gögnum SÞ - sem ég treysti mun betur, eru það 3 - milljónir.
--Svo er hann með sérkennilegar fullyrðingar, að milljónir Kólumbíumanna, hafi flúið til Venezúela -- sem að sjálfsögðu enginn kannast við.
- Skv. frásögn Maduro eru milljónir aðkomumanna -- stórfellt nettó aðstreymi.
Þetta kemur manni fyrir sjónir eins og frásögn -- ráðamanns frá Norður-Kóreu.
Einhvers konar - alternative - veruleiki. Í engum tengslum við það sem er vitað.
Til upplýsingar -- Skýrsla SÞ: VENEZUELA Humanitarian crisis.
- Þessi skýrsla er ekki glæný, frá 2018.
En sú skýrsla segir allt - allt aðra sögu, en fullyrðingar Maduro í viðtalinu.
Tja, eigum við ekki segja, að ég trúi miklu frekar rannsókn SÞ á ástandinu í landinu.
Spurning, hvenær er hægt að réttlæta inngrip?
- Vandamálið við Venezúela, að til staðar er landstjórnandi er virðist einungis tala í órum, er hann ræðir ástandið þar -- hann blaðrar út í loftið það sem er víðs fjarri öllu sanni -- afneitar rannsóknum SÞ sem staðfesta hungur.
--Kallar þetta allt, Vestrænar lygar. - Það sé einfaldlega ekki sjáanlegt nokkur leið, til að tjónka við Maduro -- eins og hann lyfi í öðrum heimi en okkar. Þegar á í hlut stjórnandi, sem virðist í engum tengslum við veruleikann, er klárlega engin von um lausnir frá slíkum aðila.
--Ein mesta verðbólga heimssögunnar geisar í landinu - 3 milljónir flúnar - hungur verið til staðar í rúm 3 ár.
**Og stað þess, að óska eftir matar- og lyfja-aðstoð, blaðrar hann, að landið hafi stolt, hafi virðingu - og hafnar því fullkomlega að nokkur þörf sé til staðar fyrir slíkt.
Ég skal hreinlega segja eins og er - mér virðist ástandið í Venezúela réttlæta inngrip, það að koma Nicolas Maduro frá -- því fulljóst sé af hans eigin orðum, hann sé fullkomlega búinn að tapa sýn á veruleikann -- -- ég er að segja, hann sé klárlega brjálaður - vitifyrrtur.
Geðveikur einstaklingur við völd, getur ekki leyst nokkurn skapaðan hlut.
Það virðist ljóst - að upphaf að lausn á vanda landsins, sé að koma honum frá.
Pólitískar deilur um matar-aðstoð!
Hungry Venezuelans urge help but standoff looms over 'politicised' aid
Alþjóða hjálparstofnanir eru ekki hrifnar af því, hvernig -- neyðar-aðstoð er orðin að pólitísku þrætuepli.
We remind interested parties that any potential political use of humanitarian aid can generate risks, in particular for those the aid is intended to support, if this use is not based on technical and objective criteria, - statement signed by War Child, Oxfam and others...
Vandamál fyrir slíka aðila er auðvitað, að deilan gæti leitt til þess að ríkisstjórn Maduro þrengdi að starfsemi þeirra - enn frekar en hún þó gerir.
- Auðvitað er það rétt, nánast það eina sem er rétt af blaðri Maduro - að sennan um mataraðstoðina á landamærum Venezúela -- er ætlað að koma Maduro frá.
- En það er síðan hann - sem er slíkur kjáni, að þverneita því að nokkur slík neyð sé til staðar.
--Með því, að sjálfsögðu veitir Maduro - andstæðingum sínum, fjölda áróðurs-prika.
Maduro tekur klárlega óvinsæla afstöðu, segja landið ekki þurfa hjálp.
Sem íbúar landsins að sjálfsögðu vita er ekki rétt.
Andstæðingur Maduro -- á sama tíma, höfðaði til hersins með þeim hætti, að fjölskyldur hermanna lyðu einnig skort, sem er alveg örugglega rétt.
- Maduro hefði auðveldlega getað -- eytt málinu, með því einfalda - að taka við aðstoðinni.
Síðan greinilega fyrirhugar ríkisstjórn Brazilíu að blanda sér í deiluna!
Brazil Considers Humanitarian Aid Route Into Venezuela From South
- Roraima er hvar 200þ. Venezúelar hafa komið yfir til Brazilíu.
Þar virðast stjórnvöld Brazilíu, ætla að koma upp birgðastöð fyrir hjálpargögn.
Og líkur virðast á að þaðan verði einnig beitt þrýstingi, um að fá að senda gögn yfir landamærin.
Deilan á landamærum Kólumbíu - er orðin það absúrd, að við brú sem liggur á milli landanna, hefur verið komið fyrir gámum Venezúelamegin til að blokkera traffík - svo bílstjórar vörubíla með birgðum sem eru staddir handan brúarinnar Kólumbíumegin, geri ekki tilraun til að aka yfir landamærin.
- Maduro með þessu - standoff - veitir nú ódýr áróðursprik til andstæðinga sinna.
- Endurtek, hann ætti að hleypa þessu yfir - heimila að sett sé upp dreifing Venezúelamegin.
- Maduro hefði fyrir löngu átt að lísa landið alþjóða hamfarasvæði - óska eftir alþjóðlegri neyðar-aðstoð.
--Þó það væri viðurkenning þess að vera með allt niður um sig, þá a.m.k. sýndi hann með slíku - að hann vildi stuðla að betra ástandi.
Það er vel hægt að bæta ástandið og það verulega, með því einu að -- gefa út slíka yfirlýsingu, þá án vafa -- fær landið alla þá neyðar-aðstoð sem það þarf.
- En með því, að þverskallast við - kalla það endurtekið lygar, að ástandið sé sannarlega þetta slæmt -- þá sýni hann tvennt, að hann sé úr takt við veruleikann og hitt að hann auðsýnir kulda gagnvart neyð eigin landsmanna.
Það sé að mínu viti fullkomlega ófyrirgefanlegt - að enn þrem árum eftir að hungursneyð hefst í landinu, sé hann enn í slíkri afneitun.
Fyrir mér er þetta eitt og sér - næg rök fyrir því, að ekki sé um annað að ræða en að koma honum frá.
- Það skýri af hverju 50 - ríkisstjórnir í heiminum, taki nú undir þá kröfu að hann víki, að hann sé talinn fullkomlega ófær.
--Ég held það sé algerlega einstakt í heimssögunni, að 50 ríkisstjórnir æski þess að þjóðarleiðtogi annars lands - víki, vegna þess að sá sé ófær með öllu.
Niðurstaða
Maður kennir náttúrulega í brjósti um íbúa Venezúela sem líða fyrir það að búa við fullkomlega óhæfan stjórnanda -- Maduro sé greinilega brjálaður.
--Ég vísa til viðtals við hann, sjá hlekk að ofan - því til sönnunar hann sé brjálaður.
Ég meina, rannsóknir SÞ á ástandinu í landinu sína að þar ríkir margvísleg alvarleg neyð.
Og maðurinn kallar það allt saman - lygar.
--Maðurinn er hreinlega brjálaður.
Hinn bóginn er sá vandi, að Maduro virðist geta hangið nokkuð enn á völdum.
Mánudag í sl. viku, tóku harðar refsiaðgerðir gildi af hálfu Bandaríkjanna.
Þeim aðgerðum er greinilega ætlað, að svelta Maduro af fé. Ef það tekst, þá klárlega hefst hratt hrun ferli í landinu, sama hversu Maduro leitast við að hanga.
Það auðvitað þíðir, að versnun ástands fer á - fast forward.
Besta von landsins virðist nú, að Maduro falli sem allra fyrst.
En nýr forseti þarf ekki að gera meir til að vera skárri en Maduro, en að lísa landið alþjóðlegt hamfarasvæði og óska eftir alþjóða neyðaraðstoð.
--Hún mundi þá berast eins hratt og alþjóða-stofnanir, og önnur lönd gætu sig hreyft til að koma til aðstoðar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2019 | 11:33
Spurning hvort Bandaríkjastjórn hefur hugsað nýjar refsiaðgerðir gegn Venezúela alla leið út á endapunkt
Mánudag í sl. viku - tóku gildi eitilharðar aðgerðir gegn Venezúela-stjórn, þ.s. ákveðið var að olíutekjur landsins tilheyrðu stjórnarandstöðu landsins undir forystu sjálfskipaðs forseta - ekki ríkisstjórn Maduro.
Sem þíðir, að þar sem að Maduro er enn við völd, að ríkisstjórn landsins er svipt tekjum af eignum ríkisolíufélags landsins og þeim fjárhæðum sem eru í eigu þess innan Bandaríkjanna, sem og tekjum af sölu af olíuförmum sem sendir höfðu verið til Bandar. og ekki var enn búið að klára að selja.
Ég átta mig á því, þetta er gert til þess að knýja fram hrun ríkisstjórnar Maduro.
En hvað ef - ef honum tekst samt að hanga á völdum, töluvert lengur?
- Óljósar fréttir bárust á sunnudag af því, að opnaður hefði verið reikningur í banka í eigu stærsta ríkisolíufélags Rússlands.
--Fréttir sem bornar voru til baka af rússn. ríkisfélaginu.
Gefur þó vísbendingar að verið sé að leitast við að búa til eitthverskonar - plan B.
Ímyndum okkur að Maduro takist að hanga, með aðstoð Rússlands!
Hvað það verður sem Maduro þarf að láta til Rússlands á móti!
Gerum ráð fyrir að þó Rússlandi takist að láta olíu-viðskipti að einhverju leiti fara fram í gegnum Rússland - þá er rétt að benda á svokallaða "secondary sanctions" sem væntanlega eru hluti af nýja refsi-aðgerða-pakkanum, að það verða væntanlega einungis fyrirtæki í engum viðskiptum við Bandaríkin og lönd í óverulegum samskiptum/viðskiptum við Bandaríkin - sem mundu vera kaupendur.
--Líklega yrði Maduro að selja olíuna langt undir markaðsverði - til þess að fá einhverja kaupendur.
- Spurningin er þó, hvort Maduro takist að ná fram nægum peningum - til þess að borga nægilega mörgum hermönnum, þannig að Maduro geti tekist að halda stjórn á höfuðborg landsins - nærliggjandi svæðum, og ekki síst - olíusvæðunum?
- Segjum honum takist það - yrði væntanlega lítið sem ekkert eftir afgangs til matarkaupa fyrir landsmenn.
- Þannig, að þá væntanlega hefst stórfellt aukinn landflótti frá Venezúela.
Gott og vel, þegar hafa 3-milljónir flúið.
Búist var þegar við því, að flóttinn gæti náð 5-millj. fyrir árslok!
Það sem ég er að tala um sem hugsanlegan möguleika er -- þeim fjölgi t.d. í 10 milljónir.
Þannig að ef Bandaríkin ætla að halda fram þessari nýju stefnu sinni er tók gildi mánudag í sl. viku til streitu -- > Þá er eins gott að þeir standi fyrir massívum flóttamannabúðum við helstu landamæri Venezúela, innan landamæra helstu grannríkja Venezúela.
--Hrunferlið fari væntanlega í - fast forward - þ.e. hraðinn á því aukist mikið.
--Ég þegar var farinn að reikna með því að hrun Venezúela mundi á einhverjum enda ná þetta langt, þó ekkert væri gert til að íta við málum, en með nýjum aðgerðum Bandaríkjanna, ef ríkisstjórnin hrynur ekki fljótt, gerist hrunið væntanlega á stór-auknum hraða.
Þá er eins gott að Bandaríkin hefji stórfelldan undirbúning fyrir gríðarlega umfangsmikið flóttamannavandamál í S-Ameríku, og það strax.
Niðurstaða
Veikleiki hinnar nýju stefnu Donalds Trumps gagnvart ríkisstjórn Venezúela - er að hún getur klárlega leitt til harðrar gagnrýni á Bandaríkin - ef ríkisstjórn Trumps hefur ekki áttað sig á því, að líkleg afleiðing - ef Maduro tekst að hanga á völdum - verður væntanlega sú, að stórauka á flóttamanna-straum frá Venezúela í ár - miðað við hvað annars hefði gerst.
Ég hugsa að á enda, hefðu 10 milljón samt flúið - en refsiaðgerða-áætlun Bandaríkjanna, flýti öllu ferlinu -- og ef ríkisstjórn Bandaríkjanna áttar sig ekki á þessu, er ekki að undirbúa grannlönd Venezúela fljótlega fyrir risastóra flóttamannabylgju -- þá mætti alveg setja upp spurningar um, hversu ábyrg sú hin nýja harða refsiaðgerðastefna er.
--Það hefði kannski átt að hefja ferlið á að reisa flóttamannabúðirnar.
--En kannski eru þeir að veðja á hratt hrun ríkisstjórnar Maduro.
Kannski á það enn eftir að gerast, og áhyggjur um stórfellt aukna flóttamannabylgju eru ástæðulausar - en á móti, kannski finnur Pútín leið - fyrir Maduro að hanga aðeins lengur.
--En það mundi aðeins vera það, að hanga aðeins lengur!
Hinn bóginn gæti það samt verið þess virði fyrir Rússland, þ.s. ef ríkisstjórn Donalds Trumps er tekin í bólinu með líklegan stóraukinn landflótta, það kemur í ljós DT hafði ekki hugsað málið út á endastöð -- þá gæti beinst afar hörð gagnrýni að Bandaríkjunum.
--Margir gætu tekið undir hana, og Pútín mundi vinna áróðurs-sigur, þó svo hann líklega yrði að sjá eftir Maduro og eignum Rússlands í Venezúela fyrir - rest samt sem áður.
Hvað okkur varðar sem búum hér á klakanum, þá erum við einungis áhorfendur að þessu sjónarspili.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að mörgu leiti sérkennilegt - stand off - í býgerð milli Nicolas Maduro er hefur um árabil verið landstjórnandi í Venezúela og Juan Guaidó sjálfskipaðs bráðabirgðaforseta landsins en raunverulega forseti þings landsins.
Deilan snýst um matar-aðstoð fyrir Venezúela!
- Sl. sunnudag, lofaði Juan Guaidó í ræðu því að skipuleggja birgðalest af mat og öðrum nauðsynjum, er mundi halda yfir landamærin við Kólumbíu fyrir lok þessarar viku.
--Eins og flestir ættu að vita, hefur verið hungursneyð í Venezúela í rúm 3. ár. - Nicolas Maduro, brást hinn versti við og hefur fordæmt aðgerð Juan Guaidó, kallar matar-sendingar að utan, inngrip í innanríkismál landsins - auk þess að hann sagði í ræðu, að íbúar Venezúela væru ekki betlarar -- Maduro hefur fyrirskipað hernum, að hindra skipulagða aðgerð á vegum stjórnar-andstöðu Venezúela.
Maduro: With this show of humanitarian aid they are trying to send a message: Venezuela has to go begging to the world! And Venezuela will not beg for anything from anyone in this world,... Maðurinn er snar geggjaður.
Hingað til hefur Maduro hafnað allri neyðar-aðstoð við landið. Hafnað að lísa það alþjóðlegt hamfarasvæði - óska eftir alþjóðlegri aðstoð. Hann enn kallar það lýgi, að neyð sé til staðar -- hefur jafnvel gengið svo langt að kalla það lýgi, það sé verulegur landflótti frá Venezúela. - Það virðist ljóst, að Maduro ætlar að líta á málið sem -- prófstein á vald sitt.
- Ég velti fyrir mér hvort það eru ekki augljós mistök?
- Er hægt að taka óvinsælli afstöðu í landi í hungursástandi í yfir 3 ár.
- Að neita að taka við - skipulagðri neyðar-aðstoð?
Venezuelas Opposition Plans to Deliver Aid, Undermining Maduro
Aid convoys for Venezuela risk becoming flashpoint
Humanitarian aid emerges as next frontline in battle for control of Venezuela
Báðir höfða til hersins!
Nicolas Maduro -- á skipulögðum útifundi á herstöð sl. mánudag!
Juan Guaidó -- Mr. Guaidó, 35, said in an interview on Sunday that he hopes the aid will help persuade the countrys security forces to rally behind him. - Were putting the ball in their court,...Were telling them they have the chance to help their relatives, their cousins, their children, their mothers, who are suffering as much or more than the average Venezuelan.
--Maduro leitast til við að höfða til þjóðarstolts, fullyrðir landið þurfi ekki á utanaðkomandi aðstoð að halda.
--Meðan, Guaido - höfðar til hersins að veita lýðnum miskunn, muna eftir eigin fjölskyldum, sem sannarlega líklega líða matarskort eins og flestir aðrir landsmenn.
Hafandi í huga að matarskortur er nú búinn að vera í rúm 3 ár - það geti vart verið að hermanna-fjölskyldur fari varhluta af ástandinu í landinu.
Þá velti ég fyrir mér, hvort það sé ekki -- nokkurs konar sjálfsmorð fyrir Maduro, að halda við þá afstöðu - að landið sé ekki þurfandi.
- Þetta er hið minnsta kostir afar sláandi valkostir - í annan stað, Maduro mitt í hungrinu og neyðinni í landinu, heimtar að herinn loki á hundruðir tonna af mat og lyfjum - frýja gjöf.
- Og hinn kosturinn, að herinn er hvattur til að muna eftir - sveltandi fjölskyldum hermanna.
Niðurstaða
Ég held þetta sé snjall leikur hjá - Guaido - það sé eins og hann hafi vitað fyrirfram hvernig Maduro mundi bregðast við. Ef út í það er farið, fæ ég ekki betur séð en að afstaða Maduro hljóti að vera - risastór afleikur. Hinn bóginn, þá hefur Maduro málað sjálfan sig út í horn með fyrri yfirlýsingum, svo sem að það væri lýgi að neyð ríkti í landinu - að það væri fjöldaflótti þaðan - að landið þyrfti yfir höfuð á aðstoð. Þannig að kannski voru viðbrögð hans, óhjákvæmileg.
Hinn bóginn, þá fæ ég ekki séð hvernig Maduro getur valið óvinsælli afstöðu.
Það á sama tíma og hann berst fyrir sinni stöðu sem forseti, og sú staðar er algerlega háð hernum -- þar sem að það geti vart verið en að ástandið í landinu bitni einnig á fjölskyldum hermanna - hlýtur það að vera mjög óvinsæl krafa innan hersins frá Maduro, að hindra hina skipulögðu og vel auglýstu - matarsendingu.
Þetta gæti raunverulega orðið - steinvalan sem veltir Maduro.
Því um leið og herinn mundi óhlýðnast Maduro - væri vald hans líklega veiklað endanlega.
--Maduro hefur sjálfur að virðist valið að gera þetta að, spurningu um vald forsetans.
--Það getur reynst herfilegur afleikur.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það bendir nefnilega margt til þess að Venezúela hafi verið á hraðri siglingu yfir í að verða að rússnesku leppríki - sá sem fer fremstur í vaxandi áhrifum Rússland í landinu er Igor Sechin sem rekur stærsta olíufyrirtæki Rússlands, Rosneft.
Maduro bregður sverði sem Igor Sechin gaf honum
- Sechin hefur skipulagt hóp af fyrirtækjum í olíuiðnaði Rússlands, til að fjárfesta í Venezúela - í olíuiðnaði landsins að sjálfsögðu.
- Sama tíma hefur Rússland og Rosneft lánað ríkisstjórn landsins stórfé, 17 milljarðar dollara. Af því fé, eru 6 milljarðar dollara sem koma til greiðslu á þessu ári.
- Bendi á, Venezúela lýsti sig gjaldþrota á sl. ári - en greiðir samt af lánum til rússneskra aðila.
- Hinn bóginn, fær ríkisstjórn ekki ný lán án skilyrða - þá meina ég skilyrði svo sem að heimila rússn. aðilum, enn frekari aðgengi að auðlyndum landsins.
- Að Venezúela þarf að greiða 6ma. á þessu ári - setur þrýsting á ríkisstj. landsins að veita rússn. aðilunum frekari réttindi til rekstrar auðlynda landsins, svo meira fé fáist.
Þetta heitir, nýlendustefna!
En það er afar einfalt, að um leið og rússl. ræður auðlyndum landsins, er ríkisstjórn þess orðin að -- launuðum þjón rússn. aðila.
Þá væru samskiptin orðin nákvæmlega þau sömu, og svo oft var á milli nýlendu-herra og ráðamanna á því svæði sem féll undir nýlendu-stjórn.
En gjarnan leyfðu nýlendu-veldin svæðisbundnum elítum að halda sér.
Gerðu þær einungis að sínum þjónum!
Ef einhver þekkir ekki Monroe Kenninguna, þá var hún yfirlýsing Bandaríkjanna á 19. öld.
Þess efnis, að Bandaríkin mundu ekki þola/umbera afskipti Evrópuríkja af Ameríku, Suður sem Norður.
--Rússland í þessu tilviki fellur undir Monroe kenninguna, þ.s. á 19. öld var Rússl. skilgreint með hópi stórvelda Evr.
Russias support for Venezuela has deep roots
Trump says U.S. military intervention in Venezuela 'an option,' Russia objects
European nations set to recognise Juan Guaidó as Venezuela's leader
Mjör harðar bandarískar refsiaðgerðir taka gildi á mánudag: Will Venezuela oil sanctions be the silver bullet to fell Maduro regime?.
Þær aðgerðir eru líklega til að lama ríkisolíufyrirtæki landsins, sérstakar ástæður koma til - því olía frá Venezúela er það þykk, til þess hún sé nothæf þarf að blanda hana olíu annars staðar frá.
Þess vegna á ríkisfélag Venezúela starfsemi í Bandar. og hreinsistöðvar þar, þ.s. aðgengi að annarri olíu er gott innan Bandaríkjanna. Einnig rekur ríkisfélagið hreinsistöðvar utan landsins á einni eyja karabíska hafsins.
- En punkturinn er sá, að olían er takmarkað virði, nema fyrst blönduð.
- Tæknilega getur ríkisfélagið keypt olíu að utan, blandað heima fyrir - síðan flutt úr landi.
En til þess þarf flóknara kerfi, fyrir utan að hreinsi-stöðvar Venezúela kvá vera í slæmu ásigkomulagi eftir áralanga vanrækslu. Sem hafi gert landið afar háð hreinsistöðvum í eigu olíuflélagsins utan landamæra landsins.
Sem hafi verið hvers vegna, Venezúela var enn að greiða af skuldum -- reksturs ríkisfélags Venezúela innan Bandaríkjanna.
- Sjálfsagt heldur einhver því fram, að refsiaðgerðir hafi orsakað allan vanda landsins.
- Bendi á, á móti -- að hungursneyð hefur verið í a.m.k. 3 ár rúm, flótti úr landinu hefur verið að ágerast smám saman í nokkur ár, sama um óðabólgu og skort á lyfjum - og sjúkdómafaraldrar sem geisa í landinu hafa verið að versna í nokkur ár.
Það sé einungis á mánudag þ.e. í þessari viku, að slíkar refsiaðgerðir hefjast að þær hafi raunverulega alvarleg efnahagsleg áhrif.
Það sé ekki unnt að kenna því um, sem einungis er að hefjast mánudag í þessari viku, ástand sem hefur verið að vinda upp á sig nú um árabil.
--Hinn bóginn virðast þetta virkilega aðgerðir af því tagi, að lítil von virðist að ríkisstjórn landsins geti haft það af.
Niðurstaða
Ég á von á því að Bandaríkin hafi betur í rimmunni við Rússland. Bendi á að ásökun Rússlands að Bandaríkin séu eftir auðlyndum landsins sé eins og hvert annað grín, þegar Rússar sjálfir eru greinilega djúpt staddir í -- "neo colonialism."
Rússland á enga öfluga bandamenn á svæðinu, og á því líklega enga von um að sigrast á Bandaríkjunum í slag um Venezúela. Ef við gefum okkur þá útkomu að Rússland verði undir - þá tapar Rosneft og rússneska ríkið stórfé, Igor Sechin væntanlega verður fyrir stórtjóni persónulega er gæti veikt hans stöðu innan Rússlands - ef staða hans veikist verulega, gæti það hleypt af stað átökum innan þess hóps auðugra einstaklinga standa að baki Pútín.
Síðan kemur í ljós hvernig Venezúela sjálft hefur það af. Með nýrri ríkisstjórn, skapast a.m.k. möguleiki að snúa ástandinu þar við. Maduro hefur t.d. þverneitað að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi - ekki heimilað erlendum hjálparstofnunum að starfa þar óhindrað. Það eitt að nýr forseti óskaði eftir alþjóðlegri aðstoð - gæti bætt ástand mála hratt.
--Þar sem þá fengist matar-aðstoð, neyðar-læknaaðstoð, og lyfja-sendingar.
Það sé illskiljanlegt hvers vegna Maduro enn þverskallast við, að lísa yfir alþjóðlegu neyðarástandi innan landsins -- hvers vegna hann enn kallar það lýgi að slæmt ástand ríki í landinu. Þetta eitt þó ekkert annað kæmi til, er næg ástæða af hverju Maduro þarf að fara frá.
--Besta von landsins er líklega skjótur ósigur Maduro, þ.e. án átaka. Þ.s. þá væri unnt að hefja alþjóða aðstoða innan landsins. Ég reikna með því að ein fyrsta yfirlýsing nýs forseta væri að óska eftir alþjóða aðstoð. Það eitt ef hann það gerir, mundi snarlega gera hann skárri en Maduro.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2019 | 22:39
Virðist pínulítill möguleiki á friðsömum valdskiptum í Venezúela
Marco Rubio, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum - keppinautur Trumps um útnefningu Repúblikana 2016 á forsetaframbjóðanda, síðar skipaður sendiherra Bandaríkjanna í Venezúela af Donald Trump -- virðist að baki yfirlýsingu Juan Guaidó forseta þings Venezúela sem titlar sig nú - bráðabirgðaforseta landsins, heimtar að Nicolas Maduro stígi til hliðar.
All Eyes on the Army in Venezuela Power Struggle
"Self-appointed Venezuelan President Juan Guaidó"
Félagarnir Rubio og Guaido fara ekkert leynt með samvinnuna, Guaido er of ungur til að hafa tengst valdaráns-tilraun í tíð George Bush forseta, þannig að hann hefur þá ímynd að hafa hreinan skjöld.
Fjöldi S-Ameríkuríkja tilkynntu strax stuðning við Juan Guaidó -- síðan á fimmtudag samþykkti svokallað Evrópuþing, einnig stuðning við hann: European parliament recognises Guaidó as interim Venezuelan leader.
- Skv. áhugaverðri frétt - er Nicolas Maduro að selja mikið magn af gulli: Venezuela prepares to fly tonnes of central bank gold to UAE - source.
- Spurningin er, af hverju er Maduro að selja svo mikið af gulli - akkúrat núna?
Það sem blasar við, að verið er að bjóða í her Venezúela!
Það sem getur ráðið úrslitum - getur einfaldlega verið, hver getur boðið æðstu hershöfðingjum hers Venezúela -- hæstu múturnar, bestu líftrygginguna - o.s.frv.
Að Maduro er að selja gull í tonna vís til útlanda - akkúrat núna, getur verið vísbending þess; að hann undirbúi hressilegt boð um digrar mútur af sinni hálfu.
Augljóslega hefur Juan Guaidó enga peninga - en Marco Rubio getur hugsanlega eða meir en hugsanlega, reddað því.
- Það sé möguleikinn á friðsömum valdaskiptum sem ég vísa til, að herinn taki ákvörðun þá að -- velja, Marco Rubio.
--Nicolas Maduro gæti þá pent fengið að fara úr landi, án þess að vera handtekinn.
--Mundi örugglega fá að vera á Kúpu. - Ef á hinn bóginn - Maduro mundi bjóða betur, tja - það má vera, að stjórnvöld Rússlands -- leggi einnig peninga í púkkið, enda eiga þau nú -- tugi milljarða dollara undir, að halda Maduro við völd -- enda gert verðmæta samninga við hann, og veitt Maduro stjórninni marga milljarða dollara í lánsé.
- Í seinna tilvikinu, á ég ekki von á -- friðsömum valdaskiptum.
--Þá meina ég, valdaskipti fari líklega samt fram, en útkoman yrði þá stríð - hugsanlega langvinnt.
--Ég er alveg öruggur, Rússland getur ekki unnið það stríð, enda enginn sambærilegur bandamaður á við Íran fyrir Rússland í S-Ameríku.
M.ö.o. sé einn friðsamur möguleiki - að Maduro tapi strax.
Allir aðrir möguleikar, þíði líklega stríð.
Það sé mitt kalda mat.
Niðurstaða
Ástæða þess að ég er algerlega viss aðrir möguleikar en Maduro tapi á nk. dögum eða vikum í því uppboðsferli um hylli hersins sem mig grunar að sé nú í gangi innan Venezúela.
Að ég er handviss - að Bandaríkin umbera ekki, að Venezúela verði leppríki Rússlands.
En það sé sú vegferð sem sé undir, ef rússnesk olíufélög halda áfram að taka yfir stærri hluta vinnslu innan landsins, og lána stjórninni sí-aukið fé -- sem Rússar fá greitt með olíu. Það hljómar sem klassísk aðferð sem evr. nýlenduveldin beittu fyrir ca. öld og rúmri öld, að bjóða einræðisherra í kröggum fé - síðan meira fé, síðan heimta til-slakanir innan landsins gegn frekari lánum. Bendi t.d. hvernig Egyptaland varð háð Frökkum og Bretum seint á 19. öld - einmitt sú aðferð sem ég er að lísa, þó tæknilega væri það land undir Ósman ríkinu, var landstjóri Ósmana þar í reynd - sjálfstæður seint á 19. öld.
Það sé sennilega í reynd komin upp rimma milli Rússlands og Bandaríkjanna um Venezúela.
Rimma sem ég sé ekki að Rússland geti í reynd mögulega unnið.
--Bendi á að þegar eru 3 milljónir Venezúela flúnir úr landi, þar af ein milljón einungis í Kólumbíu. Flúnum Venezúelum fjölgi stöðugt - þetta fólk virðist mjög örvæntingarfullt, til í að vinna fyrir nánast hvað sem er.
--Þarna liggur yfrið nægur mannfjöldi, fyrir stóran skæruher, mönnuðum Venezúelum eingöngu.
Það vakti athygli um daginn, er Bolton hélt á plaggi, með handrituðum orðum - sem virtist segja 6 þúsund hermenn til Kólumbíu. Það er meira en nægur mannskapur, til að taka að sér að þjálfa heilan her. Það er hvað ég held sé -- plan B.
--Bandaríkin hrekji Rússland frá S-Ameríku, það sé enginn vafi þar um. Það annaðhvort gerist nær strax, eða það tekur einhver ár - bardagar læti - mannfall, áður en Rússl. legði niður skottið og færi.
- Ef Maduro fer strax á næstu dögum eða vikum, fær hann örugglega að fara óáreittur í útlegð, þess vegna með milljarða dollara í sjóðum - það væri sennilega þess virði að leyfa honum að eiga nokkra milljarða til ellinnar. Gullið sem hann er að selja, gæti allt eins orðið hans einkafé.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.1.2019 | 22:56
Bandarískar njósnastofnanir ekki sammála Trump í mati á Norður-Kóreu, ekki heldur merkilegt nokk varðandi Íran
Dan Coats, sem er nokkurs konar talsmaður njósnastofnana Bandaríkjanna gagnvart bandaríska þinginu, og ríkisstjórn Bandaríkjanna -- fer fyrir apparati kallað -national intelligence- sem samræmir upplýsingar frá njósnastofnunum Bandaríkjanna, svo unnt sé reglulega að flytja þingi og ríkisstjórn - nokkurs konar heildarsýn þeirra stofnana.
Hann kom fram fyrir Bandaríkjaþing, með sína árlegu heildarúttekt.
Intelligence chief contradicts Trump on North Korea and Iran
North Korea seen as unlikely to abandon nuclear weapons
Þó flestir fjölmiðlar fjalli um þann hluta úttektarinnar er kemur að málefnum Norður-Kóreu.
Eru ályktanir um Íran ekki síðust áhugaverðar!
- Íran stendur enn við kjarnorkusamninginn - segir Dan Coats. Það virðist á skjön við fullyrðingar sumra er standa nærri Trump á sl. ári.
US intelligence continue to assess that Iran is not currently undertaking the key nuclear weapons-development activities we judge necessary to produce a nuclear device...
Sjálfsagt dregur þetta úr ótta sumar að Bandaríkin hugsanlega stefni að frekari aðgerðum gegn Íran. - Norður-Kórea, ætlar sér ekki að - afsala sér kjarnorkuvopnum.
Tek fram, ég er fullkomlega sammála því mati.
We continue to assess that North Korea is unlikely to give up all of its nuclear weapons and production capabilities, even as it seeks to negotiate partial denuclearization steps to obtain key US and international concessions. -- North Korean leaders view nuclear arms as critical to regime survival,... -- The capability and threat that existed a year ago are still there.
Þetta er að sjálfsögðu á skjön við fullyrðingar Trumps og Pompeo, að mikið hafi áunnist í viðræðum.
Sannast sagna, sé ég ekkert verulegt sem augljóslega hefur áunnist - en NK heldur enn tilraunum með eldflaugar og kjarnavopn í pásu - fjöldi aðila benti á, tilraunasvæði NK hefur lofað að eyðileggja, sýni einkenni þess að hafa orðið fyrir tjóni í síðustu tilraun.
--Það geti hafa verið orðið, ónýtt.
NK hefur í reynd engin bindandi loforð gefið.
Það virðist því afar óljóst, hvað ætti að ákveða á fyrirhuguðum leiðtogafundi feb. nk.
Eitt sem hefur einkennt NK í samningum - er mikil samningafærni.
Þeim hafi hingað til ætíð tekist að gefa lítt eftir.
- Menn voru eðlilega hræddir sumarið 2017 er DT virtist á köflum hóta beitingu kjarnorkuvopna, hugsanlega.
- Með því að pása tilraunir - hefur Kim Jong Un - landstjórnanda NK, tekist að lægja öldurnar, án þess að séð verði -- hann hafi fram að þessu, gefið nokkurn skapaðan hlut eftir er máli skiptir.
- Það er hvað marga grunar, að Kim ætli sér að selja litla eftirgjöf með rósamáli þ.s. hann fer fögrum orðum um Trump -- er virðist auðveldlega uppveðrast við gullhamra.
- Síðan skrifi þeir undir fallega orðað skjal - með sára litlu raunverulegu innihaldi.
Kemur í ljós síðar hvort útkoman verður með þeim hætti.
Stríðshættan a.m.k. virðist fyrir bý - Kim hafi blásið loftið úr Trump með því að setja mál í pásu.
--Þ.e. allt og sumt sem má vera Kim ætli sér fyrir, að lifa af forsetatíð Trumps án nokkurs umtalsverðs í formi eftirgjafar.
Niðustaða
Eins og ég hef áður bent á, þá er áhugavert að ryfja upp kjarnorkusamning er gerður var í tíð Bill Clinton - sá fól í sér, lokun og innsiglun kjarnorkuvers NK sem notað er til framleiðslu plútons, lokun og innsiglun tilraunasvæða, og þess tilraunasvæðis sem notað var við tilraunaskot á stórum eldflaugum. Áætlanir NK voru settar í frysti m.ö.o. Alþjóða-kjarnorkumálastofnunin IAEA fylgdist með því innsigli væru ekki rofin.
Þetta stóð fram í forsetatíð George W. Bush. Á þessum punkti hafði NK ekki enn smíðað kjarnorkusprengju. En sprengdi sína fyrstu í tíð W. Bush - eftir að NK labbaði frá samkomulagi Clintons og komst upp með það í tíð George W. Bush.
Sá samningur verðu að sjálfsögðu ryfjaður upp, ef það birtist eitthvert samkomulag út úr viðræðum ríkisstjórnar Bandar. núverandi við stjórn Kim Jong Un, og árangur Bandaríkjaforsetanna tveggja þar með borinn saman.
Það sem hefur gerst fram að þessu, a.m.k. bendir ekki klárlega til þess DT nái meiru fram, eða því sem Clinton náði fram.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 30.1.2019 kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2019 | 20:41
Stefnir í aðgerð til að steypa Niculas Maduro forseta Venezuela?
Ástand sl. daga er óvenjulegt - en nokkur fjöldi ríkja hefur veitt Maduro 8 daga frest til að tilkynna að nýjar kosningar verði haldnar í landinu. Maduro hefur vísað þeirri kröfu út í hafsauga miðað við fréttir - hinn bóginn segist hann vilja ræða við Bandaríkin.
--Þó hann segi ekki akkúrat um hvað!
Nicolás Maduro rejects ultimatum on fresh elections in Venezuela
The United States, Canada and a dozen Latin American countries swiftly recognised Guaidó, the fresh-faced leader of the once-fractured opposition, and labelled Maduro a dictator, responsible for the economic and political crisis that engulfed his South American nation.
Venezuela's Maduro denounces election call but says ready to talk
Maduro's offer of dialogue with U.S. stands
Venezuelas military envoy to Washington defects
Eins og fram hefur komið, lýsti forseti þings Venezúela, Juan Guaido - sig réttmætan bráðabirgða-forseta landsins fyrir nokkrum dögum, talsverður fjöldi ríkja hefur ákveðið að lísa yfir stuðningi við hann -- þar á meðal ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Margvíslegur orðrómur er farinn að fljúga, þannig að Rússland neitaði formlega - að vera að senda málaliða til Venezúela: Russia denies sending mercenaries to shore up Nicolás Maduro's position.
Pútín hefur líst sig andvígan aðgerðum gegn Maduro: Russia says any military intervention in Venezuela should be avoided.
Forseti þings Venezúela gekk síðan skrefinu lengra á sunnudag: Juan Guaidó urges military to turn against Venezuela regime.
Rétt er að benda á að hungursneyð ríkir í landinu, og umtalsverður fjöldaflótti frá því: Number of refugees and migrants from Venezuela reaches 3 million.
Skv. SÞ - er heildartalan 3 milljónir nú, þannig tölurnar á myndinni eru smávegis úreltar
Fyrir utan þetta er stjórnlaus óðaverðbólga í landinu - olíuvinnsla skrapp saman um ca. 40% á sl. ári, og stefnir í að minnki niður fyrir milljón föt per dag á þessu ári - ef miðað er við sambærilega prósentu minnkun milli ára.
Spurning? Er nokkuð um annað að ræða en að steypa Maduro?
OK, einhver mun nefna að allt gæti farið í háa loft - Pútín gæti stutt Maduro, gott og vel - mögulegt.
--Hinn bóginn, fer ekki landið samt sem áður í háa loft?
- Það er vel unnt að færa rök fyrir slíkri útkomu, t.d. bendi á lækkandi olíutekjur -- þegar Chavez tók við var olíuframleiðsla ca. 3,2 milljón tunna per dag. Eins og sjá má að ofan, fór framleiðslan niður í ca. 1,5 millj. tunna eða fata per dag á sl. ári. Sérfræðingar vara við því, hún gæti fallið í um ca. milljón föt á þessu ári.
--Þetta hrun, þíðir að tekjur ríkisins minnka stöðugt.
--Ríkið hefur efni á færri starfsmönnum, og auk þessa að greiða færri kröfuhöfum.
--Ekki gleyma, efni á minni innflutningi. - Færri starfsmenn, þíðir enn meiri aukning í hrun ríkisins innan frá - væntanlega sker Maduro síðast niður í lögreglu og her, þannig að öll önnur starfsemi ríkisins líður þá harkalega - viðhald ekki síst, og þjónusta við almenning.
--En þetta þíðir samt, færri hermenn og lögreglumenn.
--Sem þíðir, að það svæði þ.s. ríkið í Caracaz getur haldið fullri stjórn á rýrnar.
--Lögleysa þá færist út. - Ef olíuframleiðslan fer niður í um ca. milljón föt á þessu ári per dag, þá versnar það ástand enn enn frekar, þ.e. færri starfsmenn - yfir sviðið.
--Ef það þíðir, færri her og lögreglumenn - þá stækkar svæðið í landinu þ.s. stjórnvöld geta ekki gætt, þannig að þar ríkir þá stjórnleysi. - Ef vinnslan hrynur enn frekar saman, stækkar stöðugt svæðið þ.s. ríkið er ekki lengur með stjórn yfir -- þ.e. stjórnleysi.
--Tæknilega er unnt að hugsa sér þá útkomu, að ríkið í Venezúela einfaldlega fjari út, þ.e. svæði í stjórnleysi stækki stöðug.
Minnkandi tekjur þíða einnig, að það fjölgar kröfuhöfum ríkisins sem leitast við að ná til sín eignum þess, taka þær lögtaki.
Eftir því sem stjórnleysi vex, þá fjölgar óhjákvæmilega flóttafólki er leita til nágrannalanda.
Ég held það sé enginn vafi, að það sé flóttabylgjan - sem sé orsakavaldurinn að baki því, að nær öll S-Ameríku ákváðu að standa við hlið bandaríkjastjórnar í kröfunni til Maduro að halda aðrar kosningar innan 8 daga - ella mundu öll löndin lísa stuðningi formlega við forseta þings landsins.
Höfum í huga, að flóttabylgjunni fylgir auk þessa alvarleg - sjúkdómahætta, vegna hruns heilbrigðiskerfis Venezúela, sem þíðir að sjúkdómafaraldrar geisa nú stjórnlaust í landinu.
--Flóttamenn, eru því einnig að dreifa hættulegum smitsjúkdómum til granna Venezúela.
Er hætta á stríði? Augljóslega er það svo!
En er hún ekki hvort sem er til staðar? Pælið í því, eftir því sem ástandið versnar í landinu - stjórnleysi vex, fleiri flóttamenn leita til nágranna-landa.
- Það að vaxandi svæði lendi í stjórnleysi, þíðir auðvitað að þau lenda þá í -- valdtómi power-vacuum.
- Það þíðir, að andstæðingar Maduro geta þá hreiðrað um sig - safnað vopnum, náð að skapa sér grundvöll.
--Eða, glæpahópar. Eða bæði. Sum svæði lent í höndum glæpahópa. Sum í höndum andstæðinga. - Ef maður ímyndar sér enginn utanaðkomandi skiptir sér af, nema utanaðkomandi lönd koma sér upp flóttamannabúðum - veita sjúkra-aðstoð og matvæla-aðstoð.
--Þá yrðu slíkar búðir auðveldlega að hreiðrum fyrir skipulagningu andstöðu við Maduro, pælum t.d. í flóttabúðum Palestínumanna þ.s. PLO spratt upp árum síðar eftir stríðið 1948. - Punkturinn er sá, að það eru ekki slæmar líkur á þróun yfir í borgara-stríð, þó maður geri ráð fyrir -- engum afskiptum öðrum en að utanaðkomandi lönd, myndi flóttamannabúðir - veiti íbúum þeirra aðstoð.
Hvað með ef Rússland ákveður að styðja Maduro?
Það virðist ágætur möguleiki, á hinn bóginn - vantar Rússland öflugan bandamann í S-Ameríku, er væri til í að veita sambærilega þátttöku í hernaði og Íran veitir Rússlandi í samhengi Sýrlands. Bólivía virðist ólík til að gera mikið. Kúpa er ekki svipur hjá sjón miðað við áður.
Ég hugsa að Pútín sé einungis eftir - að rússn. olíufyrirtæki fái að stjórna olíuframleiðslu í Venezúela -- að í staðinn mundi Rússl. væntanlega vera til í að senda vopn til Maduro.
Ég efa að Rússl. geri meira - eða sé til í að taka verulega kostnaðarsama áhættu.
Þannig að mig grunar, að ef ástandið versnar hratt í landinu, eins og mig grunar - að þar skelli á skærustríð fyrir rest, og síðan haldi ástandið áfram að versna.
Að á enda, mundu Rússar pakka saman og yfirgefa landið.
Þeir séu einungis á eftir -- smávegis gróða. Um leið og dæmið verður dýrt, fari þeir.
Hinn bóginn, virðist raunverulegur möguleiki á snöggum inngripum!
Persónulega efa ég að Bandaríkin sendi fjölmennan her á svæðið, en það sem ég get ímyndað mér er að Bandaríkin - styðji það sem gæti orðið, inngrip nágranna-landa.
--Bendi á að nýr forseti Brasilíu er svarinn andstæðingur Maduro.
--Kólumbía er ekki hrifnari.
Ég sé fyrir mér -- innrás úr tveim áttum, hers Brasilíu, og hers Kólumbíu.
Bandaríkin mæti á svæðið með segjum 2-flugmóðurskip, og beiti fluvélum þaðan til að skjóta eða sprengja í spað, andstöðu hers Venezúela úr lofti sem og flughers landsins.
Ég persónulega efa að Bandaríkin mundu vilja mæta sjálf á svæðið í fjölda.
Þetta væri í takt við aðgerðir gegn ISIS í Mið-Austurlöndum.
--Þ.e. herir aðila á svæðinu, nytu stuðnings Bandaríkjanna.
- Hvort þetta verður er annað mál.
- En þetta er það sem mér virðist sennilegasta innrásar-sviðsmyndin.
--Síðan styðji Bandar. með fjárframlögum aðgerðir landanna tveggja, eftir að innrásinni sjálfri væri lokið, og við tæki aðgerðir til að setja upp nýja stjórn í Venezúela.
Niðurstaða
Ég hef sannarlega ekki hugmynd hvort stefnir í að Maduro verði steypt af stóli. Á hinn bóginn hef ég aldrei orðið vitni að annað eins hruni hagkerfis lands, þar sem ekki hefur skollið á innanlands-styrrjöld nú þegar.
Mér virðist sennilegt að innanlands-styrrjöld sé einungis spurning um tíma. Að inngrip nágrannalanda með aðstoð Bandaríkjanna, væri þá unnt að líta á sem -- björgunar-aðgerð.
Áður en allt fer algerlega til andskotans.
En mér virðist miðað við hratt hrun ríkisins í landinu, að það stefni í raunverulegt stjórnleysi á stórum svæðum þar - stjórnleysi þíðir að þá skapast stórar hættur, allt frá því að glæpahópar taki yfir - yfir í að margvíslegar hreyfingar í andstöðu nái þar völdum.
Ef maður ímyndar sér stjórnleysi, mundi væntanlega taka tíma fyrir svæði er féllu undir stjórn margvíslegra hreyfinga, að ná að skipuleggja sig sem alvöru ógn við Caracas - jafnvel þó áhrifasvæði Caracas færi stöðugt minnkandi. Þær hreyfingar, gætu barist sín á milli. Sama tíma og þær gætu verið að beita sér gegn þverrandi áhrifasvæði stjórnvalda.
Slík þróun mundi auðvitað kalla á sístækkandi flóttamanna-bylgju.
Mig grunar að ég sé ekki sá eini sem geti lesið slíka þróun inn í spilin.
- Það mætti þá líta á aðgerð að utan stærstum hluta líklega mannaða herjum grannlanda Venezúela, sem nokkurs konar - björgunar-aðgerð.
--Löndin gerðu þetta, til að verja sig sjálf þeirri bylgju sem annars mundi skella yfir þau.
Bandaríkin væru þá ekki endilega í aðalhlutverki, frekar stuðnings.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.1.2019 kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.1.2019 | 23:12
Spurning hvort Donald Trump hefur beðið ósigur í vegg málinu - í kjölfar samþykkis hans á skammtímasamkomulagi um opnun bandaríska ríkisins
Mér virðist niðurstaðan af deilum undanfarinna vikna sína, samningsstaða Donalds Trumps um hinn umdeilda landamæravegg sé líklega ekki nægilega sterk til þess að hann nái að knýja fjármögnun hans fram.
--Það sé freystandi að túlka útkomuna sem ósigur.
Trump wounded by border wall retreat in deal to end shutdown
Trump signs bill to end US government shutdown
Trump finds himself outplayed over US government shutdown
- Það sem virðist hafa gerst, að þingflokkur Repúblikana hafi blikkað.
- Þegar það hafi verið ljóst, hafi Trump ekki átt annan valkost en að - undirrita þann gerning sem þing-Repúblikanar og þing-Demókratar voru búnir að sjóða saman.
En um leið og tillaga hefur líklega 2/3 meirihluta, á forseti ekki annan kost en að skrifa undir.
--Sambærileg útkoma varð á sl. ári, er Donald Trump beitti lokun ríkisins eins og nú fyrir sinn vagn, í von um að þvinga fram vegg fjármögnun, og þá einnig fóru mál þannig, að fyrir rest - myndaðist 2/3 meirihluti.
--Hafið í huga, þá fóru Repúblikanar með meirihluta í báðum deildum, nú einungis í annarri.
Ástæða þess að Repúblikanar blikka?
Vísbendingar um það - að lokun ríkisins væri farin að valda umtalsverðum truflunum á starfsemi efnahagslífs Bandaríkjanna.
--Væntanlega hafa margir forsvarsmenn fyrirtækja, hring í þá þingmenn sem þeir eiga greiða.
On Friday, flights in the New York area were disrupted because of air traffic controller staffing shortages, underscoring the risks to the countrys transport network. -- Kevin Hassett, the chairman of the presidents Council of Economic Advisers, has acknowledged a continued shutdown for the whole quarter could drive economic growth to zero.
Mér skilst að afgreiðsla pappíra fyrir innflutning og útflutning, hafi verið farin að tefjast - langar biðraðir á flugvöllum því færri tollverðir voru á vakt -- auðvitað tafir á afgreiðslu pappíra almennt, allt frá heimild til innflutnings - til ferða VISA til útgáfu nýrra passa, auðvitað afgreiðsla leyfa og heimilda af margvíslegu tagi.
Þó margir haldi að ríkið sé ekki að gera neitt - þá sinnir nútímaríki mjög margvíslegri þjónustu sem er hagkerfinu nauðsynleg - og þegar það sinnir ekki þeirri þjónustu, eða það eru miklar tafir á þeirri þjónustu -- þá fara að safnast upp vandamál.
Flestir fjölmiðlar virðast sammála þeirri túlkun.
Að niðurstaðan sé ósigur fyrir Donald Trump.
- Hann er með hótanir um að endurtaka leikinn eftir 3-vikur, ef niðurstaða samninga milli Repúblikana og Demókrata á þingi, er ekki honum að skapi.
- Hvað um það, þetta var lengsta lokun ríkisins í sögunni - 35 dagar.
Donald Trump segist ætla halda áfram að berjast fyrir veggnum.
En eftir ósigur í málinu - 2 ár í röð á þingi.
--Er það opin spurning, hvort hann eigi raunhæfa möguleika á að þvinga þingið til að samþykkja þessa vegg-fjármögnun?
Niðurstaða
Hvort sem menn eru sammála því hvort útkoma málsins er ósigur Trumps eða ekki, þá fá loks starfsmenn ríkisins - sem þurftu að vinna launa-laust því þeir voru skilgreindir nauðsynlegir, laun sín greidd þó eftir dúk og disk sé.
Hinn bóginn, þeir sem fóru í launalaust frý þ.e. meirihlutinn, væntanlega fá ekkert.
Almenningur í Bandaríkjunum virðist a.m.k. álíta niðurstöðuna ósigur Trumps.
Svokallað "job approval rating" forsetans mælist nú skilst mér milli 30-40%.
Og mældar óvinsældir hans aftur komnar í 58%.
--Ekki það að þorandi sé að afskrifa Trump, þó það styttist í kosningaárið 2020.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2019 | 22:52
Nancy Pelosy - heimilar ekki Donald Trump að flytja stefnuræðu sína þar sem venja er í sal neðri-deildar Bandaríkjaþings
Ég held þetta hljóti að vera fullkomlega einstakur atburður í sögu Bandaríkjanna að forseti neðri-deildar Bandaríkjaþings, hafnar því að bjóða forseta Bandaríkjanna að flytja stefnuræðu sína eins og venja hefur verið í mjög langan aldur innan Bandaríkjanna ár hvert í sal neðri-deildar Bandaríkjaþings.
Locked out of House by Pelosi, Trump vows State of Union alternative
Pelosi seeks to block venue for Trumps State of the Union
Nancy Pelosi: I look forward to welcoming you to the House on a mutually agreeable date for this address when government has been opened.
Hún gerir það að skilyrði að búið verði að opna á bandaríska ríkið fyrst.
- Athygli vakti gagnrýni yfirmanns bandarísku landhelgisgæslunnar - US coastguard - sem sagði það hneykslanlegt, að það stefni í að starfsmenn þurfi að vinna launalaust í 2 mánuði -- það gangi ekki að á meðan væru fjölskyldur þeirra unnvörpum háðar matargjöfum.
Á fimmtudag verða liðnir 34 dagar í lokun - og ljóst að launatékkar starfsmanna ríkisins sem bundnir eru við það að sinna sínum störfum, þar sem þeir teljast vera of nauðsynlegir til að vera meðal þess meirihluta sem eru í launalausu frýi -- tefjast eins og launatékkar mánaðarins á undan.
Þetta augljóslega hlýtur að koma harkalega niður á vinnumóral - fréttir berast að fjöldi starfsmanna mótmæli með því - að tilkynna sig veika.
--Til hvers að vinna kauplaust?
Hversu nákvæmlega sinna menn landamæragæslu - eftirliti á flugvöllum - eftirliti á sjó -- eða störfum hermanna; ef launatékkarnir bíða í óákveðinn tíma?
Flestir þessi starfsmenn eiga fjölskyldur sem líða fyrir þetta.
Góð spurning hverjum þeir kenna um?
- Spurning hvort að Donald Trump ætti að fresta heimsóknum til herstöðva á meðan lokun ríkisins er enn í gangi? En maður veit aldrei hvað reiðir hermenn gætu tekið upp á.
--En þeir eru væntanlega kauplausir eins og aðrir starfsmenn ríkisins.
Niðurstaða
Rétt að nefna að í sl. viku, bannaði Donald Trump - Nancy Pelosi frá að nota flugvélar í eigu alríkisins, þó það sé hennar réttur meðan hún gegnir einu háttsettasta embætti Bandaríkjanna. Það þótti mér ekki stórmannlegt.
Eiginlega sama sinnis um bann Nancy Pelosi á því að Donald Trump flytji stefnuræðu sína í þeim salarkynnum sem mjög gömul venja sé að sú ræða sé flutt ár hvert.
Ætli þetta - tit for tat - á milli þeirra, sé ekki frekar vísbendin um harðnandi deilu en hitt? Sýni frekar fram á víkkandi gjá en mjókkandi. M.ö.o. að ekkert bendi til þess að lokun ríkisins taki enda á næstunni.
Það þíðir væntanlega að mórall starfsmanna ríkisins versnar frekar - fólk hlýtur að fara að segja upp. Ég mundi hafa áhyggjur af móral þeirra lykilstarfsmanna sem þvingaðir eru til að vinna - þó þeir fái ekki greitt, þ.e. landamæravarða - gæsluliða á varðskipum - tollvarða og þeirra sem sinna gæslu á flugvöllum - og hermanna er gæta mikilvægra herstöðva.
- Ég held það sé orðin virkilega góð spurning fyrir forsetann, hvort þetta sé virkilega þess virði -- að nota starfsmenn ríkisins sem fótbolta með þessum hætti, í von um að þvinga fram fjármögnun fyrir landamæravegginn.
- Bendi auk þess á mína síðustu færslu, þ.s. ég opinbera upplýsingar þess efnis að fjöldi atriða sem Donald Trump lofaði að hrinda í framkvæmd, tefjast vegna lokunar ríkisins þ.e. svo lengi sem það sé lokað, liggi vinna við framkvæmd þeirra loforða einnig niðri? Lokun Trumps á bandaríska ríkinu - virðist tefja fyrir innleiðingu auðlyndanýtingarstefnu hans einnig tefja innleiðingu vægari mengunarstaðla er heimila aukna mengun
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 871095
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar