Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Brexit áætlun ríkisstjórnar Bretlands virðist hrunin - mér virðist Brexiterar hafa tapað

Theresa May beið ósigur í annað sinn í atkvæðagreiðslu um þann samning sem hún gerði við ESB seint á sl. ári um Brexit - tapaði með 149 atkvæða mun á breska þinginu, nokkru skárri útkoma en í fyrri atkvæðagreiðslunni í janúar sem hún tapaði með sögulegum 230 atkvæða mun.

Ég held þetta þíði að Brexiterar séu líklega þegar búnir að tapa Brexit málinu.

Britain in Brexit chaos - parliament crushes May's EU deal again

Power over Brexit slips from May’s damaged hands

 

Við þetta færist boltinn yfir til breska þingsins!

May lofaði breska þinginu að þingmenn hennar flokks mættu greiða óbundnir atkvæði í tveim fyrirhuguðum atkvæðagreiðslum - er fara fram strax í kjölfarið.
--Og var búið fyrifram að ákveða færu fram, ef þingið feldi samninginn hennar aftur.

  1. Fyrst svarar þingið spurningunni, hvort þingið vill -- Hard Brexit. Flestir reikna með, meirihluta gegn þeirri útkomu.
  2. Síðan, verður greitt atkvæði um þá spurningu - hvort óska skuli eftir, framlengingu á Brexit ferlinu til ESB.

Flestir reikna með því, að umræður í tengslum við seinni atkvæðagreiðsluna, verði fjörugri - en þá virðast línur meðal þingmanna, síður skýrar.

En ef þingið vill ekki - Hard Brexit - er ekki um annað að ræða en að biðja um frest.
Ekki er öruggt að aðildarþjóðir ESB - veiti slíkan frest, svo Bretland detti ekki sjálfkrafa úr ESB þann 29/3 nk. - þó flestir telji að aðildarþjóðirnar muni veita frest.

Það stefnir þó í, ef Bretland er enn meðlimur að ESB - í maí, þá muni Bretlandseyjar að taka þátt í kosningum til svokallaðs Evrópuþings. Bretland hefur þann rétt, meðan landið er enn meðlimur - eftir allt saman.

Margvíslegar pælingar eru í gangi á þinginu - hvað skal gera í staðinn fyrir endanlega felldan samning May.

  • Hugmyndin um, varanlegt tollabandalag frá Jeremy Corbyn, virkar á mann að mundi gera Bretland - að leppríki ESB.
  • Þá á ég við, reglur ESB yrðu væntanlega að gilda sjálfkrafa í Bretlandi - reikna með því, að það yrði sjálfvirkt kerfi ekki eins og í EES - að ísl. þingið þarf að leiða þær breytingar í lög hér -- síðan hefði Bretland engin áhrif á þá lagasetningu.
    --Þó það gildi það sama á Íslandi, að Ísl. hefur engin áhrif innan ESB.
    --Þá hefur Bretland sem meðlimur að ESB, raunveruleg umtalsverð áhrif á lagasetningu innan sambandsins - sem Ísl. sem dvergríki mundi ekki hafa sem meðlimur.
    --Þannig, að fyrir Bretland, er um að ræða - mjög verulegt raunverulegt tap á áhrifum um þá lagasetningu -- er mundi síðan gilda innan Bretlands.
  • Þar af leiðandi, efa ég að þetta geti talist - ásættanleg lausn fyrir Bretland.

Atvinnulífið í Bretlandi virðist þó þrýsta á þessa leið, enda slétt sama hvort ríkisstjórn Bretlands og breska þingið - hafa ofangreind áhrif eða ekki.

  1. Síðan eru áhugamenn, um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu.
  2. Og þingmenn á hinn bógnn, sem einfaldlega vilja - þingið sjálft ákveði að aflýsa Brexit.

Það virðist líklegt, að tekin verði - umræðusenna um tollabandalags-hugmyndir um hríð.
Þó ég efi persónulega að meirihluti myndist fyrir nokkurri þeirra!
--Enda hafa tollabandalagshugmyndir allar þann galla fyrir Bretland, að verða einhliða samþykkja að taka upp lög og reglur ESB.

  • Fyrir Ísl. lít ég ekki á skort á áhrifum sem sambærilegt vandamál, vegna þess hve líkleg áhrif Ísl. sem hugsanlegur meðlimur - væru sára lítil líklega hvort sem er.
  • Annað gildi um Bretland, vegna þess - að sem meðlimur er það eitt áhrifamesta meðlimalandið -- missir áhrifa því tilfinnanlegur án vafa.

Fyrir rest hugsa ég að þingmenn leiti frá umræðunni um tollabandalag utan sambandsins.
--Inn í umræðu um, aðra þjóðaratkvæðagreiðslu.
--Vs. þá hugmynd, að þingið sjálft formlega aflýsi Brexit.

En á þeim punkti, verði það væntanlega - Brexit sinnarnir, er munu vilja aðra atkvæðagreiðslu, þó þeir hafi virst undanfarið slíkri andvígir - þá á þeim punkti, yrði slík endurtekin atkvæðagreiðsla sennilega að eina möguleikanum útistandandi, til að knýja Brexit hugsanlega fram.

Meðan að ég reikna með því -  stuðningsmenn aðildar, muni vaxandi mæli um svipað leiti safnast utan um hugmyndina, að þingið sjálft ákveði að hætta við Brexit.

  • Mín tilfinning er sú, að Bretland muni fyrir rest - hætta við Brexit.

 

Niðurstaða

Brexit virðist í uppnámi eftir fall samnings Theresu May í annað sinn. En það virðist ljóst að öruggur meirihluti sé - gegn þeirri stefnu, að stefna að - Hard Brexit. Það sem mig grunar er að útkoman þíði í reynd, að Brexiterar hafi þegar beðið ósigur.

Það muni aftur á móti taka einhvern tíma fyrir þá útkomu að birtast að fullu. Það komi líklega tímabil þ.s. rætt verði um - tollabandalag við ESB. En þ.s. það virðist svo herfilega slæm lending fyrir Bretland -- klárlega samtímis algerlega óásættanlegt fyrir Brexitera, og eiginlega aðildarsinna einnig.
--Þá á ég persónulega ekki von á að þingið verji mjög löngum tíma í þá umræðu.

Þá standi Brexiterar líklega frammi fyrir því - að þeir fari líklega að berjast fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu, því það yrði síðasta hálmstráið til að knýja fram Brexit.

 

Kv.


Mun Ísrael hugsanlega banna íslenska Eurovision lagið?

Ísraelsk gyðingahreyfing sem hefur árum saman stutt við gyðinga er hafa orðið fyrir hatursofbeldi - af hálfu Palestínumanna og Araba, hefur farið þess formlega á leit við stjórnvöld Ísraels að íslenska hópnum - Hatara - verði bannað að koma til Ísraels!

Israeli Civil Rights Organisation Calls For Hatari To Be Banned From Entering Israel

Israel could ban Icelandic Eurovision entrant over political views

Eurovision drama: Calls to ban Iceland entry over Palestinian protest plan

Shurat HaDin hreyfingin er virðist vera - baráttuhópur fyrir rétti gyðinga, bendir á yfirlýsingar frá meðlimum Hatara - að meðlimir hljómsveitarinnar hafi skrifað undir yfirlýsingu fyrir ári síðan - þ.s. fólk var kvatt til að hundsa keppnina í Ísrael.

Persónulega finnst mér lagið skemmtilegt!

Nitsana Darshan-Leitner, forsvarsmaður samtakanna - vísar til ísraelskra laga, sem veita yfirvöldum heimild til að banna sérhverjum útlendingi -- komu til Ísraels, er hafi kvatt til -- hundsun Ísraelsríkis.

Tekið úr yfirlýsingu, Shurat HaDin:

According to the amendment to the Entry into Israel Law, a person who is not an Israeli citizen or in possession of a permanent residence permit in Israel will not be granted a visa or residency permit, if he or the organisation or body he is working for has knowingly issued a public call to boycott Israel, as defined in the Law for Prevention of Damage to State of Israel through Boycott. The Icelandic band publicly and explicitly called for and supported a boycott of Israel. They must be prohibited from entering the country.

Fram kemur í fréttum, að samtökin hafi staðið fyrir málaferlum gegn tveim Nýsjálenskum aðgerðasinnum, fyrir opið bréf sem þeir sendu til - vinsæls tónlistarmann er hugði á för til Ísraels, ekki löngu síðar hætti viðkomandi við Ísraels-ferðina; niðurstaða réttar í Ísraels hafi verið sú - að aðgerðasinnarnir tveir yrðu að greiða sekt - fyrir athæfi ætlað að skaða hagsmuni Ísraels.

--Skv. þessu, virðast samtökin - greinilega líta á baráttu fyrir Ísrael, sem þátt í því að verja réttindi gyðinga.
--Augljóslega, er þetta hópur Ísraels-sinna.

Rétt að taka fram, að Netanyahu hefur samþykkt samkomulag við -- rétthafa Eurovison keppninnar, að enginn keppandi verði útilokaður.

Eurovision organisers, the European Broadcasting Union (EBU), have previously insisted that the Israeli government commit to allowing entry to anyone who wants to attend Eurovision, regardless of their political views. Israeli prime minister Benjamin Netanyahu agreed to the EBU’s conditions, despite opposition from Israel’s minister for strategic affairs, Gilad Erdan, who described the demands as “a disgrace” and “a humiliation”.

Sem þíði þó ekki - að Shurat HaDin - geti ekki aflað þeim málstað fylgis innan ríkisstjórnarinnar, að banna - Hatara.

The Interior Ministry informed Ynet that the matter will be looked in to by the Ministry with the relevant other authorities. A spokesperson explained that: In line with the amended law, the interior minister will receive a recommendation from the authorized body, the Ministry of Strategic Affairs, and only then make a decision.

Það gæti þítt, að málið rataði alla leið inn á ríkisstjórnar-fund.

 

Niðurstaða

Persónulega efa ég að ísraelsku baráttusamtökin, Shurat HaDin, fái vilja sinn fram. Mig grunar að ef íslenska lagið yrði skyndilega - bannað. Þá gæti það valdið vandræðum - það kæmi mér ekki á óvart, að fjöldi landa þá drægi sig úr keppninn þetta árið. Ég reikna með því að, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, mundu beita stjórnvöld þrýstingi á móti.

Fyrir íslenska lagið -- er þessi umræða sennilega góð, þ.s. hún vekji áhuga og umræðu á laginu, m.ö.o. sé líkleg til að fjölga atkvæðum þeim sem lagið hugsanlega fær. Ef málið rataði alla leið inn á borð ríkisstjórnar Ísraels - þá væri það enn meiri auglýsing fyrir lagið.

En þetta er líka spurning, hvort Ísrael vill áfram taka þátt í keppninni.
Mig grunar að Ísrael kjósi að halda þeirri þátttöku áfram.
--Íslensku keppendurnir mættu þó vera ívið gætnari í yfirlýsingum, þó þær eigi að vera húmorískar - virðast sumir aðilar ekki hafa húmor fyrir þeim.

 

Kv.


Nýtt arabískt vor? Mótmæli í Alsír vekja vonir um breytingar í landinu!

Lengi starfandi forseti Alsír er kominn yfir áttrætt - hefur verið í hjólastól síðan hann fékk slag - fór nýverið til lækninga utan landsteina er því ekki í landinu þessa dagana; spurningin hvort hann hefur í raun heilsu til að stjórna.
--Mótmæli hafa farið fram algerlega friðsamlega.
--Þau hafa verið fjölmenn, útbreidd, en ekki síst - innihaldið þverskurð þjóðarinnar.
Þó það sem mesta athygli vakir, vísbendingar um klofning innan valdahóps landsins.

Algeria shuts universities as rallies pile pressure on Bouteflika

Algeria sends students home early amid Bouteflika protests

Algeria protests grow against fifth term for president

Biggest day of protests yet against Algerian president

Image result for algeria map

Eins og rás atburða er líst - vakna minningar af falli A-tjalds ríkjanna í Evrópu veturinn 1989, og stjórnar Ben Ali í Alsír við upphaf árs 2011!

Það sem þetta líkist ekki enn - er rás atburða í Sýrlandi, þar hófust fjöldamótmæli vorið 2011, þau stóðu yfir sumarið - ríkisstjórninni tókst ekki að brjóta þau niður; síðs sumars skipar Assad hernum að hefja skothríð á mótmælendur - sem enn voru á þeim punkti óvopnaðir.
--Ekki löngu eftir þá ákvörðun forseta landsins, höfðu mótmælendur brotið sér leið inn í vopnabúr hersins, nokkur fjöldi hermanna gengið í þeirra raðir - borgarastríð skollið á.
--Nú virðist sem Assad hafi sigrað, með inngripi Írans og Rússlands, en útlit fyrir að sigurinn feli í sér að - ríkja yfir rústunum.

Í A-Evrópu, var atburðarás veturs 1989-1990, friðsamleg fyrir utan Rúmeníu, þ.s. landstjórnandi gerði tilraun til að verjast með vopnavaldi innanlands-uppreisn, en sú tilraun stóð yfir stutt - eftir að landstjórnandi ásamt eiginkonu voru handtekin og drepin.
--Í öllum tilvikum, hefur tekið við - friðsöm uppbygging.

Túnis er eina Araba-landið þ.s. valdaskipti enduðu friðsamlega með öllu 2011. Síðan þá, hefur tekist að halda við lýðræðiskjörinni ríkisstjórn. Landið hefur ekki verið laust við deilur, en mótmæli er þau hafa skotið upp, hafa verið friðsöm - í ætt við átök um kaup og kjör sem t.d. sjást stað víða, m.ö.o. normal deilur.

  1. Rétt að nefna, að í Alsír voru einnig fjöldamótmæli 2011, en þau voru þá barin niður af stjórn landsins -- því virðist ekki hafa fylgt umtalsvert blóðbað, meir í ætt við harðar lögreglu-aðgerðir, en þ.s. hratt af stað borgaraátökum í Sýrlandi.
    --Nú aftur á móti, virðist eining ríkisstjórnar landsins - mun veikari, þeir aðilar er standa henni að baki, klofnir -- sem veiti mótmælendum að virðist, miklu betra tækifæri en síðast.
    --Síðan, séu mótmælin öðruvísi en 2011, þ.e. friðsamari - þ.s. sennilega er mikilvægara, þátttaka víðtækari meðal almennings.
  2. Sumir líkja málinu við atburði í Egyptalandi, rétt áður en stjórn Mubaraks féll.
    Þar eins og þekkt er, fóru fram almennar kosningar - við tók ríkisstjórn skipuð meirihluta íslamista-hreyfingar, er varð stærsti flokkurinn á þingi.
    --Sá sannarlega rétt kjörni forseti, var síðan felldur af valdaráni hersins, og núverandi landstjórnandi fyrrum hershöfðingi situr enn - í krafti hers Egyptalands.
    --Stutt forsetatíð forseta Bræðalags-múslima, einkenndist af hörðum þjóðfélags-deilum, sá klofningur leiddi til töluverðs stjórnleysis innan landsins - það stjórnleysi virtist vera hagnýtt af margvíslegum öfgahópum.
    --Mitt í öngþveitinu, þegar fjöldamótmæli voru í gangi, lét herinn til skarar skríða.
    Og batt endi á stutta lýðræðis-tilraun -- milli 1-2000 liðsmenn Bræðralags-Múslima virðast hafa verið drepnir, í flestum tilvikum er þeir beittu friðsömum mótmælum gegn valdaráninu.
    --Niðurstaðan varð í raun sú, að djúpstæðar þjóðfélagsdeilur voru ekki leystar - herinn bannaði starfsemi Bræðralags-Múslima -- -- róttækari íslamista-hreyfingar virðast hafa tekið yfir sviðið af Bræðralaginu, eftir að flestir þekktir meðlimir þess voru handteknir.
    **Og í raun ríkir - low intensity - stríð í landinu, þ.e. vopnaðir hópar eru áhrifamiklir á jaðarsvæðum innan landsins, hernum hefur ekki tekist að brjóta þá á bak aftur.
    --En herinn ræður langsamlega stærstum hluta landsins.
    --En ástandið er stöðugt að séð verður, ótryggt.

Við höfum nokkur dæmi í A-Evrópu þ.s. úrlausn mála endaði í öllum tilvikum, friðsöm.
Eitt dæmi í Mið-Austurlöndum, þ.s. einnig tókst að landa friðsamri útkomu.

2011, náði mótmælahreyfing aldrei að ógna að ráði stjórninni í Alsír.
Stjórnin í Egyptalandi féll - en eftir stutta stjórn lýðræðskjörins forseta, tók herinn þar völdin að nýju -- hefur síðan ríkt, mjög hart lögregluríkis-ástand í Egyptalandi.
--Rétt að taka fram, forseti Bræðralags-Múslima, virðist hafa verið afskaplega óhæfur.
--Egyptaland var óheppið, að sá sem náði kjöri - reyndist svo illa hæfur til að stjórna.

  • Það hjálpar mjög - friðsamri byltingu, ef leiðtogar hennar - hafa færni til að stjórna!
    --Annars getur það gerst eins og í Egyptalandi, að gagnbylting nær völdum.
  1. Eins og ástandið í Alsír - virðist líta út að þessu sinni, þá virkar það á mig - um margt svipað því er gerðist í A-Evr. - þ.e. fjölmenn mótmæli er stækka stöðugt og stöðugt, a.m.k. enn algerlega friðsöm.
  2. Stjórnvöld hafa a.m.k. enn, látið hjá líða - að beita hörðum aðgerðum gegn þeim.

Þannig spiluðust mál í flestum tilvikum í A-Evr. að valdaskipti fóru ótrúlega áreinslulítið fram - fyrir utan eitt tilvik, eins og að - ríkisstjórnirnar hreinlega misstu áhugann á því, að halda völdum.

Þetta virkar þannig pínu á mann nú, að stjórnendur í Alsír - séu einhvern veginn ekki tilbúnir í það, að beita hörðu -- gætu einfaldlega valið að stíga til hliðar.
Kannski eru þeir pínu eins og höfuðlaus her - þ.s. Bouteflica er greinilega veikur, staddur á heilsuhæli í Sviss.
Kannski er það málið, án mannsins sem hafi ráðið landinu svo lengi, standi þeir dálítið - ráðalausir.
Og vísbendingar séu í þá átt, að samstaðan innan valdahópsins sé ekki sú, sem hún var áður - sem gæti verið vegna þess, forsetinn sé veikburða - ekki í landinu þegar stress atburðarás er í gangi.

  • Þarna gæti því opnast tækifæri - fyrir, samkomulag milli stjórnar-andstöðu og valdahópsins, að sá víki - gegn vilyrði að engar ofsóknir gegn fyrri stjórnendum fari fram í kjölfarið.

 

Niðurstaða

Ef friðsöm valdskipti færu fram í Alsír sem enduðu með þeim hætti, að raunverulegt lýðræði mundi taka við, og það mundi ganga a.m.k. ekki verr en í Túnis -- þá gæti það vakið nýjar vonir um framtíð Mið-Austurlanda.

Á hinn bóginn, hefur rás mála í Sýrlandi - Líbýu og Egyptalandi, leitt til ákveðins vonleysis - sannfært marga að lýðræði eigi litla möguleika í löndum Araba.

Sbr. hvernig mál þróuðust í Sýrlandi - þ.s. ákvörðun Assads forseta, að beita hernum gegn því er á þeim punkti voru enn, óvopnuð mótmæli - ákvörðun sem klárlega leiddi til þess borgarastríðs sem síðan hefur leitt til eyðileggingar að stórum hluta Sýrlands.

Eða í Líbýu, þ.s. uppreisn er hún hófst var vopnuð þegar í upphafi, er hluti hers landsins reis upp ásamt hluta íbúa landsins -- hart borgarastríð blasti við; en þá blönduðu Frakkar og Ítalir sér í mál, fengu stuðning Obama forseta Bandar. við málið - en eins og vitað er, leiddi sú hugmynd ekki til friðar í landinu.
--Bendi samt á, enginn getur mögulega vitað, hvort Gaddhafi hefði haft sigur, ef engin utanaðkomandi afskipti hefðu farið fram. A.m.k. getur enginn fullyrt, að afskipti Frakka og Ítala hafi verið rétt, þó enginn geti heldur sagt með 100% öryggi þau hafi leitt verra fram.

Síðan auðvitað, Egyptaland - þ.s. kjörinn forseti reyndist óhæfur stjórnandi, stjórnunarstíll hans kallaði fram - víðtækar deilur og mótmæli, er leiddu fram umtalsvert stjórnleysis-ástand; sem her landsins síðan nofærði sér til að taka völdin að nýju.
--Í Egyptalandi hefur síðan verið til staðar, afar hart lögregluríkisástand - ásamt skærustríði, sem þó ógnar ekki stjórn landsins.

  • Á hinn bóginn, ef Alsír yrði að lýðræðisríki - ásamt Túnis. Væri í Norður-Afríku A-verðri komið nokkurs konar, lýðræðishorn.

Spurning hvernig það spilaðist inn í rás mála innan Líbýu, en A-megin í Líbýu ræður klofin ríkisstjórn í Tripoli, sem Evrópusambandið og SÞ - hafa haft samvinnu við. 
--Lýðræðisbylgja í Alsír virðist mér, að gæti haft veruleg áhrif fljótt þarna.

V-megin í Líbýu, ræður herforingi sem reis upp gegn Gaddhafi, Haftar - hann nýtur stuðnings Saudi-Arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmanna, er af mörgum talinn vilja verða annar - Gaddhafi. Hinn bóginn virðist hann ekki hafa áhuga á lýðræði.

  • Lýðræðislegt Alsír - gæti myndað áhugavert mótvægi, ásamt Túnis - við áhrif einræðisstjórnanna við Persaflóa.

Það kemur í ljós hvað gerist!

 

Kv.


Margir hneykslaðir í Bandaríkjunum á vægum dóm Paul Manafort - fyrrum kosningastjóra Donalds Trumps

Paul Manafort er þekktastur í seinni tíð fyrir að hafa í nokkra mánuði verið stjórnandi forsetaframboðs Donalds Trumps árið 2016 - hann hætti þó í þeirri stöðu fyrir forsetakosningar.

  1. Hinn bóginn tengist dómur yfir Paul Manafort í engu rannsókn gegn framboði Donalds Trumps.
  2. Manafort er sakfelldur fyrir -- skattsvik.

Í því samhengi er því samanburður Trumps sjálfs á máli Manforts við gamalt mál Al Cabone skemmtilegur. 

Donald J. Trump @realDonaldTrump Looking back on history, who was treated worse, Alfonse Capone, legendary mob boss, killer and “Public Enemy Number One,” or Paul Manafort, political operative & Reagan/Dole darling, now serving solitary confinement - although convicted of nothing? Where is the Russian Collusion? 3:35 PM - Aug 1, 2018

Það er alveg rétt, að Manafort starfaði ekki einungis fyrir Trump - heldur hafði hann tengst framboðsmálum fleiri þekktra Repúblikana árum á undan.

  • Hinn bóginn, var Al Cabone -- sakfelldur fyrir skattsvik, eins og frægt er. Þannig náðu yfirvöld að fella - public enemy no. 1 - eins og hann var einu sinni nefndur.

Í tvíti sínu er Trump ósáttur við meðferðina á Manfort.
Hinn bóginn er Manafort nú sakfelldur fyrir sambærilega sök og Al Cabone.
--Bendi á, það var Trump sjálfur sem var fyrstur að beita þeim samanburði.
--Svo ég lít þannig á mér sé heimilt að nota þann samanburð.

 

Ímsir vilja meina Manafort hafi fengið - alltof vægan dóm

Paul Manafort sentencing draws accusations of privilege

Elizabeth Warren@ewarren Trump's campaign manager, Paul Manafort, commits bank and tax fraud and gets 47 months. A homeless man, Fate Winslow, helped sell $20 of pot and got life in prison. The words above the Supreme Court say "Equal Justice Under Law"—when will we start acting like it?, 2:19 AM - Mar 8, 2019

Rebecca J. Kavanagh@DrRJKavanagh While Paul Manafort just received a less than 4 year prison sentence for massive financial fraud, I have a client serving 3 and a half to 7 years in prison for stealing laundry detergent from a drug store., 1:35 AM - Mar 8, 2019 · Brooklyn, NY

Judd Legum@JuddLegum Paul Manafort was just sentenced to less than 4 YEARS for committing multiple felonies, including tax and bank fraud Crystal Mason is serving FIVE YEARS for trying to vote in the 2016 election. (She didn't realize she was ineligible due to a prior conviction.) 12:12 AM - Mar 8, 2019

Ari Melber@AriMelber Paul Manafort’s lenient 4-year sentence — far below the recommended 20 years despite extensive felonies and post-conviction obstruction — is a reminder of the blatant inequities in our justice system that we all know about, because they reoccur every week in courts across America 12:19 AM - Mar 8, 2019

--Þemað í gagnrýninni er, ef þú ert hluti af elítunni - færðu væga refsingu fyrir stórglæp, ef þú ert fátækt smápeð færðu harða refsingu fyrir smábrot.

  1. En skv. fréttum -- er það sannarlega svo, saksóknari vildi 20 ára fangelsi - dómari ákvað tæplega 4 ár.
  2. Viðmiðin í lögum fyrir sambærilega glæpi eru frá -- 19,5 - 24 ára fangelsi.

Dómarinn kallaði þau viðmið - allof há - sagði Manafort eiga að baki langan farsælan feril áður en hann fór út á glæpabraut.

Ex-Trump campaign chief jailed for fraud

Trump's ex-campaign chief sentenced to 47 months

Paul Manafort sentenced to 47 months in prison

How Donald Trump Led to Paul Manafort's Downfall

Það áhugaverða er -- hann gæti fengið harðari dóm í nk. viku, en í því máli er hámarks refsing 5 ár fyrir hvort ákæruatriði. 

Þar er umfjöllunar-atriði kæruatriði er tengjast því er Manafort vann fyrir stjórnvöld Úkraínu - en hann er ákærður fyrir að hafa siglt undir fölsku flaggi, ekki hafa tjáð yfirvöldum Bandaríkjanna formlega - hann væri lobbýisti fyrir erlenda ríkisstjórn.
--Tæknilegt lögbrot.

En sannast sagna finnst mér það dómsmál - smámál í samanburði við, skattsvik upp á fleiri milljónir dollara.
--Það væri ákveðin kaldhæðni ef hann fengi þyngri refsingu fyrir - smábrotið, en stóra brotið.

 

Niðurstaða

Vægt sagt hefur Donald Trump verið afar óheppinn í vali sínu á fólki til að starfa fyrir sig -- 4 hafa fengið dóma, þ.e. fyrrum stjórnandi framboðs hans, fyrrum þjóðar-öryggisráðgjafi hans, ekki má gleyma einum af hans persónulegu lögfræðingum - Cohen, og man ekki nafnið í augnablikinu, starfsmaður framboðs Trumps - sem hlaut dóm fyrir að ljúga að FBI.

Segir það ekki eitthvað um persónu, hverja sá velur til að starfa fyrir sig?
Enginn þeirra glæpa er unnt að tengja við persónu forseta, þannig hann er öruggur enn.

 

Kv.


Mesti viðskiptahalli Bandaríkjanna í 10 ár - þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að draga úr viðskiptahallanum

Eins og ég hef áður bent á - sveiflast viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna í takt við vöxt eftirspurnar í Bandaríkjunum - og gengi Dollars.
--Rökrétt vex eftirspurn eftir Dollar í efnahagslegri uppsveiflu.
--Auk þess vex neysla innan Bandaríkjanna í efnahagslegri uppsveiflu.

  1. Ef síðan bætist við seðlabanki Bandaríkjanna hefur vaxtahækkana-ferli, þá hækkar Dollarinn enn frekar.
  2. En ofan á allt þetta á sl. ári:
    --Lækkaði Donald Trump skatta í upphafi árs.
    --Og Donald Trump, jók útgjöld til hermála.
    Skattalækkunin, skilaði enn frekari eftirspurnar-aukningu.
    Þar með, enn frekari aukinni eftirspurn eftir Dollurum.

Óhjákvæmilega varð því aukning í viðskiptahalla af völdum -stimulus- pakka Trumps sjálfs.
Þar sem að þeim var skellt inn á efnahagslegan hápunkt, varð úr hagvöxtur mældur um tæp 3%.

  • Niðurstðan virðist hafa verið nokkurs konar fullkominn stormur, sem skilaði mesta viðskiptahalla í 10 ár.

As Trump wages trade war, U.S. goods deficit hits record high in 2018

Blow to Trump as US trade deficit hits 10-year high

 

Einungis vegna þess hve mikla áherslu Donald Trump hefur lagt á minnkun viðskiptahalla, skoðast útkoman sem áfall!

Viðskiptahalli Bandar. er ekki alvarlegt fyrirbæri - vegna öfundsverðrar stöðu Bandaríkjanna, að geta fjármagnað sinn innflutning með eigin gjaldmiðli - fullkomlega.
--Sannarlega vaxa skuldir Bandaríkjanna smám saman.
--Hinn bóginn eru þær allar í eigin gjaldmiðli.

Áhugavert að þrátt fyrir þrýsting Donalds Trumps - og álagða refsi-tolla.
Varð aukning á viðskiptahalla við Kína - ekki minnkun.
--Það virðist sem að hagsveiflan í Bandaríkjunum, hafi mun meiri áhrif á stöðu viðskiptahallans - en aðgerðir ríkisstjórnar Bandaríkjanna ætlað að draga úr hallanum.

Einungis fyrir fólk með áhyggjur af þeim viðskiptahalla - er útkoman, vonbrigði.
Ég á hinn bóginn, hef alltaf sagt - viðskiptahallinn sé ekkert áhyggjuefni.
--Ekki fyrir Bandaríkin þ.e. 

Spurning hvað þessi niðurstaða þíðir fyrir stefnu Bandaríkjaforseta?
Mun hann leggja í nýja krossferð gegn viðskiptahallanum, vegna þessara frétta?
--Hver veit, a.m.k. virðist enginn geta fyrirfram lesið í ákvarðanir Trumpsins.

------------------------------------Eins og aðgerðir Trumpsins hafi engu skilað!

  1. Over the whole of last year, the deficit rose by 12.5 per cent after the 6.3 per cent expansion in US exports was outpaced by a 7.5 per cent boost to imports.
  2. The overall deficit of $621bn was the largest since 2008...The US goods deficit was $891bn, the largest on record.
  3. China...accounted for nearly half that total, increasing $43.6bn to $419.2bn last year.

------------------------------------Nánast eins og skvetta vatni á gæs!

Það verður forvitnilegt að sjá umræðu meðal bandarískra hægrimanna á næstunni.
Hvernig þeir muni túlka þessa útkomu - er virðist ekki beint lýsa miklum árangri af tilraunum Trumpsins fram að þessu.

 

Niðurstaða

Reikna má með því að viðskiptahaukar innan Bandaríkjanna innan Repúblikanaflokksins, muni í kjölfar þeirrar niðurstöðu að viðskiptahalli Bandaríkjanna hafi vaxið verulega á sl. ári - í stað þess að minnka; þrýsta á frekari viðskipta-aðgerðir af hálfu Donalds Trumps.

Það gæti þítt, aukna áherslu á einhliða tolla-aðgerðir, ætlað að bremsa niður viðskiptahallann -- kannski fara þá samningar við Kína út um þúfur, en Bandaríkin og Kína virtust vera nálgast samkomulag - en væntanlega verður þrýst á Trumpinn að herða róðurinn.

Og spurning, hvort að viðskiptastríð við ESB hugsanlega fari af stað að nýju.
Hið minnsta virðist skýrt, að Donald Trump sé ekki að takast að ná viðskiptahallanum niður - þrátt fyrir tilraunir til þess að minnka þann halla.

 

Kv.


Eitt lauflétt kjarnorkustríð - Indland vs. Pakistan?

Ég hef prívat verið þeirrar skoðunar - að líkur á kjarnorkustríði hafi ekki minnkað frá lokum - Kalda-stríðsins. Vandinn við þá algengu ályktun um minnkaða hættu virðist sú - að flestir virðast steingleyma því, að Rússland og Bandaríkin eru ekki einu kjarnorkuveldin.

  1. Rússland.
  2. Bandaríkin.
  3. Kína.
  4. Frakkland.
  5. Bretland.
  6. Ísrael.
  7. Indland.
  8. Pakistan.

Þetta eru öll núverandi kjarnorkuveldi.
Sannarlega eru mjög minnkaðar líkur á kjarnorkustríði Bandaríkjanna og Rússlands.
En möguleikar á kjarnorkustríði Indlands og Pakistans - eru umtalsverðir!

India political map

Bæði löndin eru með stóra heri!

.....................Indland...............Pakistan

Heildarherafli......5,1millj.................935þ.
Skriðdrekar........3,565....................2,496
Brynvagnar.........3,436....................1,605
Fallbyssur.........9,719....................4,472
Orrustuvélar.........889......................434
Herþyrlur............805......................273
Kafbátar..............15.......................8
Beitiskip/freigátur...27.......................9
Flugmóðurskip..........1.......................1
Kjarnorkuspr.........140.....................150
Eldflaugar...........42.......................30
Meðaldr.eldfl........12.......................30
Sprengjuvélar........48.......................36
Kjarnorkukafb.........1........................

Rétt að taka fram ef stríð skellur á snöggt, væri Indland aldrei með allan sinn her mættan til átaka - heldur einungis þann her sem væri staddur við landamærin.
Líklega hefur Pakistan hærra hlutfall síns hers tiltækan nærri sínum landamærum við Indland.
--Bendi auk þessa á, Indland hefur öflugan her á landamærum sínum við Kína.
--En þar er gömul landamæradeila - ekki síður en gagnvart Pakistan.
Við og við hafa verið átök á þeim landamærum einnig!
Indland mundi aldrei flytja þann her í burtu, til að berjast við Pakistan.

  • Þannig að við getum dregið slatta frá, þannig að leikar eru ekki alveg eins ójafnir og tölurnar að ofan - gætu gefið til kynna.

Eins og sést er sléttlendi Indusdals - þ.s. flestir Pakistanar búa, nærri landamærunum.
Ég held að það séu yfirgnæfandi líkur á að Pakistan beiti kjarnavopnum.
Ef varnarlínur Pakistans hers gæfu sig þannig, að indverskur her væri að flæða inn í hjarta Pakistans - Indusdalinn.

  • Ég er að segja, að hætta á kjarnorkuátökum, raunverulega sé veruleg.

India demands Pakistan release pilot as Kashmir crisis intensifies

Pakistani PM Imran Khan appeals for talks with India to avoid war

Pakistan and India face worst conflict in decades

  1. Á það er bent, að Imran Khan sé mjög háður hernum, og ólíklegur til að beita sér gegn afstöðu hans.
  2. Á sama tíma, sé Modi með kosningar framundan - einungis eftir 3. mánuði, og það gæti þítt að hann vilji ekki sína veikleika gagnvart Pakistan.

Þarna virðist m.ö.o. mesta stríðshætta í áratugi - snögglega nánast úr himinblámanum.
--Málið er að síðast, voru kjarnavopnin ekki komin til sögunnar!
--Stríð í dag, væri á allt allt öðru plani hvað áhættu varðar.

Kjarnavopnaeign beggja er örugglega næg, til að bæði löndin yrðu í rúst.
Það sem verra er - afleiðing yrði líklega, hnattrænn kjarnorkuvetur.

  1. Ég er ekki að tala um - kólnunar-atburð eins svæsinn, og ef Rússland og Bandaríkin færu í hár saman.
  2. En það gæti samt þítt uppskerubrest víða um heim, snöggar hungursneyðir í löndum sem eru illa skipulögð og fátæk.
  3. Og auðvitað, matarverð í hæstu hæðum í nokkur ár - líklega.

Fyrir rest mundi kólnunar-atburðurinn líða hjá! Fólk gæti samt dáið einnig t.d. í Afríku.
Allur heimurinn tæki eftir sprenginunni í matarverði - vegna lélegrar uppskeru víða hvar.

 

Niðurstaða

Sennilega enda deilur Indlands og Pakistans ekki þetta illa - hinn bóginn sýnir sú snögga krísa er hófst um miðjan þennan mánuð, hversu í eðli sínu stórhættuleg staðan milli Indlans og Pakistans sannarlega er. Þarna virkilega getur hafist stríð afar snögglega, spennan í augnablikinu hljómar virkilega alvarleg. Virðist hafa hafist - tit for tat - spírall. Ef hann heldur áfram eitthvað frekar, gæti allt farið í bál og brand. Og þá stæði heimurinn frammi fyrir -- fyrsta skiptinu að tvö kjarnorkuveldi hæfu heitt stríð.
--Ég er örugglega frekar að vanmeta kólnunar-atburðinn sem mundi verða en ofmeta hann.

 

Kv.


Spurning hvort að ósigur Trumps gagnvart Kim Jong Un sé yfirvofandi?

Ummæli Donalds Trumps sl. sunnudag er hann svaraði spurningum blaðamanna vöktu athygli.
--Hafið í huga, að málefnið er -- Norður-Kórea.

Donald Trump -- I’m not in a rush, I don’t want to rush anybody, -- I just don’t want testing. As long as there’s no testing, we’re happy.

--Mér finnst þarna kveða við umtalsvert annan tón og mikilla muna lágstemmdari en áður.
En ríkisstjórn Donalds Trumps fór af stað með gassagangi 2017 - krafðist algerrar kjarnorku-afvopnunar Norður-Kóreu -- eiginlega þess að NK mundi afvopnast fyrst, síðan mundu Bandaríkin aflétta efnahagslegum refsiaðgerðum.

Image result for kim trump

 

Ég hef allan tímann reiknað með því að Kim Jong Un hafi engan áhuga á því að afvopnast.
Að hann líti kjarnavopnin tryggingu fyrir - tilvist sinnar ríkisstjórnar.
Að samtímis, vilji hann einnig halda í þær langdrægu flaugar sem þróaðar hafa verið dýrum dómum.

Rétt að ryfja upp, að sumarið 2017 var Donald Trump með stór orð um það, að það væri óhugsandi að heimila NK - að afla sér getu til að skjóta kjarnavopnum á Bandaríkin.
Auk þess, talaði DT af töluverðri léttúð um það sem möguleika, að ráðast með hernaði gegn NK.

  1. Hafandi í huga hversu stórt DT tók upp í sig.
  2. Er undanhald hans í málefnum NK -- athygli vert.

--Hann sagði greinilega - hann væri sáttur, ef það væru engar prófanir!
--M.ö.o. ekki krafa um afvopnum, hljómaði sem DT gæti gert sér að góðu, loforð frá Kim Jong Un - að gera engar kjarnorku- né eldflaugatilraunir meðan DT er forseti.

  1. Ef Donald Trump gefur eftir kröfuna um afvopnun - nær engu fram þegar kemur að afvopnunarmálum.
  2. Þá er erfitt að komast hjá því að túlka það sem ósigur ríkisstjórnar hans, gagnvart Kim Jong Un.

Í frétt FT: Trump ‘not in a rush’ for North Korea to denuclearise.
Eru vangaveltur um það - hvort Trump mundi undirrita formlegan frið á Kóreu-skaga!
En Kóreustríðinu lauk einungis með vopnahléi - hinn bóginn án nokkurs árangur í minnkun fjölda kjarnorkuvopna á skaganum, eða fækkun langdrægra eldflauga!
--Er erfitt að komast hjá því að álíta slíka útkomu í reynd -- þunnan þrettánda!

 

Niðurstaða
Kannski er ég að oftúlka orð DT - en þau sannarlega slá mann sem risastórt skref til baka frá fyrri afstöðu hans og ríkisstjórnar hans í málefnum Norður-Kóreu. Þannig, að ef málin mundu raunverulega enda með þeim hætti, að DT undirritar friðarsamning - án skuldbindinga um afvopnun af nokkru tagi; þá væri eiginlega ekki hægt annað en að túlka það sem -- stórsigur Kims Jong Un í málinu. A.m.k. var Donald Trump bersýnilega að tóna niður væntingar til leiðtogafundarins nk. mánaðamót nú rétt framundan!

 

Kv.


Ríkisstjórn Venezúela virðist ekki enn í bráðri fallhættu - þrátt fyrir óeirðir á landamærum við Brasilíu og Kólumbíu á laugardag

60 liðsmenn hers Venezúela eru sagðir hafa notað ringulreiðina á landamærum við Brasilíu og Mexíkó - til flótta frá Venezúela. Einn generáll í her landsins, lýsti yfir stuðningi við stjórnarandstöðuna -- eru þeir orðnir 5 er hafa það gert. Rétt að hafa í huga að generálar eru yfir þúsund í hersveitum landsins. 
--Óeirðirnar á landamærunum, virðast hafa orðið 4. að aðldurtila, og valdið meiðslum hundruða.

The last 48 hours in Venezuela news, explained

After Venezuelan troops block aid, Maduro faces 'diplomatic siege'

Mynd sýnir óeirðirnar á brú á landamærum við Kólumbíu

Óeirðir á landamærum Brazilíu og Venezúela

Image result for People throw stones at Venezuelan national guard members, at the border, seen from Pacaraima, Brazil

Nicolas Maduro heldur sig við augljóslega óvinsæla afstöðu!

Hann fullyrðir að fregnir af neyðar-ástandi í landinu, séu lygar vestrænna fjölmiðla.
Hann heldur því fram að engin þörf sé fyrir aðstoð - enn neitar að heimila alþjóða hjálparsamtökum fullt aðgengi.

Til samanburðar: Skýrsla VENEZUELA Humanitarian crisis

SÞ þvert á móti skilgreinir að innan landsins sé - humanitarian crisis.

  1. Að sjálfsögðu eru andstæðingar hans, að notfæra sér þetta - með því að gera tilraunir til að senda stórar sendingar yfir landamærin - af mat og annarri aðstoð.
    --Hinn bóginn, með því að halda sig við sinn keip, beita hernum til að hindra að þessu sé dreift til af stjórnarandstöðunni, til þeirra er vilja.
    --Þá auðvitað er hann að veita andstæðingum, ókeypis pólitískar keilur.
  2. Ég vil meina, Maduro sé í reynd sjálfum sér verstur - með þessari afstöðu.
    --Þvert á móti, ætti hann að - veita matnum móttöku, og láta dreifa honum.
  • Áhugaverðasta fregnin er líklega - að 60 liðsmenn hers Venezúela hafi stungið af.
  • Það horfa allir til hersins í landinu.

En það er enginn möguleiki að ástandið í landinu - þ.e. skortur á mat - skortur á lyfjum - skortur á lækningatækjum -- stjórnlaus óðaverðbólga; sé ekki að bitna á fjölskyldum hermanna.

Jafnvel þó Maduro hafi fært hernum stjórn olíulyndanna fyrir ca. tveim árum síðan - augljós leið til að kaupa með digrum mútum, hollustu yfirherstjórnar landsins.

Þá stórfellt efa ég að það fé sem streymir til æðstu herforingja, sjáist að nokkru verulegu leiti hjá fjölskyldum lægri settra foringja eða óbreyttra hermanna.

Það kæmi mér ekki á óvart, ef mikil óánægja kraumi undir hjá óbreyttum og foringjum í lægri tignarstöðum.

En ekki síst, reikna ég með því, að gríðarleg spilling sé til staðar hjá toppunum innan hersins.

  1. Vegna þess, að herinn stjórnar olíulyndunum sl. 2. ár -- þá væntanlega er tilgangur refsiaðgerða Donalds Trumps gegn olíuframleiðslu landsins er hófust í febrúar, ekki síst sá -- að minnka það fjárstreymi sem óhjákvæmilega fer til hersins úr þeirri átt.
    --Tilraun til Þess að taka mútuféð af yfirmönnum hersins.
  2. Á sama tíma, af hálfu stjórnarandstöðunnar, er þeim sömu aðilum - lofað skjóli gegn lögsókn, ef herinn samþykkir að styðja stjórnarandstöðuna í stað Maduros.
    --Hluti hinna nýlegu höfnu aðgerða Bandaríkjanna gegn olíuyðnaði landsins, felst í því að afhenda þær tekjur til stjórnarandstöðunnar.
    --Þannig væntanlega að veita þeim tækifæri, til þess að veita yfirherstjórn landisns tilboð.
  3. En það er hvað mér virðist í gangi --> Nokkurs konar uppboð á hernum.

En ég held að ekkert annað en herinn haldi Maduro enn við völd -- ef herinn snúist gegn honum, falli hann þann sama dag.

Þar sem plottinn eru sennilega flest undir yfirborðinu -- er líklega engin leið til að spá því, akkúrat hvenær Maduro hugsanlega fellur.

--En honum hefur verið boðið af stjórnarandstöðunni, að fara - og hann yrði ekki lögsóttur ef hann héldi sig síðan utan landsteina þaðan í frá.

 

Niðurstaða

Ekkert í því sem gerðist um sl. helgi, er augljós vísbending þess að fall Maduros sé yfirvofandi alveg strax - hinn bóginn, bendir flótti nokkurra tuga hermanna til þeirrar óánægju undir niðri sem mér virðist augljóst hljóti vera til staðar meðal almennra hermanna.

Hinn bóginn á sama tíma, sérstaklega vegna þeirra aðgerða gegn ríkisolíufélagi Venezúela sem Bandaríkin hófu snemma í febrúar sl. - þar sem olíutekjur eru nánast einu tekjur þess, að með þeim heldur Maduro ekki einungis ríkisstjórn sinni gangandi - heldur mútar hernum til áframhaldandi stuðnings við sig.

Þá virðist það vart geta farið með öðrum hætti en svo að einhverntíma á þessu ári falli ríkisstjórn Nicolas Maduro -- helst von þess að það gerist án umtalsverðra blóðsúthellinga væri að herinn snerist gegn honum - sem heild.

  1. En það væri mögulegt, að tilraunir til að höfða til hersins af hálfu andstæðinga, leiði til klofnings innan hans - þ.e. hlutar hans gangi í lið andstæðinga, meðan hlutar haldist hollir Maduro.
  2. Ef hluti hersins risi upp, en stór hluti væri áfram hollur ríkisstjórninni.
    --Gæti það orðið möguleg endurtekning Sýrlands þ.s. er borgaraátök hófust, hluti hers landsins gekk til liðs við fjölmenna uppreisn - eða sambærilegt við upphaf borgaraátaka í Líbýu, en þar reis einnig herinn að hluta gegn ríkisstjórn landsins samtímis að stór hluti hans hélt áfram hollustu við hana.

--Stríðin í Sýrlandi og Líbýu urðu svo harkaleg strax í upphafi, vegna þess einmitt að í liði með uppreisnum í báðum tilvikum, voru hlutar liðsmanna herja hvors ríkis um sig.
--Það var einnig hvers vegna, að uppreisnin í Sýrlandi varð ekki sigruð með hraði, þrátt fyrir miklar tilraunir Assads til að ganga milli bols og höfuðs á liðsmönnum hennar.

Þetta væri mjög slæm útkoma - ef það færi þannig að herinn í Venezúela klofnaði, eins og herir Sýrlands og Líbýu gerðu.

 

Kv.


Afríka flóttamanna-vandamál framtíðarinnar?

Það sem er athyglisvert við mannfjöldaþróun á Jörðinni - er að einungis í Afríku er enn fjölgun á þeim skala að rétt sé að líkja við sprengingu. Í öllum öðrum heimsálfum hefur dregið mikið úr mannfjölgun.

What to Do About Massive Population Growth

  1. In the next 30 years, the population of the African continent will more than double, from 1.2 billion people today to 2.5 billion.
  2. The result will be a population of which 50 percent will be younger than 30 years old and won't have much of a future to look forward to if the continent's economic outlook doesn't change drastically.
  3. The threat of conflict over scarce resources, land, food, water and work is very real.

Eins og sést á myndinni,  nær einu rauðu löndin í Afríku

 

Graphic: Projected population growth in select countries.

Eðlilegt að hafa áhyggjur af þessu! Stríð - flóttamannabylgjur rökréttar afleiðingar!

2-földun fólksfjölda Afríku, augljóslega setur gríðarlegan þrýsting á samfélög.
Landið Níger - sér fram á 3-földun, ótrúlegt -- bláfátækt land.

  1. Gríðarlega mikið verður af fólki með litla sem enga möguleika.
  2. Rökrétt, er þetta kokteill fyrir - uppreisnir, hryðjuverkahreyfingar, stríð.
  3. En einnig, vaxandi landflótta.

--Rétt að taka fram, að Sahara auðnin er mikill faratálmi, sem hlýfir Evrópu verulega.

Einungis þeir allra örvæntingar-fyllstu, leita Norður - en ferð yfir Sahara er líklega hættulegri en ferð yfir Miðjarðarhaf á nær ónýtu fleyi.
Síðan, aftur tekin hætta á að láta lífið, að komast yfir Miðjarðarhaf.

  • Hver sá sem fer þá leið, þarf að vera tilbúinn að hætta öllu, lífinu sjálfu.

--Áhættuminna, að leita til annarra landa innan Afríku sjálfrar.

Löndin sem eru gul - þar er ástand skárra, sum þeirra búa við góðan hagvöxt.
Það eru til Afríkulönd með betri hagvöxt en Kína í dag.

Ég hugsa, að flestir sem flytja milli landa - leiti til annarra Afríkulanda.
Ferðalag er klárlega miklu síður hættulegt - og menning nær því sem viðkomandi þekkir.

  • Rétt að benda á, það er stríð í Nígeríu.

Fyrst og fremst Norðarlega í landinu.
Það er að sjálfsögðu ein hætta sem líklega fylgir mannfjölguninni - mikið framboð af ungu fólki með lítt fyrir stafni - skapar auðvitað, frjóan jarðveg fyrir öfgar.
--Það er mjög hættuleg íslamista-hreyfing starfandi í Nígeríu, sem berst við stjórnvöld.

  1. Löndin Norðan við Nígeríu, eru öll - múslimalönd, öll fátæk - öll með mikla mannfjölgun.
  2. Það virðist rökrétt, að það svæði verði - óróasvæði í framtíðinni.

Það svæði, gæti orðið að miðju fyrir öfga-íslamisma.
Stríð auðvitað, geta valdið snöggum flóttamannabylgjum.

 

Niðurstaða

Ég held það sé full ástæða að horfa til Afríku sérstaklega landanna nærri Nígeríu. Þar sé í gerjun slæmur kokteill mikillar mannfjölgunar - íhaldsams Íslams siðar - ásamt mikilli fátækt.
--Ofan á allt saman, bætast áhrif hnattrænnar hlýnunar, sem auka líkur á þurrkum innan Sahel svæða Afríku, einmitt þeirra landa.

Það er alveg þíðingarlaust að spá í tölur yfir hugsanlegan flóttavanda.
--Rétt að taka fram, að þrátt fyrir þetta, getur verið unnt að draga úr vandanum.

Bendi á að sl. 30 ár hefur dregið mjög úr mannfjölgun í Bangladesh. Þar fjölgar enn fólki, en engan vegin með þeim hætti er áður var. Í landinu er Íslam siður, samt tókst að innleiða fjölskyldu-áætlanagerð, bæta menntun kvenna - og seinni ár hafa stjórnvöld verið að stuðla að hagvexti.
--Fyrir 30 árum, virtist það land nærri eins vonlaust, og Níger virðist nú.

Það sýnir, að hægt er að gera eitthvað.
Besta leiðin er líklega, að aðstoða löndin með beinum hætti, eins og Bangladesh var aðstoðað.
--Þá þarf auðvitað, samstarf við stjórnvöld sem séu áhugasöm um að bæta ástand mála.

  • Saga 20. aldar virðist sýna, hagvöxtur dregur úr mannfjölgun.
    --Utanaðkomandi aðstoð getur gagnast, ef stjórnvöld vilja framþróun.

 

Kv.


Donald Trump hefur 90 daga til að ákveða 25% toll á innfluttar bifreiðar frá ESB og innflutta íhluti í bifreiðar

Wilbur Ross ráðherra viðskipta - hefur afhent Trump skýrslu ráðuneytis síns, en á sl. ári fól Donald Trump Wilbur Ross fyrir hönd ráðuneytisins - að rannsaka hvort innflutningur bifreiða og íhluta í bifreiðar væri ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna!
Þó skýrslan hafi ekki verið gerð opinber enn, hefur einhvern veginn lekið - að niðurstaða hennar hafi verið á þann veg, að leggja til 25% refsitoll á innfluttar bifreiðar og íhluti í bifreiðar frá aðildarlöndum ESB - á grundvelli þess að sá innflutningur ógnaði þjóðaröryggi.
--Þ.s. innihald skýrslunnar liggur ekki fyrir, liggur ekki fyrir hvaða leið Wilbur Ross hefur farið í því skyni - að rökstyðja meinta ógn við þjóðaröryggi.

  • En sannast sagna finnst mér það afar furðuleg ályktun, að innflutningur bifreiða frá öðrum NATO löndum - geti talist ógn við bandarískt þjóðaröryggi.
  • Bendi á að Bandaríkin viðhafa samvinnu við flest sömu bandalagríki í þróun vopnabúnaðar, þ.s. þau gjarnan taka þátt í kostnaði og þróun - er þá treyst til þess að hafa fullan aðgang að öllum gögnum um þann búnað, meðan sá er í þróun.

--Það er því algerlega nýstárleg sýn í mínum augum, hvernig það sé í ósköpunum mögulegt, að koma með þjóðaröryggis-sjónarmið, inn í slíka viðskiptadeilu - þegar þessi lönd eiga í hlut.

U.S. tariffs on EU cars could mean EU buying less U.S. soya beans and gas: Juncker

EU's Juncker expects Trump to refrain from imposing higher tariffs on cars

Auto industry lines up against possible U.S. tariffs

EU threatens retaliation if US imposes punitive car tariffs

Donald Trump likely to take his time regarding auto tariffs

 

Evrópusambandið svaraði auðvitað strax því að tolli yrði svarað með fullnægjandi hætti!

Hvað sem fullnægjandi þíðir akkúrat: Were this report to translate into actions detrimental to European exports, the European Commission would react in a swift and adequate manner,

Jean-Claude Juncker sagðir á hinn bóginn þess fullviss að Donald Trump mundi ekki ákveða einhliða tolla: Trump gave me his word that there won’t be any car tariffs for the time being. I view this commitment as something you can rely on,...

--Þetta var væntanlega fundurinn á milli þeirra tveggja á sl. ári þ.s. þeir tveir sömdu um vopnahlé í viðskiptastríði Bandaríkjanna og ESB.

Spurning hvort að Donald Trump bregst jákvæður við yfirlýsingu Juncker að hann hafi traust til Trumps.

Juncker sagði einnig: However, should he renege on that commitment, we will no longer feel bound by our commitments to buy more US soya and liquid gas. However, I would very much regret that,...

--Sem sagt, að samkomulagið sem um vopnahlé sem fól m.a. í sér kaup á soya og gasi, væri þá á enda runnið.

Þar sem þetta var vopnahlés-samkomulagið, þ.e. kaup á soya og gasi, gegn því að Trump léti vera að leggja á frekari tolla.

Þá væntanlega er eðlilegur lestur orða Junckers - að þá yrði viðskiptastríð skollið á að nýju.

 

Málið er ég er þess fullviss að ESB sé ómögulegt að mæta kröfum ríkisstjórnar Bandaríkjanna!

Bandaríkin vilja fá aðgengi fyrir sínar landbúnaðar-afurðir, hinn bóginn er gríðarleg andstaða innan aðildarlanda sambandsins - gagnvart genabreyttum afurðum og dýra-afurðum þ.s. mikil hormónabæting er hluti af uppeldi dýranna.

En reglur um hvort tveggja eru mun - opnari innan Bandaríkjanna en innan ESB.
M.ö.o. sumt sem er leyfilegt í Bandaríkjunum er það ekki innan ESB.

--Vandinn er sá, að þó svo maður ímyndaði sér að Framkvæmdastjórnin gerði slíkt samkomulag við Trump -- mundi það aldrei halda, þ.s. aðildarríkin sjálf mundu nær algerlega örugglega hindra framgöngu þess.

--Þess vegna hafnar ESB að ræða landbúnaðarmál í tengslum við viðskipta-viðræðurnar, meðan þeir sem fara í dag með viðskiptamál Bandaríkjanna - heimta verulega opnum um landabúnaðarafurðir Bandaríkjanna.

Þannig að -- að því er best fæ séð, eru samingaviðræður pikkfastar.
Litlar fregnir berast af þeim, sem bendi til einskis árangurs.
--Þær litlu fregnir er hafa borist, hafa bent til pyrrings samninganefnda, og gagnkvæmar ásakanir.

  • Það sé engin leið fyrir Trump líklega að þvinga fram -- nema eitthvað takmarkað, sbr. er ESB bauðst til að kaupa meira soya - og gas.
  • ESB er til í að ræða tolla á iðnvarning, sem þegar eru almennt séð lágir.

Heildar niðurstaðan virðist vera, gengur hvorki né rekur.
Trump er nú með þann kaleik að ákveða, hvort það er aftur viðskiptastríð - eða hvort hann sættir sig við, minniháttar samkomulag.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að fara að spá í það hvort viðskiptastríð ESB og Bandaríkjanna - hefst að nýju, en slík væri útkoman ef Donald Trump innan 90 daga ákveddi að skella 25% tolli á innfluttar bifreiðar og innflutta íhluti í bifreiðar frá ESB löndum.

Hinn bóginn sé ég ekki ESB beygja sig í duftið - ein stór ástæða er einfaldlega það að ESB er samband 28 landa, ekki ríki. Sambandið á eðli sínu skv. mjög erfitt með að taka snöggar ákvarðanir. Andstaða nokkurra ríkja, getur blokkerað ákvarðanatöku.

--Andstaða innan aðildarríkja, væri mjög líkleg að blokkera sérhverja umtalsverða slökun í samhengi landabúnaðarmála - eiginlega nær fullkomlega öruggt.
--ESB sé m.ö.o. ekki fært um að láta að kröfum þar um, það verði Lighthizer og Ross að skilja, hinn bóginn virka þeir á mig sem þverhausar. 

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband