Færsluflokkur: Vísindi og fræði
22.12.2015 | 23:33
SpaceX tókst að skjóta edlflaug á sporbaug með 11 gerfihnetti, og síðan að lenda flauginni að nýju á sama stað
Eins og kemur fram í Wikipedia er Falcon 9-R flaugin, ekkert smáflykki.
- Hæð........70 metrar
- Þvermál.....3,66 metrar
- Þyngd.....541 tonn
- Burðargeta, 13 tonn upp í LEO
- Burðargeta, 4,85 tonn, GTO
Munurinn á eldri gerð, Falcon 9 1,1 virðist aukin þyngd, þ.e. úr 505 tonnum í 541 tonn.
Svo er hún aðeins hærri, þ.e. 70 metrar í stað 68,4 metrar.
- Ég reikna með því, að þessi 36 viðbótar tonn af eldsneyti, sé það sem til þurfi.
- Svo hún geti framkvæmt þetta trix, að snúa aftur við til sama staðar þaðan sem hún tók á loft, og lenda síðan lóðrétt undir kný!
SpaceX releases close-up photos of Falcon 9's successful launch and landing
Why SpaceX Rocket Landing Is a Giant Leap for Space Travel
SpaceX breakthrough with Falcon rocket return
Flugtak!
Kemur inn til lendingar!
Lent heilu og höldnu
Eins og sést hefur hún lendingarfætur.
- Elon Musk, eigandi SpaceX, einnig eigandi Tezla bifreiðaframleiðandans, segir að stefnt sé að því að - minnka kostnað um helming, með því að endurnota flaugina.
- Höfum í huga, að Falcon 9-R hefur einnig, 2-þrep - flaug sem ekki er endurnýtt, a.m.k. ekki ennþá.
Hvað um það - - þetta er stórmerkilegt afrek.
Annað hatttrix fyrir Elon Musk - - einnig eiganda Tezla rafbíla framleiðandans.
- Hann er að vísu ekki enn búinn að sanna, að sparnaður verði 50%.
- En næsta stóra prófraun verður --> Þegar eftir að flaugin sem lenti hefur verið vandlega yfirfarin, hvort að það tekst að skjóta henni á loft að nýju - og ekki síst; lenda henni síðan í annað sinn.
- Ef kostnaður við -yfirferð- reynist meiri en reiknað var með, t.d. að oftar þurfi að skipta um vélar, en eitt mikilvægt atriði sem á að spara - er að geta endurnýtt eldflaugamótorana, helst nokkrum sinnum --> Þá gæti sparnaður orðið verulega minni en stefnt er að.
- Á hinn bóginn, þá reikna ég með því, að Elon Musk gefist ekkert upp, ef Falcon 9-R þarf meiri þróun, til að ná fram þeirri skilvirkni sem stefnt er að.
Elon Musk - a.m.k. hefur hárrétt fyrir sér.
Að það er abslút krítískt atriði fyrir framtíð mannkyns í geimnum.
Að draga úr kostnaði við það að koma hlutum á sporbaug við Jörð.
Niðurstaða
Ég tel að það sé ekki ofmælt að segja - að tilraunir SpaceX með endurnýtanlega eldflaugatækni, séu mikilvægar fyrir framtíð mannkyns alls.
Það alls alls ekki síður, heldur en tilraunir Tezla fyrirtækisins, sem Elon Musk einnig á - með stóra batterý verksmiðju, í von um að geta framleitt ódýrari rafbíla.
Það að hafa tekist að - skjóta flaug á loft með 11-gerfihneitti, og síðan að lenda henni aftur á nærri því sama blettinum og hún tók á loft af; er raunverulega mikilvægt afrek.
Það sem ég bendi á að ofan, er einfaldlega að - prófrauninni er alls ekki lokið. Enn séu erfiðar prófraunir framundan --> Þessu sé ekki lokið, fyrr en því er lokið.
En ef allt gengur eftir hjá Elon Musk -- þá verður það mjög mikilvægur áfangi fyrir mannkyn allt.
En 50% lækkun á kostnaði við að skjóta hlutum á sporbaug - muna hafa mikla þýðingu fyrir framtíðina, ef allt það sem stefnt er að - gengur eftir.
Kv.
29.10.2015 | 23:00
Vísindamönnum tekst að smíða nýtt batterý, er fræðilega getur gefið rafbílum sama drægi og bensín eða dísilbílum
Um virðist að ræða - svokallað "lithium/air" batterý. Sem fræðilega getur verið a.m.k. 10 falt skilvirkara en núverandi "lithium/ion" batterý.
Málið er að "lithium/air" batterý - anda, þ.e. taka hvarfann beint úr loftinu.
Það þíði að unnt sé að pakka "lithium" mun þéttar þ.s. ekki þarf að hafa rými fyrir hvarfa - sem þíði tvennt; 1)mun léttari batterý og 2)orkuþéttni getur verið til muna meiri.
- Hingað til hafa allar tilraunir með "lithium/air" batterý - mistekist.
- Því að auka-afurðir hvarfsins safnast fyrir, og gera batterýin óstarfhæf - eftir fáeinar hleðslur.
- En vísindamönnum í Cambridge, tókst að komast í kringum þetta vandamál.
- Og hefur tekist að keyra sitt tilrauna-batterý í gegnum 2000 hleðslur.
Það hefur þó þann galla - að það starfar einungis með þeim hætti.
Ef notast er við 100% súrefni - annars skapist of mikið af auka-afurðum efnahvarfsins.
Þetta er samt stórmerkilegur áfangi.
Að það hafi tekist að keyra tilrauna-batterý af þessari týpu í gegnum 2000 hleðslur.
Gefur aukna von um að, unnt sé að gera þessa tegund batterýa - praktíska á nk. árum.
Lithium-Air battery research shows potential paths to next-gen batteries
Breathing battery advance holds promise for long-range electric cars
Scientists announce progress toward better battery to power cars
- En sjálfsagt má alveg hugsa sér að hafa súrefnistank, sem fyllt væri á samtímis og hlaðið væri á rafmagn.
Það kostar þó orku að framkalla alveg hreint súrefni - en ekki nærri eins mikla þó, að búa til vetni.
- En ef tekst að fullþróa þessa tækni, þá þíðir það - rafbílar með mun meira drægi en áður.
- En samtímis, kostnaðarminni batterý -líklega- og léttari.
- Þar með, léttari rafbíla, sem einnig sparar orku - eykur drægi.
Niðurstaða
Vísindamennirnir sjálfir telja áratug af rannsóknum enn framundan, áður en unnt er að markaðssetja "lithium/air" batterý. En félagarnir í Cambridge skóla - virðast a.m.k. hafa fundið ljósið á enda ganganna. Áður hafi margir verið orðnir vonlitlir um að mundi takast að gera "lithium/air" batterý praktísk. En með uppgötvun félaganna í Cambridge, virðist loks - raunveruleg von hafa glæðst um að slík geti orðið raunhæf innan ekki mjög margra ára.
Sem mundi líklega leiða til þess - að rafbíllinn mundi fullkomlega taka yfir markaðinn fyrir bifreiðar.
- Spurning fyrir olíuríki - - þið eigið kannski bara eftir 10 ár!
- Hvað ætlar Rússland að gera?
- Hvað ætlar Saudi Arabía?
Kv.
28.9.2015 | 23:27
Við getum öll verið frá Mars
Skv. fréttum hefur NASA tekist að safna frekari gögnum sem - virðast sterklega benda til þess að vatn renni á Mars, í skamma stund - við og við, á Mars dagsins í dag:
NASA Confirms Signs of Water Flowing on Mars, Possible Niches for Life
Liquid water exists on Mars, boosting hopes for life there, NASA says
NASA finds evidence of recent flowing water on Mars
Nasa scientists discover briny water on surface of Mars
" Credit Jet Propulsion Laboratory/University of Arizona/NASA"
"In a paper published in the journal Nature Geoscience, scientists identified waterlogged molecules salts of a type known as perchlorates on the surface in readings from orbit."
Um virðist að ræða -saltpækil- eða "brine" m.ö.o. vatn sem er með mjög háu salt innihaldi.
Myndir með rákum af þessu tagi - - hafa sést á myndum frá Mars sl. 20 ár, en það sem er nýtt í þessu - - er að tekist hefur að greina tiltekin efnasambönd, með mjög nákvæmri litrófsgreiningu.
Þeir segjast hafa beitt - nýjum aðferðum við þá litrófsgreiningu, sem hafi skilað hinum nýju gögnum.
Þau efnasambönd séu sönnun þess, að í þeim tilteknu rákum sem unnt var að greina með slíkri nákvæmni - hafi sannarlega í örskamma stund, runnið ofur salt vatn.
Það sem þetta sýnir fram á, er að - vatn er til staðar á Mars.
Ekki fyrir milljörðum ára, heldur í dag. Þó í afar lítlu magni - sennilega undir yfirborðinu.
"The perchlorate salts lower the freezing temperature, and the water remains liquid.
Vatnið getur runnið í þessum saltpækli þrátt fyrir að hitinn fari ekki upp fyrir -70°C.
"Christopher P. McKay, an astrobiologist at NASAs Ames Research Center in Mountain View, Calif., does not think the recurring slope linae are a very promising place to look. For the water to be liquid, it must be so salty that nothing could live there, he said. The short answer for habitability is it means nothing, he said." - "He pointed to Don Juan Pond in Antarctica, which remains liquid year round in subzero temperatures because of high concentrations of calcium chloride salt. You fly over it, and it looks like a beautiful swimming pool, Dr. McKay said. But the water has got nothing."
Þetta virðist auka líkur á tilvist lífs á Mars!
Þó vatnið á þessum stað, sé ofur salt - er óvíst að svo sé alls staðar. Og þ.e. vitað að á Mars er fullt af frosnu vatni - þ.e. ekkert útilokað að til staðar séu á Mars, vökvi undir ís.
Það getur einnig verið, að rakur jarðvegur finnist ofan á ís-undirlagi, og síðan þurrari lög þar ofan á.
Lífið á Jörðinni finnst á svo ótrúlega erfiðum stöðum, víða hvar.
Svo þ.e. sannarlega ekki unnt að slá neinu föstu um það, að Mars sé sannarlega gersamlega líflaus.
En það held ég reiknar enginn með öðru, en því að eingöngu sé um að ræða einfrumungs örverur.
An af hverju segi ég - Jarðarbúa geta verið Marsbúa?
Það hefur verið sýnt fram á, að -fræðilega- getur líf borist frá Mars til Jarðar.
Life's Rocky Road Between Worlds
Þessi grein gefur ágæta lýsingu á þessum hugmyndum.
Líklegasti tíminn fyrir Jörðina til að hafa fengið líf frá Mars, er sennilega þegar Jörðin var ung, og Mars einnig - í árdaga Sólkerfisins.
En vegna þess að Mars er smærri, þá kólnaði yfirborð hans á undan, og það er vitað - að á því tímabili, hafði Mars eins og Jörðin, segulsvið og höf á yfirborðinu.
- Ef sú kenning er rétt um myndun Tunglsins, að það hafi myndast í kjölfar risastórs áreksturs Jaðar við aðra plánetu á stærð við Mars.
- Þá hefur sá árekstur gersamlega - eytt öllu lífi er þá kann að hafa verið til staðar á Jörð. Þar sem orkan af árkestrinum hefur gert stóra hluta yfirborðs Jarðar að risastóru hraun-hafi.
Líklegasti tíminn fyrir Mars-líf á yfirborði.
Er einmitt í árdaga Sókerfisins, þegar Mars hafði höf á yfirborði, og segulsvið - því þykkan lofthjúp.
Ósennilegt er að það líf hafi náð að verða sérlega þróað, enda voru höfin á Mars ekki til mikið lengur en í rúman milljarð ára.
En málið er, að einmitt helsti möguleikinn liggur í gegnum - örverulíf.
Því örverulíf er nægilega hart af sér, til þess að það getur lifað af í formi svokallaðra gróa, þegar það getur legið í dvala í langan tíma.
Gró hafa fundist á Jörðinni, úr mörg þúsund ára Jarðlögum.
Sem hefur ræktast úr - lifandi örverur. Sem hafa þá legið í dvala, enn lifandi.
Þetta er því algerlega mögulegt.
Þó það virðist afa harkaleg aðferð sannarlega, þ.e. smástyrni rekst á Mars, þeytir upp fullt af grjóti - megnið fellur aftur á Mars, en hlutfall sleppur úr þyngrarsviði Mars, og lágt hlutfall af því - nær alla leið til Jarðar, og í lágu hlutfalli þeirra loftsteina nær gró að lifa af ferðina.
En þ.e. alveg nóg, til þess að t.d. á nokkrum milljónum ára, eftir risa áreksturinn við plánetu á stærð við Mars - - kann líf að hafa náð að berast til Jarðar frá Mars.
Niðurstaða
Það er nefnilega málið, að ef menn finna líf á Mars. Þá er það sennilega ekki algerlega óskilt Jarðar lífi, eins og margir halda. Tæknilega er það hugsanlegt fyrir líf að berast til Mars frá Jörð - með sama hætti. Á hinn bóginn, þá er auðveldar þyngdaraflslega séð fyrir grjót sem þeytt er út í geim af plánetu - - > Að berast í átt til Sólar.
Jörðin er Sólarmegin við Mars eftir allt saman.
Kv.
14.8.2015 | 00:55
Er fólksfækkun framundan í heiminum?
Ég sá nýlega umfjöllun um Portúgal, land sem statt er í alvarlegum fólksfjölda-þróunar vanda, sbr: Pressures on Portuguese working families ha ve seen fertility slump over a generation. Fyrir utan þetta OECD plagg, var einnig nýverið fjallað um þennan vanda í Financial Times: Portugal faces perfect demographic storm.
Það sem gerir Portúgal áhugavert, er m.a. að þar má skoða þróun í rauntíma - sem getur átt eftir að breiðast út mjög víða á nk. árum og áratugum.
Mynd skönnuð úr skjali OECD
- Eins og sést, er fjöldi barna per konu orðin afskaplega lágur í Portúgal.
Ísland er mikið betur statt, með kringum rétt rúm 2 börn per konu.
- Við skoðun á vandamálinu, þá beinast sjónir að - - vanda ungs fólks að afla sér vinnu?
- Og tiltölulega slökum stuðningi við barnafjölskyldur, sem og skort á dagvistun.
Skortur á störfum fyrir ungt fólk getur leitt til fólksfækkunar - vegna
Ég vísa til óvissunnar um framtíðina, en það virðist að fólk eignist börn stöðugt síðar á lífsleiðinni - en skortur á störfum fyrir ungt fólk, virðist leiða til þess að það flytur stöðugt seinna úr foreldrahúsum.
Að auki halda margir lengur áfram í námi, vegna þess að ekki er vinna í boði - í von um að námið auki möguleika síðar meir. Sem er þannig séð skynsamt, en það virðist einnig verulegt atvinnuleysi meðal - ungra háskólamenntaðra.
Í Portúgal virðist það ekki algengt að konur eigi engin börn, en mjög algengt að þær eigi einungis 1-barn. Barni 2 sé stöðugt frestað meðan að óvissa er til staðar um tekjur hvort sem ástæðan er léleg vinna eða engin, eða veruleg óvissa um að halda vinnu.
- En það hefur orðið mikil fjölgun á - skammtíma ráðningum, týpískt til 6-mánaða. Sem viðheldur stöðugri óvissu.
- Samningar gjarnan endurnýjaðir á 6-mánaða fresti.
M.ö.o. sé atvinnuleysi.
Og óvissa um starfið sem þú ert í.
Hvatning til að - - fresta barneignum þar til síðar.
Hvers vegna gæti þetta orðið -hnattrænn vandi?
Það hefur undanfarið gætt umræðu - um róbót væðingu starfa, að skammt sé í að hröð útbreiðsla verði á slíkri róbót væðingu, og mörg framleiðslustörf hverfi þar af leiðandi.
Margir spá því, að ekki séu mörg ár í þetta - og að þegar sú bylgja rís fyrir alvöru, þá verði hröð útbreiðsla á atvinnuleysi. Þau störf sem tiltölulega lítt menntaðir verkamenn vinna í dag, hverfi.
Það eru ekki allir með færni til að tileinka sér menntun á háskólastigi. Það gæti því skapast hópur - er væri fjölmennur, er væri viðvarandi atvinnulaus.
Það ástand mundi verða til staðar í þróuðum löndum almennt.
- Með þetta í huga, vegna þess að reynsla t.d. Portúgals virðist vera, að óvissa um störf, og atvinnuleysi - - letji fólk til að eignast barn nr. 2.
- Þá gæti slíkri hnattrænni bylgju aukningar atvinnuleysis - einnig fylgt samdráttur í barneignum, jafnvel þróun eins og í Portúgal yfir í ástand - sem stefnir í umtalsverða fólksfækkun í því landi.
Þannig gæti hugsanlega eftir 30-40 ár fólksfækkun verið orðin nær almennur vandi.
Í þróuðum löndum á þessum hnetti.
- Sjálfsagt telur einhver það - bara fínt.
- En höfum í huga, að fólksfækkun muna fylgja vandi t.d. vandi með fjármögnun ellilífeyris, skuldavandi landanna sennilega ágerist - því að þróunin eðlilega minnkar framtíðar hagv0xt, því að fólksfækkun minnkar þá eftirspurn innan þeirra landa sem er möguleg. Samtímis sem að það fjölgar stöðugt þeim sem ríkið þarf að - halda uppi.
- Ástand sem við höfum orðið vitni að í Evrópu.
Þ.e. skortur á atvinnu - samtímis fólksfjölgunarþróun sem stefnir í fækkun - og óhjákvæmilegur vandi sem þeim vandamálum þá fylgir, í formi - lélegs hagvaxtar, og líklega vaxandi hallarekstrar vanda hins opinbera og skuldavanda þess.
------------------
Róbótvæðing - - gæti auk þessa ýtt frekar nýlega iðnvæddum þjóðum í þetta ferli.
Löngu áður en lífskjör þar eru komin nærri evrópskum eða bandarískum standard.
Breitt út þau vandamál sem Evrópa er að upplifa, þ.e. stöðnun og fólksfækkun, til þeirra einnig.
Niðurstaða
Ef róbótvæðing skapar sambærlegt atvinnuleysis vandamál í öllum iönvæddum sem tiltölulega ný iðnvæddum löndum. Þá gæti hún einnig leitt til stöðnunar á fjölgun fólks. Og jafnvel alla leið til fækkunar. Þannig að eftir nokkra áratugi - verði lönd er innihalda meir en helming mannkyns komin yfir í fækkun.
Slík útbreiðsla á fækkun - mundi eðlilega draga úr heildarfjölda mögulegra neytenda.
Þannig minnkað mögulega eftirspurn.
Þannig að þó svo að róbótískar verksmiðjur væru mjög skilvirkar fyrir eigendur, þá gæti róbót væðing hugsanlega - dregið úr mögulegum hagvexti í þeim löndum þ.s. hún verður tekin upp.
Einmitt með því að útrýma gríðarlegum fjölda starfa, vegna þeirra hliðaráhrifa á fólksfjöldaþróun sem útbreitt varanlegt atvinnuleysi mundi sennilega hafa.
Fækkun fólks leiði síðan til - fækkunar þeirra er geta neytt varnings.
Kv.
25.7.2015 | 00:55
Lífvænlegasta pláneta sem NASA hefur fundið - hingað til, er 1.400 ljósár frá Sólkerfinu
Stjarnan sem plánetan snýst um, nefnist Kepler-452. Og er 1,5 milljarði ára eldri en Sólin. Sú stjarna er að auki 20% bjartari, auk þess að hafa 3,7% meiri massa og 11% meira ummál.
Pláneta, Kepler-452b, er talin 5-falt massameiri en Jörðin, sem gerir þyngdarafl þar líklega 2-g. Þetta er því það sem mætti kalla, há-þyngdarafls pláneta, en þó ekki umfram þ.s. mannkyn gæti tæknilega aðlagast. Þvermál plánetunnar er áætlað ca. 1,5 Jörð.
Árið á Kepler-452b er 385 dagar. Hún er hæfilega fjarri eða nærri stjörnunni, Kepler-452 til þess að þar er a.m.k. ágætur möguleiki að finna megi rennandi vatn, jafnvel höf.
NASA Says Data Reveals an Earth-Like Planet, Kepler 452b
Hvað tæki ferðalagið langan tíma?
- "...at the speed of the New Horizons spacecraft, about 58,536 km/h (36,373 mph), it would take approximately 25.8 million years to get there."
New Horizons geimkanninn, er hraðskreiðasti hlutur sem menn hafa sent út í geim hingað til.
En þægilegra er að hugsa út frá -prósentum af ljóshraða- t.d. miðað við 10% mundi ferðalagið taka sennilega 14.000 ár, og miðað við 5% 28.000 ár.
Þessi fjarlægð er sennilega utan við þau ystu mörk, sem mannkyn framtíðar væri líklegt til að senda svokölluð -kynslóðageimför.
En miðað við aldur plánetunnar, þ.e. einum og hálfum milljarði ára eldri en Jörðin. Þá er kannski ekki óhugsandi, að vitibornar verur hafi þróast þarna - og jafnvel heimsókt Jörðina í mjög fjarlægri fortíð.
- En höfum í huga, að fyrir 1,5 milljarði ára, var lífið á Jörðinni en á einfrumungs stiginu.
- Lofthjúpurinn hefur einnig verið nokkuð með öðrum hætti, með engar plöntur á yfirborðinu eins og sl. 500 milljón ár.
- Þetta er samt innan þess tíma, þegar súrefni er farið að myndast á Jörðinni, og svokallaðir blágrænir einfrumungs þörungar eru komnir til sögunnar.
Ef það var vitiborið líf á Kepler-452b er það sennilega löngu útdautt
Ég get auðvitað ekki verið viss að líf þar, mundi hafa þróast á sama hraða. Við vitum auðvitað ekki enn - - hvort þarna er líf.
Lífið á Jörðinni var t.d. á einfrumungs stiginu í 3-milljarða ára. En sl. 700 milljón ár eða þar um bil, hefur verið til flóknara líf - sjávardýr með vefi og frumstæðustu form sjávargróðurs með vefjaskiptingu. Líf á landi finnst fyrst milli 500-600 millj. árum, þ.e. elstu form af 8-fætlum frumstæðum frænkum köngullóa, eru elstu land-dýr sem enn hafa fundist ummerki um í steingerfingum. U.þ.b. 100 milljón árum síðar, sjást fyrstu landhryggdýrin.
Það er algerlega mögulegt, að lífið á Kepler-452b hafi verið lengur á einfrumungs stiginu, en því gæti einnig verið - öfugt um farið.
- En punkturinn er sá, að meðal-líftími dýrategunda á Jörðinni virðist ca. 3-milljón ár.
- Við getum ekki gert ráð fyrir því, að líftími vitiborins lífs sé endilega augljóslega, lengri.
Þannig að miðað við það hyldýpi af tíma, sem er á milli aldurs Jarðar og aldurs Kepler-452b, virðist langsamlega líklegast, að vitiborið líf er hefði orðið til þar - - sé sennilega löngu orðið útdautt.
Það gætu verið mörg hundruð milljón ár síðan.
- Þetta er sennilega sú vídd, þ.e. -tíminn- sem sé megin hindrunin í því, að vitiborið líf frá mismunandi sólkerfum hittist.
- Því að það tekur líf marga milljarða ára að þróast, meðan að líftími hverrar tegundar sé ákaflega hlutfallslega stuttur.
- Það sé engin leið að vita, hvenær í þroskaskeiði lífs á tiltekinni plánetu akkúrat, vitiborið líf komi fram - ef það gerist. Þó sennilega þurfi a.m.k. 100 - 200 milljón ár að hafa liðið frá því að flókið líf nemur land, að lágmarki.
- Mannkyn verður til ca. 450 milljón árum eftir að hryggdýr nema land.
Líkur virðast yfirgnæfandi, að vitiborið líf - missi af hverju öðru í tíma.
Sérstaklega þegar einnig er haft í huga, að plánetur geta verið mis gamlar svo munar mörgum milljörðum ára, til eða frá.
- Langsamlega sennilegast virðist, að enginn annar en við - séu uppi akkúrat á þessum tíma.
- Sem þíði ekki, að ekki hafi mörg þúsund tegundir vitsmunalífs þróast í dýpi tímans, sl. 4-6 milljarða ára.
- En þær séu sennilegast allar löngu útdauðar í dag.
Tegundir sennilegast hittist aldrei.
Því afar ósennilegt sé að þær séu uppi á sama tíma.
Niðurstaða
Þó fjarlægðir séu sannarlega veruleg hindrun. Þá sé sennilega sjálfur tíminn - stærsta hindrunin í vegi þess, að mismunand tegundir af vitsmunalífi hittist. Þó það geti verið, að ekki sé ómögulegt að skapa mjög endingagóð tæki - sem gætu varðveitt þekkingu eða visku, og beðið þess að annað vitsmunalíf komi fram á sjónarsviðið. Þannig að hugsanlega geti það gerst, að það finnist einhverntíma ævaforn tækjabúnaður, einhvers staðar í geimnum--sem enn starfi, og unnt sé að hafa samskipti við. Læra um þá sem smíðuðu þann búnað, svona - hæ í gegnum tíma og rúm. Það má jafnvel ímynda sér, að einstaklingar væru frystir og geymdir í milljónir ára eða tugmilljónir ára, þangað til að geimstöðin finnst af einhverjum öðrum.
En að öðru leiti, virðist langsamlega sennilegast - - að hver tegund vitsmunalífs á hverjum tíma, finni eingöngu rústir löngu liðins tíma - ef eitthvað þá yfirleitt finnst, því að eyðingarafl veðrunar er öflugt á plánetum. Nánast eini möguleikinn væri að skoða loftlaus tungl nærri plánetum sem hugsanlega hafa borið vitsmunalíf í fyrndinni. En rústir á loftlausum tunglum geta enst í milljarða ára.
Kv.
16.7.2015 | 22:02
Það virðist enginn vita, af hverju fjöll eru á Pluto
Það er eitt af því skemmtilega við það þegar geimkannar skoða veraldir sem enginn hefur áður augum litið - í nálægð. Hvað margt hefur komið á óvart - t.d. man ég enn eftir því hve eldfjöllin á Io vöktu mikla undrun. Enginn hafði átt von á því að eitt af tunglum Júpíters væri með eldspúandi eldfjöll nær stöðugt í gangi.
Pluto wows with first close view of ice mountains on its surface
Images reveal ice mountains on Pluto
NASA Releases Close-Up Pictures of Pluto and Its Largest Moon, Charon
Pluto close-up pictures reveal 11,000 foot high ice mountains
En nú öllum að óvörum, kemur í ljóst að það eru há fjöll á Pluto.
Að sögn sérfræðinga, kemur ekki til greina að um sé að ræða svokallað "tidal heating" þ.e. að Charon og Pluto togi í hvorn annan, þegar þeir snúst um sameiginlegan miðpunk. Og það skýri af hverju þessar 2-veraldir séu sennilega með vökva djúpt undir yfirborðinu. En málið er að Pluto og Charon eru þ.s. kallað er "tidally locked" þ.e. snúast um eigin möndul á sama hraða og nemur snúningshraða þeirra hvorn um annan, m.ö.o. snúa alltaf sömu hlið hvor að öðrum. Þetta kvá útiloka "tidal heating."
En að sögn sérfræðinga NASA þá sanni skortur á loftsteinagígum á Pluto og Charon, að yfirborð þessara hnatta hafi endurnýjað sig sl. 100 milljón ár. Jörðin t.d. er ekki storknuð í gegn heldur, m.ö.o. yður Jarðar eru bráðin - það vellur upp hraun öðru hvoru hér og þar.
Hugsanlega eru einnig "eldfjöll" á þessum 2-veröldum, svokalllaður "cryo volcanism" þ.e. upp skjótist vökvi - líklega vatn í bland við önnur efni, eins og köfnunarefni - sem storknar á yfirborðinu, getur skapað myndanir sem líkjast í útliti eldfjöllum. En við erum að tala um gríðarlegan kulda á yfirborði þessara 2-ja hnatta. Yfir 200°C frost.
Við slíkan fimbulkulda, verður vatns-ís, hart sem berg. Og hegðar sér með svipuðum hætti.
Þeir telja m.ö.o. að fjöllin á Pluto, séu mjög sennilega úr vatnsís. Því ís úr köfnunarefni sé ekki nægilega sterkur, né ís úr metani eða fosfór - sem þarna sé að finna á yfirborðinu skv. litrófsmæli geimkannans, New Horizon.
Og að Charon, tungl Pluto, hefur ungt yfirborð - eins og Pluto.
Ef myndin af Charon, að ofan - er skoðuð. Má sjá rauðlitað svæði ofarlega á þeirri mynd, sem sérfræðingarnir eru farnir að nefna, Mordor. En suma þeirra grunar að efnið á yfirborðinu sem myndar það svæði, sé komið frá - Pluto. Kannski gamalt eldgos þar, efni hafi farið upp á sporbraut Pluto, sumt fallið alla leið á yfirborð Charon.
Mig grunar að þetta sé bara - tillaga.
En um miðja mynd, má sjá myndanir - - stór gil. Lengd þeirra lauslega um 600km., og dýpt á bilinu 6-10km. Engar smá myndanir það.
Á Charon má sjá einhverja gíga - - en engan veginn í því magni sem ættu að vera, sbr. Tunglið okkar. En á myndunum af Pluto, sáust engir gígar eftir lofsteina eða smástyrni.
Og á Charon eru greinilega stór svæði, sem virðast alveg slétt, því -tiltölulega nýlega- hefur það yfirborð endurnýjast.
Niðurstaða
En sannir vísindamenn fara ekkert í fílu, þá þeir sjái eitthvað sem þeir ekki skilja. En af hverju svo virðist að Pluto og Charon, hafi yður sem ekki eru storknuð - veit enginn. En einhverja orku þarf, til að viðhalda því ástandi. Bæði Pluto og Charon eru t.d. verulega smærri en Tunglið okkar. Þvermál Pluto er 2370km, Þvermál Charon er 1.208km, meðan að þvermál Tunglsins okkar er 3.474km. Og Tunglið er ekki lengur "virkt" þ.e. yður þess talin storknuð. Svo að skiljanlega vekur það mikla athygli - að yður svo smárra hnatta sem Pluto og Charon. Virðast enn fljótandi - - enginn veit af hverju.
Nánast það eina sem kemur til greina, er að báðir enn innihaldi nægilega mikið af geislavirkum efnum, djúpt í yðrum. Sem auðvitað geta eingöngu verið til staðar ef kjarni beggja er úr grjóti, og ekki einungis svo - heldur verður þá sá kjarni að innihalda töluvert af þungmálmum. Það verður að hafa verið umtalsvert magn, til þess að enn eftir 4.000 milljón ár, sé enn til staðar geislavirk efni - sem enn geisla frá sér. En geislavirk efni, smám saman tapa sinni geislavirkni. 4.000 milljón ár er langur tími.
Ef þetta er svo, þá þurfa menn að klóra sig í kollinum, um það hvernig á því standi að Pluto og Charon hafi svo mikið af þungmálmum. Skapar áhugavrerðar spurningar um myndun þeirra.
Ekki síst, hvar í sólkerfinu. En þumalfingursregla virðist vera, að meir sé af þungmálmum - nær miðju Sólkerfisins. Minna fjær.
Eru Pluto og Charon ekki lengur þ.s. þeir upphaflega mynduðust? Hver veit, kannski að það skýri af hverju Pluto hefur - - djúpan sporöskjulaga sporbaug. Að í fyrndinni hafi honum verið þeitt til eins og skopparabolta, frá upphaflegum myndunarstað.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2015 | 02:10
Er skáli landnámsmannsins í Reykjavík fundinn?
Mér finnst stórmerkilegur fornleifafundur á horni Lækjargötu og Vonarstræti hafa fengið mun minni athygli en ástæða er til. En þarna virðist hugsanlega um að ræða skála frá -landnámsöld. Það sem er merkilegt við hann - er að þessi skáli er miklu mun stærri en sá skáli er fannst fyrir nokkrum árum.
- Hann gæti verið jafn stór og sá skáli sem áður hefur fundist stærstur hér, eða ca. 40 metra langur. En rústirnar virðast a.m.k. 20m. langar. En miðað við stærð og umfang langelds, ef hlutfall skálans er dæmigert miðað við víkinga-aldarskála. Þá sé hann sennilega 2-falt lengri en sá hluti rústarinnar sem finna má í þeim grunni, þ.s. verið er að grafa.
- En þessar upplýsingar komu fram í viðtali við fornleifafræðing i fjölmiðlum.
Óvæntur fornleifafundur breytir byggðasögu Reykjavíkur
Skáli frá landnámsöld fannst óvænt
Punkturinn er auðvitað sá, að svo stór skáli, hefur verið - höfðingjasetur
Það að til staðar sé langeldur, þíðir mjög líklega að hann sé frá fyrstu tíð byggðar við Faxaflóa. Því að langeldur gengur ekki upp, nema að nóg sé af eldiviði.
Þá hefur ekki enn verið búið að eyða upp skógum og kjarri í grennd.
5,5 metra langeldur hefur þurft mikið magn af eldiviði, til viðhalds.
Ekki undarlegt að hratt hafi gengið á skóga og kjarr, á fyrstu öldum byggðar - þegar menn hafi notast við þessa aðferð, að hafa opinn eld til upphitunar.
- Það sem ég er eiginlega að pæla í, er að skora á forsætisráðherra, að beita sér fyrir því - að þessar rústir verði ekki gereyðilagðar.
- Því þær geta verið af fyrstu byggð við Faxaflóa, og jafnvel á - Íslandi.
Ríkisstjórnin getur vel beitt sér, þegar fornleifar líklega með algerlega einstaka þíðingu fyrir sögu lands og þjóðar, dúkka svo óvænt upp.
Þarna þarf að byggja - - safn, ekki hótel.
Og það blasir við - - að huga þarf að uppgreftri á næstu lóð, þ.s. hinn hluti skálarústarinnar er líklega undir.
Þó rústin sé töluvert skemmd, þá virðist hún samt merkilega heilleg.
Niðurstaða
Að það finnist leyfar skála af allra stærstu gerð frá víkingaöld við Lækjargötu í Reykjavík, ætti að hafa vakið mun meiri athygli en sá fundur hefur enn gert. Því að stærð skálans bendir til þess, að þar hafi búið auðug fjölskylda - miðað við þann tíma. M.ö.o. að þarna hafi hugsanlega ríkjandi höfðingi þessu svæði sennilega búið.
Þó það eigi ef til vill ekki að taka það fullkomlega hátíðlega, þá sögn að Ingólfur nokkur Arnarson, hafi fyrstur manna sest að í Reykjavík. Þá er alls ekki loku fyrir það skotið, að í þessum skála hafi enn búið aðkomendur fyrstu landnema á Reykjavíkursvæðinu.
M.ö.o. að þessi skálarúst sé þess eðlis, að hana eigi að varðveita - - og þá ekki einungis parta, eins og nú virðist um rætt.
Heldur helst sem allra mest, í heilu lagi. M.ö.o. að það þarf sennilega að finna leið til að grafa einnig á lóðinni við hlið, því þar undir hlýtur restin af skálanum að vera.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2015 | 23:28
Búið að uppgötva uppruna Indó-evrópa?
Rakst á þessa áhugaverðu frásögn í NyTimes: DNA Deciphers Roots of Modern Europeans. En þessar genarannsóknir virðast sýna fram á að Evrópumenn séu -gróft séð- samsettir úr 3-megin hópum, sem komu til Evrópu með löngu millibili:
- Fyrst er um að ræða veiðimenn og safnara, sem birtast í Evrópu á Ísöld, þ.e. fyrir 45þ. árum, sjálfsagt þeir sem titlaðir voru "cro magnon" menn. Þetta fólk virðist ekki hafa dáið út, heldur viðhaldist sem sérhópur lengi eftir að síðari hópur mætti á svæðið. En síðan að lokum - horfið inn með blóðblöndun.
- Svo eru það bændur er koma í gegnum Tyrkland frá Mið-Austurlöndum fyrir 8-9þ. árum. Lengi vel virðast bændurnir og veiðimannasamfélagið hafa lifað hlið við hlið, þ.e. a.m.k. í 2þ. ár, áður en sjást merki í greiningu fræðimanna - að blóðblöndun á sér stað. Þ.e. áhugavert, að svo virðist ekki að -veiðimennirnir- hafi tekið upp lifnaðarhætti bændanna, heldur lifað sem annað samfélag meðfram bændasamfélögunum í þessu ca. 2þ. ár. Þetta fólk skv. frásögn fræðimannanna - - var eins ólíkt genetískt séð, og í dag eru Asíubúar og Evrópubúar. Sjálfsagt hefur menningarmunur - - a.m.k. ekki verið smærri en það, líklega hefur það stuðlað að því, hve langan tíma það tók fyrir samfélögin að renna saman.
- Svo eru það -Indó-Evróparnir- en skv. fræðimönnunum þá berst næsta bylgja í gegnum Rússland, hirðingjasamfélag sem mætir á svæðið fyrir 4.500 árum, fyrst í Mið-Evrópu. Það virðist afar freistandi að líta á að þetta fólk hafi borið með sér hin -indóevrópsku- tungumál. Þetta var fólk, sem hafði ekki fasta búsetu, heldur lifði á steppum Rússlands, með stórar hjarðir af sauðfé - - er því freystandi að líta svo á að til þeirra sauðfjárræktar og sauðfjárstofna, megi rekja þann stofn sem endaði fyrir rest á Íslandi.
Rök fyrir því að þetta geti verið -IndóEvrópar?
- Eru mættir til Mið-Evrópu fyrir 4.500 árum, sem virðist nægilega snemma til að gríska menningin sem fyrst kom fram 3.500 árum síðan, geti hafa myndast í millitíðinni. Þ.e. hirðingjarnir leitað til Grikklands, en þ.e. sauðfjárrækt einnig á gömlum merg í Grikklandi; og haft nægan tíma til að mynda - - sérstakt tungumál þegar fyrir 3.500 árum.
- Er komin skýringin á svokölluðu "tocharian" tungumáli í Synkiang í Kína? En rannsóknir nú sýna, að -svokölluð Afanasevo menning- í Síberíu, er skild hinni svokölluðu -Yamnaya- menningu, er barst til Evrópu skv. genagreiningu, og þá má ætla að líkur séu á að það fólk hafi talað tungumál er hafi verið skilt tungumáli hirðingjanna rússn. sem nefndir eru Yamnaya menningin.
Takið eftir kortinu af vef -Wikipedia- að staðsetning Afanasevo fólksins fyrir 4.700 árum er ekki fjarri landamærum Kína í dag.
En -Tocharian- er þekkt frá handriti er fannst í Synkiang er skv. aldursgreiningu er 1.200 ára gamalt. Miðað við þetta, getur það mjög vel verið, að útbreiðsla Yamnya menningarinnar - - til austurs. Ekki síður en til vesturs.
Skýri þessa útbreiðslu - indóevrópskra tungumála, þ.e. að þau hafi verið til staðar í Vestur hluta Kína, en einnig borist frá Mið-Asíu til Suðurs, alla leið til Indlands og Írans.
Genarannsóknir eru virkilega mögnuð aðferð til að leita sannleikans, mér finnst þetta fremur sannfærandi að svarið við því - - hverjir Indó-Evrópar voru sé fundið.
Niðurstaða
Kannski er loksins búið að svara þeirri spurningu sem fræðimenn hafa spurt sig að í meir en 100 ár, síðan tungumálasérfræðingar greindu svokölluð indó-evrópsk mál, og áttuðu sig á því að fornt tungumál á Indlandi, sanskrít ásamt írönsku sem enn er töluð í dag; eru fjarskild en samt skild tungumál hinum evrópsku tungumálum sem við þekkjum þ.e. germönskum, rómönskum, sem og slavneskum, ekki síst - grísku.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt 11.6.2015 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2014 | 15:26
Gosið í Holuhrauni er orðið að stórgosi á sögulegan mælikvarða
Mér skilst að stærð hraunsins sé a.m.k. 74 ferkílómetrar, sé orðið stærra heldur en Reykjavík + önnur sveitafélög á svæðinu sem nefnist höfuðborgarsvæðið, ef maður ímyndaði sér hraunið lagt yfir Reykjavík og nágrenni þá sennilega þekur það frá Mosfellsbæ og alla leið út fyrir álver við Straumsvík - - þetta er því virkilega stórt hraun, og gosið er ekki hætt.
Jarðfræðingar segja það sennilega orðið e-h rúmur rúmkílómetri að heildarmagni. Sem þíðir að þetta er stærra en nokkurt gos á 20 öld, Surtseyjar gos einnig, og að auki stærra en nokkurt gos á 19. öld -þar með talið gosið í Öskju er leiddi til myndunar Öskjuvatns.
Þessa áhugaverða mynd er á vef Veðurstofunnar
Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur er með aðra áhugaverða mynd
Á myndinni má sjá glögglega "hraun-á" renna út úr gjánni ca. 400m x 100m þaðan sem vellandi hraunáin streymir stöðugt.
Þetta er sannkölluð -eldgjá- sem sjá má á "stórkostlegu vídeói."
Þ.e. áhugavert að horfa fyrst á "radarmyndina" og síðan á vídeóið - sem er nýlegt, tekið í nóvember.
Haraldur Sigurðsson, segir að þessi gjá - sé 4-5 gígar runnir saman.
Sjálfsagt ef gosið heldur áfram fram í -febrúar til mars- eins og sjá má á áhugaverðu spálíkani Haraldar; þá gæti -eldgjáin- mynnt á hrigg.
Hæsti hluti barmsins er þegar e-h rúmlega 100 metrar.
Ef sú spá stenst - - hafandi í huga að gosið hófst þann 29. ágúst - segjum það hætti við mánaðamótin febrúar/mars.
Þá er gosið einungis - - ca. hálfnað.
Það eru þó vísbendingar -sjá blogg Haraldar Sigurðssonar- að smá hægi á hraunrennslinu - - >En það má samt alveg hugsa sér að heildarmagn nái 2. rúmkílómetrum. Þá gæti hraunið náð 100 ferkílómetrum.
- Til að setja það í samhengi - - er stærsta hraun Íslandssögunnar, Þjórárhraunið mikla er rann 140km alla leið til sjávar við Eyrarbakka og Stokkseyri áætlað 30 rúmkílómetrar.
- Vatnaöldugosið árið 870, einkum öskugos -svokallað landnámslag- sem finnst víðast hvar um landið, magn áætlað 3,3 rúmkílómetrar af gosefnum.
- Hraunið sem kom úr Eldgjárgosinu 934-940, er áætlað 18 rúmkílómetrar. Þar við bætist 5-7 rúmkílómetrar af ösku - - stærsta gos sem vitað er um að tengist Kötlueldsstöðinni. Lítið hefur varðveist af sögulegum heimildum.
- Hekla 1104m 2,5 rúmkílómetrar af fyrst og fremst ösku. Þjórsárdalur lagðist í auðn - aska barst um nærri allt land. Það sýnir hve þakklát við getum verið fyrir að þetta gos er hraungos - ekki öskugos frá Bárðarbungu sjálfri.
- Öræfajökull 1362, mannskæðasta gos Íslandssögunnar -mannfall óþekkt- en gosið tók af heila sveit, flóð eyddi tugum sveitabýla, gríðarlegt öskugos þ.e. 10 rúmkílómetrar af ösku.
- Veiðivötn 1480, 3,5 rúmkílómetrar af ösku - en vatn var í gosrásinni.
- Katla 1755, ca. 1,5 rúmkílómetrar af ösku. Stærsta eiginlega Kötlugosið.
- Skáftáreldar 29. júlí 1783 - febr. 1784, það hraun að umfangi 565 ferkílómetrar, ca. 14 rúmkílómetrar.
Eins og sést á samanburðinum - - stenst Holuhraunsgosið samjöfnuð við söguleg "stórgos" en á sama tima, er það dvergur við hlið þeirra "risagosa" sem hér verða öðru hvoru.
Hafandi í huga, að mengun frá gosinu hefur borist alla leið til Reykjavíkur, síðan eftir vindáttum í allar áttir - - - > þá sést af því. Að öskugos að sambærilegu rúmmáli hefði dreift öskulagi um nærri allt landið. Þó það hafi minnkað nokkuð tjón, að gosið er um vetur, þá hefðu samt sem áður orðið umtalsverðar skemmdir á gróðri um landið og sveitir þess. Fyrir utan að við hér á höfuðborgarsvæðinu - hefðum fengið yfir okkur ösku eins og stærsti hluti landsins.
Niðurstaða
Vegna þess hve gosið í Holuhrauni er afskekkt - en það er sennilega á slóðum sem eru einna lengst frá byggðu bóli á Íslandi; þá er ekki gott fyrir marga að átta sig á því hve magnaður atburður þetta er. Að þetta sé virkilega fyrir framan augum okkar - alvöru stórgos. Þarna sé í gangi sennilega langsamlega stærsta gos sem nokkur núlifandi Íslendinga á eftir að sjá eða upplifa.
Kv.
14.11.2014 | 22:57
Magnað afrek hjá ESA að lenda á halastjörnunni "67P/Churyumovâ-Gerasimenko"
Halastjarnan sem heitir þessu skemmtílega "þiða" nafni -67P/ChuryumovGerasimenko- er nefnd eftir rússnesku stjörnufræðingunum sem fundu hana þ.e. Klim Ivanovych Churyumov og Svetlana Ivanovna Gerasimenko. Eftir nákvæma greiningu á ljósmyndum teknum með sjónauka, uppgötvaðist 67P 1969.
Sporbaugur 67P - rauði hringurinn
Ég þekki ekki af hverju "ESA" valdi 67P fyrir Rosetta kannann, en vera má að það stafi af því að 67P hefur síðan 1959 er 67P fór nærri Júpíter, haft tiltölulega lítinn sporbaug eða einungis að meðaltali 1,3AU eða 130% sporbaugur Jarðar.
Það þíðir að 67P tekur 6,45 ár að fara hring um Sólina. Mesti hraði hennar kvá vera 135.000km/kls. þegar hún fer næst Sólinni.
Ummál er áætlað á bilinu 3,5km - 4km.
Áhugavert að það tók Rosetta kannann 10 ár, að hala uppi 67P - - en Rosetta kannanum var skotið á loft 2004.
Hafið í huga að þegar hraði halastjörnunnar er hafður í huga, og fjarlægðir - ekki síst að þyngdarafl er nærri ekki neitt á yfirborðinu; þá er það umtalsvert tæknilegt afrek að ná því að lenda.
Lendingarfarið - - skoppaðir víst tvisvar, endaði á 3-staðnum.
Battery will limit life of Philae comet lander
Scientists will order Philae to hop in final bid to save lander
Það stendur til að gera tilraun til þess að færa lendingarfarið Philae til á yfirborði 67P. En vegna þess hve þyngarafl er örlítið. Er alveg hugsanlegt að í stað þess að það verði tilfæring endi Philae á þröngum sporbaug um 67P. Sjálfsagt er það tilraunarinnar virði - fyrst að rafhlöðurnar eru við það að klárast. Ef tilraunin heppnast og lendingarfarið Philae kemst út úr skugga þ.s. er birta, þá gæti farið enst einhverja mánuði á halastjörnunni.
En það væri mikilvægur árangur, því um borð í Philae er lítil rannsóknarstofa, sem getur rannsakað borkjarna tekna af Philae, og efnagreint. En vísindamenn eru sérdeilis forvitnir um nákvæma efnasamsetningu halastjörnunnar.
Það sem veldur ekki síst forvitninni er að vísindamenn telja að í halastjörnum sé að finna vanþróaðsta efnið í sókerfinu, þá í þeim skilningi - að í þeim sé enn að finna efni beint úr frumþokunni er myndaði Sólkerfið í lítt eða óröskuðu formi.
Veit ekki um ykkur - en mér finnst þetta gróflega líkjast samvaxinni kartöflu
Ekki er vitað af hverju 67P hefur þessa lögun, að vera með 2-þykka enda, síðan mjóan háls á milli. Getgátur uppi - - að halastjarnan sé í reynd úr tveim samrunnum klettum - - eða að efni hafi bráðnað og gufap upp af hálsinum t.d. þar hafi verið lag af ís.
Þessi flotta mynd sýnir eina löppina á lendingarfarinu, Philae
Þessi mynd sýnir hvar talið er að Philae hafi lent
Niðurstaða
Endurtek að mér finnst það magnað afrek að lenda fari á halastjörnu, sem án efa er umtalsvert erfiðari lendingarpallur heldur en tunglið. Vonandi tekst stjórnendum í stjórnstöð evrópsku geimsannsóknarstofnunarinnar "ESA" að bjarga lendingarfarinu Philae inn í sólarljósið. Þannig að sólarhlöður þess geti haldið Philae virku í mánuði - eins og vonast var til. Á hinn bóginn, þó það takist ekki - liggja þegar fyrir nýjar upplýsingar um eina af halastjörnum Sólkerfisins. Þó svo að ekki reynist mögulegt að halda lendingarfarinu virku.
Rosetta kanninn er nú á sporbaug utan um 67P. Og getur haldið áfram að taka myndir af yfirborðinu, sjá vef ESA: "ESA"
-----------------------
Ps: Skv. fréttum hefur lendingarfarið Philae lagst í dvala, eftir að ekki tókst að færa það yfir í sólskin, á síðustu stundu hafi þó tekist að senda gögn yfir í Rosetta frá Philae þannig að rannsókn á sýni sem tekið var úr 67P sé ekki glötuð - heldur séu gögn nú kominn til starfsmanna ESA: Philae sends back comet data before going into hibernation
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt 15.11.2014 kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar