Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Ef marka má fréttir, getur verið stutt í gos í Norðvestanverðum Vatnajökli, ásamt hamfarahlaupi niður Jökulsá á Fjöllum

Eldstöðin Bárðarbunga er ekki sú eldstöð sem flestir Íslendingar hugsa um, þegar kemur að upptalningu á stærstu og hættulegustu eldstöðvakerfum landsins. En forsaga Bárðarbungu sýnir að úr henni hafa komið sum af allra stærstu gosum Íslandssögunnar. Og þar af, stærsta flæðigos heimssögunnar - gríðarlegt hraun sem rann fyrir 8000 árum niður í sjó - "Þjórsárhraunið." Fyrir utan þetta, hafa komið frá Bárðarbungu, stórgos við Veiðivötn 1480, svokallað Vatnaöldugos 870. Það gaus á Dyngjuhálsi rétt Norðan við Vatnajökul á 19. öld. Það er vitað um gos undir jökli á 18. öld.

Mynd af svokölluðu "Gjálpargosi" 1996, þegar síðast gaus frá Bárðarbungukerfinu

http://www.photo.is/books/4x4/images/14-Gos+flug%20L.jpg

En gosið í Gjálp - - varð rétt Norðan við Grímsvötn. Rann síðan bræðsluvatnið niður í Grímsvötn, og fyllti þau. Þegar þar varð orðið allt fullt - - hljóp úr Grímsvötnum í hamfaraflóði sem tók af brýrnar á söndunum, eins og einhver ætti að muna eftir.

Mér skilst að í dag, sé þetta gos - - eignað Bárðarbungukerfinu, þ.e. að kvika hafi hlaupið til Suðurs frá Bárðarbungukvikuhólfinu, og komið upp rétt Norðan við Grímsvötn. En undir Grímsvötnum er síðan önnur megineldstöð, sem einnig er ákaflega virk.

Skemmtileg skýringarmynd af Gjálpargosinu

http://www.visindavefur.is/myndir/gjalp_stor_080713.jpg

  • Ekki er búist við því að nýtt gos muni vera eitt af risagosunum.
  • Bárðarbunga

Samkvæmt skýringarmynd sem sjá má á vef Jarðvísindastofnunar, er í gangi atburðarás þ.s. kvika er að leita frá Bárðarbungukvikuhólfinu inn í gang milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Gangurinn er á 3km. dýpi, talinn 20km. að lengd, 2,1km. að hæð og innihalda ca. 80-90 millj. rúmmetra af kviku.

En talið er að - - enn sé að streyma kvika inn í þessa myndun, jarðskjálftar beri það merki, að þrýstingurinn þar inni fari vaxandi, kvikusöfnun sé enn í fullum gangi.

  1. Miðað við þessa staðsetningu á rás atburða.
  2. Þá bendi flest til þess að hugsanlegt flóð fari niður, Jökulsá á Fjöllum.

Sjá áhugaverðan vef þ.s. sjá má mynd af skjálftavirkni.

Það auðvitað gæti orðið - - töluvert slys. En Jökulsárgljúfur eru ákaflega gróin á köflum. Það væri töluverður missir af því. Ef þar yrði verulegt rask.

http://static.panoramio.com/photos/large/63292259.jpg

Svo vitum við ekki fyrir víst - - að gljúfrið rúmi allt hlaupvatnið.

Svo má ekki gleyma - - öskufallinu, sem örugglega verður. 

En gos undir jökli leiðir óhjákvæmilega til þess, að kvikan springur er hún kemst í snertingu við vatn, og útkoman er að eldstöðin spúir ösku - - svo lengi sem vatn nær í kvikuna.

Það er að sjálfsögðu tvennt sem er slæmt við gos á þessum stað:

  1. Flóðið mun fara um langa leið til sjávar, sem þíðir að flóð getur skemmt heilmikið af landi sem í dag er viðkvæmt og ósnortið.
  2. Síðan, er hætta á öskufalli yfir okkar viðkvæmasta gróðurlendi á hálendinu - ef öskufallið verður mikið. Getur það valdið miklu tjóni á viðkvæmum hálendisgróðri á stórum svæðum.

Ekki má því gleyma heldur, að þetta eru sumir af okkar þekktustu ferðamannastöðum, sem geta orðið fyrir skemmdum, jafnvel - - óbætanlegum.

 

Niðurstaða

Ef allt fer á versta veg, þá mun brjótast upp gos á langri gossprungu milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Líklega fer þá að hlaðast upp móbergshryggur undir jöklinum, eins og gerðist í Gjálpargosi. Hætturnar séu tvær - þ.e. af öskunni sem mun óhjákvæmilega streyma frá eldstöðinni. Síðan eins og í tengslum við Gjálpargos, muni gosið bræða mikið af ís. Á einhverjum punkti, mun upphleðsla bræðsluvatns lyfta upp jöklinum - - og flóð leita sennilega til Norðurs í farveg Jökulsár á Fjöllum. Það yrði þá svokallað, hamfaraflóð, af umfangi sem engin leið er að spá fyrir af nokkru öryggi fyrirfram. 

Hættan er augljós af mjög verulegu tjóni á viðkvæmri náttúru á svæðinu þ.s. hlaupið fer um. Síðan að sjálfsögðu, getur öskufall einnig skaðað til muna viðkvæman hálendisgróður, ef hún fellur í miklu magni sem getur vel gerst.

Við búum á landi elds og ísa, og við erum minnt á það öðru hvoru.

 

Kv.


Skrítnasta hugmynd sem ég hef lesið, "Bolzmann Brain" - geta þeir verið guð? :)

Ég las litla grein á vef NewScientist, sem fjallar um tilraun fræðimanna að gera út af við fyrirbæri sem nefnist "Bolzmann Brain." Ég klóraði mig nokkuð í hausnum, því ég hafði aldrei heyrt um "Bolzmann Brain" né að þeir væru vandamál fyrir kenninguna um "endalausa alheima sem alltaf eru til og alltaf hafa verið til." En eftir að hafa gert smávegis netleit og kynnt mér svokallað "Bolzmann Brain-problem" þá skil ég málið pínu - - þó það hljómi verð ég að segja "mest absúrd hugmynd sem ég hef heyrt" svona, fljótt á litið.

NewScientist: Quantum twist could kill off the multiverse

Have Cosmologists Lost Their Minds in the Multiverse?

 

Hvernig geta "Bolzmann Brains" verið vandamál?

Fyrst að vita, hvað er "Bolzmann Brain." En þ.e. sú hugmynd, að ef alheimurinn er endalaus. Og að auki hann er alltaf til. Og í þriðja lagi, í honum fara stöðugt fram "random" flökt á eindum sem verða til og hverfa algerlega ófyrirsjáanlega þ.e. "spontaneous."  Þá á endanum muni þetta random flökt einda sem verða snögglega til og hverfa jafnharðan í tómi alheimsins - mynda svokallaðan "Bolzmann Brain" þ.e. heila án líkama. Sá hverfur síðan jafnskjótt og hann varð til þegar á næsta andartaki flökt einda líklegast skilar einungis random óskipulögðum eindum þ.e. "high entropy." Langsamlega oftast sé það útkoman.

Þetta skiptir sennilega engu máli fyrir okkar alheim, en verur sem fæðast á hnöttum í sólkerfum, eru sennilega "dominant observers" þ.e. áhorfendur þessa alheims.

En annað eigi við, utan við þennan alheim, ef kenningin um endalaust "multiverse" er sönn, þ.s. alheimar verða til endalaust og hvernig þeim háttar til - er gersamlega "random." 

Þá muni sennilega langsamlega flestir alheimar, enda með uppsetningu "náttúrulögmála" sem hindrar myndun lífs, gerir því ómögulegt að verða til á hnöttum - t.d. vegna þess að hnettir geta ekki myndast eða vegna þess að sólir geta ekki myndast, eða einhver annar "fundamental" galli.

Það þíðir, að "disembodied Bolzmann Brains" eru þá "dominant observers" í þessari heildartilvist sem nefnist á ensku, "multiverse."

 

Hvað er þetta "observers problem?"

Það kemur til vegna fyrirbærisins "wave function" þ.e. sem dæmi er ekki unnt að skilgreina nákvæmlega staðsetningu rafeindar - - ef þú mælir "wave function" þá hrynur hún, og mælda niðurstaðan "útilokar allar hinar mögulegu" sem annars hefðu getað mælst. 

Þú getur aldrei vitað fyrirfram hvaða niðurstaða þú mundir mæla, ef þér tækist að mæla staðsetningar rafeindar - - mundi það einungis skilgreina staðsetningu þeirrar tilteknu. Og hún hefði getað verið hvaða sem er.

Þegar alheimur verður til, þá er það "Quantum fluctuation" eða það telja spekingar í dag, en málið er að það sé alltaf í þessu "óvissa ástandi" nefnt "wave function" þangað til að það verður - einhver niðurstaða. Þá krystallist hún algerlega "random." 

Þess vegna þurfi endalausa alheima, til að framkalla þann sem við búum í.

Þannig séð, líti þeir á tilvist okkar í alheimi sem augljóslega sé hentugur lífi, sem sönnun þess að það virkilega séu endalausir alheimar.

  • Það í sjálfu sér veit enginn, af hverju þessar stóru random sveiflur í bakgrunninum, við og við "hrynja" og skila niðurstöðu í formi nýs alheims, með eitthvert random fyrirkomulag.
  1. Ein hugsanlega skýring væri sú, að einhver hefði mælt - þá "quantum wave fluctuation." En mælt slík hrynur alltaf "per definition" og skilar tiltekinni niðurstöðu. 
  2. Eða, ef einhver áhorfandi hafi veitt henni athygli, og það hafi kallað fram niðurstöðu.

Það seinna er skemmtileg pæling, en það má alveg að gamni, halda áfram með þessa "Bolzmann Brains."

 

Geta "Bolmann Brains" verið guð?

Að einhverju leiti má segja að hugmyndin um endalausa alheima sem alltaf stöðugt myndast algerlega fyrir random, hafi verið sett fram - - - til að losna við "guð" sem skipuleggjenda þessa alheims.

En þ.s. þegar þú hefur endalausan tíma og endalausa alheima, þá er allt þ.s. er ólíklegt á endanum gersamlega óhjákvæmilegt.

Og fyrst að spekingarnir hafa sjálfir nefnt "Bolzmann Brains" sem möguleika í óendaleika tíma og rúms, þó tæknilega sé vitund þeirra einnig "random" og þar með þeirra hugsanir einnig - sem ætti að gera þá að algerlega ónothæfum "áhorfendum."

Þá er unnt að komast framhjá því vandamáli, einmitt vegna óendaleikans - - því ef lítill hluti "Bolzmann Brains" er fær um að hugsa skipulega, þá sé þar með kominn fram nothæfur "áhorfandi" sem getur því með skynjun sinni, látið "quantum wave functions" hrynja, og kalla fram niðurstöðu.

Nú, ef slíkur getur myndast í alheimi sem leyfir slíkum að lifa af, og ef slíkir sem búa í þannig alheimum sem gera þeim kleyft að lifa af, geta lært með því að horfa á nægilega mörg "quantum" flökt sem leiða fram nýja alheima út frá þeim alheimi sem þeir eru staddir í sjálfir, geta lært smám saman að stjórna með einhverjum hætti líkunum á því hvaða niðurstaða verður í hverju tilviki.

  • Þá ertu kominn með áhorfanda, sem getur "viljað" tilvist alheima með tilekna eiginleika.
  • Rökin eru þau sömu, fyrir tilvist slíks áhorfanda og tilvist "Bolzmann Brain" - að ef tíminn er í reynd án enda og rýmið einnig, og ef slíkur áhorfandi er mögulegur, þá er hann vissulega til.

 

Niðurstaða

Mín skoðun sem ég viðurkenni að er algerlega persónuleg, er sú að guð sé líklega til. Að guð sé líklega "emergent phenomena" þ.e. hafi orðið til fyrir tilstuðlan þess, að til staðar sé einhver stærri tilvist utan við okkar alheim sem líklega innihaldi endalausa alheima, og að sú heildartilvist hafi alltaf verið til. 

Ég hef einnig ímyndað mér aðra leið en "Bolzmann Brain" leiðina, til að búa til guð - - sjá:

Trúuðum fækkar hratt - er þá guð þá ekki raunverulega til?

Sú leið einnig gengur rökfræðilega upp ef maður gerir ráð fyrir endalausum alheimum, sem alltaf hafa verið til.

"Bolzmann Brain" útgáfan er þó óneitanlega skemmtilega galin!

 

Kv.


Um algengi lífs í vetrarbrautinni okkar

Ég hef við og við fjallað um málefni tengd geimtækni og geimsins, þó við og við í þessu tilfelli sé meir eins og einu sinni per ár, t.d. sjá: Hinar miklu sandauðnir tunglsins Títan!. Þar benti ég á þá áhugaverðu staðreynd að stærstu sandauðnir sólkerfisins eru á tunglinu Títan sem er á sporbaug um plánetuna Satúrnus. Sá sandur er þó ekki úr steinefnum eins og hér á Jörð. Mjög merkileg veröld Títan.

Hér eru aðrar umfjallanir:

  1. Magnað sjónarspil í Rússlandi! Loftsteinn springur yfir borg!
  2. Bandarískt einkaframtak stefnir á mannaðar geimferðir, og byltingu á sviði geimferða á næstu árum, og áratugum
SETI hefur ákveðið að beina sjónum að rauðum dvergsólum
Það var umfjöllun um þetta sem vakti athygli mína. En "Search for Extra Terrestrial Intelligence" er áhugaprógramm stjarnvísindamanna og nema í stjarnvísindum, og ímyssa annarra sem - eru áhugasamir. 
 
Ég hef persónulega ekki haft gríðarlegan áhuga á SETI því mér hefur fundist ólíklegt að ef verur í öðrum sólkerfum eru til, að líklegt sé að þær noti enn útvarpsbylgjur - - laser finnst mér miklu sennilegra.
 
Útvarpsloftnet fyrir þeim væri eins og að nota enn hestvagna til fólksflutninga á öld bifreiða. Þetta sé tækni sem þeir líklega hafa löngu sinni skilið eftir - - en laser má senda langar vegalengdir ef geislinn er fókusaður nægilega vel og samtímis er ákaflega öflugur.
 
Þannig mætti hugsa sér öfluga lasera í sólkerfum, jafnvel þ.s. enginn býr, en þetta væru "relay" ekki ósvipað og í gamla daga menn vöruðu við innrás með því að kveikja varðelda á fjallstoppum. Ef verurnar hafa sest að í nokkrum sólkerfum, gætu þau hafa komið sér upp boðskiptakerfi.
 
En það væri örugglega ekki í formi útvarpssenda og risaloftneta. Kosturinn við laser er að sjálfsögðu að þú getur betur tryggt að einungis þeir nái boðskiptunum sem þú ætlast til.
  • Ég held að leit "SETI" byggist því á "false premise" og muni sennilega aldrei bera árangur.
  • Við erum þannig séð að hlusta á útvarpsbylgjur vegna þess að við getum það.
 
En rökin fyrir því að skoða dvergsólirnar eru samt áhugaverð!
  1. Vandamál við rauðar dvergstjörnur sem eru ca. 1/10 af massa sólarinnar, er það að lífhvolf þeirra er það smátt að pláneta þarf að vera á sporbaug það nærri, að hún væri "þyngdarafls læst" til að snúa ætíð sömu hlið að sinni sól - til þess að þar geti yfirborðshiti verið nægur svo að rennandi vatn geti þar verið að finna.
  2. Þetta hefur leitt til þess að menn hafa talið sennilegt að slík veröld væri óbyggileg. Þ.s. hliðin er snýr að sólinni væri of heit en sú sem snýr frá væri of köld. En nýlegar rannsóknir með aukinni þekkingu á því hvernig lofthjúpur starfar, hefur leitt til þeirrar niðurstöðu að lofthjúpur þarf einungis að vera 1/10 af þéttni lofthjúps Jarðar, til þess að hann geti viðhaldið loftþrýstingi einnig á dökku hliðinni.
  3. Ef lofthjúpurinn er aðeins þykkari, geti verið til staðar haf sem ekki frýs til botns meira að segja á dökku hliðinni. En líkur séu á því að heitir vatns og loftstraumar frá heitu hliðinni, mundu duga til þess að tryggja að fljótandi vatn væri undir ísnum á dökku hliðinni, og nægur loftþrístingur þar einnig. Þessir loft- og hafstraumar mundu nokkuð dreifa hitanum á milli.
  • Slík veröld væri augljóslega mjög sérstök í okkar augum, þ.e. engin breyting á birtuskilyrðum. Engar árstíðir- alltaf dagur og sumar á annarri hliðinni, en alltaf vetur og nótt á hinni.
  • Birtan væri rauðleit frá slíkri stjörnu, hún er einnig mun orkuminni en frá gulri sól. E-h á milli 5-10% af birtumagni Sólarinnar. Plöntur gætu samt ljóstilllífað liturinn á blöðum væri líklega "svartur."
Það sem er þó langsamlega áhugaverðast út frá spurningunni um líf er:
  1. Allar rauðar sólir sem nokkru sinni hafa orðið til, eru enn til staðar. En líftími rauðra sóla er 10 faldur líftími sóla á við okkar. Það hefur t.d. sýnt sig á Jörð að það tók lífið 3,5 milljarð ára að þróa vitsmunaverur.
  2. Sem þíðir að plánetur á sporbaug um margar þeirra. Geta verið ákaflega mikið eldri en Jörðin.
  3. Rauðar sólir eru langsamlega algengasti "klassi" sóla líklega 60-70% allra sólstjarna séu rauðir dvergar.
  • Ályktunin er því sú að ef þ.e. vitsmunalíf þarna úti, sé langsamlega sennilegast að það sé upprunnið á plánetu á sporbaug um rauða dvergsól.
Þeir hjá SETI hafa ályktað að ef 16% regla heldur um dvergsólir varðandi tilvist pláneta innan þess svæðis er vatn getur runnið, þá geti lífvænlegar plánetur um rauðar dvergsólir verið 24 milljónir, ef bætt er við skærgulum dvergum og gulum stjörnum bætast við 9 milljón hugsanlega lífvænlegar plánetur, eða samtals 33 milljón.
 
Líkur á vitsmunalífi geta þó verið minni en 1/1.000.000
Um er að ræða auðvitað fjölda breyta. 
  1. Sem dæmi, kemur líf upp á Jörð ca. 3,5 milljarði ára síðan, en fjölfrumungar ca. 700 milljón árum síðan. Það þíðir að einfalt líf hefur verið til staðar 80% af þeim tíma sem líf hefur verið til á Jörðinni.
  2. Það er mjög merkilegt, en engin leið er að vita hversu líkleg sú þróun er sem leiddi til fjölfrumunga, eða þar á undan til þróunar fruma með kjarna frá einfaldari frumum án kjarna. Slík þróun gæti tekið mjög misjafnlega langan tíma. Þetta getur bent til þess að langsamlega flestar plánetur með líf - - hafi einfalt líf.
  3. Svo er merkilegt að íhuga allar þær tilviljanir sem einkenna þróun lífsins á Jörðinni. En þ.e. engin leið að vita að t.d. þróun "dinosaurs" hefði leitt til vitsmunalífs. En flest bendir til þess að hending ein hafi leitt til aldauða þeirra. Svo að þeim dýrum var hleypt að, þaðan sem vitsmunalíf spratt upp af fyrir rest.
  4. Þetta bendir ekki til þess að þróun vitsmunalífs sé líkleg útkoma jafnvel þó það hafi þróast flókið líf og það verið til í mörg hundruð milljón ár. T.d. ganga fyrstu dýrin með innri stoðgrind á land ca. fyrir 400 milljón árum. En mannkyn hefur bara verið til í ca. 160þ.ár.
  • Það má nefna að auki það að líkur á tilvist pláneta um sólir aukast með aldri alheimsins. Því að efnin í plánetum sem eru úr grjóti verða til þegar sólir farast eftir að hafa lifað fullan lífaldur, verða síðan að sprengistjörnum - þeyta efnunum út um geim.
  • Eftir því sem frá líður fjölgar sprengistjörnum sem hafa gengið yfir. Og magn efna í geimþokum af því tagi sem mynda steinefnaplánetur eykst. Því vex tíðni slíkra pláneta um sólir með aldri alheimsins.
  • Það er því afskaplega ólíklegt að 12ma.ára gamlar rauðar sólir hafi plánetur úr grjóti á sporbaug. Sem þíðir ekki samt sem áður, að 6-8ma.ára gamlar plánetur séu ekki til staðar sem eru úr steinefnum.
  • Það bætist að auki við, að því eldri sem alheimurinn verður. Því ríkari verði slíkar plánetur að jafnaði af málmum og öðrum þyngri frumefnum. Gamlar plánetur úr grjóti geti verið mun snauðari af þyngri frumefnum hlutfallslega en t.d. Jörðin sem er ca. 4 ma. ára gömul.
Það er mikilvægt atriði einmitt í því. Að plánetur geta einungis haft segulsvið ef þær hafa enn bráðinn kjarna. En sá er talinn haldast bráðinn vegna tilvistar nægilegs magns af geislavirkum efnum í kjarnanum. Hann sé knúinn af þeirri geislavirkni. Þetta eru þyngstu frumefnin.
 
Mjög gamlar plánetur með mun minna hlutfallslega af geislavirkum þungum frumefnum, séu því líklega flestar orðnar kulnaðar - - þ.e. segulsviðið horfið eftir að geislunin í kjarnanum hætti að geta viðhaldið hitanum þar. 
  • Það er hugsanlegt að þetta atriði dragi mjög úr líkum á því að plánetur mun eldri en Jörðin t.d. meir en 6 ma. ára gamlar, séu lífvænlegar.
  • En líklega mundi brotthvarf segulsviðs leiða til þess að lofthjúpur mundi smám saman hverfa. Slíkar veraldir á nokkrum milljónum ára yrðu að auðn eins og Mars er nú.

Ég get lagt fleiri atriði í púkkið:
  • Það er t.d. talið að meira öryggi sé fyrir líf, ef "sól" er staðsett innan Vetrarbrautarinnar þ.s. tiltölulega langt er á milli sóla. Þ.e. vegna þess að þá eru líkur smærri á því að "kosmískir" atburðir eins og risa "flares" sem eru risasólsprengingar sem samt eru ekki "sprengistjörnur" en geta í ýktum tilvikum sent frá sér bylgju af geislun er mundi drepa líf í nærstöddu sólkerfi, þetta er einkum hætta í nágrenni risastjarna og svokallaðra "nifteindastjarna." En að auki er minna líklegt að sprengistjarna sé nærri en sprengistjörnur geta drepið allt líf í nokkurra ljósára radíus allt í kring. Jafnvel tugi ljósára radíus þegar allra stærstu stjörnur farast.
  • Þetta er mikilvægt atriði vegna þess að lífið þarf langan tíma til að þróast. Á 3 ma. ára ef mikið er af stjörnum í kring, eru umtalsverðar líkur á einhverjum þessara atburða í nágrenni.
  • Síðan er talið að geislun í innsta þriðjung vetrarbrautarinnar sé svo mikil, þéttni stjarna það mikil. Að litlar líkur séu á að vitsmunalíf geti komist á legg.
Menn eru farnir að tala um "lífhvolf" innan vetrarbrautarinnar.
 
Og að lokum:
  • Tímarammi, en tegundir á Jörðinni virðast vera til að meðaltali ca. 3 milljónir ára.
  • Lífið á Jörðinni mun að mestu farast innan næstu 1000 milljóna ára. Þ.e. vitað. Jörðin verður ekki byggileg lengur vegna þess að aukning geislunar Sólar sem alltaf er stöðugt í gangi, mun fara yfir krítískan þröskuld þegar höfin fara að gufa upp síðan hverfur allt yfirborðs vatn smám saman og Jörðin verður að örfoka eyðimörk með þunnu loftslagi.
  • Mannkyn hefur bara verið til í um 160þ.ár.
Ef við gerum ráð fyrir að vitsmunalíf sé ólíklegt á plánetum eldri en 8 ma.ára. 
 
Þá er samt gríðarlegt tímaforskot ca. aldur Jarðar að lengd.
 
Þ.e. engin leið að vita hvort vitsmunalíf lifi lengur en meðal-líftími tegunda á Jörðinni ca. 3 milljón ár eða jafnvel skemur.
 
Punkturinn er sá - - að fjarskalega ólíklegt virðist að önnur tegund sé uppi á sama tima og mannkyn, jafnvel með alla vetrarbrautina sem viðmið. Ef líftími tegunda vitsmunavera er ekki umfram nokkrar ármilljónir, þær verða síðan aldauða.
 
Hafandi í huga hve afskaplega sjaldgæft vitsmunalíf líklega sé. Við gætum hugsanlega fundið á einhverjum enda gamlar rústir líklega hundruð milljóna gamlar eða milljóna tuga gamlar.
 
Það væri mjög sérstök óheppni eða heppni, að aðrar verur séu til staðar á sama tíma. 
 
 
Niðurstaða
Ályktunin er sú að líkleg skýring þess af hverju vitsmunalíf hafi ekki komið til Jarðar svo sannanlegt sé. Líklega sé sú að við séum eina vitsmunalífið í vetrarbrautinni á þessum tiltekna tíma. Þetta á auðvitað einungis við, ef lífaldur tegunda vitsmunavera er takmarkaður. Það geti vel verið að hundruð tegunda hafi verið til í fyrndinni, en séu ekki lengur til. 
 
Nema auðvitað að tegundir geti fundið leið til þess að verða -- eilífar. Afnema dauðann. Það auðvitað breytir öllu. Slíkar verur gætu verið hundruð milljónum ára eldri, jafnvel meir en milljarði ára.
 
Þannig eilífar verur líklega þurfa að búa í geimnum sjálfum. Því plánetur séu ekki nægilega stöðugar miðað við eilífðina sjálfa. Að auki líklega þyrftu þær að umbreyta sér á annað efnisform. Því okkar sé ekki nægilega stöðugt né endingagott.
 
Það geti auðvitað skýrt af hverju vetrarbrautin virðist ekki full af lífi. Að þegar verur ná tilteknu tæknistigi. Þá umbreyti þær sér í eitthvert tækniform. Og hafi ekki lengur áhuga á plánetulífi.
 
Þær hafi komið sér fyrir þ.s. stöðuga orku má fá. Þ.s. aðstæður eru stöðugar til langs tíma. Sumir hafa bent á sporbauga við svarthol. Þar eru svokölluð "tidal" áhrif mjög harkaleg það mikið að verur yrðu að vera úr sterkari efnum en við erum úr. En ef þær hafa þegar breytt sínu formi í annað og endingarbetra form, þá er ekki loku skotið fyrir að það form geti einnig verið sterkt og að auki þolað mikla geislun. Þá sé ekki endilega útilokuð viðvera í sterkbyggðum geimsstöðum á braut við svarthol. En þau verða til löngu eftir að síðasta stjarnan í alheiminum er kulnuð. Þar gætu því verur hafst við í ákaflega langan tíma.
 
Slíkar eilífar verur væru að sjálfsögðu með tækni er væri goðum lík samanborið við okkar.
 
Kv. 

Verkfræðiafrek: Tókst að rétta risaskipið Costa Concordia við!

Sjálfsagt eru margir búnir að gleyma því er risaskipið Costa Concordia fórst við smáeyna Giglio meðfram strönd Ítalíu. Þegar skipið sigldi of nærri landi, og tók niðri - þannig að stór rifa rifnaði á byrðing neðan sjólínu. Síðan endaði skipið á hliðinni uppi í landsteinum, þegar stjórnendur í örvæntingu sigldu nánast upp í fjöru. Áður en skipið mundi sökkva. 32 fórust eigi að síður. Skipið hefur legið á hliðinni í fjörunni í rúmt ár.

Glæsilegt skip - fyrir óhappið

File:Costa Concordia 2.JPG

En það er engin smásmíði - eða var:

Class & type:Concordia-class cruise ship
Tonnage:114,137 GT
Length:290.20 m (952 ft 1 in) (overall)
247.4 m (811 ft 8 in) (between perpendiculars)
Beam:35.50 m (116 ft 6 in)
Draught:8.20 m (26 ft 11 in)
Depth:14.18 m (46 ft 6 in)
Decks:13
Installed power:6 × Wärtsilä 12V46C
76,640 kW (102,780 hp) (combined)
Propulsion:Diesel-electric; two shafts
Alstom propulsion motors (2 × 21 MW)
Two fixed pitch propellers
Speed:19.6 knots (36 km/h; 23 mph) (service)
23 knots (43 km/h; 26 mph) (maximum)
Capacity:3,780 passengers
Crew:1,100

Það lítur öllu verr út í dag! Skipið snýr sömu hlið að og á myndinni fyrir ofan!

Sjá Spiegel: Costa Concordia Successfully Raised

The operation lasted a total of 19 hours to lift the 290-meter-long...

Þetta er víst erfiðasta aðgerð sinnar tegundar sem nokkru sinni hefur verið reynd, en aldrei hefur áður þetta stórt skip verið rétt við og enn fremur, aldrei skip sem er þetta mikið skemmt.

Fyrir aðgerðina, voru miklar vangaveltur um það, hvort skipið mundi hanga saman.

En hafa ber í huga að skrokkurinn var fullur af sjó, sem þíddi að mikið reyndi á hann - þegar verið var að rétta skipið við.

Og menn virkilega óttuðust þann möguleika, að skipið mundi - rifna í sundur.

Sjá frétt Spiegel:  Colossal Shipwreck Ready for Salvage

Sjá mynd tekin áður en hafist var handa!

On the night of January 13, 2012, barely six-and-a-half years after the Costa...

Það er alltaf ákveðin óvissa - þegar verið er að framkvæma e-h, sem aldrei áður hefur verið framkvæmt.

Stálkaplarnir sem strengdir voru utan um skrokkinn, vógu einir sér yfir þúsund tonn.

Tjakkarnir sem notaðir voru við verkið, höfðu afl upp á 14.200 tonn.

Það tók heilt ár að undirbúa verkið, þ.s. eftir allt saman. Þurfti að koma miklum búnaði fyrir. Og sá þurfti mjög traustar undirstöður.

Þetta hefur virkilega ekki verið ódýrt.

--------------------------------

Það er alltaf ánægjulegt að sjá, þegar erfiðu verkefni er aflokið. Og sá sem stjórnaði hópnum, sem vann verkið - - er kominn með stórt handtrikk á sinn feril.

Mynd tekin áður en verkið hófst: "The man in charge is Captain Nicholas Sloane a 52-year-old "salvage master" from South Africa."

In order to salvage the ship, it must be hauled upright in an extremely complex...Eða eins og Sloane sjálfur sagði - - að þetta væri langsamlega erfiðasta björgunarverkefni, sem hann hefði tekist á við.

Hann varaði við því, að vegna þess hve skrokkurinn hefði líklega veikst mikið það ár sem hann hefur hangið á skerinu, þá líklega hefði menn einungis - þetta eina tækifæri til að láta verkið heppnast.

Og allt gekk eins og í sögu!

Sem er eins og hlutir eiga að ganga fyrir sig - ekki satt?

 

Niðurstaða

Nicholas Sloane er greinilega einn af þessum mönnum, sem kallaðir eru "karlar í krapinu" einstaklingar sem taka að sér erfið verkefni, þ.s. þeir þurfa að taka til hendinni. Þ.s. ekki er komist hjá því að reyni á taugar. Þ.s. ekki er fyrirfram unnt að vera algerlega viss. Hvort verkið muni heppnast eins og til stendur. Þrátt fyrir alla hina vönduðu forvinnu.

Hann á lof skilið fyrir þessa velheppnuðu björgun.

Þó Costa Concordia muni fara til niðurrifs.

Þá hefur samt sem áður verið bjargað verðmætum.

Að auki, ef skipið hefði liðast í sundur á strandstað. 

Hefði því fylgt mengun! Sennilega töluverð.

 

Kv.


Bandaríkjamaður hefur búið til byssu, sem hver sem er getur smyglað í gegnum vopnaeftirlit!

Áhugaverð umfjöllun Der Spiegel um þetta mál: The Rapid Spread of Printable Pistols. Uppfinningamaðurinn er ungur bandarískur últrahægri-stjórnleysingi eða "libertarian" sem er andvígur ríkisstjórnum yfirleitt. Trúir á algert frelsi, og tilgangur hans með því að hanna vopn sem hver sem er getur búið til - sem á rétta plastefnið, eitt stykki af nagla - og fyrirbærið "3D material printer" þ.e. þrívíddar efnis-prentara sem með rétta forritinu fyrir byssunni, getur smíðað hluta hennar eða með öðrum orðum, prentað þá: 3D printing - Wikipedia, the free encyclopedia

Cody Wilson, an American law student in Texas in his mid-20s, has designed and...

Hún virkar eðlilega klunnaleg, en hún þarf ekki að vera falleg - - heldur einungis virka.

En hann komst af því að svo að hlaup úr plasti þoli álagið, verður það að vera mjög þykkt og stutt, sjá mynd.

Aðrir hlutar eru einnig þykkir sbr. svæðið sem þarf að standast kraftinn þegar hleðslan í skothylkinu springur, og þegar plast af réttri gerð er notað - - hefur hann prófað að sá partur stenst allt að 6þ. skot.

Og, byssan er ósýnileg í "málmleitartækjum" sem skv. uppfinningamanninum var einmitt tilgangurinn, hann viðurkennir að vopnið verði sennilega notað í framtíðinni af bófum og ræningjum, til að ræna flugvélum eða lestum, eða öðrum "háöryggis" tækjum.

En fyrir hann, er það einfaldlega "rangt" að takmarka rétt borgaranna af nokkru hinu minnsta leiti, boð og bönn eru af hinu ílla.

Hver sem er á að ganga með byssu ef sá vill, og engum öðrum komi það við, að hans mati. 

Að hans mati, geri vopnið vopnaeftirlit - og byssubann, gersamlega tilganglaust.

Skjalið með lýsingu á því hvernig er unnt að smíða vopnið með rétta búnaðinum, hefur verið dreift víða um netið - m.a. til á "PirateBay" og vopnið gengur undir nafninu "liberator." Eða "frelsarinn."

  • Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa t.d. sjálf smíðað svona vopn, og kannað hver virkni þess er og staðfest, að þ.e. vel fært um að vera notað til að drepa fólk.
  • Blaðamenn Daily Mail segjast hafa smíðað slíkt vopn eða prentað það, og tekist að koma því í gegnum vopnaeftirlit án hindrana.

Það er augljóst - - að þarna er komið "vopnið" sem næst líklega verður notað af "the al-Qaeda net" til að ræna flugvélum.

  1. Ég velti fyrir mér, hvort flug til Bandaríkjanna, verði að hafa vopnaða verði um borð.
  2. Jafnvel, að dyrnar inn í stjórnklefann verði að vera brynvarðar, og vopnaður vörður þar staðsettur. 

Þetta vopn virðist mér einnig "perfect for asassination" en aðilar sem hafa fengið morðhótanir og eru í sérstakri öryggisgæslu, þetta gæti verið vopnið sem verður unnt að smygla inn í byggingar sem slíkir búa, og drepa þá.

Þetta er kannski draumurinn í dós, að allir verði vopnaðir því enginn sé óhultur.

En með þessu t.d. getur orðið virkilega erfitt að verja fólk - - sem er undir sérstakri gæslu, og t.d. hryðjuverkasamtök eða önnur glæpasamtök vilja drepa.

Þ.s. hryðjuverkamenn gjarnan eru til í að láta lífið, er það kannski allt í lagi í þeirra augum að af vopninu þurfi líklega að hleypa af stuttu færi, en líklega er vopnið ekki með mikla nákvæmni umfram 50-100m. Hafandi í huga örstutt hlaup. Líklega þarf að nota frekar litlar og því kraftlitlar hleðslur.

En á stuttu færi er sannað að það getur drepið.

 

Niðurstaða

Enn ein hættan hefur afhjúpast á veraldarvefnum, þ.e. forrit sem unnt er að niðurhala í tölvu, og ef viðkomandi getur útvegað sér nægilega góðan 3-víddar "efnis" prentara, og rétta plastið þ.e. þ.s. hefur nægan styrk. Og einn nagla. Getur viðkomandi á ca. sólarhring búið til morðvopn sem viðkomandi mun geta komið líklega í gegnum vopnaeftirlit hvar sem er.

Og maðurinn sem þróaði vopnið í frítíma sínum með aðstoð annarra áhugasamra, lítur á þetta sem góðan hlut.

 

Kv.


Magnað fyrirbæri skýstrokkar!

Eins og við höfum öll heyrt, þá hefur eina ferðina enn orðið stórtjón á bandarískum bæ, ef völdum skýstrokks. Athygli vakir ótrúleg stærð þess skýstrokks sem gekk yfir, þ.e. milli 1,5-2km. í þvermál.

Þetta virðist vera mynd af skrímslinu sem fór yfir bæinn!

Erfitt að gera sér í hugarlund, hvernig þ.e. að búa við þá hættu - - að skýstrokkar geti stungið sér niður úr skýjunum þá og þegar. 

Er þrumuveður gengur yfir.

En íbúar Moore í Oklahoma fengu sannarlega að kynnast þeirri hættu!

Samkvæmt Financial Times: Oklahoma tornado kills dozens and flattens town

Er vindhraðinn í strokknum áætlaður um 320km/klst. 

Hann hafi verið af styrkleika 4, þ.e. næst öflugasta styrkleika flokki.

Skv. FT er fjöldi staðfestra látinna kominn í 51.

En yfirvöld í bænum óttast að alls 90 manns hafi farist.

Eitt af því sem er erfitt við þetta, skilst mér að sé það - hve brátt fyrirbærið bregður að.

Menn verða að vita hvar "byrgið" er staðsett, eða besta herbergið í húsinu - - ef það hefur sérstyrkt herbergi.

Þannig séð minnir þetta á aðstæður í London t.d. í Seinna Stríði, að fólk þurfti að vita hvar byrgin voru staðsett, það voru æfingar reglulega.

Miðað við þetta, þá er ekki svo íkja slæmt - að búa við Suðurlandsskjálfta á ca. 100 ára fresti!

 

Magnað að sjá eyðilegginguna!

Það hafa komið fram samlíkingar við loftárás - - en það sést vel á næstu mynd, hvernig hlutir kurlast í sundur, bílar hafa þeyttst um eins og leikföng.

Ekki er þessi að neðan síðri, bara spýtna og járnarusl eftir þ.s. áður stóð húsalengja.

Ég bæti síðan þessari mynd við, þarna er eins og húsin hafi kurlast í smátt!

Og önnur loftmynd!

Áhugaverð Wiki síða: Tornado

  • Rauðu svæðin á kortinu er svokallaður "Tornado allay."

File:Tornado Alley.gif

Rosaleg myndasería er sýnir fæðingu skýstrokks!

File:Dimmit Sequence.jpg

 

Niðurstaða

Náttúran minnir okkur alltaf öðru hvoru á það, hve lítil mannanna verk eru - - þegar hún virkilega kemst í ham. En skýstrokkar eru ekki hættulegustu náttúrufyrirbærin sem um getur. Sennilega eru flóðbylgjur af völdum jarðskjálfta sem eiga sér stað neðansjávar, það allra hættulegasta.

Eins og við höfum tvisvar séð á síðustu árum þ.e. skjálftinn á Indlandshafi sem olli miklu manntjóni af völdum flóðbylgju á Indónesíu og löndunum í kring, eins og Malasíu, Tælandi.

Síðan aftur í Japan. Það sem kemst næst þessu hér á landi eru hamfaraflóðin úr Mýrdalsjökli. Og stöku allra stærstu eldgos, sem betur fer verða með nokkurra alda millibili.

 

Kv.


Magnað sjónarspil í Rússlandi! Loftsteinn springur yfir borg!

Þetta er ekki síst magnað vegna þess, að slíkir atburðir geta verið á svo víðum stærðarskala. Sambærilegur atburður átti sér síðast stað á Jörðinni 1908 yfir Tunguska. Þegar loftsteinn eða halastjarna sprakk yfir Tunguska, sprenging sem orsakaði eyðileggingu á svæði 2.150 ferkílómetrar að stærð. Til að setja það í annað samhengi. Cirka sambærilegt að umfangi og dygði til að leggja í auðn eina af stærri milljónaborgum Jarðar. Atburður sem getur því drepið milljónir manna í einu vetfangi.

see caption

Sprengingin felldi tugi milljóna trjáa, áætlað að sprengikrafturinn hafi verið á bilinu 10-15 megatonn. Eða margfaldur kraftur Hiroshima eða Nagasaki sprengnanna.

Enginn fórst, en ef loftsteinninn sem sprakk nú yfir Rússlandi, hefði verið sambærilega stór. Þá væri vart nokkur til frásagnar af þeim atburði í Chelyabinsk.

Horfið á vídeóið. Og ímyndið ykkur stærðarskala Tunguska sprengingarinnar, til samanburðar. Þá hefðu ekki rúður brotnað - bara. Heldur eins og í myndum gerðar af ímynduðum kjarnorkusprengingum, veggur af lofti hefði þeytt byggingum niður í radíus að umfangi 30-40 km. Líklega dugað til að ekkert hefði staðið eftir af Chelyabinsk.

Sjá - Tunguska atburðurinn.

Meteor Explosion in Russia Hurts Hundreds of People: Reports

'Significant Thermal Explosion': Meteorite Strike in Russia Injures Almost 1,000

Meteor strike injures hundreds in central Russia

Russian meteor will teach us about future bigger hits

Það er ekki af ástæðulausu að vísindamenn hafa talað reglulega fyrir því, að eitthvað sé gert til að bregðast við þessari hættu.

Fræðilega er það hægt, sbr:

How Will We Stop Armegeddon?

TOP 10 WAYS TO STOP AN ASTEROID

En engin þessara leiða er auðveld í framkvæmd - auk þess, að rétta tæknin þarf að vera fyrir hendi. Þannig að slíkt sé yfirleitt framkvæmanlegt.

Ekkert er unnt að gera, ef viðkomandi hlutur er ekki uppgötvaður með a.m.k. hálfs til eins árs fyrirvara.

Síðan er mjög erfitt að áætla með vissu, hvort hlutur sé að stefna á Jörðina. Þegar sá er enn þetta langt frá. En mjög lítil stefnubreyting dugar til að hluturinn hittir ekki. Ef sá er enn t.d. milljón km. frá Jörðu.

Þess vegna fræðilega getur dugað t.d. að lýsa á viðkomandi hlut, með gígantískum laser á braut um Jörðu - svo maður nefni dæmi. Sem sennilega yrði að vera kjarnorkuknúinn. Því orkan þarf að vera svo mikil. En ef ein hlið er hituð, getur uppgufunin út í geyminn ein og sér dugað, ef hluturinn er enn milljón km. í burtu eða meir.

Sennilega væri risalaser minna pólitískt erfiður, en t.d. batterí af eldflaugum í geimstöð á sporbaug umhverfis Jörðu, hlaðnar kjarnasprengjum.

Tölvuteiknuð mynd af geimkanna knúinn af sólarsegli!

File:IKAROS solar sail.jpg

Og risalaser getur þess á milli, gert margt gagnlegt. T.d. knúið geimför frá braut Jarðar, með því að lýsa á sólarsegl. Þau mættu vera lengra í burtu. T.d. á leið til Mars. Laserinn væri þá mótorinn staðsettur á sporbaug yfir Jörðu. En geimfarið hefði ekkert eldsneyti. Enga eldflaugahreyfla. Nema þau för sem ættu að lenda. Einnig gætu þetta verið geimkannar, á leið héðan hvert sem er - eiginlega.

Þetta er ein af hinum vinsælu framtíðarhugmyndum. Að sameina í einu tæki, varnarkerfi Jarðar og leið til að senda með hagkvæmum hætti geimkanna eða geimför, um Sólkerfið. Væri mjög skilvirkt.

 

Niðurstaða

Sprengingin yfir hinni Rússnesku borg. Minnir okkur á að mennirnir eru enn fjarska litlir gagnvart náttúrunni. En geimurinn getur hvenær sem er, orsakað atburði sem geta eitt hér öllu lífi. Eða þá einungis einstökum borgum. Eða siðmenningu mannsins.

Það er vel mögulegt að verja Jörðina gagnvart þeirri vá. Ég lýsi einni hugmynd. Þeirri sem mér persónulega líst best á.

 

Kv.


Í ljósi andláts Neil Armstrong, er ágætt að mynnast tunglferðanna!

Eins og fram hefur komið í fréttum er fyrsti maðurinn sem steig á tunglið Neil Armstrong látinn, hann lést sl. laugardag - blessuð sé minning hans. Sjá wikipedia: Neil Armstrong. Hann og félagarnir Michael Collins og Buzz Aldrin, ferðuðust til Tungslins - hófst ferðalagið á því að þeim var skotið á loft af griðarstórri flaug sem gat sent 43 tonna Apollo 11 farið alla leið til Tunglsins. Fyrstu 3 ferðirnar, voru förin 43 tonn þ.e. Apollo 11, 12 og 14 (13 misheppnaðist sprenging varð um borð, og en þrátt fyrir það tókst að snúa til Jarðar heilu og höldnu, fræg mynd var síðar gerð um atburðinn). En síðari 3 skiptin þ.e. Apollo 15, 16, og 17 var farið 47 tonn, og bar með sér farartæki.

  • Satúrnus V var gríðarstór, um 3.000 tonn við flugtak.
  • Hæð 111 metrar.
  • Ummál 10 metrar án ugga.
  • Gat borið 120 tonn upp á braut um jörðu.
  • Eða allt að 47 tonn til Tunglsins.

Satúrnus flaugin er án nokkurs vafa mjög magnað verkfræðilegt afrek, og er afrakstur Werner Von Braun og starfshóps hans, nasistans sem byggði V2 flugskeyti fyrir Hitler. En síðar byggði tunglflaugar fyrir Bandaríkin.

Án efa mesti eldflaugasmiður sögunnar fram að þessu.

Fyrir áhugasama eru ágætar Wikipedia síður:

Senan sem sýnir ökutækið keyra, er sérdeilis skemmtileg þó örstutt sé, en hún sýnir mjög vel að tækið er statt í lofftæmi. Það sést af hegðun ryksins sem farartækið þyrlar upp, að það fellur strax niður, í stað þess að mynda eiginlegan rykmökk eins og myndi gerast með fíngert ryk hér á Jörðu.

En þ.e. eitt sem mér finnst ég verða að nefna, þ.e. kenningar þess efnis að fyrsta Tunglferðin sérstaklega, hafi verið sett á svið með einhverjum hætti.

En ég er þeirrar skoðunar að Bandaríkin hefðu ekki getað komist upp með slíkt:

  1. Árið 1969 voru bæði risaveldin búin að koma sér upp neti njósnahnatta til að fylgjast með hverju öðru. Sérstaklega, til að fylgjast með geimskotum, enda bæði með áhyggjur af hugsanlegri kjarnorkuárás.
  2. Með slíku neti hnatta (early warning sats), gátu bæði séð þegar flaugum var skotið upp í geim, en flaug sem á að bera kjarnavopn á hinn enda hnattarins fer alla leið upp í brautarhæð yfir Jörðu, þó baugurinn hafi ekki næga orku til að sprengjan tolli uppi nema rétt nægilega lengi.
  3. Punkturinn er, að hvort að það var geimskot af Kanaveral höfða, gat ekki farið framhjá Sovétríkjunum, að auki hefðu þau séð í grófum dráttum stefnu flaugarinnar, enda slíkt nauðsynlegt svo unnt væri að vita hvort geimskotum væri stefnt að Sovétríkjunum sjálfum eða ekki.
  4. Síðan má ekki gleyma því, að það voru sjónvarpsútsendingar frá Tunglinu, sú tækni að staðsetja með nákvæmni hvaðan sendingar koma, var fullkomnuð í Síðari Heimsstyrrjöld. Ekki nokkur minnsti vafi að ekki væri unnt að plata tæknimenn Sovétríkjanna, um það hvaðan sendingarnar væru að koma.
  5. Svo má ekki gleyma því, að NASA var með samning við aðila sem ráku stóran útvarpssjónauka í Ástralíu, sem sá um að taka við merkjunum, og endurvarpa þeim áfram til Kanaveral höfða. Þegar Jörðin sneri með þeim hætti, að Kanaveral höfði sneri í burtu frá Tunglinu. Það er örugglega ástæða þess, að einhver radíóamatör taldi Tunglmerki koma frá Jörðinni, sem sumir telja vera einhverkonar vísbendingu sem styðji gabbkenninguna (fyrir nokkrum árum var sýnd hér í sjónvarpi áströlsk sjónvarpsmynd um það fólk er rak þá stöð, er NASA fékk að nýta útvarpssjónaukann þeirra).
  6. Sú kenning að of hættulegt sé að fljúga til Tunglsins er röng, en það myndi taka nokkur ár fyrir geimgeisla að drepa geimfara úr geislun. Varðandi Van Allen beltin, þá er megnið af geisluninni þar lágorku, sem þíðir að megnið af henni kemst ekki í gegnum einfaldan málmbyrðing. Síðan er farið á hraðferð þar í gegn, geislun af þess völdum óveruleg. Geislunarvandinn, er fyrst og fremst vandamál, ef á að dvelja í geimnum um verulegann tíma. T.d. ef menn hyggðust fara til Mars. En til lengri dvalar, þarf för sem veita betri vernd gegn geimgeislum.
  7. Svo bæti ég því við, að "life support systems" voru fundin upp rétt fyrir aldamótin 1900, en fyrstu kafbátarnir sem siglt gátu siglt neðansjávar voru teknir í notkun á síðasta áratug 19. aldar.
  8. Að lokum, vegna þess að Tunglið er rétt tæpa ljóssekúndu frá Jörðu, tekur það rétt tæpa sekúndu fyrir boð að berast frá Tunglinu og til Jarðar og öfugt. Það skýrir það að þó tölvur væru ekki mjög fullkomnar 1969-1972 er Tunglferðirnar fóru fram, þá var það ekki vandamál. Þær fylltu heilu salina á Jörðu niðri. En svo nærri Jörðu var ekki vandamál, að þær væru staddar hér en ekki um borð í geimfarinu.

Ég hef grun um að þessi kenning, höfði til fólks sem er andvígt Bandaríkjunum, þannig að vissrar íllkvittni gæti í þeirri hugsun. Það fólk langi til þess, að þetta hafi verið plat, mesta afrek líklega Bandaríkjanna hingað til.

 

Niðurstaða

Burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á Bandaríkjunum, er unnt að fyllast aðdáun yfir því mikla afreki að fljúga til Tunglsins 6 sinnum á árunum 1969-1972. Nú eru sem sagt 40 ár liðin frá því að síðast var þangað flogið. Og maður veltir fyrir sér hvenær næst? Það merkilega er að sá næsti sem það gerir, verður líklega frá Kína. Þar á eftir getur komið Indverji. En bæði löndin hafa hafið geimprógrömm. Þó svo það kínverska sé það eina sem enn hefur skotið manni á braut um Jörð. Hvort að kínversk heimsókn til Tunglsins mun hrista upp í áhuga Bandaríkjanna, kemur í ljós. En vera má að nýtt geimkapphlaup sé ekki mörg ár framundan. Og þá má vera að það endist mun lengur, því fleiri ríki verði um hituna.

 

Kv.


Hinar miklu sandauðnir tunglsins Títan!

Ég held að það komi líklega mörgum á óvart að heyra, hvar í sólkerfinu er að finna mestu sandauðnir alls sólkerfisins. Flestir myndu ímynda sér að það væri á Mars, sem er nánast samfelld köld eyðimörk. En þvert á móti, tungl Satúrnusar Títan, þar má finna sandhöf og sandöldur sem taka langt því fram sem finnst nokkurs staðar annars staðar í Sólkerfinu. Hverjum hefði dottið það í hug?

Samanburður sandhaf við miðbaug á Títan, efri mynd, og sandauðn í Namibíu.

http://blogs.discovery.com/.a/6a00d8341bf67c53ef016762b0467d970b-pi

Það sem merkilegt er ekki síst eru áhrif þyngdaraflsins á myndun sandalda á Títan, en þar er mun minna þyngdarafl sem þíðir að sandöldurnar verða mun hærri og oft gríðarlega langar. Þær sem sjást á eftir hluta myndarinnar sem sýnir svæði á stærð við Bandaríkin, sem setur sandöldurnar sem sjást á þeirri mynd í allt annan skala en á neðri myndinni.

Öldurnar á efri myndinni, eru mörg hundruð kílómetra langar, allt að 100 metra háar og km. á breidd.

Myndirnar af sandöldum á Títan eru teknar af geimkannanum Cassini, og þ.s. andrúmsloftið á Títan er 2-falt þykkra en á Jörðinni, og einnig ógagnsætt vegna misturs - eru þær teknar með radar.

Sjáið hvernig sandöldurnar á Títan, sveigjast utan um kletta - vegna þess að vindurinn sem myndar þær sveigist um þær sömu klettamyndanir, alveg með saman hætti og á Jörðunni.

Á myndinni hér til hliðar má sjá hvernig sandöldur sveigja utan með gíg, sem líkindum er eftir loftstein.

Samfelldur sandsjór er á Títan allan hringinn umhverfis miðbaug tunglsins, og virðist ná í báðar áttir frá miðbaug Títan allt að 30° breiddargráðu norður og suður.

Ef maður ímyndar sér að róbotísk flugvél eða loftbelgur eða loftskip verði einhverntíma sent á þessar slóðir, þá myndi tunglið líta út ekki ósvipað og menn hafa ímyndað sér eyðimerkur plánetuna Tatooine í Star Wars seríunni, eða Frank Herbert ímyndaði sér pánetuna Arrakis í Dune seríunni. En eins langt og sá samanburður nær, þá er yfirborðshitastig gerólíkt þeim ímynduðu plánetum, hvað þá yfirborðshita t.d. í Sahara hér á Jörð.

"Titan's surface temperature is about 94 K (−179 °C, or −290 °F).

Brr - óvarinn maður myndi sennilega frjósa í gegn á sekúndum. Það hefur einnig áhugaverðar afleiðingar, nefnilega þá að sandurinn hefur allt - allt aðra efnasamsetningu, en hér á Jörð.

En þó ekki þá sem flestum myndi detta í hug - þ.e. vatns-ís.

"“Understanding how the dunes form as well as explaining their shape, size and distribution on Titan's surface is of great importance to understanding Titan's climate and geology because the dunes are a significant atmosphere-surface exchange interface,” Nicolas Altobelli explains." - "“In particular, as their material is made out of frozen atmospheric hydrocarbon, the dunes might provide us with important clues on the still puzzling methane/ethane cycle on Titan, comparable in many aspects with the water cycle on Earth,” the ESA Cassini scientist concludes."

Mjög merkilegt - sandurinn í sandöldunum er gerður úr sannarlega ís, en eins og sést er það frosið kolvetni - magnað! Líklegast megni til etan-ís.

Það vill nefnilega svo til, að á tunglinu rignir kolvetni (etan og metan) úr skýjum, og það myndar stöðuvötn og lítil höf á svæðum nærri Norður- og Suður-skauti Títan.

Einna helst virðist rigna við skautin. Meðan að svæðið í grennd við miðbaug sé mjög þurrt, og því geti það myndað þessar óskaplega umfangsmiklu sandbreiður.

Við skautin má einnig finna árfarvegi - merki þess að þeir fyllist og tæmist þegar regntímabilið kemur eða fer.

Mynd af árfarvegum tekið af kannanum Hugyens!

http://photojournal.jpl.nasa.gov/jpegMod/PIA07236_modest.jpg

Títan er sem sagt eina veröldin í Sólkerfinu fyrir utan Jörðina sjálfa, þ.s. staðfest er tilvist yfirborðsvökva í umtalsverðu magni, sjá myndir af stöðuvötnum - radarmyndir.

Og sá vökvi er talinn vera megni til kolvetni "hydracarbons."

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/4/4b/Liquid_lakes_on_titan.jpg

Andrúmsloft Títan er einnig áhugavert, en þar má finna ský samsett úr etan og metan dropum eða metan etan ískrystöllum. Einna helst nær skautum Títans. Klárt er að þar rignir, sérstaklega í nágrenni skautanna.

Samsetning andrúmslofts:
Stratosphere:
98.4% nitrogen (N2),
1.4% methane (CH4);
Lower troposphere:
95% N2, 4.9% CH4

Sbr. andrúmsloft jarðar, samsetning:

78.08% nitrogen (N2)[3]
20.95% oxygen (O2)
0.93% argon
0.038% carbon dioxide
About 1% water vapor (varies with climate)

Í báðum tilvikum er nitur megnið af efnisinnihaldi lofthjúps, en ekkert súrefni er að finna í lofthjúp Títan, ef það væri til á Títan væri það frosið sennilega mörgum lögum undir.

Líklegasta efnisinnihald vatnanna á Títan skv. tölvumódelum:

"According to a computer model developed by Daniel Cordier of the University of Rennes, three-quarters of an average polar lake is ethane, with 10 per cent methane, 7 per cent propane and smaller amounts of hydrogen cyanide, butane, nitrogen and argon."

Ligeia Mare stærsta vatnið hingað til staðfest á Títan, stærra en "Lake Superior"

File:PIA10008 Ligeia Mare crop.jpg

Vangaveltur eru uppi um hugsanlegt líf á Títan!

"It has also been suggested that life could exist in the lakes of liquid methane on Titan, just as organisms on Earth live in water. Such creatures would inhale H2 in place of O2, react it with acetylene instead of glucose, and exhale methane instead of carbon dioxide. " - "Evidence for this form of life was identified in 2010 by Darrell Strobel of Johns Hopkins University; an over-abundance of molecular hydrogen in the upper atmospheric layers, which leads to a downward flow at a rate of roughly 1025 molecules per second. Near the surface the hydrogen apparently disappears, which may imply its consumption by methanogenic lifeforms....Another paper released the same month showed little evidence of acetylene on Titan's surface, where scientists had expected the compound to accumulate; according to Strobel, this is consistent with the hypothesis that acetylene is being consumed by methanogens."

Á þessari stundu eru þetta ekkert annað en skemmtilegar tilgátur. En óneitanlega væri það áhugavert ef þetta síðar meir reyndist vera svo.

Þá væri það þar með sannað, að líf í alheiminum mun geta þrifist við miklu mun fjölbreyttari skilyrði en hingað til hefur verið talið líklegt.

Verur frá slíkum plánetum, ættu mjög erfitt með að sækja okkur hingað heim þ.s. þær væru úr efnum, sem líklega eru lofttegundir hér - myndu sennilega brenna upp eða springa í tætlur við okkar hitastig eða hvort tveggja.

Og öfugt, ef maður reyndi að ganga um á Títan í búningi, þá myndi landið bráðna undan honum og sá sökkva beinlínis niður, og sá gæti sokkið bísna langt niður alla leið niður í vatnshafið undir.

 "Titan is 5,150 km across, compared to 4,879 km for the planet Mercury, 3,474 km for Earth's Moon, and 12,742 km for the Earth." 

Talið er að undir yfirborðinu óþekkta km. niður, sé haf af vatni í bland við ammóníak, og enn dýpra sé hreinn vatnsís, svo á endanum kjarni af grjóti.

Talið er líklegt að á Títan séu eldfjöll, sem gjósi vatni sbr. "cryo volcanism."

Við yfirborðshitastigið verður vatnið fljótt að ís, og hart nærri því sem berg.

Ég get ekki ímyndað mér að flaug geti lent á Títan nokkru sinni né tekið aftur á loft - en allt myndi springa í tætlur ef einhver reyndi flugtak, svipuð áhrif og hraun rennur yfir vatn. 

Myndast feykilegur gufuþrýstingur og farið myndi springa í tætlur.

Unnt er að senda róbotísk för eina leið niður, eins og Hugyens í fallhlhlýf. En í framtíðinni má vera að unnt verði að senda för sem myndu notfæra sér þykkt loftsins, þ.e. þau myndu svífa eða fljúga.

En ég á ekki von á því að mannkyn geti nokkru sinni gengið á þessari veröld.

Þannig séð, að ef það eru til verur á íshnöttum í öðrum Sólkerfum, þá munum við og þær ekki geta keppt um sömu plánetur.

Það sama myndi eiga við aðra fræðilegar verur byggðar á silikon grunni, að þær myndu þrífast við mörg hundruð til þúsund gráður celsius. Og að sama skapi væru þeirra veraldir og okkar gersamlega ónothæfar hverjum öðrum, því engin samkeppni.

Líklegast er þó talið að flestar verur verði á grunni kolefna, og vatns. Muni anda súrefni. Svo þá er klár hætta á samkeppni um plánetur sem hugsanlega finnast þarna úti.

Heimildir:

Hypothetical types of biochemistry

Titan (moon)

Titan's Great Dune Seas Rival Science Fiction Worlds

Titan Sand Dunes Betray Moon's Geological History

Tímaritið Astronomy tölublað, apríl 2012.

 

Niðurstaða

Það er gjarnan sagt að alheimurinn sé furðilegri og stórkostlegri en við erum fær um að ímynda okkur. Og það virðist raunverulega svo. Eða hver hefði getað ímyndað sér að hið frosna tungl Títan hefði stærstu sandölduhöf í Sólkerfinu, eða að tungl Júpiters Io, væri sá staður í sólkerfinu þ.s. lang - lang mest er af eldvirkni. Eða, að á tunglinu Evrópu sem einnig snýst um Júpíter væri að finna höf undir ísbreiðunni. Í reynd er talið í dag, að slík höf undir yfirborði sé að finna víða undir yfirborði ístungla, eins og Callysto og Ganimede o.flr. Einnig Tríton.

Síðan hefði enginn getað ímyndað sér þá fjölbreytni pláneta sem hafa verið að finnast á undanförnum árum.

Þ.s. best er, að megnið af fyrirbærum alheimsins eru enn óþekkt. Svo við getum lengi áfram haldið áfram að fyllast undrun og lotningu yfir því hve veruleikurinn er stórfenglegur.

 

Kv.


Bandarískt einkaframtak stefnir á mannaðar geimferðir, og byltingu á sviði geimferða á næstu árum, og áratugum

Geimtækni ásamt stjörnufræði er lengi búin að vera ein af hliðargreinum míns áhugasviðs, ég er að hugsa um að fjalla næst um tunglið Titan sem skv. nýjustu upplýsingum virðist hreint magnaður heimur, en í dag ætla ég að fjalla um fyrirbærið - STRATO LAUNCH.

Tveir mjög þekktir frumkvöðlar hvor á sínu sviði, Paul Gardner Allen meðstofnandi Microsoft ásamt Bill Gates,sjá mynd til hliðar tekin á frumkvöðlaárum þeirra þegar Microsoft var lítið hugbúnaðarfyrirtæki, og Burt Rutan sem þekktur er fyrir frumkvöðlastarf á sviði flugtækni - > hafa tekið sig saman, og ætla sér að minnka til muna kostnað við það að skjóta annars vegar mönnum upp á sporbaug Jarðar og hinsvegar hverju því öðru sem menn geta viljað þangað upp koma, og samtímis vilja þeir auka stórfellt "öryggi" þeirra/þess sem vilja/skal þangað upp koma.

Aðferðin er byggð á grunni svokallaðs SpaceShipOne.

Sem má kalla "prove of concept."

En grunnhugmyndin er sú hin sama, að búa til flugvél sem flytur geimfar á loft, og svo er því skotið þegar burðarvélin er komin í fyrirfram ákveðna hæð og á fyrirfram ákveðinn hraða.

Spaceship 1 og burðarvélin White Knight

Sjá einnig mynd af farinu sem burðarvélin bar, og skotið var upp - þó það væri alltof afllítið til að fara nokkurs staðar nærri brautarhraða eða þeirri hæð sem þarf til að komast á sporbaug.

Spaceship 1

En í útfærslu STRATO-LAUNCH er allt skalað upp og það hressilega, en burðarvélin verður stærsta vél í heimi, enn stærri en sú sem nú er sú stærsta þ.e. Antonov An 225 MRIYA

Mriya og Buran rússneska geimskutlan sem einungis 2 eintök voru smíðuð af

Specification - An 225 Mriya:

Stratolaunch Systems Mega-Plane

Til samanburðar Strato Launch Carryer Aircraft:

  • Wingspan: 385 ft (117 m)
  • Gross weight: 1,200,000 lb (544,311 kg)
  • Powerplant: 6 × 59,500–63,300 lbf (265–282 kN) thrust range turbine engines planned to be sourced from a Boeing 747-400

Ástæðan fyrir töluvert meira vænghafi getur legið í því að burðarvélin á að ná töluvert hærra upp, en hámarksflughæð Mriya er. En einnig getur það verið vegna þess, að hún vængirnir bera meiri þyngd, en munur á hámarksþyngd eins og sést er töluverður, heildarhámarksþungi burðarvélarinnar er nærri tvöföld.  Þó er aflið í hreyflum ekki neitt mikið meira, það er nokkru meiri en ekki mikið meira. Þetta er áhugavert. Hreyflarnir í tilviki rússnesku vélarinnar, voru einnig framleiddir fyrir flugvél sem er svipað stór og B-747 þ.e. Antonov Antonov An-124.

Eins og sést að ofan, þá gat Mriya borið Buran á bakinu, sumir hafa velt því fyrir sér hvort ekki væri unnt að skjóta á loft af baki véla - en mér skilst að sú aðferð sem Burt Rutan beitir sbr. SpaceShip1 og WhiteKnight, sé öruggari - að burðarvélin beri flaugina sem á að skjóta á loft beint undir miðjunni á vængnum sem tengir búkana tvo saman.

Það kallar akkúrat á þá hönnun þ.e. tveggja búka vélar, sem tengd er saman fyrir miðju með sameiginlegum væng.

Flauginni er þá sleppt þegar fyrirfram ákveðinni hæð er náð, og á fyrirfram ákveðnum hraða.

Hún fellur þá frá burðarvélinni - og samtímis tekur burðarvélin sveig frá.

Eftir fyrirfram ákveðinn tíma þegar nægilegt bil er komið á milli þeirra beggja, er kveikt á flauginni og hún fer undir eigin afli upp á braut um jörðu.

Þetta er mun betra en að skjóta af baki vélar, þ.s. í því tilviki yrði burðarvélin í stórhættu ef eitthvað brygði út af með flaugina - þegar hún væri sett í gang. Ef sprenging verður, þá farast báðar.

Á hinn bóginn, í hinu tilvikinu sleppur burðarvélin ósködduð í ímynduðu tilviki að krítísk bilun myndi eiga sér stað í geimflauginni, og hún springur í tætlur.

Slíkir atburðir eru í reynd ekki svo óskaplega sjaldgæfir hingað til.

Ef það á sér stað, að flaugin einfaldlega fer ekki í gang, þá má hugsa sér að unnt væri að láta flaugina sjálfa síga til jarðar t.d. í fallhlíf. Hún gæti einnig fræðilega verið búin vængjum, verið lítil geimskutla og verið fær um nauðlendingu á flugbraut.

Sú útgáfa má hugsa sér, að væri notuð fyrir mönnuð geimskot. En í tilviki ómannaðra, væri um að ræða vænglausar eldflaugar sem væri skotið, enda taka vængirnir massa og minnka burðinn.

Þeir hugsa sér að burðar-vélin verði margnota, alveg eins og t.d. Boeing B-747 er margnota, og ef það sama á við þegar geimskutlu er skotið að hún sé margnota, eða að auki séu flaugarnar einnig margnota þ.s. er þær hafa tæmt sig svífi þær til jarðar í fallhlíf.

Þá geti þetta samtímis verið:

  1. Ódýrara.
  2. Öruggara.

Þetta er þ.s. Alann og Rutan virðast veðja á, að þeir geti lækkað kostnað og samtímis aukið öryggi.

Með því verði geimurinn opnaður t.d. fyrir túrisma, en það eru aðrir draumspakir menn með peninga, að pæla í geimhótelum sjá Bigelow Aerospace.

Þeir Allen og Rutan stefna að því, að það verði mjög nálægt því eins öruggt, að fara á braut um jörðu, og það er að stíga um borð í flúgvél til t.d. Sidney eða Melbourne. 

Fyrirtækið Space X mun sjá um þróun flaugarinnar, sem verður skotið á loft af  STRATO LAUNCH sem mun flytja á braut um jörðu gerfihnetti og hvað annað sem aðilar munu vilja skjóta á braut um jörðu, sem telst til dauðra hluta. Sú flaug verður smærri útgáfa af Falcon 9 flauginni, með færri hreyfla þ.s. 4 í stað 9. 

Falcon 9 endurnýtanlega flaugin

Fyrirtækið Space x. Space X er mjög merkilegt fyrirtæki, og hefur þróað 2 flaugar, þ.e. Falcon 1 sem er frekar venjuleg flaug, en gerð úr bestu nútíma efnum því tiltölulega skilvirk og að auki með hreyflum sem Space X hefur sjálft þróað. Var fyrst skotið á loft 2008. Er sem sagt þeirra standard "launch veicle" nýtt til að skjóta upp gerfihnöttum á braut um Jörðu. Með velheppnaðri þróun þeirra flaugar og þeim peningum sem þeir fá fyrir geimskot, hafa þeir verið að þróa næsta stig, þ.e. Falcon 9. Sú flaug er öflugari en fyrri flaugin, en þ.s. er mikilvægar - stendur til að verði endurnýtanleg. Þó það hafi fram að þessu ekki tekist í praxís, þá er hún hönnuð þannig að hvert stig nema það efsta sé skilað til baka til Jarðar í fallhlýf, stendur til að skjóta þeim á baug sem tryggi lendingu á hafinu - þaðan sem unnt verði að sækja aftur notuðu stig flaugarinnar. 

Við árslok 2010 hafði Falcon 9 verið skotið á loft tvisvar, sem heppnaðist í bæði skiptin, það seinna var merkilegt fyrir það að í það skiptið, var skotið í fyrsta sinn á loft geimhylki sem Space X hefur þróað sbr. SpaceX Dragon.

Space X hefur gert samning við NASA um að nýta Falcon 9 flaugina í tengslum við International Space Station. Falcon 9 flaugin muni taka að sér að senda byrgðir til stöðvarinnar. Sá peningur er auðvitað mjög góð búbót fyrir fyrirtækið.

Að auki kemur við sögu fyrirtækið Dynetics. Það fyrirtæki sem einnig er í samstarfi við bandaríska herinn, og virðist hafa mikla þekkingu á sviði upplýsinga-, radar-, eldflaugatækni, auk samþættingu flókinna hátæknikerfa á þeim sviðum, og mun sjá um samþættingu flókinna tæknikerfa í sambandi við þróun geimskotakerfis STRATO LAUNCH.

Ekki er enn komið fram hvernig þeir myndu hugsa sér að koma fólki á braut með burðarvél sinni, en einkafyrirtæki í Bandaríkjunum er að þróa geimskutlu þ.e. Dream Chaser. Þar sem þeir aðilar sem í dag eru að þróa þessa geimskutlu ætla sér að tilraunafljúga henni í fyrsta sinn með WhiteKnightTwo. Sem er ívið stærri en White Knight, eru í samstarfi við fyrirtækið Virgin Galactic sem tengist athafnamanninum Richard Branson. Mér sýnist liggja beint við, að fyrst tengsl eru þegar til staðar, en Burt Rutan þróaði og smíðaði hina stærri burðarvél White Knight 2 fyrir Richard Branson, að þegar samstarfsverkefni Rutans og Richard Allen, hefur tekist að koma hinni risastóru burðarvél STRATO LAUNCH á loft skv. áætlun árið 2015 - að þá verði fyrir rest Dream Chaser skutlunni skotið á loft, þá alla leið í geim -> af þeirri vél.

Þannig, þá tengist þetta allt saman, einn þróar skutlu, annar burðarvél, sá þriðji geimhótel og er með drauma um geimtúrisma, og að auki í samstarfi við Space X er burðarvélin einnig notuð til að koma gerfihnötum á loft.

Þá er það hugsanlegt að draumar allra þessara aðila verði að veruleika einhverntíma á 3. áratug þessara aldar, að fólki verði reglulega skotið í geiminn - það geti ef það velur svo dvalið einhverja daga í einkarekinni geimstöð eða geimhóteli, eða tekið nokkra hringi um borð í skutlu og lent síðan. Samtímis, minnki almennt séð kostnaður við að koma gerfihnöttum á braut um jörðu. Það verður aukning í geimskotum, í því að koma hnöttum á braut um jörðu.

Í framhaldinu, verði auðveldara að framkvæma mjög margvíslega hluti, þá er ég að tala um drauma um frekari uppbyggingu í geimnum umhverfis Jörðina og að auki, frekari drauma sem tengjast hlutum fjær Jörðu. Allt frá námarekstri í geimnum, yfir til hugsanlegs rekstur stöðva á Tunglinu - jafnvel flugs alla leið til Mars, mannaðs sem ómannaðs. Eða hvert sem er innan Sólkerfisins.

En um leið og kostnaður minnkar við geimskot, þau verða að auki minna hættuleg þ.e. öruggari, má búast við stórfelldri aukningu almennt séð á starfsemi í geimnum.

Það getur orðið svokallað "Take off." Þ.e. mjög mikil aukning.

Þíðir þetta að ekkert pláss verði fyrir opinberar geimáætlanir?

Það þarf í reynd ekki að vera neinn árekstur. Þvert á móti græða opinberir aðilar á því, að kostnaður við geimskot lækki. Að auki á því, að geimskot verði öruggari. Þá sparast fé einnig hjá hinum opinberu aðilum, hærra hlutfall fjármagns getur þá farið beint í þann hluta þeirra áætlana sem fókus þeirra áætlana er á, þ.e. t.d. mannað geimflug til Tunglsins, rekstur hugsanlegrar Tunglstöðvar. En það grunar mig að sé líklegra til muna næsta stig, heldur en að fljúga til Mars. Sparnaður við rekstur Tunglstöðvar getur verið mjög mikill, í umhverfi lækkaðs kostnaðar og aukins öryggis.

Niðurstaða

Sprenging í starfsemi í geimnum getur verið tiltölulega skammt undan, miðað við áætlanir einkaaðila um uppbyggingu nýrra leiða, til að lækka kostnað við geimskot - auk þess að gera þau öruggari. Það er ekki síður aukið öryggi sem mun þá auka mjög tíðni geimferða og geimskota almennt, þó kostnaður sé einnig lykilatriði. En um leið og það verður ódýrara og um leið öruggara, að koma hlutum sem fólki á braut um Jörð. Þá má vænta þess að sprenging verði í starfsemi í geimnum í Jarðar-Tungl kerfinu.

En þ.s. enn betra er, að þegar magn starfsemi í geimnum eykst, þá í kjölfarið - lækkar hratt þröskuldurinn, hvað varðar restina af Sólkerfinu.

Í reynd verður þá það allt opið - og þróun hvað varðar könnun og nýtingu þess, getur í framhaldinu orðið hröð, þ.e. frá cirka 3. áratug þessarar aldar.

Kringum 2050 getum verið verið að horfa upp á mjög - mjög breytta heimsmynd.

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband