Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Staðfest af vísindamönnum að nær allt mannkyn utan Afríku eigi ætt sín að rekja til eins hóps Afríkumanna er yfirgaf Afríku ca. 60.000BC

Gögnin virðast staðfesta a.m.k. 3 útrásir Afríkumanna frá Afríku -- sú fyrsta fyrir ca. 120þ. árum, sú næsta fyrir ca. 80þ. árum, og sú 3.-fyrir ca. 60þ. árum.
--Samtímis staðfesta genarannsóknir að nær allt mannkyn utan Afríki, eigi einungis ættir sínar að rekja til 3. útrásarinnar!

Það hafi tekist að staðfesta tilvist gena sem rakin eru til útrásar nútímamanna frá Afríku fyrir ca. 120þ. árum -- í Papúa Nýju Gíneu!
--Þau gen hafi einungis fundist þar, hvergi annars staðar!

Engin merki um gen af útrásum Afríkumanna frá öðrum tímum en þessum tveim - hafa fundist.

  1. Þetta bendi til þess, að nútímamenn sem dreifðust frá Afríku fyrir 60þ. árum.
  2. Hafi skipt út öðrum hópum nútímamanna sem dreifðust út frá Afríku -- fyrr.
  • Auk þess hafi sú útrás Afríkumanna er hófst fyrir 60þ. árum, leitt til útrýmingar allra annarra manntegunda er fyrir voru -- sbr. Neandertal, manntegundar er lifði í Asíu, annarra sem hugsanlega voru þá til.

Image result for out of africa map

A Single Migration From Africa Populated the World, Studies Find

Almost all living people outside of Africa trace back to a single migration more than 50,000 years ago

Human DNA tied mostly to single exodus from Africa long ago (Update)

 

Einungis er unnt að viðhafa getgátur um það hvers vegna síðasta útrásin frá Afríku -- skipti út öllum öðrum hópum manna á plánetunni

Sennileg skýring virðist að fólkið sem hóf útrás frá Afríku ca. 60þ. árum síðan -- hafi haft að einhverju leiti, þróaðri samfélagsgerð --> Er hafi gert því fólki mögulegt að lifa í stærri hópum, og flóknara samfélagi - þar af leiðandi.

Að auki er sennilegt að það fólk hafi að einhverju marki ráðið yfir betri tækni.

  • Aðrar manntegundir sem og eldri samfélög nútímamanna, hafi líklega lifað í afar smáum hópum á veiðmanna og safnara stigi.

Þannig að þó dreifing slíkra hópa hafi getað verið umtalsverð!
Hafi fjöldinn hvergi verið mikill!

  • Umskipti geta því hafa gengið hratt fyrir sig!

Ef betri tækni í bland við flóknari samfélagsgerð, gerði aðkomufólkinu mögulegt að lifa alls staðar í stærri hópum!
--Hafi þeir alltaf haft vinninginn er í odda skarst.

Hrakið hina stöðugt á undan sér, þangað til að þeir hurfu!

  1. Eitt áhugavert við rannsóknirnar, er að -- Búskmenn í S-Afríku, virðast elsti greinanlegi afmarkaði kynstofn í heiminum.
  2. Gena rannsóknir sýni að Búskmenn hafi að fullu verið aðskildir öðrum hópum í Afríku, svo snemma sem fyrir 100þ. árum.
  • Búskmenn virðast óskildir þeim hópum er dreifðust síðar um heiminn.

 

Niðurstaða

Nánast allt mannkyn ættað frá einni dreifingu nútímamannsins er virðist hafa orðið fyrir ca. 60þ. árum, er hafi skipt út öllu öðru fólki er bjó á hnettinum - hvort sem um var að ræða fólk frá eldri útrásum nútímamannsins frá Afríku, eða fólk af öðrum manntegundum sem enn voru til um það leiti er 3-útrás nútímamannsins frá Afríku hófst.

Þessi 3-útrás nútímamannsins frá Afríki, hefur þá væntanlega verið mesti örlagavaldur í sögu nútímamannsins síðan nútímamaðurinn fyrst þróaðist í Afríku fyrir um 200þ. árum.
--Enn mikilvægari atburður heldur en upphaf iðnbyltingar á árunum milli 1750-1800.

 

Kv.


Spurning hvort að lyf sem raunverulega mundi hindra Alzheimer - geti verið á leiðinni?

Ég reikna með því að fullt af fólki hafi - fingurnar í kross; ekki síst vegna þess að sú leið sem er farin með þessu lyfi - er enn umdeild.
M.ö.o. að langt í frá allir eru sannfærðir að sá árangur sem lyfið virðist ná, hafi þau áhrif sem vonast er eftir -- að hindra að fólk fái Alzheimer.
Það fer eftir því -eftir allt saman- hver er raunveruleg orsök sjúkdómsins.
Eða, m.ö.o. - hvort að kenningin að baki lyfinu, er rétt!

Biogen’s Plaque-Busting Alzheimer’s Drug Shows Promise

Alzheimer's drug shows promise in human trials

The Alzheimer's results are in: How Biogen and Eli Lilly stack up

 

Nú skulum við láta liggja milli hluta, hvort að kenningin að baki lyfinu er rétt - einfaldlega gefa okkur að svo sé!

  1. Rannsókn hefur sýnt lyfið hafa ágæta virkni.
  2. En einungis í skömmtum, sem valda alvarlegum hliðaráhrifum í hluta þeirra sjúklinga er tóku þátt í prófuninni.

Nýjar prófanir séu hafnar, sem ætlað er að rannsaka nánar - hvaða skammtur skilar áhrifum --> Í von um að unnt sé að finna áhrifaríkan skammt, án slíkra alvarlegra og hugsanlega hættulega hliðarverkana!

"Biogen’s drug, called aducanumab, was given to 165 patients, and the company says in those who took the highest dose it practically eradicated the amyloid plaques in their brains."

Nú ef við gefum okkur tvennt:

  1. Að skammtur sem ekki leiðir til hættulegra hliðarverkana fynnist - þannig að unnt sé að gefa sjúklingum lyfið í því skyni, að forða því að þeir fái Alzheimer.
  2. Þá gæti hugsanlega orðið mögulegt, að forða milljónum um allan heim frá þeim örlögum að verða fyrir barðinu á þeim hræðilega sjúkdómi.

Þetta eru auðvitað -- stór ef!

"Biogen has estimated that testing aducanumab could cost $2.5 billion, but if it works, it would be hugely profitable and essentially transform what it means to get old for many people."

  • Hagnaðurinn af fyrsta lyfinu - sem raunverulega mundi virka sem - hindrandi meðferð.
  • Yrði að sjálfsögðu gríðarlegur.

Ég þarf varla að nefna það, að auki að þeir sem fá Alzheimer eiga aðstandendur - sem ganga síðan í gegnum lífið með þann persónulega ótta!
--Að hugsanlega fari eins fyrir þeim!

Ef lyf sem raunverulega virkar kemur fram!
Þá væri það einnig mikil sáluhjálp fyrir slíka aðstandendur.

 

Niðurstaða

Ég er sjálfur aðstandandi einstaklings sem lést eftir að hafa klárað meðgöngu Alzheimer - alla leið! En sjúkdómurinn endar með því, að skilja sjúklinginn eftir fullkomlega sem það sem á ensku nefnist "vegetable." Þ.e. í ástandi sem mætti líkja við - heiladauða.
M.ö.o. allt sem var sá einstaklingur er þá horfið - að auki er líkami viðkomandi einnig visnaður, því á lokametrunum hverfur geta sjúklingsins til að geta nærst!

Vegna þess að sú vegferð tekur árafjöld, þá er þetta nánast eins og að fylgjast með hryllingsmynd á óskaplega hægri ferð - sem verður afar persónuleg upplifun því þetta er að koma fyrir þinn eigin ættingja!

 

Kv.


Pláneta hugsanlega svipuð Jörðinni, fundin einungis 4,25 ljósára fjarlægð - hringsólandi um Proxima Centauri

Proxima Centauri er sú stjarna sem er næst Sólinni - af öllum stjörnum í vetrarbrautinni. Þannig að hafa tekist að finna plánetu sem talin er úr föstu bergi eins og Jörðin eða Mars eða Venus; líklega nægilega nærri Proxima Centauri, að fljótandi vatn á yfirborðinu telst hugsanlegt - þó að sjálfsögðu óstaðfest, sem þíðir einnig - líkur á lofthjúp, þó tilvist slíks sé enn óþekkt og þá að sjálfsögðu einnig, samsetning slíks -- er sennilega áhugaverðasti plánetu uppgötvun utan sólkerfisins, fram að þessu!

  1. 4,25 ljósára fjarlægð -- þíðir.
  2. Að hugsanlega væri unnt að senda geimkanna af stað frá Sólkerfinu, í humátt til Proxima Centauri -- þegar á þessari öld!
  • Ef maður ímyndar sér - 10% af ljóshraða, þá tæki ferðin innan við 50 ár.
    --Að sjálfsögðu skemmri tíma, því meiri hraða væri náð!

Earth-Like Planet Discovered Orbiting Proxima Centauri

Earth-like planet around Proxima Centauri discovered

Ímynduð pláneta á sporbaug um rauða dvergstjörnu

Pláneta nægilega nærri Proxima Centauri til að hafa fljótandi vatn og lofthjúp, væri samt um margt ólík Jörðinni!

  1. Proxima Centauri ca. 12% af massa Sólarinnar.
  2. Telst til rauðra dvergstjarna.
  3. Til þess að fá nægt ljós og hita, þarf pláneta að vera það nærri, að hún mundi alltaf snúa sömu hlið að Proxima Centauri -- sbr. "tidally locked."
  4. Skv. vísindamönnum, þarf það ekki endilega gera slíka plánetu óbyggilega - en ef hún hefur A)höf, og B)nægilega þykkan lofthjúp - þarf ekki að vera eins mikill og Jörðin hefur; þá sé hitadreifing milli hvela plánetunnar nægileg.
  5. Sólarljós á þeirri pánetu, væri samt til muna dimmra en á Jörðinni um hábjartan dag -- birtumagn líkara því sem er í kvöldhúmi, rétt áður en Sólin hverfur alveg undir sjóndeildarhringinn.
  6. Að auki, væri það -- rautt á litinn.
  7. Talið er að plöntur mundu vera svartar. En mjög dökkan lit þyrfti til, svo að nægu ljósi væri safnað.
  8. Rauð dvergstjarna, hefur fyrir utan smæð og lit -- þann galla, að við og við senda frá sér ákaflega öflug sólgos.
    --Það öflug, að líf á plánetu á sporbaug - yrði að vera fært um að þola meiri geislun, en lífið á Jörðinni hefur þurft að aðlagast.
  9. Proxima Centauri er nokkur hundruð milljón ára eldri en Sólin -- þannig að hið minnsta, hefur pláneta á sporbaug um Proxima Centauri, verið til nægilega lengi til þess að líf hafi haft yfrið nægan tíma til þróunar.

Það væri greinilega töluvert ólíkt að búa þarna!

 

Niðurstaða

Að finna plánetu um Alpha Centauri tvístyrnið, eða Proxima Centauri sem er örlítið nær Sólinni - hefur verið einn af æðstu draumum fjölmargra vísindaskáldsagna. Vegna að sjálfsögðu þess að engar stjörnur eru nær Sólinni - en þessar 3.
Plánetan um Proxima Centauri hefur ekki enn fengið nafn. En ef það mundi takast í framtíðinni að staðfesta tilvist lofthjúps og vatns í þeim lofthjúp. Þá mundi sú pláneta án vafa þegar verða megin fókus þeirra stjarnfræðinga - sem dreymir um að staðfesta tilvist lífs á plánetu utan Sólkerfisins.

 

Kv.


Hákarlinn virðist ná hæsta aldri allra hryggdýra

Þetta kemur fram í merkilegri rannsókn: Eye lens radiocarbon reveals centuries of longevity in the Greenland shark (Somniosus microcephalus). Sjá einnig: Greenland shark may live 400 years, smashing longevity record.

Skv. rannsókninni - er elsti einstaklingurinn sem greindist áður en sá lét lífið, á bilinu 272 - 512 ára, eða m.ö.o. 392 ± 120 ára.

Þetta er einfaldlega hæsti aldur burtséð frá því við hvaða af þeim tölum er við miðað sem vitað er til varðandi nokkra tegund með innri stoðgrind.

Skv. greiningunni, þá virðist kynþroska-aldur ekki síður einstakur, þ.e. 156 ± 22 ára.
-Örugglega ekki þekktur hærri kynþroskaaldur tegundar með innri stoðgrind.

https://boredomfiles.com/wp-content/uploads/2016/06/3-greenland-shark1.jpg

Þessi einstaki aldur virðist tengjast því að tegundin sé feykilega hægvaxta, samtímis að hún er með allra stærstu hákarlategundum sem þekktar eru í lífríki heimshafanna.

Litlar rannsóknir fram að þessu hafa farið fram á lífaldri tegundarinnar, eða akkúrat hverjar eru skýringar hins gríðarlega háa lífaldurs.

  • En mig grunar að áhugi vísindasamfélagsins muni aukast á hákarlinum í kjölfar þessara niðurstaðna.
  • En vísindamenn sem rannsaka tegunda-langlífi, eru m.a. að leita eftir genum sem stjórna því hvenær svokölluð öldrun hefst, m.ö.o. hvenær dýr tapa æskuþróttinum.

Það skildi þó ekki vera að rannsóknir á hákarl!
Geti verið lykillinn að uppgötvunum er tengjast frekari hugsanlegri lengingu æfilíka mannsins!

 

Niðurstaða

Ég hugsa að feykilegt langlífi þeirrar tegundar er á íslensku nefnist - hákarl. Hljóti að koma öllu vísindasamfélaginu á óvart. Fyrir utan að vera áhugaverðar niðurstöðu þegar kemur að rannsóknum á skýringum að baki mismunandi lífaldri tegunda. Þá auðvitað benda niðurstöðurnar til þess. Að hákarl sé sennilega ákaflega viðkvæmur fyrir veiðum! Vegna þess að viðkoma tegundar sem ekki verður kynþrosta fyrr en ca. 150 ára er augljóslega með endemum hæg -- þannig að hákarl gæti verið aldir að ná sér á strik að fullu eftir ofveiði.

 

Kv.


Draumórakennd sýn stjörnufræðinga, vísindamanna og ofsa auðugs einstaklings - að senda örlitla geimkanna til Alpha Centauri

Það sem vekur áhuga á þessu - er hverjir tengjast þessari hugmynd, sem á að hafa 100 milljón Dollara fjármögnun, til að hanna "prove of concept." Þ.e. Stephen Hawking - hinn heimsþekkta stjörnufræðing, og Mark Zuckerberg - stofnanda FaceBook, ásamt rússneska milljarðamæringnum -- Yuri Milner.

A Visionary Project Aims for Alpha Centauri, a Star 4.37 Light-Years Away

Billionaire Yuri Milner bids another $100 million to explore the cosmos

Nanocraft to launch tiny trek to the stars

Það er í sjálfu sér ekkert rangt við þá grunnhugmynd.
Að nota sólar-segl til þess að knýja örlitla geymkanna.
Og beita öflugum laser til þess - að gefa meiri orku í seglið en Sólin getur veitt.

Eigum við ekki að segja - að það sé mjög vafasamt að kannar á stærð við -farsíma- geti lifað af 20-ára langa ferð til Alpha Centauri á 20% af ljóshraða.
Vegalengd upp á 4,37 ljósár -- þó að geymryk hafi ekki mikla þéttni, þá mundi árekstur við eitt slíkt á stærð við rykkorn vera yfrið nóg á slíkum hraða, til að eyðileggja kannann.
Hann þyrfti líklega að hafa -- skjöld úr sterku efni, þá auðvitað er heildar dæmið töluvert stærra og massameira en farsími.
Síðan er það spurning um það, hvernig kanni á stærð við farsíma á að geta sent ljósmyndir til baka til Jarðar -- alla þessa leið? En það má leiða að líkum, að þá þurfi sendirinn að vera verulega mikið öflugari en farsímasendir og því þurfa miklu meiri orku og mjög sennilega að auki verulega meira umfang.

 

Ég mundi fókusa á miklu metnaðarminni hugmynd - þ.e. að senda örlitla geymkanna til að kanna staði innan Sólkerfisins!

En þ.e. fullt af ókönnuðum stöðum enn þann dag í dag, sérstaklega þeim af smærri gerðinni t.d. í smástyrnabeltinu, en einnig þeim sem eru utarlega í Sólkerfinu - sérstaklega utan við braut Plútó.

  1. Það gæti verið mjög hentug aðferð, að beita -- sólarsegli.
  2. Og öflugum laser!

En tæknilega þarfnast sú aðferð - einskis eldsneytis.
Ég mundi hafa laserinn frekar á uppi í geymnum, knúinn af sólarhlöðum eða þá að beita þeirri aðferð að safna sólarljósi með geymspeglum og fókusa það síðan.

  1. Kosturinn við þá aðferð er sú.
  2. Að þ.e. unnt að byrja smátt - en síðan bæta stöðugt við annaðhvort speglum eða sólarhlöðum, og þannig auka smám saman orkuna í kerfinu og því kraftinn.
  3. Það væri unnt að fókusa fyrst í stað á könnun smástyrnabeltisins sem þarfnast ekki nærri eins mikillar orku, og að senda kanna -- lengra í burtu. En það væri gagnlegt til undirbúnings þess, að hefja námurekstur í smástyrnabeltinu.
  4. Þá getur fyrsta útgáfa kerfisins, farið tiltölulega fljótlega -- að borga kostnaðinn til baka --> Sem skapar forsendu þá þess að halda áfram að auka við laser kerfið, þ.e. auka kraftinn í því - en námurekstur sá ætti að geta skapað forsendur þess því hann hefur möguleika til að skila tekjum.
  5. En ég er þeirrar skoðunar, að uppbygging mannsins í geymnum verði að fylgja útvíkkun hagkerfis mannsins út í geyminn sjálfan -- en e-h þarf að borga fyrir uppbyggingu þess umfangs mikla kerfis, sem á endanum hefði næga orku til að senda geymkanna til Alpha Centauri.

En slík stækkun - skref fyrir skref, eftir því sem efnahagsleg umsvif manna mundu aukast.
Gæti tekið áratugi að skila kerfi er hefði þá orku sem til þyrfti.
En ég sé enga ástæðu fyrir því, að slík skref fyrir skref nálgun, mundi ekki gera það fyrir rest.

Og auðvitað samhliða þeirri þróun - mundi tæknin í smíði geymkanna fleygja fram.
Og hver veit -- eftir 2050 gæti verið hægt að smíða geymkanna sem væri tæknilega mögulegt að gætu haft það af alla leið til Alpha Centauri.

 

Niðurstaða

Ég er alveg viss að mannkyn mun á þessari öld senda róbótísk för til annarra sólkerfa. Ferðin síðan tekur áratugi -- þannig að öll mundu ekki ná á leiðarenda áður en öldin væri á enda.
Og vænleg leið til þess virðist mér að byggja upp smám saman öflugt kerfi lasera sem staðsettir væru í geymnum, þeir þyrftu ekki allir að vera á braut við Jörð. Tæknilega unnt að hafa einn á braut við Mars -- t.d. ekki síður en nærri Jörð. Og þannig senda för fram og aftur án eldsneytis-notkunar.

Þ.s. ég sé við slíkt kerfi - er einmitt sá mikli langtíma sparnaður að sleppa eldsneytisnotkun til ferða innan Sólkerfisins, alfarið.

Í fjarlægri framtíð - gæti slíkt laserkerfi náð að verða svo öflugt, að unnt væri að senda með því - mönnuð för til Alpha Centauri og víðar. Ef maður gerir ráð fyrir því að það alltaf haldi áfram að stækka, ár frá ári - áratug frá áratug.


Kv.


Vísindamönnum tekst að framkalla einfaldaða frumu með lágmarks fjölda sem samt gerir henni kleyft að starfa eðlilega

Það sem er sennilega merkilegast við frumuna sem vísindamennirnir bjuggu til, er að hún inniheldur 149 gen -- sem enginn veit hvað gera.
Þau eru samt nauðsynleg, því án hvers og eins þeirra, starfaði fruman ekki.
M.ö.o. 32% gena lágmarks frumunnar, hefur óþekkta virkni.

Synthetic Stripped-Down Bacterium Could Shed Light on Life's Mysteries

Scientists Create Tiniest Life Form Yet, Not Sure What It Is

This Bare-Bones Synthetic Cell Has World's Smallest Genetic Code

Landmark as lab creates synthetic cell with minimum genes needed for life

Image: J. Craig Venter Institute scientists have created a stripped-down life form

"Electron micrographs of clusters of JCVI-Syn 3.0 cells magnified about 15,000 times. This is the world’s first minimal bacterial cell. Its synthetic genome contains only 473 genes."


Sem grunn notuðu þeir einfrumungs geril sem nefnist - "Mycoplasma."
Síðan prófuðu þeir sig áfram, með því að fjárlægja einstök gen úr frumunni, og síðan ath. hvort að hún gat samt sem áður starfað án þess gens.

"The original bacteria species that the Venter group worked on is already pretty tiny: M. mycoides is found in cow stomachs and has about 985 genes. The human genome has more than 20,000 genes. Golden Delicious apples have more than 57,000 genes. The new organism, nicknamed Syn3.0 by researchers? It has 473."

Að vinna sig niður í 473 gen, tók þá 5 ár.
Þeir telja að sum þeirra gena er hafa óþekkta virkni, starfi saman með öðrum - þannig að summa tveggja eða fleiri gena, skili nauðsynlegri starfsemi.
Vilja meina að a.m.k. sum þeirra, séu stuðningsgen.

"“We are probably at the 1 percent level in understanding the human genome,” said Clyde Hutchison III, a distinguished professor at the Venter Institute."

Eftir að þeir unnu sig niður á genakóða sem virkar að lágmarki -- þá settu þeir hann inn í frumu sem fyrst var alveg tæmd af genum, og starfandi fruman 2-faldar fjölda sinn 3-ja hvern klukkutíma.

Skv. rannsakendum þá sýni þessi vinna fram á -- hve lítið vísindamenn vita enn um starfsemi gena.
Að til þess að ná fram fullri vitneskju um starfsemi genakóða -minnstu frumu í heimi- þurfi enn árafjöld í viðbótar rannsóknir.

En a.m.k. sé það markmið að geta hannað einfalda frumu með tiltekna afmarkaða virkni - komin skrefinu nær.
Enn séu bersýnilega mörg á í að vísindamenn fari að breyta genum í fólki.

 

Niðurstaða

Maðurinn hefur 57þ. gen - minnsta fruma í heimi 473, og samt eru 149 þeirra með óþekkta virkni. Sem sýnir að þó vísindamenn séu skrefi nær að geta raunverulega hannað einfaldar frumur með fyrirfram ákveðna virkni.
Þá sé bersýnilega enn afar langt í land, þar til að menn geta farið að endurhanna genakóða sjálfs mannkyns.


Kv.


Staðfesting á tilvist þyngdaraflsbylgjur - virðist stórmerkilegur atburður

Í fysta lagi þá var ekki vitað fyrir algerlega víst að "gravity wave" eða þyngaraflsbylgjur - væru til. Þó að Albert Einstein hafi sett fram kenningu um þeirra tilvist í afstæðiskenningu sinni. Hann einnig setti fram kenningu um tilvist svarthola.

  1. Það má samtímis fullyrða - að tilvist svarthola hafi einnig verið sönnuð.
  2. Því að þær bylgjur sem voru mældar - koma frá risaatburði er 2-svarthol væntanlega leyfar tvístyrnis - sameinuðust.
  3. Annað svartholið telst hafa verið 29 sólarmassar, hitt 36. Svo stórar stjörnur hafa líklega verið útfjólubláar risastjörnur, áður en þær sprungu og urðu að svartholum.
  4. Sú orka er leystist úr læðingi, hafi um tíma varpað frá sér birtumagni sem sé meira að sögn vísindamannanna en komi frá öllum stjörnum sem til eru í alheiminum.

Þessi risa-atburður hafi togað og teygt til bæði tíma og rúm!

Það sé togið á rýminu sjálfu sem nú hafi tekist að mæla!

Gravitational Waves Detected, Confirming Einstein’s Theory

Einstein's gravitational waves detected in landmark discovery

https://i.kinja-img.com/gawker-media/image/upload/r9wmyolsyefh6zyp03xn.gif

Í rannsókninni voru notuð 2-rannsóknartæki er nefnast "LIGO"

2-slíkir mælar eru til staðar innan Bandaríkjanna, bilið á milli þeirra 3.002km.
Annar í Livingstone Loisiana, hinn nærri Richland í Washington fylki.

Fjarlægðin sé næg milli þeirra til þess að unnt er að nota sömu mælingu í þeim báðum, til að útiloka að utanaðkomandi áhrif önnur en þau sem til stóð að mæla - hafi skapað villumælingu.

https://www.i2u2.org/elab/ligo/graphics/lho_aerial_photo.jpg

Eins og sjá má á ljósmynd - þá eru til staðar í hvorum mæli 2-steynsteypt göng sem eru 4km. að lengd, og mynda L. Inni í þeim er viðhaldið hástigs lofttómi.

  1. Mæling fer fram með laser sem varpað er á geisla-skipti, er klýfur geislann og varpar honum inn í göngin til sitt hvorrar handar.
  2. Á enda hvorra ganga er spegill, er varpar klofna geislanum aftur til baka til - geisla-skiptisins, og þá sameinast geislinn að nýju.
  3. Ef annar eða báðir geislar breytast, þá kemur ljós á tiltekinn nema.
  4. Að tíðni annars eða beggja geisla breytist, gerist ef önnur göngin verða andartak örlítið lengri en hin - eða bæði göngin í tilviki að tíðni beggja breytist.
  5. Þyngdarafls bylgjur hafa einmitt þau áhrif - en vegna þess að þær fara hjá á hraða ljóssins, þarf væntanlega laserinn að lisa gríðarlega mörgum sinnum per sekúndu til að ná mælingunni.

Með tækni-trixum, fer laserinn 75 sinnum lengd ganganna í hvert sinn - en í göngunum fer laserinn í gegnum svokölluð "Fabry–Pérot cavities."
Áður en speglarnir endursenda hvorn geisla aftur til baka til laserskiptisins.

 

Hvaða máli skiptir þetta?

Nær tíma áhrif verða væntanlega þau, að nú geta vísindamenn -- séð alheiminn í gegnun lensu þyngaraflsbylgja.
Þannig opnast ný leið til að skoða alheiminn - sem talið er að muni opna nýja sýn á fyrirbæri alheimsins.

  • Það eru t.d. mörg svæði í alheiminum sem við getum ekki séð - vegna þess að mörg fyrirbæri í alheiminum hindra okkur sýn þegar notast er við ljós eða radarbylgjur, eða aðrar bylgjur á rafsegulsbylgjusviðinu.

Sem dæmi, þá hindrar miðja vetrarbrautarinnar okkur sýn - sambærilegt við það að mannkyn þekkti ekki dökku hliðina á tunglinu fyrr en geimkannar fóru í fyrsta sinn hring um Tunglið.

Það þíðir að mjög lítil vitneskja er til staðar um stjörnur og önnur fyrirbæri handan við þann skugga er tilheyra okkar vetrarbraut.

  • Þyngdaraflsbylgjur aftur á móti fara beint í gegnum efnið, hvort sem þ.e. stjarna eða pláneta er verður á veginum - eða miðja vetrarbrautarinnar.

Menn vonast einnig til að geta -- litið lengra aftur í tímann, þ.e. séð fjarlægari fyrirbæri en nú er mögulegt.
En í dag getum við ekki séð lengra aftur í tímann - þ.e. fjarlægari fyrirbæri, en þau sem voru orðin til eftir að stjörnur fóru að lísa upp alheiminn.

En með þyngdaraflsbylgjumælum - telja vísindamenn sig geta séð fyrirbæri er urðu til áður en fyrstu stjörnur alheimsins fóru að lísa.
Þannig að með þyngdaraflsbylgjumælum verði unnt að skoða alheiminn - lengra aftur í tímann en áður hefur verið mögulegt, jafnvel mjög nærri upphafs sprengingunni sjálfri.

Þannig aflað frekari vitnesku um -- upphaf alheimsins.

  • En ekki síst, þá á að verða mögulegt að -- rannsaka svarthol!

En svarthol eru þess eðlis, að ljósið sjálft sleppur ekki frá þeim.
En annað gildir um þyngdaraflsbylgjur.

Þannig að með þyngdaraflsbylgjum verði unnt að skyggnast inn í svartholin sjálf.
Komast að því - hvers konar fyrirbæri þau séu.

 

Niðurstaða
Staðfesting þyngdaraflsbylgja - sé mikilvæg vegna þess að staðfesting þess að unnt sé að mæla þær, muni gera stórfelldar nýjar vísinda-uppgötvanir mögulegar. Með því að unnt er að greina þyngdaraflsbylgjur - þá opnist ný sýn á alheiminn, og fjöldi fyrirbæra er áður var ekki unnt að rannska eða sjá - muni verða greinanleg og því rannsakanleg.

M.ö.o. muni staðfesting tilvistar þyngdaraflsbyglja framkalla risastökk í heimi vísinda.

 

Kv.


Sjálfkeyrandi bílar - einu mikilvægu skrefi nær

Stærsta hindrunin sem sjálfkeyrandi bílar þurfa að yfirstíga, tengist líklega lögleiðingu þeirra. Einmitt um það atriði - var stigið mikilvægt skref, þegar bær stofnun Bandaríkjanna -- samþykkti að mögulegt væri að lögleiða sjálfkeyrandi bíl -annars vegar- og -hins vegar- að í tilviki sjálfkeyrandi ökutækis væri tölvubúnaður sem stjórnaði ökutækinu rétt skilgreindur sem stjórnandi viðkomandi ökutækis.

  1. ""NHTSA will interpret 'driver' in the context of Google's described motor vehicle design as referring to the (self-driving system), and not to any of the vehicle occupants," NHTSA's letter said."
  2. "We agree with Google its (self-driving car) will not have a 'driver' in the traditional sense that vehicles have had drivers during the last more than one hundred years."

In boost to self-driving cars, U.S. tells Google computers can qualify as drivers

Google passes significant barrier in its plan for driverless cars

http://www.trbimg.com/img-5386922b/turbine/la-sci-g-google-self-driving-car-20140528

Google vill meina að sjálfkeyrandi bílar séu öruggari, ef það eru engir pedalar og ekkert stýri - þannig að farþegar geti ekki gripið inn í!

Við hér á Íslandi höfum orðið vitni að ótrúlega hættulegri hegðan - upp á síðkastið.

  1. í sl. viku var sagt frá því, að óþekktur fjöldi ökumanna með meira próf, sem aka vörubílum á vegum landsins -- stunduðu það að taka videó á síma meðan þeir eru að aka, samtímis og þeir eru að tala við félaga sína t.d. hinum megin á landinu.
  2. Um daginn, tók farþegi upp á myndband - athæfi ökumanns strætó, sem var í símanum sínum alla leiðina meðan viðkomandi var um borð, á netinu í símanum.

Þegar maður sjálfur ekur um borgina - þá sér maður ávalt fjölda ökumanna að nota símana sína, oftast nær án handfrjáls búnaðar.
Að auki grunar mig, að það sé algengt að fólk sé að gera meira en bara að tala -- sbr. að senda skilaboð, horfa á videó, vafra á veraldarvefnum, og taka myndir eða videó.

Þetta þíðir að fjöldi ökumanna -- ekki einungis almennra ökumanna, heldur einnig þeirra sem hafa meirapróf og aka þyngri ökutækjum.
Eru að skapa stöðugt - stórhættu í umferðinni.

Enginn veit hve marga hegðan af þessu tagi hefur drepið.

  1. Punkturinn er sá, að sennilega stoppar ekkert þessa hegðan -- þetta kæruleysi/skeytingarleysi - verði sennilega ekki stöðvað.
  2. Þ.e. ekki síst hve útbreidd þessi hegðan virðist, að ég er farinn að nálgast þá skoðun --> Að ökumanns lausir bílar séu nauðsynleg breyting.

Miðað við hegðan af slíku tagi -- þá verða sennilega flestir í dag, ánægðir með það að bílarnir aki sjálfir.
Þá geta þeir einbeitt sér algerlega að netheimum eða hverju því öðru sem þeir eru að gera í símunum sínum, meðan að ekið er á milli staða.

  • Það virðist einnig ljóst - - að sú breyting muni auka öryggi vegfarenda stórfellt.

Það bendi til þess -- að fljótlega eftir lögleiðingu, þá muni ríkin í kringum okkur - beggja vegna Atlantshafsins, skipulega ýta fólki yfir í ökumanns lausa bifreiðar.

Þ.e. hægt með margvíslegum aðferðum - sbr. að gera það mun ódýrara að tryggja ökumannslausar bifreiðar - að auka mjög kröfur til ökumanna - að stytta mjög þann tíma sem líður á milli þess að það þarf að endurnýja ökuréttindi - gera það mun dýrara en áður að endurnýja ökuréttindi og að taka bílpróf í fyrsta lagi.

Að auki væri mögulegt að ganga svo langt -- að banna með öllu, bifreiðar sem ekki eru sjálfkeyrandi í þéttbýli -- þó það verði sennilega ekki hægt fyrr en sjálfkeyrandi bifreiðar verða algengar.

  • Þ.e. hugsanlegt að -- bílpróf veiti einungis réttindi til að aka bíl í dreifbýli.

 

Niðurstaða

Einstaklega óábyrg hegðan ökumanna sem því miður virðist allt of mikið um, og ef eitthvað er - í örum vexti. Sé öflugur stuðningur við þá hugmynd, að sjálfkeyrandi bílar séu líklega sannarlega mun öruggari - og því sé það framtíðin að bifreiðar verði án ökumanns, þ.e. að tölva sjái um aksturinn.

Þetta sé sennilega ekki fjarlæg framtíð - sennilega innan nk. 20 ára.

 

Kv.


Lúxembúrg með áætlun um að hefja námurekstur í geimnum

Þetta hljómar nánast eins og brandari við fyrstu sýn - en Lúxembúrg er agnarsmátt land, með mannfjölda innan við milljón. Á hinn bóginn, þá er það langsamlega auðugasta meðlimaland ESB miðað við þjóðarframleiðslu per haus, og hefur lengi starfað með "ESA" eða "Geimferðastofnun ESB." Og þar séu fyrirtæki sem framleiða hluti í gerfihnetti, og geta smíðað gerfihnetti. Þó landið sjálft ráði ekki yfir tækjum til að skjóta hlutum upp í geim.

Luxembourg launches plan to mine asteroids for minerals

Ríkisstjórn Lúxembúrg virðist fyrirhuga að gefa út yfirlýsingu - um að starta verkefni í samstarfi við bandarísk einkafyrirtæki á sviði geimtækni, er tengist námurekstri í geimnum.

"Jean-Jacques Dordain, director-general of the European Space Agency until last June told the FT: “I am convinced there is great scientific and economic potential in Luxembourg’s vision.” - “We know how to get to asteroids, how to drill into them and how to get samples back to Earth.”"

"The Grand Duchy’s announcement, to be made by Etienne Schneider, deputy prime minister, will be attended by Deep Space Industries and Planetary Resources of the US, two of Luxembourg’s potential commercial partners which were set up with the long-term aim of mining asteroids."

Það er ágætt að rifja upp að ESA fyrir 2-árum lenti geimfari á halastjörnu: Magnað afrek hjá ESA að lenda á halastjörnunni "67P/Churyumovâ-Gerasimenko". En ESA sendi Rosetta kannann af stað 2004, og sá hafði náð að hala uppi halastjörnuna 10 árum síðar, er hann sendi Philae kannann - á stærð við þvottavél - af stað til lendingar, sem tókst.

NASA framkvæmdi svokallaða -geimryks- áætlun er fór af stað 1999, er fól í sér að lítið far elti uppi halastjörnu eins og Rosetta, nema að "Stardust" var einungis ætlað að safna ryki úr hala halastjörnunnar -- það tókst, og sneri kanninn til baka með sýnið til Jarðar 2006.

Nýjasti róbotinn sem NASA sendi til Mars - sá lenti á Mars 2012 "Curiosity", hefur færni til að bora undir yfirborðið, og ná upp litlum borkjörnum -- síðan að rannsaka sýnið. Sá er "kjarnorkuknúinn" þó ekki með kjarnaofni heldur hefur hann hágeislavirkt efni um borð sem gefur frá sér hita, sá hiti er notaður til að framleiða rafmagn -- geislavirka efnið ætti að gefa 900kg. rótbotnum næga orku í 14 ár.

  1. Það sem þetta sýnir fram á - er að Jarðarbúar ráða þegar yfir þeirri tækni sem þarf, til að senda smá róbotísk för til smærri "hluta" á sveimi í geimnum -- og lenda þeim þar.
  2. Að auki getur mannkyn látið róbotísk geimför lenda aftur á Jörðinni með sýni.
  3. Og að lokum, hefur mannkyni tekist að senda far til Mars sem fært er um að bora eftir sýnum og rannsaka þau.

Tekið saman -- virðist ekki lengur absúrd.
Að unnt sé að þróa róbóta er geta lent á loftsteini eða "asteroid."
Og borað eftir verðmætum efnum -- síðan sent þau til Jarðar.

Þau þurfa náttúrulega að vera verðmæt -- til að þetta borgi sig.

  1. Hugmyndin virðist vera að líta nánar á svokallaða "Near Earth Objects" þ.e. loftsteina eða "asteroids" sem hafa sporbauga er fara nærri braut Jarðar.
  2. Fyrsti hluti áætlunarinnar væri að senda fjölda lítilla kanna, til þess að rannsaka þá lofsteina eða "asteroids" sem vitað er að eru auðugir af málmum.
  3. Einungis eftir slíka rannsókn, væri næsta skref stigið - að senda far sem getur lent og tekið verðmæta málma - og flutt til sporbaugs Jarðar.

Eftir er að þróa þá verksmiðju sem mundi vera komið fyrir á sporbaug Jarðar - er væri róbotísk, og mundi vinna úr efnunum. Verðmætustu málmana mætti senda síðan beint niður til yfirborðs Jarðar. Minna verðmæta, mætti nota í geimnum - til að smíða hluti á sporbaug.

Ekkert af þessu virðist algerlega augljóslega óyfirstíganlegt!

 

Niðurstaða

Ég er alveg viss að það kemur að því, að mannkyn fer að vinna málma í geimnum. Mjög sennilega fer vinnslan fram á sporbaug Jarðar -- ódýr efni sem nóg er af á yfirborði Jarðar, væri unnt að nota beint til smíði hluta á sporbaug.

En verðmæt efni mundu verða send niður til yfirborðs Jarðar.
Þetta tekur þó sennilega vart minni tíma en 20-30 ár í þróun - grunar mig.


Kv.


Stjörnufræðingar telja að pláneta á stærð við Neptúnus sé til staðar í Sólkerfinu - þó hún hafi ekki enn sést í sjónaukum

Það sem gerir þessa tilgátu áhugaverðari en allar aðrar sem hingað til hafa komið fram.
Er að það er nú unnt að sýna fram á tilteknar skýrar vísbendingar um tilvist slíkrar plánetu.
En ef hún er til - þá er hún í órafjarlægð frá Sólinni, og árið þar er 20.000 Jarðár.

Astronomers say a Neptune-sized planet lurks beyond Pluto

Scientists Find Hints Of A Giant, Hidden Planet In Our Solar System

Caltech Researchers Find Evidence of a Real Ninth Planet

New evidence suggests a ninth planet lurking at the edge of the solar system

 

Megin vísbendinguna má sjá á þessari mynd!

Plane Nine

En það vakti athygli vinanna, Mike Brown og Konstantin Batygin, það samhengi sem sést á þessari mynd - - og þeir telja tölfræðilega afar afar ólíklegt að sé tilviljun.

  1. Þessi mynd sýnir sporbauga nokkurra smárra svokallaðra, Plútona, eða dvergpláneta.
  2. Það sem er sérstakt - er að þær eru allar á sama tíma í nánd við Sól.
  3. Sem þíðir, að þá einnig verða þær allar samtímis - í mestu fjarlægð eftir mjög mörg ár.
  4. Síðan vakti einnig hallinn á sporbaugum þeirra athygli vísindamannanna - - en þær virðast vera í greinilegum hópum.
  • Til þess að framkalla þetta samhengi.
  • Þurfi eitthvað með þyngdarafl, að hafa haft áhrif á þeirra sporbauga - og til að smala þeim með þessum tiltekna hætti.

Eftir mikla vinnu með tölvu-módel - þá hafa þeir félagar komist að þeirri niðurstöðu sem sýnd er að ofan --> Þ.e. sporbaugur plánetu sem þeir leggja að til að fylgi gula sporbaugnum.

  1. Gula plánetan er teiknuð með sporbaug -- sem alltaf er í mestu fjarlægð frá sól, þegar dvergpláneturnar eru í mestri nánd við Sól; og öfugt.
  2. Þannig séu sporbaugar smærri hlutanna - verndaðir fyrir þyngdarafli nýju pánetunnar.

 

Viðbótar vísbending er til staðar á eftirfarandi mynd

Þarna er um að ræða 5-sporbauga halastjarna, sem virðast fylgja sporbaugum sem eru akkúrat hornréttir á sporbauga dvergplánetanna - með bleiku sporbaugana!

Vísindamennirnir - segjast hafa í tölvumódelum spáð því að til staðar mundu verða halastjörnur með slíka sporbauga.

Og það hafi komið þeim skemmtilega á óvart - að frétta af því, að þessar 5-höfðu fundist fyrir nokkrum árum --> Sem fylgja einmitt þeim línum sem þeirra módel fann út.

  • En þeir segja nýju plánetuna neyða alla þessa smærri hnetti eða halastjörnur, á þessa tilteknu sporbauga með þessi tilteknu horn.

Samkvæmt fréttum eru vísbendingarnar það góðar!
Að vísinda-samfélagið tekur þetta alvarlega!

 

Hvað á ég við um órafjarlægðir?

Skv. vísindamönnunum, er mesta nánd við Sól hjá plánetunni, 200 sinnum fjarlægð Jarðar frá Sól.
Og mesta fjarlægð plánetunnar frá Sól, er 600 - 1.200 sinnum fjarlægð Jarðar frá Sól.

Ef það stenst - og hún finnst.
Væri það fjarlægasti þekkti hluturinn á sporbaug við Sól - sem vitað er um.

  1. Hvernig ætli gas jötunn á stærð við Neptúnus hafi komist þangað?
  2. Ósennilegt virðist að pláneta af þeirri stærð geti hafa myndast þarna.
  3. Þannig að sennilegra sé að hún hafi verið í fyrndinni mun nær Sólu, og að t.d. Júpíter - eða Satúrnus eða Neptúnus; hafi á endanum unnið þyngdarafls reipitog og þeitt henni af sínum sporbaug.
  4. Þetta hafi gerst meðan að Sólkerfið var enn umlukið frumþokunni sem það myndaðist úr, og hún hafi skapað nægilegt "drag" eða mótstöðu til að hægt hafi á henni eftir að hún hrökklaðist af sínum upphaflega sporbaug, svo að í stað þess að yfirgefa Sólkerfið alfarið - hafi hún endað á þessum afar fjarlæga sporöskjulaga sporbaug.

Auðvitað er ekkert staðfest fyrr en hún finnst.
Þegar eru sjónaukar á tveim meginlöndum að leita hennar!

Svo ef hún er til - finnst hún fyrir rest!

 

Niðurstaða

Það væri enginn smáræðis fundur, ef tilvist stórrar plánetu til viðbótar núverandi 8 - verður á endanum staðfest. Hún væri mjög merkileg ummerki um þau átök eða hamfarir, sem hafi einkennt frumbernsku Sólkerfisins.

En t.d. er talið fullvíst, að Jörðin hafi orðið fyrir árekstri við plánetu á stærð við Mars, í frumbernsku Sólkerfisins - og í samhengi við þann árekstur hafi Tunglið myndast.
Þannig að talið var fullvíst áður að a.m.k. ein enn pláneta hafi myndast - þó hún hafi síðan, farist.

Fyrst að önnur pláneta af Mars stærð, var einu sinni til - þá var alls ekki útilokað að enn fleiri plánetur til viðbótar þeim sem eru sjáanlegar, hefðu einnig myndast.
Það var alltaf möguleiki - að slíkri hefði verið þeytt alveg út úr Sólkerfinu, eða í átt að Sól, til að farast þar síðan.

Líkur eru þar af leiðandi á, að mjög mikið sé af plánetum í Vetrarbrautinni okkar, sem sveima um tómið milli stjarnanna - heimilislausar, ískaldar. En nú er talið að myndun sólkerfa sé átakasyrpa þar sem mikið gangi á.

  • En þetta einnig hefur gefið þann augljósa möguleika - að það geti enn verið til staðar ófundin pláneta í okkar Sólkerfi.


Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband