Færsluflokkur: Vísindi og fræði
3.3.2019 | 20:39
SpaceX fyrsta einkafyrirtækið að senda far hannað til að bera fólk til alþjóða geimstöðvarinnar
Skv. fregnum á sunnudag, hafði tekist að tengja - Dragon - geimhylki smíðað af SpaceX við alþjóða geimstöðina, svo skv. því er - Dragon - geimhylki SpaceX tilbúið til notkunar: SpaceX Crew Dragon nails crucial test: Docking with the space station.
--Bandaríkin hafa um nokkra hríð ekki ráðið yfir geimfari til flutnings fólks upp á braut um Jörðu - um tíma voru Bandaríkin með samning við Rússland um leigu á Soyus geimhylkjum, en á seinna kjörtímabili Obama, bannaði Pútín Bandaríkjunum aðgengi að Soyus geimhylkjum.
Það var algerlega augljóst að bann Pútíns, mundi hafa þau óhjákvæmilegu áhrif, að Bandaríkin mundu sjálf á ný smíða sér sambærilegt geimfar! Þannig að það mundi þá aldrei gerast aftur, að Bandaríkin mundu standa í þess slags viðskiptum við Rússland!
--Ég get því ekki sagt að bann Pútíns hafi verið snjöll ákvörðun!
SpaceX rocket with unmanned U.S. capsule blasts off for space station
SpaceX launch edges Musk closer to taking humans into space
Sýniseintak af mannaða geimhylkinu nýja
Falcon 9 - geimflaugin er afskaplega magnað fyrirbæri!
- SpaceX hefur tekist að smíða kerfi þ.s. fyrsta þrep kerfisins - snýr aftur við til lendingar á skotsvæðinu þaðan sem flauginni var skotið.
- Á sl. ári var tilraun þ.s. slík endurkoma tókst í fyrsta sinn.
Í þetta sinn, er leikurinn endurtekinn - en að þessu sinni í stað gerfihnatta á toppi flaugarinnar, er Dragon geimhylkið fyrir mannaðar ferðir upp á sporbaug.
Ég held að það séu engar íkjur, að Falcon 9 eldflaugakerfið til geimskota, sé fullkomnasta slíkt kerfi sem til er í heimi hér.
Þetta er ekki öflugasta eldflaug sem nokkru sinni hefur verið smíðuð. En þetta er eitt af þeim öflugustu sem til eru í dag, auk þess að kostnaður við geimskot - þegar menn verða farnir að treysta betur á áreiðanleika kerfisins, eftir að fleiri ferðir hafa heppnast; verður til nokkurra muna minni en við þau kerfi er áður hafa verið til.
Það er það atriði, að SpaceX hefur tekist að smíða fyrsta þrep, sem flýgur aftur til baka.
Fyrsta þrepið er stærsta einstaka stykkið, ég á von á því að SpaceX muni skoða frekari endurnýtingarmöguleika í framþróun kerfisins.
- Þó svo að SpaceX hafi tekist að sanna - mannaða útgáfu Dragon geimhylkisins.
- Þá er nú beðið eftir Boeing fyrirtækinu, sem tekur þátt í keppni um - framtíðar geimhylki bandaríska ríkisins. Geimhylki Boeing hefur ekki enn flogið.
Það síðan eftir að vera frekari tilrauna-skot, og bandaríska ríkið ætlar sér síðan að velja á milli keppinautanna. SpaceX hlýtur þó að vera nú með nokkuð forskot á keppinaut sinn.
--Útkoman er þó ekki fyrirfram gefin.
Keppnin er ekki um heildarkerfið til geimskota - heldur einungis, hvort geimhylkið verði notað. Þannig gæti SpaceX tæknilega lent í því, að ef hylki Boeing yrði valið - að flaugar SpaceX yrðu notaðar til að skjóta upp hylki keppinautar SpaceX.
--Það þarf þó alls ekki að fara þannig.
Ég hugsa þó að SpaceX sé án vafa áhugaverðasta fyrirtækið er stundar geimskot þessi misserin.
Niðurstaða
Ef SpaceX fyrirtæki Elon Musk tekst umtalsvert að lækka kostnað við geimskot á braut um Jörð. Þá verður það án nokkurs vafa mjög mikilvægt afrek fyrir mannkyn allt. En málið er að ódýrari geimferðir stækka auðvitað möguleika mannkyns til hagnýtingar geimsins. Lægri kostnaður fjölgar þeim aðilum er hafa efni á því að nýta geiminn. Og alveg örugglega koma til með að auka samkeppni milli aðila er standa í þróun tækni til noktunar í geimnum. Aukin samkeppni sem fylgi fjölgun aðila - alveg örugglega auk þessa muni hraða þróun þeirrar tækni sem nýtist í geimnum.
En ég er algerlega öruggur á því að hluti af framtíðar lausn mannkyns, sé að finna í nýtingu hráefna er finnast á braut um Sólina. Nýting smástyrna hefst örugglega innan nk. 20-30 ára.
Og auðvitað, ódýrari geimskot að auki munu minnka kostnað við smíði geimstöðva framtíðar á brautum innan þyngdarsviðs Jarðar og Tungls.
Kv.
17.1.2019 | 22:32
Alvöru vísindamaður með vangaveltur hvort hlutur sem fór í gegnum Sólkerfið á sl. ári var búinn til af alienum
Í raun og veru er afar lítið vitað um þann hlut - sem flestir líta smástyrni með skrítna lögun. Það sem blasti strax við að væri óvenjulegt var hraði þess -- þ.s. hann var það mikill, að hluturinn gat ekki annað en verið kominn frá utan við Sólkerfið. Að auki að hraðinn væri það mikill, að þyngdarafl sólkerfisins gæti ekki náð að halda í hlutinn, heldur mundi hann halda áfram ferð sinni - aðeins koma við í Sólkerfinu á leið eitthvert annað.
Ímyndum lystamanns um úthlit hlutarins nefndur Oumuamua
- Málið er að hluturinn er ekki stór, milli 0,5km - 1km.
- Það þíðir að í þeirri fjarlægð sem sjónaukar sáu hann, þó horft væri á hann með öflugustu sjónaukum sem til eru - var hann einungis punktur.
- Það sáust þó leiftur í reglulegu rithma, sem leiðir fram þá ályktun að hluturinn snúist um sjálfan sig svokallað "tumble" og að auki að hann sé óreglulegur í lögun.
- Af flestum talinn, ílangur og fremur flatur.
Þetta allt saman gerir hlutinn áhugaverðan.
--En síðan kemur sprengjan.
Sl. sumar var sagt frá því að hluturinn hefði aukið ferð sína á leið frá Sól, eftir að hann fór framhjá henni - tók þyngdarafls-beygju og hóf sína útleið.
- Hröðunin er ekki meiri en svo að hún passar við það, ef hluturinn væri - halastjarna.
- En enginn hali sást - síðan hefði snúningur hlutarins um sjálfan sig "tumble" breyst - sem hefði verið unnt að sjá, ef það hefði verið - útgösun frá hlutnum.
Þannig að það liggur ekki fyrir nein augljós skýring, af hverju hluturinn jók sína ferð.
Ekki er um mikla hröðun að ræða - rétt að hafa það í huga.
- Avi Loeb - benti á að unnt væri að skýra hröðunina með - sólargeislun.
- Ef hluturinn væri að þykkt innan við einn millimetra.
'Thinking About Distant Civilizations Isn't Speculative'
Loeb setti fram þá skemmtilegu kenningu að hluturinn væri í raun - svokallað, sólarsegl.
M.ö.o. ekki geimskip sem slíkt, meira leyfar slíks - nánar tiltekið, leyfarhluti!
--Hann notaði orðið - geimfornleyfafræði.
Sviðsmyndin sem hann setur upp, að mikið sé af geymrusli í vetrarbrautinni skilið eftir af sennilega löngu útþurrkuðum siðmenningum, ruslið eftir þær síðan vafri um geiminn.
Ê»Oumuamua -- getur hafa verið mjög lengi á vafri um geiminn, en vísindamenn hafa verið að reikna feril hans aftur í tímann.
- Miðað við hraðann sem hann var á, var hann í grennd við - Vega, fyrir um 600þ. árum.
- Hinn bóginn, var Vega ekki þ.s. Vega nú er á þeim tíma.
- Bent er að hraði hlutarins sé svipaður og áætlaður meðalhraði hluta sem séu á vafri um geiminn "drifting through space" -- hluturinn gæti því hafa vafrað marga hringi um vetrarbrautina áður en hann vafraði í gegnum Sólkerfið.
Á endanum er svarið einfaldlega það, að vísindamenn hafa ekki hugmynd hvaðan hann er.
En tímaramminn þíðir - að hluturinn getur verið allt að margra milljarða ára gamall.
__Sem tæknilega útilokar ekki, að um tilbúinn hlut sé að ræða.
__En ef svo væri, þá gæti hann jafnvel verið á aldur við sjálfa Sólina.
Verið þá búinn til af íbúum vetrarbrautarinnar löngu horfnir.
Niðurstaða
Í reynd er í sjálfu sér ekki undarlegt að smástyrni rambi inn í Sólkerfið frá vetrarbrautinni, þá mundi hraði smástyrnis sennilega vera slíkur að viðkomandi smástyrni mundi fara í gegnum Sólkerfið og út úr því aftur í aðra átt.
Ef það væri ekki fyrir óútskýrða hraðabreytingu, væri enginn að koma með óvenjulegar tilgátur -- þ.s. ekki var unnt að sjá hlutinn með þeirri nákvæmni að unnt væri að ákvarða útlit hans eða lögun, að hann snúist um sjálfan sig einungis ákvarðað af hvernig endurkast sólarljóss af honum breyttist á tilteknum rythma, þá er í sjálfu sér ekki vitað hvað þetta var -- sem opnar á vangaveltur.
--Þó ef út í það er farið, verði þeim líklega aldrei svarað.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt 18.1.2019 kl. 04:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2018 | 00:46
Geimskot SpaceX í eigu Elon Musk er að sjálfsögðu stórkostlegt afrek
Það sem er mikilvægt við þetta er að Falcon Heavy flauginni er ætlað að hafa endurnýtanlegar stuðningsflaugar, sem og að fyrsta þrepinu er einnig ætlað að vera endurnýtanlegt - með þessu ætlar Elon Musk sér að draga verulega út kostnaði við geimskot.
Falcon Heavy flugtak
Hinn bóginn tókst Elon Musk ekki ætlunarverk sitt að öllu leiti - en stuðningsflaugarnar sneru til baka og lentu samtímis -- sem var mjög glæsilegt "show."
En á hinn bóginn, mistókst að endurnýta fyrsta þrep megin flaugarinnar, sem eyðilagðist og síðan sökk er það kom niður á um 500km. hraða og lenti á hafinu.
--Gengur betur næst!
Stuðningsflaugar við það að lenda
Hinn bóginn, eins og einhverjir án vafa hafa heyrt, var gömlum Tezla Roadster skotið á loft og skv. Elon Musk er sá á sporbaug í átt að smástyrnabeltinu:
Roadster og geimbúningur
SpaceX successfully launches Falcon Heavy
SpaceX's Falcon Heavy rocket flung that Tesla car on a path that goes beyond Mars
Í mínum augum er það mikilvægasta framlag SpaceX að lækka kostnað við geimskot!
En þ.e. mjög einfalt, að ef sá kostnaður minnkar umtalsvert - þá fjölgar geimskotum almennt. En þá fjölgar þeim aðilum er hafa efni á því skjóta upp í geim.
En þetta minnkar einnig kostnað við starfsemi sem ætlað er að starfa í geimnum, og þarf líklega að reglulega senda hluti upp í geim.
Falcon Heavy á að kosta um 90 milljónir dollara stykkið -- til samanburðar uppreiknað yfir á verðlag dagsins í dag, hafi kostnaður við Satúrnur V tunglflaugar NASA líklega verið yfir milljarður dollara - per geimskot.
--Hinn bóginn var það tækni 8. áratugarins.
Nú eru liðlega 40 ár liðin og eðlilegt að unnt sé að gera að einhverju mikilvægu leiti betur í dag.
- Ég er í raun og veru ekki sérstaklega spenntur fyrir hugmyndum Musks um Mars.
- Er á því að hugmyndir um nýlendu á Mars -- séu langt, langt frá að vera tímabærar.
Hinn bóginn, vegna þess að Elon Musk er að lækka kostnað við geimskot.
Þá vonast ég til þess, að það verði mikil hvatning til einka-aðila sem eru áhugasamir um að hefja námuvinnslu í geimnum, en þ.e. virkilega starfsemi er mundi þurfa að senda oft og títt hluti upp í geim, þannig að kostnaðarlækkun SpaceX geti verið lykilatriði.
- Bendi á, að enn hefur engum tekist að reka lokað ræktunarkerfi í langan tíma, en hvort sem er á Mars eða í geimstöð -- mundu ræktunarkerfi þurfa að geta starfað í algerlega lokuðu umhverfi.
--Tæknilega mundi kerfi starfandi á Mars ekki þurfa vera algerlega lokað, en á hinn bóginn þarf það greinilega vera inni í mjög vernduðu gróðurhúsi - undir þrýstingi því loftþrýstingur er alltof lítill á Mars, einnig hitað því alltof kalt er á Mars auk þess geislun er alltof mikil á Mars, þyrfti öflugt skjól.
--Þannig ég kem ekki auga á verulegan mun milli þess að vera á Mars við ofurverndaðar aðstæður þar, eða um borð í framtíðar geimstöð. - Tæki yrðu að vera mjög áreiðanleg, því 6 mánuði tekur vanalega að senda hluti frá Jörð til Mars. Ég stórfellt efa að búnaður sem stærstum hluta enn á eftir að þróa, geti orðið áreiðanlegur -- fyrr en sá hefur verið notaður einhvers staðar um einhverja hríð.
--Ég mundi vilja prófa þann búnað mun nær Jörð en Mars - áður. - Enginn hefur enn lent fari á Mars sem er nægilega þungt til að lenda með eina persónu, hvað þá hóp af fólki.
--Ég mundi sannarlega vilja prófa nokkrar þungar lendingar áður en ég sendi heilan hóp í einu. - Loftið á Mars raunverulega flækir fyrir lendingu, því þ.e. of þunnt til að geta hægt nándar nærri nægilega mikið á þungu fari -- þannig að það þarf lendingu með eldflaugakný.
--Vandinn við það, þá lendir farið með nokkura þúsunda stiga eld undir sér, beint inn í lofthjúpinn. Loftið sem kemur á móti auðvitað hitnar er það kemst í snerting við knýinn, og þenst við það.
--Þetta rökrétt þíðir óróa og titring um borð meðan farið stefnir í átt til lendingar. Titringur er vex því dýpra sem það fer inn í lofthjúpinn.
--Eins gott að hlutir séu vel festir niður, og allt sé vel skrúfað saman. - Ég mundi sannarlega vilja láta sama farið framkvæma tilraunalendingu með engan um borð, til að tékka á því að farið raunverulega sé fært um að lenda heilu og höldnu, áður en reynd væri lending með hundruð manns um borð, auk farangurs.
--Þó lending gangi vel, þá sé það líklega stærri prófraun að viðhalda hópi manna á Mars.
--Þegar 6-mánuði tekur að senda hluti til Mars, og þá þarf að skjóta á loft frá Jörð.
Kostnaður við uppihald hlýtur að vera óskaplegur, ár eftir ár eftir ár!
Það sé vandinn við að viðhalda hundruða manna samfélagi við svo erfiðar aðstæður, sem fylla mig efasemdum að það sé praktískt á þeim tímaramma sem Musk virðist ráðgera.
Ein stór bilun getur drepið alla, hvort sem er þegar komið er til lendingar eða síðar þegar leitast sé að lifa við þær erfiðu aðstæður sem eru á Mars. Það verði lengi yfirvofandi hætta.
- Persónulega mundi ég fyrst senda miklu smærri hóp -- til að prófa hvernig litlum hóp gengur, áður en mér mundi finnast koma til greina að senda það stóran hóp sem Musk talar um að senda.
--Það sé vegna þess hversu hættan sé mikil, þannig séð skárra að drepa lítinn hóp en nokkur hundruð. En það sé áhættan sem væri tekin.
Mér mundi alls ekki detta í hug, að senda - áður en nokkru sinni hefur verið skotið manni til Mars; að senda nokkur hundruð manns í einu -- og það væri fyrsta fólkið er nokkru sinni lenti á plánetunni.
--Mér finnst hreinlega of miklar líkur á að allir farist, ef lagt er af stað áður en fjöldi tilrauna við stórar lendingar og smærri mannaðar lendingar að auki, hafa fyrst farið fram.
- Ég mundi nýta Mars með öðrum hætti, ef ég réði -- en það strangt til tekið þarf enginn að lenda á sjálfu yfirborðinu.
- Þess í stað, væri unnt að senda geimstöð í pörtum til sporbaugs um Mars - eftir að samsetningu væri lokið, mundi gera ráð fyrir snúningi á henni til að skapa þyngdarafl með miðflótta-afli, mundi hópur fólks geta verið þar.
--Þaðan væri síðan unnt að stjórna tækjabúnaði á yfirborði - þau tæki gætu séð um alla þá hráefnasöfnun sem mundu þurfa til.
--Þetta er mín framtíðar-sýn, þ.e. fókus á geimstöðvar, það að lifa og starfa í geimnum sjálfum.
--En um leið og skilvirk geimstöðvar-hönnun væri komin, væri unnt að setja eina slíka upp nánast hvar sem er, og þar við þægilegar aðstæður gæti fólk starfað og stjórnað búnaði er stundaði allt frá námuvinnslu í smástyrnum yfir í námuvinnslu á yfirborði pláneta eins og t.d. Merkúrs eða Mars.
--Ég mundi einnig gera ráð fyrir því, að sumar geimstöðvar verði að bæjarfélögum -- sumt fólk velji að setjast að.
Niðurstaða
Sannast sagna gæti hlutverk SpaceX reynst vera enn mikilvægara fyrir framtíða mannkyns en hlutverk Tezla fyrirtækisins. En með því að lækka verulega kostnað við geimskot. Þá ætti Elon Musk að flýta verulega fyrir áætlunum margvíslegra áhugasamra einka-aðila, er áhuga hafa á því að hefja margvíslegan rekstur í geimnum.
--En fram að þessu hefur gríðarlegur kostnaður staðið í fólki.
--Um leið sá minnkar verulega, þá getur myndast nokkurs konar "take-off event" þegar allt í einu fara fjöldi aðila í einu af stað.
Ég held að framtíðin liggi í námurekstri í geimnum, vegna þess að slíkur hefur möguleika til að skapa tekjur -- en það sé grundvallar atriði til þess að rekstur í geimnum geti staðist að sá geti fundið leið til þess að gefa af sér hagnað.
Um leið og það er hægt, þá er ég ekki í vafa að það spretta fram fjöldi áhugasamra. Það sé þess vegna að það geti reynst mikilvægasta framlag Elon Musk -- að lækka kostnað við geimskot. Það eitt geti stórlega flýtt þannig séð fyrir framtíðinni.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.11.2017 | 13:29
Gos í Öræfajökli yfirvofandi? Öræfajökulsgos gæti valdið manntjóni!
Vandamálið með Öræfajökul - er möguleikinn á sprengigosi, eins og 1362. En þá hófst gosið með óskaplegri sprengingu er þeytti miklu magni af ofsaheitri gjósku og kleprum yfir nærsveitir. Í því gosi fórust allir í byggðum nærri fjallinu, svæði sem þá var byggt og heitir í dag Öræfi en áður nefndist, Litla-Hérað: Growing seismic activity in Iceland's tallest peak has scientists worried.
Síðast varð heimurinn vitni af sprengigosi, er Mount St. Helens í Bandaríkjunum, sprakk - fullyrði ekki að Öræfajökulsgos verði akkúrat svona, en myndirnar sýna vel hve sprengigos eru hættuleg fyrirbæri - þ.e. ekki vitað hvort að gúlpur af þessu tagi myndast í Öræfajökli fyrir sprengingu, nútíma-eldfjallarannsóknir hafa ekki orðið vitni af Öræfajökulsgosi - hafið í huga Öræfajökulsgosið 1362 var miklu stærra en Mt.St.Helens gosið 1980:
Punkturinn er náttúrulega sá, að Öræfasveitin eins og leggur sig - verður samstundis hættusvæði og vitað er að gos er við það að hefjast, sérstaklega ef um er að ræða sprengigos eitthvað í líkingu við 1362 - 1727 gosið var miklu smærra, ekkert manntjón þekkt af því gosi.
--Hinn bóginn hafa mannaferðir nærri gosstöðvum verið miklu minni að umfangi 1727 en í dag, og það ár bjó enginn nærri fjallinu - eins og fyrir gosið 1362, það gos eyddi byggða svæðinu næst fjallinu, sem aldrei hefur með sambærilegum hætti byggst síðan.
Það sé þá ekki mögulegt að fullyrða að nærsvæði fjallsins séu ekki stórhættuleg, þó svo gosið yrði sambærilegra við 1727 gosið en 1362 gosið.
--Í dag sé mikið um gönguferðir um nærsvæðin og um Öræfi almennt.
--Hópar erlendra ferðamanna geti verið á svæðinu.
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi
Earthquake swarm in Öræfajökull volcano
Powerful earthquake in Öræfajökull glacier, Iceland's tallest peak
Skv. fréttum hefur fundist nýr sigketill innan öskjunnar í Öræfajökli - ekki er vitað nákvæmlega hvað þarna er í gangi, en vísbendingar hafa þó verið um kvikuhreyfingar undir fjallinu sem sjáist á landrisi - eins og jarðfræðingar hafa útskýrt, að landris vegna aðstreymis kviku skapi þenslu eða úttútnun á landinu og við það opnist glufur - þangað sem vatn getur leitað, komist í tengsl við kviku - ofsahitnað og leitað upp.
--Við það myndast jarðhitasvæði.
Sennilegt virðist að jarðhitasvæði hafi myndast á botni öskjunnar.
Það sé nýtt miðað við ástandið sem verið hefur.
Það ásamt landrisi og nýlegum skjálftum sé skýr vísbending þess eldfjallið sé að vakna.
--M.ö.o. það styttist líklega í gos.
- Það geti þó enn verið fleiri ár í það gos.
En það líklega þíði, að ég á eftir að upplifa gos í Öræfajökli, að við sem erum á lífi í dag, eigum eftir að upplifa Öræfajökulsgos.
Niðurstaða
Útlitið virðist vera að innan nokkurra næstu ára gæti komið nýtt Öræfajökulsgos. Þó það sé þannig séð ekki öruggt að fjallið gjósi innan nk. 10 ára - geti á hinn bóginn dregið mun örar til tíðinda en það. Einfaldlega sé það óþekkt, hve snögg atburðarásin er. Hvorki 1362 né 1727 hafi sjónarvottar verið af aðdraganda goss - uppi á fjallinu sjálfu. Né hafi verið skjálftamælar eða aðrar þær græjur nútímavísinda sem við höfum í dag.
Þannig að það sé í reynd ekkert hægt að segja - hverstu stuttur eða langur aðdragandinn kann að vera, þannig að þess vegna getur verið að gjósi á þessu kjörtímabili.
--Að í annað sinn verðum við vitni af gosi í fjalli sem síðast gaus á 18. öld.
Hinn bóginn séu Öræfajökulsgos sögulega séð mun hættulegri fyrirbæri, en Eyjafjallajökulsgos.
Kv.
20.10.2017 | 15:45
Hvernig getur Ísland komist hjá brotum á Kyoto skuldbindingum?
Ég nenni ekki að endurtaka gamlar umræður á þeim grunni, að hnattræn hlýnun af manna völdum sé ekki það vel studd af vísindalegum gögnum - að líta beri á hana sem fullkomlega staðfesta.
--Vísa í gamlar færslur, fyrir þá sem vilja endurvekja slíka umræðu:
Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar - lét vita af því að allt útlit sé fyrir að Íslandi takist ekki að uppfylla þau metnaðarfullu markmið um minnkun losunar CO2 sem Ísland skuldbatt sig til að uppfylla skv. svokölluðum - markmiðum 2 skv. svokallaðri Kyoto bókun.
Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir
- Hún stakk ekki upp á öðrum lausnum, en kaupum svokallaðra losunarheimilda.
- Eða að snarlega minnka losun fram til 2020 - sem í ljósi þess að nú er langt komið fram eftir 2017, líklega ópraktísk aðgerð.
Spurning hvort að tilraunaverkefni Orkuveitu Reykjavíkur - geti haft eitthvað vægi?
Um er að ræða smáskala tilraunverkefni um - kolefnisbindingu í grjót.
En hugmyndin er í sjálfu sér ekki flókin - byggist á þeirri þekktu efnafræðilegu staðreynd að kolefni úr koltvísýringi geti hvarfast við basaltgrunn landsins og myndað svokallað "carbonate rock" eða grjót með háu kolefnisinnihaldi.
- Þar sem að Ísland er nær allt úr basalti - þá er hér nóg af grjóti til að hvarfa við koltvíyldi.
- Hinn bóginn þarf sérstakar aðstæður svo slíkt hvarf eigi sér stað - á nægilegum hraða til að skipta máli.
- Þau skilyrði séu til staðar í - háhitakerfum.
--Þannig að málið sé að dæla niður afgangsvatninu frá borholum, í stað þess að sleppa því út í umhverfið.
--Blanda þá saman við það, koltvíyldi - sem væri skimað úr andrúmsloftinu með kolefnisgleypum.
Að sjálfsögðu þyrfti að gera þetta á nokkur þúsund sinnum stærri skala, en litla tilraunaverkefnið við Hellisheiðarvirkjun.
- Sennilega setja upp stóra kolefnisgleypa.
- Og niðurdælingu afgangsvatns.
- Þá þarf auðvitað að nota - varmaskipta til að hita kalt vatn með heitavatninu.
- Ekki nota uppdælda vatnið beint til húshitunar.
- Svo til sé staðar afgangsvatn til að dæla aftur niður.
- Þessu mundu fylgja sömu gallar og hafa fylgt niðurdælingarverkefnum OR.
- Þ.e. smáskjálftar.
--Mér hefur ekki virst þeir hafa reynst vera alvarlegt vandamál.
Þeir rökrétt koma einungis fyrsta kastið, þegar niðudælda vatnið fer að streyma inn í glufur og sprungur ofan í jörðinni - þá stundum losar það um spennu í bergi, en sú losun spennu auðvitað þíðir að skjálfti endurtekur sig ekki á sama stað.
--Þannig smá hverfa skjálfarnir eftir því sem á líður.
En tæknilega ætti að vera unnt að dæla verulegu magni af koltíyldi til varanlegrar varðveislu niður í bergrunn Íslands. En það sé varanleg varðveisla vegna þess að eftir að koltvíyldið verður að bergi, kemur það upp aftur einungis með veðrun - er getur tekið milljónir ára.
Sennilega bjargar slík aðferð ekki skuldbindingum Íslands fyrir 2020. Vegna þess að líklega sé tími til stefnu of naumur. En hún gæti skipt máli fyrir frekari skuldbindingar Íslands í framhaldinu.
Niðurstaða
Ég held að niðurdæling á koltíyldi til varanlegrar varðveislu í berggrunni landsins geti verið hluti af lausn Íslands þegar kemur að því að standa við -- alþjóðlegar skuldbindingar er snúa að vernd lofthjúpsins gagnvart vaxandi þéttni koltvíyldis í lofthjúpnum.
Það segir ekki að Ísland eigi ekki að - innleiða rafbíla.
Eða hugsanlega jafnvel - rafflugvélar í atvinnuflug á Íslandi.
Eru rafknúnar farþegaflugvélar framtíð innanlandsflugs á Íslandi?
Tezla ætlar að setja á markað, rafflutningabíl stóran.
Everything we know about Tesla's all-electric truck.
Hinn bóginn er margt við losun landsins sem ekki er auðvelt að glýma við - t.d. losun frá millilandaflugvélum, og losun frá skipum. Sú losun er í mjög stórum stíl.
- Niðurdæling á koltvíyldi gæti án gríns, verið eina færa leiðin fyrir Ísland - til að geta staðið við framtíðar skuldbindingar er snúa að verndun lofthjúpsins.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.10.2017 | 00:33
Eru rafknúnar farþegaflugvélar framtíð innanlandsflugs á Íslandi?
Rakst á áhugaverða frétt á Reuters um bandaríska fyrirtækið Zunum Aero sem er með áhugaverða tillögu að skammdrægri farþegaflugvél - sem kvá minnka til muna kostnað við flugferðir á skemmri leiðum. Von fyrirtækisins er að auka notkun smærri flugvalla og draga þar með úr þvögunum á stærri flugvöllunum þaðan sem flest flugtök og lendingar eiga sér stað. Að auki er vonast eftir því að stytta þann tíma sem farþegar þurfa að bíða eftir flugi, þannig stytta heildar ferðatíma.
Boeing-backed, hybrid-electric commuter plane to hit market in 2022
How Zunum Aeros hybrid-electric planes aim to transform flight starting in 2022
A real electric jet is just around the corner and it will change flying forever
Fyrsta flugvélin skal í loftið 2022 og er áætluð einungis 12 farþega!
Stærri vélar allt að 50 farþega yrðu þróaðar síðar.
- Um er að ræða þotu, og stendur til að hverflarnir verði hvor um sig knúnir af rafmagni. Vélin muni alltaf ganga fyrir rafknúnu hverflunum.
- Hinn bóginn vegna takmörkunar nútíma rafhlöðu tækni, verði venjulegur þotuhreyfill er gengur fyrir þotueldsneyti staðsettur í búknum, og látinn knýja rafal.
- Þannig er áætlað drægi litlu þotunnar 700 mílur eða rúmlega 1.100km. En væri aðeins um 160km. á rafhlöðum einungis miðað við núverandi rafhlöðu tækni.
- Hámarks almennur flughraði áætlaður 340 mílur eða rétt tæplega 550km/klst. Sem er sambærilegur hraði við túrbínuskrúfuþotu.
- Stefnt er að flughæð allt að 7.600 metrum, sem einnig er ívið minna en almennt í þotum. En meira en nóg fyrir stuttar flugleiðir.
- Til flugtaks er áætlað að vélin þurfi 2,200 fet. eða 670 metra. Þannig að vélin þá væntanlega getur notað litlar og stuttar flugbrautir sem víða er að finna.
Hugmyndin er að kostnaður per farþega per flogna mílu verði - eitt amerískt cent.
Það kvá að sögn fyrirtækisins - 1/5 af kostnaði við dæmigerða skrúfuþotu.
Þeir áætla flugfarið geti verið svo lítið sem 120$ eða um 17þ.kr. Sem að þeirra sögn sé 1/3 af dæmigerðu flugfari í Bandar. í dag.
Þeir vonast eftir því að bætt rafhlöðutækni skili 1.000 mílu drægi undir lok 3. áratugar þessarar aldar, og dreymir um það að einhverntíma seinna geti flugið allt farið fram knúið af rafhlöðum.
- Svokölluð "solid state" rafhlöður, sem eiga að vera betri en "lithium ion" kvá eiga að geta náð fram 50% a.m.k. aukningu á svokallaðri orkuþéttni. Þá er um að ræða rafhlöður úr algerlega föstu efni. Þekki ekki úr hvaða efnum.
- Þetta gæti verið næsta kynslóð rafhlaða. Og ef þær standast væntingar -- þíddi það að drægi rafbíla yrði undir lok 3. áratugar þessarar aldar líklega sambærilegt við drægi nútíma bensínbíls.
Það þíðir einnig að draumur um rafknúið flug færist þá einnig nær.
Niðurstaða
Ég sel auðvitað söguna ekki dýrari en ég keypti. En þessi hugmynd að flugvél fyrir skemmri vegalengdir - ef hún gengur algerlega upp eins og Zunum Aero vonast til. Gæti gert allar núverandi skammdrægar farþegavélar - tafarlaust úreltar.
Ef vélarnar reynast raunverulega vera umtalsvert ódýrari í rekstri, verður innanlandsflug a.m.k. nokkru minna dýrt en verið hefur fyrir farþega. 50 sæta flugvél mundi fara í loftið fyrir 2030. U.þ.b. á þeim punkti yrðu þá kanadísk smíðaðar vélar Flugleiða (neita að nota nýja enska nafnið)úreltar með öllu -- allar flugvélar af þeirri kynslóð mundu þá falla í andvirði, og flest flugfélög heimsins vilja skipta í vélar með hinni nýju tækni.
Það þíddi auðvitað risastóran markað fyrir þá sem fyrstir verða með flugvélar á markað sem nota þá tækni. Ef maður gefur sér að tæknin reynist eins byltingarkennd í -praxís- og Zunum Aero vonast eftir.
Kv.
2.3.2017 | 00:11
Vísindamenn sanna tilvist lífs á Jörðinni fyrir allt að 4,3 milljörðum ára - einungis 200 milljón árum eftir myndun Jarðar!
Um er að ræða berg úr bergmyndunum við Hudson-flóa í Kanada, sem er með elsta bergi sem fundist hefur á plánetunni - - en bergmyndarnirnar þarna við Hudson-flóa hafa verið aldursgreindar á aldrinum 3,8-4,3 ma.ára.
--Það þíðir að um er að ræða elstu sannaðar leyfar lífs.
--En fram að þessu, var elsta tilvikið sem telst sannað, úr bergi frá Grænlandi - um 3,7ma. ára.
- En nú færist þetta aftur til, allt að 4,3ma. ára.
Canadian bacteria-like fossils called oldest evidence of life
Canadian fossils push back date of origins of life
Það sem er merkilegt við þetta: Timeline of the evolutionary history of life
--Er að fjölfrumu dýr birtast ekki fyrr en fyrir milli 800-1000 milljón árum.
- Það hefur þá tekið fyrsta lífið a.m.k. 3,3-3,5 milljarð ára, að þróa fyrstu lífverurnar með margar frumur, og vefja-skiptingu - frá einföldustu einfrumu gerlum.
- Nútíma maðurinn er kominn fram á sjónarsviðið milli fyrir 180-200þ. árum.
Það sem þetta virðist sýna fram á - að lífs kviknar sennilega fremur auðveldlega!
En þróunin frá fyrstu frumstæðustu lífverunum -- tekur síðan ótrúlegan tíma, sbr: Timeline of the evolutionary history of life.
- Í ótrúleg - 3,3 - 3,5 milljarð ára.
- Er lífið einungis - á einfrumu stigi.
- Frumur með kjarna, og frumu-líffærum, koma fram fyrir ca. 1.800-2.000 millj. árum.
--Sem sagt, tekur 2,4-2,6 milljarða ára fyrir einfaldar frumur án kjarna, að þróast í mun flóknari frumur með kjarna og frumu-líffærum.
Ef út í það er farið - fer þróun lífs á hraðferð frá og með fyrir 600-800 milljón árum.
--Þ.e. miðað við hve afar hæg þróunin virðist hafa verið á undan er lífið var á einfrumunga-stiginu.
Fyrir um 500 milljón árum, eru allar grunn fylkingar dýra fram komnar - þær sem enn eru til.
Ef maður hugsar til þess, hvernig lífs er líklega algengast í vetrarbrautinni okkar
- Þá sé líf sennilega algengt.
- En langsamlega algengast að það sé á - einfrumungs stigi.
--En hin lötur hæga þróun lífs mjög lengi framan af!
--Bendi sennilega til þess, að þau þróunarstig einfrumungs stigsins.
Hafi í reynd verið erfið og þess vegna tímafrek.
Það geti einnig þítt - að þróunin yfir í t.d. flóknar frumur sem virðast nauðsynlegar fyrir myndun flóknari lífs.
--En sú þróun virðist hafa tekið milli 2,4-2,6 milljarða ára.
Að sú þróun sé afar -iffy- þ.e. líf gæti verið fast víða á - gerla stigi.
Þ.e. án þess að flóknar frumur hafi þróast!
En ef sú þróun á sér stað -- gæti næstu stig verið mun greiðari!
--Það gæti verið stóri þröskuldurinn fyrir þróun lífsins í framhaldinu.
--Þ.e. þróunin úr einföldum gerli mestu án frumu-líffæra, og án kjarna.
Yfir í mun flóknari frumu með frumu líffærum af margvíslegu tagi, og kjarna!
- Síðan þegar við höfum flókið líf, virðist það þróast greiðlega yfir í dýrategundir.
- En hafandi í huga, að vitiborið líf hefur einungis -- einu sinni fram komið.
- Geti það verið sterk vísbending þess - að sú loka þróun sé afar afar ólíkleg.
En ekkert sérstakt bendi til þess, að þróun dýra, hafi stefnt í átt til - viti borins lífs.
--En gjarnan setjum við sjálf okkur á tindinn.
Niðurstaða
Mér finnst þetta merkilegt - að nú nái sönnun tilvist lífs á Jörðinni, fram til allt að fyrir 4,3 milljörðum ára. Eða ca. 200 milljónum ára eftir að Jörðin varð til.
--Þetta virðast hafa verið efnatillífandi gerlar sem lifðu neðansjávar, við svokallaða stróka eða neðansjávar-hveri.
--M.ö.o. að þá er einnig sannað að höf voru á Jörðinni fyrir svo löngu síðan.
Kv.
22.2.2017 | 23:21
NASA finnur sólkerfi er inniheldur 3-plánetur sem allar geta haft höf og þar með líf
Þetta virðist vera magnaðasti fundur á sólkerfi innan okkar vetrarbrautar til þessa. En þetta er í fyrsta sinn, að ég held - að það eru hvorki meira né minna en 3-plánetur, í hæfilegri fjarlægð frá stjörnu -- þannig að rennandi vatn getur verið til staðar á yfirborði allra þriggja!
Plánetur 3 - 4 - 5 geta haft yfirborðsvatn, talið frá stjörnunni
Wonderful potentially habitable worlds around TRAPPIST-1
Major Discovery! 7 Earth-Size Alien Planets Circle Nearby Star
Astronomers make largest ever discovery of habitable planets
Ímyndun lystamanns af yfirborði einnar plánetunnar!
Önnur ímyndun lystamanns af yfirborði plánetu á sveimi við rauða dvergstjörnu
Trappist-1 er svokölluð rauð dvergstjarna!
- Reikistjörnurnar 7-í Trappist-1 kerfinu, hringsóla allar saman -- í fjarlægð er mundi rúmast innan sporbaugs Merkúrs, innstu plánetunnar í Sólarkerfinu.
- Líklega séu a.m.k. 5-innri pláneturnar "tidally locked" þ.e. með sömu hlið alltaf að rauðu dvergstjörnunni.
--M.ö.o. önnur hliðin alltaf í skugga - á hinni setjist sólin aldrei.
--Það þiðir að yfirborð á skuggahliðinni, ætti alltaf að vera frosið meðan að hliðin sem alltaf skýn á -- gæti verið of heit. - Þetta var hvers vegna lengi var talið - að plánetur á braut um rauðar dvergstjörnur - mundu alltaf vera, óvistvænar fyrir líf.
--Hinn bóginn, eru fræðingar í dag annarrar skoðunar.
--En í dag telja menn, að ef pláneta hefur haf og þykkan lofthjúp.
--Dugi það til þess, að tryggja næga dreifingu hita um yfirborð slíkrar plánetu, til þess að slík veröld geti verið -- lífvænleg.
::Hafið á skugga hliðinni, væri þó sennilega - sannkallað, íshaf. Meðan það gæti verið heitt og þægilegt á björtu hliðinni. - Fleira gerir sólkerfi af þessu tagi - skrítið.
--En rauð dvergstjarna skilar miklu minni birtu til yfirborðs slíkra pláneta, en Sólin skilar til yfirborðs Jarðar.
--Þannig að líklega er ekki bjartara - en hvað telst, rökkur hér.
--Að auki er rauður blær á birtunni, og öllum litum.
Trappist-1 sólkerfið vs. Sólkerfið okkar, og Júpíter kerfið
- En það sem vekur ekki síst áhuga við - Trappist-1 plánetukerfið, er smæð þess.
- En það mundi allt rúmast á braut við plánetuna, Júpiter.
- Því rúmast innan Sókerfisins - ef Júpíter væri rauð dvergstjarna, Sólkerfið því - tvístjörnukerfi.
- Eins og á við um - Júpíter tunglakerfið, séu brautirnar afa nærri hverri annarri.
- Talið er því, að þær fari það nærri hverri annarri, að af yfirborði næstu sjáist eins vel a.m.k. til næstu og við sjáum til yfirborðs Tunglsins.
- Það þíði líka - að það geti vel verið, að þyngdarafl þessara pláneta, togi í yfirborð hverrar annarrar -- eins og t.d. tunglið IO í Júpíter kerfinu, svo eftirminnilega er dæmi um.
- Það geti því vel verið, að eldfjöll séu á þeim, knúin af núningnum sem verður vegna þess að þær toga í yfirborð hverrar annarrar.
- Það sé því jafnvel hugsanlegt, að þær geti allar verið - lífvænlegar.
--Því að eldvirkni gæti viðhaldið lofthjúp á jafnvel plánetu 7. - Bestar líkur séu þó taldar á að pláneta 3-5 séu lífvænlegar. Því þær séu í þeirri fjarlægð frá rauðu dvergstjörnunni Trappist-1 til að yfirborðs vatn við allar að öðru leiti eðlilegar kringumstæður væri á fljótandi formi, ef þ.e. til staðar á annað borð.
- Síðan séu sterkar vísbendingar um, að þær tilteknu plánetur -- séu "rocky" þ.e. úr grjóti.
--Stærðir plánetanna séu á bilinu Mars - Jörð.
Ath. engir gasjötnar í þessu plánetukerfi!
Trapist-1 sé þó afar ung rauð dvergstjarna, þ.e. 500 milljón ára gömul!
Það sé því afar ósennilegt að líf á plánetum á sporbaug, hafi náð að þróast mjög mikið.
Rauðar dvergstjörnur eru þó afar langlífar, þ.e. allt að þúsund faldur hámarks-líftími Sólarinnar.
----> Fjarlægð frá Sólkerfinu, 39-ljósár.
M.ö.o. ca. 400 ára ferðatími á 10% af ljóshraða!
Niðurstaða
Þó að ferðin til Trapist-1 mundi taka langan tíma, þ.e. 400 ár ef miðað er við 10% af ljóshraða - eða 200 ár miðað við 20% af ljóshraða, o.s.frv.
--Þá væri slíkt ferðalag sennilega gerlegt í framtíðinni.
Ef staðfest verður síðar að þetta kerfi hefur plánetur með andrúmslofti er greinilega inniheldur vatn - og á hitastigi þar sem það líklega er til staðar á yfirborðinu á fljótandi formi.
--Þá verður Trapist-1 kerfið mjög ofarlega á óskalista þeirra sem dreyma um mannaðar ferðir til annarra sólkerfa!
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt 23.2.2017 kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2016 | 19:43
Leigubílstjórar atvinnustétt í yfirvofandi útrýmingarhættu af völdum tæknibreytinga
Ég var að lesa áhugaverða grein um þær framtíðarbreytingar sem -- ökumannslausir bílar líklea muni hafa í för með sér: How driverless cars are set to reinvent and humanise our streets.
--Þessi grein fókusar á vænt áhrif ökumannslausra bíla á borgarskipulag, og líf innan borga!
Enginn vafi að ökumannslausir bílar skapa mikinn vanda fyrir atvinnubílstjóra!
Mig grunar að þeir atvinnubílstjórar er starfa í þéttbýli - séu einna helst í yfirvofandi hættu á starfsmissi. En það virðist sennilegt, að ökumannslausir bílar verði framan af einkum notaðir í þéttbýli - því þar verði líklega fyrst sett upp þau kerfi sem tölvubúnaður sem aka mun ökumannslausum bílum, sennilega þarf á að halda.
En þó slíkir bílar verði búnir radarbúnaði, þarf einnig örugglega að vera til staðar nákvæmt vegakort í þeim bílum á tölvutæku formi, og líklega til viðbótar aðstoðar við staðsetningu - má reikna með þörf fyrir búnað sem sendi boð til þeirra er aðstoða þá við nákvæma staðarákvörðun - t.d. við gatnamót.
- Vörubílstjórar verða líklega þeir síðustu til að hverfa af bílstjórastéttum.
Í greininni eru pælingar um framtíð - einkabílsins
"Private car ownership will all but end in major US cities, says John Zimmer, co-founder of Lyft." - "He predicts that within five years, most of Lyfts rides will take place in autonomous vehicles." - "These economics will accelerate a transition that is already under way, as urbanites opt to use Uber and Lyft rather than buy their own vehicles."
Mér virðist augljóst að þjónustur af þessu tagi eins og Uber og Lyft - muni höggva djúp skörð í raðir atvinnubílstjóra, sérstaklega - leigubílstjóra.
Mér virðist augljóst, að fólk sem ferðast til annarra borga, velji sér slíka þjónustu.
Hvort að fólk sem býr í borg hættir að eiga sjálft bíl -- er stærri spurning. En bifreið er ekki bara til þess að fara í og úr vinnu, heldur einnig farkostur til ferðalaga - og auðvitað þeir sem eiga börn gjarnan aka þeim í skólann, og auðvitað fólk fer í stórverslanir og fyllir bílinn af innkaupum.
- En kannski, hætti fólk því að eiga 2-bíla.
--Ef þjónustur af slíku tagi, duga vel til ferðalaga í og úr vinnu. - Það gæti samt leitt til fækkunar bíla!
--Dregið úr þörf fyrir stæði í borgum, sérstaklega í miðborgum.
Áhrif á borgarskipulag!
"There are huge changes that are coming, says Dan Doctoroff, former deputy mayor for economic development and rebuilding in New York."
Í þessu samhengi þarf að hafa í huga, hve framtíðin er óviss!
--En umferð gæti einnig aukist, í stað þess að minnka.
- En það má alveg hugsa sér það, að ökumannslausir leigubílar verði það hagstæður kostur, vegna sparnaðar við að losna við kostnað við að hafa ökumann.
- Að fólk hætti nær alfarið að nota -- opinberar samgöngur.
- Auk þess að það fari með leigubíl upp til hópa í og úr vinnu.
- Sérstök leigubílastæði þurfa þá líklega að vera með meiri þéttleika - nema það séu sérstakir merktir punktar fyrir utan hvern vinnustað.
Á móti mundi sennilega samt verða minnkun þarfar fyrir -- bílastæði í miðborgum.
--Þ.e. þar sem margir sem spá í borgarskipulag sjá verulegan gróða fyrir borgirnar.
Því að gríðarlegt pláss í dag fer í stæði út um allt.
Mun fólk kjósa að búa í meiri fjarlægð frá miðborgum?
Þarna koma enn ein hugsanleg áhrif, en ef maður hugsar sér það að -- ekki einungis atvinnubílar verði ökumannslausir heldur einnig einkabílar.
--Þá mun fólk muna minna um langar ferðir í og úr vinnu!
- Því það mun geta sofið í bílnum á leið í og úr vinnu.
- Auk þess, að bílarnir verða nettengdir, er ekkert því tæknilega til fyrirstöðu, að bíllinn geti verið skrifstofan þín meðan þú ert á leið milli staða -- þ.e. þú getur unnið og starfað meðan bíllinn færir þig á milli staða.
Þannig að það má alfarið hugsa sér þau áhrif - að það aukist að fólk kjósi að búa í útborgum og svefnbægjum í verulegri fjarlægð frá miðborgum.
--Þannig að þetta ýti undir hnignun miðborga.
Sumir halda því þó öfuga fram, að miðborgir ættu að geta orðið - vinalegri, því vinsælli
En sennilegt virðist að í framtíðinni dragi úr loftmengun - vegna þess að bifreiðar verða upp til hópa rafknúnar. Að auki, ættu miðborgirnar að verða öruggari, vegna þess að tölvustýrðir bílar lendi mun sjaldnar í árekstri -- en bílar undir stjórn ökumanns.
Ef bílastæðum fækkar -- geti borgir brugðist með því, að stækka - græn svæði.
--Það muni að auki vera unnt að - þétta byggð nærri miðjunni, þegar land losnar sem í dag fer undir stæði.
--Þannig unnt að bjóða fólki upp á aukna möguleika til íbúðar í gömlu borgarkjörnunum.
- Ég er auk þessa fremur viss um að hið opinbera muni fljótlega þegar tæknin tengd ökumannslausum bílum verður nægilega áreiðanleg.
- Herða reglur varðandi réttindi til aksturs bíla, í þeim tilgangi -- að ýta fólki yfir í það að ferðast með bílum, í stað þess að - aka þeim.
--Það sé ekki einungis það að spara tjón vegna fækkunar slysa.
--Heldur væntanlega að auki það að umferðin verði skilvirkari, en bil milli bíla getur örugglega verið minna, auk þess að líklega komast fleiri yfir umferðarljós í einu.
--Og auðvitað sparnaðurinn við fækkun stæða í borgum og bægjum.
Niðurstaða
Það eina sem virðist öruggt er að ökumannslausir bílar er ein af þeim stóru tæknibreytingum sem mun hafa í för með sér -- mörg hliðaráhrif á samfélag manna. Ég held að það sé algerlega öruggt, að ökumannslausir bílar eru á leiðinni. Sennilega verða þeir nægilega áreiðanlegir innan nk. 10-ára. Á nk. 20-árum fara þeir að ýta út atvinnubílstjórum í hratt vaxandi mæli. Svo fljótlega þaðan í frá, einka-bílstjórum.
--Eftir 30-ár verði það sennilega sjaldgæf sjón að sjá ökumann undir stýri!
Kv.
Ég held að enginn trúi því að raunverulegur möguleiki sé að slík ferð væri farin það ár. Þannig að spurningin er frekar -- hvort hugmyndir Musk séu praktískar yfir höfuð!
Höfum í huga að áhættan af ferðalagi til Mars, er í háu margfeldi samanborið við - þróun rafbíla eða þróun endurnýtanlegra eldflauga.
--Elon Musk ætlar að senda tilraunafar til Mars 2018, NASA tekur þátt í kostnaðinum við þá tilraun, sem á að prófa að búa til eldsneyti á yfirborði Mars.
--Sem er auðvitað lykilatriði í því, að gera mannaðar ferðir til Mars praktískar.
- A.m.k. hafandi í huga, að Elon Musk virðist ekki gera ráð fyrir eldneyti til heimferðar, nema að því marki -- sem það væri unnið með búnaði sem væri búið að koma fyrir á yfirborði Mars.
Elon Musk Wants to Put a Million People on Mars
Elon Musk unveils ambitious Mars colonization plan
Space sector questions whether Musk mission to Mars will lift off
Mín persónulega skoðun er að hugmyndin sé það áhættusöm að vera gersamlega geggjuð!
Eldflaugin sjálf, á að vera enn stærri en Saturn V flaug Apollo áætlunar NASA.
- 122 metra á hæð, 12 metra breit -- vs. 111m. og 10m.
- Kraftur 13.000 tonna knýr vs. 3.500 tonna kný.
- Hreyflar 42 nefndir Raptor, vs. 5 Rocketdyne F-1.
- Burðargeta, 5oo tonn, vs. 130 tonn - upp á sporbaug Jarðar.
- Geimfarið skal bera 100 manns, vs. 3 persónur.
Geimfarið sem Elon Musk planleggur, kvá þó það þungt - að þessi lyftigeta dugar ekki; þannig að geimfarið sjálft þarf að brenna eldsneyti til að klára leiðina upp á sporbaug.
--Sem væntanlega þíði, að þyngd þess sé umfram 500tonn með tanka fulla.
Síðan mun þurfa að senda eldsneyti upp, til að fylla tanka þess að nýju -- og auk ferða sem þarf til að koma fólkinu þangað upp.
Geggjaðasti hlutinn er þó eftir!
Geimfarið á ekki að fara á sporbaug um Mars - síðan senda lendingarför niður, eins og í hinni frábæru Mars mynd - Martian.
--Heldur er hugmyndin sett þannig fram, að allt farið lendi í heild - þ.e. 50 metra langt, og 19 metra breitt, á yfirborði Mars.
- Það þarf varla að taka fram, að fram að þessu hefur ekkert far nægilega stórt til að bera - einn lifandi farþega, lent á Mars.
- Andrúmsloftið á Mars ca. 1/100 af þéttni lofthjúps Jarðar -- er það þunnt, að jafnvel þó notast væri við lofthjúpinn til að hægja á.
- Þá dugar það hvergi nærri, heldur mun þurfa að auki - að nota eldflaugahreyfla í rassinum á farinu, sem brenna eldsneyti og senda knýinn beint niður - til að hægja á farinu.
Vandinn er -- að þetta er miklu hættulegra en að lenda á Tunglinu, þ.s. ekkert er loft.
En málið er, þegar mörg þúsund gráða knýr er notaður með þessum hætti í andrúmslofti - þó það sé mjög þunnt!
Þá mundi það leiða til þess, að þeir um borð mundu upplifa ástand sambærilegt við það, þegar fólk upplifir óróa í loftinu um borð í flugvél!
--Þ.e. eldurinn frá hreyflunum -- ofurhitar loftið sem mætir farinu á leið niður.
--Það þenst út að sjálfsögðu og það fremur harkalega, vegna þess hve hitunin er mikil.
--Og farið mundi titra og skjálfa út frá höggunum sem það mundi fá, og farþegarnir einnig.
Vegna þess að þetta hefur aldrei verið reynt--veit enginn hversu harkaleg slík ferð niður í gegnum þunnt loftið með knýinn á undan sér, mundi reynast vera.
- Ef farið bilar á þessum punkti -- farast allir!
Margt fleira afar áhættusamt!
Eins og ég sagði að ofan, þá planleggur hann að farið hafi einungis eldneyti fyrir ferðalag í aðra átt! Hugmynd hans er að þetta sé -"settlement"- þ.e. að fólkið taki sér bólfestu á Mars - geri Mars að þeirra heimili.
Farið á samt að vera -"reusable"- þ.e. íbúarnir, en enn á eftir að ákveða hvernig þeir búa á Mars, hvort heimilin væru niðurgrafin t.d. eða ekki; munu fylla tankana á Mars - svo farið geti hafið sig aftur til flugs frá Mars og þaðan til Jarðar.
Væntanlega þíðir það, að það snúi mannlaust til baka!
- Flugtak er í sjálfu sér, einfaldari aðgerð -- en lendingin.
- En um leið og farið er farið --> Er ekkert sem unnt væri að gera fyrir íbúana 100, ef alvarleg tæknibilun yrði t.d. - engin leið væri að bjarga þeim.
- Sama gerist auðvitað, ef e-h gerist í flugtaki og farið eyðileggst, þá eru íbúarnir 100 strandaðir -- óvisst hve lengi tæki að smíða annað far.
- Á plánetu án lofts sem fólk getur andað að sér -- þó tæknilega eigi að vera unnt að framleiða loft, með því að ná upp ís sem vitað er að til er á Mars, og kljúfa vatnið í súrefni og vetni.
- Þar er auðvitað töluvert krítískur tæknibúnaður á ferð.
- Svo er það -- geislun. En geislun er mun meiri á yfirborði Mars en á yfirborði Jarðar - þó Mars sé fjær Sólinni en Jörðin, og þ.e. engin vörn gegn - geimgeislum.
- Augljóslega þurfa híbýli að vera -- vel geislavarin. Einfaldast að nota - vatn. Þ.e. hafa neisluvatns birgðir í tönkum ofan á híbýlum. Og helst, að grafa þau að auki - niður.
- Samt munu íbúar verða fyrir verulega meiri geislun en hér á Jörðu - ef maður gerir ráð fyrir að þeir verji tíma á hverjum degi - utan híbýla.
- Öðru hvoru koma Sólgos, og þau verða miklu hættulegri á yfirborði Mars. Ég held að gera verði ráð fyrir -- niðurgröfnum híbýlum.
- Þess fyrir utan, eru Sólgos einnig afar hættuleg - meðan á 6-mánaða eða svo geimferð stendur.
--Geimgeislun er þó ekki alvarlegt vandamál til í þeim tímaramma.
Þ.e. talið að menn geti verið á Mars í 1-ár og farið strax til baka, án þess að taka lífshættulega geislun --> En vandinn er mun stærri með viðvarandi búsetu.
Mín skoðun er að hugmyndin sé gersamlega snargeggjuð
Mjög veruleg hætta mundi vera á því að -- allir 100 talsins mundu farast. Sem getur gerst á ýmsum stigum.
--Ef það gerist, mundi tel ég "outcry" frá almenningi verða mjög umtalsvert.
Líkur væru þá verulegar á því - að umtalsverðar takmarkanir frá löggjafanum, mundu verða settar á mannaðar geimferðir -- hugsanlega umfram þ.s. rökrétt varfærni mundi krefjast.
Útkoman gæti skaðað mannaðar ferðir til langs tíma á eftir.
- Ég vil fókusa á aðra hluti, t.d. eru áform uppi um að hefja námuvinnslu í geimnum, hefja hana á "near Earth asteroids" -- sem eru á sporbaugum sem fara nærri Jörðu.
- Höfum einnig í huga, að starfsemi í geimnum nærri Jarðar/Túngl kerfinu, mundi ekki vera -- nærri eins fjarlæg mögulegri björgun.
- Síðan er kostnaður ekkert í á þeim skala, sem hugmynd Elon Musk mundi kosta.
- Að auki, mundi hugmynd Elon Musk kosta stöðugt á hverju gríðarlegar upphæðir og mjög mörg ár mundi taka áður en - tæknilega mögulega Mars gæti farið að skila einhverju verulegu til baka, ef maður gerir ráð fyrir að málin heilt yfir gangi upp.
- Meðan að vinnsla á dýrum efnum í geimnum sem væri farið að skorta á Jörðinni -- getur borgað sig fremur fljótt upp --> Og þ.s. meira er, skilað hvatningu þá til baka til fjárfesta, um að verja frekar fé til að auka við þá vinnslu.
Punkturinn er sá, að ég tel að leggja eigi áherslu á uppbyggingu hagkerfis í geimnum, er mundi vinna í náinni samvinnu við hagkerfi Jarðar -- þjóna því.
--Þannig smám saman getur byggst upp verulega umfangsmikil starfsemi í geimnum!
--Og samtímis smám saman batnar tæknin, og margvísleg mál sem í dag eru afar erfið -- verða minna erfið eftir því sem tæknin batnar!
- Á einhverjum enda, fara menn til Mars!
--Á því væri enginn vafi, ef menn starta sjálfbæru hagkerfi sem virkar, smám saman stækka umsvif þess, og útbreiðsla þeirra umsvifa. - Þannig að á endanum verða Jarðarbúar búnir að heimsækja alla staði í Sólkerfinu.
--Um leið og snjóboltinn fer af stað, fylgi allt hitt á eftir -- innan tíðar.
Það sem menn mega ekki gera!
--Er að reyna að hlaupa, áður en þeir hafa almennilega lært að skríða.
Niðurstaða
Elon Musk er reyndar stórum hluta að tala um að hætta sínu eigin fé. En á hinn bóginn hafandi í huga óhugnanlega áhættu sem 100 manns mundu taka. Hafandi í huga, miklar líkur á að þeir allir mundu farast. Þá held ég að -- rangt væri að leyfa Elon Musk að hrinda þessu í verk nokkurs staðar nærri þeim tímaramma sem hann talar um.
Miklu meiri reynsla þarf að vera komin á mannaðar geimferðir, áður en hættandi sé á "Mars settlement."
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar