Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Á nýju ári hefur ný ríkisstjórn sín verk, þá væntanlega kemur fram hvaða leiðir hún hyggst fara í fjármögnun -- dýrustu kosningaloforða þessarar aldar.
Afar áhugavert að ný ríkisstjórn hafi starfsferil með eiginlega allt á huldu með fjármögnun verka sinna -- sérstaklega í ljósi þess, að einn 3rja stjórnarflokka; er andvígur skattahækkunum.
Maður hefur pínu á tilfynningu, að ágreiningsmálum hafi pent verið sópað undir teppi.
En stefnuskráin, almennt stuttorðuð, inniheldur markmið er hljóma sannarlega óskaplega kostnaðarsöm -- má eiginlega kalla það, yfirlýsingu um að laga alla hluti.
--Svipað og er Donald Trump lýsti því strax yfir í sigurræðu, ég geri allt gott.
Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar!
Texti sameiginlegrar yfirlýsingar, óstyttur:
Ný ríkisstjórn gengur samstíga til verka.
Fyrsta verk er að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta, með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins.
Um leið mun ríkisstjórnin rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi.
Lífskjör landsmanna verða bætt með samstöðu um þessi verkefni. En fleira þarf til. Ríkisstjórnin setur húsnæðisöryggi fólks í forgang með bráðaaðgerðum og kerfisbreytingum til lengri tíma. Þá verður gripið til aðgerða til að uppræta fátækt og lyfta greiðslum almannatrygginga til tekjulægri lífeyrisþega.
Ríkisstjórnin hyggst einfalda stjórnsýslu og hagræða í ríkisrekstri. Í því efni verður stigið fram af festu strax í upphafi kjörtímabils. Samhliða því mun ríkisstjórnin fjárfesta í innviðum til að auka verðmætasköpun og efla heilbrigðis- og velferðarþjónustu um land allt.
Sérstaklega verður hugað að íslenskri tungu, menningu og náttúru til að varðveita og styrkja sjálfsmynd þjóðar. Mannréttindi og virðing fyrir fjölbreytileika verða leiðarstef og leitast verður við að skapa breiða sátt um þau málefni sem skipta þjóðina mestu.
Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með eftirfarandi aðgerðum:
- Með því að ná stjórn á fjármálum ríkisins og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta, m.a. með stöðugleikareglu og stöðvun hallareksturs. Eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar verður að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu.
- Með mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélags. Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.
- Með því að auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt. Ríkisstjórnin mun rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Ráðist verður í mikilvægar úrbætur í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins til að greiða fyrir umferð á stofnvegum, efla almenningssamgöngur og styðja við fjölbreytta ferðamáta. Hafist verður handa við framkvæmd Sundabrautar og verkefnið fjármagnað með innheimtu veggjalda.
- Með bráðaaðgerðum til að fjölga íbúðum hratt og kerfisbreytingum sem miða að jafnvægi á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks, m.a. með breyttum reglum um skammtímaleigu, auk þess að liðka fyrir uppbyggingu á færanlegum einingarhúsum og umbreytingu atvinnuhúsnæðis í íbúðir. Ríkislóðir verða nýttar til uppbyggingar, regluverk einfaldað í mannvirkja- og skipulagsmálum og stigin skref til að minnka vægi verðtryggingar. Hlutdeildarlán verða fest í sessi með skilvirkari framkvæmd, staða leigjenda styrkt og stutt við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða. Þá vill ríkisstjórnin hvetja til aðkomu lífeyrissjóða að húsnæðismarkaði og til byggingar á nýjum íbúðahverfum, svo sem með heildstæðum samningum við sveitarfélög um lóðaframboð og innviðauppbyggingu.
- Með atvinnustefnu sem stuðlar að sjálfbærum vexti atvinnugreina, aukinni framleiðni og heilbrigðum vinnumarkaði. Ný ríkisstjórn hyggst taka fast á félagslegum undirboðum, m.a. með því að herða eftirlit með starfsmannaleigum, innleiða keðjuábyrgð í stærri verklegum framkvæmdum, efla heimildir til vinnustaðaeftirlits og lögfesta skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals.
- Með aðgerðum til að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Ferli leyfisveitinga verður einfaldað, tímafrestir lögbundnir og verkefni í nýtingarflokki rammaáætlunar látin njóta forgangs í stjórnsýslu orkumála. Ríkisstjórnin mun vinna að breiðri sátt um lagaumgjörð vindorkunýtingar og sjá til þess að stærri hluti tekna af orkumannvirkjum renni til nærsamfélags. Raforkulögum verður breytt til að tryggja forgang heimila og almennra notenda.
- Með markvissum loftslagsaðgerðum svo að Ísland nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 og verði áfram í fremstu röð í baráttu gegn hnattrænni hlýnun. Ríkisstjórnin mun ýta undir orkuskipti í samgöngum og iðnaði, vinna gegn losun frá landi og greiða götu tæknilausna og nýsköpunar á sviði loftslagsmála. Þá verður stutt við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til að vernda hafsvæði og ósnortin víðerni.
- Með því að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris og stíga stór skref til að uppræta fátækt. Ríkisstjórnin mun hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna. Sérstökum hagsmunafulltrúa eldra fólks verður falið að standa vörð um réttindi þess. Bundið verður í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Þá verður gripið til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun. Við innleiðingu á nýju örorkulífeyriskerfi verður litið til þess að tryggja sjálfstæði og afkomuöryggi öryrkja.
- Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fjármagna þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem gefin hafa verið fyrirheit um. Stofnaður verður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk til breytinga á húsnæði. Stutt verður við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og hugað sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu.
- Með því að vinna að fjölbreytni í atvinnulífi, sterku samkeppniseftirliti, öflugri neytendavernd og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja. Ríkisstjórnin hyggst auka skilvirkni í samskiptum fyrirtækja og hins opinbera. Áfram verður stutt við vöxt hugverkaiðnaðar, nýsköpunar og tækni. Unnið verður að skýrri lagaumgjörð um gervigreind.
- Með því að stuðla að verðmætasköpun, öryggi og álagsstýringu í ferðaþjónustu. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í eigu þjóðarinnar og ríkisstjórnin hyggst taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum Íslands. Á meðan unnið er að útfærslu verða innheimt komugjöld.
- Með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu. Í sjávarútvegi verða gerðar auknar kröfur um gagnsæi í eignarhaldi og skerpt á skilgreiningu tengdra aðila. Ríkisstjórnin mun tryggja 48 daga til strandveiða. Gripið verður til aðgerða til að efla nýsköpun í landbúnaði, auðvelda nýliðun og kynslóðaskipti og draga úr orkukostnaði garðyrkjubænda. Jarðalögum verður breytt til að vinna gegn samþjöppun og stuðla að nýtingu á ræktarlandi til búrekstrar. Ríkisstjórnin mun styrkja lagaumgjörð fiskeldis til að sporna gegn neikvæðum áhrifum á lífríki og innleiða hvata til eldis á ófrjóum laxi og til eldis í lokuðum kvíum.
- Með því að styðja við listir og menningu með myndarlegum hætti. Lögð verður áhersla á að auka aðgengi landsmanna að menningarlífi óháð efnahag og búsetu. Ríkisstjórnin mun hlúa að íslenskri tungu og menningararfi þjóðarinnar og leitast við að auka enn frekar útflutning og verðmætasköpun í skapandi greinum.
- Með fjárfestingu sem styrkir stoðir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu um land allt. Ríkisstjórnin mun leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, m.a. fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun, og vinna að þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn. Sérstök áhersla verður lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Skipulega verður dregið úr skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu með hagnýtingu tækni og nýsköpunar. Áfram verður stuðst við fjölbreytt rekstrarform þó að þungamiðja þjónustunnar verði í opinberum rekstri.
- Með því að hefja sókn í menntamálum og bæta umhverfi nemenda og kennara. Lögð verður áhersla á íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum. Styðja þarf skólakerfið til að mæta áskorunum, tryggja inngildingu barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og snemmtæka íhlutun fyrir börn með fjölþættan vanda. Framhaldsskólar og háskólar fá stuðning til að efla menntun, nýsköpun og aðgengi um allt land, auk þess sem hugað verður sérstaklega að iðn- og verknámi, sí- og endurmenntun og raunfærnimati. Ríkisstjórnin hyggst móta ungmennastefnu og beita sér fyrir jöfnu aðgengi allra barna að íþróttum, listum og frístundastarfi. Skoðað verður hvort setja eigi samræmdar reglur um notkun snjalltækja og samfélagsmiðla í skólum.
- Með því að leggja áherslu á jafna stöðu og jöfn réttindi allra, standa með jaðarsettum hópum og uppræta rótgróna fordóma í samfélaginu, m.a. með jafnréttis- og hinseginfræðslu. Áfram verður unnið að því að leiðrétta kerfisbundið vanmat á virði kvennastarfa. Ríkisstjórnin einsetur sér að vinna gegn sundrung og tortryggni og byggja undir traust og samheldni í íslensku samfélagi.
- Með því að innflytjendur fái tækifæri til að læra íslensku og taka virkan þátt í samfélaginu. Ríkisstjórnin vill gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýslu til að tryggja mannúðlegt og skilvirkt móttökukerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Heimilt verður að afturkalla alþjóðlega vernd og brottvísa fólki sem fremur alvarleg afbrot eða ógnar öryggi ríkisins.
- Með því að auka öryggi almennings og fjölga verulega lögreglumönnum á kjörtímabilinu. Tekið verður fast á skipulagðri glæpastarfsemi, netbrotum, mansali og kynbundnu ofbeldi. Samhliða þessu verða aðrir þættir réttarkerfisins styrktir til að tryggja hraða og örugga málsmeðferð.
- Með því að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir hinna dreifðu byggða. Áhersla verður lögð á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og annarri opinberri þjónustu, óháð búsetu. Unnið verður að eflingu fjarskiptainnviða á landsbyggðinni og frekari skref stigin til jöfnunar á dreifikostnaði raforku.
- Með breytingum á fæðingarorlofskerfinu til að styrkja afkomuöryggi fjölskyldna. Tryggt verður að tekjulægri foreldrar haldi óskertum tekjum í fæðingarorlofi. Ríkisstjórnin mun hækka fæðingarstyrki námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar og bæta hag fjölburaforeldra og þeirra sem veikjast í kjölfar fæðingar eða á meðgöngu. Þróun barnabóta verður komið í fastar skorður svo að fjárhæðir fylgi launaþróun og stuðningur haldist stöðugur.
- Með því að vinna áfram með Grindavíkurbæ og framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur að viðunandi lausn fyrir sveitarfélagið og íbúa þess, atvinnurekendur og fasteignaeigendur.
- Með breytingu á kosningalögum til að auka jafnræði í atkvæðavægi og þingsætadreifingu.
- Með utanríkisstefnu sem byggir á mannréttindum, friði, virðingu fyrir alþjóðalögum og náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027. Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum.
Hvers vegna að stytta hann, að hann er ekki það íkja langur.
Það eru tvenns konar ríkisstjórnir er birta stutta stjórnarsáttmála!
- Ríkisstjórnir er samanstanda af flokkum er eru nánast sammála um alla hluti - því ekki ástæða að reikna með umtalsverðum ágreiningi.
- Ríkisstjórnir sem líklega eru ósammála um flesta hluti - því djúp gjá liggur milli flokkanna um markmið og leiðir að þeim markmiðum.
Fyrri týpan líklega klárar sitt kjörtímabil, tímabil er líklega verður fremur leiðinlegt því slík stjórn líklega starfar án þess að vera mikið í fréttum.
Meðan að seinni týpan verður við stjórn sé óhætt sennilega að reikna með að hún verði nánast stöðugt í fréttum - því stöðugt þurfi langar, erfiðar umræður um alla hluti, vegna gjár milli flokkanna megi líklega treysta því, einstakir þingmenn -- tjái sig reglulega í fjölmiðlum, meðan forstöðumenn leitast við að halda andlitinu út á við.
- Mér finnst við vera að sjá líklega endurtekningu síðustu ríkisstjórnar, öfugt mix - tveir vinstriflokkar vs. einn hægri-flokkur, en sama gjá milli aðila.
- Eina er liggur fyrir um fjármögnun, er hugmyndin um auðlyndagjöld.
- Hinn bóginn, sbr. yfirlýsinguna að ofan, efa ég stórfellt sú fjármögnunarleið dugi.
Ferðamennskunni gæti hnignað hratt, ef á hana er hent of miklum kostnaði!
Almennt séð er það fólk er hingað kemur, ekki milljarðamæringar eða verulega auðugt.
Flest virðist það, venjulegt fólk er hafi sparað fyrir frýinu sínu af launatekjum.
Ef Ísland verður of dýrt fyrir það, ferðast það -- annað!
Ýmsir hafa bjartsýnar hugmyndir hvað sé hægt að sækja í sjávarútveg!
Hinn bóginn eru auðugu fyrirtæki í greininni - örfá. Meðan flest eru ekki með mikið aukafé.
Miklar kostnaðarhækkanir, gætu leitt til minni endurnýjunar skipakosts, sparnaðar-aðgerða fyrirtækjanna er líklega leiddu til fækkunar starfa, lokana vinnsla.
- Umsvif í báðum greinum samtímis gætu farið í minnkun.
Er gæti leitt til þess að gjöld skili miklu mun minna fé. - Vinstrimenn eru þekktir fyrir að vanmeta áhrif gjaldahækkana á atvinnuvegi.
Ætla þó ekki fyrirfram að spá henni misfarnaði.
Þó að ég bendi á augljósar glufur í yfirlýsingu flokkanna 3ja.
Niðurstaða
Jólakveðjur til allra, vona nk. ár verði öllum gott.
Endurtek, velfarnaðaróskir til nýrrar ríkisstjórnar.
Þó sannarlega eigi það við að það verður mjög forvitnilegt að komast að því.
Hvaða leiðir skal fara til að fjármagna dýrustu markmiðsyfirlýsingu þessarar aldar.
Þar eð, sbr. bent á að ofan, tekjuskattshækkanir eru fyrirfram útilokaðar.
Og ég efa að þær hugmyndir reifaðar eru, séu nokkurs staðar nærri því að duga.
Bilið milli flokkanna sem vart virðist minna en milli flokka síðustu ríkisstjórnar.
Bendir ekki til rólegs stjórnarheimilis. Óhætt virðist að spá drama á stjórnarheimilinu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.12.2024 kl. 03:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að sjálfsögðu átta ég mig á því að Kristrún fær fyrst keflið frá Forseta Íslands.
Hinn bóginn, getur Samfylking ekki myndað stjórn - án einhvers hægri flokks.
Og, þ.s. atkvæði leka auðveldlega milli hægri flokkar.
Væri afar erfitt fyrir hægri-sinnaðan samstarfsflokk, að gefa eftir af sinni stefnu.
- Alveg skýrt á máli Kristrúnar, að - hugmyndir hennar um að loka fjárlagatinu í ríkisfjarmálum, snúast megin hluta til um, skattahækkanir.
- Viðreisn, líklegasti hægri flokkurinn í samferð, flokkur með íhaldsama afstöðu til ríkisfjármála og skatta; er ekki líklegur til að samþykkja þær umtalsverðu hækkanir sem Samfylking og Flokkur Fólksins -- líklega þurfa, til að ná fram stefnumálum sínum.
Þorgerður Katrín greinilega í oddaaðstöðu!
Ég held að - stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og FF -- endurtæki líklega farveg ríkistjórnar: Sjálfstæðisflokks, Framsóknarfl. og VG. -- þ.e. stöðugur ágreiningur, langar tafsamar viðræður um öll mál, mjög lengi að taka ákvarðanir.
Meðan að ég held að ágreiningsmál: Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.
Séu fá og tiltölulega léttvæg -- þeir flokkar væru fljótir að komast að niðurstöðu sín á milli í skatta- og ríkisfjármálum -- mjög sennilega færu þeir í fjárlaga-niðurskurð.
- Kristrún fær líklega keflið frá Forseta.
- Það þíðir ekki að, önnur stjórnarmyndun geti ekki farið fram, samhliða.
Þ.s. enginn bannar fólki að hittast í heimahúsum, eða einhverjum öðrum húsum.
------------------
Viðreisn hefur 15 þingmenn, út á 20,8% atkvæða.
Sjálfstæðisflokkur með 14 þingmenn, út á 19,4% atkvæða.
Viðreisn með 11 þingmenn, út á 15,8% atkvæða.
Flokkur Fólksins með 10 þingmenn, og 13,8% atkvæða.
Miðflokkur með 8 þingmenn, og 12,1% atkvæða.
Framsókn 5 þingmenn, út á 7,8% atkvæða.
- Stjórn: Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Miðflokks: 33 þingmenn.
- Stjórn: Samfylkingar, Viðreisnar, Flokk Fólksins: 36 þingmenn.
Fljótt á litið virkar stjórnin með 36 þingmenn, starfhæfari: Hinn bóginn, held ég að slík stjórn yrðu stöðugt - klofin af hörðum og erfiðum ágreiningi - hún gæti því átt erfiðar með að ná málum fram. Og hún gæti klofnað á kjörtímabilinu.
Hinn bóginn, held ég að hægri-stjórnin: Gæti verið stjórn nánast án ágreinings.
Niðurstaða
Ég ætla því að gerast svo grófur að spá -- hægristjórn.
Því það verði mun auðveldar að mynda hana. Þeir flokkar séu miklu mun meira sammála en ósammála. Það sé algerlega öfugt við hugsanlega stjórnarmyndun -- Samfylkingar. Því - eiginleg vinstri-stjórn er ómöguleg - því þarf alltaf að vera, hægri-flokkur með í för.
Hafandi í huga að meginlínur FF og Samfylkingar: Eru skattahækkanir og útgjaldahækkanir.
--Þá blasir við mér slík stefnugjá milli hugsanlegra hægri-flokkar, burtséð frá því hvort það sé Viðreisn eða Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur.
Að slík stjórn væri líklega svo erfið í innra samstarfi, hún væri líklega nærri ósamstarfshæf.
Viðreisn hefur getað fylgst með samstarfs-örðugleikum: VG, Sjálfstæðisfl. og Framsóknar.
Að hafa horft á slíkt utan frá, ætti að vera næg aðvörun til Þorgerðar Katrínar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir Reykjavík var útkoma sveitastjórnakosninga söguleg, dramatísk útkoma Framsóknarflokks slær auðvitað allt út - að rísa úr því að hafa engan fulltrúa yfir í að hafa 4. þar með 3ji. stærsti flokkurinn í Reykjavík -- átti ekki nokkur maður von á, einungis vikum fyrir kosningar.
Söguleg útkoma Sjálfstæðisflokks, hinn bóginn blasti nokkuð vel við fyrir kosninga, að útlit væri fyrir þá verstu útkomu sá flokkur hefur nokkru sinni orðið fyrir; talsmenn hans báru sig þó vel - því sú útkoma er þó töluvert skárri en sumar skoðanakannanir gáfu til kynna, síðustu vikur fyrir kosningar!
--Ég hugsa, að gamla hugtakið -varnar-sigur- sé þ.s. flögrar um!
--------------
- Framsókn ræddi við Sjálfstæðisflokk á Sunnudag.
- Á mánudag, hafa -- Samfylking, Viðreisn og Píratar.
Myndað bandalag -- hljómar sem tilraun til að útiloka Sjálfstæðisflokk.
Og til að, þvinga Framsókn til að ræða einungis við þá!
- Þetta gætti takmarkað möguleika Framsóknar til að ná sínum málum fram.
Virkilega áhugavert útspil.
Tekið af vef Morgunblaðsins:
Atkvæði | % | Fulltrúar | ||||
B Framsóknarflokkurinn | 11.227 | 18,7% | 4 | |||
C Viðreisn | 3.111 | 5,2% | 1 | |||
D Sjálfstæðisflokkurinn | 14.686 | 24,5% | 6 | |||
E Reykjavík - besta borgin | 134 | 0,2% | ||||
F Flokkur fólksins | 2.701 | 4,5% | 1 | |||
J Sósíalistaflokkur Íslands | 4.618 | 7,7% | 2 | |||
M Miðflokkurinn | 1.467 | 2,4% | ||||
P Píratar | 6.970 | 11,6% | 3 | |||
S Samfylkingin | 12.164 | 20,3% | 5 | |||
V Vinstrihreyfingin - grænt framboð | 2.396 | 4,0% | 1 | |||
Y Ábyrg framtíð | 475 | 0,8% |
Talin atkvæði í Rvk: 61.359.
Auð 2%: 1.198.
Ógild 0,3%: 212
Skv. tölum kl. 4.39.
Virðist ljóst, að meirihlutamyndun í Reykjavík krefst líklega samningaviðræðna er geta staðið í vikur - ég ætla Framsókn að vilja fá sín loforð fram!
- Vandi Sjálfstæðisflokks, er að, erfiðar er fyrir hann að mynda meirihluta!
- En það blasir við að sé fyrir Samfylkingu!
- Meirihluti:
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Flokkur Fólksins, Viðreisn.
Gætu myndað meirihluta, með 12 - samanlagt.
--Það yrðu flóknar og erfiðar viðræður. - Tæknilega mögulegir meirihluta virðast ólíklegri:
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur,Píratar.
Væri 3ja. flokka meirihluti -- 13.
En Píratar örugglega vilja ekki vinna með Sjöllum. - Annar tæknilega mögulegur meirihluti:
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur,Flokkur Fólksins, VG.
**Mætti einnig hugsa sér - Viðreisn og VG.
Mér virðast þeir meirihlutar samt ekki sérlega sennilegir.
Ég held að fulltrúi VG í borginni, sé erfið í samningum til hægri. - Bara til að hafa gaman:
Sjálfstæðisflokkur + Samfylking, hefði 11 fulltrúa - en það þyrfti 1 fulltrúa til.
Flokkur Fólksins, eða VG, eða Viðreisn.
--En það má sjálfsagt flokka slíka meirihluta sem, ómögulega.
Ég get ekki séð Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk, vinna saman.
- Samfylking virðist hafa auðveldari aðstæður!
Samfylking, Framsókn, Píratar -- virðist einfaldast.
Eini 3ja flokka meirihlutinn, sem nálgast að vera sennilegur.
Kæmi mér ekki á óvart, Dagur - prófi slíka myndun, mjög flótlega.
Það yrði þá að koma í ljós, hversu dýrt Framsókn selur sig - en Framsókn vill meira byggt í úthverfum, sem Dagur hefur verið ákveðinn á móti, ásamt að vilja Sundabraut - sem Dagur hefur virst ólíkegur að láta verða af, Píratar gætu þar verið erfiðir.
Eftir allt saman, seldi Framsókn sig fyrir breytingar.
Því þarf augljóslega Framsókn að fá e-h töluvert fyrir sinn snúð.
Annars gæti Framsókn tapað þeirri fylgis-uppsveiflu sem hún fékk.
Þetta virðist mér - fljótt á litið - sennilegasta útkoman.
Fyrir nýjan meirihluta í borginni. - Annar tæknilega mögulegur meirihluti virðist ólíklegri til muna!
5 flokka meirihluti án Pírata:
Samfylking, Framsókn, VG, Flokkur Fólksins og Viðreisn.
Píratar yrðu virkilega að enda ómögulegir í samningum - fyrir Framsókn, til þess að þetta kæmi til skoðunar.
Ég hugsa, að Framsókn prófaði þá frekar - meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokki.
Ég ætla ekki formlega að spá því að Framsókn verði með Samfylkingu!
En sá meirihluti virðist ívið líklegri - út af mögulegum 3ja fl. meirihluta!
En að prófað verði af hálfu Framsóknar, að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki!
En ef, 3ja flokka meirihlutamyndun gengur ekki upp, Framsókn fær ekki það fram í þeim viðræðum hún vill - sbr. fá fram sín kosninga-loforð, þá væntanlega hefjast meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokk, fljótt á eftir.
- Auðvitað spurning, hvort flr. en einar meirihluta-viðræður geti verið samtímis!
- En það væri sterkasta mögulega samnings-staða Framsóknar!
Að láta 2.-meirihluta-viðræður fara samtímis fram!
Deila og drottna - gæti það kallast.
- Rætt væri samtímis við Samfylkingu, Pírata - af hálfu Framsóknar.
- Og Sjálfstæðisflokk, VG - FF, eða VG - Viðreisn, eða FF - Viðreisn.
Ég ætla ekki akkúrat núna að spá því hvað Framsókn gerir!
En væntanlega fara hringingar fram milli manna - strax í dag.
Óformlega þreifingar - eins og það kallast!
Kannað hvort ástæða er til að hefja viðræður!
Niðurstaða
Ég vona að Framsókn þvingi fram - Sundabraut, og að farið verði að nýju í það að byggja í úthverfum. Málið er að -þéttingar-stefna- Dags, er án vafa stór hluti ástæðunnar fyrir afar háu leiguverði í Reykjavík, sem og afar afar háu íbúðaverði!
Þetta er rökrétt samhengi, úhverfa-land er ódýrara, landverð hefur áhrif á lóðaverð, og lóðaverð óhjákvæmilega endar sem hluti af endanlegu verði íbúðar/húsnæðis.
Og þar sem leiguverð rýmar við húsnæðisverð, þá hefur þéttingar-stefnan hækkað hvort tveggja stöðugt þ.e. verð á leigu og verð á húsnæði.
- Þetta hefur ekki - alls ekki, verið jafnaðar-stefna, þvert á móti - ójafnaðar.
- Því, að mjög dýr leiga.
Er fátæktar-gildra fyrir marga launamenn í borginni.
Sem eru fastir, því hún er svo há - að ekki er hægt að safna fyrir íbúð.
Og það þíðir fátækt, því hún er það há - að fólki þrátt fyrir launaþróun undanfarinna ára, þríst undir fátæktar-mörk. - Lausnin, er að byggja í úthverfum.
Þ.s. landið er ódýrara.
Þ.s. húsnæði getur því kostað minna - leiga því verið meir mannsæmandi einnig.
Þetta hefur verið vitað allan tímann, Dagur hefur stjórnað.
En hann hefur verið ákaflega þver!
Einhvern veginn hafa blaðasnápar Íslands, látið hann komast upp með að svara gjarnan út í hött - hann fullyrðir blákalt hluti svo sem, enginn standi sig betur en Rvk.
Hann m.ö.o. lýgur blákalt, brosandi, mjúkmáll - og kemst upp með.
Dagur er sennilega besti lygari sem ég hef nokkru sinni vitað um.
Vegna þess, að hann gerir það brosandi, án þess að hækka rödd, án þess að skipta um málróm -- hann er m.ö.o. ískaldasti lygari sem ég veit af, í ísl. stjórnmálum.
- Spurning hvernig Dagur reynist Framsókn í viðræðum: En Dagur virðist mér, óskaplega þver, þó hann tali alltaf með sama hætti, þá virðist hann mér sá þverasti í borgarstjórn.
- Það gæti því orðið svo, Framsókn slíti viðræðum, og fari í alvöru viðræður við Sjálfstæðisflokk. Fyrir rest.
En það gæti vel endað þannig, Dagur geti ekki samþykkt - byggð í úthverfum, og Sunda-braut. En Framsókn, held ég verði að fá það tvennt fram - ef á að standa við loforð sem Framsókn gaf kjósendum um breytingar.
En fólk er greinilega að vona að Framsókn, stuðli að því að hagstæðara húsnæði verði reist, svo það á enda verði til húsnæði - annað af tvennu á hagstæðari leigu, eða hagstæðara til kaups. En hefur verið byggt í borginni í langan tíma.
Sundabraut er einnig mikilvæg fyrir marga, til að minnka umferða-teppur.
Mér hefur alltaf virst sem svo, Dagur vilji umferða-teppur, ekki leysa úr þeim.
- Það gæti farið því, að Framsókn endi eftir allt saman með Sjöllum.
Það væri Degi sjálfum um að kenna, ef hann getur ekki verið sveigjanlegur.
-------------
Skv. fréttum, eru Frammarar og Sjallar að ræða um meirihluta-myndun hugsanlega.
Meðan fulltrúi VG, segir VG ekki taka þátt í myndun meirihluta þetta kjörtímabil.
PS: Áhugavert hvernig - Samfylking, Viðreisn, Pýratar eru að gera tilraun til að, þvinga Framsókn -- til að ræða einungis við þá flokka um meirihluta-samstarf!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.5.2022 kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það virðist ljóst, fyrsta kafla Úkraínu-stríðsins er lokið -- 1 / 0 fyrir Úkraínu.
Rússneskur her virðist allur á brott, hafa hörfað í gegnum Hvíta-Rússland, til Rússlands.
40 herdeildir Rússneska hersins, voru í N-hl.-Úkraínu. Þær virðast allar farnar.
Talið þó, herdeildirnar 40 þurfi ca. mánuð, áður en þær eru fullfærar aftur.
Enda biðu þær sveitir mikið manntjón, þar fyrir utan að tapa mikið af herbúnaði.
- Þetta kemur mér ekki á óvart -- enda benti ég í sl. færslu, að Rússn. herinn yrði líklega að hörfa í gegnum Hvíta-Rússland.
- Hinn bóginn, finnst mér áhugavert, að sú leið sé farin -- þ.e. Norður svæðið alfarið gefið eftir af Rússlands-her.
- En augljóslega, þíðir það, að úkraínskar hersveitir í Norður-hl.-landsins, geta nú færst sig Suður.
- Og sú leið sem þær þurfa að fara, er ívið styttri.
- Þar fyrir utan, eru þær líklega allar - bardaga-færar nú þegar.
Spurning, hvort Úkraínumenn - nota þann glugga, áður en 40 rússn. herdeildirnar mæta aftur, til að -- snúa vörn í sókn á Suður-vígsstöðvunum?
A.m.k. er víst, að NATO ætlar að nota þann glugga, til að dæla vopnum til Úkraínu!
Bandaríkjaþing samþykkir - Lend-Lease - fyrir Úkraínu!
In the fight against Putin, Senate unanimously approves measure that once helped beat Hitler
Sl. miðvikudags-kvöld, ath. - mótatkvæða-laust, samþykkti Öldunga-deild Bandar.þings.
Heimild fyrir svokölluðu - Lend-Lease - fyrirkomulagi fyrir Úkraínu!
- Fyrir þá sem ekki þekkja, þá þíðir þetta að - vopn eru afhend skv. láns- og leigusamning.
- Bandar. beittu þessu fyrirkomulagi gagnvart Bretlandi frá fyrri hl. árs 1941. Fyrsta orrustan sem Bretar unnu með bandar. vopnum þannig fengnum, var orrustan um -- El-Alamein. Með M3 einnig kallaðir Grant eða Lee. Fyrir-rennari M4 Sherman.
- Bandar. síðar létu Breta fá mikinn fj. M4 skriðdreka, ásamt miklu magni flugvéla sem og öðrum hertólum.
Sannarlega framleiddu Bretar einnig eigið dót - en sumarið 1944, var magn bandar. hertóla í breska hernum, meir en magn -- bresk smíðaðs.
- Ekki liggur fyrir, akkúrat hvað Úkraínu-menn fá skv. nýja fyrirkomulaginu.
En það blasir við, að Bandar.þing - er það samþ. - Lend-Lease - telur sig ekki vera að kasta peningnum, m.ö.o. þingmenn töldu, að Úkraína hefði möguleika á sigri.
Bandar.þing m.ö.o. sé að veðja á Úkraínu!
Mikil stemming virðist fyrir því, að henda sem flestum vopnum í Úkraínu.
Nato states agree to supply heavy weapons to Ukraine
- Antony Blinken -- We are looking across the board right now, not only at what we have provided [but] whether there are additional systems that would make a difference.
- Liz Truss -- There was support for countries to supply new and heavier equipment to Ukraine, so that they can respond to these new threats from Russia, - And we agreed to help Ukrainian forces move from their Soviet-era equipment to Nato standard equipment, on a bilateral basis.
Sem sagt, Úkraínumenn fá líklega - ekki einungis aukið magn vopna.
Heldur einnig, vopnakerfi sem eru dýrari og öflugari en þeir hafa fengið til þessa.
--Ekki liggur enn fyrir, akkúrat hvaða vopnakerfi.
- Ég skynja ákveðið - swagger - hjá NATO, eftir þ.s. NATO líklega sér sem sigur - í N-hl.-Úkraínu.
T64 BulatM2 Úkraínuhers með 1000hö. dísil framleidd í Úkraínu!
Fyrir stríð, réð Úkraínuher yfir rýflega 2000 T64 skriðdrekum.
Úkraína hefur smíðað eigin - uppfærslu-pakka fyrir þá skriðdreka.
En uppfært ca. 700 - mismikið þó. BulatM2 uppfærslan sú nýjasta, frá ca. 2020.
Þá erum við að tala um nýja vél, 1000hö. dísil, uppfærða brynvörn, og nýjar tölvur, á skynjara -- skv. vestrænni tækni.
--Megnið af T64 drekum Úkraínuhers, líklega þó enn - með sovéskri tækni. Hinn bóginn, þíði það ekki, þeir séu - ónothæfir. Örugglega, vel nothæfir í varnarlínur.
- Þ.s. gerir T64 áhugaverðan, sá skriðdreki er í reynd öflugari en -- T72 sem Rússland notar mest, einnig öflugari en T90 sem er þróaður frá T72.
- En T64 hefur ívið betri brynvörn en T72, auk öðru-vísi auto-loader, sem ræður við lengri skothylki - þau eru einnig röðuð lóðrétt í skriðdrekanum, ekki lárétt eins og í T72 og T90.
- Á móti kemur sá galli, að T64 er ívið veikari gagnvart hliðar-skotum, því skotin standa hærra inni í skriðdrekanum, hjól T64 eru einnig minni - hann hefur öðruvísi fjöðrun -- sú kvá mýkri og þægilegri, en einnig krefst meira viðhalds.
Hjólin m.ö.o. verja minna gegn hliðarskotum sbr. við T72. - Hinn bóginn, vegna lengri skota - er þíðir stærri sprengi-hleðsla - hefur byssa T64 meiri skotkraft, m.ö.o. drýfur lengra og í gegnum þykkari brynvörn.
T80 sem er þróaðri týpa af T64, hefur samskonar - auto-loader.
Samt sem áður, virðist að mest tjón sé orsakað af - smáum hópum Úkraínuhers, með skriðdreka-flaugar frá NATO löndum að vopni -- oft virðast rússn.drekarnir hreint springa í tætlur, jafnvel gersamlega!
Án vafa hafa skotfærin sprungið - sprengingin þeytt turninum upp í loft.
Stórsókn Rússlandshers í Suður-hl.-Úkraínu, er ekki enn hafin!
Það er líklega enn, nokkrar vikur þar til sú sókn hefst, enda hefur her Rússa í Suður-hl.-landsins, staðið í ströngu og örugglega beðið þar einnig verulegt tjón.
Eftir stöðuga bardaga þar einnig í mánuð rúman.
En þegar endurnærður her Rússa, sem kallaður var frá Norður-hl.-Úkraínu mætir.
Líklega eftir einhverjar vikur, jafnvel mánuð.
--Verður líklega blásið til stór-sóknar.
Þangað til, er greinilega stefnan að dæla sem allra allra mest af vopnum.
Til Úkraínuhers!
Og auðvitað, Úkraínuher mun einnig án vafa, nota þann tíma til undirbúnings.
- Spurning, hvort Úkraínu-her, kannski blæs til sóknar.
- Áður en rússn. liðssveitirnar mæta aftur til leiks.
En mér virðist hugsanlegt tækifæri til þess, enda sbr. að ofan, Úkraínuher er rökrétt fljótari á vettvang, og þarf líklega ekki að byggja sig upp fyrir bardaga.
Eins og rússn. herinn, er hörfaði frá Norður-hl.-landsins.
Rjúfa kannski umsátrið um Mariupol?
Oryx heldur áfram að birta eigin tölur um tjón í Úkraínustríðinu:
Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Fjöldi fjölmiðla, er farinn að vitna í - þetta blogg!
- Rússland, hertól og tæki:
2702, of which: destroyed: 1419, damaged: 39, abandoned: 236, captured: 1008 - Úkraína, hertól og tæki:
717, of which: destroyed: 323, damaged: 24, abandoned: 37, captured: 333
Tölur - Oryx, eru langtum hærri þeim tölum - Rússar birta.
Enn, ef marka má - Oryx, hefur Úkraína tekið flr. tæki en Úkraína hefur tapað.
Ef marka má Oryx -- tap Rússa á skriðdrekum:
- 456, of which destroyed: 223, damaged: 8, abandoned: 41, captured: 184
Úkraína á móti skv. Oryx -- glataðir skriðdrekar:
- 98, of which destroyed: 39, damaged: 2, abandoned: 9, captured: 46
Ef maður samþ. þær tölur, hafa Úkraínumenn hertekið flr. skriðdreka en þeir hafa misst.
Sama á við um önnur brynvarin hertæki -- eftir NATO, er Rússland megin uppspretta hertóla fyrir Úkraínuher.
Niðurstaða
Ég vænti frétta á nk. dögum af því, hvað Bandaríkin ætla að gera með þá vald-heimild sem þingið virkjaði, þ.e.: Lend-Lease fyrir Úkraínu.
Það fyrirkomulag var notað í Seinni-Styrrjöld, til að skófla óskaplegu magni hergagna til Breta, síðan Frakka -- eftir frelsun Frakklands 1944.
--Fyrir utan, að svokallaðir -Frjálsir Frakkar- fengu bandar. hergögn.
Það getur verið að - Lend-Lease - sé risabreyting!
Hið minnsta bendir til, eftir NATO fundi liðinnar viku.
Að til standi að nota tímann, þar til sókn Rússa hefst í Suður-hl.-Úkraínu.
Til að skófla sem mestu magni vopna til Úkraínumanna.
Rússneskur her virðist nú allur á brott frá Norður-hl.-Úkraínu. Sá her, farið sömu leið heim og hann mætti á svæðið - þ.e. til baka gegnum Hvíta-Rússland, til Rússlands. Síðan munu þær 40 herdeildir Rússlands-hers, þurfa að stoppa um hríð - meðan sá her fær ný vopn í stað þess sá her tapaði í Úkraínu, fyrir utan að sá her þarf þúsundir nýrra liðsmanna, í stað þeirra þúsunda sem liggja nú vegnir í Úkraínu.
Það mun klárlega taka nokkurn tíma, fyrir þann her - verða aftur bardagafær.
Og auðvitað, hann þarf að fara um nokkurn veg innan Rússlands, síðan aftur inn fyrir landamæri Úkraínu -- langt fyrir Sunnan.
--Ég reikna með því, að stór-sókn Rússa í Suður-hl.-Úkraínu, fari ekki af stað. Fyrr en herdeildirnar 40 eru aftur mættar til leiks.
Þangað til, gæti verið gott tækifæri fyrir Úkraínuher, að nota tímann.
Hugsanlega ekki einungis til að koma sé fyrir í Suður-hl.-landsins, frá Kíev svæðinu.
Heldur hugsanlega, til þess -- að hefja eigin sókn, áður en her Rússa í Suður-hl.-Úkraínu, fær liðsstyrkinn!
Það verður að koma í ljós, hvort Úkraínuher -- notar tímann, fyrst og fremst til að undirbúa varnir -- eða hvort að her Úkraínu, notfærir sér það.
--Að sá her, þarf mun styttri tíma, til að færa sig Suður, og auk þessa líklega er bardaga-fær þegar.
- Klárlega hefur Úkraína unnið fyrsta hluta stríðsins.
- Annar hluti, hefst innan einhverra vikna - væntanlega.
Þangað til, er hugsanlegt að lágdeyða verði í stríðinu.
Nema, auðvitað að Úkraínumenn -- sjái sénsinn, að sækja fram.
Áður en rússn. herinn í Suður-hl.-landsins, fær liðsstyrkinn, sem sá her á von á!
Kv.
Skv. rannsókn frá Ísrael, bætir 3ja bólusetning vörn gegn COVID umtalsvert, samanborið við það að hafa fengið tvær sprautur áður: COVID-19 vaccine for preventing severe outcomes in Israel: an observational study.
- Rannsóknin virðist benda til að - 3ja sprauta veiti 90% vörn gegn Delta afbrigði.
- Hinn bóginn er komið nýrr afbrigði - OMICRON.
What you need to know about the omicron variant
What we know about Omicron variant that has sparked global alarm
Heilbrigðis-yfirvöld um heim allan, eru auðvitað á nálum!
Markaðir lækkuðu fyrir helgi, er fréttin barst út.
--Margir óttast nú, efnahagsframvinda verði minna góð.
- Það litla sem vitað, Omicron hefur fjölda nýrra stökkbreytinga.
- Nokkrar þeirra eru á svokölluðu -spike- próteini.
Sem vírusinn notar til að brjótast inn í frumur.
Sem getur þítt, að það afbrigði - brjótist í gegnum vírusvarnir, frekar.
Það virðist fljótt á litið - líkur á að virkni bólu-efna virki aftur.
Reynslan af COVID til þessa, bendi þó ekki á að -- virkni fari í núll.
--Frekar að bóluefnin verði minna virk freka en að verða, óvirk.
- Það sé talið að, bóluefnin - hafi því áfram virkni.
Þó sú virkni, verði -- minnkuð að marki, sem enn á eftir að koma fram.
Þess vegna held ég að Omicron - ýti undir örvunarbólusetningar!
En rannsóknin unnin í Ísrael -- sýnir að 90% virkni var aftur komin fram.
En bóluefnin en Biontec-Phizer og Moderna bóluefnin, höfðu þá virkni - gegn fyrstu útgáfum af COVID, síðan dróg úr virkni þeirra er veiran stökkbreyttist.
--Ísrael hefur einkum notað BioNtech-Phizer.
- 3ja sprautan greinilega elfdi varnir að nýju.
- Án 3ju sprautu gæti á hinn bóginn verið, að vörnin gegn Omicron sé verulega minnkuð.
Ég hvet því alla til að mæta í örvuna-bólusetningu.
Tilkoma Omicron styrkir ástæður þess að taka 3ju sprautuna.
- Kannski verður þetta alltaf svona, að maður þurfi að fá sprautu á 6 - 12 mánaða fresti.
Vegna umræðu um gagn þess að bólusetja sig, leitaði ég upp rannsóknir!
Bresk rannsókn sem ég fann, segir veikinda-daga tvíbólusettra, að meðaltali helmingi færri -- myndin að neðan, sýnir að tíðni COVID einkenna er mikið minnkuð!
Bendi á breska rannsókn sem myndin er tekin úr: Risk factors and disease profile of post-vaccination SARS-CoV-2 infection in UK users of the COVID Symptom Study app: a prospective, community-based, nested, case-control study.
--Mjög stór rannsókn, svo áreiðanleiki hennar ætti að vera mjög góður!
Ath. -- ef minna en 1, minnka líkur -- ef meira en 1, eru þær meiri!
Myndin segir t.d. líkur minnka um meir en helming t.d. á að fá hita!
Þessu mynd veitir afar miklar upplýsingar -- ath. að hún ber einungis þá saman sem veikjast af COVID -- þrátt fyrir bólusetningar, við þá sem ekki voru bólusettir.
Þ.e. forvitnilegt að sjá að líkur á miklum veikindum vera verulega minnkuð.
- Landlæknir Íslands er sbr. ekki að ljúga því, er hann segir: líkur á smitun helmingi minni: Tilefni örvunarbólusetninga gegn COVID.
-50% minni líkur eru á því að einstaklingur sem býr með COVID smituðum einstaklingi smitist ef hann er bólusettur heldur en annars- - Þar fyrir utan, sbr. bresku rannsóknina -- er tíðni alvarlegra veikinda mun minni hjá bólusettum.
Bendi að auki á nýleg ummæli landlæknis:
-en hann benti á að óbólusettir eru 11%.-
-en þó er fj. þeirra sem lenda á spítala svipaður.-
Sem þíðir, að líkur á spítala-vist eru 9-falt hærri, fyrir óbólusetta!
Niðurstaða
Omicron afbrigðið hleypir bólusetningum kapp í kinn, því rannsóknir - þvert á fullyrðingar um annað - staðfesta að bólusetningar hafa haft mikla virkni.
Þó sú virkni hafi ekki verið eins mikil og vonast var eftir, þar sem COVID stökkbreytist reglulega, hver stökkbreyting úrelti ívið það mótefni fólk hefur.
- Fyrir þá sem hafa viljað sleppa bólusetningum.
Er svokallað náttúrulegt ónæmi, ekkert annað ónæmi en fólk fær úr sprautu.
Og í engu augljóslega virkara, en ónæmi úr sprautu. - Náttúrulegt ónæmi, úreltist því nákvæmlega með sama hætti, er veira stökkbreytist. Þannig fá menn aldrei kvef bara einu sinni, heldur nær ár hvert. Því kvef veiran stökkbreytist stöðugt, þannig ónæmi er orðið alltaf úrelt.
Ef þjóðir mundu ekki sprauta fólk við COVID -- mundu faraldrar ganga yfir, með sama hætti að sjálfsögðu; en þá væri engin viðbótar vörn til staðar þegar menn veikjast.
Rannsóknir benda til þess, sbr. þær vitnað í að ofan, að bóluefnin dragi verulega úr tíðni veikinda og að auki úr tíðni verulegra veikinda þeirra er veikjast.
--Niðurstöðurnar benda því klárlega til þess, að án bólusetninga væri tjón vegna veikina fyrir samfélagið, þ.e. fleiri veikinda-dagar og fleiri dauðsföll, meira.
- Hinn bóginn, er það önnur umræða -- hvort einnig á að vera með - aðrar aðgerðir til viðbótar bólusetningum.
- Eða bara, reglulegar bólusetningar.
En það má alveg ræða hvort hætta á inngrips aðgerðum.
En viðhafa reglulegar bólusetningar -- eftir því sem ný og betri koma fram.
--Þannig halda tíðni veikinda og dauðsfalla niðri.
En að öðru leiti láta samfélagið rúlla í friði.
Kv.
Gleði mín er mikil yfir úrslitunum er ljóst var:
- Ríkisstjórnin sannarlega stóðst enda var þetta sennilega besta ríkisstjórn sem Íslendingar hafa haft í langan tíma.
- Síðan höfnuðu Íslendingar - öfgaflokkunum til beggja handa þ.e. Sósíalistum í annan stað og hins vegar hægri öfgunum sem svokallaður Frjálslyndur Lýðræðisflokkur og Ábyrg Framtíð svokölluð buðu upp á.
Reykjavík Norður skv. Mbl.is.
Reykjavík norður | Atkvæði | % | Kjörd. sæti | Jöfn. sæti | Sæti alls | Þingmenn | ||
D | 7.353 | 20,9 | 2 | 0 | 2 | Kjördæmakjörnir · Guðlaugur Þór Þórðarson (D) · Katrín Jakobsdóttir (V) · Halldóra Mogensen (P) · Helga Vala Helgadóttir (S) · Ásmundur Einar Daðason (B) · Diljá Mist Einarsdóttir (D) · Steinunn Þóra Árnadóttir (V) · Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C) · Tómas A. Tómasson (F) Uppbótar [Meira] · Andrés Ingi Jónsson (P) · Lenya Rún Taha Karim (P) | ||
V | 5.597 | 15,9 | 2 | 0 | 2 | |||
P | 4.508 | 12,8 | 1 | 2 | 3 | |||
S | 4.427 | 12,6 | 1 | 0 | 1 | |||
B | 4.329 | 12,3 | 1 | 0 | 1 | |||
C | 2.706 | 7,7 | 1 | 0 | 1 | |||
F | 2.694 | 7,7 | 1 | 0 | 1 | |||
J | 1.976 | 5,6 | 0 | 0 | 0 | |||
M | 1.234 | 3,5 | 0 | 0 | 0 | |||
O | 150 | 0,4 | 0 | 0 | 0 | |||
Y | 144 | 0,4 | 0 | 0 | 0 |
Reykjavík Norður var eina kjördæmið sem - Y listinn bauð fram í.
En punkturinn er að í því kjördæmi er hann að fá hlutfall innan við hálft prósent.
Eins og O listinn.
--Ég kem ekki auga á nokkra skynsama ástæðu þess, að Y listinn hefði fengið hærra fylgis-hlutfall í öðrum kjördæmum, m.ö.o. að líklegast hefði vegferð Ábyrgrar Framtíðar verið svipuð vegferð Frjálslynda Lýðræðisflokksins - ef Ábyrg Framtíð hefði náð að skila gildum listum í öðrum kjördæmum.
- Þarna fóru greinilega.
- Tveir fylgislausir flokkar.
- Þ.s. þetta sýnir, að málstaður fólks gegn aðgerðum stjórnvalda í baráttu við Kófið.
Hefur nánast ekkert fylgi. - Það kemur heim og saman við það, að kóf aðgerðir stjórnvalda hafa -consistent- haft um 90% fylgi meðal þjóðarinnar fram til þessa.
--Þ.e. 90% ef þeir eru spurðir hvort þeir styðja aðgerðirnar sem slíkar.
--Ef þeir voru spurðir hvort þeir töldu ríkisstjórnina hafa staðið sig vel í því, var fylgið milli 60-70%.
--Samtímis, voru landsmenn yfirleitt drjúgt yfir 90% sammála því, að sóttvarnarlæknir hafi staðið sig vel.
Ábyrg Framtíð -- var sem sagt, mótmæla-flokkur afar fámenns minnihluta.
Ég var eiginlega nær alveg viss fyrir kosningar að svo væri.
--Úrslitin sína greinilega að svo er, jafnvel þó framboð hafi einungis verið í einu kjördæmi þá var fylgið þar einungis 0,4% - - ætla að reikna með að fólk andstætt sóttvarnar-aðgerðum hafi kosið hann í því kjördæmi.
--Þar með sé það skírt, að sá hópur sé afar fámennur líklega heilt yfir.
Sem tónar við -consistent- niðurstöður skoðanakannana á Íslandi um 90% fylgi við sóttvarnaraðgerðir.
Heildar kosninganiðurstöður voru þessar skv. MBL.is
Atkvæði | % | Breyt. | Kjörd. sæti | Jöfn. sæti | Sæti alls | Breyt. | Á þingi | |||
D | 48.698 | 24,4% | -0,8% | 16 | 0 | 16 | 0 | Þingflokkur | ||
B | 34.496 | 17,3% | +6,6% | 13 | 0 | 13 | +5 | Þingflokkur | ||
V | 25.115 | 12,6% | -4,3% | 6 | 2 | 8 | -3 | Þingflokkur | ||
S | 19.826 | 9,9% | -2,2% | 5 | 1 | 6 | -1 | Þingflokkur | ||
F | 17.675 | 8,8% | +1,9% | 6 | 0 | 6 | +2 | Þingflokkur | ||
P | 17.234 | 8,6% | -0,6% | 3 | 3 | 6 | 0 | Þingflokkur | ||
C | 16.637 | 8,3% | +1,6% | 3 | 2 | 5 | +1 | Þingflokkur | ||
M | 10.884 | 5,4% | -5,5% | 2 | 1 | 3 | -4 | Þingflokkur | ||
J | 8.174 | 4,1% | +4,1% | 0 | 0 | 0 | 0 | |||
O | 844 | 0,4% | +0,4% | 0 | 0 | 0 | 0 | |||
Y | 144 | 0,1% | +0,1% | 0 | 0 | 0 | 0 |
Varðandi ríkisstjórnina - grunar mig sterklega hún haldi áfram.
Að Sigurður Ingi fái líklega vera forsætisráðherra á nýju kjörtímabili.
Um aðrar hrókeringar á ráðuneytum ætla ég ekki að spá.
Nema því, að með aukið fylgi mun Framsókn líklega vilja - betri ráðuneyti.
--Þau atriði munu flokkarnir auðvitað ræða sín á milli.
- Kannski heldur VG forsætisráðherranum, en lætur eitthvað annað í staðinn.
Þó mér finnist sennilegar að Siggi vilji nú verða forsætisráðherra.
- Ég held það sé rétt, þetta sé fyrsta sinn í lýðveldissögunni.
- Að Framsókn eykur fylgi - í stjórn með Sjálfstæðisflokki.
Eins og allir vita er Flokkur fólksins - hinn sigurvegari kosninganna.
Ásamt Framsóknarflokki.
--Þó tæknilega mögulegt væri að mynda stjórn með honum í VG stað, á ég ekki von á því.
- Set fram þá kenningu, fólk er íhugaði að kjósa Sósíalista, hafi í fjölda tilvika valið Flokk Fólksins í staðinn!
Slík hreyfing í kjörklefanum geti skýrt þá sveiflu gegn könnunum, að Sósíalistar fóru ekki inn - meðan Flokkur Fólksins fékk greinilega fylgis-aukningu.
Niðurstaða
Ég er einkar ánægður með þessar kosningar í ljósi þess, Íslendingar hafna öfgum eina ferðina enn.
Það kemur í ljós, öfgaflokkarnir til hægri - eru fylgislausir.
Fyrir þeim fara greinilega afar litlir óánægju-hópar.
--Vinstri óánægjuhópurinn sem styður Sósíalista er greinilega stærri. En reyndist ekki nægilega stór samt til að ná yfir 5% fylgis-múrinn.
Almennt tek ég kosninga-niðurstöðunum þannig, að flestir Íslendingar séu fremur sáttir.
En þjóð sem hafnar öfgum er líklega fremur sátt við tilveruna.
Þar eð sögulega séð í öðrum löndum, þarf jafnan víðtæka óánægju til að öfgaflokkar nái fylgi.
--Ég á ekki von á að Íslendingar séu öðruvísi en aðrar þjóðir þar um.
Þar með sýni niðurstöðurnar, hve lítið fylgi öfgaflokkar fá, að þjóðin sé almennt sátt.
Ríkisstjórnin fékk, 54,3% hlutfall atkvæða. Ef fylgi stjórnarflokkanna er lagt saman.
Að baki henni standa 108.309 atkvæði, af 203.976 alls greiddum atkvæðum.
Og ríkisstjórnin er með öruggan meirihluta með 37 þingmönnum alls.
Auð atkvæði voru einungis 1,8% og ógild einungis 0,2%.
Þ.e. viðbótar vísbending þess Íslendingar séu sáttir.
En mikill fj. auðra og ógildra mundi benda til almennrar óánægju.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.9.2021 | 11:50
Sumt fólk álítur mikilvæg mannréttindi - að smita sem flesta af COVID
Í gær kom fram afar forvitnileg afstaða talsmanns: Ábyrgrar Framtíðar.
- Hann virðist alfarið andvígur sóttvörnum þeim sem beitt voru gegn COVID.
- Samtímis, líta þær alvarlegt mannréttinda-brot, þar eð fólk fékk ekki haga sér eins og því sýndist.
- Ásakaði ríkisstjórn landsins - sóttvarnarlækni -- um einræðistilburði.
Til þess að kasta mati á orð hans, þarf að kynna sér hver stuðningur almennings við sóttvarnir hefur verið vs. andstaða við þær:
Könnun frá Apríl 2021: 80 prósent vilja harðari aðgerðir á landamærunum
- Í könnuninni segjast 64 prósent treysta ríkisstjórninni til að taka ákvarðanir um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum.
- Hins vegar segjast 97 prósent treysta sóttvarnalækni til að taka ákvarðanir um viðbrögðin og traustið er sambærilegt til embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
- Alls eru 92 prósent ánægð með aðgerðir almannavarna til að hefta útbreiðslu veirunnar.
--Hvað kannanir á Íslandi sýna, sóttvarnar-aðgerðir hafa notið yfirgnæfandi stuðnings!
--Talsmaður -Ábyrgrar Framtíðar- fer fyrir hóp sem er afar fámennur, andstæðingum sóttvarna!
Meginþorri Íslendinga tekur alls ekki undir þær harkalegu ásakanir gegn sérfræðingum um sóttvanir sem fram komu í orðum -talsmanns Ábyrgrar Framtíðar- en hann ásakaði lækna og sérfræðinga um lygar.
M.ö.o. haldið sé uppi vísvitandi lyga-sögu um virkni sóttvarna, og auðvitað lyfja.
Greinilega eru meginþorri ríkisstjórna heim og sóttvarnar-yfirvöld út um allt, í því samsæri.
Ásakanir um einræði eru pent grátbroslegar!
Ríkisstjórn og sóttvarnarlæknir - gerður Ísland að einræðisríki.
Er sóttvörnum var beitt gegn COVID.
--Takið eftir, 90% þjóðarinnar var/er sammála sóttvörnum.
- Skoðanir mannsins um einræði vs. lýðræði eru forvitnilegar.
- M.ö.o. er stjórnvöld mæta vilja 90% almennings er það einræði.
- Skv. því, væri það lýðræði, að mæta vilja ca. 10% almennings.
Er ekki skv. könnun vill þátttöku í sóttvörnum, eða sóttvarnir yfir höfuð.
Svona málflutningur snýr auðvitað -- lýðræðishugtakinu fullkomlega á haus.
En lýðræði - snýst auðvitað um að mæta, vilja meirihluta fólks.
--Ekki litlum minnihluta fólks, er greinilega fyrirlítur rétt samlanda sinna.
Síðan kvartaði hann yfir því, langtíma-prófanir á bóluefnum fóru ekki fram!
Hann er einn af þeim sem kallar - bólu-efnin óprófuð, og hættuleg.
Er því greinilega andvígur almennri dreifingu þeirra.
- Vandinn er sá, að það er ekki mögulegt að -- langtíma-prófa bóluefni gegn COVID.
- Ástæðan er sú, COVID stökkbreytist svo ört.
Við vitum að það hefur dregið úr virkni bóluefna, síðan þau komu fram.
- COVID hefur stökkbreyst a.m.k. 4-sinnum sl. 1,5 ár.
- Í hvert sinn hefur dregið út virkni bóluefna.
- Ímyndum okkur 4 ára langtíma-prófunarferli.
- Þannig að enn væru engin - bóluefni leyfð gegn COVID því langtíma-prófunum væri ekki lokið.
Augljóslega yrðu bóluefni í langtíma-prófunum, fullkolega ónýt áður en því ferli væri lokið.
M.ö.o. ákvörðun um að halda fast í reglur um 4-stigs prófanir, hefðu þítt.
Engin bóluefni gegn COVID - nokkru sinni!
--M.ö.o. það hefði verið ákvörðunin, að berjast aldrei gegn COVID.
- Vegna þess, COVID stökkbreytist það ört.
- Að engin von sé til þess, að bóluefni hafi nothæfa virkni, er langtímaprófunarferli er lokið.
- Að sjálfsögðu mundi enginn nota bóluefni er væru orðin fullkomlega ónýt.
Þannig að krafan um langtímaprófanir bóluefna í tilviki COVID.
Er í raun andstaða við það að bóluefni gegn COVID séu yfir höfuð búin til.
--Því í reynd sú afstaða, að það eigi aldrei að stunda sjúkdómavarnir gegn COVID.
Áhuga vakti hann talaði aldrei um -long COVID-
Ég er ekki rosalega hissa á því, an fólk andvígt sóttvörnum.
Lætur sem að -Long COVID- sé form af lýgi, eða ekki til, eða að það skipti ekki máli.
Skv. könnun í Bretlandi á þeim sem höfðu fengið COVID.
- Skv. svörum fólks - töldu 970.000 manns sig hafa fengið eftir-áhrif sem vöruðu frá vikum upp í mánuði.
Voru sem sagt, COVID einkenni - þau voru veik áfram, þó þeim batnaði fyrir rest. - 643.000 sögðu að eftir-áhrifin hafi komið í veg fyrir eðlilegt líf.
- 188.000 sögðu að eðlilegt líf hafi verið stórskert.
- 58% þeirra, sögðust hafa glímt við - síþreitu.
- 42% þeirra sögðust hafa verið andstutt.
- 32% þeirra við stöðuga vöðvaverki.
- 31% þeirra sagðist ekki hafa getað einbeitt sér.
Forvitnileg umfjöllun: How Common Is Long Covid? New Studies Suggest More Than Previously Thought
Hérna er rannsókn á - Long COVID: Symptoms and Functional Impairment Assessed 8 Months After Mild COVID-19 Among Health Care Workers.
- Approximately 80% of hospitalized patients with COVID-19 report persistent symptoms several months after infection onset.
--Skv. sænsku rannsókninni, nær alltaf langvarandi eftirköst fyrir þá sem veikjast alvarlega. - Skv. könnun á - heilbrigðis-starfsfólki.
--Í hópnum milli 33-52 ára.
--Ég nota tölurnar yfir þá sem - höfðu ekki verið bólusettir -sero negative.-
--Tölurnar eru mun lægri í hópnum sem er -sero positive- þ.e. bólusettur.
26% af þeim töldu sig hafa fengið a.m.k. 1-langvarandi einkenni a.m.k. 2 mánuði.
15% a.m.k. eitt einkenni er varði a.m.k. 8 mánuði.
--8% töldu að einkennin hafi verulega truflað líf þeirra.
15% töldu að einkennin hefðu truflað þeirra félagslíf.
12% af einkennin hefðu truflað þeirra líf heima fyrir.
Önnur könnun: Studies elucidate poorly understood long COVID
Í þessari umfjöllun er umfjöllun um 3-rannsóknir.
Sú þriðja er forvitnileg, því þar er kannað -Long COVID- í börnum.
Of the 109 children who had coronavirus antibodies but were never hospitalized, 4% experienced one or more symptoms lasting more than 12 weeks, as did 2% of children without antibodies. The most common symptoms lasting beyond 12 weeks in seropositive children were tiredness (3%), concentration problems (2%), and need for more sleep (2%).
Rétt að taka því með fyrirvara - því svo fáir einstaklingar eru í tölunum.
En það a.m.k. sýnir - að börn geta einnig fengið -Long COVID.-
Ein könnun í viðbót, sem er alveg ný: Youre much less likely to get long COVID if youve been vaccinated.
--Sú rannsókn virðist segja, að bóluefni minnki líkur á -Long COVID- mikið.
- Kannanir heilt yfir sýna, Long COVID er nær öruggt ef fólk lendir á spítala.
- Bresk könnun sýndi í heilbrigðu ungu fólki - tíðni Long COVID einungis, 2-3%.
- Sænska könnunin er áhugaverð, en í hópnum 33-52:
-- 1/4 af þeim hóp töldu sig hafa fengið 1 einkenni er varði a.m.k. 2 mánuði.
Ef maður getur notað - sænsku könnunina á heilbrigðis-starfsfólki sem viðmið.
--Þá má reikna með því í óbólusettu fólki fái 26% á aldrinum 33-52 ára, Long COVID a.m.k. 2 mánuði.
- Eins og breska könnunin sýnir -- voru það 1,5% bresku þjóðarinnar heilt yfir.
Er kvartaði undan Long-COVID einkennum. - Einkennin virðast skv. sænsku könnuninni hafa miklu hærri tíðni, í óbólusettum.
- Ástralska rannsóknin segir það sama.
----------------
Þetta að sjálfsögðu skiptir máli er við ræðum - gagnsemi bólusetningar.
Long COVID skv. þessu, hindrar fólk í að - gegna fullum störfum mánuðum saman.
--Þetta þarf einnig að hafa í huga, þegar fólk leggur til að heimila stjórnlausa dreifingu COVID.
Varðandi hættu á alvarlegum aukaverkunum - mikið umrædd!: Bandarísk rannsókn
Þátttakendur í könnun voru 43.448!
- 7 einstaklingar fengu verki í botnlanga.
- 3 fengu hjartavöðvabólgu.
- 3 fengu heilablæðingu.
Aðrar aukaverkanir voru - COVID lík einkenni, eða verkur á stungu-stað.
Skv. því töldust meginþorri aukaverkana - væg.
- Líkurnar á alvarlegustu aukaverkunum eru afar litlar.
En þær eru til staðar.
- Þegar menn meta þetta, þarf einnig að íhuga - Long-COVID.
- En þeir sem fá - Long COVID - þ.e. frá 2 mánuðum yfir í meir en 8 mánuði af einkennum.
--Sá fjöldi er greinilega miklu mun meiri.
En sá hópur er getur fengið alvarlegar aukaverkanir.
Ekki er enn allt vitað sem hægt væri að vita um -- Long COVID.
Varðandi hugmynd að heimila stjórnlausa dreifingu COVID til að skapa ónæmi!
Þrátt fyrir að stökkbreytingar á COVID hafi dregið úr virkni bóluefna.
Held ég að það hafi ekki verið röng ákvörðun - að framkvæma almenna dreifingu bóluefna.
Það er ekkert sérstakt sem bendi til að, náttúrulegt ónæmi.
Endist auglóslega lengur en ónæmi fengið með bóluefnum.
En sumt fólk virðist halda, náttúrulegt ónæmi sé e-h allt annað.
En svo er ekki, bólu-efnin veita þér ónæmi. Þau eru að gera það sama.
- Það sem ég er að segja, að náttúrulegt ónæmi að sjálfsögðu úreltist að sama marki.
- Og það ónæmi sem búið er til með dreifingu bóluefna.
--M.ö.o. þegar COVID sýkilinn stökkbreytist - úreldir hann allt ónæmi, smám saman.
Kvef-veiran virkar einmitt þannig, en kvef er CORONA vírus.
Fólk fær aldrei kvef eitt skipti fyrir öll -- COVID-19 virðist svipað og kvef.
--Nema að miðað við reynslu Bandaríkjanna, er COVID 10-sinnum banvænna en flensa.
- Sú hugmynd sem talsmaður - Ábyrgrar Framtíðar hefur, að láta allt gossa - búa til náttúrulegt ónæmi.
- Mundi einfaldlega ekki virka neitt betur, í því að tryggja langvarandi ónæmi.
Það sama mundi gerast, er veiran stökkbreytist áfram - mundi það fólk aftur geta veikst.
Eins og hefur verið að gerast með fólk er hefur fengið - bólusetningu.
--Hinn bóginn virðist ónæmi í blóðinu a.m.k. hindra alvarlegar sýkingar.
Hann virðist einfaldlega ekki átta sig á því.
Að stökkbreytingar-hraðinn þíðir -- náttúrulegt ónæmi virkar ekkert betur til langtíma.
- Við mundum því ekkert græða á því að láta allt gossa.
- Umfram það að bólusetja alla.
- Þjóðir heims virðast nálgast þann punkt.
- Að dreifa viðbótar bóluefna-sprautum - til að styrkja ónæmið.
Ísrael er þegar að þessu, líkur hratt vaxandi að Bandar. fari að dreifa einnig 3-sprautunni.
Mér virðist margt benda til að, fólk fái 3-sprautuna.
--Þ.s. það hefur í engu minni ónæmis-eflingar-áhrif en að smitast af COVID.
Er 3-sprautan miklu mun áhættu-minni aðgerð, en að láta allt gossa strax.
- Rétt að benda á frá apríl 2020 - apríl 2021, létust 560þ. í Bandar. v. COVID.
- 2020 létust 56-62þ. af flensu er gekk það ár.
- Til samanburðar, létust 30 á Íslandi af COVID yfir sama tímabil.
--En hefðu átt að vera yfir 500.
Miðað við sama dauða-hlutfall og í Bandar.
Sjúkdómsvarnir á Íslandi - björguðu því 500 manns sbr. útkomu Bandar.
Það er algerlega ómögulegt að verja viðkvæma hópa samtímis COVID geisar stjórnlaust!
Vandamálið við þá hugmynd - að dreifa COVID stjórnlaust.
Er að sú hugmynd að verja - viðvkæma hópa samtímis.
--Getur ekki mögulega virkað.
- Aldraðir þurfa á mikilli þjónustu að halda.
- Þeir sem þjónusta aldraða.
--Eiga sína vini.
--Þeir eiga maka.
--Þeir hitta kollega. - Punkturinn er sá.
Ef COVID geisar stjórnlaust.
--Er nær öruggt að viðkvæma fólkið smitast fyrir rest.
Vegna þess, að vikvæma fólkið -- getur ekki verið eitt einhvers staðar í einangrun.
Vegna þess, að viðkvæma fólkið -- þarf stöðugt á margvíslegri þjónustu að halda.
--Sem þíðir, að reglulega þarf það að leita til fólks, sem hefur einnig sitt líf.
- Í stjórnlausu Kófi.
- Sé það afar afar tölfræðilega ólíklegt.
Að það mundi takast að -- verja viðvkæma hópa.
-------------
Þessi hugmynd hefur alltaf verið fullkomlega óraunsæg.
Niðurstaða
Eins og ég benti á, létust 560þ. á einu ári í Bandaríkjunum af kófinu - ca. svipað og hér á Íslandi hefðu látist rýflega 500 manns. Á Íslandi létust aftur á móti 30 yfir sama tímabil.
--Sjúkdómsvarnir björguðu m.ö.o. 500 mannslífum.
- Fólk sem heimtar að - fá að dreifa kófinu án takmarkana.
- Er klárlega ekki með mikla virðingu fyrir - lífi samlanda sinna.
- Þar fyrir utan - virðir það ekki rétt meirihluta fólks, sem vill síður smitast.
Eins og hefur komið í ljós í könnunum á Íslandi - styður ca. 90% Íslendinga sjúkdómsvarnir.
Topp fólkið í heilbrigðist-geiranum fær vel yfir 90% stuðnings-yfirlýsingu skv. könnunum á Íslandi.
--------
Það sem þetta segir manni, er að -- sá hópur sem heimtar að fá óáreittir að smita samlanda sína.
Er fámennur, líklega vel innan við 10% íbúa landsins.
- Þegar það fólk rasar um einræði.
- Er það í reynd að segja, það ætti að ráða.
En ekki megin-þorri landsmanna er vill annað.
--Þessi litli hópur hefur skrítnar hugmyndir um lýðræði.
Ef það heldur að lýðræði snúist um það, að innan við 10% fái að taka ráðin af drjúgum meirihluta.
- Og einnig, ef það heldur það sé einræði -- þegar ríkisstjórn fylgir vilja um 90% almennings.
Sannast sagna á ég ekki von á að þessi flokkur fái mikið fylgi.
Ekki einungis það hve stutt er í kosningar, framboð einungis í einu kjördæmi.
--Heldur það, að hann stendur klárlega fyrir jaðar-skoðun.
Kv.
Þegar ég segi þetta reikna ég með því að eldgosið standi í mörg ár - þ.e. ekki eitt eða tvö, heldur mörg ár, þannig að eldstöðin hlaðist stöðugt upp - hraunstaflinn við hana þykkni stöðugt.
Í þess-lags sviðsmynd, blasir við að á enda munu hraun frá eldstöðinni flæða til allra átta!
--Þannig haga klassísk dyngjugos sér, hvers vegna dyngjur fá sína klassísku lögun!
- Klárlega þarf gosið að standa í a.m.k. nokkur ár, til þess að hraun streymi í átt að Norður-strönd.
- Hinn bóginn, þá væntanlega er það gerist -- verður jafn vonlaust að stöðva þann hraun-straum, og þann er mun væntanlega á nk. vikum taka Suður-Stranda-Veg.
--Ath. hraunið úr eldgosinu er þegar orðið stærra en allt flatamál Reykjavíkur.
Svo menn átti sig á að þetta er ekkert smáræði þegar, og ef eins og flest bendir til að gosið stendur til margra ára -- á eftir að koma upp, gríðarleg hraunbreiða.
Eins og sést á þessari 3-víddarmynd af Fagradalsfjalli, mun það augljóslega taka einhvern tíma fyrir eldstöðina að hækka sig nægilega til að hraun geti farið í Norður!
En ef gosið heldur stöðugt fram árum saman -- þá verður uppbygging gosefna á einhverjum punkti næg til þess, að hraun geti runnið -- Norður.
Þar fyrir utan, gæti gosið stækkað aftur -- jafnvel aftur og aftur!
--Gosið hefur þegar 2-faldast að stærð einu sinni.
--Það getur ákaflega vel vaxið aftur - þess vegna mörgum sinnum!
Sá möguleiki gosið stækki hugsanlega/líklega gerir allar sviðsmyndir mjög óvissar
Í þessari færslu setti ég fram þá kenningu gosið gæti stækkað ítrekað:
Gosið 2-faldaðist að stærð í gær, gæti hugsanlega gosið stækkað aftur? Síðan hugsanlega eina ferðina enn, jafnvel reglulega á nokkurra vikna fresti?.
Ég útskýri einnig af hverju svo geti verið, í því felst einnig útskýring á af hverju það stækkaði.
Lýsing á landreki sem útbúin var af sérfræðingum áður en gosið hófst!
Eins og fram kom í umfjöllun RÚV:
Verðum að búa okkur undir að eldgosið standi árum saman.
Þá miðað við núverandi uppstreymi gos-efna tæki það 50 ár að búa til Skjaldbreiðar stærð dyngju.
En það að þetta sé dyngju-gos virðist staðal sviðsmynd sérfræðinga núna!
- Af hverju það stendur líklega mjög lengi er einfalt að útskýra.
- Væntanlega man fólk enn, að atburðarásin hófst nærri mars-byrjun.
Þá verður skjálftahrina í tengslum við landreks-hreyfingu á þessum slóðum á Reykjanesi.
Kortið að ofan sýnir hvað átt er við. - Við það var togað og teygt á landinu á svæðinu.
Sjálfar plöturnar er liggja þarna, gliðnuðu til. - Við þá hreyfingu hefur greinilega opnast leið fyrir gosefni alla leið niður í Möttul-Jarðar.
Er skjálftavirkni hafði staðið ca. 2-vikur fóru að renna 2-grímur á sérfræðinga.
Þeir rýndu í línurit og skjálfta-upptök, og sáu að líklega var kvika að steyma upp á ca. 1-km. dýpi, undir svæðinu við Fagradals-fjall. - Sú gangavirkni stendur síðan vikur - áður en gos hefst.
- Punkturinn er auðvitað sá, að gosefnin streyma alla leið úr Möttli-Jarðar.
- Að síðast varð slíkt gos á ca. svipuðum slóðum fyrir 6þ. árum.
- Slík gos hafa ekki það hegðunar-ferli sem við þekkjum.
- Þ.e. ekki kvika að safnast í kviku-hólf er liggur mun nær yfirborði.
Vanaleg gos hefjast ef kvikuþrýstingur lyftir landinu, þar til að sprunga opnast er hleypir kvikunni upp á yfirborð.
Síðan eftir því er kvikan steymir upp, minnkar þrýstingurinn í kvikuhólfinu.
Gosið þá smám saman minnkar - oftast mest fyrstu dagana, síðan hættir það er þrýstingur í kvikuhólfi dugar ekki lengur til að þrýsta gos-efnum upp. - Engin leið að vita hve mikil kvika hefur safnast sl. 6þ. ár á þessum slóðum.
Kviku-þrýstingur getur því verið að sé ekki hinn takmarkandi þáttur um gos-lengd. - Gos-lengd getur verið að stjórnist einfaldlega af því.
Hve lengi leiðin upp frá 20km. dýpi helst opin. - Sem getur þítt, gosið verði viðvarandi -- þangað til að næsta jarðskorpu-fleka-hreyfing verður á sama svæði.
--Ekki þekki ég hve langt er á milli fleka-hreyfinga á þessum slóðum, þ.e. hvort það eru áratugir eða jafnvel svo langur tími sem nær öld.
- En gosið gæti staðið svo lengi.
- Magn gosefna þarna niðri, gæti verið það mikið.
- Að jafnvel þó gos stækki mörgum-sinnum, sé það magn ekki hinn takmarkandi þáttur.
Það sem ég er að segja -- að í raun og veru geti það hugsast þetta sé stórgos.
Sjá hérna af vef HÍ: Eldgos í Fagradalsfjalli.
Til þess að þetta verði stórgos þarf það auðvitað að standa lengi og stækka.
Mynd sýnir afstöðu Reykjavíkurflugvallar í samhengi höfuðborgarsvæðis!
Það blasir við ný sýn - þannig að íbúar höfuðborgarsvæðis þurfa greinilega að hugsa flugvallar-mál algerlega upp á nýtt!
- Þegar menn voru að horfa til að afnema flugvöllinn - kom engum til hugar að stórt eldgos gæti hafist á Reykja-nesi er gæti kollvarpað allri sviðsmyndinni.
- En nú hefur það gerst, að komið er gos er mun af verulegum líkindum -- loka samgöngu-leiðum út eftir Reykjanesi.
- Þar fyrir utan telja sérfræðingar nýtt eldgosa-tímabil hafið á Reykjanesi.
--Í ljósi þessa, þarf greinilega snarlega að afskrifa allar hugmyndir um tilfærslu Reykjavíkur-flugvallar!
- Þegar blasir við að líklega getur aðgengi að Keflavíkur-velli lokast.
- Þá eru greinilega allar hugmyndir að færa flug þangað.
--Bæ bæ.
Sama gildir um drauma um lestar-línu. - Ef menn pæla í öðrum flugvallar-staðsetningum á Reykjanesi, utan við Reykjavík.
Þá eru þær algerlega á tæru - þ.s. hraun geta mjög líklega runnið.
Og þar fyrir utan, þ.s. raun eru líkleg að renna. - Að auki, er gosið sem raskar þessu öllu -- þegar í gangi.
Þar með augljóslega enginn tími til þess.
Að færa völlinn eitthvert annað.
--Þau plön þarf greinilega nú að afskrifa.
--Fólk má ekki vera svo fast í hugmyndum, að það fattar ekki að allt er breytt.
- Þegar blasir við að -- líklega fer vegurinn til Kefla-víkur í sundur innan nk. 5-ára.
- Þá er svo komið, að þegar þarf að pæla í undirbúningi þess.
--Að færa milli-landa-flug frá Keflavík.
Enginn einn flugvöllur getur tekið við allri umferðinni frá Kefló!
Því þarf líklega að skipta umferðinni milli þeirra 3-ja flugvalla, í dag eru neyðarvellir.
- Reykjavík.
- Akureyri.
- Egilsstaði.
Einfaldast er að Reykvíkingar - fólk á leið til Reykjavíkur, fljúgi til og frá Reykjavík.
Flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum: Geta nýst fyrir ferðamenn er vilja sjá landið.
- Hægt er í fljótheitum að reisa stálgrindar-hús eða sambærilegt með límtrésbitum, til að hýsa nauðsynlega starfsemi -- sbr. öryggis-hlið ásamt leit.
- Sérhæft starfsfólk er hægt að flytja frá Kefló - þ.s. sá völlur verður væntanlega eftir að vegurinn til Kefló lokast; mjög mikið minna notaður.
Það að Flugleiðir nýlega flugu Max8 vélum frá Reykjavík.
Sannar að enginn vandi er að nota Reykjavíkur-völl meðan gosið heldur Kefló lokuðum.
Niðurstaða
Mér virðist að ekki sé enn almennilega farið að sígjast inn í íslenska stjórnmálaheima, hversu risastór atburður - gosið við Fagradalsfjall líklega er. En miðað við að í dag er þetta talið dyngju-gos er líklega stendur yfir mörg ár. Þá verða líkur yfirgnæfandi að leiðin til Keflavíkurvallar frá Reykjavík -- lokast innan fáeinna ára af hraunstraum.
--Hraunstraumar frá fjallinu er byggist upp, geta síðan haldið áfram að streyma um áratugi, en sú sviðsmynd er til staðar -- að sá möguleiki sé vissulega að svo lengi vari það gos.
--Þar fyrir utan er talið að nýtt eldgosa-tímabil sé að hefjast.
Allar hugmyndir um tilfærslu Reykjavíkur-vallar miðuðu út frá því, að líklega yrði ekki eldgos á Reykjanesi - nk. 100 ár eða svo.
--Þetta virtist fólki á tæru, þ.s. gos höfðu ekki verið í um 800 ár.
- En nú er gosið hafið, sem líklega kollvarpar nær öllum sviðsmyndum.
- Þar fyrir utan er of skammt þangað til gosið líklega einnig tekur Kefla-víkurveg.
Til þess að nokkur möguleiki sé að -- leggja nýjan flugvöll annars staðar. - Þess vegna þarf helst sem fyrst, að hefja undirbúning þess -- hvað þarf að gera.
Þegar eldgosið mjög líklega innan nokkurra ára.
--Lokar aðgengi að Keflavíkurflugvelli.
Mér virðist algerlega blasa við, að það þarf að færa millilandaflug.
Og einnig að allir 3-varavellir Keflavíkur, þurfa að taka þar þátt.
--M.ö.o. Reykjavíkurvöllur og vellir við Akureyri og Egilsstaði.
Menn mega ekki vera svo -- fastir í hugmyndum.
Að menn sjái ekki að -- öllum hugmyndum hefur verið kollvarpað.
--Af máttarvöldunum sjálfum.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Það er ekki fyrr en nú að almennilegar tölur um umfang efnahagsáfalls Íslands liggja fyrir.
Það virðist að umfangi ganga nærri umfangi þess áfalls Ísland varð fyrir 2008.
Seðlabankinn er samt sæmilega bjartsýnn, telur heildarsamdrátt útflutningstekna verða minni en 40% m.ö.o. í spánni reiknar greinilega með viðsnúningi seinni parts árs.
En þó bendir á þá ógnun sem endurkoma kófsins í seinni tíð sé!
Peningamál 2020/3
- Á heildina litið er talið að útflutningur hafi dregist saman um tæp-lega 40% milli ára á öðrum fjórðungi ársins ...
- ... og að samdrátturinn árinu öllu verði ríflega 28% sem er aðeins minni samdráttur en spáð var í maí.
Til samanburðar hefur neysla landsmanna minnkað mun minna en 40%.
- Talið er að einkaneysla hafi dregist saman um 10% milli ára á öðrum ársfjórðungi.
- Gengi krónunnar er ca. 14% lægra en áður en kóf-kreppan hófst.
- 10% minnkun neyslu virðist því í takt við þá þróun er tekið er tillit til þeirra launahækkana sem enn fylgja kjarasamningum.
Útflutningsverðmæti hafa samt minnkkað um 40%.
Það blasir því við að það hlýtur að vera til staðar umtalsverður viðskiptahalli, þ.e. gjaldeyris-neysla landsmanna hlýtur nú vera drjúgt umfram gjaldeyristekjur.
--Þannig að rökrétt gangi á gjaldeyrissjóð landsmanna!
Það þarf ekki endilega þíða að - bráðahætta vofi yfir, sjóðurinn tæmist.
--Og Ísland lendi í snögg stopp atburði, og þurfi aftur að ræða við AGS.
Samdráttur útflutningsverðmæta er ekki einungis - ferðamennska.
Heldur einnig af völdum lækkandi útflutningsverðs fyrir sjávarafurðir, rökrétt afleiðing þess að viðskiptalönd Íslands eru einnig í kreppu.
Eðlilega verulegur samdráttur í fjárfestingum vegna óvissu-ástandsins ekki síður en af völdum kreppunnar, eftir allt saman getur enginn vitað nákvæmlega hvað kófið gerir í framtíðinni.
--Á móti kemur að ég hef heyrt að breskt lyf sé búið að ljúka svokölluðum 3. stigs prófunum þegar lyf er prófað á þúsundum einstaklinga, sem þíðir væntanlega það kemst á markað innan fárra mánaða.
- Líkur því á að bóluefni sé á næsta leiti, geti verið í almennri dreifingu innan nk. 12 mánaða, jafnvel nk. 6 mánaða.
- Móti kemur, enginn veit hvort það geti haft langtíma virkni -- ræðst af því hve hratt og hve mikið vírusinn stökkbreytist.
Spá Seðlabankans um framtíðina er með varnagla um framtíðarþróun kófsins: Greinilegt að hún var unnin, áður en kófið tók aftur við sér síð sumars. Nær framtíðar horfur því sennilega lakari en þeir gera ráð fyrir. Sem þarf ekki endilega umbylta fjær framtíðar horfum - ef maður gefur sér að þau lyf er væntanlega koma á markað á næstunni komi til með að skila fullri virkni.
- Atvinnuleysi 7,9% skv. júlí skráningu.
Samkvæmt árstíðarleiðréttum niðurstöðum sumarkönnunar Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins er munur á hlutfalli fyrirtækja sem vildu fjölga starfsfólki og þeirra sem vildu fækka því neikvæður um 32 prósentur.
Skv. því vex atvinnuleysi verulega síðar á árinu.
Gert er ráð fyrir að heildarvinnustundum fækki um ríflega 7% í ár. Þá er talið að atvinnuleysi muni aukast fram eftir ári, ná hámarki undir lok ársins í um 10% og verða rúmlega 7% að meðaltali á árinu öllu.
Skv. minu minni náði atvinnuleysi mest 9% í kreppunni í kjölfarinu á bankahruninu 2008.
Það sem er gerólíkt bankahruns kreppunni: Ísland virðist sleppa við verðbólgu-bylgju, það sennilega kemur þannig til að þessi tiltekna kreppa er alls-staðar. Meðan að hrun kreppan á Íslandi var mun dýpri en sú kreppa er lönd víðast annars staðar voru að ganga yfir um svipað leiti -- þannig að traust á Íslandi féll þá mun meir en traust á öðrum löndum.
--Þar af leiðandi sáum við mjög mikið gengishrun gegn öðrum gjaldmiðlum.
- 14% gengislækkun er miklu mun minna en 50% lækkunin 2008.
--Væntanlega vegna þess - að kreppan hér er ekki neitt miklu dýpri en annars staðar.
--Þegar allir eru í sama skítnum - þá hafi enginn áberandi minna traust en annar!
- Mæld verðbólga nú 3,3%.
Sbr. 18% er mest var í kjölfar bankahrunsins.
Vaxtaþróun er þar af leiðandi allt allt önnur en þá, sbr. vextir eru þeir lægstu er hafa verið á Íslandi skv. mínu minni, þannig fólk hefur getað endurfjármagnað lán á lægri vöxtum.
--Kemur það fram í skýrslunni að töluvert sé um slíkt.
- Þróun vaxta og þróun lána hefur gríðarleg áhrif á kjör fólks.
Lágir vextir nú, að fólk getur endurfjármagnað með ódýrari lánum - hefur gríðarlega augljóslega mildandi áhrif á stöðu fólks. Miðað við hvað gerðist í síðustu kreppu.
Lánstraust Íslands virðist enn sem komið er í lagi:
Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis3. júlí 2020.
Ávöxtunarkrafa á tíu ára óverðtryggðum ríkisskuldabréfum var 2,5% í lok júní og hefur því lækkað um 0,8 prósentur frá upphafi árs og 1,2 prósentur frá sama tíma í fyrra. Verðtryggðir langtímavextir hafa einnig lækkað á árinu en ávöxtunarkrafa á verðtryggðum tíu ára ríkistryggðum bréfum var 0,1% í lok júní eða 1 prósentu lægri en í upphafi ársins.
Þetta er ekki slæmt - vísbending þess að lánamarkaðir meti stöðu ríkissjóðs Íslands enn nægilega trausta.
Ég nefndi að það hlýtur að ganga á gjaldeyris-sjóð landsmanna, ég verð að álykta út frá lánstrausti því sem ríkissjóður enn hefur.
A.m.k. enn sé ekki það mikið farið út af gjaldeyrissjóðnum, að það ógni greiðslugetu Íslands.
Gjaldeyrisforði og tengdir liðir: Vergur gjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 964,9 ma.kr. í lok júlí og lækkaði um 44,3 ma.kr. milli mánaða.
- Mjög góðar fréttir að forðinn sé enn -- 964 ma.kr.
- Ef hann lækkar ekki hraðar en um 44ma. ca. per mánuð, þá er Ísland í engri bráðri hættu á að tapa sínum forða of hratt út.
Niðurstaða
Ég var persónulega farinn að hafa nokkrar áhyggjur af því að hugsanlega væri gjaldeyrisforði landsmanna farinn að leka hratt út - leki um rýflega 40ma. per mánuð er töluverður halli. En þó ekki eins mikill og ég óttaðist, sbr. það gríðarlega efnahagshrun er hefur dunið yfir.
Mér virðist sá halli vel sloppið miðað við 40% lækkun útflutningstekna.
Og ef lífskjör lækka heilt yfir ekki meir en 10% þá yrði það einnig vel sloppið.
Það sé algerlega einstakt í sögu kreppa á Íslandi ef Ísland sleppur við verðbólgubylgju.
--Lágir vextir hljóti að vera að bjarga mörgum.
Ef lyf berst á markað á nk. mánuðum eins og útlit getur verið fyrir.
Er hugsanlegt að þessi heimskreppa taki brátt enda segjum um mitt nk. ár t.d.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.8.2020 kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.3.2020 | 19:19
Efa að reglugerð Dómsmálaráðherra Íslands - um launalausa þegnskilduvinnu standist stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands!
Þau rök sem ég hef heyrt tínd til er að þegar fellur snjóflóð sé fólk skildugt að aðstoða - þegar fólk kemur á slysstað á það að aðstoða ef þess er klárlega þörf til að bjarga mannslífi.
Hinn bóginn, er til staðar í stjórnarskránni afar skírt orðað ákvæði sem bannar nauðungavinnu!
68. gr.
[Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.] 1)
Nauðungavinna - er auðvitað þegar menn eru þvingaðir til að vinna án launa!
Á móti má tína til mun almennara orðað ákvæði stjórnarskrár, gr. 75.
75. gr.
[Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.
Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.
Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.] 1)
- Hvergi segir þar að þvinga megi aðila að vinna án launa!
- Á sama tíma bannar 68. gr. klárlega nauðungavinnu.
Vissulega er mikið um að fólk mæti í sjálfboðavinnu til aðstoðar - en punkturinn þar um er að það er sjálfboðaliðastarf -- ekki skv. lögþvingun.
Reglugerð Áslaugar Örnu: REGLUR um starfsskyldu samkvæmt VII. kafla laga nr. 82/2008 um almannavarnir.
Ákvæðin sem vekur athygli eru auðvitað eftirfarandi.
1. gr.
Á neyðarstigi almannavarna er það borgaraleg skylda manna sem eru á aldrinum 1865 ára að gegna, án endurgjalds, starfi í hjálparliði almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra...
6. gr. Á neyðarstigi almannavarna getur lögreglustjóri kvatt hvern fullorðinn mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds. Á neyðarstigi almannavarna má sá sem kvaddur hefur verið til tafarlausrar aðstoðar í þágu almannavarna ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra eða þess er hann tilnefnir. Ríkislögreglustjóri hefur ákvörðunarvald um flutning þeirra manna sem kvaddir hafa verið til tafarlausrar aðstoðar í þágu almannavarna. Ef fjöldi manns eða hjálparlið er flutt á milli umdæma skal haft samráð við lögreglustjóra og almannavarnanefnd.
Það sem vekur athygli er:
- Launalaus þegnskilduvinna.
- Að engin tímatakmörk eru tekin fram - engin.
- Einungis talað um skv. ákvörðun lögreglustjórna að höfðu samráði - í samræmi við skilgreint neyðarástand.
En að öllu öðru sjáanlegu er þetta algerlega opið.
- Ég átta mig á að fólki ber að aðstoða á slysstað!
- Að fólk á að aðstoða t.d. ef skellur á snjóflóð - þegar líf liggur við.
Hinn bóginn er COVID-19 ekki algerlega sambærilegur atburður á við snjóflóð eða klassískar náttúruhamfarir!
- Vitum við ekki hve langan tíma þessi - vinna mundi taka, enda geta vandræðin vegna COVID-19 staðið mánuðum saman.
- Það er eitt að bjarga fólki sem er í yfirvofandi lífshættu - í brjálaðri vinnu í einn eða tvo sólarhringa.
Töluvert langt er gengið ef fólk ætti að vinna mánuðum saman án launa. - En ég sé engin skýrari ákvæði önnur en að lögreglustjóri ákveði -- skiptingu starfskvaðar, hvernig henni sé skipt réttlátlega.
Hvergi stendur að ég fæ séð - hve lengi má kveðja fólk til slíkrar launalausrar vinnu.
Síðan virðist það afar opið - til hverra hluta má þvinga fólk til að vinna!
Greinilega virðist lögreglustjóri ákveða hvað telst réttlát skipting vinnu.
Bendi fólki á að það á alltaf að gæta að möguleika þess reglum sé misbeitt -- ekki reikna með því að allir sem hugsanlega lenda í að beita reglu, að sjálfsögðu beiti henni alltaf sanngjarnt.
Það þarf því að passa að ákvæði séu ekki loðin - mörk séu skír.
5. gr.
Hjálparlið almannavarna skal m.a. aðstoða við eftirtalin verkefni: eldvarnir, björgun og sjúkraflutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, löggæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf.
Nokkrir þættir tengjast bersýnilega klassískum náttúru-hamförum.
En félagslegt hjálparstarf -- virðist mér ákaflega loðið hugtak.
Það getur verið það loðið hugtak að unnt væri að misnota það hugsanlega.
- Þegar engin tíma-takmörk eru skilgreind!
- Þegar heimildir til þess hvenær má beita þessu eru ekki vel skilgreindar.
Virðist mér þetta líklega rekast á 68. gr. stjórnarskrár -- er bannar nauðungarvinnu.
Það hljóta vera takmörk við því hve langt er hægt að teygja og toga -- almenna borgaraskildu til að aðstoða á slysstað eða í náttúruhamförum.
--Gegn algerlega skýru ákvæði er bannar án undantekninga nauðungavinnu!
Niðurstaða
Mér þætti áhugavert að heyra raddir þeirra sem hafa sjónarmið í þessu máli. Ég átta mig á að erfiðir tímar eru í gangi. Hinn bóginn þá á erfiðum tímum þarf einnig að gæta að þegnréttindum eins og á öðrum tímum -- þegnréttindi gjarnan geta komist undir álag þegar tímar eru erfiðir. Þess vegna eru stjórnarskrár hafðar þannig að tímafrekt sé að breyta þeim, svo menn gleymi sér ekki einmitt á erfiðum tímum og þinni út almenn borgararéttindi.
Algerlega skýrt orðað ákvæði 68 er bannar nauðungavinnu.
Almennt orðað heimildaákvæði í gr. 75 heimilar óskilgreindar takmarkanir á vinnurétti.
Það verður samt sem áður að gæta að hinu afar skírt orðaða ákvæði 68. gr. er bannar algerlega án þess nokkrar undantekningar séu nefndar -- nauðungarvinnu.
Mér virðist það a.m.k. geta höggvið mjög nærri því að vera nauðungarvinna skv. því banni -- þegar menn eru kvaddir launalaust til að vinna að vandræðum sem vitað er að geta staðið yfir mánuðum saman hugsanlega svo lengi sem hálft ár.
--Varhugavert virðist mér að engin tímamörk eru skilgreind um það hve lengi hvern og einn má þvinga skv. ofannefndri reglugerð.
- Vandamálin mætti einfaldlega leysa með orðalagsbreytingum.
- Hafa vinnuna launaða - t.d. í styrrjöldum er löng hefð fyrir þvingaðri vinnu þ.e. herkvaðningu, en þá eru alltaf greidd laun.
- Og hafa einhver skír skilgreind tímamörk.
Þau virðast ekki til staðar eins og reglugerðin lítur nú út.
Mig grunar að möguleiki sé á því að einhver láti reyna á málið fyrir dómi.
Ef reglugerðin er ekki lagfærð til að draga verulega úr möguleika þess hún brjóti 68. gr.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.3.2020 kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar