Hvaða áhrif hefði efnahagsstefna Trumps - ef maður gerir ráð fyrir að hann gleymi yfirlýsingum um einhliða toll aðgerðir gegn stórum viðskiptalöndum?

Nú er ég að tala um það, að ef Trump fylgir einfaldlega því "supply side" efnahagsplani sem Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa teiknað upp, og getur verið hrint í framkvæmd með litlum fyrirvara, þessi lagasetning hefur þegar verið undirbúin af þingmönnum Repúblikana.

Áhrifin eru þekkt, en 2-forsetar Bandaríkjanna hafa fylgt slíku efnahagsmódeli fram.

  1. Reagan á hinn bóginn, gerði það einungis framan af -- en þ.s. margir kjósa að gleyma er að hann án hávaða smám saman dróg til baka skattalækkanir sínar, þannig að einungis er unnt að tala um "supply side model" á hans fyrra kjörtímabili.
    --Ástæðan var sú, að hallinn á ríkisstjóði Bandaríkjanna varð það mikill að Reagan söðlaði um, vildi ekki skila af sér búi þ.s. skuldir ríkisins hefðu vaxið stórum.
  2. Sá sem aftur á móti fylgdi "supply side" í gegnum sína forsetatíð, var annar forseti sem mun minna vinsælt er að vitna til -- nefnilega Bush forseti hinn síðari. En þar endurtók sig það sem Reagan uppgötvaði að skattalækkunarstefnan leiddi til aukins halla á ríkissjóði Bandaríkjanna -- en ólíkt Reagan söðlaði Bush yngri ekki um, heldur hélt lækkuðum sköttum kjörtímabil sitt á enda.
    --Enda hækkuðu ríkisskuldir Bandaríkjanna verulega meðan hann var forseti.

Martin Wolf hjá Financial Times: Donald Trump’s false promises to his supporters.

  1. "The revised Trump plan would reduce the top individual income tax rate to 33 per cent and the corporate tax rate to 15 per cent."
  2. "It would also eliminate the estate tax." -- sá gildir einungis fyrir eignir umfram milljón dollara, svo þetta er skattalækkun einungis fyrir auðuga.
  3. "The highest-income taxpayers — 0.1 per cent of the population, those with incomes over $3.7m in 2016 dollars — would receive an average cut of more than 14 per cent of after-tax income."
  4. "The poorest fifth’s taxes would fall by an average of 0.8 per cent of taxed income."
  1. "The net effect of these plans would be a large rise in fiscal deficits."
  2. "Calculations by the Tax Policy Center at the Brookings think-tank suggest that by 2020 the deficit would increase by 3 per cent of gross domestic product."
  3. "With current forecasts as the baseline and ignoring any additional spending, this would mean a deficit of around 5.5 per cent of GDP in 2020."
  4. "Cumulatively, the increase in federal debt by 2026 might be 25 per cent of GDP."

--------------

  1. Martin Wolf síðar bendir á, að bandaríska ríkið verji 88% sinna fjárlaga í --> Varnir + heilbrigðismál + stuðningsaðgerðir við lágtekjufólk + félagslegar tryggingar + vaxtagjöld.
  2. Heilt yfir séu útgjöld alríkisins 20% af þjóðarframleiðslu.

Á 10-árum mundu skuldir alríkisins hækka um 25% af þjóðarframleiðslu, við þann hallarekstur sem rökrétt verður til -- ef ekkert væri skorið niður á móti.

Ósennilegt virðist að Trump og Repúblikanar samþykki niðurskurð til hermála - en eitt af loforðum Trumps er einmitt, aukin framlög til hermála!
--Þannig að ef maður gerir ráð fyrir að hann meini það loforð, þá væri það endurtekning nær fullkomin á hagstjórn Bush yngri, þ.e. lækkun skatta + aukin útgjöld.
--Fyrir utan að Trump einnig vill verja auknu fé til opinberra framkvæmda!

Það virðist þar með blasa við --> Að höggvið verði í liði fjárlaga, er beint er að almenningi!
-Heilbrigðismál - aldraðir - fátækir.-

  1. M.ö.o. að í annan stað fái auðugir Bandaríkjamenn, afnám erfðafjárskatts þ.e. þeir sem eiga yfir milljón dollara í eignir + almenna skattalækkun.
  2. En líklega verði öll stuðningskerfi við almenning, skorin niður.

Þannig að þó allir eigi að fá skattalækkun -- þá líklega leiði niðurskurður útgjalda er styðja við tekjur þeirra sem hafa minna en meðal laun, til þess að slíkir hópar tapa sennilega heilt yfir.
--Að auki verða heilbrigðis tryggingar örugglega mun dýrari en í tíð Obama.

  • Þannig að ef það er rétt greint, að tekjumismunur sem hafi vaxandi farið í bandarísku samfélagi, sé ekki síst að baki þeirri reiði kjósenda sem hafi skilað kjöri Trumps.
  • Þá líklega leiði stefna Repúblikana sem Trump líklega leiðir fram -- einmitt til þess að tekjumismunur ríkra og fátækra vex enn frekar, og að auki sennilega verða fátækir og læra launaðar stéttir fyrir nettó skerðingu sinna kjara.

Einungis sé hugsanlegt að loforð Trumps að verja fé í framkvæmdir komi á móti.

Skv. þessu, þegar þessi stefna birtist kjósendum Trump síðar á nk. ári!
Má líklega reikna með reiði-öldu frá þeim er kusu Trump!
--Spurning vaknar þá, hvað gerir Trump þá til að viðhalda sínum vinsældum?
--Trump gæti þá gripið til vanhugsaðra skyndilausna, til að halda í sínar vinsældir!

Nema auðvitað að Trump hafni útgjaldalækkunarhugmyndum þingmanna Repúblikana. Sem mundi skapa honum þinglega sennilega svipaða stöðu og Obama glýmdi við alla sína forsetatíð, að standa gegn kröfum þingsins um útgjaldalækkanir.
--Þá auðvitað líklega skilar sér þessi 25% aukning ríkisskulda Bandaríkjanna að fullu!

 

Niðurstaða

Greining Martin Wolf sem vitnað er til, gerir ekki ráð fyrir þeirri hugsanlegu kreppu sem má vera að Trump búi til. En það án vafa leiðir til kreppu, ef Trump einhliða setur háa tolla á Kína, og fjölda viðskiptaþjóða sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla við.

Ef það yrði snögg umskipti yfir í heimskreppu, þá að sjálfsögðu snarversna forsendurnar sem upp eru gefnar að ofan - þ.s. þá minnka tekjur ríkissjóðs Bandaríkjanna, sem mundi leiða til mun stærri halla á ríkissjóði Bandaríkjanna og því mun hraðari skuldaaukningar bandaríska alríkisins - en að ofan er nefnt.

Punkturinn í þessu er sá, að jafnvel þó ekki sé gert ráð fyrir því að Trump búi til heimskreppu -- þá fyrirsjáanlega mun hans stjórn auka verulega á skuldsetningu Bandaríkjanna!
--Nema auðvitað að Trump mundi skera mjög grimmt niður þá þætti kostnaðar, er einmitt snúa að almenningi!
--En Trump mundi þá hætta á að tapa sínum vinsældum meðal þeirra sem kusu hann til þess að til að bæta kjör almennings.

Trump gæti auðvitað -- hafnað kröfum þingmanna Repúblikana um útgjalda niðurskurð.
Sem gæti leitt hann inn í svipaða þingumræðu og Obama lenti í - í sinni forsetatíð.
--Það auðvitað þíddi að skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna mundu stöðugt vaxa líklega í gegnum hans forsetatíð, þó maður geri ráð fyrir að Trump standi ekki við þau stóru orð að knýja fram stórfelldar breytingar á erlendum viðskiptasamningum Bandaríkjanna.

Þannig að útkoman yrði þá eins að því leiti og hjá Bush -- að Trump mundi skila að sér umtalsvert skuldsettara þjóðarbúi en áður!
--Skuldir Bandaríkjanna miðað við þjóðarframleiðslu gætu farið í kringum 120%.

  • Án þess að gera ráð fyrir hugsanlegri kreppu!

 

Kv.


Margir leggja það til að Trump semji við Pútín um endalok deilna um Úkraínu

Það sem ég bendi á - á móti, er hve óskaplega erfitt það er að treysta Rússlandi undir stjórn Pútíns. En til þess að semja við Pútín þarf traust - og ef menn ofmeta það að hvaða marki Pútín er unnt að treysta. Geta menn endað með -- rasskell!

Gideon Rachman hjá Financial Times lagði til eftirfarandi samkomulag milli Pútíns og Trumps: Donald Trump, Vladimir Putin and the art of a deal with Russia.

"The US will end its opposition to Russia’s annexation of Crimea." - "...it would accept it as a fait accompli." - "Following that, the US will lift economic sanctions." - "The Americans will also drop any suggestion that Ukraine or Georgia will join Nato." - "The build-up of Nato troops in the Baltic states will also be slowed or stopped."

"In return for these large concessions, Russia will be expected to wind down its aggression in eastern Ukraine and not attempt to make further territorial gains there." - "Russian pressure and implicit threats towards the Baltic states of Estonia, Latvia and Lithuania will be dropped." - "Military tensions on the front line between Nato and Russia will be dialled down."

 

Áhættan er augljóslega sú að Pútín getur gengið á bak orða sinna!

  1. Ef refsiaðgerðir eru lagðar niður - væri mun erfiðar að starta þeim aftur, þ.s. smám saman hefur byggst upp nokkur andstaða við þær. Þegar aðgerðir Pútíns á Krímskaga voru ferskar -- þá dugði reiðialdan í kjölfarið til þess að skapa samstöðu um aðgerðir.
    --Nema að Pútín gerði eitthvað nýtt stórt, þá væri erfitt að endurræsa refsiaðgerðirnar, grunar mig.
    **Þannig að Pútín gæti sennilega bókað þetta sem "win" þó svo að hann stæði að mörgu leiti ekki við samkomulagið.
  2. Ef Trump formlega samþykkir yfirtöku Rússlands á Krímskaga -- þá getur hann ekki svo auðveldlega dregið það til baka, nema hann hafi skilyrt sína viðurkenningu því að Pútín mundi standa við alla sína enda.
    --Segjum að Trump setji engin slík skilyrði, þ.e. hann velji að treysta Pútín -- þá gæti Trump litið afskaplega aulalega út, ef Pútín stendur ekki við sína þætti samkomulagsins eftir allt saman.

T.d. hefur Pútín alltaf hafnað því, að svokallaðir uppreisnarmenn séu í reynd -- málaliðar. Þó að Pútín greiði fyrir allt uppihald þeirra stjórnsýslu, laun þeirra hermanna og að auki útvegi þeim nærri öll þeirra vopn.
--Það gæti verið verulega stórt -trix- að sanna það svo óhyggjandi sé, að Pútín hafi hætt afskiptum af Úkraínu deilunni.

En ef málaliðar hans væru enn á svæðinu, þ.e. svæðin eru ekki formlega afhent stjórnvöldum Úkraínu!
Ef Trump mundi samþykkja loforð Pútíns, án þess að ganga úr skugga um það, að Pútín gæti ekki með mjög einföldum hætti með skömmum fyrirvara bakkað til baka í sama ástand og er nú.
--Þá gæti Pútín einfaldlega -- þegið sem "win" að hafa fengið samþykki Trumps formlega á yfirtöku Krímskaga, samtímis og ef loforð um engin frekari afskipti af Úkraínu eru án innihalds -- þá gæti hann dregið þau loforð til baka með litlum fyrirvara.

Sama gilti auðvitað um sérhvert loforð um -- tilfærslu herstyrks innan landamæra Rússlands, að slíkan her er unnt að færa aftur til baka með litlum fyrirvara; meðan að það mun taka töluverðan tíma að nýju fyrir NATO lönd að skapa aftur nýja samstöðu til þess að færa sína hernaðarstöðu aftur til baka.
--Þarna nýtur einræðisríkið eins af fáum kostum einræðis, að geta verið snöggt að breyta ákvörðunum.

Að lokum, gæti Pútín einnig síðar meir mjög auðveldlega dregið til baka hvert það loforð sem hann kann að hafa veitt -- um afskiptaleysi af innri málefnum Eystrasalt landanna!
--En eftir allt saman er fordæmi til staðar, að Pútín - sveik hátíðlegt loforð Yeltsins sem fyrri forseti Rússlands undirritaði með fulltrúum Bandaríkjanna - Bretlands - Frakklands og Þýskalands, að tryggja og virða með ævarandi hætti landamæri Úkraínu.
**M.ö.o. hefur Pútín sannað í fortíðinni, að fyrir honum er undirritað samkomulag ekki pappírsins virði, ef hann síðar meir ákveður -- að það henti ekki honum lengur að virða það!

Með öðrum orðum, gæti Trump litið út á eftir sem fullkominn auli!

Spurning hvað mundi Trump gera við samskiptin við Rússland, ef Pútín mundi fullkomlega taka hann í bakarýið með ofangreindum hætti?

Augljóslega yrði Trump óskaplega reiður!

En það gæti verið mat Pútíns, að Trump sé veikgeðja, þannig að hann mundi meta það svo að Trump mundi ekki gera Pútín eða Rússlandi neitt það sem Pútín mundi ekki treysta sér að lifa við -- gegnt því að hafa grætt formlega viðurkenningu á yfirtökunni á Krímskaga og endalok refsiaðgerða, án þess að fyrir rest leggja inn nokkuð á móti eða m.ö.o. fyrir ekki neitt!

 

Niðurstaða

Ég á ekki von á því að það séu miklar líkur á meintu bandalagi Pútíns og Trumps. En málið er að ég held virkilega að Pútín fyrirlíti Trump. Á hinn bóginn hafi hann sennilega reiknað Trump út fullkomlega - enda sem gamall starfsmaður KGB, lengi þar háttsettur yfirmaður - þá kann Pútín sennilega allt um "personal manipulation" þ.e. hann er líklega mjög góður í því að reikna fólk út, og finna út hvernig er unnt að ná út úr því - hverju því sem hann vill!

Mér virðist viðbrögð Rússlands og rússneskra fjölmiðla benda til þess - þ.e. með hvaða hætti augljóslega er uppi tilraun til að sleikja upp Trump af hálfu Rússa!
--En þ.e. þekkt að aðferðin til að eiga við "narkissista" eins og Trump, er að blíðka þá eða m.ö.o. slá þá gullhömrum.
Þar sem að "narkissistar" eru alltaf sannfærðir að þeir eigi gullhamra skilið, séu þeir alltaf veikir á svellinu fyrir "personal manipulation" af því tagi að beinlínis er verið að "taktístk" að blíðka þá.

Mig grunar sterklega að Pútín sé að þessu til þess eins -- að hafa eins mikið upp úr Trump og hann getur, samtímis og Pútín ætlar sér að láta eins lítið á móti og hann mögulega getur!
Öllu verði á meðan tjaldað til í Kreml til að slá Trump gullhamra!
Og ef Trump mundi koma í heimsókn meðan á því stendur til að undirrita samkomulag, mundi sennilega vera stráð blómahafi í kringum Trump.
--Ekkert sé um of í augum Pútíns, þegar hann sé að fiska og leitast við að hala inn fiskinn:)

Síðan grunar mig eftir að hann hafi haft upp úr Trump það sem hann getur!
Þá auðmýkji hann Trump!
Því Pútín fyrirlíti líklega Trump!
En einnig vegna þess, að Pútín vilji stuðla að því að embætti Bandaríkjaforseta sé sem veikast -- ein aðferð til þess, sé að veikja þann aðila sem gegni því á hverjum tíma!

Pútín sé að leitast við að beita -- "divide and rule."
--Hann skipulega leitist við að veikja alla þá sem hann telur geta ógnað sér!
**Mig grunar sterklega að hann muni ekki sleppa tækifærinu að veikja stöðu Trumps, eftir að hann hafi náð upp úr Trump því sem hann telur sig mest geta náð fram!

 

Kv.


Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki gefið Framsóknarflokknum betri gjöf, en að mynda stjórn með Bjartri Framtíð og Viðreisn!

Ég er að segja, að ef Sjálfstæðisflokkurinn gerir þetta, Björt Framtíð og Viðreisn samþykkja. Þá reikna ég fastlega með hressilegri fylgisaukningu Framsóknarflokksins!
En ég er nær algerlega viss, að þessi ríkisstjórn - verður fullkomlega lömuð af innri deilum!

  1. En þessi ríkisstjórn verður augljóslega ekki mynduð, nema að BF og Viðreisn, nái fram í stjórnarsáttmála, loforði Sjálfstæðisflokksins að það verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort skal hefja aðildarviðræður að nýju.
  2. En þó svo að slíkt næðist fram inn í stjórnarsáttmálann, er það ekki endilega það sama og að af slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu verði - en þingið mun þurfa að samþykkja að halda hana formlega.
  3. Og þar sem að í 32-sæta meirihluta, hefur sérhver þingmaður stjórnarinnar neitunarvald, og sumir þingmenn Sjálfst.fl. eru mjög andvígir aðild.
  4. Þá er ég ekki að sjá, að sennilegt sé að meirihluti náist fram innan þingliðs stjórnarinnar, fyrir tillögu um að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.
  5. Auðvitað, rökrétt beita þá þingmenn BF og Viðreisnar stöðvun á mál Sjálfst.fl. á móti - ef þeirra mál eru stöðvuð af einstökum þingmönnum Sjálfst.fl.

Hin athyglisverða spurning er þá gæti komið upp!
Er hvað stjórnarandstaðan gerir?

En tæknilega gætu t.d. 3-þingmenn Samfylkingar, og/eða þingmenn úr þingliði Pírata - stutt við tillögu Viðreisnar og BF - um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokks a.m.k. greiða henni einnig sitt atkvæði.
--Gæti hún þá náð samt fram þrátt fyrir andstöðu einhverra þingmanna Sjálfstæðisfl.

  • Hinn bóginn, væru þeir þingmenn þá að bjarga jafnvel -- lífi stjórnarinnar!
  • Mundu flokkar er frekar vilja að vinstri stjórn verði mynduð -- hjálpa við að halda lífinu í slíkri hægri stjórn?

Óttarr_Bjarni Ben_Benedikt

Vegna innri klofnings og deilna gæti þessi ríkisstjórn orðið að "de facto" minnihlutastjórn!

Verið þá háð stjórnarandstöðunni um stuðning við einstök mál!
Það væri þá endurtekning á sjónarspilinu er Íslendingar urðu vitni að í tíð Vinstri stjórnar Jóhönnu og Steingríms.

  • En á sama tíma, grunar mig, að það væri alltaf sterk freysting til staðar hjá a.m.k. Pírötum og Samfylkingu, jafnvel VG að auki -- að vilja fella stjórnina.

M.ö.o. sé a.m.k. ekki augljóst -- að þeir flokkar hjálpi stjórninni að koma sínum málum í gegn.

 

Útkoman gæti þá orðið sú, að stjórnin setji nýtt Íslandsmet í lömun og aðgerðaleysi

  1. Eiginlega græðir Framsókn í báðum tilvikum --> En ef Sjálfstæðisfl. eins og VG í tíð vinstri stjórnar, færi með virkum hætti að vinna í því að koma Íslandi inn í ESB.
    --Þá rökrétt lekur ESB andstætt fylgi yfir til Framsóknar.
  2. Ef vinstri flokkarnir í stjórnarandstöðu velja frekar að hjálpa ekki stjórninni, í von um að hún falli -- Framsókn hjálpar ekki við það að stuðla að ESB aðild.
    --Þá verða flokksmenn BF og Viðreisnar stöðugt pyrraðri -- þeir blokka mál Sjálfst.fl. þá á móti --> Nettó útkoma, fullkomin lömun!
    **Í þessu tilviki gæti Framsókn grætt jafnvel enn fleiri atkvæði.

Sigurð Inga --> Mundi ég ráðleggja að halda áfram að vera jafn kurteis og málefnalegur og honum er tamt! Að tala landsföðurslega!
--> En að hann skapi trausta ímynd á sama tíma og það logar allt sundur og saman í deilum meðal annarra hægri flokka, mundi sennilega með öflugum hætti stuðla að því að Framsókn græddi þreytta og leiða hægri sinnaða kjósendur!

 

Niðurstaða

Ég vil meina að Sjálfstæðisflokkur sé að taka mikla áhættu með því, að stofna til ríkisstjórnar þar sem fyrirséð er mikil hætta á sundrung og deilum, samtímis að þingmeirihluti gerir einstökum þingmönnum flokkanna þriggja það mögulegt - að stöðva mál að vild fullkomlega.
--Ég bendi á að Samfylking fékk á sig fylgishrun í kjölfar Vinstristjórnar Jóhönnu og Steingríms, sem eins og þekkt er - logaði í nær stöðugum innri deilum kjörtímabilið á enda.

En rökrétt verða kjósendur leiðir - reiðir og pyrraðir á stjórn, þ.s. stjórnarheimilið reglulega logar stafna á milli.
--Svo erfið er þessi stjórn líkleg að verða hvað innra samstarf varðar, að hún sennilega virkar sem -- minnihlutastjórn, sem verði háð stjórnarandstöðu um framgang einstakra mála.

Það setur þá stórt spurningamerki, hvort að vinstri flokkarnir mundu hjálpa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokk? Eða nota tækifærið til að hefna sín fyrir kjörtímabil vinstri stjórnarinnar? Að sjálfsögðu mundi Framsókn ekki aðstoða BF og Viðreisn með þeirra mál!

Ég held að góðar líkur séu á útkomu, er mundi leiða fram umtalsverða smölun á fylgi af hægri væng, yfir til Framsóknarflokksins. Framsókn þyrfti fyrst og fremst að gæta sín á því, að deilur blossi ekki upp innan Framsóknarflokksins sjálf á sama tíma, en ef friður er innan Framsóknar á sama tíma og Framsókn gætir sín að halda málflutningi málefnalegum!

Þá mundi Framsókn geta grætt mjög umtalsverða fylgisaukningu í stjórnarandstöðu í þetta sinn!

 

Kv.


Trump verður líklega fremur valdamikill forseti, a.m.k. fyrstu 2. árin

Ég segi þetta vegna þess að: A)Repúblikanar héldu meirihluta í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings og Öldungadeild Bandaríkjaþings - þannig að Trump hefur feril sinn í bestu þinglegu stöðu sem forseti er líklegur að standa frammi fyrir. B)Óvæntur sigur Trumps, hefur án efa skotið Repúblikönum á þingi skelk í bringu, þ.e. þeim sem voru með gagnrýni á Trump -- tel ég að óvæntur sigur Trumps, geri það ólíklegt a.m.k. fyrst um sinn, að þingið verði Trump óþægur ljár í þúfu. C)Trump virðist ætla að taka með sér inn í Hvítahúsið, þéttan hóp stuðningsmanna sem hann treystir og deila megin dráttum sömu eða svipuðum skoðunum og Trump. Þeir styðja þá hvern annan -- það styrkir Trump í að fylgja sinni stefnu fram þó að á móti geti það verið veikleiki slíks teymis -> Að allir hugsi eins.

Þessi sterka staða sem Trump líklega hefur a.m.k. til að byrja með!
Getur stórum hluta flogið frá honum síðar meir!
En sú útkoma er þó háð því --> Akkúrat hvað Trump velur að framkvæma!

T.d. spruttu upp nokkuð víðtæk mótmæli í 12 stórum bandarískum borgum, strax þegar vitnaðist að Trump hefði náð kjöri --> Sú mótmælahreyfing er með hótanir um að viðhalda stöðugum mótmælum út forsetatíð Trumps: Anti-Trump protest leaders say preparing for long fight.
Ef stefna Trump síðar meir verður óvinsæl -- gæti sú hreyfing náð verulegu velgengni.

  • Síðan hafa Kínverjar varað Trump við því, að eyðileggja Parísarsamkomulagið um aðgerðir gegn hlínun lofthjúpsins - “It is global society’s will that all want to co-operate to combat climate change,” - "The Chinese negotiators added that “any movement by the new US government” would not affect their transition towards becoming a greener economy": China warns Trump against abandoning climate change deal.
  • Kína hefur einnig sagst ætla mynda viðskiptabandalag Asíuþjóða - í kjölfar þess sem talið er öruggt, að Trump hætti við samning við Asíuþjóðir og S-Ameríkuþjóðir um sameiginlegan viðskiptasamning.

M.ö.o. er eins og Kína sjái sér nú hag af að -- taka nánast nákvæmlega öfugan pól í hæðina og talið er líkleg stefna Trumps stjórnarinnar!
**Það hlýtur eiginlega vera að Kínverjar haldi að þeir muni græða á því!

 

Nú veit enginn hvað Trump ætlar að gera, enda hans stefnuyfirlýsingar í kosningabaráttunni fullar af atriðum er stangast á!

  1. Augljósa ábendingin er sú, að ef stefna Trumps verður verulega óvinsæl, t.d. ef hún skapar sýnilega neikvæðar afleiðingar er almenningur finnur fyrir. Þannig að stuðningur meðal almennings minnki, samtímis og andstöðu vaxi fiskur um hrygg.
  2. Þá gæti þingið þ.e. þinghópur Repúblikana í deildunum tveim - hætt að vera þægur ljár í þúfu fyrir Trump.
  3. En ef almenningur snýr baki við Trump - þá er sennilegt að pólitískur reikningur þingmanna Repúblikana breytist, þ.e. í stað þess að vera hræddir við Trump - verði þeir hræddir við almenning.

Það virðist ljóst - að Repúblikanaflokkurinn er að reyna að ná stjórn yfir stefnu Trumps.
Repúblikanaflokkurinn, vill að Trump fylgi hans efnahagslega módeli þ.e. "supply side" en láti vera að -> A)Standa við yfirlýsta stefnu Trumps um alþjóðaviðskipti. B)Leggi áherslu á sparnað í ríkisrekstri--frekar en eyðslu, sem Trump hefur lofað t.d. að verja fé til uppbyggingar innviða "infrastructure" innan Bandaríkjanna - til að skapa störf.--Ég persónulega efa að Trump muni láta að stjórn!

 

En segjum að Trump standi við allar sýnar helstu stefnuyfirlýsingar!

Þá er ég fullkomlega viss að almenningur snýr baki við Trump - þó ekki samstundis. Fyrstu viðbrögð gætu verið aukinn stuðningur við hann! En þegar afleiðingar stefnunnar koma fram, þá snúist almenningi örugglega hugur!

  1. Eins og ég hef margbent á, þá skapar Trump heimskreppu - þ.e. kreppu í Bandaríkjunum sem og í ekki síst Kína --> Ef hann lætur verða af hótun svo sem, 45% verndartoll á vörur innfluttar frá Kína.
    --Þar um geti ekki verið hinn minnsti vafi, að háir tollamúrar samstundis valda kreppu, þ.e. efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum síðan eða mjög fljótlega, einnig efnahgsstjóni í þeim löndum sem tollamúrum væri beint gagnvart.
  2. Ég get ekki ímyndað mér önnur viðbrögð almennings, en að hann snúist gegn Trump - þegar afleiðingarnar verða ekki fjölgun starfa og bætt kjör -- heldur verulega stórfelld kjaralækkun og bylgja af atvinnuleysi er auki það verulega umtalsvert.
  3. Síðan auðvitað, mundi það gera nánast hverja einustu erlenda þjóð - foxvonda út í Bandaríkin og Trump sérstaklega, ef Trump ýtir heiminum í kreppu. Þ.e. efnahagstjón fyrir öll ríki heims, þar á meðal - aukning atvinnuleysis líklega alls staðar.
    --Þá fer örugglega sterk and amerísk alda um heiminn.
  4. Samskiptin við Kína gætu orðið ákaflega slæm í kjölfarið.

Í því samhengi að almenningur snúi baki við Trump!
Gætu nánast öll hans völd fjarað undan honum!

M.ö.o. gæti hann hafið sinn feril með mikil völd!
En endað hann sem nánast áhrifalaust og fyrirlitið rekald.

Þetta þíðir auðvitað að Trump hefur líklega stefnuglugga!
Það er, ca. 1 - 1 1/2 ár.
En eftir 1 1/2 ár fer Fulltrúadeildin að hugsa um endurkjör!Þá verður hún tregari í taumi, án þess að nokkurt annað komi til!

-- --> M.ö.o. ef Trump hefur sinn feril af krafti!
Getur hann komið megninu af þeim lagabreytingum sem hann vill innleyða í verk!
Þar á meðal þeim breytingum á stefnu Bandaríkjanna "for good or for worse" sem hann vill innleiða!

 

Niðurstaða

Ég er sammála öllum aðvörunum um hættuna af Trump fyrir Vesturlönd. En kjör hans er risastór hætta fyrir það frjálslynda heimsskipulag sem Bandaríkin sjálf komu á fót. Samtímis að ef hann fylgir einnig hugmyndum sínum fram um stefnubreytingu gegn bandamönnum Bandaríkjanna - þá gæti skollið á öryggis krísa í Evrópu á nk. ári! Og auðvitað í Asíu einnig.

M.ö.o. gæti hann lagt niður nánast allt kerfið sem Bandaríkin byggðu.
Þeir sem græða stórfellt á þeirri útkomu, mundu verða Kína sérstaklega, og Rússland að einhverju verulegu leiti.

Ef hann auk þess skapar nýja heims kreppu -- þá gæti staðan í heims málum orðið virkilega óþægileg eftir ekki lengri tíma en t.d. 2. ár!

  • Tjónið sem hann gæti valdið á einungis einu kjörtímabili - gæti orðið það mikið að Bandaríkin mundu hugsanlega aldrei getað náð því að jafna sig af því af fullu.

Ég er því ekki hissa --> Að Pútín sé kampakátur!
_______________
Fyrir Ísland gæti skapast stórhættuleg öryggiskrísa innan nk. 2-ja ára. Auk þess að ef Trump skapar heims kreppu, þá að sjálfsögðu mundi verða djúpt hrun í ferðamennskunni hér.

 

Kv.


Spurning hvað Trump gerir út af Íran -- en hann hefur fordæmt 6-velda friðarsamninginn við Íran, kallað Íran eina helstu uppsprettu hryðjuverka í heiminum!

Það er vitað að Bush forseti vegna þrýstings frá Ný-íhaldsmönnum, íhugaði árásir á Íran á sínum tíma -- en Bush lét ekki af því verða!
Meira að segja Bush tók ekki þá áhættu að hefja stríð við Íran!

Trump í kosningabaráttunni, einfaldlega tók upp -- prógramm Repúblikana um Íran, sem er vitað að er verulega undir áhrifum Ný-íhaldsmanna í flokknum.
--Spurning m.ö.o. hver eru akkúrat áhrif Ný-íhaldsmanna á stefnu Trumps?

 

Stríð gegn Íran væri enn verri hugmynd, en innrásin 2003 í Írak!

Íran er ekki einungis stærra land en Írak, heldur miklu mun fjöllóttara!

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

  1. Þetta er ein af hinum risastóru spurningum sem vakna þegar maður íhugar stefnu Trumps!
  2. En erfitt er að sjá að ef Trump snýr Bandaríkjunum til baka til stefnu fjandskapar við Íran - þ.e. endurreisn refsiaðgerða að fullu af hálfu Bandaríkjanna, og líklega þrýstingur frá Bandaríkjastjórn á önnur lönd - að gera slíkt hið sama.
  3. Auk þess að reikna má með því, að endurreist væri sú aðferð - að refsa erlendum fyrirtækjum fyrir að eiga viðskipti við Íran.

Að útkoman yrði með margvíslegum hætti slæmur fyrir Bandaríkin sjálf.

 

Mér virðast líklegustu áhrifin af slíkru umpólun Trumps!

Að Íran mundi halla sér að Kína!

En Íran er gríðarlega vænn biti - ef maður íhuga þá staðreynd að Íran hefur aðgang að tveim höfum þ.e. Kaspíahafi og Persaflóa, en við hvor tveggja svæðin eru mjög auðugar olíu- og gaslyndir.

Kína er þegar stærsti fjárfestirinn í Írak, í olíuvinnslu þar -- og það virðist augljóst að Kína væri til í að veita fé til Írans, ef Bandaríkin loka á viðskipti fyrir Íran og írönsk fyrirtæki - í dollar.

  1. Síðan væri nákvæmlega ekki neitt, sem hindraði Íran í því að endurreisa sitt kjarnorkuprógramm til fyrra horfs.
  2. Þ.s. að Íranar hafa varið miklu fé til að grafa þau mannvirki - undir fjöll, en af fjöllum á Íran nóg -- eins og sést á kortinu að ofan.
    --Það þíðir að þau mannvirki eru fullkomlega örugg fyrir lofthernaði.

M.ö.o. yrðu megin áhrif slíkrar stefnu líklega að tryggja að -- Kína eignaðist mjög verðmætan bandamann við Persaflóa!
Og gæti líklega komið sér þar upp her- og flotastöðvum, á landsvæði Írans -- beint andspænis herstöðvum - flotastöðvum og flugherstöðvum Bandaríkjanna á landsvæðum Arabaríkjanna við Persaflóa.

Ég er sem sagt að segja - að slík stefnumótun væri afar óskynsamleg fyrir Bandaríkin, og af hálfu Trumps.
--Stríð við Íran væri fullkomið brjálæði!

 

Niðurstaða

Mjög margt orkar tvímælis í stefnuyfirlýsingum Trumps meðan hann var í kosningabaráttu. Afstaða hans gegn Íran er mjög gott dæmi einmitt um það. En ef maður hefur í huga að Íran er þessar mundir bandamaður Rússlands - jafnvel þó að það bandalag sé hugsanlega einungis eins lengi og það hentar báðum löndum, en ég efa að þau séu í raun og veru - vinir. Þá orkar það samt augljóslega fremur tvímælis, að ætla í beina andstöðu og harðar aðgerðir gegn megin bandamanni Rússlands í Mið-austurlöndum. Samtímis og Trump hefur einnig talað um að draga úr spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands!

Trump þarf bersýnilega að skýra stefnu sína betur!
______
Svolítið skemmtilegt að fylgjast með því, hvernig Rússland er að reyna um þessar mundir, að sleikja upp Trump, sbr:
Trump's foreign policy approach almost same as that of Putin: Kremlin

 

Kv.


Traustasti kjósendahópur Donalds Trump virðist hafa verið hvítir með tekjur yfir meðaltali sem ekki hafa háskólagráðu

Skv. rannsóknum á kosningahegðan sl. þriðjudag í Bandaríkjunum, þá liggja fyrir eftirfarandi niðurstöður!

‘Forgotten’ white vote powers Trump to victory

  1. Hvítir kjósendur, 70% bandarískra kjósenda, kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 58/37%.
  2. Hvítir kjósendur án háskólagráðu, kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 67/28%.
  3. Það áhugaverða á móti, er að hvítir kjósendur með háskólagráðu kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 49/45%.
    --M.ö.o. Trump vann þann hóp naumlega þó, öfugt við margar spár.
  1. Það kemur engum að óvörum að konur kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 54/42%.
  2. En það kemur örugglega einhverjum á óvartTrump tapaði fyrir Clinton í lágtekjuhópum, þ.e. hópar með tekjur innan við 50þ.$ kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 52/41%.
    --Sem væntanlega kemur einhverjum að óvörum, sem telja að Trump hafi haft mesta verkamannafylgið, svo virðist ekki vera skv. þessu.
  3. Annað gildi um hátekjuhópa þ.e. Trump vann í öllum tekjuhópum er hafa meir en 56þ.$ í árstekjum.
    --Sem gæti bent til þess að skattalækkunarhugmyndir Repúblikana hafi skilað að einhverju verulegu leiti þeim atkvæðum.

 

Svo er auðvitað forvitnilegt:
--Að heildarfjöldi atkvæða Trumps er mjög svipaður þeim fjölda sem John McCain fékk um árið gegn Obama, en varð þá undir.
--Að auki Trump fær milljón færri atkvæði en Romney 2012, þó tapaði Romney það ár fyrir Obama!

"Mr Trump’s total vote is in line with what John McCain received in 2008 and about 1m below what Mitt Romney received in 2012."

Skv. því er Trump í reynd ekki að fá neitt sérstaklega góða kosningu!
A.m.k. ekki í sögulegu samhengi!

Þó að Clinton hafi fleiri atkvæði heilt yfir - munar einungis 100þ. atkvæðum.

 

Spurning hvort slík útkoma geti verið endurtekin?

En svokölluðum hvítum kjósendum er að fækka hlutfallslega stöðugt -- sennilega minna út af aðflutningi fólks en mismunandi fæðingartíðni innan mismunandi hópa er byggja Bandaríkin.

En svokallaðir hvítir Bandaríkjamenn, virðast hafa heilt yfir lægri fæðingartíðni en aðrir hópar, t.d. "latinoes" smám saman hafa verið í hlutfallslegri fjölgun.

Að einhverju verulegu leiti - hjálpar það ferli því að auki, að slíkir hópar eru stór hluti aðkomumanna innan Bandaríkjanna.

  • En mesta fjölgunin hlutfallslega sé nú meðal Asíufólks er býr innan Bandaríkjanan!
  • Sem sé einna helst drifin af - aðflutningi Asíubúa til Bandaríkjanna.

10 demographic trends that are shaping the U.S.

Það eru auðvitað nokkur ár í það enn -- að hlutfallsleg fjölgun annarra hópa en "hvítra" leiði til þess að þeir verði ekki lengur fjölmennari en allir aðrir hópar samanlagt.

"By 2055, the U.S. will not have a single racial or ethnic majority."

  1. Svo fremi auðvitað að hlutfallslega fjölgun annarra hópa haldi áfram af sama krafti og áður!
  2. En punkturinn er auðvitað sá, að sú aðferð er Trump beitti - sem höfðar fyrst og fremst til hvítra kjósenda, verður þá stöðugt eftir því er árin líða -- ólíklegri til að takast!
  • Þannig að það er alveg hugsanlegt, að leið sú er Trump fór - virki aldrei aftur!

 

Niðurstaða

Góð spurning sem ég sá einn varpa fram - yfir hverju eru hvítir kjósendur með árlaun yfir 56þ.$ að kvarta?
Einn möguleikinn gæti verið -- ótti við breytingar. En Bandaríkin eru að breytast hratt, og breytingar mæta alltaf - einhverri andstöðu. Og ef margt breytist í einu, getur sú andstaða orðið veruleg.

Það að Clinton vann í lægri tekjuhópum - nokkuð örugglega. Veikir þau rök að Trump hafi mikið höfðað til verkamanna sem hafa misst af lestinni - þannig séð.

Kannski var það mótmæli gegn breytingum sem samfélagið stendur frammi fyrir, sem knúði fram sigur Trumps -- frekar en að um hafi verið að ræða mótmæli gegn bágri efnahagslegri stöðu, af hálfu kjósendahópa sem finnst ekki að stjórnmálin séu að takast á við þeirra ótta!

 

Kv.


Trump virðist hafa unnið -- skv. könnun vilja bandarískir kjósendur að nýr leiðtogi bindi endi á forskot ríkra áhrifamikilla

Ef marka má kosningaúrslit undir morgun -- stefndi í sigur Trumps

Ég greini síðan frá niðurstöðu Reuters-Ipsos könnunar er birt var á kjördag í Bandaríkjunum! Ef maður skoðar frambjóðendurnar -- verður vart sagt að þeir standist þessar væntingar:

  1. Trump milljarðamæringur, erfði auðinn - tæpast dæmi um það sem kjósendur þá kalla eftir.
  2. Varla getur Clinton talist það heldur, atvinnupólitíkus með langa sögu þátttöku í stjórnmálum - þó Trump sé ríkari en hún, er Clinton fjölskyldan mjög auðug.
  • M.ö.o. eru bæði - plútókratar!

-------------------

U.S. voters want leader to end advantage of rich and powerful

  1. "75 percent agree that "America needs a strong leader to take the country back from the rich and powerful.""
  2. "68 percent agree that "traditional parties and politicians don’t care about people like me.""
  3. "76 percent believe "the mainstream media is more interested in making money than telling the truth.""
  4. "57 percent feel that "more and more, I don't identify with what America has become.""
  5. "54 percent feel "it is increasingly hard for someone like me to get ahead in America.""

-------------------

Trump hefur reynt að halda á lofti að hann væri ekki - elítupólitíkus!

En hann er klárlega af auðugu elítunni í Bandaríkjunum - og ef maður skoðar það sem hans framboð berst fyrir, þá er mjög erfitt að túlka það sem - vinsamlegt þeim sem minna mega sín.

En hann ætlar að leggja af svokallað "Obama care" - en án þess að skipta því kerfi út fyrir annað kerfi, sem býður sambærilega vernd fyrir þá - sem trauðlega hafa efni á heilsugæslu.
--En augljóslega með því að færa Bandaríkin til baka til sama kerfisins er var áður - þá fækkar þeim aftur sem eiga efni á - heilsutryggingu, og aðgengi þeirra sem tapa aðgengi að heilsutryggingum þá versnar.

Hann ætlar að lækka skatta með hætti, sem mun skila verulegum hagnaði til auðugra Bandaríkjamanna - og bent hefur verið á að tillaga hans um að afleggja erfðafjárskatt sem einungis virkar fyrir eignir að verðmæti mælt í milljónum dollara, muni bæta velferð barna Trumps.

Hann ætlar að skera niður í velferðarmálum almennt - m.a. til að fjármagna skattalækkanir.

Það sem hann hefur reynt að slá sig til riddara út á - eru hugmyndir hans um verndartolla, gagnvart helstu stóru viðskiptalöndum Bandaríkjanna.

  1. Jafnvel þó það væri rétt, að verksmiðjur mundu snúa aftur -- inn fyrir slíka tollamúra, ef þeir væru settir nægilega háir.
    --Þá tæki það mörg ár fyrir nýjar verksmiðjur að hefja starfsemi.
  2. Við vitum í reynd ekki, hvort slíkar verksmiðjur mundu bjóða mörg störf --> En þ.e. nú hafin týska í róbót væðingu, þ.e. alveg möguleiki að nýjar verksmiðjur væru reistar skv. því módeli, þannig að fá framleiðslustörf yrðu til.

En gallarnir við slíka nálgun eru mjög alvarlegir:

  1. En háir verndartollar einhliða settir á helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna - án nokkurs vafa, framkalla tafarlausa - heimskreppu.
  2. En kreppa mundi verða í Bandaríkjunum, ef innflutningsverð hækka verulega --> Sem mundi fúnkera eins og að gengi Dollar hefði lækkað verulega, þ.e. kaupmáttur bandarískra borgara mundi lækka.
    --Sem þíddi, samdrátt í neyslu, þar með tap á störfum í verslun og þjónustu almennt.
    Vegna þess að stærsti einstaki liðurinn í bandaríska hagkerfinu í dag - er neysla, þá leiðir samdráttur í neyslu samtímis og hagvöxtur er hægur - án vafa til kreppu.
  3. Kreppa mundi samtímis skella á í viðskiptalöndum Bandaríkjanna - sem eru verulega háð Bandaríkjamarkaði, svo sem Kína - líklega einnig S-Kóreu og Japan, jafnvel Þýskalandi að auki.
    --Kreppa samtímis í þeim löndum og Bandaríkjunum = heimskreppa.
  4. En kreppa í stærstu hagkerfum heims, þíddi -- samdráttur og kreppa alls staðar.

En nettó áhrifin mundu án vafa leiða til mun fleiri tapaðra starfa innan Bandaríkjanna -- en nokkrar líkur væru á að hugmyndir Trump væru líklegar að skapa!

Svo væri kjara-rýrnun Bandaríkjamanna sennilega varanleg!
--Þar með að sjálfsögðu, þeirra sem eru í fátækari hluta launamanna!

Með þetta í huga -- þurfa launamenn er kusu Trump að hafa verið afar einfaldir!
--Því þeir augljóslega kusu gegn sínum hagsmunum.

 

En jafnvel þó maður geti auðveldlega teiknað Clinton einnig sem elítumanneskju!

Þá hefur hún ekki haft það sem stefnu - að setja einhliða upp nýjar viðskiptahindranir gegn helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna, eins og Trump hefur skýrt og skorinort hótað.

Það eitt og sér, þó ekkert annað væri nefnt -- gerði hana að skárri vakost fyrir fátækari hluta Bandaríkjamanna!

Þar auðvitað eru menn að bera saman --absolute disater-- og --status quo.---

En sama ástand er skárra - en breyting til þess mikilla muna verra!
--Jafnvel þó allir væru sammála að núverandi ástand sé slæmt.

Sé órökrétt að kjósendur virðast hafa valið að gera ástandið - verra!

 

Niðurstaða

Samkvæmt þeim niðurstöðum er lágu fyrir um 5-leitið í morgun, stefndi í sigur Trumps!

Eins og ég benti á, þá er hvorki Clinton né Trump það sem bandarískir kjósendur vilja kjósa. Eigi að síður voru Clinton og Trump það val sem kjósendum var boðið upp á.

Eitt algerlega víst að Trump er augljóslega til mikilla muna verri kosturinn ef menn vilja:
A)Ekki að elíturnar auðgist frekar.
B)Ekki að þær verði enn öflugari og áhrifameiri en áður.
C)Vilja að dregið sé úr ójöfnuði.

En meðan að Clinton hefði viðhaldið nokkurn veginn sama ástandi og áður, ef marka má líklega stefnu hennar ef hún hefði náð kjöri <--> Þá augljóslega mun stefna Trumps halla mjög á fátækari hluta Bandaríkjamanna og launamenn innan Bandaríkjanna almennt, sem og auka bilið milli ríkra og fátækra frekar en núverandi ástand.

--Bandarískir launamenn virðast hafa kosið gegn sínum hagsmunum?
Ef marka er hvernig staðan leit út ca. um 5-leitið í morgun!

Kv.


Daginn þegar Bandaríkjamenn kjósa sinn næsta forseta segir gefur Reuters-Ipsos Clinton 90% sigurlíkur

Sjá hlekk: Clinton has 90 percent chance of winning. En þar kemur fram að mati sérfræðinga Reuters-Ipsos þurfi Trump að hafa betur en Clinton í flestum eftirfarandi fylkja -> Florida, Michigan, North Carolina, Ohio - þar sem niðurstöður könnunarinnar voru innan skekkjumarka þannig að óvisst er hvort Clinton eða Trump hefur þar betur; og helst að auki að sigra í Pennsylvania þ.s. Clinton mældist með naumt forskot.

"Any combination of two losses in the three states of Florida, Michigan and Pennsylvania would almost assuredly result in a Clinton victory."
"At the same time, Trump must hold onto the traditionally Republican state of Arizona, where the race has drawn close, and hope that independent candidate Evan McMullin does not claim another Republican bastion, Utah."

  1. "To win, Trump needs higher turnout among Republican white voters than that which materialized in 2012..."
  2. "...a drop-off in ballots by African-American voters and a smaller-than-predicted increase in Hispanic voters, the project showed.

Tölur sem þegar liggja fyrir, fólk er þegar hefur kosið, bendi til -- eitthvað lakari kjörsóknar meðal svartra, sem eru slæm tíðindi fyrir Clinton
-En á móti, virðist veruleg aukning í gangi í mætingu Bandaríkjamanna af svokölluðum latneskum ættum, miðað við kosningarnar 2012 -- sem eru góð tíðindi fyrir Clinton, gerir hana t.d. "very competitive" í því sem vanalega er "Republican stronghold" Arizona.

Mat sérfræðinga Reuters-Ipsos er:

"The former secretary of state was leading Trump by about 45 percent to 42 percent in the popular vote, and was on track to win 303 votes in the Electoral College to Trump’s 235, clearing the 270 needed for victory, the survey found."

Ég skal ekki segja að það sé fullkomlega útilokað að svo reynt fyrirtæki í gerð skoðanakannana hafi rangt fyrir sér!
En könnunin sem birt var á mánudag, er það nærri kosningum - þ.e. birt daginn áður og unnin um sl. helgi, að mjög hátt hlutfall kjósenda var líklega búnir að ákveða sig.
--> Sem eru rök fyrir því, að könnunin ætti að fara nærri niðurstöðum.

  • Það að FBI-kynnti á mánudag, að rannsókn FBI á e-mailum Clinton væri lokið í annað sinn, með sömu niðurstöðu sem áður -- m.ö.o. að Clinton væri laus mála hvað FBI áhrærir --> Getur síðan alveg leitt til lítilsháttar fylgisaukningar hennar á kjördag.

Það kemur auðvitað í ljós!
En stund sannleikans er upp runnin!

 

Niðurstaða

Öll heimsbyggðin mun án vafa fylgjast náið með talningu atkvæða á kosninganótt aðfararnótt miðvikudags, þar sem þessar kosningar eru óvenju mikilvægar - vegna þess að annar frambjóðandinn ef kjörinn, segist ætla fylgja stefnu er óhætt er að segja að mundi skapa mikið umrót í heiminum, ef þeirri stefnu væri framfylgt.

Flestar þjóðir heimsins, hafa ekki nokkurn áhuga á ruggi af slíku tagi -- allra síst nýrri heimskreppu, er væri ein af líklegum afleiðingum þess ef stefna Trumps næði fram að ganga.
--Auk þess að kalt stríð við Kína - væri nær fullkomlega örugg afleiðing að auki.

Þannig að ef í ljós kemur að Clinton nær kjöri - mun fara um heimsbyggðina án vafa, stór léttir! Þó að enginn hafi sérstakar væntingar til Clintons sem forseta!

Þá a.m.k. á enginn von á því, að hún reyni að rugga málum með þeim hætti, er Trump segist ætla gera ef hann nær kjöri.

 

Kv.


FBI tilkynnir heimsbyggðinni, að fyrri niðurstaða FBI að ekki séu nægar sannanir fyrir dómsmeðferð gagnvart Hillary Clinton - standi!

Þetta sjálfsagt kemur sem léttir fyrir marga, sem óttast hugsanlegan sigur Donalds Trump, en miðað við hugmyndir Trumps ef maður ímyndar sér að þær mundu verða framkvæmdar - hafandi í huga það hrikalega tjón sem framkvæmd hans hugmynda leiddi af sér fyrir heimsbyggðina alla, sem og Vesturlönd sérstaklega og Bandaríkin.
--> Þá hlýtur allt hugsandi fólk að vonast eftir ósigri Trumps þann 8/11 nk.

FBI clears Clinton in latest email review two days before election

FBI to take no action against Clinton over new emails

Emails Warrant No New Action Against Hillary Clinton, F.B.I. Director Says

Director James B. Comey FBI

http://media2.fdncms.com/arktimes/imager/u/blog/4477700/maxresdefault.jpg?cb=1467735651

Yfirlýsing Comey: “Based on our review, we have not changed our conclusions that we expressed in July with respect to Secretary Clinton,” - "During that process, we reviewed all of the communications that were to or from Hillary Clinton while she was secretary of state,"

Eins og þarna kemur fram, fór FBI - yfir gögn úr tölvu sem hafði verið í eigu eiginmanns Huma Abedin, sem er -- einn mikilvægasti ráðgjafi og aðstoðarkona Hillary Clinton.
--En Huma hafði einnig notað flatskjá eiginmanns síns í einhver skipti, til að taka við e-mailum frá Clinton, er Hillary Clinton var utanríkisráðherra!

Í dag er Huma Abedin fráskilin, enda hennar eiginmaður orðinn ófrægur fyrir -tippamyndir- sem hann dreifði af sér um netið, varð síðan að segja af sér sem þingmaður fyrir!
Að auki sendi hann óviðeigandi skilaboð til stúlku undir lögaldri!
M.ö.o. yfrið nægar forsendur fyrir skilnaði!

Ég fjallaði um þetta nýlega: Ákvörðun FBI að opna að nýju rannsókn á e-mailum Hillary Clinton 11 dögum fyrir kosningar er að sjálfsögðu gjöf til Donalds Trump.

Þetta var auðvitað risastórt drama - að opna aftur rannsókn á e-mailum Clintons.
Miðað við skoðanakannanir undanfarinna daga, hefur málið skaðað fylgisstöðu hennar, og fært Donald Trump og stuðningsmönnum hans, nýja von!

En nú hefur FBI - lokið þessari nýju rannsókn.
Og niðurstaðan er áfram sem fyrr - að ekki séu næg gögn til að styðja málsókn gegn Clinton.

Sjá umfjöllun mína um fyrri niðurstöðu: Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða.

Það verður að koma í ljós -- hverju þetta breytir eða einhverju þegar kosið er á þriðjudag!

Það má auðvitað vera að einhver ný hreyfing verði á lokametranum yfir á Clinton, nú þegar hún er a.m.k. hreinsuð að því marki - að FBI er nú formlega hætt rannsókn á henni!

En miðað við kannanir undanfarinna daga -- > Getur kosninganóttin orðið mjög spennandi!

 

Niðurstaða

Að FBI tjá heimsbyggðinni að fyrri niðurstaða þeirra gagnvart Hillary Clinton standi, eftir að hafa lokið nýrri rannsókn á gögnum er fundust í tölvu fyrrum eiginmanns eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton -- er örugglega mörgum léttir!
Á hinn bóginn, er 7/11 í dag og þ.e. kosið þann 8/11.

--Getur einn dagur haft mikið að segja?
Einn dagur þegar Clinton er laus allra mála frá FBI!

Verður ný fylgissveifla yfir á Clinton síðasta dag kosningabaráttunnar?
Of skammur tími er til stefnu til þess að svarið sé líklegt að birtast fyrr - en þegar talið verður upp úr kjörkössum að kosningum afloknum!

Mig grunar að margir eigi eftir að naga neglur þessa kosninganótt.
Því þessar kosningar virkilega eru ákaflega mikilvægar!

 

Kv.


Sérstakt af Bjarna Ben að segja lítinn stjórnarmeirihluta hafa kosti

En eins og Bjarni Ben sagði þetta - „Það geta svo sem verið kostir í því líka að þá þurfa allir að standa þétt saman og það er lítið svigrúm fyrir menn. Stundum eru meirihlutar of stórir fyrir sumra smekk,“ -> En hér er líklegast vísað til hugsanlegs 32 tekja sæta meirihluta Sjálfstæðisflokk í samstarfi við Bjarta Framtíð og Viðreisn!

Lítill stjórnarmeirihluti getur verið kostur

http://www.visir.is/apps/pbcsi.dll/storyimage/XZ/20121129/FRETTIR01/121128742/AR/0/AR-121128742.jpg?NoBorder

Í hvaða skilningi gæti svo lítill meirihluti verið kostur?

Mér virðist það einna helst geta verið kostur í augum einhvers -> Sem stefnir að ríkisstjórn, sem líklega - getur engu afrekað eða m.ö.o. gerir ekki neitt!
En það gæti skoðast sem kostur virðist mér nánast eingöngu í þeim skilningi, ef menn telja rétt að setja upp ríkisstjórn, er virkaði sem nokkurs konar - hindrun, eða Þrándur í Götu.Sem menn gætu viljað gera, ef afstaða þeirra er megin hluta á þann veg, að þeir telja líklegar breytingar -- fyrst og fremst ógn við þeirra hagsmuni!
--Þannig að betra sé að sem allra allra minnst sé gert!

  1. En flestir ættu að vita að 32ja sæta meirihluti þíðir, að hver einasti þingmaður ríkisstjórnar - getur stöðvað mál, eða m.ö.o. að mál ná ekki í gegn, nema allir þingmenn viðkomandi ríkisstjórnar eru sammála!
  2. Hafandi í huga stefnumál þessara tilteknu flokka --> Virðist það afskaplega ólíklegt að slík staða myndist, að allir þingmenn þeirra verði sammála!
    --Nema hugsanlega um mál sem varða rekstur ríkisins sjálfan t.d.
    --Þá grundvallarstefnu að greiða niður skuldir landsins.
    Eða m.ö.o. þá þætti sem ekki eru pólitískt umdeildir.

 

Ég persónulega skil ekki, af hverju Benedikt Jóhannesson og Óttar Proppé - ættu að vilja þannig stjórn!

En þeir vilja tiltekna hluti - sem vitað er að eru mjög umdeildir meðal a.m.k. hluta þingliðs Sjálfstæðisflokksins. Sem auðvitað þíðir, að ef stjórn sem þeir starfa í með Sjálfstæðisflokknum hefur einungis 32-þingmenn, þá sé afar ósennilegt að sú ríkisstjórn muni geta klárað þau umdeildu mál vegna andstöðu a.m.k. sumra þingmanna Sjálfstæðisflokksins; áður en kjörtímabil er úti!
--Á netinu er nú gjarnan sagt, að starfa með Sjálfstæðisflokknum sé "toxic" en ég get a.m.k. tekið undir að það mundi mjög líklega virka með þeim hætti fyrir Bjarta Framtíð og Viðreisn - að starfa með Sjálfstæðisflokknum, með einungis 32-þingmenn!

En þá geta þeir einstöku þingmenn Sjálfstæðisflokks, sem eru harðastir í andstöðu við þau mál - sem Óttar og Benedikt vilja ná fram!
Tafið þau eins lengi og þeir vilja!

Eða með öðrum orðum!
--Ég stórfellt efa að slík ríkisstjórn mundi endast lengi frameftir kjörtímabilinu!
--Því augljóslega yrðu þeir Óttar og Benedikt afskaplega frústreraðir, líklega fremur fljótlega.

Ályktunin er einföld!
--Að ef Óttar og Benedikt hafa áhuga á að starfa með hægri stjórn.
--Þarf Framsóknarflokkurinn að vera með, en einungis þannig væri nægur þingmannafjöldi til þess að flokkarnir gætu gert eitthvert stórt samkomulag sín á milli, og náð því fram!

Nú, ef Óttar og Benedikt geta ekki hugsað sé að hafa Framsókn með - einhverra hluta vegna!
--Þá sé hægri stjórn ekki raunhæfur möguleiki fyrir þá!

Það þarf vart að taka fram - að ef þeir vilja alls ekki Framsókn með.
Þá sé eina Plan-B tillaga Pírata um stjórn VG - Bjartrar Framtíðar - Viðreisnar; með stuðningi Pírata og leyfanna af Samfylkingu.

  • Ef þ.e. ekki hægt að mynda þá stjórn - ef slík niðurstaða mundi leiðast fram, mundi stefna í að þeir Óttar og Benedikt yrðu utan stjórnar eftir allt saman!
  • Ég efa að sú stjórn gæti afrekað miklu - þ.e. tillaga Pírata er einungis um vörn gegn vantrausti, en síðan yrði stjórnin að semja um öll þingmál - hvert fyrir sig.
    --Sem yrði í besta falli, tafsamt.

 

Niðurstaða

Ef ástæðan að Bjarni Ben talar um tiltekna 32 þingsæta stjórn er sú að þeir Óttar Proppé og Benedikt Jóhannesson hafa hafnað þeim möguleika að hafa Framsókn með - þar af leiðandi einungis tilbúnir að ræða þá útgáfu með Bjarna Ben. Sem ég mundi álíta órökrétta afstöðu, þ.s. þá sé nær fullkomlega tryggt að þeir Óttar og Benedikt ná ekki sínum málum fram, þ.s. nær algerlega öruggt sé að einhver þingmanna Sjálfstæðisflokks sé þeim andvígur. Þannig að Bjarni Ben álíti þessa tilteknu stjórn - eina möguleikann fyrir ríkisstjórnarsamstarf sem blasi við Sjálfstæðisflokknum! Þá sennilega bendi flest til þess, að BB-skili fljótlega umboðinu aftur til Guðna Th. líklega áður en nk. vika er á enda! Þar sem það sé nánast brjáluð hugmynd fyrir Óttar og Benedikt að mynda stjórn - sem nær algerlega öruggt er að mundi akki afgreiða nokkurt þeirra helstu stefnumála sem þeir stefna að, og þeirra flokkar eru kosnir út á! En þannig ríkisstjórn væri að sjálfsögðu -toxic- fyrir þá, sem sviki öll þau loforð sem þeir veittu þeirra kjósendum fyrir sl. þingkosningar!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband