22.2.2017 | 00:34
Róbótaskatt? Athygli vakti er Bill Gates tók undir slíka hugmynd
Eitt sem menn eru farnir að velta fyrir sér - er hvaða áhrif róbótvæðing hefur á skattstofna ríkisins.
En tekjuskattar eru ein megin stoð skattkerfisins í flestum löndum í dag. Sem heldur síðan uppi því velferðarkerfi sem tíðkast í dag í flestum þróaðri löndum.
- En róbótvæðing í sífellt fleiri starfsgreinar, bersýnilega fækkar í framtíðinni þeim sem starfa vítt og breitt.
- Sem væntanlega þíðir, eftir því sem færri hafa vinnu, þá minnkar innkoma ríkisins af tekjusköttum á laun.
--Þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar í framtíðinni, fyrir félagslegt stuðningskerfi, en ekki síður fyrir aðra þætti, sbr. skólakerfi sem haldið er uppi af ríkisvaldinu og ekki síður heilbrigðiskerfi.
Ein möguleg útkoma er sú; að það verði stöðug þróun til vaxandi - félagslegs óréttlætis.
Þ.e. atvinnuleysi vaxi - skattstofnar ríkisins dvíni.
Þar af leiðandi, verði félagslegur stuðningur fyrir höggi, samtímis og atvinnuleysi vex.
--Augljóslega mundi slík útkoma, leiða fram samfélags átök.
--Sem og vaxandi stuðning við, pólitískar öfgar.
Bill Gates Says Robots Should Be Taxed Like Workers
The robot that takes your job should pay taxes, says Bill Gates
Málið er að róbótar taka ekki endilega bara yfir framleiðslustörf!
En gagnrýnin á róbótskatt hugmyndir - snýst helst um það, að ef róbótar eru skattlagðir -- fari framleiðslan þangað þ.s. róbótar eru ekki skattlagðir.
--Eiginlega klassíska röksemdin, að fyrirtækin leiti í lágskattaumhverfi.
Já og Nei.
- En málið er, að líklega verða einnig mörg einföld skrifstofustörf - róbótvædd.
- Og að auki mikill fjöldi einfaldra afgreiðslustarfa, sbr. er ekkert tæknilega ómögulegt við að sjoppu-afgreiðsla verði róbótvædd t.d., og einnig afgreiðsla á skyndibitafæði, jafnvel afgreiðsla í fatabúðum -- eða í bönkum, o.s.frv.
- Störf við þrif, virðast einnig líkleg að á endanum verða róbótvædd.
En það má væntanlega tala um -- það verði öldur "waves" af róbótvæðingu.
--Framleiðslustörfin fari fyrst - síðan komi næstu öldur róbótvæðingar smám saman inn.
- Þá erum við að kannski tala um -- útrýmingu nánast allra "low skill" starfa.
- Augljóslega fer skyndibita-afgreiðslan ekki til lágskattalands, eða fatabúðin, o.s.frv.
- Ef róbótar yrðu skattlagðir.
Slík skattlagning rökrétt breytir markaðsforsendum!
Að róbótvæða verður dýrara en ella -- gagnrýnin er þá á þá leið, að skattlagningin minnki skilvirkni.
--En á móti, mundi hún skila tvennu!
- Ríkið fær skatta, til að áfram viðhalda velferðarkerfum.
- Einhver tilvik verða þ.s. skattur hindrar að róbótar taki yfir störf.
--Málið er að fjöldi skatta, breyta markaðsforsendum.
En það getur einfaldlega einnig verið vísvitandi markmið a.m.k. að hluta.
Að nota skattlagningu til þess að hafa áhrif á ákvarðanir fyrirtækja.
- Pólitíkin hefur alveg rétt til að taka þess konar ákvarðanir.
- Ef víðtækur stuðningur er fyrir því.
En þ.e. grundvöllur lýðræðis fyrirkomulags, að á endanum ræður samfélagið útkomunni.
Niðurstaða
Það er hvað maður saknar í þjóðfélagsgagnrýni t.d. Donald Trumps - og Trumpista. Að þeir fókusi á hina raunverulegu ógn við störf.
--Sem að sjálfsögðu er sú róbótvæðing sem er í farvatninu heiminn vítt.
En hún mun hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir samfélög manna.
Setja meira eða minna allt á annan enda!
--Rökrétt mun því fylgja eins umfangsmikil samfélags átök a.m.k. og urðu þegar iðnvæðingin sjálf hófst og fór að umbylta öllum samfélagsháttum.
En hin stóru samfélagsátök 20. aldar, má öll kalla -- hliðarverkan iðnvæðingar.
--Vísa til kommúnisma bylgjunnar og öll þau átök er þá fóru af stað og voru hnattræn.
- Róbótbylgjan - ef hún skellur yfir, án þess að vörnum væri við komið!
--Gæti hrint af stað, fullt eins varasamri samfélags-uppreisn.
Kv.
20.2.2017 | 23:45
Spurning hvort að Trump sé að snúast gegn Pútín?
En athygli vekur ráðning hans á -Lieutenant General Herbert Raymond McMaster- sem nýr Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta-hússins. Hann virðist sannarlega eins og Trump segir, virtur innan hersins og þekktur sem sérlega fær á sínu sviði.
--En hann er einnig þekktur fyrir - að vera óhræddur við að tjá andstæða skoðun við sína yfirmenn, ef hann er ekki sammála þeim.
--Og hann er, eins og Marine General James Mattis Utanríkisráðherra Bandaríkjanna -- eindreginn þeirrar skoðunar að Rússland sé ógn.
General known for sharp questions will be Trump's new top security adviser
McMaster og Trump
Augljós afleiðing þess að skipta Flynn fyrir McMaster!
- Stuðningur við NATO eflist innan ríkisstjórnar Trumps - en báðir hershöfðingjarnir McMaster og Mattis, eru eindregnir stuðningsmenn NATO og hernaðarsamstarfs Bandaríkjanna við önnur lönd.
- Stuðningur við eftirgjöf gagnvart Rússlandi - og nýjan frið við Rússland án umtalsverðrar eftirgjafar af hálfu Rússlands, veikist.
- Síðan er McMaster -- alls ekki með Múslima andúðar skoðanir Trumps eða Flynn - en McMaster virðist hafa lagt áherslu á það að hermenn undir hans stjórn þegar stríð Bandaríkjanna innan Írak í tíð George Bush var í gangi; kynntu sér "lókal" siði og venjur, og þekktu muninn á Shítum og Súnnítum - - og hann virðist hafa verið óragur við það að semja við "lókal" leiðtoga.
Maður veltir fyrir sér þessari - ást Trumps á hershöfðingjum.
En sá sem hafnaði um daginn boði um sama starf, var annar háttsettur hermaður til viðbótar.
Trump var búinn að gefa það eftir, að nýr Þjóðaröryggisráðgjafi, mætti velja sitt starfslið!
Maður veltir fyrir sér - hvernig ríkisstjórnin kemur til með að virka.
En hershöfðingjarnir tveir - án vafa mynda a.m.k. að einhverju leiti, mótvægi við Bannon.
Líkur virðast þar með fara verulega minnkandi á því - að Trump veiti Rússlandi nokkra umtalsverða eftirgjöf, ef Trump og Pútín hittast.
--En báðir hershöfðingjarnir án nokkurs vafa munu mælast ákveðið gegn nokkru slíku.
--McMaster þekktur fyrir að vera sérlega óragur við að tjá sínar skoðanir, þó þær gangi í berhögg við skoðanir hans yfirmanns.
Hvernig Trump á eftir að líka það.
En Trump er þekktur fyrir flest allt annað - en skoðanaumburðarlyndi.
Á eftir að koma í ljós.
Niðurstaða
Almenn ánægja innan Bandaríkjanna virðist ríkja um val McMaster hershöfðingja sem nýs Þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta-hússins. Hann er maður sem virðist mega treysta, að taki sitt hlutverk fullkomlega alvarlega.
--Hinn bóginn ganga skoðanir hans í mikilvægum atriðum í berhögg við yfirlýstar skoðanir og stefnu Donald Trump - þegar kemur að Múslimum.
--Einnig við skoðanir Bannon, nokkurs konar áróðursmálaráðherra Trumps.
Bannon og hann -- gætu orðið eins og, eldur og vatn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2017 | 23:32
Geta Almannavarnir Íslands ráðið við Kötlugos -- í ljósi gríðarlegs fjölda ferðamanna?
Ég set þetta fram sem opna spurningu!
Við vinnufélagarnir höfum rætt þetta innan okkar hóps, og enginn okkar hefur svar við þessu.
En punkturinn sem ég hef í huga, er hin gríðarlega fjölgun ferðamanna undanfarin ár.
- En 2017 gæti fjöldi ferðamanna farið rýflega yfir 2 milljónir.
- Í júlí 2017, er alveg hugsanlegt að fjöldi ferðamanna á landinu, gæti verið nærri - milljón.
- Þar af gætu nokkur hundruð þúsund verið á landinu - sunnanverðu.
- Maður getur vel séð fyrir sér, að yfir 200þ. væru á svæðinu á Suðurlandi, þar sem stórhætta getur skyndilega orðið - ef Katla fer að gjósa.
Það eru þessar tölur sem ég hef í huga!
Er ég varpa því fram - hvort Almannavarnir mundu ráða við vandamálið?
Flestir vita geri ég ráð fyrir að Kötlugosi fylgir gríðarlegt hamfarahlaup úr Mýrdalsjöki!
Það er - bráðahættan, að loka þarf söndunum Sunnan við - um leið og gosórói hefst.
Svo þarf að tæma svæðið með hraði, koma ferðamönnum sem íbúum á brott - það er auðvitað þessi mikli fjöldi er getur verið til staðar, sem getur flækt málið, og valdið því að erfitt geti verið að tryggja fullkomna tæmingu í tæka tíð.
Síðan er það -- öskugosið.
- Við erum að tala líklega um miklu stærra gos - en Eyjafjallajökulsgosið.
- Það gætu verið milljón manns á landinu.
- Keflavík - gæti lokast.
Það mundi fara eftir vindátt, í hvaða átt öskuskýið berst.
- Síðan gæti annað gerst, að þó Keflavík sé ekki lokuð.
- Að eins og í Eyjafjallajökulsgosinu, sé ekki hægt að fljúga frá Íslandi til Evrópu.
- Við gætum því verið með -- hundruðir þúsunda strandaglópa.
Að klára peningana sína - sem þyrftu aðstoð, af þessa völdum.
Fyrir utan að ferðamennirnir - eðlilega eru ekki hugarfarslega undirbúnir fyrir, öskufall.
--Það gæti verið mikið um -- áfallastreyturöskun.
--Og þörf fyrir, áfallahjálp - umfram þ.s. Ísland hefur tekist á við fram til þessa.
Spurning um áhrif á framtíða ferðamennsku - en Ísland hefur verið í tísku, ef hundruðir þúsunda ferðamanna fara frá Íslandi --> Haldnir áfallastreyturöskun, gæti það alveg skaðað ferðamennskuna.
- Ef Ísland fær á sig orðspor, að vera hættulegt land?
En orðspor fer gjarnan frekar eftir - upplifun, en nákvæmum staðreyndum máls!
Niðurstaða
Ef einhver þekkir til um það, að hvaða leiti viðbúnaður Almannavarna hefur verið uppfærður í ljósi gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna -- væri ágætt að sá eða sú, mundi koma með innlit.
En hin gríðarlega hraða fjölgun, gæti alveg verið umfram þá uppbyggingu sem er til staðar.
Á við, að viðbúnaður hafi ekki náð að fylgja þessari miklu fjölgun.
En væntanlega þarf að - skala upp viðbúnað í ljósi gríðarlegrar fjölgunar fólks sem getur verið til staðar á landinu, næst þegar Katla gýs.
--Það gæti vel gerst nk. sumar - um hábjargræðistímann.
En síð sumars er kannski ekki ósennilegt, en snjóbráð léttir fargi af jöklum og gæti aukið líkur á tímasetningu goss í júlí eða ágúst nk.
Þá gætu öll met um fjölda fólks á landinu verið að falla á sama tíma.
--M.ö.o. nokkurs konar fullkominn stormur fyrir okkar - Almannavarnir.
Kv.
19.2.2017 | 02:30
Trump ætlar að gefa út nýja ferðabanns tilskipun fyrir ríkisborgara: Íraks, Sýrlands, Íran, Súdan, Líbýu, Sómalíu og Yemen
Það sem virðist athyglisvert við hina fyrirhuguðu nýju tilskipun!
Að lærdómur er tekinn af mistökum við þá hina fyrri.
- Hún verður gefinn út með 2-ja vikna fyrirvara.
- Þannig að hún gildir þá, frá útgáfudegi - ekki fyrir þá sem fá gilda pappíra til Bandaríkjanna - innan þess tíma frá útgáfudegi.
- Það veitir einnig starfsmönnum útlendinga-eftirlits Bandaríkjanna, tíma til að undirbúa daginn - er hún formlega tekur gildi.
- Síðan mun hún ekki gilda fyrir "Green Card" hafa - þ.e. útlendinga með varanlegt búsetuleyfi sem eru enn ríkisborgarar landanna 7.
New U.S. travel ban to spare green card holders: Trump official
Málatilbúnaðurinn hefur samt marga af sömu göllunum og áður!
- T.d. hafa Bandaríkin - nána samvinnu við bráðabirgðastjórn Líbýu, og stjórnina í Mogadishu í Sómalíu - sem sannarlega ræður ekki öllu landinu langt í frá.
--En Bandaríkin hafa aðstoðað þó þær ríkisstjórnir báðar, í baráttu við margvískonar - illþýði.
--Mér virðist þar af leiðandi, það ekki beinlínis vera góð laun fyrir samstarfið.
Nýlega t.d. tók bráðabirgðastjórn Líbýu - Sirte af ISIS, naut þar aðstoðar bandaríska flughersins.
Hvernig ætlar Trump að viðhalda samvinnu stjórnina í Tripoli?
Eða stjórnina Mogadishu?
::Stundum er sagt að laun heimsins séu vanþakklæti. - Síðan virðist mér enn - skorta öll raunverulega haldbær rök fyrir þessari tilskipun, sem sögð er til að vernda bandaríska borgara.
--En ekki eitt einasta hryðjuverk sl. 30 ár a.m.k. hefur verið framið innan Bandaríkjanna, af borgurum þessara 7 - landa.
M.ö.o. er erfitt að sjá, að neyðarástand slíkt sé til staðar í innra öryggismálum Bandaríkjanna gagnvart þessum tilteknu löndum, að það sé raunverulega þörf á slíku úrræði -- sem algerri lokun á komur frá þessum löndum.
Þar sem að, alger skortur á tilvikum, af því tagi sem væntanlega á að vernda bandaríska borgara gagnvart -- bendi einmitt til þess, að það eftirlitskerfi með komum fólks frá þessum löndum, sem þegar er til staðar --> Einfaldlega virki. - Síðan ef maður tekur Íran fyrir sérstaklega - þá eru virkilega alls engin haldbær rök yfirhöfuð til staðar sem ég kem auga á.
En Íranir hafi aldrei nokkru sinni framið hryðjuverk innan Bandaríkjanna.
Og ekkert sérstakt bendi til þess að það sé líklegt.
--Nema auðvitað að Trump fyrirhugi stríð gegn Íran.
Einhverjir hafa bent á það að Bandaríkjamenn hafi fallið í árás sérsveitar í Yemen.
Það hafi verið gerð árás á bandarískt herskip fyrir ströndum Yemen.
- Ég bendi á móti á, að það féll mikill fjöldi Bandaríkjamanna í Afganistan - aldrei kom til álita, ekki einu sinni í tíð Bush stjórnarinnar, að loka algerlega á komur frá Afganistan.
- Sama gildi um Írak á sínum tíma - að í tíð Bush var heilmikið bandarískt mannfall þar án þess að nokkru sinni væri alvarlega íhugað - að alfarið loka á komur frá því landi.
--Ég hafna því alfarið sem "irrelevant" ábendingum þess efnis, að lokun á Íran sé - rökrétt hefnd fyrir það að örfáir Bandarískir sérsveitarmenn féllu nýlega í árás í Yemen.
--Hafið í huga, í átökum -- ekki við aðila sem Íran styrkir.
Heldur átökum við -- ISIS.
Einhverjir bandarískir hægri menn - virðast ekki geta gert greinarmun á ISIS og aðilum sem eru á allt öðru svæði innan Yemen -- sem ráða þar verulegu landsvæði, og Íran styður.
- Sannarlega var gerð eldflaugaárás á bandarískt herskið - án tjóns skilst mér á skipi eða mönnum - af aðilum er líklega tilheyra Houthi fylkingunni, sem Íran styður.
Mér m.ö.o. virðist slíkar ábendingar - skorta veruleikatengingu.
--En það eru engar beinar sannanir fyrir því, að Íran - stjórni Houthi fylkingunni.
Ætli nýtt ferðabann - fái einnig á sig lögbann?
Góð spurning -- a.m.k. virðist fela í hinni nýju, ath, fyrirhuguðu aðgerð - ekki enn formlega ákveðin, svo það er ekki enn algerlega öruggt að af þessu verði.
Ákveðin viðurkenning á þeirri gagnrýni - sem fyrra ferðabann hefur orðið fyrir.
- Nú skal Innflytjendaeftirlit Bandaríkjanna, fyrirfram fá aðvörun og 2ja vikna undirbúningstíma -- í stað þess að banni sé skellt á starfsmenn þess, án nokkurrar aðvörunar eða kynningar, þannig að þeir sem eiga að framfylgja skipuninni - séu úti á þekju.
- Fólk með varanlegt dvalarleyfi, en þó ríkisborgarar landanna 7, eru undanskildir -- en svo var ekki í fyrra skiptið; sem leiddi til nokkurra lögbanna - enda fólk með varanlegan búseturétt með lögvarðan rétt skv. bandar. lögum.
En enn virðist þó ferðabannið - í besta falli á mjög gráu svæði.
- En það bannar eftir allt saman, ef nýja tilskipunin verður gefin út, aftur sömu 7-lönd.
--En skv. endurskoðun Innflytjendalaga Bandar. frá 1965, er bannað að mismuna innflytjendum skv þjóðerni. - Þetta eru einnig, allt múslimalönd.
--En einnig skv. 1965 lögunum, er bannað að mismuna skv. trú.
Fljótt á litið virðist blasa við.
-Að sennilega mundi ný tilskipun verða kærð.
Sem brot á lögunum frá 1965, sbr. að tilskipunin brjóti bann við mismunun skv. þjóðerni, og sé mismunun vegna trúarbragða.
Væntanlega yrði sömu vörnum haldið fram á móti - að rangt sé að tilgangurinn sé að mismuna skv. þjóðerni eða skv. trú.
Og það væntanlega verða dómstólar sem þurfa að skera úr um það - hvort svo er í þeim tilvikum eða ekki.
Niðurstaða
Mér virðist nú ljóst, að ríkisstjórn Trumps viðurkenni að útgáfa fyrri ferðabanns tilskipunarinnar á löndin 7-hafi verið klúður. En að hvaða leiti ný tilskipun skal virka með öðrum hætti, skv. frétt - virðist mér augljós viðurkenning á - klúðri.
Hinn bóginn á sama tíma, þá sé ég ekki að tilskipunin hafi rökréttan tilgang.
En þó hún sé sögð vera nauðsynleg vegna innra öryggis Bandaríkjanna.
Virðist sú þörf, einfaldlega ekki studd nokkrum hinum minnstu raungögnum.
--Trump og Co. munu samt halda því blákalt fram að þetta sé nauðsynlegt.
Þó þeir geti ekki bent á eitt einasta tilvik til sönnunar.
- Það er eiginlega það atriði, sem er veikasti hlekkurinn í þessu.
- Og veikir þar af leiðandi, þeirra mótbárur að -- tilgangurinn sé ekki sá að mismuna íbúum þessara 7 landa, annaðhvort vegna trúar sinnar eða vegna þjóðernis þeirra.
En þegar ekki er unnt að sýna fram á - þörf.
Þá fellur augljóslega fullyrðingin - að þetta sé gert til þess að gæta innra öryggis.
Þá þarf að leita í aðrar skýringa.
--M.ö.o. að það sé erfitt að forðast þær skýringar sem gagnrýnendur halda á lofti.
Þó Trump-istar fullyrði að það sé ósanngjarnt - þá virðist mér það sanngjörn niðurstaða, að það sé sennilegasta skýringin; að um sé að ræða mismunun af öðru hvoru tagi þ.e. vegna þjóðernis eða trúar.
--M.ö.o. að dómstólar ættur rökrétt að setja lögbanna á þessa tilskipun einnig, skv. mínu mati.
Og síðan væri rökrétt að er málið færi alla leið á æðsta dómstig, að slík tilskipun væri dæmd ómerk.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tengingin er við málefni - NATO. En Christiane Hoffmann segir Evrópu verða sjálfa að gera meira í eigin vörnum. Að Evrópa geti ekki lengur, eigin hagsmuna vegna, gefið sér það að Bandaríkin verði alltaf til staðar -- til að verja Evrópu.
--Þannig að hún tekur undir kröfuna þá, að Evrópulönd sem verja minna af landsframleiðslu til varna en 2% af þjóðarframleiðslu -- auki sitt framlag til varna í 2% af þjóðaframleiðslu.
Europe Must Plan to Defend Itself
Það eru sögulegar ástæður fyrir því, af hverju framlag Þýskalands er svo hlutfallslega lágt!
Ég vísa til - Seinni Styrrjaldar. En þegar nýr þýskur her var búinn til á 6. áratugnum, ca. áratug að aflokinni þeirri styrrjöld.
Þá var að sjálfsögðu langt í frá - gróið um þau sárindi sem hernám Þjóðverja hafði skapað.
Það m.ö.o. hefði gert aðrar V-evrópskar þjóðir -- hræddar.
Ef -hafandi í huga að Þýskaland reis fljótt aftur eftir stríð sem stærsta hagkerfi V-Evrópu- hefði þá byggt upp langsamlega stærsta og öflugasta herafla NATO - á eftir herafla Bandaríkjanna.
Hinn bóginn, eru yfir 60 ár liðin síðan nýr þýskur her var búinn til.
Og löngu kominn tími til þess, að Þýskaland taki að sér það varnarhlutverk.
--Sem rökrétt sé að Þýskaland axli.
- Að einhverju verulegu leiti, er einnig að glíma við - langvarandi andstöðu innan Þýskalands sjálfs, þ.e. eins og í Japan - er ekki almennur stuðningur við, stækkun herafla landsins.
- Að sjálfsögðu stendur sár reynsla Seinna-stríðs, ennþá í fólkinu í Japan og Þýskalandi.
Bæði löndin eru lýðræðislönd, og það þarf að skapa nýrri stefnu - stuðning heima fyrir þ.e. innan Japans og Bandaríkjanna!
--Trump er ekki beinlínis vinsælasti þjóðarleiðtogi heimsins í þeim löndum.
M.ö.o. það að vitað er að krafan kemur frá Trump.
Eykur ekki endilega - vinsældir þess, að fylgja slíkri kröfu fram.
- Það er samt full gróft, eins og bandarískir hægri menn í dag gjarnan setja þetta upp.
- Að Evrópa -"free ride"- á bandarísku skattfé.
- En menn gleyma því þá - að bandalag Vesturlanda, snýst ekki bara um hermál.
Einnig er um að ræða -- samstarf innan alþjóðastofnana heimsins.
Þar sem, Vesturlönd hafa staðið saman, um að viðhalda sameiginlegri valdastöðu.
- Sbr. þá virðist Evrópa eiga meir í -- AGS en Bandaríkin, Framkvæmdastjóri AGS hefur alltaf verið frá V-Evrópu.
- Á sama tíma, hefur framkvæmdastjóri "WTO" eða Heimsviðskiptastofnunarinnar, alltaf verið Bandaríkjamaður.
--Án samstöðu Evrópu + Bandaríkjanna!
Gæti Evrópa ekki haldið stöðu sinni í AGS.
Bandaríkin ekki stöðu sinni innan "WTO."
- Það er ekki eins og það -- gagnist Bandaríkjunum nákvæmlega ekki neitt, að ráða mestu innan "WTO."
- Og Evrópa að sjálfsögðu tekur mikið tillit til sjónarmiða Bandaríkjanna, þó hún fram að þessu hafi alltaf - framkvæmdastjóra AGS.
- Ef samstaða Bandaríkjanna og Evrópu rofnar.
- Þá þar af leiðandi, veikist staða beggja -- þ.e. Bandaríkjanna og Evrópu á sama tíma.
Þetta er hvað Trump og hans stuðningsmenn gjarnan gleyma.
Er að hve miklu leiti valdastaða Bandaríkjanna.
Er að þakka - samvinnu Bandaríkjanna við sín bandalagslönd.
Niðurstaða
Bandaríkin rökrétt í framtíðinni - munu fókusa í vaxandi mæli á Kyrrahafssvæðið, eftir því sem völlurinn á Kína vex.
Það, þó engar frekari ástæður væru nefndar, þíði að Evrópa mjög sennilega þarf í vaxandi mæli - að taka yfir eigin varnir.
Auðvitað þarf það að gerast í viðráðanlegum skrefum.
Ef Bandaríkin pökkuðu saman t.d. á einu ári, og kveddu samstarfið við NATO.
--Væri V-Evrópa ekki í aðstöðu til þess, að fylla upp í þá gjá í vörnum V-Evrópu er þá myndaðist.
En á t.d. 10-ára tímabili, ætti V-Evrópa vel að geta bætt í verulega.
Evrópa á vel að geta myndað varnargetu er getur dugað ein og sér, til að halda aftur af Rússlandi.
- Í dag er Evrópa líklega ekki nægilega hernaðarlega öflug, ein og sér - til að veita örugga fælingu þegar kemur að Rússlandi.
--En Evrópa ætti að vera vel fær um að byggja upp nægan fælingarmátt.
Þannig að Bandaríkin geti fókusað krafta sína á Kyrrahafssvæðið í framtíðinni.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þetta kom fram á fréttamannafundi: Full Transcript and Video: Trump News Conference.
Fyrst heldur Trump ræðu - sem inniheldur ágætan slatta af "alternative fact" t.d. fullyrðing sem hann síðan neyddist til að draga til baka, að kosningasigur hans - væri sá mesti síðan Ronald Reagan!
--En fréttamaður benti á, að Obama hefði fengið fleiri kjörmenn í bæði skiptin þ.e. 2009 og 2012, og það hefði George Bush einnig gert í fyrra skiptið er hann náði kjöri.
Þetta er vandamál við Trump - að hann bullar.
Síðan rífur kjaft - að fjölmiðlar flytji rangindi.
--Erfitt að taka mark á manni - sem eiginlega statt og stöðugt er með rangar fullyrðingar.
- En svör hans þar sem hann fjallar um -- lekana, vöktu verulega athygli - mína!
- En þar kemur skýrt fram - að Trump hefur fyrirskipað innri rannsókn á þeim lekum, og til viðbótar að þeim seku verði refsað!
QUESTION: Im sorry. What will you do on the leaks?
TRUMP: ...Yes, were looking at them very very, very serious. Ive gone to all of the folks in charge of the various agencies and were Ive actually called the Justice Department to look into the leaks...You know what I say, when I when I was called out on Mexico, I was shocked because all this equipment, all this incredible phone equipment when I was called out on Mexico, I was honestly, I was really, really surprised...Same thing with Australia. I said thats terrible that it was leaked but it wasnt that important...But then I said to myself what happens when Im dealing with the problem of North Korea?...What happens when Im dealing with the problems in the Middle East? Are you folks going to be reporting all of that very, very confidential information, very important, very you know, I mean at the highest level? Are you going to be reporting about that too? So, I dont want classified information getting out to the public and in a way that was almost a test.
--Takið eftir, að Trump fullyrðir að um -leyndargögn- hafi verið að ræða.
Því séu lekarnir - glæpsamlegir!
--Hann ætlar m.ö.o. að nálgast þetta sem, glæparannsókn.
TRUMP: Well the leaks are real. Youre the one that wrote about them and reported them, I mean the leaks are real. You know what they said, you saw it and the leaks are absolutely real. The news is fake because so much of the news is fake.
Pínu sérstakt - að segja lekana raunverulega - - en fréttirnar um þá leka "fake."
--Þetta hljómar þannig í mín eyru - að Trump meini "fake" á þann veg, að hann sé ósammála vangaveltum blaðamanna og jafnvel þeirra niðurstöðum, þegar þeir fjalla um þá leka.
Vandamálið er, að Trump hefur gert mikinn fjölda starfsmanna leynistofnana Bandaríkjanna - bálreiða
Hann hefur ítrekað sakað þær stofnanir um - lygar.
Hann hefur sakað þær um - vanhæfni.
Þær ásakanir hefur hann - margsinnis ítrekað, við margvísleg tilefni.
--Eiginlega í hvert sinn sem - það verður leki! Að auki í mörgum öðrum tilvikum.
- Það sem ég held að sé í gangi, sé að starfsfólk leynistofnana.
- Sé að hefna sín á Trump.
--Eiginlega rökréttasta hefndin.
--Að leka óþægilegum fyrir Trump - gögnum.
Ég benti einmitt á það, snemma í janúar - að leyniþjónustustarfsmenn, gætu ákveðið að hefna sín á Trump: Trump virðist ætla í hörð átök við helstu leynistofnanir Bandaríkjanna! Viðbrögð Trumps virðast stefna í að verða á formi skipulagðra nornaveiða innan þeirra stofnana!.
En mér virðist það akkúrat - rökrétt hefnd fyrir fólk, með þekkingu á öflun upplýsinga með aðferðum leyniþjónustufólks - að það beiti sér einmitt með þeim hætti, að nota þær aðferðir sem það þekki, til að afla gagna gegn Trump - sem skaði hans orðstír.
- Það sem mig grunar t.d. í tilvikum er Trump nefnir, segjum símtölin 2-sem hann kvartar yfir, að efni þeirra hafi lekið í fjölmiðla - lekar er í bæði skiptin voru óþægilegir fyrir Trump.
- Að leyniþjónustufólk, hafi verið að verki!
Það einnig veit hvernig á að dylja slóð sína!
Þannig að ég stórfellt efa - að innri rannsókn skili niðurstöðu þeirri er Trump vill.
Niðurstaða
Málið er að ég held að þetta -lekavandamál- Trump sé frekar að byrja, en að líkur séu á að hann geti stoppað þá.
Takið eftir er Trump talar um - þennan fína búnað - svo lak samt. En Hvíta-húsið hefur án vafa, góðan samskiptabúnað.
En samt láku símtölin 2.
Það held ég að sé skýr vísbending - að njósnarar í vinnu fyrir stofnanir Bandaríkjanna, séu beinlínis að njósna um - Trump!
--En fullkominn njósnabúnaður, getur örugglega náð símtali af slíku tagi.
Í þessu birtist hefnd þeirra sem vinna fyrir þær stofnanir, yfir því hvernig Trump hafi talað ítrekað um starfslið þeirra stofnana, og einnig um þær sjálfar.
--Og Trump svarar alltaf með því, að gagnrýna starfslið þeirra að nýju.
Sem án vafa, boði frekari líklegar hefndaraðgerðir starfsmanna þeirra.
--Það fólk, svari einfaldlega með því, að gera sitt besta til að eyðileggja orðstír Trumps, og grafa undan trúverðugleika og stuðningi við stjórn Trump.
Með öflun gagna og lekum á þeim gögnum, ef þau eru metin skaðleg fyrir Trump og ríkisstjórn hans.
Trump hafi m.ö.o. skotið sig í fótinn, með því að gera fullt af fólki með þekkingu og reynslu af njósnastörfum - persónulega reitt honum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.2.2017 | 02:21
Trump ásakar öryggisstofnanir Bandaríkjanna - fyrir glæpsamlega leka
Höfum í huga, að Trump hefur ekki neitað því - að Michael Flynn hafi verið sekur um það athæfi einmitt, sem Flynn hefur verið ásakaður fyrir.
--Þ.e. að hafa átt símtal seint á sl. ári við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.
--Þannig að Trump hefur ekki a.m.k. fram að þessu - þrætt fyrir þann punkt.
Trump renews fight with intelligence agencies
Trump - The real scandal here is that classified information is illegally given out by intelligence like candy. Very un-American!
Erm, maður veltir því fyrir sér - þar af leiðandi - hvað Trump á við.
- En þar sem Trump hefur rekið Flynn, ekki þrætt fyrir sekt Flynn þegar kemur að þessu símtali.
- Ekki hefur Trump heldur - þrætt fyrir að efni símtalsins sé það, sem fram kemur að það hafi verið - skv. upplýsingum fjölmiðla.
Var Trump að reyna að þagga niður þær upplýsingar, sem lekið sannarlega var í fjölmiðla?
En þetta er eina skýringin sem ég kem auga á!
--En staðfest hefur verið, að Trump var varaður við Flynn - af embætti ríkissaksóknara Bandaríkjanna, dögum áður en Trump formlega tók við sem forseti.
--Þannig að Trump vissi um -- athæfi Flynn, áður en hann formlega skipaði Flynn í embætti Þjóðaröryggisráðgjafa.
- Það eina sem ég fæ séð úr þeim staðreyndum.
- Er að Trump hafi ætlað sér - að þagga málið niður.
Nú þegar hann hafi neyðst til að láta Flynn fara frá sér.
Sé hann fyrst og fremst reiður þeirri útkomu.
Að upplýsingar - sem Trump þræti ekki fyrir.
Hafi verið komið til fjölmiðla - sennilega af einhverjum starfsmanni CIA eða FBI.
Líklega í trássi við fyrirmæli frá Trump sjálfum.
- Það er að sjálfsögðu hneyksli ef Trump var með yfirhylmingartilraun af slíku tagi.
--Það eiginlega vekur frekar áhuga manns á þeirri spurningu - hvort Trump veit meira um málið, en hann fram að þessu hefur viðurkennt?
--Veltir því aftur upp, hvort Flynn var að þessu fyrir Trump, m.ö.o. að Flynn hafi verið að taka fallið fyrir - Trump m.ö.o.
Niðurstaða
Mér virðist Trump fyrst og fremst skjóta sjálfan sig í fótinn - með nýjustu árás sinni á öryggis- og njósnastofnanir Bandaríkjanna.
En eina leiðin til þess að ég fái kvörtun Trumps til að ganga upp.
Hafandi í huga að hann - neitar ekki því sem fram hefur komið í fjölmiðlum um símtal Michael Flynns við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.
Og hann rak Flynn einmitt þegar málið komst í hámæli - í stað þess að gera tilraun til að koma Flynn til varnar.
--Að Trump sé óbeint að viðureknna - að hafa verið að gera tilraun til að, þagga málið niður innan kerfisins.
--M.ö.o. að málið sé frekar það, að starfsmaður sem lak málinu - sé einungis sekur um að hafa komið Trump í bobba, fyrir að hafa lekið sannleikanum til fjölmiðla.
Að mínu mati, sé það -- skandall.
Að Trump hafi virst ætla að þagga málið í fyrsta lagi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Í augnablikinu - virðist gervöll utanríkisstefna Bandaríkjanna, lömuð!
- En nýlega, rak Trump skv. fréttum - alla háttsetta yfirmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna eða State-department.
--Ekki hafi unnist tími til að ráða nýja.
Stendur sennilega í samhengi við, gagnrýni sem barst frá starfsliði ráðuneytisins - sem sennilega Trump mislíkaði. Ef marka má fréttir, neituðu yfirmenn ráðuneytisins - að reka gagnrýnendurnar, því þeir hafi - ekki brotið starfsreglur ráðuneytisins, fyrir utan að gagnrýni starfsmanna hafi verið birt á sérstökum umræðuvef, sem ráðuneytið heimili starfsmönnum að nota, sem sé lokaður utanaðkomandi - en starfsmönnum hafi verið heimilað að stunda fremur opin tjáskipti um málefni líðandi stundar. - Tillerson, rétt búinn að formlega taka yfir -- hafi ekki enn haft tíma til að ráða sér, næstráðanda þ.e. ráðuneytisstjóra -- hvað þá fylla í skörð yfirmanna sviða, sem Trump hafi snögglega rekið í sl. viku.
- Skrifstofa -Þjóðaröryggisráðgjafans- hafi hlaupið í skarðið, rétt á meðan, t.d. hafi skrifstofa Flynn verið að undirbúa opinbera heimsókn Netanyahu síðar í vikunni - en nú sé það embætti einnig lamað í augnablikinu.
--En talið sé að þeir sem Flynn hafi ráðið - aðilar sem hann þekkti, muni fylgja honum út.
Eftir sé að hefja nýtt ráðningarferli á - ÞjóðaöÖryggisráðgjafa fyrir Hvíta-húsið.
Þannig að það embætti, verði - lítt eða ekki virkt um þó nokkurn tíma.
--Á sama tíma, muni það taka Tillerson - nokkurn tíma, að yfirfara umsóknir fyrir nýja yfirmenn sviða, eftir að hann hefur ráðið - persónulega aðstoðarmenn og nýjan ráðuneytisstjóra.
--Þannig að óhætt sé að segja - töluvert kaos ríki nú hjá Trump - er kemur að utanríkismálum.
Brotthvarf Flynn hefur þó vakið nýjar spurningar!
En það er töluvert vinsæl vangavelta að hann hafi tekið fallið fyrir Trump!
Flynn departure erupts into a full-blown crisis for the Trump White House
Trump knew for weeks that aide was being misleading over Russia: White House
Það áhugaverða er - að Trump virðist hafa vitað um ósannsögli Flynn - áður en Trump var formlega svarinn til embættis forseta.
--Þar með, áður en Flynn var formlega veitt embætti - Þjóðaröryggisráðgjafa.
Nú er spurningum beint að ríkisstjórninni - frá einstökum þingmönnum Bandaríkjaþings.
--Hvað vissi Trump - og hvenær?
- En símtal Flynn og Sergey Kislyak - sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, vekur töluverða furðu, svo vægt sé til orða tekið, sbr:
Hes got to know that the Russian side of the calls are covered. What did he think was going to happen? the ex-FBI official said. Everybody in the bureau was like, this guys got to be out of his frickin mind. - Síðan virðist símtalið - hafa verið hlerað af a.m.k. einni af leynistofnunum Bandaríkjanna.
--Vart hefði það átt að koma Flynn á óvart, með margra ára reynslu af leynistörfum og verið yfirmaður á því sviði, að það gæti verið að bandarísk leynistofnun mundi hlera símasamskipti við sendiherra Rússlands.
--Að auki var Hvíta-húsinu send skilaboð skömmu eftir embættistökuna - að Flynn gæti átt á hættu "blackmail" frá Rússlandi.
En að sjálfsögðu er slíkt samtal -- hljóðritað af starfsmönnum sendiráðsins.
Þetta hafi skapað vangaveltur um það - að Flynn hafi verið að þessu, fyrir Trump.
- Einhverjir hafa jafnvel drauma um það - að hægt væri að fá Flynn til þess að vitna gegn Trump, í "impeachment proceedings."
-------------------Þó þetta séu sennilega frekar draumar en líklegur raunveruleiki!
Þá eru háværar kröfur í þinginu að rannsaka mál Flynns - nánar!
Það auðvitað getur skapað nýja vinkla á málið.
Ef Trump tengist málinu að ainhverju öðru leiti.
Niðurstaða
Ég man ekki eftir erfiðari byrjun hjá nokkrum nýjum forseta - þ.e. 2-vikur rúmar í embætti. Það sé vöknuð umræða um - hugsanlegan stórskandal, vegna gruns um tengsl Trumps og Flynn - séu meiri en viðurkennt hafi verið fram til þessa. Og Trump er í alvarlegri deilu við bandaríska dómstóla, sem 2 mikilvæg fylki reka gegn ríkisstjórninni.
--Ég hef velt fyrir mér möguleikanum á því að þingið kæri forsetann.
En sjálfsagt þarf meira að gerast, áður en Repúblikanar á þingi fara að styðja slíka hluti.
En hver veit, ef það koma fram upplýsingar - sem benda til þess, að Flynn hafi haft samskipti við sendiherra Rússa -- fyrir Donald Trump, en samskiptin fóru fram eftir forsetakosningarnar þ.e. í desember 2016. Þegar Flynn var þegar orðinn líklegastur sem Þjóðaröryggisráðgjafi.
--En málið er - hvað var rætt.
En umræðurnar snerust um refsiaðgerðirnar gagnvart Rússlandi, og nær ekkert annað.
Og skv. fréttum, lét Flynn í það skýna - að staðan mundi breytast verulega á næstunni Rússum í hag.
Ef Trump vissi af þessu á þeim tíma - gæti það vel gerst að einhverjum Repúblikönum, hætti að lítast á blikuna varðandi tengls Trumps við stjórnvöld í Rússlandi.
--En það þarf ekki nema hluti þingmanna Repúblikana að snúast gegn Trump.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.2.2017 | 02:52
Trump virðist ætla að fara með silkihönskum um Kanada, meðan hann virðist planleggja að gera miklar breytingar á viðskiptum við Mexíkó
Trump og þeir innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem horfa á viðskipti sömu augum - miða allt frá viðskiptajöfnuðinum við einstök önnur lönd.
--M.ö.o. sé það sönnun þess að viðskiptin séu -ósanngjörn- það eitt, ef viðskiptajöfnuðurinn er óhagstæður Bandaríkjunum.
- En málið er að viðskiptajöfnuður Mexíkó við Bandaríkin, er óhagstæður Bandaríkjunum, fyrir þá ástæðu einna helst -- að laun eru til muna lægri í Mexíkó.
- Enginn munur er á -- viðskiptaumhverfi eða viðskiptareglum innan NAFTA.
- Sömur reglur fyrir löndin 3.
Þannig að ef Trump segir -- viðskiptin sanngjörn við Kanada.
En ósanngjörn við Mexíkó.
Sé ég ekki hvað annað hann starir á -- en launabilið milli landanna!
--Það væri ný sýn.
--Að kalla fátækt viðskipta-hindrun, eða krefjast þess - að auðugri lönd, hafi -toll- til að þurrka upp, launamun!
- Slík sýn er að sjálfsögðu ekki alþjóðlega viðurkennd!
--Að auðugri lönd - hafi réttmæta kröfu um tollmúra.
--Gagnvart löndum, með lægri laun.
Ég sé ekki - að launa-lág lönd, hefðu samúð með slíkri kröfu í alþjóðaumhverfinu.
--Að gera tilraun til að, sækja fram með þannig kröfu.
--Líklega leiddi til viðskiptastríðs.
Og viðsnúning heimsviðskipta - aftur bak við, háa tollmúra!
Það getur ekki verið nokkur vafi - að slíkt leiddi til verulegrar aukningar fátæktar heiminn vítt.
Þar sem engin leið væri að forða, heimskreppu - ef hnattrænt viðskiptastríð mundi fara af stað.
Að sjálfsögðu mundi útkoman einnig leiða til lægri kjara í ríkari löndunum.
Fullkomin endurtekning á því hvað gerðist á 4. áratug 20. aldar.
Síðast er tollmúra-stefnu var framfylgt af Bandaríkjaforseta -- þ.e. Herbert Hoover.
- Útkoma - efnahagslegt sjálfsmorð Bandaríkjanna sjálfra!
"SmootHawley Tariff Act:US imports decreased 66% from $4.4 billion (1929) to $1.5 billion (1933), and exports decreased 61% from $5.4 billion to $2.1 billion. GNP fell from $103.1 billion in 1929 to $75.8 billion in 1931 and bottomed out at $55.6 billion in 1933.[18] Imports from Europe decreased from a 1929 high of $1.3 billion to just $390 million during 1932, while US exports to Europe decreased from $2.3 billion in 1929 to $784 million in 1932. Overall, world trade decreased by some 66% between 1929 and 1934.[19]"
Takið eftir - að bandaríska hagkerfið nærri helmingast - þ.e. minnkar um nærri helming.
--Þetta verður að teljast - mesta efnahagshrap af völdum rangrar efnahagsstefnu, sennilega í sögu Bandaríkjanna.
--Er hvers vegna rúmum 80 árum síðar, enn er litið á Hoover sem misheppnaðan forseta.
Trump expects only 'tweaking' of trade relationship with Canada
Sannast sagna hef ég enga samúð með afstöðu Trumps þegar kemur að alþjóða-viðskiptum, eða viðskiptum ríkja á milli -- tel hans afstöðu einfaldlega löngu úrelta.
Hann sé að vekja upp -forneskju- hreinlega, með því að endurvekja -- nærri 90 ára gamla stefnu.
Sem fyrir tæpum 90 árum - leiddi til mestu efnahagshörmunga sem Bandaríkin gengu sennilega í gegnum sl. 100 ár a.m.k.
Mér er fyrirmunað að sjá, að ef stefna sú sem innleidd var af Hoover, væri í megin atriðum endurtekin!
--Að útkoman væri önnur í dag en fyrir tæpum 90 árum.
Einmitt rökrétt að útkoman endurtaki sig.
--Ef maður gefur sér það, að Trump takist að hrinda stefnunni af stað -- þ.e. alþjóðlegu viðskiptastríði.
Niðurstaða
Trump virðist enn halda að hann hafi öll spilin á hendi, í samhengi NAFTA. En þó svo hann virðist ekki fyrirhuga viðskiptastríð við Kanada.
Þá væri viðskiptastríð til mikilla muna skaðlegra fyrir bandarískan efnahag, en hann virðist halda.
En sl. 25 ár eða þar um bil, hafa hagkerfin bundist mjög nánum böndum.
T.d. er sennilegt að bifreið framleidd í Bandaríkjunum, hafi íhlut framleiddan í Mexíkó. Þ.s. fyrirtækin reka sig beggja vegna landamæra - þá hefur myndast flókið net, þ.s. starfsemin blandast þvers og kruss milli landamæranna.
--Tjón væri meira Mexíkó megin.
En alls ekki - smávægilegt innan Bandaríkjanna.
M.ö.o. að það mundu tapast störf í Bandaríkjunum einnig.
Því fleiri lönd sem Trump hefur viðskiptaátök við -- því stærri neikvæð áhrif á bandar. hagkerfi.
--Þá vex hagkerfis-tjónið fyrir Bandaríkin, eftir því sem löndum sem mundu leggja -hefndartolla- á móti -Trump tollum- fjölgar.
Þá einfaldlega fer af stað -- rennibraut fyrir hagkerfið í Bandaríkjunum, og heimshagkerfið samtímis.
--Sagan mun ekki þakka Trump, fremur en hún hefur fram að þessu - þakkað Hoover forseta.
Trump hefur engan skilning algerlega örugglega á því, hversu fyrirlitinn hann mundi verða í augum komandi kynslóða!
--Hann þarf ekki þó annað að gera, en að máta sig við - Hoover forseta.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2017 | 03:45
Norður Kórea - réttir fram fingurinn til Donalds Trump
Það vakti athygli um helgina er N-Kórea framkvæmdi enn eitt eldflaugaskot. En þetta er fyrsta slíkt síðan Trump tók formlega við.
--Rétt að taka fram, að þetta var svokölluð -- skammdræg flaug.
En Trump tjáði sig skömmu fyrir embættistöku, er honum var sagt að N-Kórea væri að þróa langdrægar flaugar sem mundu geta náð til Bandaríkjanna: "It wont happen!"
--Þannig séð, er Trump ekki - ómerkur sinna orða!
Því þetta var ekki tilraunaskot á eldflaug af þesskonar gerð!
- Það verður samt að líta svo á, að N-Kórea sé samt sem áður -- að rétta upp fingurinn.
Few good options in Trump arsenal to counter defiant North Korea
North Korea says new nuclear-capable missile test successful
North Korea tests ballistic missile; U.S. to avoid escalation
North Korea tests Trump with missile launch
Bendi einnig á umfjöllun mína frá 3/1 sl:
Trump segist ætla hindra N-Kóreu í að smíða eldflaug er geti borið kjarnasprengju til Bandaríkjanna
Athygli vekur við viðbrögð stjórnvalda í Washington, er hve þau eru dæmigerð!
Sbr. talað um að standa með Japan og S-Kóreu.
Talað um að ræða málin við Kína.
Og auðvitað - vangaveltur um nýjar refsiaðgerðir.
Nánast eins og - Obama væri enn við völd!
Ákveðinn húmor að íhuga það, en Trump t.d. gagnrýndi Obama fyrir slæglega meðferð á N-Kóreu.
- En eins og ég benti á í janúar -- þá er í reynd ekkert sem Trump getur gert.
--Sem hefði eitthvað að nálgast, ásættanlega áhættu.
- Kóreustríðinu lauk með vopnahléi - aldrei saminn formlegur friður. Sem þíðir, að allt og sumt sem þarf til að starta því að nýju - að herirnir fari að skjóta.
--Hafandi í huga að N-Kórea hefur mikið af stórskotaliði í færi við Seoul.
Þíddi líklega árásir á skotmörk í N-Kóreu, nánast tafarlausa stórfellda eyðileggingu innan borgarmarka höfuðsstaðar S-Kóreu. - Síðan væri engin leið að útiloka, að Kim Jong-un mundi fyrirskipa að skjóta öllum sínum eldflaugum - í einu. Um leið og það fréttist, að bandarískur flugher væri að reyna að eyðileggja þær.
--Þ.s. þær eru á "mobile launchers" þá væri erfitt að algerlega tryggja, að þær væru allar eyðilagðar - áður en einhver eða einhverjar flaugar kæmust í loftið.
--Það þarf ekki nema ein sprengja að hitta borg - til þess að drepa mikinn fjölda í S-Kóreu eða Japan. - Svo eins og kortið sýnir vel, er það stutt yfir til Kína - að óhagstæðir vindar gætu borið geyslavirk ský yfir - og eitrað landsvæði þar í landi.
--Án vafa væri Kínverjum ekki skemmt. - Eða geislavirk ský, gætu borist til Japan - gert það sama þar.
Þá er auðvitað það litla vandamál - hver á að stjórna N-Kóreu, ef landið leggst á hliðina?
En slík yfirtaka - mundi án nokkurs vafa, kosta óskaplegar upphæðir.
Niðurstaða
Miðað við það hvað lítið raunverulega er hægt að gera -- var ekki að furða að viðbrögð Trumps væru ekki sérlega mikil, sbr:
"I just want everybody to understand, and fully know, that the United States of America is behind Japan, our great ally, 100 percent,"
Reikna með því, að hann hafi meint -- S-Kóreu einnig!
--Einfaldlega gleymt að nefna það land!
En skv. fréttum var S-Kóreu mönnum ekki skemmt!
--Kannski ætti einhver að hans aðstoðarmönnum, að sína honum -- landakort.
Áður en hann opnar muninn næst!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 14.2.2017 kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar