Trump segist ætla leita þá uppi sem hafa ítrekað lekið í fjölmiðla <-> Án vafa er fjöldi leyniþjónustu fólks reitt Trump, og það sennilega að hefna sín með því að leka. Ég benti á það í janúar sl. að þannig gæti það einmitt ákveðið að hefna sín!

Þetta kom fram á fréttamannafundi: Full Transcript and Video: Trump News Conference.

Fyrst heldur Trump ræðu - sem inniheldur ágætan slatta af "alternative fact" t.d. fullyrðing sem hann síðan neyddist til að draga til baka, að kosningasigur hans - væri sá mesti síðan Ronald Reagan!
--En fréttamaður benti á, að Obama hefði fengið fleiri kjörmenn í bæði skiptin þ.e. 2009 og 2012, og það hefði George Bush einnig gert í fyrra skiptið er hann náði kjöri.

Þetta er vandamál við Trump - að hann bullar.
Síðan rífur kjaft - að fjölmiðlar flytji rangindi.
--Erfitt að taka mark á manni - sem eiginlega statt og stöðugt er með rangar fullyrðingar.

  1. En svör hans þar sem hann fjallar um -- lekana, vöktu verulega athygli - mína!
  2. En þar kemur skýrt fram - að Trump hefur fyrirskipað innri rannsókn á þeim lekum, og til viðbótar að þeim seku verði refsað!

QUESTION: I’m sorry. What will you do on the leaks?
TRUMP: ...Yes, we’re looking at them very — very, very serious. I’ve gone to all of the folks in charge of the various agencies and we’re — I’ve actually called the Justice Department to look into the leaks...You know what I say, when I — when I was called out on Mexico, I was shocked because all this equipment, all this incredible phone equipment — when I was called out on Mexico, I was — honestly, I was really, really surprised...Same thing with Australia. I said “that’s terrible that it was leaked” but it wasn’t that important...But then I said to myself “what happens when I’m dealing with the problem of North Korea?”...What happens when I’m dealing with the problems in the Middle East? Are you folks going to be reporting all of that very, very confidential information, very important, very — you know, I mean at the highest level? Are you going to be reporting about that too? So, I don’t want classified information getting out to the public and in a way that was almost a test.

--Takið eftir, að Trump fullyrðir að um -leyndargögn- hafi verið að ræða.
Því séu lekarnir - glæpsamlegir!
--Hann ætlar m.ö.o. að nálgast þetta sem, glæparannsókn.

TRUMP: Well the leaks are real. You’re the one that wrote about them and reported them, I mean the leaks are real. You know what they said, you saw it and the leaks are absolutely real. The news is fake because so much of the news is fake.

Pínu sérstakt - að segja lekana raunverulega - - en fréttirnar um þá leka "fake."
--Þetta hljómar þannig í mín eyru - að Trump meini "fake" á þann veg, að hann sé ósammála vangaveltum blaðamanna og jafnvel þeirra niðurstöðum, þegar þeir fjalla um þá leka.

Vandamálið er, að Trump hefur gert mikinn fjölda starfsmanna leynistofnana Bandaríkjanna - bálreiða

Hann hefur ítrekað sakað þær stofnanir um - lygar.
Hann hefur sakað þær um - vanhæfni.

Þær ásakanir hefur hann - margsinnis ítrekað, við margvísleg tilefni.
--Eiginlega í hvert sinn sem - það verður leki! Að auki í mörgum öðrum tilvikum.

  1. Það sem ég held að sé í gangi, sé að starfsfólk leynistofnana.
  2. Sé að hefna sín á Trump.

--Eiginlega rökréttasta hefndin.
--Að leka óþægilegum fyrir Trump - gögnum.

Ég benti einmitt á það, snemma í janúar - að leyniþjónustustarfsmenn, gætu ákveðið að hefna sín á Trump: Trump virðist ætla í hörð átök við helstu leynistofnanir Bandaríkjanna! Viðbrögð Trumps virðast stefna í að verða á formi skipulagðra nornaveiða innan þeirra stofnana!.

En mér virðist það akkúrat - rökrétt hefnd fyrir fólk, með þekkingu á öflun upplýsinga með aðferðum leyniþjónustufólks - að það beiti sér einmitt með þeim hætti, að nota þær aðferðir sem það þekki, til að afla gagna gegn Trump - sem skaði hans orðstír.

  1. Það sem mig grunar t.d. í tilvikum er Trump nefnir, segjum símtölin 2-sem hann kvartar yfir, að efni þeirra hafi lekið í fjölmiðla - lekar er í bæði skiptin voru óþægilegir fyrir Trump.
  2. Að leyniþjónustufólk, hafi verið að verki!

Það einnig veit hvernig á að dylja slóð sína!
Þannig að ég stórfellt efa - að innri rannsókn skili niðurstöðu þeirri er Trump vill.

 

Niðurstaða

Málið er að ég held að þetta -lekavandamál- Trump sé frekar að byrja, en að líkur séu á að hann geti stoppað þá.
Takið eftir er Trump talar um - þennan fína búnað - svo lak samt. En Hvíta-húsið hefur án vafa, góðan samskiptabúnað.
En samt láku símtölin 2.

Það held ég að sé skýr vísbending - að njósnarar í vinnu fyrir stofnanir Bandaríkjanna, séu beinlínis að njósna um - Trump!
--En fullkominn njósnabúnaður, getur örugglega náð símtali af slíku tagi.

Í þessu birtist hefnd þeirra sem vinna fyrir þær stofnanir, yfir því hvernig Trump hafi talað ítrekað um starfslið þeirra stofnana, og einnig um þær sjálfar.
--Og Trump svarar alltaf með því, að gagnrýna starfslið þeirra að nýju.

Sem án vafa, boði frekari líklegar hefndaraðgerðir starfsmanna þeirra.
--Það fólk, svari einfaldlega með því, að gera sitt besta til að eyðileggja orðstír Trumps, og grafa undan trúverðugleika og stuðningi við stjórn Trump.

Með öflun gagna og lekum á þeim gögnum, ef þau eru metin skaðleg fyrir Trump og ríkisstjórn hans.

Trump hafi m.ö.o. skotið sig í fótinn, með því að gera fullt af fólki með þekkingu og reynslu af njósnastörfum - persónulega reitt honum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Trump er greinilega í svipaðri stöðu eins og maður sem ætlar að taka niður Kínverska Kommúnistaflokkinn.

Spillingin innan kerfisins er á svipuðu stigi.

Borgþór Jónsson, 17.2.2017 kl. 04:50

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki alveg hvað vanalega átt er við með - spillingarhugtakinu. Trump hefur einfaldlega móðgað fullt af fólki innan leynistofnana Bandar. - og það er að nota sínar eigin aðferðir til að hefna sín; Trump ef hann vill losna við það vandamál -- þarf að tala með öðrum hætti um þær stofnanir og starfsfólk.
--En ég sé ekkert annað sem gæti virkað fyrir Trump, en að bera klæði á sárin - t.d. með því að tala jafnvel þó það væri gegn hans eigin sannfæringu, um "hið mikla framlag þeirra stofna fyrir bandar. samfélag" eða "segjast vera stoltur af framlagi þeirra og starfsfólks þeirra stofnana."
-- --> Ef hann færi að reka fullt af fólki innan þeirra stofnana, færi það "rogue" og ástandið versnaði enn frekar fyrir hann, en þá gæti það orðið virkilega "vicious."
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.2.2017 kl. 12:41

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, þú þarft að átta þig á því - að Trump mun ekki geta stöðvað þessa leka, ef átök hans persónulega við leynistofnanir Bandríkjanna - halda áfram að vinda upp á sig.
-En þau átök vinda upp á sig, í hvert sinn sem hann ítrekar sína gagnrýni á þær stofnanir.
_______
Veltu því fyrir þér - mundi Pútín opinberlega, gagnrýna eigin leynistofnanir? Ekki láta þér detta það í hug!
Og ekki heldur láta þér detta í hug, að rússn. leynistofnanir - séu heilagari en þær bandar.

--> Þetta er með því allra heimskasta sem Trump er að gera, þessi stöðuga gagnrýni hans á eigin leynistofnanir.
En hann -- hreinlega getur ekki stöðvað þessa leka, eins og þú talar um.
Þeir geta - bara versnað, ef þetta vindur áfram upp á sig.
------
Hann á enga aðra möguleika, en að -- sjálfur stíga til baka.
Fólkið í leynistofnunum Bandar. - er komið með blóðbragð.
--Það á ekki eftir að hætta, nema Trump sjálfur -- stígi fyrsta skrefið.

Ef Trump gerir það ekki - mun starfsfólk stofnananna, gera sitt besta til að eyðileggja forsetatíð Trumps.
-Og ekki láta þér detta það í hug, að það sé - ólíklegt að það geti einmitt tryggt þá útkomu.

    • Pútín mundi einfaldlega -- drepa þá sem standa uppi í hárinu á honum.

    • Trump hefur ekki þann möguleika.

    --Ef hann rekur liðið, þá versnar ástandið til - mikilla muna.

      • Trump, sjálfs sín vegna, þarf að stíga fyrsta skrefið -- til baka.

      "en það má alls ekki taka á svoleiðis málum og stöðva slíkt,"

      Starfsfólk leynistofnananna - að sjálfsögðu lítur svo á, að Trump hafi byrjað - átökin þeirra á milli.
      Sbr. sennuna á sl. ári, er leynistofnanirnar kynntu sína - greiningu á þann veg, að rússn. njósnarar hefðu brotist inn í tölvur Demókrataflokksins og Hillary Clinton.

      --En þá hraunaði Trump yfir - þá greiningu, og kallaði leynistofnanirnar -- lygara og ótrúverðugar.

      Þetta er afskaplega einfalt -- Trump getur ekki, stoppað þessa leka.
      Alveg sama hve mikið hann gerir tilraun - til að rannsaka þá, eða leita leiða til að stöðva þá.

      Hann getur ekki - unnið þessi átök.
      -Þess vegna, sín sjálfs vegna, þarf hann að stíga til baka.

      Eða leynistofnanirnar, sennilega munu halda þessu áfram að fullum dampi.
      --En Trump getur ekki annað en verið Trump, þ.e. hann hleypur alltaf á sig -- og auðveldlega gefur þeim e-h bitastætt.

      Svo þeir halda áfram að skaða Trump.

        • Trump þarf að skilja - að hann getur ekki unnið þessi átök.

        En ég mundi benda Trump á - að láta vera að taka það veðmál, hvort að leynistofnanirnar, geti ekki "arranserað" því, að losna við Trump úr embætti forseta.
        --En lekarnir halda áfram að skaða orðstír Trump.

        Þá skaðast einnig vinsældir hans meðal almennings.
        Ef saxast stöðugt á þær vinsældir --> Þá á endanum, snýst þingið gegn honum.

        En margir Repúblikanar standa einungis með honum - meðan þeir halda að það sé betra fyrir þá pólit.
        -Um leið og það persónulega reikningsdæmi þingmanna Repúblikana - snýst við.
        -Þá hætta þeir tilteknu Repúblikanar - að styðja Trump.

        Og þinginu er heimilt -- að svipta forsetann embætti sínu.
        --Þarf einungis, einfalda meirihlutakosningu.

          • Svo ekki halda að Trump vinni slaginn við leynistofnanirnar.

          Eins og ég sagði, Trump þarf sjálf sín vegna -- að draga í land.

          Þannig séð, er mér slétt sama -- þó þingið taki embættið af honum.
          --Eiginlega væri ég sáttur við þannig útkomu.

          Svo ef út í þ.e. farið --> Þá óska ég frekar eftir því, að Trump haldi áfram átökum við leynistofnanirnar.
          --Því ég veit að þau átök --> skaða Tump meir.
          Á endanum ef það dæmi heldur áfram, gæti það verulega flýtt fyrir því, að við öll losnum við Trump úr Hvíta-húsinu.

          Mér er fullkomin alvara með það - að Trump vinni ekki þennan slag.
          Hann sjálfs sín vegna - þurfi að draga í land.

          En ef hann er of heimskur til að átta sig á því - þá endilega haldi hann áfram, þá veit ég að það styttir þann tíma sem hann verður áfram í embætti.

          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 18.2.2017 kl. 01:37

          4 Smámynd: Borgþór Jónsson

          Það er ekki gott að segja hver vinnur þetta stríð.Hafa ber í huga að forsetinn er mjög valdamikill ,og að Trump hefur í raun ekki ennþá beitt sér að marki í þessum deilum.

          Hinsvegar getur hann beitt sér með afgerandi hætti og sennilega mun hann gera það áður en yfir líkur.

          Eitt af vandamálunum sem hann á við að eiga er að það er erfitt að fá fólk til að beita sér geg þessu skrímsli sem er orðið til í landinu.

          Ef menn tapa baráttunni þá er einfaldleg úti um þá. Þessi barátta er upp á lif eða dauða.

          .

          Það sem er einkar fróðlegt að fylgjast með varðandi þessi átök ,er að þau leiða fram í dagsljósið það sem margir hafa vitað lengi ,að utanríkisstena Bandaríkjanna er ekki ákveðin af forsetanum eða þinginu og hefur ekki verið í áratugi.

          CIA lítur ekki á sig sem þjónustustofnun fyrir lýðræðislega kjörna fulltrúa,þeir líta á sig semm stjórnvald sem mótar utanríkisstefnu og framfylgir henni.

          Það sem er í gangi núna ,er að Trump hefur utanríkisstefu sem brýtur í bága við stefnu CIA. Þess vegna eru átökin.

          Obama lét sér einfaldlega lynda að CIA hundsaði hann. Hann var stundum að reyna að hafa einhverja stefnu,en CIA lét einfaldlega eins og hann væri ekki til.

          Þetta sást greinilega í Sýrlandsdeilunni þar sem stefna Obama var ýmist hundsuð ,eða unnin skemmdarverk gegn henni.

          .

          Pentagon eer svo þriðja aflið í þessum efnum sem virðist líka líta á sig sem stjórnvald orðið og fer sínu fram ,án tillits til vilja stjórnvalda hverju sinni.

          Staðan er því þannig í dag að herinn og leyniþjónusstan eru ekki undir stjórn lýðræðislegra stjórnvalda,heldur þröngs hóps hagsmunaaðila.

          Þetta leiðir af sér endalausann og ónauðsinlegann stríðsrekstur. Hagsmunaaðilarnir verða að hafa stríð í gangi til að hagnast,enda hefur landið verið í stanslausi stríði í hátt í 20 ár. Það þarf að fara aldir aftur í tímann til að finna hliðstæðu.

          Á þessum tíma hafa þessir aðilar mokað út úr ríkissjóði 6 trilljónum dollara í eigin vasa.Bandaríska þjóðin borgar ,en hefur engann ávinning.

          Töluverður hluti af þessu fer í að borga hernum og málaliðum. en sumt er bara þjófnaður gegnum gerfiverktöku.

          Þjóðin hefur svo verið blekkt með samstilltu átaki fölmiðla ,sem allir eru í eigu þessara hagsmunaðila.

          Bardaginn við þetta bákn verður harður af því það eru tugir þúsunda manna og kvenna sem hafa aldrei unnið við annað en að kynda undir stríðsreksti.Sumir eru kostaðir af ríkinu ,en sumir í einkageiranum.

          .

          Svona fer illa ef lýðræðið er tekið af þjóðinni og fært í hendur fámennrar klíku.

          Borgþór Jónsson, 18.2.2017 kl. 12:28

          Bæta við athugasemd

          Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

          Um bloggið

          Einar Björn Bjarnason

          Höfundur

          Einar Björn Bjarnason
          Einar Björn Bjarnason
          Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
          Apríl 2024
          S M Þ M F F L
            1 2 3 4 5 6
          7 8 9 10 11 12 13
          14 15 16 17 18 19 20
          21 22 23 24 25 26 27
          28 29 30        

          Eldri færslur

          2024

          2023

          2022

          2021

          2020

          2019

          2018

          2017

          2016

          2015

          2014

          2013

          2012

          2011

          2010

          2009

          2008

          Nýjustu myndir

          • Mynd Trump Fylgi
          • Kína mynd 2
          • Kína mynd 1

          Heimsóknir

          Flettingar

          • Í dag (20.4.): 4
          • Sl. sólarhring: 6
          • Sl. viku: 715
          • Frá upphafi: 846645

          Annað

          • Innlit í dag: 4
          • Innlit sl. viku: 653
          • Gestir í dag: 4
          • IP-tölur í dag: 4

          Uppfært á 3 mín. fresti.
          Skýringar

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband