10.2.2017 | 23:57
Trump virðist hafa hætt við að ögra Kína með Tævan eða deilum um S-Kína-haf, segist nú styðja "Eitt Kína" stefnuna!
Þetta er sennilega merkilegasta frétt vikunnar!
-En rétt fyrir embættistöku Trumps og fyrstu dagana á eftir - var hávær umræða á þann veg úr röðum hópsins í kringum Trump, að viðkvæmni Kína gagnvart málefnum Tævan -- gæti verið hentug hótun í því skyni að þvinga hugsanlega Kína til eftirgjafar á öðrum vettvangi.
-Það var einnig hávær umræða á þann veg, að það þyrfti að mæta Kína með ákveðnum hætti á S-Kína hafi, stöðva uppbyggingu herstöðva Kína þar og notkun Kína á þeim hersvtöðum þar sem Kína þegar hefur reist, auk þess að sýna Kína fram á að Kína ætti ekki roð í bandaríska flotann!
-Með í för var hávær umræða - um vaxandi hættu af Kína, hratt vaxandi herstyrk Kína - meintan eða raunveruleg ógn frá Kína fyrir bandalagsríki Bandaríkjanna í Asíu - o.s.frv.
Valdi þessa samsettu mynd - er sýnir Trump og Xi ánægða með lífið og tilveruna!
En nú er eins og Trump hafi fallið frá því að sækja að Kína með þessum hætti!
- Þetta er mikilvægt, því hótun um - stuðning við hugsanlega sjálfstæðisyfirlýsingu Tævan, hefði án nokkurs vafa, þegar í stað - ræst nýtt Kalt-stríð.
--Tævan málið hefði einnig getað startað öryggiskrísu, eins hættulegri og Kúpu deilunni. - Varðandi S-Kína-haf, að ef Bandaríkin hefðu mætt þar með heilu flugmóðurskipadeildirnar, en erfitt að sjá að minna hefði getað dugað, þá hefði það án lítils vafa getað ræst ákaflega hættulegt öryggisástand.
--Sem einnig hefði getað leitt til vopnaðra átaka milli Kína og Bandaríkjanna!
--Trump virðist hafa fallið frá þessum - afar hættulegu hugmyndum, innan ráðgjafa hóps síns.
Trump backs One China policy in first presidential call with Xi
Trump changes tack, backs 'one China' policy in call with Xi
Rökrétt ályktun virðist mér sú!
Að Trump hafi ákveðið að einbeita sér að - viðskiptadeilunni við Kína.
- En vandinn við að -- þrýsta á Kína með Tævan.
- Eða senda öflugan bandarískan flota inn á S-Kína haf, og ógna uppbyggingu Kína þar.
--Að um leið og deilan við Kína, hefði þróast í alvarlega öryggiskrísu.
--Hefði viðskiptadeilan - fallið í skugga, fullkomlega óhjákvæmilega.
- Viðskiptadeilan <--> Hefði þá orðið gísl <--> Öryggiskrísunnar.
Megin afleiðing hefði getað orðið: Að ræsa nýtt Kalt-stríð við Kína. En án þess að ná nokkru fram af þeim - markmiðum á viðskiptasviðinu, sem Trump hefur einnig verið að tala um.
Hvort að Trump áttaði sig á þessu - að þetta væri ekki rétta leiðin!
Eða að honum var lokum bent á það, t.d. af ráðgjöfum hans varðandi viðskiptamál, að það gæti verið ósnjallt - að gera viðskiptadeilu að gísl deilu um öryggismál.
--Get ég ekkert sagt um!
A.m.k. sé það klárt - að það sé ákaflega mikilvæg ákvörðun Trumps.
Að hafna þeim hugmyndum - um nálgun að Kína, sem hefði án lítils vafa framkallað mjög hættulega hernaðarspennu gagnvart Kína.
Trump getur þá raunverulega -- einbeitt sér að viðskiptadeilunni!
--Eftir að hafa náð því, að öryggiskrísa mundi einungis skemma fyrir.
Niðurstaða
Eitt stórt -hjúkki- þegar ég frétti það, að Trump virðist hafa hafnað hugmyndum sumra ráðgjafa sinna, sem ráðlögðu að sækja að Kína með hætti - sem ég var fullkomlega öruggur um að mundi framkalla hernaðarspennu Bandaríkjanna við Kína - og mjög líklega Kalt-stríð þeirra á milli.
Í stað þess að stefna beint og nær milliliðalaust á hernaðarspennu við Kína - virðist Trump ætla að einbeita sér að því að ræða breytingar á viðskiptum Bandaríkjanna og Kína.
--Bendi þó á, að viðskiptadeila Bandaríkjanna við Kína, að ef hún fer í alvarlegan baklás - þ.e. viðskiptastríð.
--Þá getur hún einnig leitt til nýs Kalds-stríðs.
En a.m.k. er sú útkoma ekki nærri fullkomlega örugg.
Eins og hefði verið - ef Trump hefði fylgt ráðum róttækustu-Kína andstæðinganna meðal síns ráðgjafa hóps.
A.m.k. þarf viðskiptadeila ekki að enda með þeim hætti.
--Viðskiptadeila getur endað með samkomulagi, án frekari átaka.
Þá væntanlega - þurfa báðir aðilar þ.e. Trump líka, að bakka frá sínum ýtrustu markmiðum.
--Það reyni þá á það hvort Trump hafi - dyplómatíska hæfileika yfir höfuð, en þeir hafa ekki sérdeilis verið áberandi fram að þessu.
A.m.k. óþarfi að spá því að viðskiptadeila Trump starti Köldu-stríði.
Þó sú útkoma sé a.m.k. hugsanleg.
Kv.
10.2.2017 | 02:15
Trump virðist hafa tapað áfrýjun lögbanns á tilskipun Trumps um bann á þegna 7 ríkja - Trump ætlar greinilega að afrýja á næsta dómstig
Skv. fréttum var afgreiðsla dómaranna í "Ninth US Circuit Court of Appeals" - mótatkvæðislaus.
--Niðurstaðan að auki virðist skýr.
Viðbrögð Trumps voru fyrirsjáanleg:
"Trump tweeted: "SEE YOU IN COURT, THE SECURITY OF OUR NATION IS AT STAKE!""
En það er einmitt hvað honum hefur ekki tekist að sýna fram á!
--Að innra öryggi sé ógnað, ef bannið nær ekki fram að ganga.
Ninth US Circuit Court of Appeals: (W)e hold that the Government has not shown a likelihood of success on the merits of its appeal, nor has it shown that failure to enter a stay would cause irreparable injury, and we therefore deny its emergency motion for a stay.
Með öðrum orðum, gátu dómararnir 3-ekki komið auga á að ríkisstjórnin hefði sýnt fram á, að slíkt hættuástand væri til staðar varðandi innra öryggi Bandaríkjanna - að ef krafa ríkisstjórnarinnar um tafarlausa frávísun næði ekki fram að ganga, mundi þar með skapast umtalsverð ógn fyrir almenning innan Bandaríkjanna.
Dómararnir virðast einnig ekki hafa sannfærst um ágæti rökstuðnings ríkisstjórnarinnar - fyrir kröfu um frávísun málflutnings tveggja fylkja gegn ríkisstjórninni.
- Mér virðist þar með, dómararnir ekki vera sannfærðir um það - að þörf væri fyrir tafarlaust bann á borgara landanna - 7, skv. tilskipun Trumps.
- Né sannfærðir um það, að þær aðferðir notaðar eru við skoðun og mat á þeim sem vilja koma til landsins, séu augljóslega ófullnægjandi - þar með starfsfólk útlendingaeftirlitsins ófært um að vernda borgara landsins skv. þeim ferlum er voru starfandi.
US appeals court denies Trump bid to lift travel-ban freeze
In setback for Trump, U.S. judges reject travel ban
Tvít Trumps - bendir bersýnilega til þess, að Trump ætli sér að halda áfram með málið upp á næsta dómstig.
Niðurstaða
Mín skoðun er að málið allt, sé eitt samfellt risaklúður Trumps og Co. En eins og fólk ætti að vita, þá var tilskipun Trumps - sett fram án þess að hafa þær stofnanir sem áttu að framfylgja henni með í ráðum, og þar með var alfarið látið vera að - vara þá starfsmenn við eða kynna málið fyrirfram fyrir þeim, eða undirbúa framkvæmd hennar að nokkru hinu minnsta leiti.
--Að auki virðist ákvörðun hafa verið tekin af þröngum hópi, þ.e. Bannon - Trump og þeirra nánasta klíku. Sumir ráðherrar hafi ekki einu sinni fengið að vita af málinu - þar með sá ráðherra, sem hafi innflytjendamál á sinni könnu -- svo sérkennilegt sem það er.
Réttast væri að Trump mundi draga tilskipunina til baka.
Síðan gæti hann undirbúið nýja tilskipun - lagfært gallana á þeirri sem hann lagði fram.
Og í þetta sinn, haft sérfræðinga Útlendingamála - með í ráðum.
En sjálfsagt er góð stjórnsýsla -- óhugsandi fyrir þessa ríkisstjórn.
--Sem virðist þeirrar skoðunar, að liðið í Washington - vinni gegn eigin þjóð.
- M.ö.o. virðist sem að liðið í kringum Trump, hreinlega treysti ekki stjórnsýslunni.
Vart annars unnt að útskýra, af hverju enginn innan hennar var hafður með í ráðum.
_________
Ps. áhugaverð grein: Trump and Bannon Pursue a Vision of Autocracy.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2017 | 00:17
Trump virðist byggja lagavörn sína á lögum frá 1952 - meðan lagavörn andstæðinga byggi á lögum frá 1965
Immigration and Nationality Act frá 1952 og Immigration and Nationality frá 1965 -- virðast kallast á.
Eldri útgáfa innflytjendalaga, kemur fram í upphafi McCarty tímabilsins.
Áhugavert er að vitna í þann þingmann - sem var aðalhvatamaður 1952 laganna, Pat McCarran:
"I believe that this nation is the last hope of Western civilization and if this oasis of the world shall be overrun, perverted, contaminated or destroyed, then the last flickering light of humanity will be extinguished. I take no issue with those who would praise the contributions which have been made to our society by people of many races, of varied creeds and colors. ... However, we have in the United States today hard-core, indigestible blocs which have not become integrated into the American way of life, but which, on the contrary are its deadly enemies. Today, as never before, untold millions are storming our gates for admission and those gates are cracking under the strain. The solution of the problems of Europe and Asia will not come through a transplanting of those problems en masse to the United States. ... I do not intend to become prophetic, but if the enemies of this legislation succeed in riddling it to pieces, or in amending it beyond recognition, they will have contributed more to promote this nation's downfall than any other group since we achieved our independence as a nation."
Þessi ræða mundi passa mjög vel inn í -- innflytjenda-umræðuna í dag!
Nema að umræðan í dag - beinist ekki að A-Evrópu, heldur Mið-austurlöndum og Afríku.
- Eins og flestir ættu að vita, tók við í kjölfarið -- tímabil innan Bandaríkjanna, þ.s. kommúnista hræðsla var í algleyming.
- Því má líkja við - Íslam hræðsluna í dag.
- Lögin voru notuð t.d. til að banna fólki, sem taldist - of vinstri sinnað eða jafnvel hafa einhver hin minnstu -- kommúnista tengsl, að setjast að í Bandaríkjunum.
--Útgangspunkturinn, var að verja bandarískt samfélag - gagnvart, ytri áhrifum séð sem varasöm.
Það sé þar af leiðandi -ef til vill- ekki furðulegt, að andi 1952 laganna - höfði til Donald Trump, sbr: Trump claims legal authority to impose travel ban.
Mikilvæga breytingin með 1965 lögunum!
- Bannað að mismuna innflytjendum -- eftir þjóðerni.
--M.ö.o. var ekki lengur heimilt, að stýra innflutningi til Bandaríkjanna - eftir kynþáttum og þjóðerni.
--Sem hafði verið praktíserað síðan 1922, en til er enn eldri útgáfa þessara laga. - Til viðbótar, var sett bann við mismunun -- vegna trúar.
--Sem þíðir, að ekki má setja eiginlegt - múslima bann t.d.
Þess vegna snýst lagadeilan um það -- hvort Trump er að banna Múslima.
Síðan er greinilega augljóslega - sbr. bann við mismunun vegna þjóðernis, að það orkar tvímælis að banna -- heilu löndin.
--Trump og Co. halda fram á móti, að það sé gert vegna -- ytra öryggis Bandaríkjanna, m.ö.o. til að vernda almenning í Bandaríkjunum fyrir hættum.
- Hinn bóginn -- er sennilega hugtakið -öryggi- sögulega séð, mest misnotaða hugtak heimssögunnar.
- Það augljóslega, veikir þá röksemd -- að sl. 30 ár er ekki hægt að rekja eitt einasta hryðjuverk innan Bandaríkjanna til innflutts fólks frá löndunum 7-sem Trump vill banna vegna öryggissjónarmiða, að hans sögn.
- Síðan, þarf að hafa í huga, að eftir 9/11 atburðinn - stofnun "Department of Homeland Security" - voru innflytjendamál tekin fastari tökum en áður.
--Síðan þá hafa ferli til að áhættumeta þá sem vilja heimsækja Bandaríkin, eða setjast þar að -- verið marg-yfirfarin.
--Bandaríkin hafa sérstakan vara á, þegar íbúar landa sem eru í -áhættuflokki- vilja heimsækja eða setjast að.
Það þarf þá að rökstyðja það - að þær reglur sem notast er við, sem hafa verið lagfærðar endurtekið síðan 2001.
--Séu augljóslega ónothæfar - eða, hriplekt gatasigti.
En hafandi í huga að ekkert hryðjuverk sé unnt að rekja til nýbúa frá löndunum 7.
--Virðist a.m.k. ekki blasa augljóst við -- að stórhættuleg krísa sé til staðar, fyrir innra öryggi Bandaríkjanna frá íbúum þeirra landa.
--Eða að starfsfólk þeirra stofnana, sé ekki mögulegt að verja þegna Bandaríkjanna, með þeim tækjum er það fólk þegar ræður yfir.
- En nánast eina réttlæting fyrir aðgerð Trumps -- væri stórfellt innra öryggis hættuástand.
--Sem einfaldlega blasi ekki við að sé til staðar.
--Það sé ekki síst röksemd.
--Að þörfin fyrir svo gríðarlega íþyngjandi aðgerð.
Blasi ekki við að sé til staðar!
Niðurstaða
Dómarar svokallað "Nine Circuit Court" ætla að tjá niðurstöðu sína á nk. 2-3 dögum. Fyrirfram augljóslega er ekki hægt að fullyrða neitt hvað þeir muni ákveða.
--En mér virðist a.m.k. ekki til staðar nein augljós þörf fyrir að rugga "status quo."
Það er, ríkjandi til nú nokkurra ára fyrirkomulagi, með svo óskaplega íþyngjandi aðgerð.
Að banna alfarið þegnum 7-landa að koma til Bandaríkjanna, og setjast þar að.
Ef röksemdin er að þörf sé að vernda bandaríska borgara fyrir aðsteðjandi voða.
Fullyrðingin um slíka stórfellda aðsteðjandi ógn, einfaldlega virðist ekki studd af raungögnum.
Að mínu viti ætti það eitt duga til þess, að dómararnir velji að -- verja "status quo."
Þ.e. að hafna aðgerð Trumps!
Sem væntanlega mundi leiða til þess að ríkisstjórn Trumps mundi áfrýgja málinu til Hæstaréttar.
- Megin röksemd ríkisstjórnarinnar - virðist að Trump megi ákveða þetta - punktur.
-Meintur voði, séu viðbótar rök. En megin rökin að Trump ráði þessu sem ríkjandi forseti.
--Ef maður eingöngu mundi lesa lögin frá 1952, mundi maður sjálfsagt álykta að svo væri.
En McCarty árin leiddu til þess, að lögin voru endurskoðuð 1965.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Við þekkjum í dag viðhorf Donald Trump til NAFTA samkomulagsins er tók gildi 1993, þ.e. versti samningur heimssögunnar, að hann hafi verið hræðilegur fyrir Bandaríkin, Mexíkó hafi grætt á honum meðan Bandaríkin hafi tapað.
--Það er eiginlega rauður þráður í gegnum - hugmyndir Trumps um alþjóðaverslun og viðskipti.
--Það er "grievance" túlkun sem hann heldur á lofti, þ.e. hann sakar viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna - almennt um að hafa farið illa með Bandaríkin á viðskiptasviðinu.
- Mér virðist eiginlega að Trump og þeir sem eru sammála honum - kenna öðrum þjóðum um þær ófarir, sem hann segir að Bandaríkin hafi farið síðan á 6. áratugnum.
Þessi túlkun er að sjálfsögðu, barnalega vitlaus: En Trump er að stara aftur til baka til þess tíma er hann var ungur maður á - tvítugs aldri, eða jafnvel lengra aftur - er hann var unglingur.
--Bandaríkin voru toppurinn á ísjakanum.
En það var vegna tjóns þess sem önnur þróuð iðnríki urðu fyrir í - Seinni Styrrjöld.
M.ö.o. hafi þetta ástand, sem hann og fólk með svipaðar skoðanir, sjá í hyllingum.
Verið fullkomlega - óeðlilegt og einnig fullkomlega ósjálfbært.
- En það gat ekki haldist - þegar löndin sem áður voru öflug iðnríki, endurreistu sig úr rústunum - sem þau sannarlega gerðu.
- Ég get ekki komið auga á nokkra þá -friðsama leið- sem Bandaríkin hefðu getað farið, til að viðhalda því ástandi.
- En það mætti ímynda sér, Bandaríkin ca. 1950, umbreyta V-Evrópu, ásamt Japan - í nýlendur.
--Síðan stjórna þeim svæðum, með sama hætti og gömlu nýlenduveldin stjórnuðu Afríku og Indlandi!
--Það hefði að sjálfsögðu þítt, hernmám og stöðugar styrrjaldir.
Sem hefði auðvitað kostað gríðarlega mikið - samtímis og Bandaríkin voru í Kalda-stríði.
Ég held að það hefði augljóslega - aldrei gengið.
Með álag af slíkum átökum, ofan á átök við Sovétríkin og Kína þess tíma -- hefðu Bandaríkin hreinlega getað orðið undir --> En þá hefðu þau ekki notið tilstyrks -bandalagsríkja- heldur hefði samskipti Bandaríkjanna og þeirra landa er urðu bandalagsríki þeirra, orðið að nettó kostnaði þ.e. byrði.
--En eins og ég sagði, ég kem ekki auga á nokkra þá friðsömu leið er Bandaríkin hefðu getað farið, til að viðhalda þeirri stöðu er Bandaríkin höfðu á 6. áratug 20. aldar!
--Þau úrræði sem líklega hefði þurt að grípa til, til að viðhalda slíku ástandi líklega með valdi -- hefði án nokkurs vafa valdið Bandaríkjunum gríðarlegum kostnaði og vandræðum, þegar þau vandræði eru hugsuð í samhengi við þau Kalda-stríðs átök er þá stóðu yfir.
Það hafi verið algerlega rétt ákvörðun á sínum tíma af Bandaríkjaforsetum þess tíma.
--Að aðstoða Evrópu og Japan - með efnahags aðstoð, við sína efnahagsuppbyggingu.
--Að gera þau að bandalagsríkjum - með skilgreinda jafningjastöðu.
Hafa m.ö.o. samvinnu við þau lönd - í stað þess að leitast við að halda uppi, drottnunarstöðu.
Þannig hafi þau stutt Bandaríkin í Kalda-stríðinu, og það hafi verið sigur bandalagsins sigurinn í Kalda-stríðinu.
--Að sjálfsögðu þíddi efnahags uppbygging þeirra landa, að þau sneru aftur til baka og gott betur, til þeirrar stöðu er þau áður höfðu!
Þau urðu aftur að -- efnahags keppinautum Bandaríkjanna.
En heilt yfir -- hafi það ekki verið tap fyrir Bandaríkin.
Þó Trump haldi öðru fram!
--Ég sé enga ástæðu til að draga eitthvað úr því, að afstaða Trumps og vinar hans Bannon, sé hreinlega -- algert rugl!
--Að bandamenn Bandaríkjanna, hafi skipulega grafið undan efnahag Bandaríkjanna - með einhvers konar, viðskiptasvikum. Og að hlutfallsleg hnignun Bandaríkjanna, frá ósjálfbærri yfirburða stöðu þeirra á 6. áratugnum, fram á þennan dag -- sé fullkomin sönnun þeirrar fullyrðingar þeirra félaga!
Þegar kemur að afstöðu þeirra félaga til Mexíkó og NAFTA - er afstaða mín sú sama, þ.e. þeir félagar flytji einnig ruglanda!
Viðskiptaráð Bandaríkjanna - U.S.-Mexico Trade Facts
Ef maður skoðar fullyrðingar Trumps um viðskiptin við Mexíkó í ljósi talna Viðskiptaráðsins!
ATH, tölur frá 2015.
Heildarviðskipti: 583,6ma.$
- Innflutningur til Bandaríkjanna frá Mexíkó: 316,2ma.$.
- Útflutningur Bandaríkjanna til Mexíkó: 267,2ma.$.
- Viðskiptahalli Bandaríkjanna við Mexíkó: 19,2ma.$.
Trump og Bannon, mundu kalla þetta - sönnun þess að viðskiptin séu ósanngjörn.
Innflutningur frá Mexíkó til Bandaríkjanna:
--Aukning 638% frá 1993.
- Farartæki: 74ma.$.
- Raftæki: 63ma.$.
- Aðrar vélar og tæki: 49ma.$.
- Eldsneyti: 14ma.$.
- Sjóntæki og lækningabúnaður: 12ma.$.
Innflutningur landbúnaðarvara frá Mexíkó: 21ma.$.
- Ferskir grænmeti: 4,8ma.$.
- Ferskir ávextir: 4,3ma.$.
- Áfengi: 2,7ma.$.
- Snakk matur: 1,7ma.$.
- Unnir ávextir og grænmeti: 1,4ma.$.
Útflutningur til Mexíkó frá Bandaríkjunum: 15,7% heildarútflutnings Bandaríkjanna!
--Aukning 468% frá 1993.
- Vélar: 42ma.$.
- Raftæki og vélar: 41ma.$.
- Farartæki: 22ma.$.
- Eldsneyti: 19ma.$.
- Plastefni: 17ma.$.
Útflutningur landbúnaðarvara til Mexíkó frá Bandaríkjunum: 18ma.$.
--3. mikilvægasti útflutningsmarkaðurinn fyrir bandarískar landbúnaðarvörur.
- Maís: 2,3ma.$.
- Saujabaunir: 1,4ma.$.
- Mjólkurafurðir: 1,3ma.$.
- Svínakjöt og svínaafurðir: 1,3ma.$.
- Nautakjöt og nautaafurðir: 1,1ma.$.
Skv: US farmers rattled by Trumps Mexico plans.
- Mexíkó mikilvægasti markaðurinn fyrir: maís, mjólkurafurðir, svínakjöt og hrísgrjón - frá Bandaríkjunum.
- Næst mikilvægasti markaðurinn er Mexíkó fyrir: saujabaunir og hveiti.
- Þriðji mikilvægasti útflutningsmarkaðurinn er Mexíkó fyrir: nautakjöt og baðmull.
Tölurnar að ofan segja þó ekki alla söguna!
- T.d. þó að bifreið sé framleidd í Bandaríkjunum.
- Gæti hún innihaldið íhluti framleidda í Mexíkó.
- Og öfugt, að bifreið innflutt frá Mexíkó.
- Gæti innihaldið íhluti framleidda í Bandaríkjunum.
Viðskiptin - víxlverka með flóknum hætti fram og til baka.
Þar sem fyrirtæki gjarnan reka starfsemi - beggja vegna landamæra.
- Inn og útflutningstölur, innihalda mikið af -- einmitt, innan fyrirtækja starfsemi.
Þar sem framleiðsluþættir - geta jafnvel verið í öllum löndunum þrem!
--Þ.e. Mexíkó, Bandaríkjunum, og Kanada - sem tilheyra NAFTA.
Mikið sé um -- sérhæfingu.
Þ.s. framleiðslan -- sé fullkomlega sérhæfð fyrir markaðinn.
Það eigi við innan allra landanna - þriggja.
---------------
Viðskipta-átök hafa því mikla möguleika til að valda umfangsmiklum efnahags truflunum.
- Gagnkvæmir refsitollar mundu ekki einungis hækka -- tollaðar fullunnar vörur.
- Heldur gæti bifreið framleidd í Bandaríkjunum, einnig hækkað -- vegna íhluta sem framleiddir eru handan landamæra, sem verða dýrari vegna álagðra tolla.
--Höfum í huga, að í dag eru íhlutir vanalega mun sérhæfðari en áður.
--Vegna stóraukinna öryggiskrafna, íhluta framleiðendur gjarnan þróa íhlutinn í samvinnu við fyrirtækið sem framleiðir - bifreiðina á endanum; sem þíði að ekki sé endilega mögulegt að skipta um - íhlutaframleiðanda, fyrr en að nýtt módel væri þróað.
Niðurstaðan
Mér virðist niðurstaðan af því -- hvort að Bandaríkin hafa tapað á NAFTA augljóslega vera, að svo sé bersýnilega ekki.
--En þó að það sé rétt að viðskiptahalli hafi þróast, og verið viðvarandi í þessum viðskiptum.
Þá sé það í besta falli mjög villandi að -- segja samkomulagið einungis hafa skilað tapi fyrir Bandaríkin.
- En greinilega -- hefur orðið gríðarleg verðmæta aukning í útflutningi frá Bandaríkjunum til Mexíkó síðan 1993.
- Innflutningur frá Mexíkó -- hafi einfaldlega aukist, enn meir.
M.ö.o. hafi bæði löndin grætt!
--Mexikó einfaldlega - grætt meir.
- Höfum þó í huga, að til lengri tíma litið, er nettó gróði Mexíkó umfram nettó gróða Bandaríkjanna -- ekki endilega með augljósum hætti - tap fyrir Bandaríkin.
- En aukning velmegunar innan Mexíkó - þíðir að sjálfsögðu að innflutningur til Mexíkó fyrirsjáanlega heldur áfram að vaxa -- ef maður gefur sér að NAFTA haldi áfram án verulegrar truflunar.
- Það geti vel verið, svo fremi að hagvöxtur í Mexíkó sé áfram hraðari en innan Bandaríkjanna -- að nk. 10 ár verði aukning útflutnings til Mexíkó hraðari!
En því auðugra sem Mexíkó verði -- því stærri verði neytendamarkaður þar!
--Í landi með 122 milljón íbúa.
Trump og Bannon - virðast þeirrar skoðunar, að stuðningur Bandaríkjanna í fortíðinni - við efnahags uppbyggingu fjölda landa, þ.e. fyrst Evrópu og Japans, síðan margra annarra landa sem síðan hafa iðnvæðst -- Mexíkó á síðari tímum.
----> Hafi verið svik Washington elítunnar við bandaríska verkamenn.
- Í þeirra hugarheimi -- sé ekkert "mutual gain."
- Heldur hljóti -- gróði eins/vera tap annars -- þ.e. bættur efnahagur hinna landanna, hafi verið á kostnað Bandaríkjanna -- m.ö.o. "Zero/Sum" sýn einkenni þá félaga.
Ég er einfaldlega fullkomlega ósammála þess konar túlkun á langtíma efnahags uppbyggingarstefnu fyrirrennara Trumps - alla tíð til baka til Harry Trumans og síðan Eisenhovers forseta.
--Þvert á móti hafi efnahagsuppbygging fjölda landa sem Bandaríkin studdu.
--Stuðlað að gríðarlegri stækkun heildar efnahagskökunnar, sem allir hafi grætt á.
NAFTA -- sé einnig dæmi þess, að heildarkakan stækki.
--Þó að hagkerfi Mexíkó hafi hlutfallslega stækkað hraðar, og hlutfallslega grætt meir.
Hafi Bandaríkin einnig nettó grætt á þeim viðskiptum -- þ.e. raun aukning útflutnings til Mexíkó frá Bandaríkjunum, hafi verið umtalsverð síðan 1993.
Til lengri tíma litið, muni áframhaldandi efnahags uppbygging Mexíkó - stuðla að frekari útflutnings gróða fyrir bandarískt viðskiptalíf.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2017 | 23:17
Trump og ríkisstjórn hans, einangruð í afstöðu sinni til Írans
Það þurfti ekki mikla spáspeki til að spá því - að fáir mundu elta nýja afstöðu ríkisstjórnar Trumps, þar sem virðist að stefnt sé að því að sveigja stefnuna til baka að þeirri fjandsamlegu stefnu gagnvart Íran sem til staðar var - í forsetatíð George Bush.
Pútín hefur fullkomlega öfuga afstöðu til Írans!
Það átti engum að koma á óvart, að stefnan gagnvart Íran sé með allt öðrum hætti í Rússlandi.
Kremlin says it disagrees with Trump's assessment of Iran
- "The Kremlin said on Monday it did not agree with U.S. President Donald Trump's assessment of Iran as "the number one terrorist state""
- Dmitry Peskov - "Russia has friendly partner-like relations with Iran, we cooperate on a wide range of issues, value our trade ties, and hope to develop them further,"
- "It's no secret for anyone that Moscow and Washington hold diametrically opposed views on many international issues,"
- Sergei Ryabkov - "...urged Washington not to try to reopen the Iran nuclear deal..." - "Don't try to fix what isn't broken," - "It would be an undesirable and negative turn of events that would only serve to pour oil on the flames in the Middle East."
Það verður áhugavert að sjá, hvernig það gengur upp fyrir Trump -- að ætla að bæta samskipti við Rússland; samtímis og Trump ætlar að vega að "strategic partner" Rússlands í Mið-austurlöndum.
Síðan er greinilega Teresa May ekki sammála Trump um Íran!
Israel's Netanyahu urges Britain to join Iran sanctions
- "May's spokeswoman..." - "The prime minister made clear that we support the deal on nuclear that was agreed,"
- "What happens now is that (the nuclear deal) needs to be properly enforced, and we also need to be alert to Iran's pattern of destabilizing activity in the region."
Skv. þessu, styður ríkisstjórn Bretlands - 6-velda kjarnorkusamkomulagið við Íran, m.ö.o. styður ekki umkvartanir Donalds Trump þess efnis, að það samkomulag sé hræðilegt og að það einhliða gagnist Íran.
--Litlar líkur séu á að Bretland hefji nýjar refsiaðgerðir gegn Íran.
Kína mótmælir nýjum refsiaðgerðum Trumps gegn Íran
China protests U.S. sanction list on Iran that hits Chinese firms
- Lu Kang - "Beijing had lodged a protest with Washington, and that such sanctions, particularly when they harmed the interests of a third party, were "not helpful" in promoting mutual trust."
- "Executives of two Chinese companies included on the list said on Sunday they had only exported "normal" goods to the Middle Eastern country and didn't consider they had done anything wrong."
M.ö.o. að refsiaðgerðirnar skaði kínverska einka-aðila í viðskiptum við Íran.
Með svipuðum hætti og Rússland - hafi Kína vinsamleg samskipti við Íran.
Og samtímis margvísleg efnahags tengsl - þó án vafa séu efnahags tengsl Kína við Íran, mun umfangsmeiri.
--Kína sé að auki eitt af löndunum sem stóð að kjarnorku-samkomulaginu við Íran, og ólíklegt einnig að styðja - endurupptöku þess.
Niðurstaða
Fyrir utan Saudi Arabíu - sem stendur í kalda-stríðs átökum við Íran, og aðra óvini Írans sbr. furstadæmin við Persaflóa, auk Ísraels.
--Virðist ólíklegt að Trump finni mörg önnur ríki sem taka undir hina nýju stefnu stjórnvalda í Washington.
En Trump, án nokkurra sannana, fullyrði blákalt að Íran sé það ríki sem mest ógn stafar af í Mið-austurlöndum, tekur þar með að fullu undir málflutning Ísraels - Saudi Araba og flóa furstadæmanna.
Að auki heldur hann því einnig fram, jafn blákalt, að Íran haldi uppi hryðjuverkasveitum út um heim - einnig án þess að vísa til nokkurra sannana, að því er ég best fæ séð heldur.
Það virðist augljóst að ekkert annað af 6-veldunum svokölluðu, muni hafa áhuga á endur-opnun kjarnorkusamkomulagsins. Að auki virðist afar ósennilegt, að þau lönd muni styðja nýjar refsiaðgerðir gegn Íran.
--Sennilegar að þau muni mæla einni röddu í hvatningu til Trumps, að rugga ekki bátnum.
Kína er það land sem sennilegast einna helst -- græðir á því, ef Trump leitast við að einangra Íran efnahagslega!
- Trump getur gert erlendum fyrirtækjum það - að velja milli Bandaríkjanna og Írans með viðskipti.
- Trump getur gert Íran nær ómögulegt að eiga í viðskiptum með dollar.
--Tæknilega getur Evrópa samt sem áður, átt í viðskiptum við Íran - með evrum.
--Sama getur Kína, með eigin gjaldmiðli.
Hinn bóginn, grunar mig sterklega, að Kína muni álíta refsiaðgerðir Trumps -tækifæri fyrir Kína- þ.s. að í augum Kína - er Íran að sjálfsögðu ríkt af auðlyndum sérstaklega olíu, auk þess staðsett við Persaflóa -- sem veiti Kína augljóst tækifæri til áhrifa, ef samskipti Kína og Írans mundu fara í verulega dýpkun í kjölfarið, þ.e. ekki einungis viðskiptasviði - heldur grunar mig að Kína mundi vera til í að selja Íran hátæknivopn til að endurnýja úreltan vopnabúnað herafla landsins.
--Íran gæti þá smám saman orðið að -strategic partner- fyrir Kína við Persaflóa.
Útkoma sem yrði verulega Bandaríkjunum til tjóns!
--Þ.e. með stuðningi Kína, gæti Íran elfst mun hraðar.
Og það á kostnað - bandalagsríkja Bandaríkjanna meðal arabalanda.
- Það blasi ekki endilega við - að Íran velji slíkan farveg --> Ef Trump hættir við slíka stefnu.
--Eins og ég hef áður sagt, sé hin nýja stefna Trump -lose lose- fyrir Bandaríkin.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eins og ég reikna með að flestir hafi heyrt - þá á laugardag samþykkti alríkisdómari í Seattla að - tímabundið lögbann á framkvæmd tilskipunar Trumps um ferðabann ríkisborgara 7-landa til Bandaríkjanna.
Síðan á Sunnudag, hafnaði alríkisdómstóll á lægra dómstigi kröfu frá ríkisstjórn Trumps, um að - ónýta tafarlaust bann Judge James Robart.
Alríkisdómstóllinn - óskaði eftir frekari gögnum frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, og mun aftur taka fyrir kröfu ríkisstjórnar Trumps - um að ónýta ákvörðun Judge James Robart frá laugardag á mánudag.
--En viðbrögð Trump er hann fékk ekki kröfu sinni um ónýtíngu ákvörðunar Judge James Robart - framgengt án tafar -- voru hreint mögnuð!
Það var þá sem Trump greinilega varð brjálaður
- The opinion of this so-called judge, which essentially takes law-enforcement away from our country, is ridiculous and will be overturned!
--Þessi ummæli þykja mjög móðgandi gagnvart stétt dómara almennt, og hefur þegar verið víða mótmælt um Bandaríkin - sem persónunýð að Judge James Robart. - Because the ban was lifted by a judge, many very bad and dangerous people may be pouring into our country. A terrible decision.
--Vandinn við þessi ummæli, er að -ferða Visa- frá þessum tilteknu löndum, er langt í frá - sjálfsagður hlutur - þ.e. ólíkt t.d. Íslendingi sem fær ferða Visa nánast sjálfkrafa, þá eru einstaklingar kannaðir áður en þeim er veitt slíkt heimild.
--Það þíðir, að það tekur margar vikur -skilst mér- yfirleitt að fá ferða -Visa- til Bandaríkjanna, ef þú átt heima í Líbýu eða Sómalíu.
----> En reglur voru mjög hertar í kjölfar svokallaðs, 9/11 atburðar.
**Trump hefur með engum hætti fram til þessa einu sinni gert tilraun til þess að sýna fram á, að það eftirlitskerfi - augljóslega virki ekki. - Interesting that certain Middle-Eastern countries agree with the ban. They know if certain people are allowed in it's death & destruction!
--Ég hef ekki frétt af því, að land innan Mið-austurlanda, hafi tekið undir bann tilskipun Trumps -- má vera að stjórnvöld Ísraels hafi það gert, og hugsanlega stjórnvöld Egyptalands. Hugsanlega jafnvel, stjv. í Saudi Arabíu -- enda það land ekki á bannlista Trumps, af ástæðum sem Trump hefur ekki til þessa - nefnt.
Það kemur í ljós - hvernig fer með málið á mánudag!
En þá mun krafa Trumps - aftur vera tekin fyrir.
En varla hafa ummæli Trumps - kætt dómarana við þann 3-ja manna dómstól.
--En ef þeir hafna kröfu Trumps endanlega - getur Trump kært málið áfram, upp á næsta dómstig.
- Þeir sem telja sig til þekkja --> Telja ummæli Trumps, setja málið í allt annað samhengi.
- Þar sem það nú, að þeirra dómi - snúist um, sjálfstæði dómstóla gagnvart stjórnvöldum.
- Skv. fréttum, þar sem að ferðabann Trumps - er óvirkt.
- Þá hafa þessa stundina, borgarar landanna 7-sem eru á bannlista tilskipunar Trumps, nú rétt sinn til að ferðast til Bandaríkjanna - endurreistan þ.e. í því tilviki að viðkomandi hafa gilt ferða-visa.
--Óvíst er þó hvort að nokkur nái að nýta sér glufuna!
Niðurstaða
Viðbrögð Trumps eru einfaldlega fullkomlega forkastanleg - en í Bandaríkjunum gildir sú regla sem nefnd er "rule of law" þ.e. að lögin sjálf eru í fyrsta sæti, eða m.ö.o. að aðgerðir stjórnvalda þurfa að falla að lögum og stjórnarskrá, þar með - útgefnar tilskipanir.
Skv. 3-skiptingu þeirri sem stofnendur Bandaríkjanna skrifuðu inn í stjórnarskrá Bandaríkjanna - þá voru lögin vísvitandi gerð rétthærri - framkvæmdavaldinu, sem þíðir að dómarar hafa einmitt þann rétt, að fella úr gildi tilskipanir stjórnvalda, ef þær teljast brot á lögum eða stjórnarskrá Bandaríkjanna.
- Þannig séð, er æðsti dómstóll Bandaríkjanna - mikilvægasta stofnun landsins, þar sem sú stofnun -- má slá af lög sem eru stjórnarskrárbrot og er endanlegur úrskurðaraðili þess hvort að ákvörðun stjórnvalda er stjórnarskrárbrot eða ekki.
- Síðan kemur þingið, en einungis það hefur rétt til að setja lög - og stjórnvöld eru háð þeirri kvöð að þeirra ákvarðanir og tilskipanir verða að vera í samræmi við þau lög sem eru í gildi.
--En eins og ég hef bent á, hefur þingið rétt til að setja forseta af - ef sá brýtur vísvitandi lög.
--Það eitt sýnir fram á, að þingið er valdameira en embætti forseta, ef einhver hefur efasemdir þar um. - Embætti forseta skv. því er í 3-sæti í goggunarröðinni, þ.e. 3-skiptingin skv. fyrirkomulagi stofnenda Bandaríkjanna --> Snýst um að, tékka af framkvæmdavaldið.
--Þess vegna er þingið haft sjálfstætt frá framkvæmdavaldinu, og með rétt til að setja forsetann af.
--Og síðan það falið dómstólum, að ákveða hvort stjórnarathafnir eru í samræmi við lög og stjórnarskrá - sem felur í sér rétt til að ógilda stjórnarathafnir sem teljast lögbrot eða stjórnarskrárbrot.
Með þetta í huga, þá er alríkisdómari í fullum rétti að víkja til hliðar - tilskipun Trumps.
Ef sá kemst að þeirri niðurstöðu að líkur séu á að hún sé stjórnarskrárbrot.
Að sama skapi, hafa stjórnvöld rétt til að vísa -- lögbanni til næsta dómstigs, og síðan alla leið upp í æðsta dómstól Bandaríkjanna - sem þá tekur endanlega ákvörðun.
Hið minnsta er málið allt orðið að stórfelldu drama!
Ég efa stórfellt að árásir Trumps á alríkisdómarann sem setti lögbann á tilskipun hans, komi til með að auka álit almennings á Trump.
Heldur sennilega þvert á móti - þ.s. þau ummæli virðast fela í sér skort á virðingu forsetans fyrir rétti dómarastéttar Bandaríkjanna, til þess einmitt - að hlutast til um stjórnarathafnir ef þær athafnir eru kærðar til þeirra!
Kv.
4.2.2017 | 02:10
Er líklegt að Trump verði sviptur embætti?
Ég benti á þennan möguleika mánuðum fyrir kosningar: bandaríska þingið gæti svipt Trump embætti.
--En það er einmitt vald sem bandaríska þingið ræður yfir, þ.e. svokölluð -Impeachment proceedings.-
Richard Nixon eins og frægt er - fékk á sig réttarhöld bandaríska þingins í kjölfar formlegrar ákæru þess gagnvart honum vegna svokallaðs - Watergate máls, og síðan í kjölfar opinberra réttarhalda sem þingið stóð fyrir, allt í beinni útsendingu; þann 9. ágúst 1974 sagði Nixon sjálfur af sér - frekar en að vera settur af, af þinginu.
Þingið réttaði einnig yfir Bill Clinton - eins og einnig er frægt, vegna svoallaðs - Lewinsky máls. En Clinton stóð það mál af sér!
Í áhugaverðri skoðanakönnun, styðja 40% kjósenda ákæru þingsins gagnvart Trump, meðan að 48% kjósenda eru andvígir!
Það er stórmerkilegt, miðað við söguna, hve óvinsæll Trump er - en vanalega eru forsetar miklu mun minna óvinsælir en þetta; svo skömmu eftir embættistöku.
- "Overall impressions of Trump remain negative, according to the poll, with 52 percent viewing him unfavorably and 45 percent viewing him favorably."
- "PPP polling found that 49 percent of voters disapprove of Trumps performance since his inauguration on Jan. 20 and 47 percent approve."
- "Pollsters also found that a majority of voters, 52 percent, would prefer former President Obama in his old role rather than Trump; 43 percent prefer Trump, and 5 percent are uncertain."
Í áhugaverðri frétt, hefur - alríkisdómari - fyrirskipað lögbann er gildir þegar í stað yfir allt landið, gegn umdeildum aðgerðum Trumps þ.s. Trump bannar fólk frá 7 löndum!
Ríkisstjórn Trumps - segist ætla að höfða ryftunarmál, strax.
Seattle judge blocks Trump immigration order
Þarna er greinilega um að ræða - öfluga gagnsókn gegn ákvörðun Trumps!
- "The challenge was brought by the state of Washington and later joined by the state of Minnesota."
- "The Seattle judge ruled that the states have legal standing to sue, which could help Democratic attorneys general take on Trump in court on issues beyond immigration."
Málareksturinn gegn -- tilskipun Trumps er í þessu tilviki, rekinn af - tveim fylkisstjórnum.
Impeachment of Trump - virðist þó ekki yfirgnæfandi líklegt enn!
En barátta er hafin fyrir því á - netinu. Að baki henni virðast standa - áhrifamikil pólitísk öfl innan bandaríska þjóðfélagsins.
--Trump þarf þar af leiðandi að hafa varann á!
- En meginskjól Trumps - liggur í þingmeirihluta Repúblikana.
- En til þess að -impeachment- geti hafist, þarf að hefja málið af - Fulltrúadeildinni. Þar sem einfaldur meirihluti þingmanna, dugar fyrir samþykkt formlegrar ákæru.
- Öldungadeildin síðar, rekur málið sjálft.
--Trump má m.ö.o. ekki missa stuðning Repúblikana á þingi.
- Það þíðir einfaldlega, að Trump má ekki - verða of óvinsæll.
- Samtímis þarf hann að gæta sín á því, að verða ekki staðinn að - sannanlegum lögbrotum eða jafnvel, stjórnarskrárbrotum.
Það er þess vegna sem málareksturinn, gegn tilskipun Trumps - getur skipt miklu máli fyrir Trump!
Því ef hann tapar því máli fyrir rest, segjum að ef það fer alla leið upp í Hæsta-rétt.
- Þá gæti þar með verið komin fram - slík sönnun!
Eins og ég benti á um daginn, þá geta aðgerðir Trumps - skaðað hagsmuni fjölda þingmanna Repúblikana: Áhugaverð vörn fyrir, fríverslun, sem barst til Trumps frá bandaríska landbúnaðargeiranum -- ætli bandarískir bændur sjái eftir stuðningi við Trump?
En í þeirri grein, benti ég á þá líklegu staðreynd - að aðgerðir Trump geta leitt til mikils skaða fyrir landbúnaðarsvæði Bandaríkjanna!
-Sem hafa lengi stutt Repúblikanaflokkinn!
- Ef aðgerðir Trumps skaða þau svæði - eins og sannarlega getur gerst.
- Væri afar líklegt, að hagsmunaaðilar í þeim fylkjum, beiti þingmenn Repúblikana frá þeim fylkjum - vaxandi þrýstingi.
- Ef m.ö.o. Trump missir stuðnings einhvers verulegs hluta þingmanna Repúblikana!
--Gæti hann komist í raunverulega hættu!
Niðurstaða
Eins og ég benti á í mars á sl. ári - þá getur þingið svipt Trump embætti. M.ö.o. kom þessi ábending mín, mánuðum fyrir kjör Trumps sem forseta - þegar hann hafði ekki enn unnið sigur í prófkjöri Repúblikana.
--Þegar er hafin barátta fyrir -impeachment- gagnvart Trump.
En hvort þeirri baráttu vaxi verulega fiskur um hrygg - muni verða mjög verulega undir Trump sjálfum komið!
- En ef aðgerðir Trumps, fara með hætti er yrði almenningi í Bandaríkjunum - sýnilegur.
- Að skaða bandaríska hagkerfið, og framboð starfa innan þess.
- En það eru miklar líkur á því, að viðskiptastríð þau sem Trump - virðist stefna að; geti einmitt framkallað sýnilegt tjón af slíku tagi.
- Þá gæti stuðningur við Trump dalað nægilega mikið, andstaða við hann samtímis eflst -- að meirihluta stuðningur fyrir -impeachment- geti myndast á þingi.
Ef Trump er settur af - tekur varaforsetinn við, þ.e. Pence.
Eins og er Gerald Ford tók við af Nixon.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
3.2.2017 | 02:07
Nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Íran - varpa fram nýjum spurningum um stefnu Trumps varðandi málefni Írans
Hin nýja ríkisstjórn Bandaríkjanna - virðist mjög óvinsamleg Íran, vart síður svo en ríkisstjórn George Bush var fyrir rúmum áratug.
--Núna er aftur hafinn söngurinn, um Íran sem ógn við stöðugleika.
--Og um meintar eða raunverulegar, aðgerðir Írans til að stuðla að slíkum óstöðugleika.
- Að Íran var sett á - ferðabannslista Trumps, er óhætt að túlka - sem augljóslega óvinsamleg aðgerð.
- Síðan hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna -- formlega líst því yfir, að Íran sé undir sérstakri smásjá, sbr. orð Trumps:
"As of today, we are officially putting Iran on notice," - Michaerl Flynn, öryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar - var einnig mjög harðorður.
Recent Iranian actions, including a provocative ballistic missile launch and an attack against a Saudi naval vessel conducted by Iran-supported Houthi militants, underscore what should have been clear to the international community all along about Irans destabilising behaviour across the Middle East,
--Greinilega er ekkert að athuga við stríðsrekstur Saudi Araba í Yemen. - Síðan hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna - kynnt nýjar refsiaðgerðir til sögunnar.
U.S. to issue new Iran sanctions, leading edge of get-tough strategy.
- A.m.k. eru ekki enn til staðar - skýrar vísbendingar þess að ríkisstjórn Trumps ætli að segja upp af Bandaríkjanna hálfu -- kjarnorkusamningnum við Íran.
--En hinar nýju þvinganir, virðast settar þannig upp - að þær brjóti ekki augljóslega ákvæði þess samkomulag.
Eins og ég hef bent áður á - þá grunar mig að bandarískir hægri menn, vanmeti þá valkosti sem Íran standi til boða!
- Eins og ég hef áður nefnt, þá virðist mér það geta verið freystandi fyrir Kína, að bjóða Íran upp á -- viðskipti í gegnum gjaldmiðil Kína.
- Íran hefur veruleg viðskipti við Kína - þegar. En líkur eru um að Íranar tortryggi Kína, eða a.m.k. dreymi Írana ekki að verða leppríki Kína.
- Hinn bóginn - ef Trump skrúfar svo harkalega að Íran, t.d. lokar að stærstum hluta -dollar- hagkerfinu fyrir Íran, beitir sér að auki til þess - að hindra að erlend fyrirtæki versli við Íran, þ.e. geri fyrirtækjum það að velja viðskipti við Bandar. eða Íran.
- Þá gæti vel farið svo -- að Íran halli sér að Kína.
- Ég gæti vel trúað því, að Kína væri tilbúið að selja Íran - nútíma vopn. En vopnabúnaður Írans er almennt kominn til ára sinna.
- Við skulum ekki algerlega útiloka, möguleikann á kínverskum flotastöðvum. Andspænis bandarískum stöðvum hinum megin við flóann.
Punkturinn er sá - að ekkert af þessu gerist.
Nema að Trump fari með mjög harkalegum hætti.
Að vega að möguleikum Írans til - efnahagsuppbyggingar.
Ef Íran verður - formlegur bandamaður Kína.
--Væri það mjög verulegt - strategískt tap fyrir Bandaríkin.
Mig grunar að núverandi hægri stjórn Bandaríkjanna - geti verið blind á þessi atriði.
- En ef Trump færi í Kalt-stríð við Kína, og þvingaði Íran til að halla sér að Kína.
- Gæti Íran mjög vel orðið Bandaríkjunum - töluvert skæður Kaldastríðs óvinur, hafandi í því tilviki - Kína sem bakhjarl.
Niðurstaða
Eins og ég hef áður rökstutt, er ég þeirrar skoðunar að ef ný hægri stjórn Trump, vegur harkalega að Íran - þá séu líkur á því að það leiði fram, strategískt tap Bandaríkjanna.
Það sé mun vitlegra fyrir Bandaríkin, að hreyfa ekki við Íran!
En þá sé ég engar verulegar líkur á að Íran velji að halla sér að Kína.
Þar sem að ég tel að Íran velji sér -sjálfstæði- ef sá valkostur er fær!
- En af Bandaríki með harkalegum hætti, sverfa að Íran - væri rökrétt fyrir Íran, að afla sér bakhjarls.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2017 | 03:33
Hugmyndir um skattabreytingar á Bandaríkjaþingi - gætu hleypt af stað hnattrænu viðskiptastríði
Ég er að vísa til hugmynda Senator Kevin Brady!
Í allra strangasta skilningi er skattahugmynd hans - áhugaverð!
En hann leggur til, að skatta fjármagnsflæði innan fyrirtækja - í stað hagnaðar. Sem auðvitað þíðir, að þá er vonlaust að - fela hagnað frá skatti. Engin ástæða lengur - að kaupa tap til að minnka skatthlutfall, o.s.frv.
- Vandinn liggur í útfærslu skattahugmynda Brady!
- Að hann vill útfæra þær með þeim hætti - að þær virki sem, tollur á allt innflutt.
U.S. tax plan would break WTO rules, lawyers say
Hugmynd Brady um útfærslu, er að fyrirtæki geti - dregið frá kostnað sem fellur til vegna kaupa á aðföngum sem framleidd eru innan Bandaríkjanna; en ekki aðfanga sem framleidd eru utan Bandaríkjanna, m.ö.o. innflutt!
"A 'border adjustment' would be applied whereby companies which import products for resale or use in a manufacturing process would not receive a tax deduction for the cost. Domestic purchases and labor costs could be deducted while U.S. exports would be exempt from the tax."
--Að sjálfsögðu er af og frá að ríki heims mundu láta það óátalið - ef Bandaríkin haga fyrirtækja skattheimtu þannig.
--Að innfluttur varningur sé skattlagður hærra - en varningur framleiddur innan Bandaríkjanna!
En ef annar kostnaðurinn er frádráttarbær - en ekki hinn.
Er nettó útkoman - hærri skattur.
Senator Brady - virðist snúa út úr venjubundnum -- VSK reglum.
En eins og allir þekkja, þá geta menn fengið vaskinn felldan niður eða endurgreiddan, af vöru sem maður kaupir erlendis en - tekur síðan út úr því landi.
Brady heldur því fram að þetta sé -"Export subsidy"- sem sé skv. því heimilt skv. "WTO."
Hann segir að -- að hann miði sitt áætlaða skattalega forskot, við ca. 20% -- sem hann segir vera dæmigerðan -VSK- erlendis.
- En punkturinn er sá -- að fá vask endurgreiddan, er ekki "export subsidy." Eins og Brady staðhæfir!
- Heldur væri það fullkomlega fáránlegt -- að leggja VSK á varning sem seldur er úr landi --> Sem væri útflutningsskattur. Að sjálfsögðu skattleggur ekkert land, útflutnings með slíkum hætti.
- Það er að sjálfsögðu algert kjaftæði - að Bandaríkin veiti innfluttum varningi, í reynd skattalegt forskot - sem sé slæmt fyrir bandarískan iðnað -- með því að taka ekki tillit að hans mati til -- endurgreiðsla VSK sem fyrirtæki fái erlendis á vöru seldri úr landi.
- En að sjálfsögðu -- virka reglur fyrir bandarískan útflutning eins og hjá öðrum, þ.e. að Bandaríkin skattleggja ekki sinn útflutning heldur. Ég skil því ekki þetta blaður Brady að Bandaríkin skattleggi ekki það -- sem aðrir gera. Sem rök fyrir skattlagningar hugmynd sinni.
- En þ.e. að sjálfsögðu rétt -- að -Vsk- er lagður á allar vörur. Þ.e. innfluttar vörur t.d.
En þar sem -VSK- er samtímis lagður á vörur sem framleiddar eru innan lands.
--Þá er ekki byggt inn í -VSK- kerfið -- neitt skattalegt álag á innfluttar vörur umfram það skattalega álag sem lagt er á framleiddar eru innan viðkomandi lands.
--M.ö.o. sé það kjaftæði - að önnur lönd skattleggi innflutning - með þeim hætti sem Brady talar um. - Sem þíðir að sjálfsögðu einnig - að það sé einnig kaftæði sem Peter Navarro heldur fram, sbr:
"The unequal treatment of the US income tax system under biased WTO rules is a grossly unfair subsidy to foreigners exporting to the US and a backdoor tariff on American exports to the world that kills American jobs and drives American factories offshore,..."
Það sé algert kjaftæði - að VSK reglur virki eins og þær virka í öðrum löndum virki sem "export subsidy" í annan stað og að þær á móti virki sem - skattur á innflutning.
--Ég skil ekki hvernig slíkur rugludallur getur verið Dr. í hagfræði.
----------------------Skv. sérfræðingi í WTO reglum
- "The total tax rate on the 100 percent domestically-produced good is going to have a lower effective tax rate than the rate on the import,".
- That would breach Article 3 of the General Agreement on Tariffs and Trade, which is policed by the WTO. This allows signatory states to impose permitted tariffs on goods entering their country, but precludes them from treating a domestic item more favorably than an imported one when it comes to internal taxes like sales or income taxes.
- The WTO Agreement on Subsidies and Countervailing Measures also provides a basis for challenging the U.S. plan, the lawyers said.
- While this treaty allows border adjustments, it bars them in relation to direct taxes such as income or profit taxes.
- Hence, the plan could be deemed a subsidy on domestic production in the United States and on U.S. exports, Folkert Graafsma, with VVGB Avocats in Brussels said.
---------------------
Ég sé ekki hvernig -ef framkvæmd- slík skattlagning leiðir ekki til, viðskiptastríðs!
En með slíkri breytingu, mundu Bandaríkin -- skattleggja allan innflutning, hærra en varning framleiddur innan landsins.
--Sennilega ca. 20% tollur sem þetta mundi samsvara - á allan innflutning.
Og þ.e. enginn smáræðis tollur!
- Við erum þá ekki að tala um viðskiptastríð -- bara við Kína og Mexíkó.
- Heldur milli Bandaríkjanna, og allra helstu stærri framleiðsluhagkerfa heimsins.
M.ö.o. hnattrænt viðskiptastríð.
Hverjar yrðu afleiðingar?
Í þessari færslu er vitnað í mat á afleiðingum af viðskiptastríði milli Kína og Mexíkó: 4,8 milljónir starfa mundu tapast ef Trump fer í viðskiptastríð við Kína og Mexíkó.
Afleiðingar gætu orðið -- verri af viðskiptastríði Bandaríkjanna, við öll önnur stærri lönd.
Niðurstaða
Ef tillaga Brady nær fram -- þá er ég að tala um atburð af svipaðri stærðargráðu, grunar mig, og er Herbert Hoover forseti Bandaríkjanna 1929-1933, lagði einhliða á verndartolla á allan innflutning til Bandaríkjanna!
--En það þarf að fara alla leið aftur til Hoover forseta.
--Til að finna forseta sambærilegan við Trump, þ.e. forseta sem berst fyrir - verndarstefnu.
Afleiðingar verndarstefnu Hoover urðu skelfilegar.
--Þ.e. önnur ríki svöruðu tollum Bandaríkjanna!
Og heims hagkerfið datt niður í hraðan niðurspíral.
Sem gerði heims kreppuna á 4. áratugnum að því djúpa helvíti er hún varð að.
- SmootHawley Tariff:"US imports decreased 66% from $4.4 billion (1929) to $1.5 billion (1933), and exports decreased 61% from $5.4 billion to $2.1 billion. GNP fell from $103.1 billion in 1929 to $75.8 billion in 1931 and bottomed out at $55.6 billion in 1933."
En gagnkvæmir tollar leiða - einmitt fram þessar afleiðingar.
Gríðarleg aukning af atvinnuleysi varð að sjálfsögðu þegar önnur lönd brugðust við með sama hætti.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2017 | 02:57
Áhugaverð vörn fyrir, fríverslun, sem barst til Trumps frá bandaríska landbúnaðargeiranum -- ætli bandarískir bændur sjái eftir stuðningi við Trump?
Bréf bandarískra landbúnaðarframleiðenda er merkilegt: Dear President Trump.
Það sem er merkilegt við þetta bréf, er að það inniheldur rökstudda vörn fyrir fríverslun. Að auki, þó allt sé kurteislega orðað, hafnar það rökum Trumps eða fullyrðingum - að NAFTA samningurinn hafi verið - slæmur fyrir Bandaríkin. Hvað þá, versti samningur allra tíma, eins og Trump ítrekað hefur sagt.
Það merkilega við málið allt, er að bandaríski landbúnaðurinn er gríðarlega háður alþjóða viðskiptum - því Bandaríkin framleiða miklu mun meir af landbúnaðarvörum en þau sjálf geta ráðið við að torga.
- Cirka 1/3 alls útflutnings landbúnaðarvara - fer til Mexíkó.
- Og Kína!
Og Trump ætlar bersýnilega í viðskiptastríð við bæði löndin!
Og það blasir því við, augljóslega, að bandaríski landbúnaðurinn verður fyrir mjög miklu tjóni.
Trump puts U.S. food, farm companies on edge over Mexico trade
This Industry Just Found Out What It's Like to Do Business in Trump's America
Trumps trade agenda is on a collision course with his rural voters economic interests
Það skrítnasta við allt málið, þó það hafi blasað við hver stefna Trumps væri - fyrir kosningar, þá kusu landbúnaðarhéröðin samt Trump með góðum meirihluta!
En hvergi verður aukning atvinnuleysis meiri innan Bandaríkjanna, ef Trump fer í viðskiptastríð -- þá lendir mikill fjöldi starfa í landbúnaðargeiranum strax í óvissu.
- "The United States is the world's largest soybean producer, and our farms export nearly half of what they harvest."
- "The biggest recipients are China and Mexico, which together account for nearly 70 percent of US soybean exports, buying a total of about $16.6 billion worth of the product."
- "They also make up two of the top three destinations for US pork."
Svo er það TPP-samningurinn, sem Trump sló af á 1-degi er hann tók formlega yfir. Og Trump barðist gegn í gegnum gervalla kosningabaráttuna.
--Hvað sagði landbúnaðargeirinn um þann samning?
--Er þeir fréttu af þeirri ákvörðun Trumpsins?
"The American Farm Bureau Federation...expressed dismay over Trump's rejection of the TPP, mourning it as a "positive agreement that would add $4.4 billion annually to the struggling agriculture economy" and requesting that Trump commit to "ensuring we do not lose the ground gainedwhether in the Asia-Pacific, North America, Europe or other parts of the world."
Sennilega er bandaríska - landbúnaðarmafían, einn helsti stuðningsaðili alþjóðaverslunar og viðskipta í Bandaríkjunum.
Þess vegna hljómar það svo öldungis furðulegt - hversu þétt landbúnaðarsvæðin, stóðu að baki framboði Trumps.
--Án þess greinilega að hafa fengið nokkuð frá Trump í staðinn.
Tölum um að vera - sjálfum sér verstir!
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum landbúnaðargeirans við áframhaldi stefnu Trumps - því að sú stefna gengur svo fullkomlega á svig við þeirra mikilvægustu hagsmuni.
--En landbúnaðarsvæðin hafa lengi kosið -- Repúblikanaflokkinn!
En getur það haldist svo áfram, ef stefna Trumps fer að virkilega stórskaða efnahag landbúnaðarframleiðendanna - sem studdu svo dyggilega, eins og venja hefur verið hjá þeim, við kosningabaráttu Repúblikana.
A.m.k. virðist klárt að þeir munu beita þingmenn sína, þ.e. þá Repúblikanaþingmenn er þeir kusu og studdu, þrýstingi.
--Það gæti haft áhrif á það, hversu þægur Repúblikanaflokkurinn verður Trump.
Spurning, ef Trump heldur viðskiptastríðs áformum við Kína og Mexíkó - til streitu.
Hvort að mætt verði til Washington - til að mótmæla?
Það væri áhugavert, ef landbúnaðarsvæðin - er svo lengi hafa kosið Repúblikana, mundu mæta til að mótmæla stefnu forseta - Repúblikana!
--Kannski tækifæri fyrir pólitíska andstæðinga Repúblikanaflokksins, að veiða til sín - miðríkin næst þegar kosið verður, ef Trump leiðir efnahagslegar hörmungar yfir þau fylki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar