5.3.2017 | 19:23
Er sennilegt að Obama forseti hafi látið hlera síma Trumps og samstarfsmanna Trumps?
Krafa Trumps um sl. helgi, að ásökun af hans hálfu - sem hann hefur ekki fært neinar sönnur fyrir né rökstutt sérstaklega - að Obama forseti hafi látið hlera persónulegan síma hans - að sú ásökun verði rannsökuð af bandaríska þinginu.
--Samtímis og bandaríska þingið, rannsaki ásakanir á samstarfsmenn Trumps - í tengslum við samskipti þeirra og sendiherra Rússlands.
Hefur sannarlega hreyft við umræðunni innan Bandaríkjanna.
--Eins og vanalega, fer afstaðan fullkomlega eftir pólitískum línum!
- Sjálfsagt grunar einhverja!
--Að Trump sé einfaldlega að, gera tilraun til að færa umræðuna, frá umræðu um ásakanir á hans samstarfsmenn!
Trump: How low has President Obama gone to tapp my phones during the very sacred election process. This is Nixon/Watergate. Bad (or sick) guy!
White House asks Congress to probe if Obama ordered wiretap
Trump wiretap claim shot down by former intelligence chief
Mér hefur aldrei fundist það grunsamlegt, hið minnsta; að samskipti samstarfsmanna Trumps við Sergey Kislyak sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum - komust í hámæli!
- En einhverjum bandarískum hægri mönnum, finnst þetta benda til þess að -- ásakanir sem hafa undanfarið verið háværar á netinu - séu sannar, og Trump grípur nú á lofti --> Að Obama hafi látið hlera síma samstarfsmanna Trumps, jafnvel Trumps sjálfs!
--Ég hef jafnvel séð ummæli á þann veg --> Að þetta væri hinn eiginlegi skandall, að Obama að þeirra mati eða skoðun - hafi látið hlera þessa síma. - Hinn bóginn - virðist mér þetta augljós misskilningur!
--En ég bendi á, á móti - að rökrétt sé að ætla, að bandarískar leyniþjónustur.
--Fylgist náið með samskiptum Sergey Kislyak!
--Þannig að það hafi sennilega lengi verið standard, að hlera öll samskipti sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og einnig rússneskra starfsmanna þess sendiráðs. - Ég geng að auki svo langt - að benda á, að líklega sé "naive" eða einfeldningslegt, að ætla að símar Sergey Kislyak og annarrs rússn. starfsmanna sendiráðs Rússlands, séu ekki hleraðir.
- M.ö.o. orðum, þurfi ekkert annað hafa gerst - en það, að þegar samstarfsmenn Trump höfðu símaasamkipti við Sergey Kislyak.
--Hafi þau samtöl sjálfkrafa verið hleruð, og þar með lent í höndum leynistofnana Bandaríkjanna.
--Vegna þess, að sennilega samfellt sl. áratugi <--> Hafi öll samskipti rússn. sendiráðsins, og rússn. starfsmanna þess --> Alltaf verið hleraðir.
--Þ.e. samfellt sennilega í gegnum allt Kalda-stríðið.
--Og örugglega áfram, eftir að Kalda-stríðinu formlega var lokið.
Því að sjálfsögðu í tíð Obama - sem og í tíð allra forseta Bandaríkjanna, líklega alla tíð til baka til -- Harry Truman, a.m.k. síðan í tíð - Eisenhower, er Kalt-stríð virkilega var komið á flugferð.
M.ö.o. stórfellt efa ég að símar Trumps - eða samstarfsmanna hans, hafi með verið hleraðir sérstaklega.
Þeir hafi einfaldlega lent í því - að þegar þeir hringdu í Sergey Kislyak, þá líklega lentu þau samskipti - á standard hlerunar-aðgerð bandarískra leynistofnana, á sendiherra og sendiráð Rússlands innan Bandaríkjanna!
--M.ö.o. er ég að segja, að það hafi líklega verið -- einstaklega heimskulegt, af Trump og samstarfsmönnum, að eiga samskipti í gegnum síma, við - Sergey Kislyak.
--M.ö.o. að þeir geti sjálfum sé um kennt, að hafa verið svo einfaldir, að hafa ekki áttað sig á því að þegar þeir höfðu símasamskipti við Sergey Kislyak - að þá mundu þau samskipti að sjálfsögðu berast til starfsmanna bandarískra leynistofnana - er væru stöðugt að hlera samskipti rússneska sendiráðsins og sendiherra Rússlands - við 3. aðila.
Þeir séu þar með að súpa biturt seyði af eigin heimsku, eða einfeldni.
--Ég eiginlega botna alls ekki í því, að þeim hafi dottið í hug að hafa bein símasamskipti við, Sergey Kislyak.
--Eiginlega er það sem ég hugsa, hreinlega þetta -- hvílík fífl!
Niðurstaða
Mín afstaða er m.ö.o. sú, að það sé engin þörf fyrir þá kenningu - að símar Trumps og samstarfsmanna hans, hafi sennilega verið hleraðir. Það er, ef sú kenning, á að útskýra það - af hverju samskipti samstarfsmanna Trumps við Sergey Kislyak - bárust til bandarískra leynistofnana!
--Þar sem ég tel það yfirgnæfandi sennilegt, að öll fjarskipti og símasamskipti Sendiherra Rússlands og rússn. starfsmanna sendiráðs Rússlands innan Bandaríkjanna.
--Séu einfaldlega - alltaf hleruð!
Þannig hafi það líklega verið, alla tíð a.m.k. frá forsetatíð Eisinhovers og kannski jafnvel frá tíð Harry Trumans -- örugglega hafi slíkar hleranir haldið áfram fram á þennan dag, þó svokölluðu Köldu-stríði hafi formlega lokið 1993.
--Þannig að með því að hafa samskipti í gegnum síma við Sergey Kislyak sendiherra Rússlands innan Bandaríkjanna, þá hafi það verið þar með fullkomlega óhjákvæmileg afleiðing -- að leynistofnanir Bandaríkjanna komust á snoðir um samskipti samstarfsmanna Trumps við Sergey Kislyak.
- Svarið sé einfalt -- ef þú vilt eiga leynisamskipti við sendiherra Rússlands -- ekki ræða við hann í gegnum síma. Eiginlega, aldrei!
Það þurfi ekki að hlera sérstaklega -- símann sem hringir.
Með því að hlera síma Sergey Kislyak -- nái þeir öllu símtalinu.
- M.ö.o. sé ég engin sérstök málefnaleg rök fyrir þeirri ásökun, að Obama hafi látið hlera síma samstarfsmanna Trumps, eða jafnvel Trumps sjálfs!
Það liggur þá á Trump sjálfum, að koma fram með gögn slíkum ásökunum til stuðnings.
En, leynistofnanir Bandaríkjanna - hafi að sjálfsögðu þau gögn sem þær stofnanir komust yfir, væntanlega með standard hlerunum á samskiptum Sergey Kislyaks við aðra.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.3.2017 kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
4.3.2017 | 02:01
Ríkisstjórn Trumps - virðist vera að velta fyrir sér því að svipta a.m.k. tímabundið ólöglega innflytjendur börnum sínum!
Hugmyndin virðist þróast út frá - kröfu Trumps, að svokallað "catch and release" hætti þ.e. þegar í hlut eiga fjölskyldur sem eru að smygla sér ólöglega yfir landamærin, í ljósi dómsúrskurðar þess efnis að ekki megi halda börnum í varðhaldi nema í mjög skamman tíma, hafi þróast sú venja -- að sleppa lausum slíkum fjölskyldum eftir að viðkomandi hafa fengið í hendur, dagsetningu hvenær viðkomandi skal mæta fyrir dómi, sem geti verið nokkra hríð inn í framtíð.
- Þar sem dómsúrskurðurinn, strangt til tekið, banni einungis að halda börnum í varðhaldi - en ekki foreldrum þeirra; hafi sú hugmynd vaknað - að í stað þess að sleppa fjölskyldunni sem heild, verði börnunum komið fyrir í fóstri a.m.k. á meðan!
- Slík aðferð gæti þó orðið - umdeild!
En mannréttindalögfræðingar, hafa strax mótmælt hugmyndinni.
Og aðgerðasinnahópar, sem berjast fyrir málstað ólöglegra innflytjenda eru líklegir til þess, að láta reyna á það fyrir dómi - hvort slík aðferð væri lögleg.
Trump administration considering separating women, children at Mexico border
- "About 54,000 children and their guardians were apprehended between Oct. 1, 2016, and Jan. 31, 2017, more than double the number caught over the same time period a year earlier."
- "Holding mothers in prolonged detention could also strain government resources, said Randy Capps of the Migration Policy Institute, a Washington-based non-profit." - "You are talking about a pretty rapid increase in the detention population if you are going to do this," Capps said. "The question is really how much detention can they afford.""
Þetta gæti verið góður punktur hjá Randy Capps!
- En ef aðgerðasinnar - aðstoða þessar fjölskyldur við málaferli, sem virðist ekki ósennilegt - þá gæti vel verið að málin dragist á langinn, meðan verið er að tæma alla möguleika til að áfrýgja.
--Sama tíma, væru börnin væntanlega í fóstrinu eða í gæslu yfirvalda. - Ef dæmigert mál tekur meira en ár, af þessa völdum -- gæti þetta orðið töluverður fjöldi sem yfirvöld væru með þessum hætti í varðhaldi, og umtalsverður fjöldi barna undir vernd - yfirvalda.
--Þetta mundi að sjálfsögðu valda börnunum, angist - að vera tekin frá foreldrum og haldið hjá vandalausum eða jafnvel starfsfólki bandar. ríkisins.
Það virðist ljóst að harka yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur vaxið verulega.
--Þannig út af fyrir sig, er Trump að standa við loforð um aukna hörku.
Það má auk þessa reikna með því, að kjósendur hans mundu ekki verða gríðarlega uppteknir af réttindum þessara barna.
--Frekar fagna því, ef tekið er harkalegar á þessu fólki.
- Greinilega verða þarna mjög skörp skil í afstöðu.
- Eftir því sem eiga í hlut - þeir sem vilja loka sem mest á þennan ólöglega aðflutning fólks.
- Eða þeir, sem líta svo á, að þetta fólk ætti að fá að koma til Bandaríkjanna - höfða til langrar hefðar Bandaríkjanna sem - innflytjendasamfélag.
--Það geta risið hörð málaferli, þ.s. líklega má treysta því að áhugafólk um málefni flóttamanna, kæri aðgerðir stjórnvalda -- í tilraun til þess að fá þeim hnekkt fyrir dómstólum.
Að sjálfsögðu ekki fyrirfram unnt að gefa sér neitt um niðurstöðu dómstóla.
--En væntanlega, yrði leitast við að kæra slíka aðferð - á grundvelli barnaverndarlaga.
Niðurstaða
Sú aðferð að svipta a.m.k. ólöglega innflytjendur, tímabundið forræði yfir sínum börnum - væri a.m.k. bersýnilega harkaleg. Ef málin dragast á langinn fyrir dómstólum, vegna áfrýgjana. Þá gætu börnin verið í gæslu yfirvalda eða fósturforelda - um töluverða hríð. Að auki gæti þetta orðið umtalsverður fjöldi barna og fjölskylda.
--Þannig að það má sennilega algerlega treysta því, að dómstólar fái slíka aðgerð til umfjöllunar. Eftir að kærur fara að streyma inn!
Fljótt á litið virðist mér sennilega rétt, að börn sem fyrir slíku verða - verði fyrir tilfinningatjóni þ.e. sálarangist.
Þannig að það gæti reynst áhugavert prófmál, hvort slík aðferð mundi standast reglur laga um vernd barna og réttindi fjölskylda.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2017 | 01:30
Yfir saksóknari Bandaríkjanna - fær á sig þá gagnrýni að hafa logið til um samskipti við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum
Skv. fréttum hefur Jeff Sessions sagt sig frá yfirumsjón með rannsókn á samskiptum samstarfsmanna Trumps forseta - við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum; seint á sl. ári.
En skv. því ámæli sem Jeff Sessions er nú undir, var hann einn þeirra sem viðhafði slík samskipti.
Hafði hann við yfirheyrslur í Öldungadeild Bandaríkjaþings, þó þverneitað að hafa haft slík samskipti.
Leiddi það til þess, að nokkur fjöldi þingmanna Repúblikana -- tók undir þá kröfu, að Jeff Sessions segði sig frá yfirumsjón með rannsókn á samskiptum hinum umræddu við sendiherra Rússlands, af hálfu samstarfsmanna Trumps.
Trump's attorney general, under fire, removes himself from campaign probes
Jeff Sessions recuses himself from Trump-Russia inquiries
Samskipti samstarfsmanna Trumps við - Sergey Kislyak, sæta rannsókn! Eins og áður hefur fram komið!
- Ég hef heyrt þá túlkun - að samstarfsmenn Trumps, hafi haft samskipti við fulltrúa fjölda ríkja; og það sé því ekkert við þetta að athuga.
- Hinn bóginn -- er það alltof einföld túlkun.
--Því þ.e. langt í frá túlkað með sama hætti, að hafa samskipti af slíku tagi við sendimenn Rússlands -- eða t.d. sendimenn frá Japan eða S-Kóreu.
- Punkturinn er sá - að þ.e. sjálfsagt að ræða við fulltrúa bandalagsríkja Bandaríkjanna.
- En þ.e. ekki sjálfsagt - fyrir kosningar eða fyrir embættistöku kjörins forseta, áður en viðkomandi hefur nokkra formlega stöðu innan bandaríska stjórnkerfisins -- að standa í leynisamskiptum við, sendifulltrúa lands - sem hefur stöðu í Bandaríkjunum --> Andstæðings eða keppinauts.
Hvaða áhættu taka menn, með slíkum leynisamskiptum við Rússland?
Áður en þeir hafa til þess, lögformlegan rétt - sem fulltrúar bandaríkjastjórnar?
--Það flokkast í versta lagi undir viðurlög tengd ákvæðum um landráð!
- Í Bandaríkunum, er dauðadómur við því sem flokkast undir landráð.
M.ö.o. taka menn óskaplega persónulega áhættu.
Með því að - sem prívat einstaklingar, án þess að hafa til þess nokkurn lögformlegan rétt - að ástunda leynisamskipti við - sendimenn erlends ríkis, sem ekki hefur stöðu bandalagsríkis Bandaríkjanna eða a.m.k. - ríkis sem Bandaríkin skilgreina sem, vinsamlegt.
- Þó ég hafi raunverulega ekki trú á - dauðadómi.
- Þá þíddi dómsniðurstaða í óhag - líklega fangelsi ævina á enda.
--Það þíðir, að ég álít þessa menn - nett snargeggjaða, að hafa staðið í þessu, fyrir kosningar - gildir eiginlega sama, fyrir embættistöku Trumps!
Nú, þegar þeir hafa lögformlega stöðu, þá er þeim slík samskipti heimil, ef þ.e. ákvörðun forseta!
En raunverulega ekki, er þeir voru einungis, prívat einstaklingar!
- Hinn bóginn, hefur aldrei formlega verið lögsótt skv. þeim lögum, sem banna slík samskipti prívat einstaklinga - yfirhöfuð.
- Hinn bóginn, ef það væri sýnt fram á, að þeir hafi verið að - að plotta með fulltrúum erlends ríkis, sem Bandaríkin flokka sem andstæðing eða keppinaut um völd og áhrif í heiminum.
--Þá getur það komið til álita, sem - landráðssök!
Rannsókn FBI - er því virkilegt alvöru mál!
Niðurstaða
Það er eiginlega fullkomlega magnað, að slík rannsókn sé í gangi - yfir höfuð. Þá meina ég ekki, að FBI-sé farið út fyrir valdsvið sitt. Heldur að það sé magnað, að það sé tekið alvarlega, að aðilar nátengdir forseta Bandaríkjanna núverandi, og nú í mikilvægum embættum - hafi verið að ástunda fyrir kosningar eða fyrir embættistöku Trumps - ólögleg plott við fulltrúa ríkis -- sem skilgreint er í Bandaríkjunum sem óvinur eða andstæðingur Bandaríkjanna.
Svo alvarleg eru viðurlög við - landráði innan Bandaríkjanna.
Að mín prívat skoðun er, að það hafi verið fullkomlega galið af fylgisveinum Trumps.
Að hafa yfir höfuð haft - leynisamskipti við sendiherra Rússlands.
Er þeir höfðu einungis stöðu almennra borgara!
- Hvort ákært verður fyrir landráð, fer þá miklu leiti eftir niðurstöðu rannsóknar FBI!
--Ef einhver samstarfsmanna Trumps fengi á sig slíka formlega ákæru, mundi að sjálfsögðu hitna verulega undir Trump sjálfum!
Nú þegar Sessions, hefur sagt sig frá málinu.
Færi sú spurning fyrir, sérskipaðan - saksóknara! Þ.e. sérstakan saksóknara, skipaðan af þinginu.
--Svo tryggt væri að enginn tengdur Trump í nokkru, tæki afstöðu til slíkrar kæru, eftir að niðurstaða rannsóknar FBI mundi liggja fyrir!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2017 | 00:11
Vísindamenn sanna tilvist lífs á Jörðinni fyrir allt að 4,3 milljörðum ára - einungis 200 milljón árum eftir myndun Jarðar!
Um er að ræða berg úr bergmyndunum við Hudson-flóa í Kanada, sem er með elsta bergi sem fundist hefur á plánetunni - - en bergmyndarnirnar þarna við Hudson-flóa hafa verið aldursgreindar á aldrinum 3,8-4,3 ma.ára.
--Það þíðir að um er að ræða elstu sannaðar leyfar lífs.
--En fram að þessu, var elsta tilvikið sem telst sannað, úr bergi frá Grænlandi - um 3,7ma. ára.
- En nú færist þetta aftur til, allt að 4,3ma. ára.
Canadian bacteria-like fossils called oldest evidence of life
Canadian fossils push back date of origins of life
Það sem er merkilegt við þetta: Timeline of the evolutionary history of life
--Er að fjölfrumu dýr birtast ekki fyrr en fyrir milli 800-1000 milljón árum.
- Það hefur þá tekið fyrsta lífið a.m.k. 3,3-3,5 milljarð ára, að þróa fyrstu lífverurnar með margar frumur, og vefja-skiptingu - frá einföldustu einfrumu gerlum.
- Nútíma maðurinn er kominn fram á sjónarsviðið milli fyrir 180-200þ. árum.
Það sem þetta virðist sýna fram á - að lífs kviknar sennilega fremur auðveldlega!
En þróunin frá fyrstu frumstæðustu lífverunum -- tekur síðan ótrúlegan tíma, sbr: Timeline of the evolutionary history of life.
- Í ótrúleg - 3,3 - 3,5 milljarð ára.
- Er lífið einungis - á einfrumu stigi.
- Frumur með kjarna, og frumu-líffærum, koma fram fyrir ca. 1.800-2.000 millj. árum.
--Sem sagt, tekur 2,4-2,6 milljarða ára fyrir einfaldar frumur án kjarna, að þróast í mun flóknari frumur með kjarna og frumu-líffærum.
Ef út í það er farið - fer þróun lífs á hraðferð frá og með fyrir 600-800 milljón árum.
--Þ.e. miðað við hve afar hæg þróunin virðist hafa verið á undan er lífið var á einfrumunga-stiginu.
Fyrir um 500 milljón árum, eru allar grunn fylkingar dýra fram komnar - þær sem enn eru til.
Ef maður hugsar til þess, hvernig lífs er líklega algengast í vetrarbrautinni okkar
- Þá sé líf sennilega algengt.
- En langsamlega algengast að það sé á - einfrumungs stigi.
--En hin lötur hæga þróun lífs mjög lengi framan af!
--Bendi sennilega til þess, að þau þróunarstig einfrumungs stigsins.
Hafi í reynd verið erfið og þess vegna tímafrek.
Það geti einnig þítt - að þróunin yfir í t.d. flóknar frumur sem virðast nauðsynlegar fyrir myndun flóknari lífs.
--En sú þróun virðist hafa tekið milli 2,4-2,6 milljarða ára.
Að sú þróun sé afar -iffy- þ.e. líf gæti verið fast víða á - gerla stigi.
Þ.e. án þess að flóknar frumur hafi þróast!
En ef sú þróun á sér stað -- gæti næstu stig verið mun greiðari!
--Það gæti verið stóri þröskuldurinn fyrir þróun lífsins í framhaldinu.
--Þ.e. þróunin úr einföldum gerli mestu án frumu-líffæra, og án kjarna.
Yfir í mun flóknari frumu með frumu líffærum af margvíslegu tagi, og kjarna!
- Síðan þegar við höfum flókið líf, virðist það þróast greiðlega yfir í dýrategundir.
- En hafandi í huga, að vitiborið líf hefur einungis -- einu sinni fram komið.
- Geti það verið sterk vísbending þess - að sú loka þróun sé afar afar ólíkleg.
En ekkert sérstakt bendi til þess, að þróun dýra, hafi stefnt í átt til - viti borins lífs.
--En gjarnan setjum við sjálf okkur á tindinn.
Niðurstaða
Mér finnst þetta merkilegt - að nú nái sönnun tilvist lífs á Jörðinni, fram til allt að fyrir 4,3 milljörðum ára. Eða ca. 200 milljónum ára eftir að Jörðin varð til.
--Þetta virðast hafa verið efnatillífandi gerlar sem lifðu neðansjávar, við svokallaða stróka eða neðansjávar-hveri.
--M.ö.o. að þá er einnig sannað að höf voru á Jörðinni fyrir svo löngu síðan.
Kv.
1.3.2017 | 01:09
Indland gæti risið sem framtíðarleiðtogi hins frjálsa heims!
Ég fylgist við og við með blogginu hans Martin Wolf: India faces another tryst with destiny.
Sjálfsagt þekkja einhverjir hver er hinn stóri munur á Kína eða Indlandi, annar en landfræðileg staðsetning eða að í löndunum tveim bý mjög mismunandi fólk.
--Auðvitað, að Indland er - lýðræðisríki.
- Indland er að sjálfsögðu langsamlega fjölmennasta lýðræðisland heims.
- Samtímis eftir nú áratugasögu samfellds lýðræðis - virðist það sannarlega traust í sessi.
--Síðan er það merkilega að gerast, að samtímis því að Bandaríkin undir Trump, eru að alvarlega íhuga að snúa til baka - frá viðskiptastefnu tímabilsins eftir Seinna-stríð, yfir í nýtt verndarstefnutímabil: Sem örugglega leiði til hnignunartímabils, ef af verður.
--Þá er Indland að stefna hraðbyri inn í hratt dýpkandi þátttöku í alþjóðaviðskiptum, fyrir utan að stjórnvöld á Indlandi í dag fylgja stefnu - vaxandi viðskiptafrelsis, fullkomlega þveröfugt við stefnu Trumps.
--Fyrir bragðið, þá kemur mér sá möguleiki til hugar, að Indland -ekki Bandarikin- séu framtíðarleiðtogi hins frjálsa heims!
Martin Wolf tæpir á nokkrum merkilegum staðreyndum um Indland!
- Skv. mannfjöldaspá verða Indverjar 1,7 milljarður manna 2050, er Kína verður 1,350 milljarðar að mannfjölda.
--Árið 1950 voru Indverjar 376 milljónir.
--En 1,3 milljarðar 2015. - Þrátt fyrir þessa óskaplegu fjölgun, hefur meðal efnahagur hvers Indverja vaxið árlega um 4,5% frá 1947 er Indland fékk sjálfstæði.
--Meðal Indverjinn í dag hefur 11% af tekjum meðal Bandaríkjamanns.
--Hafði 5% af meðaltekjum Bandaríkjamanns við sjálfstæði landsins 1947. - Ef Indland nær því að viðhalda til 2050 meðal rauntekju-aukningu meðal Indverjans í 4%.
--Samtímis og rauntekju-aukning meðal Kínverjans væri 3%.
--Rauntekju-aukning meðal Bandaríkjamannsins væri 1,5%. - Þá yrðu meðaltekjur meðal Indverjans, 26% af tekjum meðal Bandaríkjamannsins, svipuð og staða meðal Kínverjans er í dag.
--Tekjur meðal Kínverjans 40% af tekjum meðal Bandaríkjamannsins. - Það þíddi - Kína væri stærsta hagkerfi heims - Indland það annað stærsta - Bandaríkin það þriðja stærsta; árið 2050.
Auðvitað þarf Indland að yfirstíga risavandamál í milli-tíðinni.
Misskipting auðs er gríðarleg, einnig milli svæða.
--Hinn bóginn hefur Kína glímt við sambærileg vandamál.
Síðan er menntun mjög misskipt innan Indlands - atriði sem Indland verður að bæta a.m.k. einhverju leiti úr, ef Indland ætlar í framtíðinni -- að viðhalda þessum dampi.
--Óþarfi að gefa sér að það geti ekki mögulega tekist.
- Alþjóðleg viðskipti Indlands - séu nú sambærileg að hlutfalli við þjóðarframleiðslu, og alþjóðaviðskipti Kína -- segir Martin Wolf.
--Sem segir, að indverska hagkerfið, sé orðið - opið. - Ríkiskerfið á Indlandi, sé ekki lengur - óeðlilega stórt í hlutfalli við einkahagkerfið.
--Bersýnilega stórbætt staða við fyrri ár. - Umfang eyðslu ríkisins, sé nærri þeim slóðum sem eðlilegt sé talið miðað við lönd á sambærilegum stað í hagþróun.
--Modi, segir Wolf, hafi tekist að einfalda verulega reglukerfið þegar lýtur að því að stunda viðskipti á Indlandi -- m.ö.o. Modi sé að sinna því sem hann var kjörinn til.
--Það sé ekki lengur rétt, að indverska skrifræðið drekki þeim sem vilja stunda viðskipti í skriffinnsku.
- Miðað við Kína - hefur Indland mun yngri íbúa að meðaltali.
- Mannfjölgun er enn hröð - sem þíðir að Indland skortir ekki vinnandi hendur.
- Það sé jákvætt fyrir hagvöxt - meðan Indlandi tekst að mynda ný störf.
Á síðastliðnu ári - var fyrsta árið þegar hagvöxtur á Indlandi var meiri en í Kína.
Það ástand gæti einfaldlega - viðhaldist!
Indland er að sjálfsögðu - langt á eftir Kína, í hagþróun.
En gjáin er ekki slík - að það sé algerlega óhugsandi að hún verði brúuð.
- Indland yrði þá stærsta hagkerfi heims - sem væri lýðræðisland.
--Fyrir utan að vera þá - annað stærsta hagkerfi heims. - Indland væri þá - risaveldi.
--Staðan í heiminum væri þá að það væru 3-risaveldi, ef maður gefur sér að Bandaríkin haldi risaveldis stöðu sinni, sem alls ekki er algerlega víst.
En það er ekki neitt sérstaklega ósennilegt að hagvöxtur Indlands verði meiri en hagvöxtur Kína per ár nk. 10 ár a.m.k., því að Kína er komið að tilteknum bremsum.
--Ekki síst af völdum fólksfjöldaþróunar.
Staða Indlands hvað þá þætti varðar, sé mun hagstæðari.
Niðurstaða
Hröð upprisa Kína, hefur að því er virðist, skapað nýjan stuðning við þá hugmynd - að einræði virki. Meðan að þeir sem horfa til Kína, gjarnan hafa haft fremur - neikvæð viðhorf til Indlands.
--Gjarnan til viðbótar einnig til V-Evrópu og Bandaríkjanna jafnvel að auki.
**Hugmynd um meinta hnignun lýðræðislanda virðist hafa skotið einhverjum rótum.
En málið er, að það þarf ekki nema, einn áratug til að breyta þeirri sýn.
En ég man vel eftir tímabilum, þegar eitt virtist fullkomlega öruggt.
Einungis til þess, að allt önnur sýn blasti við - næsta áratug.
En Indland getur mjög líklega staðið fyrir a.m.k. heilum áratug með hraðari vöxt en Kína.
--Að loknum þeim áratug, yrði bilið milli Indlands og Kína - orðið töluvert smærra.
- M.ö.o. Indland gæti orðið framtíðar leiðtogi lýðræðislanda í heiminum.
Sýn Indlands er náttúrulega nokkur önnur.
Indland ætti t.d. að eiga mjög auðvelt að eiga samskipti við S-Ameríku, eða Afríku.
Þar sem biturð vegna hegðunar Bandaríkjanna - eða Evrópu í fortíðinni, situr enn eftir.
Það þíði ekki, að Bandaríkin eða Evrópa hætti að skipta máli.
Þau verði ef til vill ekki, lengur sú þungamiðja sem þau svæði hafa verið.
--Kína yrði þá langt í frá, einrátt.
--Eins og sumir hafa verið að spá!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2017 | 03:13
Spurning hvort Trump fyrirhugar stríð! En hann hefur nú gefið út yfirlýsingu hve mikið hann vill bæta við útgjöld til hermála
Samkvæmt áætlun Reuters, leggur Trump til 9,2% aukningu miðað við fjárlagaárið á undan fjárframlaga ríkissjóðs Bandaríkjanna til hermála: Trump seeks 'historic' increase of 9 percent in U.S. military's budget.
- "Defense spending in the most recent fiscal year was $584 billion, according to the Congressional Budget Office, so Trump's planned $54 billion increase would be a rise of 9.2 percent."
- "About one-sixth of the federal budget goes to military spending."
Trump sagði við tækifærið: "This is a landmark event and message to the world in these dangerous times, of American strength, security and resolve. We must ensure that our courageous servicemen and women have the tools they need to deter war and when called upon to fight in our name, only do one thing: Win,"
En skv. Trump - er herafli Bandaríkjanna, hræðilega undirfjármagnaður.
--Hann vísar þá til samdráttar í fjármögnun til hermála síðan 1993.
En í kjölfar endaloka Kalda-stríðsins, var ekki sérdeilis undarlegt að dregið yrði úr þeim útgjaldalið.
--Þetta virðist eitt af því fjölmörgu, sem Trump sér sem svik -elítunnar- við hin miklu Bandaríki.
- Mark Cancian, an adviser with the Center for Strategic and International Studies: "This is certainly comparable to the largest peacetime buildups, which would be 2003,"
M.ö.o. sambærileg aukning, og þegar George Bush hóf stríð gegn Saddam Hussain 2003.
- "A second official said the State Department's budget could be cut by as much as 30 percent..."
En Trump segist ætla að - - minnka utanríkisþjónustuna og skera niður þróunaraðstoð og efnahagsaðstoð sem Bandaríkin veita!
--Það dugar þó ekki til - nema Trump hreinlega leggi utanríkisþjónustuna alfarið niður.
Hinn bóginn, segist Trump - einnig ætla að skera niður fjárframlög til umhverfismála og stofnana á vegum alríkisins er tengjast þeim málaflokki.
--Ef hann sker þá þætti duglega niður, sem hann örugglega fyrirhugar.
Gæti niðurskurður - tæknilega dugað fyrir þessari útgjaldaaukningu til hermála.
Niðurstaða
Þó Trump hafi ekkert sagt um hugsanleg fyrirhuguð átök, þá er óvenjulegt að framkvæma svo mikla útgjaldaaukningu án þess að væntingar séu um átök í náinni framtíð, eða það að talið er þörf fyrir að mæta nýrri rísandi ógn.
Tæknilegir möguleikar virðast: Stríð í Mið-austurlöndum, í samhengi við loforð hans að útrýma ISIS. Eða, stríð í Mið-austurlöndum, í samhengi við greinilegan fjandskap Trumps gagnvart Íran. Eða, að uppbyggingu væri beint gagnvart Kína - sem gæti þá varpað upp þeirri spurningu hvort Trump sé að undirbúa eitthvað á þeim vettvangi.
Rétt að nefna, að þó Trump setji fram þessa ósk - er langt í frá öruggt að hann fái þingið til að veita henni sitt samþykki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2017 | 02:40
Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórnina trúa því að skattalækkanir muni ekki koma tekjulega illa út fyrir ríkið
Hann notaðir orðalagið - "...fundamentally believes in dynamic scoring,..." - m.ö.o. hann segir ríkisstjórnina, ósammála þeim sem halda því á lofti, að skattalækkanir á einstaklinga og fyrirtæki sem fyrirhugaðar eru; muni leiða til verulegs skatttekjutjóns fyrir alríkið.
- Þetta gengur gegn því, sem almennt er talið rétt.
- Þetta er á hinn bóginn, ríkisstjórn - gegn "orthodoxy."
- Hinn bóginn, þá man ég ákaflega vel ennþá - eftir kjörtímabilum George Bush.
--Bandaríska hagkerfið var flest árin í hagvexti.
--En samt, var þau ár - verulegur hallarekstur sérhvert hinna 8-ára sem Bush sat. - Síðan man ég reyndar enn eftir Ronald Reagan, en hann einnig lækkaði skatta á sínum tíma, og það virtist hafa haft sömu afleiðingar -- en ólíkt Bush, smám saman tók Reagan lækkanirnar til baka, og skilaði fyrir rest - ágætu búi.
--Þ.e. hvað margir kjósa að ekki muna, að Reagan - átti það alveg til, að skipta um skoðun ef stefna sem hann fór af stað með, virkaði ekki eins og til var ætlast.
--Meðan að Bush, lét alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta - virtist reyndar þeirrar skoðunar, að neita að sjá neitt slæmt við hans stjórnarfar væri styrkur þ.e. þrjóska væri af hinu góða. - Það áhugaverða er - að mér virðist eiginlega Trump um margt líkur Bush.
No cuts to U.S. entitlement programs in Trump budget: Mnuchin
McNuching segir að það verði ekki snert við MedicAid and MedicCare!
Það er í samræmi við kosningaloforð Trumps - að snerta ekki við þeim.
--Gallinn er sá, að þetta er miklu meira en helmingur -mér skilst nær 2/3- útgjalda alríkisins.
Sem þá má ekki snerta á!
- Gagnrýnendur hafa almennt verið sammála um, að þegar ekki er snert við stærstu útgjalda-liðunum.
- Hljóti skattalækkanir þ.e. lækkun tekjuskatts einstaklinga og fyrirtækja, að hafa sömu áhrif og í tíð George Bush, eða í tíð Ronald Reagan -- að valda útgjaldahalla.
- Þetta "dynamic soaring" var einnig fullyrt af þeim sem vildu í þau skiptin, fylgja þessari stefnu.
En þetta virðist nokkurs konar trúarbrögð á - WallStreet.
En McNuching er kominn beint úr WallStreet fjárfestingar-bankaheiminum.
Það leiði til þess, að menn ætla þá að láta algerlega hjá líða að taka mark á reynslu sögunnar.
--Það virðist mér eiginlega rauður þráður í stjórnarháttum Donald Trump.
En ekkert af því sem hann leggur til.
Hefur ekki verið reynt einvhers staðar áður.
--M.ö.o. með þekktum afleiðingum.
Mér virðist gagnrýnin - "orthodoxy" - "elitist" - notað til þess að leiða hjá sér reynslu sögunnar.
--Þegar menn draga ekki lærdóm af sögunni.--
--Dæma menn sig til að - endutaka hana.--
- Ég held að flesti reikni með því, að þessi stjórnarhættir - leiði til verulegrar skuldaaukningar fyrir alríkið.
- Sérstaklega, ef ofan í auknar opinberar framkvæmdir - Trump ætlar eins og hann marg ítrekað lofar, síðast í ræðu um helgina -- að auka útgjöld til hermála.
--Hressileg aukning til hermála, ef marka má orð Trumps.
Það mundi þá ekki skipta máli - þó ef Trump fer ekki í stríð.
Þá endurtekur hann - útgjaldaaukningu til hermála, eins og gerðist í tíð Bush, í samhengi við skattalækkunarstefnu.
--Afleiðingin að sjálfsögðu - veruleg skuldaaukning hins opinbera í Bandaríkjunum.
Niðurstaða
Ég held það sé auðvelt að spá því að ríkiskuldir Bandaríkjanna aukist verulega í tíð Trumps, miðað við auglýst stefnumið. Spurningin sé frekar - hversu mikið þær aukist. Fremur en hvort þær aukist.
--En höfum í huga, að þau ár sem Bill Clinton var forseti - minnkuðu skuldir alríkisins.
M.ö.o. hann rak ríkissjóð með afgangi - eins og á að gera, þegar hagkerfið er í hagvexti.
En Bush setti hvað í hans tíð var met í hallarekstri, þegar haft er í huga að hann stjórnaði í góðu árferði.
Síðan auðvitað koma krepp í bláendann á hans tíð, sbr. "sup prime" krísan og eðlilega þegar hagkerfið fór í niðursveiflu varð veruleg aukning í halla.
- Það sé hægt að afsaka halla í efnahags-niðursveiflu.
--Ekki almennt séð í uppsveiflu.
Þá er eitthvað að stjórnarháttum.
--Trump sennilega mun bregðast við gagnrýni á það, þegar þetta reynist rétt - líklega með því að ásaka fjölmiðla beint til baka.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2017 | 01:25
Hugmyndir Trumps virðast alvarleg ógn við - frálsa fjölmiðlun
En ég vísa til ræðu Trumps í sérstöku umræðu þingi bandarískra Íhaldsmannna - þar sem Trump endurtók árásir sínar á vinsæla fjölda-fjölmiðla, sakaði þá um - að ljúga upp fréttum.
--Síðan sagði hann nauðsynlegt að banna fjölmiðlum að nota -nafnlausa heimildarmenn.-
Hann fullyrti, að fréttir hafðar eftir - nafnlausum heimildarmönnum, væru lygar eða tilbúnar fréttir, og slíkt ætti alfarið að banna!
--Hann ítrekaði, að slíkir fjölmiðlar -- væru óvinir fólksins, þeir gætu aldrei talað fyrir fólkið.
Full transcript: President Trumps CPAC speech
Trump: "A few days ago I called the fake news the enemy of the people, and they are. They are the enemy of the people." - "Because they have no sources, they just make them up when there are none." - "They make up sources." - "They're very dishonest people." - "But I am only against the fake news media or press. Fake. Fake." - "I'm against the people that make up stories and make up sources." - "They shouldn't be allowed to use sources unless they use somebody's name." - "Let their name be put out there. Let their name be put out. A source says that Donald Trump is a horrible, horrible human being let them say it to my face. Let there be no more sources." - "But there are some terrible, dishonest people that do a tremendous disservice to our country, and to our people." - "They are very dishonest people, and they shouldn't use sources. They should put the name of the person." - "And many of these groups are part of large media corporations that have their own agenda. And it's not your agenda and it's not the country's agenda, it's their own agenda. They have a professional obligation as members of the press to report honestly, but as you saw throughout the entire campaign and even now, the fake news doesn't tell the truth. Doesn't tell the truth. So just in finishing, I say it doesn't represent the people, it never will represent the people, and we're going to do something about it because we have to go out and we have to speak our minds and we have to be honest."
- Síðan koma áhugaverð loforð - þar sem hann lofar skattalækkunum á fyrirtæki og einstaklinga.
- Samtímis og hann lofar - að stórbæta tækjabúnað herafla Bandaríkjanna, auka hernaðarútgjöld verulega.
- Man eftir George nokkrum Bush, sem bjó til massívan ríkishalla með þannig stjórnunarstíl.
------------
En það sem ég vek athygli á -- er hættuleg árás Trumps á fjölmiðla.
Hann virðist -- sbr. orð hans, að hann ætli að gera í þessu, að hann hljómar svo honum sé alvara með það að -- banna notkun nafnlausra heimildarmanna"
Það sem Trump virðist vera að reyna - er að stöðva upplýsingaleka innan úr stjórnkerfinu!
- Það sem þarf að muna, er að fjölmiðlar eru mikilvægt tæki fyrir almenning, til að halda aftur af spillingu innan stjórnkerfa, hvort sem á við - á sveitastjórnastigi - millistjórnarstigi þ.s. slík eru til staðar - eða embættismannakerfum stjórnvalda ríkja.
- Að auki, eru fjölmiðlar mikilvægt tæki almennings, til að hafa viðbótar eftirlit með starfsemi fyrirtækja -- en þeir veita umkvörtunum almennings, gjarnan áheyrn.
- Trump ræðst að noktun, nafnlausra heimildarmanna.
En þeir eru einmitt gríðarlega mikilvægir - en helstu upplýsingalekar, hvort sem um er að ræða leka frá fyrirtækjum - borgarstjórnum - fylkisstjórnum eða ríkisstofnunum eða ráðuneytum.
--Koma frá nafnlausum heimildarmönnum.
- En ef fjölmiðlum væri bannað að nota efni - undir nafnleynd.
- Þá mundi það minnka gríðarlega getu fjölmiðla, til að veita starfsemi - stofnana, borgarstjórna, ráðuneyta - og auki fyrirtækja.
--Það aðhald sem þörf er fyrir!
--Ef aðhald minnkar, augljóslega mundi tækifærum fyrir spillingu - fjölga.
--Auk þess tækifærum fyrir glæpsamlega hegðan innan stjórnkerfa, almennt.
Trump er óhress við það -- að upplýsingar leka.
--Hann hefur aldrei beint, neitað því að því sem var lekið í þau skiptin, hafi verið rétt.
En hann greinilega vill -- stoppa slíka leka, samt.
--Það mundi skaða gríðarlega frjálsa fjölmiðlun innan Bandaríkjanna!
Ef í tilraun til þess, væri notkun á nafnlausum heimildarmönnum bönnuð.
- Sem dæmi, hefði Watergate málið, þá aldrei væntanlega lekið.
Niðurstaða
Ég held að það séu engar ýkjur, að flest stærri hneyksli sem komið hafa upp, hafi hafist sem -- nafnlaus leki á upplýsingum. En um slíka leka, kennir mjög margra grasa!
--Eins og ég benti á, var Watergate -- upphaflega lekið undir nafnleynd.
--Svokölluðum Panamaskjölum -- var einnig lekið undir nafnleynd frá Mossak Fonseca í Panama.
Nafnlausir lekar hafa komið upp um -- glæpsamlegt atferli stjórnmálamanna í mörgum löndum, fyrirtækja í mörgum löndum, eiginlega á öllum stigum stjórnkerfa.
Það mundi stórfellt skaða þar af leiðandi getu fjölmiðla til eftirlits með atferli - stjórnmálamanna, embættismanna, fyrirtækja og auðvitað sveitastjórna að auki.
--Ef nafnlausir heimildarmenn væru bannaðir.
Trump neitar því, að hann sé að amast við fjölmiðlun.
En hann er greinilega að því!
- Svakalegt sérstaklega -- þegar hann segir "enemy of the people."
En það eru að byrja að heyrast fregnir um það, að blaðamenn séu farnir að fá -- nafnlausar hótanir.
Það er ein klassísk ógnar-aðferð, þegar sverfa á að blaðamönnum -- að senda þeim nafnlaus hótunarbréf.
Ég fæ m.ö.o. ekki betur séð, en að Trump sé í nöp við frjálsa fjölmiðlun, þó hann staðhæfi annað.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2017 | 00:24
Trump gæti verið að boða - kjarnorkuvopnakapphlaup
Rétt að taka strax fram, að algerlega óvíst er að mikið búi að baki orðum Trumps, sem höfð voru eftir honum í viðtali.
--Hinn bóginn, er þetta ekki í fyrsta sinn, sem Trump hefur haldið því fram - að Bandaríkin væru að lenda á eftir í kapphlaupi um kjarnorkuvopn.
--Hann í nokkur skipti að auki, gagnrýndi Obama fyrir að hans mati, hirðuleysi um kjarnorkuvopn Bandaríkjanna.
- M.ö.o. tóna nýjustu ummælin hans - við áður yfirlýstar skoðanir.
--Sem bendir þá ef til vill til þess, að töluverð alvara sé að baki þessu hjá honum!
Trump wants to expand U.S. nuclear arsenal, make it 'top of the pack'
Þetta tengist kannski - "America first" hugsun Trumps
- I am the first one that would like to see everybody - nobody have nukes, but were never going to fall behind any country even if its a friendly country, were never going to fall behind on nuclear power."
- ""It would be wonderful, a dream would be that no country would have nukes, but if countries are going to have nukes, were going to be at the top of the pack," Trump said."
- "Russia has 7,300 warheads and the United States, 6,970, according to the Ploughshares Fund, an anti-nuclear group."
Þetta er sennilega nokkuð nærri lagi - en vitað er að Rússland á aðeins fleiri kjarnaodda.
--Samtímis eiga Bandaríkin og Rússland, hvort um sig.
--Nægilega marga kjarnaodda - til að gereyða öllu lífi á Jörðunni.
Mér er það algerlega hulið - hvaða gagn væri af því, að fjölga þeim frekar.
Svo að Bandaríkin eigi fleiri en Rússland.
Eini tilgangurinn sjáanlegi - væri "national prestige" þ.e. að gera þetta að máli sem snúist um -- þjóðrembu!
En ummæli Trumps slá mann þannig - að honum finnist Bandaríkin með einhverjum hætti, sett niður - með því að eiga ekki fleiri kjanorkusprengjur, en nokkur annar.
- Rússland hefur lagt höfuðáherslu á kjanorkuvígbúnað.
- Sem allsherjar tékk á Bandaríkin.
--Ef út í þ.e. farið - virðist mér það klárt að báðar þjóðir eiga miklu meira af sprengjum, en raunverulega er nauðsynlegt að eiga -- í tilgangi þeim að fæla hitt landið frá árás.
Takið eftir hve Rússland og Bandaríkin eiga miklu fleiri sprengjur en nokkur annar
- Innrás er samt talin - óhugsandi í þau lönd sem hafa mun færri sprengjur.
--Meira að segja N-Kórea með einungis áætlaðar 10-sprengjur, hefur sennilega með því nægan fælingarmátt, til að hindra beinar vopnaðar árásir t.d. Bandaríkjanna.
- Ef Trump og Pútín - færu í kapphlaup um kjarnasprengjur.
- Væri það m.ö.o. lítið meira en - egóista-tripp.
Gagnið af því fyrir bæði lönd, væri nánast ekkert.
Samtímis mundi tilfinning fyrir spennu, óhjákvæmilega vaxa.
Niðurstaða
Hafandi í huga að bæði Rússland og Bandaríkin, eiga miklu fleiri sprengjur hvort um sig - en þau raunverulega þurfa, til að gera beina árás annars á hitt - óhugsandi. Þá virðist mér tal Trumps um þörf á eflingu kjarnavopnabirgða Bandaríkjanna, eiginlega fullkomlega ónauðsynlegt.
--Sennilega að auki, óskynsamt!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.2.2017 | 23:21
NASA finnur sólkerfi er inniheldur 3-plánetur sem allar geta haft höf og þar með líf
Þetta virðist vera magnaðasti fundur á sólkerfi innan okkar vetrarbrautar til þessa. En þetta er í fyrsta sinn, að ég held - að það eru hvorki meira né minna en 3-plánetur, í hæfilegri fjarlægð frá stjörnu -- þannig að rennandi vatn getur verið til staðar á yfirborði allra þriggja!
Plánetur 3 - 4 - 5 geta haft yfirborðsvatn, talið frá stjörnunni
Wonderful potentially habitable worlds around TRAPPIST-1
Major Discovery! 7 Earth-Size Alien Planets Circle Nearby Star
Astronomers make largest ever discovery of habitable planets
Ímyndun lystamanns af yfirborði einnar plánetunnar!
Önnur ímyndun lystamanns af yfirborði plánetu á sveimi við rauða dvergstjörnu
Trappist-1 er svokölluð rauð dvergstjarna!
- Reikistjörnurnar 7-í Trappist-1 kerfinu, hringsóla allar saman -- í fjarlægð er mundi rúmast innan sporbaugs Merkúrs, innstu plánetunnar í Sólarkerfinu.
- Líklega séu a.m.k. 5-innri pláneturnar "tidally locked" þ.e. með sömu hlið alltaf að rauðu dvergstjörnunni.
--M.ö.o. önnur hliðin alltaf í skugga - á hinni setjist sólin aldrei.
--Það þiðir að yfirborð á skuggahliðinni, ætti alltaf að vera frosið meðan að hliðin sem alltaf skýn á -- gæti verið of heit. - Þetta var hvers vegna lengi var talið - að plánetur á braut um rauðar dvergstjörnur - mundu alltaf vera, óvistvænar fyrir líf.
--Hinn bóginn, eru fræðingar í dag annarrar skoðunar.
--En í dag telja menn, að ef pláneta hefur haf og þykkan lofthjúp.
--Dugi það til þess, að tryggja næga dreifingu hita um yfirborð slíkrar plánetu, til þess að slík veröld geti verið -- lífvænleg.
::Hafið á skugga hliðinni, væri þó sennilega - sannkallað, íshaf. Meðan það gæti verið heitt og þægilegt á björtu hliðinni. - Fleira gerir sólkerfi af þessu tagi - skrítið.
--En rauð dvergstjarna skilar miklu minni birtu til yfirborðs slíkra pláneta, en Sólin skilar til yfirborðs Jarðar.
--Þannig að líklega er ekki bjartara - en hvað telst, rökkur hér.
--Að auki er rauður blær á birtunni, og öllum litum.
Trappist-1 sólkerfið vs. Sólkerfið okkar, og Júpíter kerfið
- En það sem vekur ekki síst áhuga við - Trappist-1 plánetukerfið, er smæð þess.
- En það mundi allt rúmast á braut við plánetuna, Júpiter.
- Því rúmast innan Sókerfisins - ef Júpíter væri rauð dvergstjarna, Sólkerfið því - tvístjörnukerfi.
- Eins og á við um - Júpíter tunglakerfið, séu brautirnar afa nærri hverri annarri.
- Talið er því, að þær fari það nærri hverri annarri, að af yfirborði næstu sjáist eins vel a.m.k. til næstu og við sjáum til yfirborðs Tunglsins.
- Það þíði líka - að það geti vel verið, að þyngdarafl þessara pláneta, togi í yfirborð hverrar annarrar -- eins og t.d. tunglið IO í Júpíter kerfinu, svo eftirminnilega er dæmi um.
- Það geti því vel verið, að eldfjöll séu á þeim, knúin af núningnum sem verður vegna þess að þær toga í yfirborð hverrar annarrar.
- Það sé því jafnvel hugsanlegt, að þær geti allar verið - lífvænlegar.
--Því að eldvirkni gæti viðhaldið lofthjúp á jafnvel plánetu 7. - Bestar líkur séu þó taldar á að pláneta 3-5 séu lífvænlegar. Því þær séu í þeirri fjarlægð frá rauðu dvergstjörnunni Trappist-1 til að yfirborðs vatn við allar að öðru leiti eðlilegar kringumstæður væri á fljótandi formi, ef þ.e. til staðar á annað borð.
- Síðan séu sterkar vísbendingar um, að þær tilteknu plánetur -- séu "rocky" þ.e. úr grjóti.
--Stærðir plánetanna séu á bilinu Mars - Jörð.
Ath. engir gasjötnar í þessu plánetukerfi!
Trapist-1 sé þó afar ung rauð dvergstjarna, þ.e. 500 milljón ára gömul!
Það sé því afar ósennilegt að líf á plánetum á sporbaug, hafi náð að þróast mjög mikið.
Rauðar dvergstjörnur eru þó afar langlífar, þ.e. allt að þúsund faldur hámarks-líftími Sólarinnar.
----> Fjarlægð frá Sólkerfinu, 39-ljósár.
M.ö.o. ca. 400 ára ferðatími á 10% af ljóshraða!
Niðurstaða
Þó að ferðin til Trapist-1 mundi taka langan tíma, þ.e. 400 ár ef miðað er við 10% af ljóshraða - eða 200 ár miðað við 20% af ljóshraða, o.s.frv.
--Þá væri slíkt ferðalag sennilega gerlegt í framtíðinni.
Ef staðfest verður síðar að þetta kerfi hefur plánetur með andrúmslofti er greinilega inniheldur vatn - og á hitastigi þar sem það líklega er til staðar á yfirborðinu á fljótandi formi.
--Þá verður Trapist-1 kerfið mjög ofarlega á óskalista þeirra sem dreyma um mannaðar ferðir til annarra sólkerfa!
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt 23.2.2017 kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar