Hugmyndir Trumps virðast alvarleg ógn við - frálsa fjölmiðlun

En ég vísa til ræðu Trumps í sérstöku umræðu þingi bandarískra Íhaldsmannna - þar sem Trump endurtók árásir sínar á vinsæla fjölda-fjölmiðla, sakaði þá um - að ljúga upp fréttum.
--Síðan sagði hann nauðsynlegt að banna fjölmiðlum að nota -nafnlausa heimildarmenn.-
Hann fullyrti, að fréttir hafðar eftir - nafnlausum heimildarmönnum, væru lygar eða tilbúnar fréttir, og slíkt ætti alfarið að banna!
--Hann ítrekaði, að slíkir fjölmiðlar -- væru óvinir fólksins, þeir gætu aldrei talað fyrir fólkið.

Full transcript: President Trump’s CPAC speech

Trump: "A few days ago I called the fake news the enemy of the people, and they are. They are the enemy of the people." - "Because they have no sources, they just make them up when there are none." - "They make up sources." - "They're very dishonest people." - "But I am only against the fake news media or press. Fake. Fake." - "I'm against the people that make up stories and make up sources." - "They shouldn't be allowed to use sources unless they use somebody's name." - "Let their name be put out there. Let their name be put out. A source says that Donald Trump is a horrible, horrible human being — let them say it to my face. Let there be no more sources." - "But there are some terrible, dishonest people that do a tremendous disservice to our country, and to our people." - "They are very dishonest people, and they shouldn't use sources. They should put the name of the person." - "And many of these groups are part of large media corporations that have their own agenda. And it's not your agenda and it's not the country's agenda, it's their own agenda. They have a professional obligation as members of the press to report honestly, but as you saw throughout the entire campaign and even now, the fake news doesn't tell the truth. Doesn't tell the truth. So just in finishing, I say it doesn't represent the people, it never will represent the people, and we're going to do something about it because we have to go out and we have to speak our minds and we have to be honest."

  1. Síðan koma áhugaverð loforð - þar sem hann lofar skattalækkunum á fyrirtæki og einstaklinga.
  2. Samtímis og hann lofar - að stórbæta tækjabúnað herafla Bandaríkjanna, auka hernaðarútgjöld verulega.
  • Man eftir George nokkrum Bush, sem bjó til massívan ríkishalla með þannig stjórnunarstíl.

------------
En það sem ég vek athygli á -- er hættuleg árás Trumps á fjölmiðla.
Hann virðist -- sbr. orð hans, að hann ætli að gera í þessu, að hann hljómar svo honum sé alvara með það að -- banna notkun nafnlausra heimildarmanna"

 

Það sem Trump virðist vera að reyna - er að stöðva upplýsingaleka innan úr stjórnkerfinu!

  1. Það sem þarf að muna, er að fjölmiðlar eru mikilvægt tæki fyrir almenning, til að halda aftur af spillingu innan stjórnkerfa, hvort sem á við - á sveitastjórnastigi - millistjórnarstigi þ.s. slík eru til staðar - eða embættismannakerfum stjórnvalda ríkja.
  2. Að auki, eru fjölmiðlar mikilvægt tæki almennings, til að hafa viðbótar eftirlit með starfsemi fyrirtækja -- en þeir veita umkvörtunum almennings, gjarnan áheyrn.
  • Trump ræðst að noktun, nafnlausra heimildarmanna.

En þeir eru einmitt gríðarlega mikilvægir - en helstu upplýsingalekar, hvort sem um er að ræða leka frá fyrirtækjum - borgarstjórnum - fylkisstjórnum eða ríkisstofnunum eða ráðuneytum.
--Koma frá nafnlausum heimildarmönnum.

  1. En ef fjölmiðlum væri bannað að nota efni - undir nafnleynd.
  2. Þá mundi það minnka gríðarlega getu fjölmiðla, til að veita starfsemi - stofnana, borgarstjórna, ráðuneyta - og auki fyrirtækja.
    --Það aðhald sem þörf er fyrir!

--Ef aðhald minnkar, augljóslega mundi tækifærum fyrir spillingu - fjölga.
--Auk þess tækifærum fyrir glæpsamlega hegðan innan stjórnkerfa, almennt.

Trump er óhress við það -- að upplýsingar leka.
--Hann hefur aldrei beint, neitað því að því sem var lekið í þau skiptin, hafi verið rétt.

En hann greinilega vill -- stoppa slíka leka, samt.
--Það mundi skaða gríðarlega frjálsa fjölmiðlun innan Bandaríkjanna!
Ef í tilraun til þess, væri notkun á nafnlausum heimildarmönnum bönnuð.

  • Sem dæmi, hefði Watergate málið, þá aldrei væntanlega lekið.

 

Niðurstaða

Ég held að það séu engar ýkjur, að flest stærri hneyksli sem komið hafa upp, hafi hafist sem -- nafnlaus leki á upplýsingum. En um slíka leka, kennir mjög margra grasa!
--Eins og ég benti á, var Watergate -- upphaflega lekið undir nafnleynd.
--Svokölluðum Panamaskjölum -- var einnig lekið undir nafnleynd frá Mossak Fonseca í Panama.

Nafnlausir lekar hafa komið upp um -- glæpsamlegt atferli stjórnmálamanna í mörgum löndum, fyrirtækja í mörgum löndum, eiginlega á öllum stigum stjórnkerfa.

Það mundi stórfellt skaða þar af leiðandi getu fjölmiðla til eftirlits með atferli - stjórnmálamanna, embættismanna, fyrirtækja og auðvitað sveitastjórna að auki.
--Ef nafnlausir heimildarmenn væru bannaðir.

Trump neitar því, að hann sé að amast við fjölmiðlun.
En hann er greinilega að því!

  • Svakalegt sérstaklega -- þegar hann segir "enemy of the people."

En það eru að byrja að heyrast fregnir um það, að blaðamenn séu farnir að fá -- nafnlausar hótanir.
Það er ein klassísk ógnar-aðferð, þegar sverfa á að blaðamönnum -- að senda þeim nafnlaus hótunarbréf.

Ég fæ m.ö.o. ekki betur séð, en að Trump sé í nöp við frjálsa fjölmiðlun, þó hann staðhæfi annað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband