15.6.2019 | 00:43
Íran sakað um árás á skip á Óman flóa -- Vídeó sagt styðja ásakanir
Tvö tank-skip, annað norskt hitt japanskt -- skv. bandarískum hernaðar-yfirvöldum hafi íranskur varðbátur komið upp að öðru skipinu eftir að áhöfn var bjargað frá borði til að fjárlægja hlut af skrokk skipsins -- sem sagt er vera tilraun til að, fela ummerki.
Frétt AlJazeera - inniheldur vídeóið nefnda!
Vídeóið er ekki sérdeilis skýrt - eiginlega sér maður ekki hvað áhafnarmeðlimur bátsins sem sagður er íranskur - er akkúrat að gera!
--Sbr. fjarlægja e-h, eins og fullyrt er.
--Eða skoða verksummerki t.d.?
Bandarísk hernaðaryfirvöld sendu auki frá sér þessa ljósmynd!
Fullyrt að þarna sjáist svokallað -limpent mine- sem festist við skip með öflugum segli, og innihaldi sprengiefni.
US releases video that it says shows Irans involvement in oil tanker attacks
UK joins US in accusing Iran of tanker attacks as crew held
Trump says 'Iran did do it,' as U.S. seeks support on Gulf oil tanker attacks
Skv. frásögn áhafnar japanska skipsins - töldu áhafnarmeðlimir sig verða vara við fljúgandi hluti koma þjótandi og rekast á skipið. Kannski skot!
Abe og Khamenei
Áhugavert að atburður verður sama tíma og forsætisráðherra Japans var í opinberri heimsókn í Japan -- forvitnileg tímasetning.
Af einhverjum ástæðum virðist Íran halda áhöfn norska skipsins - áhöfnin stórum hluta kvá vera rússnesk. Írönsk yfirvöld segjast gera það út af öryggi áhafnarinnar, meðan ástand skipsins sé metið.
--Var það hvað áhafnarmeðlimur íranska bátsins var að gera, skoða ástand skipsins?
Niðurstaða
Mjög sérstök atburðarás - harðar ásakanir uppi. Greinilega sýnist sitt mörgum. Persónulega ekki hissa margir séu skeptískir eftir að upplýsingar leynistofnana voru gróflega misnotaðar í tíð ríkisstjórnar George W. Bush fyrir innrásina í Írak 2003.
Ég treysti mér persónuelega engan veginn að ákveða hvað er satt í því sem haldið er fram.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2019 | 23:32
Mesti greiði sem bandarískir kjósendur geta veitt Kína - væri endurkjör Donalds Trumps 2020! Þetta virðist ljóst í kjölfar Mexíkó krísunnar!
Ég þarf að útskýra þetta aðeins - af hverju Mexíkó krísa Donalds Trumps sem virðist a.m.k. í augnablikinu afstaðin - þíði að mesti greiði sem bandarískir kjósendur geta veitt Kína, væri endurkjör Donalds Trumps!
--Fólk þarf að átta sig á, hvað þetta er risastórt mál sem Trump gerði.
- Málið er, Trump var búinn að ganga frá viðskipta-samningi við Mexíkó á sl. ári.
--Sbr. nýi NAFTA samningurinn undirritaður seint á sl. ári. - Þegar Trump hótaði að leggja tolla á Mexíkó vegna þess að honum fannst ekki Mexíkó vera gera nóg til að minnka flæði í gegnum Mexíkó af fólki til Bandaríkjanna frá löndum fyrir sunnan Mexíkó.
--Blandaði Trump saman - tveim ólíkum deilumálum. Og samtímis, hótaði að eyðileggja samning sem hann sjálfur lýsti sem frábærum árangri - á sl. ári.
- Punkturinn er -- hvernig getur nokkur aðili, treyst því að Trump endurtaki ekki leikinn, þá meina ég ekki endilega bara við Mexíkó -- heldur sérhvern þann sem hann gerði samning við?
Eftir þá farsakenndu útreið sem Trump þvingaði yfir Mexíkó - hljóta öll ríki sem Trump á í deilum við, eða Trump vill semja við.
--Draga sínar ályktanir af Mexíkó krísunni.
M.ö.o. þau geta einfaldlega ekki ályktað - að Trump mundi ekki beita þau svipuðu!
--Meina, eftir að samið væri, sett fram nýjar tollhótanir út af deilu um e-h algerlega óskilt.
Þá eins og í dæmi Mexíkó - verið til í að henda öllu þegar undirrituðu frá sér, ef menn samþykkja ekki strax - eftirgjöf í því máli!
- Niðurstaðan er einföld: Ekki hægt að semja við Trump.
- Þess vegna á ég ekki von á, að nokkrir samningar verði gerðir - burtséð frá hvaða deilu menn vísa til.
--Því enginn muni treysta Trump eftir Mexíkó-fíaskóið!
Af hverju væri endurkjör Trumps -- stórgjöf til Kína?
Einfalt, það vita allir í dag - Trump breytist ekki neitt.
Þannig, að ef Trump væri endurkjörinn - héldi líklega frost í samningagerð við ríkisstjórn Bandaríkjanna!
Það yrði að tækifæri fyrir Kína, því að á sama tíma - hefur Kínastjórn a.m.k. fram til þessa, a.m.k. staðið við bókstaf þeirra samninga sem stjv. Kína hafa gert.
--Það þíðir, að ef Trump héldi áfram, hefði ríkisstjórn Kína meira traust.
Þar á meðal - meðal svokallaðra bandalagsríkja Bandaríkjanna!
--Það þíddi væntanlega, stórfelld tækifæri fyrir Kína til þess að gera nýja viðskiptasamninga.
Meðan að enginn gerði nýja við Bandaríkin svo lengi sem sá sem væri forseti héti Donald Trump.
--Það m.ö.o. þíði, að fyrir þá Bandaríkjamenn sem vilja veg þeirra sem mesta.
Þá verða þeir að kjósa þann - sem ekki er Donald Trump.
Skiptir nánast engu máli - hver sá sem ekki er Donald Trump, er.
Nýjar tollhótanir frá Trump!
Trump says further China tariffs will kick in on Xi G20 no-show
Viðtal Donald Trump: We are expected to meet. If we do, thats fine, and if we dont, thats fine. Look, from our standpoint, the best deal we can have is 25 per cent on $600bn, OK?
Hann er að vísa til fundar með Xi á áætlun - er svokallaður G20 fundur fer fram í Japan.
Í orðunum, hótar Trump viðbótar tollum upp á 300ma.$ á innflutning frá Kína - m.ö.o. 600ma.$ samanlagt, ef það er lagt ofan á þá tolla sem Trump hefur þegar lagt á.
- Eins og einn skýrandi benti á, ef Xi - hittir Trump, lyti svo út sem Xi væri hugsanlega að beygja sig fyrir hótun Trumps.
--A.m.k. gæti verið að Trump hafi ekki verið að auka líkur á því að af þeim fundi verði.
Hinn bóginn, héðan í frá - á ég ekki von á hvort sem er að samið verði.
En flestir greinendur telja að Trump og Xi - hafi verið nærri samkomulagi, eins og samningamenn Kína hafa haldið á lofti -- en Trump hafi skipt um skoðun, líklega í kjölfar þess er 1-sta ársfjórðungs uppgjör um hagvöxt í Bandar. skilaði 3,1%.
Þá hafi Trump ákveðið - að allt væri í velstandi, tollarnir væru ekki að skaða efnahaginn.
Hinn bóginn, benda nýjustu tölur - til þess að hagvöxtur á 2-fjórðungi, minnki í 1,4%.
--Þetta er auðvitað kenning, engin veit í reynd af hverju Trump skiptir um skoðun.
Hinn bóginn, um helgina var annað viðtal við Trump, þ.s. hann hraunaði yfir seðlabanka Bandar.
Það hljómar sem að Trump sé farinn að ókyrrast -- sbr.
Donald Trump renews attack on Federal Reserve policy
Donald Trump: [China] devalue their currency, they have for years: its put them at a tremendous competitive advantage. And we dont have that advantage because we have a Fed that doesnt lower interest rates, -- We should be entitled to have a fair playing field but, even without a fair playing field because our Fed is very, very disruptive to us even without a fair playing field we are winning.
- Skv. heimasíðu seðlab.Bandar. eru vextir 2,25%
Þetta er ekki óeðlilegt vaxtastig meðan hagvöxtur er nær 3% en 2%.
--Seðlab. hefur látið vita, ef hægir á hagkerfinu - gæti orðið af vaxtalækkun.
Það er þó áhugavert, að Trump sé aftur farinn að væla yfir vöxtum.
Því það hljómar þá svo, Trump sé aftur farinn að ókyrrast vegna stöðu mála heima fyrir.
- Sumir spá út af þessu - að þegar Xi og Trump hittast á G20, muni Trump óvænt aftur reynast mun samningsliprari: Mexico cant rest easy on tariffs despite Trump deal
En hvernig mundi Xi geta treyst því að -mercurial- Trump, skipti ekki pent aftur um skoðun - aðeins seinna?
Niðurstaða
Trump er að takast að skapa það ástand, að ekki nokkur lifandi maður geti haft nokkurt hið minnsta traust til ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Donald Trump hafi sýnt með meðferðinni á Mexíkó, að enginn geti treyst því að Donald Trump mundi standa við nokkurt umsamið atriði.
Ef Trump næði endurkjöri, grunar mig að slíkt ástand - ekki hægt að treysta nokkrum samningum við ríkisstjórn Bandaríkjanna, mundi smám saman skapa algerlega óþolandi ástand í samskiptum ríkisstjórnar Bandaríkjanna - eiginlega við flest lönd heims.
Það er þetta, sem mundi verða grunar mig að risastóru og stórsögulegu tækifæri fyrir Kína, því þá mundi skapast það sérkennilega ástand, að ríkisstjórn Kína - þrátt fyrir alla sína galla, margir þeirra eru stórir gallar, hefði meira traust ríkja heims samt sem áður.
Það þíddi Kína gæti gert samninga við - þriðju ríki. Meðan Bandaríkin gætu það ekki.
Eiginlega held ég að nær öll samningagerð hljóti að liggja niðri við ríkisstj. Bandar. héðan í frá -- OK, það verða í gangi viðræður að nafni til, samninganefndir ræða saman.
--En stórpólitískt séð yrðu engar ákvarðanir teknar, þannig að þá gerðist ekkert í viðræðunum, þeim lyki ekki.
Það munu sennilega fáir formlega neita að ræða við ríkisstj. Bandar. - en sennilega lyki ekkert land samningum við Bandaríkin, nema land sem væri það háð Bandar. - að viðkomandi land gæti ekki sagt, nei.
--Allar deilur yrðu þá útistandandi, meðan Trump er við völd - svo lengi sem hann er við völd.
Nú, ef annar nær kjöri 2020 -- gæti allt dæmið opnast upp á gátt að nýju, a.m.k. fengi annar forseti tækifæri; svo lengi sem sá héti ekki Pence og væri núverandi varaforseti.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.6.2019 | 21:46
Mun skella nýtt -stagflation- tímabil yfir Bandaríkin?
Áhugaverðar efnahagstölur hafa birst í þessari viku innan Bandaríkjanna
US job growth slows in May with just 75,000 added
- Fjölgun starfa í Bandaríkjunum - var mun minni en reiknað var með, eða 75þ. færri í mars og apríl á þessu ári - en sömu mánuði á sl. ári.
- Störfum fjölgaði einungis um 75þ. í maí - miklu mun minna en á sl. ári er fjölgunin var 185þ.
- Þrátt fyrir þetta, er atvinnuleysi sögulega lágt í Bandar. -- 3,6%.
Þetta eru taldar vísbendingar að hægi á hagkerfinu -- sannarlega mældist fyrsti ársfjórðungur þ.e. Q1 þessa árs, rúmlega 3% í hagvexti.
--En það virtist einkum vera af völdum þess, að fjöldi fyrirtækja keypti byrgðir.
--Vísbendingar voru þá að hagkerfið að öðru leiti væri ekki á þeirri fart!
Þetta virðast vísbendingar þess að það sé sannarlega að hægja á hagvexti í Bandar.
Þetta eðlilega vekur umræðu um það hvort viðskiptastríð Donalds Trumps, séu loksins farin að bremsa af bandaríska hagkerfið!
Það virtist alltaf rökrétt að slíkt gerðist fyrir rest.
Trump hefur verið keikur seinni mánuði - hert viðskiptastríð við Kína.
--Og bætt að auki við, nýju viðskiptastríð óvænt aftur við Mexíkó.
--Eftir að menn héldu að nýr NAFTA samningur á sl. ári þíddi, að viðskiptalegur friður væri aftur í N-Ameríku.
Hert viðskiptastríð við Kína - fréttir um nýtt slíkt við Mexíkó, hafa skapar nokkuð hressilegt verðfall á mörkuðum -- nú eru markaðir loksins farnir að óttast Trump.
- Athygli vekur kall Trumps - endurtekið, eftir vaxalækkun frá seðlab. Bandaríkjanna.
--Trump vildi meira að segja að prentun yrði hafin að nýju. - Mig hefur einmitt grunað, að í því lægi viss viðurkenning Trumps á því, að viðskiptastríðin væru vissulega efnahagslega skaðleg.
Hvað gerist ef seðlaprentun fer ofan í viðskiptastríð?
Menn þurfa að átta sig á að -- verðbólga er ekkert annað en, mæling á verðhækkunum.
Menn þurfa einnig að átta sig á -- að tollar hækka verðlag á innfluttu.
--Valda sem sagt, verðhækkunum -- m.ö.o. verðbólgu.
Hve sterk þau áhrif eru - fer eftir fjölda vöruflokka sem lenda í tolli.
Og hversu hár sá tollur er!
--Því fleiri viðskiptastríð, því meira hlutfall varnings, tollaður.
- Ef Trump setur yfir 20% toll á allt frá Kína.
- Auki, yfir 20% toll á allt frá Mexíkó.
--Væri það verulega verðbólgu-hvetjandi aðgerð, út af fyrir sig.
Hinn bóginn, væru þær verðhækkanir einnig verulega samdráttar-valdandi, því rökrétt þíða hærri verð -- lægri kaupmátt launa.
--Hér tek ég ekki tillit til áhrifa þeirra tolla sem lönd í viðskiptastríði við Bandaríkin, leggja á bandar. útflutning á móti - en þ.e. viðbótar skaði.
Hérna er ég einungis að velta upp - áhrifum á verðbólgu í Bandaríkjunum.
Og benda á þann möguleika - að sú verðbólgu-aukning, fari saman við - samdrátt!
--M.ö.o. stagflation.
- Hvað gerist síðan, ef seðlab. Bandar. færi að prenta peninga?
- Ofan í verðbólguna sem orsakast, af verðhækkunum vegna tollahækkana-stefnu Trumps?
Bendi á að -- prentun seðlabanka Bandar. hindraði ekki efnahagskreppu í Bandar. í tíð Obama.
Ég kem ekki auga á nokkra ástæðu þess -- að prentun mundi hindra samdráttar-valdandi áhrif, tollastefnu Trumps!
--Hinn bóginn, ef prentað væri hugsanlega ofan í verðhækkunaráhrif tollastefnunnar.
Gætu hugsanlega samlegðaráhrif orðið -- ný verðbólgubylgja í Bandaríkjunum, þrátt fyrir efnahagssamdrátt - svokölluð, stagflation.
Niðurstaða
Það hefur verið bent á að Richard Nixon beygði seðlabanka Bandar. í duftið ári fyrir endurkjörsforsetakosningar þar sem Nixon hafði sigur - þannig að mjög laus peningastefna var viðhöfð. Margir hagfræðingar vilja meina, að sú lausa peningastefna sem Nixon hafi knúið fram, hafi átt stóran þátt í verðbólguhrinu er kom árin í kjölfarið -- tímabil sem kennt er við stagflation.
Sumir vilja meina að ákall Trumps eftir lækkuðum vöxtum jafnvel prentun.
Ofan í verðbólguvaldandi áhrif hans eigin stefnu.
Lykti af efnahagslegum pópúlisma Nixons á sínum tíma.
--Spurning hvort afleiðingarnar verða þá aftur svipaðar?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2019 | 23:18
Bandarískur iðnaður óttast - tollhótanir Trumps gagnvart Mexíkó, sem Trump hótar að innleiða í nk. viku
Hótanir Trumps um nýtt viðskiptastríð gagnvart Mexíkó, komu eins og þruma úr heiðskýru lofti seint í sl. viku - en hann hótar að leggja 5% toll á allan innflutning frá Mexíkó frá og með 10. júní nk. - sem hækkar í 25% í október.
--Uppgefin ástæða, fjölgun í komum ólöglegra innflytjenda að landamærum Bandaríkjanna, undanfarna mánuði.
- Trump ætlast sem sagt til þess, Mexíkó stöðvi þetta aðstreymi.
- Hinn bóginn eru landamæri Mexíkó við Bandar. ekkert styttri Mexíkómegin - þ.e. 3000km., en þau eru Bandaríkjamegin.
--Kem ekki alveg auga á að Mexíkó gangi augljóslega miklu betur en Bandar. sjálfum, að stöðva aðstreymið.
--Mexíkó er eftir allt saman, ekki einræðisríki - fólk má fara ferða sinna eins og það vill, m.ö.o. ekki lögregluríki t.d. sbr. Kína.
--Markaðir virðast nú spá -- 33% líkum á kreppu í Bandar. 2020, m.ö.o. 1/3.
--En, Mexíkó er stærsta einstaka viðskiptaríki Bandaríkjanna, viðskiptin við Mexíkó eru meiri að verðmæti, en viðskipti Bandaríkjanna við Kína.
Bandaríkin og Mexíkó - virka eins og eitt - hagkerfi.
Þess vegna munu álagðir tollar Trumps - valda svo miklum kostnaði fyrir bandaríska framleiðendur.
--Fyrirtækin starfa beggja vegna, mismunandi deildir þeirra senda vörur fram og til baka statt og stöðugt - þannig tæknilega gæti framleiðsla fengið á sig toll - tvisvar jafnvel þrisvar.
--Þau umpóla ekki öllu sínu skipulagi - einn, tveir og þrír.
Það sem gerist - er að neytendur borga brúsann!
Trump segir, tollarnir verða greiddir - reyndin er ekki af Mexíkó, heldur bandar. neytendum.
--Þeir virka eins, og nýir neyslu-skattar á bandar. almenning.
Automakers say Trump's threatened Mexico tariffs would cost billions
- LMC said prices on models imported from Mexico could increase by an average of $8,500, while the average price of a vehicle sold in the U.S. market could rise by as much as $2,500-3,000 when parts for assembly in the United States are factored in.
- In an email seen by Reuters, Toyota Motor Corp told its U.S. dealers the duties could cost its major suppliers between $215 million and $1.07 billion.
--Ég sé ekkert í þessu klárlega ótrúverðugt!
Meðan var Trump keikur - sagði tollana á Mexíkó taka gildi í nk. viku!
Were going to see if we can do something, but I think its more likely that the tariffs go on, -- Were going to see if we can do something, but I think its more likely that the tariffs go on,
Ég persónulega efa Mexíkó geti stöðvað það aðstreymi - sem Trump nefnir innrás, sem er afar hysterískt orðalag, en landamærin Mexíkó-megin eru eins löng og þau eru Bandaríkjamegin.
Og eins og ég bendi á að ofan, Mexíkó er frjálst land - fólk má fara um landið, ferðast eins og það vill - eins og Bandaríkjamenn heima í Bandaríkjunum.
--Þess vegna án mikils vafa, detta þessir tollar inn.
- Hinn bóginn, virðist Trump henda frá sér -- NAFTA samkomulagi sem hann gerði á sl. ári.
- Aðrir sem eiga í deilum við Trump - sjá hvernig hann fer að gagnvart Mexíkó.
- Hvernig getur nokkur maður reiknað með því - að það sé hægt að treysta nokkru því, sem væri skrifað undir - af hálfu Trump?
Bendi á að Trump sjálfur - rómaði NAFTA samkomulagið seint á sl. ári.
En ekki er greinilega Adam lengi í paradís hjá Trump!
--Trump heldur, að vera óútreiknanlegur, sé gott.
--Vandi er, ótúreiknanleiki skapar vantraust!
Mig grunar að Trump muni eiga í erfiðleikum í kjölfarið, að fá nokkurn þeirra aðila sem hann nú deilir við - til að undirrita nokkurt!
Niðurstaða
Tveir atburðir hafa nú skapar hressilegt verðfall á mörkuðum - versnandi viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína -- og hótanir Trumps sem virðist stefna að verði að veruleika í nk. viku um tolla á allan innflutning frá Mexíkó.
--Þannig setur Trump viðskipti Mexíkó í gíslingu - þrátt fyrir umsamdan frýverslunarsamning á sl. ári.
--Þetta virðist sýna, Trump beri ekki virðingu fyrir nokkru umsömdu.
Vegna þess að til samans eru efnahagsleg áhrif þessara tveggja viðskiptastríða á bandarískan efnahag veruleg -- eru markaðir farnir að prísa inn 33% eða 1/3 líkur á kreppu 2020.
Eftir þessi 2-högg, grunar mig að Trump muni líklega standa við tollhótanir gagnvart Japan og ESB - sem hann gerði á sl. ári, en hafa ekki enn komist til framkvæmda - - sbr. 20% tollur á innflutning bifreiða og íhluti í bifreiðar frá þeim löndum.
--Ef svo mundi fara, grunar mig að markaðir mundu hækka mat sitt á kreppu 2020.
Ekki er alveg ljóst af hverju Trump hefur gerst svo -- tolla brjálaður í seinni tíð.
Hinn bóginn, hefur hann lengi verið andvígur -- opnum frjálsum viðskiptum.
Hann virðist standa fyrir skoðun innan Bandaríkjanna, meðal íhaldsmanna í Bandaríkjunum -- sem aldrei voru fylgjandi lágtollastefnunni er innleidd var frá og með 7. áratug 20. aldar.
--Þeir virðast raunverulega halda, að Bandar. muni ganga betur í hátolla-umhverfi.
Ég er algerlega viss að það er rangt. Trump getur auðvitað - tekið upp raunprófun á hátollamódelinu, meðan aðrar þjóðir halda sig við lágtollamódel.
--Mig grunar að það hefði nákvæmlega þær afleiðingar, kreppa innan Bandaríkjanna.
- Trump gæti tekist að eyðileggja sínar eigin - endurkjörsmöguleika.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2019 | 20:36
Útlit fyrir viðræður ríkisstjórna Írans og Bandaríkjanna?
Ummæli sunnudags geta bent til þess, en þá sagði Mike Pompeo eftirfarandi við blaðamenn í Sviss:
Were prepared to engage in a conversation with no preconditions. Were ready to sit down with them. But the American effort to fundamentally reverse the malign activity of this Islamic Republic, this revolutionary force, is going to continue,
Mikilvægu orðin eru auðvitað - viðræður án frekari skilyrða. Restin af orðum Pompeo - hljóma eins og -negotiation position- hvers við æskjum.
Fyrr sama dag, hafði Hassan Rouhani sagt:
We are for logic and talks if [the US] sits respectfully at the negotiating table,
Utanríkisráðherra Írans virtist þó neikvæðari:
The US is engaged in war against us, and a war is painful to our participants. We have a very clear notion that in a war, nobody wins. In a war, everybody loses; the loss of some will be greater than the loss of others,
Hann virtist hafna viðræðum - segja þær ólíklegar.
...not very likely, because talking is the continuation of the process of pressure. The only thing that works with Iran is respect.
Sem sagt - utanríkisráðherrann, virtist hafna viðræðum undir þrýstingi.
Hinn bóginn, getur vel verið að orð Rouhani forseta þíði það sama - eftir allt saman sagði hann, ef Bandaríkin ...sits respectfully at the negotiating table.
Utanríkisráðherrann - talaði einnig um virðingu.
Mike Pompeo offers to talk to Iran with no preconditions
Mig grunar því fylgi lítil áhætta að ræða við ríkisstjórn Bandaríkjanna!
Bendi á að það virðist hafa verið snjöll ákvörðun af hálfu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, að samþykkja viðræður.
--Áður hafði ríkisstj. Bandar. komið með svæsnar hótanir - sbr. segjast útiloka ekki, stríð af fyrra bragði - DT gekk svo langt, að segja - beiting kjarnavopna ekki útilokaða.
Eins og frægt er, tjáði í kjölfarið James Mattis þáverandi varnarmálaráðherra Bandar. þau frægu orð - að stríð yrði -catastrophic- sem gat túlkast sem gagnrýni, á hvasst orðagjálfur kollega hans innan ríkisstj. Bandar.
Hvað gat gerst eru einungis getgátur - hitt vitum við, að með ákvörðun um viðræður.
Hvarf að mestu sú spenna sem var komin!
--En þrátt fyrir það, komst Kim að virðist upp - með að lofa nánast engu.
Eins og staða viðræðna virðist í dag vera - hafa þær siglt í strand.
Og DT situr nú með þá stöðu, að hafa engu í reynd áorkað miðað við þær kröfur sem hann fór af stað með.
- Ég bendi á þessa stöðu, vegna þess - að í ljósi rásar atburða í samhengi NK - virðist ljóst, að núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna; inniheldur einfaldlega ekki - snjalla samningamenn -- eiginlega, hef ég ekki séð í mínu minni eins arfa slaka samningatækni nokkurrar ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
--Skiptir eiginlega einu, hvaða deilumál er skoðað. - Deilur núverandi ríkisstj. Bandar. v. NK - virðast sýna, að Íran hefur nær ekkert á hættu, að samþykkja viðræður.
--Bendi á, Kim Jong Un hefur nú þæft viðræður síðan 2017 - nú er mitt 2019. Nk. ár er kosningaár í Bandaríkjunum.
--Ef Kim gat svo auðveldlega teimt Trump og teymið hans, án þess að nokkur árangur sjáist af tilraunum stjv. í Washington fram að þessu.
Þá sé ég ekki ástæðu til að efast, að samningamenn Írana - er reyndust mjög liprir og snjallir, þegar viðræður stóðu yfir um svokallaðan kjarnorkusamning, sem lokið var 2015.
--Að þeim verði kleyft, að þæfa málið í - heilt ár.
Eftir sæti þá trump - líklega með öll deilumál hangandi úti.
Án nokkurs sjáanlegs árangurs!
--Hann ætti ekki auðvelt með að matreiða þær útkomur sem sigra.
Niðurstaða
Ráð mín til ríkisstjórnar Írans - endilega hefjið viðræður við Bandaríkjastjórn. Sannarlega standa þær þá yfir undir þrýstingi refsi-aðgerða eins og í tilviki viðræðna Kim Jong Un við teymið hans Trumps.
En málið er, að síðan Kim samþykkti viðræður - er eins og Trump missi fljótlega áhugann á málinu. Vandinn virðist hreinlega sá, að þeir samningamenn sem hann hefur ráðið til verks. Virðast ekki snjallari en svo - að Kim virðist hafa reynst það auðvelt að snúa á þá.
--Niðurstaðan virðist -pattstaða- en litlar líkur úr þessu, áhugi Trumps vakni að nýju.
Íran, virðist auðveldlega geta leikið sama leik, með samningateymi - sem reyndist mjög snjallt og harðsnúið í viðræðum er lauk 2015, enn er sama teymið til staðar þar. Þ.s. teymi Trumps er það sama og hefur ekki getað ráðið fram úr samningum við NK - virðist flest benda til þess, að þrautsnúið samningateymi Rouhani ætti auðveldan leik - að tefja og þæfa í 1 skitið ár.
Eftir að hafa fylgst með Trump nú síðan hann tók við í jan. 2017. Verð ég að segja, að þar fer sennilega - minnst skilvirkasta ríkisstjórn Bandaríkjanna sem mig rekur mynni til. Og man ég þó svo langt aftur sem, gísla-krísunnar við Íran er Carter stjórnaði Bandar. enn.
--Sú ríkisstjórn er mörgum ljósárum frá ríkisstjórn Ronalds Reagan, en öfugt við Donald Trump - reyndist Reagan, snjall samningamaður og hann hafði með sér, mjög fært teymi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2019 | 12:43
Kim Jong Un, kvá hafa tekið háttsettann aðstoðarmann af lífi, er sá miklu leiti um viðræður Norður-Kóru við Bandaríkin
Ekki hægt að líta þá fregn -staðfesta- en vegna fortíðar Kims Jong Un, t.d. hann lét myrða hálfbróður sinn í Malasíu fyrir nokkrum árum, vitað hann tók af lífi frænda sinn skömmu eftir valdatöku sem hafði verið háttsettur innan stjórnkerfisins, vitað hann tók af lífi fjölda embættismanna þann tíma sem hann var að hreinsa til skipta út fólki setja sitt fólk inn; þá skal segjast - að ég get trúað þeim fregnum - fengið mig til þess.
Blað í NK - virtist með óljósum hætti hugsanlega staðfesta atburðinn
North Korea executes officials over failed Kim-Trump talks
Rodong Sinmun - Acting like one is revering the leader in front [of others] but dreaming of something else when one turns around, is an anti-party, antirevolutionary act that has thrown away the moral fidelity towards the leader and such people will not avoid the stern judgment of the revolution,...
Þarna er greinilega gagnrýni á einhvern - án þess að nöfn komi við sögu.
Þessi gagnrýni a.m.k. rímar nokkuð við þann sem sagður er hafa verið drepinn!
--Sá sannarlega kom fram opinberlega fyrir hönd Kims.
**Fór fyrir samninganefnd NK gagnvart Bandaríkjunum.
Þarna vísar til þess, að sá ónefndi hafi í reynd verið svikull við foringja sinn!
Sem getur verið réttlæting aftöku eða senda í vinnuþrælkun!
Kim Hyok Chol, sagður hafa verið tekinn af lífi
Kim Jong Chol, sagður hafa verið sendur í vinnuþrælkunarbúðir!
Það er langt í frá staðfest frétt, að 4-einstaklingar úr sendinefnd NK til Bandaríkjanna, þar með sjálft höfuð hennar - hafi verið teknir af lífi.
--Hinn bóginn, er gagnrýnin úr NK fjölmiðlinum -köld lesning- hafandi í huga, að hún tónar við einhvern sem nýlega hafi komið fram opinberlega og greinilega sé síðan fallinn í ónáð.
- Ef við gefum okkur að fregnin sé rétt, þá eru þetta líklega viðbrögð Kims Jong Un, við því að seinni fundurinn með Donald Trump fór út um þúfur.
En Kim á þein fundi, greinilega neitaði að gefa upp kjarnavopn NK.
Þá neitaði Trump að gefa eftir refsiaðgerðir Bandaríkjanna.
--Og fundinum lauk án árangurs.
--Ímsir segja, Kim hafi -misst andlitið- sbr. -loss of face.- - Nýlega, gaf Kim það út í ræðu, að Bandaríkin hefðu til áramóta, að koma fram með sanngjarnt samkomulag - ekki gaf Kim út akkúrat hvað mundi gerast, ef ekki.
--En það má lesa út úr orðaræðu frá NK í seinni tíð, þ.s. mjög hörð gagnrýni á Bandaríkin hefur komið fram, að stefnan sé að - fjarlægjast hugmyndir um samkomulag.
--Það gæti einmitt verið hugsanleg vísbending þess, að Kim hlusti nú á aðra ráðgjafa.
**Sem í ljósi nýjustu fregna, gæti varpað um spurningum, hvað kom fyrir þá aðstoðarmenn hans, sem leiddu samningaviðræður við Bandaríkin?
- Það má lesa eitt enn út úr þessu: Skilaboð frá Kim Jong Un, að hann virkilega meinar þetta með það, að þverneita að gefa eftir kjarnavopn NK.
--Aðferðin að taka af lífi eða senda í þrælkunar-búðir, þá sem stóðu fyrir stefnu, sem virðist hafa beðið skipbrot -- er óneitanlega sérstakt við NK.
Ég held að slíkt tíðkist í dag hvergi annars staðar!
Það var mjög hættulegt að mistakast - ef maður vann fyrir Stalín.
--Hann fyrirgaf stundum, t.d. sínum æðsta yfirhershöfðingja a.m.k. einu sinni, stórsókn sem fór út um þúfur, vorið 1942. Hann átti engan betri hershöfðingja.
Niðurstaða
Ég veit að Kim Jong Un er afar nastí einstaklingur, hafandi í huga að hann sannarlega lét drepa hálfbróður sinn, fullkomlega sannað mál og frænda sinn - og fjölda embættismanna, um um tíma lét Kim fregnir um slíkt vísvitandi berast.
--En varðandi einstaklinga úr sendinefnd NK til Bandaríkjanna, sem sagðir eru teknir af lífi, þar af einn sagður sendur í vinnuþrælkun -- þá er allt óstaðfest.
En í ljósi grimmdar Kims á undan, get ég trúað fregninni.
Því í ljósi þeirrar grimmdar, get ég trúað því hann sé það bilaður - að láta taka sendinefnd sína stórum hluta af lífi, fyrir það að honum mistókst að ná hagstæðu samkomulagi við Bandaríkin.
--Kannski er það svo í þessu ríki að -loss of face- geti verið honum persónulega hættulegt.
Hann þurfi að viðhalda - terror. Hinn bóginn sýndi saga Sovétríkjanna sálugu, sbr. Stalín sem tók mikið af fólki af lífi - oft sína eigin aðstoðarmenn, ef hann áleit þá hafa brugðist. Síðan að þeir sem ríktu eftir Stalín, voru ekki þetta brjálaðir.
--Að kannski er það frekar sannleikurinn að - Kim Jong Un - sé brjálaður einræðisherra.
--Það sé ekki endilega óhjákvæmilegt að einræðisherra beiti slíkri aðferðafræði.
Þ.e. stjórni með þetta miklum - terror/grimmd.
- Í og með, getur Kim verið að tjá það til Donalds Trump -- ég virkilega meina það sem ég sagði á okkar síðasta fundi.
--Trump sagðist ekki vilja slæman samning.
--Ég hef alltaf talið víst, að Kim mundi ekki gefa eftir kjarnavopn NK.
En ef fregnir eru réttar - er góð spurning hvort herra Kim sé með öllum mjalla.
En eins og ég sagði, get ég trúað þeim í ljósi þess er hann áður hefur gert!
M.ö.o. virðist ekki brjálaðra en gerðir hans skömmu eftir valdatöku!
--NK sé raunverulegt - terror state/ógnarstjórn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það má eiginlega segja að meginþema birtist í niðurstöðum fyrir Bretland, nefnilega að tveir stærstu flokkarnir á Evrópuþinginu fyrir Bretland - verða:
- Brexit flokkur Farage -- 31,5%
- Frjálslyndir-Demókratar -- 20,3%
- Verkamannaflokkur Bretlands -- 14,1%.
- Græningjar -- 12,1%
- Íhaldsflokkurinn -- 9,1%
- SNP -- 3,6%
- Breytum Bretlandi -- 3,4%
- UKIP -- 3,3%
Samanlagt fylgi -- Brexit flokka: 35%
Samanlagt fylgi andstæðinga Brexit: 41%
--Flokkur Farage + UKIP: 5,8 millj. atkvæði. sbr. að 17,4 millj. greiddu atkvæði með Brexit í þjóðaratkv.greiðslunni 2016. Þetta sýni, hvað tiltölulega fáir í reynd greiddu atkvæði.
- Það virðist líklegt að kosningarnar, íkji nokkuð fylgi flokka með eindregna afstöðu, þ.s. þeirra kjósendur hafi verið líklegri að mæta til að kjósa.
Meginþemað í kosningunni sem ég vísa til --> Efling flokka er taka ítrustu afstöðu, með/móti.
--Andstæðurnar verða m.ö.o. skýrari.
Því má ekki gleyma - þrátt fyrir sigur herra Farage!
Þá hafa -remainers- heilt yfir meira fylgi!
Það þíðir ekki sigur Farage hafi ekki áhrif - sá sigur verður án vafa sterk svipa á Íhaldsflokkinn breska!
Boris Jonson virðist nú nær algerlega öruggur, næsti leiðtogi flokksins.
Og stefnan verður líklega -- Brexit hvað sem það kostar!
--Líkur á Hard-Brexit hafa sennilega vaxið stórum.
Á sama tíma, líklega verður andstaðan einnig einbeittari!
--Hún er þrátt fyrir allt, ívið fjölmennari er virðist.
Ég reikna m.ö.o. með því að það sé Íhalds-flokkurinn sem nánast megi segja, að Farage með óbeinum hætti hreinlega eigi - a.m.k. um einhverja hríð.
Brexit verði líklega á næstunni að - meitilsteini sem meitli til Íhaldsflokkinn, og ákvarði framtíð hans.
Það virðist sennilegt, að andstæðingar Brexit - muni sameinast um kröfuna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu; á sama tíma og Íhaldsflokkurinn - líklega muni reka Brexit hvað sem það kostar!
- Ef maður ímyndar sér, að Íhaldsflokkurinn leiði Bretland út úr ESB - líklega úr því sem komið er, með þannig séð - versta mögulega hætti.
--Þá verður skellur Bretlands efnahagslega séð, mjög - mjög - mjög djúpur.
En þ.e. algengur misskilningur að Bretland hafi - virka WTO aðild, en þ.e. einfaldlega ekki rétt. Vegna þess, að WTO aðild Bretlands var afgreidd í gegnum ESB.
--Þ.s. ESB samdi um aðild fyrir aðildarlöndin sem heild - yrði Bretland að semja við aðildarlöndin, til þess að WTO aðildin gæti virkað. Sem virðist afar ósennilegt að þau yrðu til í - í kjölfar Hard-Brexit.
**Bretland starir því á miklu harðari skell - en Brexit-erar halda, eiginlega er þetta ókortlögð framtíð, þ.s. útlit er fyrir að Bretland hefði ekki virkan viðskiptasamning við nokkurt land; nema einhverja tvíhliða samninga við fáein lönd sbr. t.d. Ísl.
**Þ.e. eignlega mjög erfitt að átta sig á því, hvað gerðist í slíkri framtíð fyrir Bretland - skellur almennings yrði líklega einnig mjög djúpur, og verra langvarandi.
--Það virðist því að bresk stjórnmál gætu fests í mjög súru fari.
Mér virðist eiginlega eina mögulega vörn Brexitera í slíku fari, að leitast við að sannfæra almenning, að allt það slæma sem hefur gerst -- sé ESB að kenna!
Eins og að ESB hefði þvingað Bretland til að taka þá ákvörðun að fara.
--Afstaða Bretlands til meginlands Evrópu gæti þá í kjölfarið orðið mjög köld, ef þess lags afstaða næði til meginþorra almennings.
Hinn bóginn, virðist alveg hugsanlegt, að Verkamannaflokkurinn - gæti notfært sér skellinn, sannfært þjóðina - að sökin sé Íhaldsflokksins.
--Og í stað þess, að harðir Brexiterar leiddu þjóðina sem leiðtogar Íhaldsflokksins, taki Jeremy Corbyn við stjórn Bretlands - og leiði yfir Bretland; mun harðari vinstri stefnu en Bretland hefur nokkru sinni séð, a.m.k. ekki síðan áður en Margaret Thatcher komst til valda. - Síðan er auðvitað hinn kosturinn, að - það yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla, og ímyndum okkur að naumur meirihluti mundi snúast yfir -- og greiða atkvæði með áframhaldandi aðild.
--Erfitt væri að sjá hvernig Íhaldsflokkurinn með Harða-Brexitera sem leiðtoga, gæti fúnkerað í slíkri útkomu.
Mér virðist ljóst að fylkingarnar muni hrópa -- Brexit-strax.
Eða, kjósum aftur!
Átökin muni næstu mánuðina harðna með slíkum hætti, að átökin til þessa - virðist gárur einar.
Mig grunar, að seinni útkoman - ef yrði, gæti leitt til endurstokkunar breska flokkakerfisins -- en Frjálslyndir virðast nú leiða umræðuna gegn Brexit, og farnir að vera fókus punktur fylgis þeirra sem vilja áfram starfa innan ESB.
--Það virðist a.m.k. hugsanlegt, að Frjálslyndir mundu geta - kúplað sig inn aftur sem annan megin-flokk Bretlands, eins og þeir voru síðast fyrir nærri 100 árum síðan.
Hver veit, kannski yrði -remain victory- að fyrstu meirihluta-ríkisstjórn Frjálslyndra í rúm 100 ár.
--En eignlega virðist mér, þó þessi útkoma samt nokkru síður líkleg, en það má þó ekki afskrifa andstæðinga Brexit.
En erfitt ætti Íhaldsflokkurinn, ef Brexit-erar yrðu sigraðir svo herfilega, sem leiðtogar hans -- eftir að hafa nær alfarið tekið flokkinn yfir.
--Við gætu tekið mörg mögur ár í pólit. útlegð.
Niðurstaða
Það eina sem ég er viss um - er að kosningarnar fókusa eða meitla Brexit umræðuna frekar. Andstæðurnar hafi skírst frekar. Brexit flokkur Farage virðist sennilegast einna helst hafa þau áhrif, að leiða fram líklega algera forystu Brexitera á næstunni innan Íhaldsflokksins.
--Svo hræddir verði þeir við Farage að líkindum, að hann smali þá inn í mjög harða afstöðu til Brexit að líkindum - eiginlega Brexit hvað sem það kostar.
Á sama tíma, og hætta af Brexit verður væntanlega skynjuð að sama skapi með öflugari hætti af andstæðingum Brexit - sem líklega vegna algers skorts Verkamannaflokksins í því að taka á sig nokkurt leiðtogahlutverk í umræðunni - yfirleitt; virðist útlit fyrir að Brexit verði að langþráðu tækifæri fyrir gamla Frjálslynda-flokkurinn til að láta ljós sitt skína.
Fjárlyndir verði þá - anti-Brexit flokkurinn -- meðan Brexit flokkur Farage smali á hina hlið. Ef Brexit verði ofan-á, þá fá Brexit-erar sitt fram, þó ég eigi alls alls ekki von á að þar fari sú glæsta drauma-framtíð sem menn ímynda sér - eiginlega langt þar frá. Ef -remainers- hafa betur, gæti það leitt til þess að stór hreyfing kjósenda yrði yfir til Frjálslyndaflokksins, þannig að sá mundi hugsanlega aftu rísa sem annar megin flokkur Bretlands.
--Í þeirri framtíð, er ég ekki viss hvað mundi verða um Íhaldsflokkinn, nema mig grunar að flokkurinn yrði lengi í sárum í kjölfarið -- gæti tekið langan tíma að finna sig að nýju.
--Mig virðist möguleiki, að -- Hard-Brexit útkoma, ef verður, yrði það bitur - að í stað þess að stjórna henni áfram, gæti Corbyn notfært sér umhverfi biturleika sem mér virðist sennilegt að við tæki, til þess að - stela sigrinum af Brexit-erum.
Mig grunar að eini möguleiki Brexitera í kjölfarið, til að halda völdum - væri að keyra á harðan þjóðernis-pópúlisma, og kenna Evrópu um.
--Hinn bóginn, gæti Corbyn haft betur, náð að sannfæra kjósendur þess í stað - að bitur útkoman væri íhaldsflokknum að kenna - þannig að Hard-Brexit gæti í staðinn fyrir að verða meint glæst framtíð Brexitera, orðið til þess að róttæk vinstri-stefna í anda Corbyns tæki yfir og leiddi Bretland aftur inn í harðan sósíalima í ætt við það sem var í Bretlandi áður en Magga Thatcher komst til valda.
Sem sagt, tekist er á um hvernig Bretland í framtíðinni.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.5.2019 kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2019 | 23:30
Donald Trump - lýsir yfir neyðarrétti, svo hann geti selt Saudi-Arabíu og Sameinuðu-Arabísku-Furstadæmunum, sprengjur í andstöðu við bandaríska þingið
Mér finnst þetta áhugaverð beiting forseta Bandaríkjanna á ákvæði, sem virðist ætlað til að mæta snöggu neyðarástandi, sem heimilar forseta Bandaríkjanna að senda vopn til annars ríkis.
--Það virðist að Donald Trump hafi í seinni tíð, verið að mæta harðnandi afstöðu Bandaríkjaþings, til - skilyrðislauss stuðnings Trumps forseta, við stríð Saudi-Arabíu og UAE (United-Arab-Emirates) í Yemen -- meira að segja, virðist að einhverjir þingmenn Repúblikana, hafi verið hluti af blokkerandi þinghóp, er virðist hafa tekist um hríð.
--Að blokkera samþykki á frekari vopnasendingum til þessara tveggja landa.
Defying Congress, Trump sets $8 billion-plus in weapons sales to Saudi Arabia, UAE
Donald Trump bypasses Congress on Saudi, UAE arms sales
- The Trump administration has formally notified US lawmakers that it is invoking an emergency provision to go ahead with multibillion-dollar arms sales to Saudi Arabia and the United Arab Emirates without congressional approval.
- Members of Congress had been blocking sales of offensive military equipment to Saudi Arabia and the United Arab Emirates for months...
Afar skiljanlegt, því að stríð Saudi-Arabíu og UAE í Yemen - er hreint og beint ógeð.
Þarna er langsamlega alvarlegasta krísa segir SÞ-í gervöllum heiminum.
--Þetta stríð, er ekkert fallegra en það í Sýrlandi var er það hæst lét.
--Loftárásir SA og UEA ekki vitund skárri, en t.d. Rússlands í Sýrlandi.
Bandaríkin stóðu þá ekki á gagnrýninni - en núverandi ríkisstj. Bandar. er ekki einungis gagnrýnslaus nú, heldur virðist veita - alfarið gagnrýnislausan stuðning.
Ca. 8 milljarða dollara salan, virðist stórum hluta fela í sér - svokallaðar snjallsprengjur, þá greinilega ekkert smáræði af þeim. Þó þarna virðist einnig vera, viðhalds-samningur gagnvart flugherjum SA og UAE.
--Það verður þá hægt að sprengja mikið til viðbótar.
Mike Pompeo sagði söluna styrkja SA og UAE gegn Íran!
U.S. arms sales to Saudis, UAE, Jordan needed to deter Iran
Ég hugsa hann vísi til átakanna í Yemen - sem um margt hafa einkenni, proxy-átaka. M.ö.o. vopnasalan styrki þá stöðu SA og UAE með þeim hætti, að þeir geti drepið miklu fleiri af þeim Shíta hóp - sem varist hefur nú af hörku í rúm 3 ár í hálendi Yemen. Mikið af sprengjum hefur þó fallið á íbúðabyggð, þau 3 ár.
--Ekki get ég séð að þær aðfarir séu í nokkru fallegri, en þær sem Bandaríkin sjálf gagnrýndu í samhengi Sýrlands.
Niðurstaða
Ég man eftir því að 2016 er baráttan fyrir forsetakosningar stóð yfir - var eitt af því marga sem Donald Trump gagnrýndi Obama fyrir -- að skv. hans mati, ekki veita bandamönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, nægan stuðning.
--Þetta sagði hann m.a. í samsæti, er hann þáði fé frá stuðningsmönnum Ísraels. En hann átti einng klárlega að auki við -- SA og UAE.
Hvað gerði Obama svo slæmt þá? Hann hafði gert samning við Íran, sem gat verið upphafið af formlegu friðarferli milli Bandaríkjanna og Írans. Og, Obama hafði verið mjög tregur til að selja vopn sem gætu skaðað almenna borgara, til SA og UAE.
--Það var kalt milli ríkisstj. Ísraels - SA og UAE, og Obama öll valdaár Obama.
- Svo halda sumir því fram að það skipti engu máli hver er forseti Bandaríkjanna.
En Bandaríkin hefðu greinilega getað tekið mjög ólíka stefnu, ef ofangreint friðarferli hefði haldið áfram - og forseti hefði setið í Hvíta-húsinu, er hefði verið mun tregari til að styðja ógeðs stríð SA og UAE í Yemen.
--Sem sagt, það getur skipt raunverulegu máli, hver nær kjöri.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.5.2019 kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2019 | 23:49
Áhugaverð þýsk hugmynd - hvað á að gera við vindmyllu-þyrpingar, þegar skortur er á nægum tengingum við orkukerfið? Láta þær framleiða vetni!
Sá þessa áhugaverðu umfjöllun í Der Spiegel, þetta er löng frétt, en í stuttu máli er svokallað - EnergyWende - í alvarlegri krísu, Þýskaland í reynd að dragast aftur grannlöndum í innleiðingu - vistvænna orkukosta.
--Eitt alvarlegt vandamál sem stendur fyrir þrifum, er skortur á orkulínum.
--Hinn bóginn, er andstaða við orkulínur að skapa miklar tafir.
En íbúar byggða rísa upp - eigendur jarða, o.s.frv.
Eins og á Íslandi, má kæra allar fyrirætlanir - þannig kærumál eru að tefja uppbyggingu orkukerfisins úr hömlu.
- Við blasi patt-staða, það sé einfaldlega ekki hægt, að bæta við frekari vindorku, því línukerfið annar ekki meiru.
--En lagningar lína, mæta víða það einbeittri andstöðu, að línulagningar liggja niðri.
German Failure on the Road to a Renewable Future
...there is a need for 7,700 kilometers (4,800 miles) of such lines. But only 950 have been built. And in 2017, only 30 kilometers of lines were built across the whole country.
- Ef ekki er hægt að leggja línur.
- Er ekki heldur hægt að bæta meira við af vindmyllu-þyrpingum.
Og skv. Spiegel þarf Þýskal. að auka magn vistvænnar orku 5-falt fyrir 2050.
Þegar menn eru í krísu - fara stundum heilar að spinna!
Hvað ef vindmyllur framleiða vetni?
Sleppa þessum raflínum sem fólk er svo á móti - eru blokkeraðar út um allt land. Einn sérfræðinganna Spiegel ræðir við - nefnir framleiðslu á umhverfis-vænu eldsneyti sem lausn til að -- leysa patt-stöðuna.
- Rafbílar geta notað vetni - svokallaður, efna-rafall sbr. fuel-cell.
- Þá er efna-rafall í staðinn fyrir rafhlöðu.
--Tæknilega er einnig hægt að brenna vetni beint - í bifreiðum með sprengihreyfla, eða ICE bifreiðum, þá þarf kannski ekki að henda þeim öllum - strax.
--Því fylgir vísu sá galli, þ.s. vetni hefur mun minni orku per rúmmál, þá mundi hreyfill skila töluvert minna afli.
Another option would be to turn the wind power into methane or hydrogen and then turn them into so-called e-fuels. Here, too, existing infrastructure could be used: fuel-storage facilities, pipelines and gas stations of the petroleum industry.
Ég þekki ekki hvernig vindmyllur gætu framleitt metan.
En hvernig vindmyllur gætu framleitt - vetni liggur á tæru.
- Ef þær framleiða vetni, skiptir kannski ekki máli hvort þær framleiða þegar vindurinn er til staðar - án þess að það sé endilega hámarks-eftirspurnartími innan rafkerfis, eða það koma dauðir punktar í framleiðsluna þegar vindur er lítill.
- Því ef nægilega margar eru til staðar þ.s. vind er líklega reglulega að fá, væri óþarfi að leggja til þeirra - - línur, sem svo margir eru á móti - kosta gríðarlegt fé.
- Heldur, mundi duga að leggja veg -- og tank-bíll fer þá á staðinn þegar þarf, og flytur vetnið þangað þaðan sem það er notað af öðrum.
--Það sem ég hef heyrt nýlega - er að það gæti einmitt risið sambærilegur vandi á Íslandi.
--Að línukerfið sé ekki öflugt, einmitt á svæðum þ.s. hagstætt út frá vind-aðstæðum væri að reisa mikið af vindmyllum.
Á Íslandi, mætir lagning lína sannarlega um margt svipaðri andstöðu og í Þýskalandi.
Kærumál, geta sannarlega tafið framkvæmdir til margra ára eins og þar.
Þá kannski gæti þessi hugmynd -- þýska sérfræðingsins einnig virkað hér.
Niðurstaða
Málið er að rafbílar þurfa ekki endilega vera knúnir af - rafhlöðum. Það er eiginlega ekki algerlega víst enn - hvort að rafhlaðan sé framtíðin. Það sem mælir helst gegn efnarafal sem nýtir vetni, er að orkunýting við rafgreiningu er einungis 40%. Meðan tæknilega er hún nær 100%, þegar rafmagn er beint nýtt til að hlaða rafhlöðu.
Hinn bóginn, eru margvíslegir meinbugir á því, eins og reynsla Þýskalands sýnir - að skipuleggja umpólun yfir í vistvæna orku. Hratt vaxandi vandamál, er öflug og einbeitt andstaða við lagningu lína - sem þarf gríðarlega mikið af, ef á að tengja allar þær þyrpingar af vindmyllum, sem gjarnan hentar best frá vind-aðstæðum að setja á fremur afskekkta staði - við rafkerfið. Þá þarf að leggja línur, gjarnan um sjónrænt fagra dali eða heiðar, eða um land bænda sem vilja ekki sjá þær - o.s.frv.
--Kannski, ef það þíðir að það sé hægt að spara sér allar þessar auka-línur.
--Er kannski eftir allt saman, efna-rafallin hagkvæm lausn.
Höfum í huga, allan tímann sem sparast við öll málaferlin.
Það þarf hvort sem er að leggja veg, þangað sem vindmylluþyrping er reist.
Sami vegur getur þá þjónað umferð tank-bifreiðar er reglulega flytur vetnið til byggða.
- Má benda á, efnarafalar geta verið af öllum stærðum, þess vegna á skala sem getur knúið heila borg! Eða einstök hús, ef menn vilja reisa sér afskekkt hús, en samt hafa rafmagn - og erfitt væri að fá heimild til að leggja raflínu.
Kv.
21.5.2019 | 22:21
Trump virðist stefna að viðræðum við Íran - eins og við Norður-Kóreu
Hótanir Trumps undanfarna daga gagnvart Íran hafa verið svæsnar, hinn bóginn minna þær mig einnig á atburðarás 2017 er Trump beindi röð oft svæsinna hótana-twíta gegn Norður-Kóreu.
En síðan fóru leikar svo, hann hóf viðræður við Kim Jong Un, í stað þess að efna nokkrar þeirra hótana - sbr. eitt twítið þ.s. hann hótaði beitingu kjarnorkuvopna, eða leggja NK í auðn.
--Í ljósi þessa hef ég verið að velta fyrir mér, hvort Trump sé með nokkurs konar -foreplay- fyrir viðræðuferli - þetta sinn við Íran.
Síðan rakst ég á þetta twít!
Spurning hvort þetta er aðferð hans - fyrst hræða nær líftóruna úr fólki, síðan reiknar hann með því að viðræður hefjist?
--Um daginn sagði hann nefnilega eftirfarandi!
Þetta tónar við sumar hótanir hann gaf út 2017 gagnvart NK.
Þ.s. hann gekk svo langt að tala um gereyðingu landsins - eiginlega óljóst þó hvað DT á akkúrat við - ef þeir vilja berjast.
--En hann að vanda útskýrir ekki, hvað hann akkúrat á við.
Hann hefur áður sagt það vísvitandi taktík - að halda andstæðingnum, óvissum.
FoxNew - I dont want to fight. But you do have situations like Iran, you cant let them have nuclear weapons you just cant let that happen,
Að einhverju leiti minnir þetta mig á það - er hann sagði 2017 - NK mun aldrei ráða yfir vopnum sem geta hitt Bandaríkin.
--En síðan skaut NK á loft flaug, sem sérfræðingar áætluðu að gæti dregið til Bandar.
Og ekkert eiginlega gerðist annað en ekki löngu síðar.
Hófust viðræður milli Bandaríkjanna og Kim Jong Un!
--Ég velti fyrir mér, jafnvel hvort DT hafi virt Kim fyrir að hafa - hundsað hótun hans?
En erfitt að lesa í DT!
- En skv. þessu, gætu það einmitt verið rétt viðbrögð Írans.
- Að klára sprengjuna!
Þó DT tali á þann veg, Íran megi aldrei fá kjarnasprengjur.
Þá réðst hann ekki á NK - er Kim Jong Un, hundsaði hótanir Trumps, og skaut upp eldflaug með líklega sönnuðu drægi til Bandar.
Heldur, hófust viðræður fremur fljótlega í kjölfarið.
Eins og það - að sína viðkomandi sé -tough- fái DT til að virða þig, frekar en hitt.
- Útkoma er - skv. tilraun minni til að lesa í Trump - í ljósi twítsins hans að ofan - í ljósi þess sem raunverulega gerðist í samskiptum Trumps og NK.
- Þá á ég síður von á að Trump fyrirskipi stríð gagnvart Íran.
Mig grunar þvert á móti, að Íran skuli nú flýta sér til að klára sprengjuna.
Því það skapi frekar Íran stöðu í samningum - fremur en það að gefa nú eftir.
--Aðgerðir Kim Jongs Un, virðast sína fram á slíkt sé sennilegt!
Niðurstaða
Mig grunar að enginn þarna úti geti lesið Donald Trump með öryggi - þannig að tilraunir mínar séu ekki endilega verri, en hvers annars. En ég geri tilraun til að byggja á hegðan Trumps gagnvart NK - þ.e. það ferli gjarnan afar svæsinna hótana sem bárust frá Trump í formi twíta, og síðan endurteknar tilraunir Kim Jongs Un á eldflaugum er hugsanlega geta borið kjarnavopn - að lokatilraunin var á flaug er hafði meira drægi en áður hafði sést til flauga frá NK, benti til þess að NK réði yfir nýjum eldflaugamótor, en það sem mestu máli skipti - sérfræðingar áætluðu mögulegt drægi alla leið til N-Ameríku.
--Það er kannski einmitt málið, að með því að skjóta upp þeirri flaug, þó DT hefði lofað að NK mundi aldrei fá að eiga flaugar er gætu náð til Bandar. - þá má vera að Kim hafi skapað sér, samningsstöðu -- þá tók hann tilboði DT um viðræður.
--Þær hafa síðan eiginlega hvorki gengið né rekið, a.m.k. enn litlu skilað.
Ef maður getur leyft sér að yfirfæra málið yfir á stöðu Írans.
Þá gætu það verið rétt viðbrögð Írans, að fara strax í að klára að auðga nægilegt magn úrans, svo Íran geti framkv. sína fyrstu tilraunasprengingu.
--Frekar en að það mundi orsaka árás, gæti það þvert á móti, leitt til viðræðna eins og ákveðin framkoma Kims virti gera.
Eftir allt saman getur verið, karlinn í Hvíta-húsinu, virði þá sem eru -tough- á móti.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 15
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 387
- Frá upphafi: 871068
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar