Mun skella nýtt -stagflation- tímabil yfir Bandaríkin?

Áhugaverðar efnahagstölur hafa birst í þessari viku innan Bandaríkjanna

US job growth slows in May with just 75,000 added

  1. Fjölgun starfa í Bandaríkjunum - var mun minni en reiknað var með, eða 75þ. færri í mars og apríl á þessu ári - en sömu mánuði á sl. ári.
  2. Störfum fjölgaði einungis um 75þ. í maí - miklu mun minna en á sl. ári er fjölgunin var 185þ.
  • Þrátt fyrir þetta, er atvinnuleysi sögulega lágt í Bandar. -- 3,6%.

Þetta eru taldar vísbendingar að hægi á hagkerfinu -- sannarlega mældist fyrsti ársfjórðungur þ.e. Q1 þessa árs, rúmlega 3% í hagvexti.
--En það virtist einkum vera af völdum þess, að fjöldi fyrirtækja keypti byrgðir.
--Vísbendingar voru þá að hagkerfið að öðru leiti væri ekki á þeirri fart!
Þetta virðast vísbendingar þess að það sé sannarlega að hægja á hagvexti í Bandar.

 

Þetta eðlilega vekur umræðu um það hvort viðskiptastríð Donalds Trumps, séu loksins farin að bremsa af bandaríska hagkerfið!

Það virtist alltaf rökrétt að slíkt gerðist fyrir rest.
Trump hefur verið keikur seinni mánuði - hert viðskiptastríð við Kína.
--Og bætt að auki við, nýju viðskiptastríð óvænt aftur við Mexíkó.
--Eftir að menn héldu að nýr NAFTA samningur á sl. ári þíddi, að viðskiptalegur friður væri aftur í N-Ameríku.

Hert viðskiptastríð við Kína - fréttir um nýtt slíkt við Mexíkó, hafa skapar nokkuð hressilegt verðfall á mörkuðum -- nú eru markaðir loksins farnir að óttast Trump.

  1. Athygli vekur kall Trumps - endurtekið, eftir vaxalækkun frá seðlab. Bandaríkjanna.
    --Trump vildi meira að segja að prentun yrði hafin að nýju.
  2. Mig hefur einmitt grunað, að í því lægi viss viðurkenning Trumps á því, að viðskiptastríðin væru vissulega efnahagslega skaðleg.

 

Hvað gerist ef seðlaprentun fer ofan í viðskiptastríð?

Menn þurfa að átta sig á að -- verðbólga er ekkert annað en, mæling á verðhækkunum.
Menn þurfa einnig að átta sig á -- að tollar hækka verðlag á innfluttu.
--Valda sem sagt, verðhækkunum -- m.ö.o. verðbólgu.

Hve sterk þau áhrif eru - fer eftir fjölda vöruflokka sem lenda í tolli.
Og hversu hár sá tollur er!
--Því fleiri viðskiptastríð, því meira hlutfall varnings, tollaður.

  1. Ef Trump setur yfir 20% toll á allt frá Kína.
  2. Auki, yfir 20% toll á allt frá Mexíkó.

--Væri það verulega verðbólgu-hvetjandi aðgerð, út af fyrir sig.

Hinn bóginn, væru þær verðhækkanir einnig verulega samdráttar-valdandi, því rökrétt þíða hærri verð -- lægri kaupmátt launa.
--Hér tek ég ekki tillit til áhrifa þeirra tolla sem lönd í viðskiptastríði við Bandaríkin, leggja á bandar. útflutning á móti - en þ.e. viðbótar skaði.

Hérna er ég einungis að velta upp - áhrifum á verðbólgu í Bandaríkjunum.
Og benda á þann möguleika - að sú verðbólgu-aukning, fari saman við - samdrátt!
--M.ö.o. stagflation.

  1. Hvað gerist síðan, ef seðlab. Bandar. færi að prenta peninga?
  2. Ofan í verðbólguna sem orsakast, af verðhækkunum vegna tollahækkana-stefnu Trumps?

Bendi á að -- prentun seðlabanka Bandar. hindraði ekki efnahagskreppu í Bandar. í tíð Obama.
Ég kem ekki auga á nokkra ástæðu þess -- að prentun mundi hindra samdráttar-valdandi áhrif, tollastefnu Trumps!
--Hinn bóginn, ef prentað væri hugsanlega ofan í verðhækkunaráhrif tollastefnunnar.

Gætu hugsanlega samlegðaráhrif orðið -- ný verðbólgubylgja í Bandaríkjunum, þrátt fyrir efnahagssamdrátt - svokölluð, stagflation.

 

Niðurstaða

Það hefur verið bent á að Richard Nixon beygði seðlabanka Bandar. í duftið ári fyrir endurkjörsforsetakosningar þar sem Nixon hafði sigur - þannig að mjög laus peningastefna var viðhöfð. Margir hagfræðingar vilja meina, að sú lausa peningastefna sem Nixon hafi knúið fram, hafi átt stóran þátt í verðbólguhrinu er kom árin í kjölfarið -- tímabil sem kennt er við stagflation.

Sumir vilja meina að ákall Trumps eftir lækkuðum vöxtum jafnvel prentun.
Ofan í verðbólguvaldandi áhrif hans eigin stefnu.
Lykti af efnahagslegum pópúlisma Nixons á sínum tíma.
--Spurning hvort afleiðingarnar verða þá aftur svipaðar?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband