Mesti greiði sem bandarískir kjósendur geta veitt Kína - væri endurkjör Donalds Trumps 2020! Þetta virðist ljóst í kjölfar Mexíkó krísunnar!

Ég þarf að útskýra þetta aðeins - af hverju Mexíkó krísa Donalds Trumps sem virðist a.m.k. í augnablikinu afstaðin - þíði að mesti greiði sem bandarískir kjósendur geta veitt Kína, væri endurkjör Donalds Trumps!
--Fólk þarf að átta sig á, hvað þetta er risastórt mál sem Trump gerði.

  1. Málið er, Trump var búinn að ganga frá viðskipta-samningi við Mexíkó á sl. ári.
    --Sbr. nýi NAFTA samningurinn undirritaður seint á sl. ári.
  2. Þegar Trump hótaði að leggja tolla á Mexíkó vegna þess að honum fannst ekki Mexíkó vera gera nóg til að minnka flæði í gegnum Mexíkó af fólki til Bandaríkjanna frá löndum fyrir sunnan Mexíkó.
    --Blandaði Trump saman - tveim ólíkum deilumálum. Og samtímis, hótaði að eyðileggja samning sem hann sjálfur lýsti sem frábærum árangri - á sl. ári.
  • Punkturinn er -- hvernig getur nokkur aðili, treyst því að Trump endurtaki ekki leikinn, þá meina ég ekki endilega bara við Mexíkó -- heldur sérhvern þann sem hann gerði samning við?

Eftir þá farsakenndu útreið sem Trump þvingaði yfir Mexíkó - hljóta öll ríki sem Trump á í deilum við, eða Trump vill semja við.
--Draga sínar ályktanir af Mexíkó krísunni.

M.ö.o. þau geta einfaldlega ekki ályktað - að Trump mundi ekki beita þau svipuðu!
--Meina, eftir að samið væri, sett fram nýjar tollhótanir út af deilu um e-h algerlega óskilt.

Þá eins og í dæmi Mexíkó - verið til í að henda öllu þegar undirrituðu frá sér, ef menn samþykkja ekki strax - eftirgjöf í því máli!

  1. Niðurstaðan er einföld: Ekki hægt að semja við Trump.
  2. Þess vegna á ég ekki von á, að nokkrir samningar verði gerðir - burtséð frá hvaða deilu menn vísa til.

--Því enginn muni treysta Trump eftir Mexíkó-fíaskóið!

 

Af hverju væri endurkjör Trumps -- stórgjöf til Kína?

Einfalt, það vita allir í dag - Trump breytist ekki neitt.
Þannig, að ef Trump væri endurkjörinn - héldi líklega frost í samningagerð við ríkisstjórn Bandaríkjanna!

Það yrði að tækifæri fyrir Kína, því að á sama tíma - hefur Kínastjórn a.m.k. fram til þessa, a.m.k. staðið við bókstaf þeirra samninga sem stjv. Kína hafa gert.
--Það þíðir, að ef Trump héldi áfram, hefði ríkisstjórn Kína meira traust.

Þar á meðal - meðal svokallaðra bandalagsríkja Bandaríkjanna!
--Það þíddi væntanlega, stórfelld tækifæri fyrir Kína til þess að gera nýja viðskiptasamninga.

Meðan að enginn gerði nýja við Bandaríkin svo lengi sem sá sem væri forseti héti Donald Trump.
--Það m.ö.o. þíði, að fyrir þá Bandaríkjamenn sem vilja veg þeirra sem mesta.

Þá verða þeir að kjósa þann - sem ekki er Donald Trump.
Skiptir nánast engu máli - hver sá sem ekki er Donald Trump, er.

 

Nýjar tollhótanir frá Trump!

Trump says further China tariffs will kick in on Xi G20 no-show

Viðtal Donald Trump: We are expected to meet. If we do, that’s fine, and if we don’t, that’s fine. Look, from our standpoint, the best deal we can have is 25 per cent on $600bn, OK?

Hann er að vísa til fundar með Xi á áætlun - er svokallaður G20 fundur fer fram í Japan.
Í orðunum, hótar Trump viðbótar tollum upp á 300ma.$ á innflutning frá Kína - m.ö.o. 600ma.$ samanlagt, ef það er lagt ofan á þá tolla sem Trump hefur þegar lagt á.

  • Eins og einn skýrandi benti á, ef Xi - hittir Trump, lyti svo út sem Xi væri hugsanlega að beygja sig fyrir hótun Trumps.
    --A.m.k. gæti verið að Trump hafi ekki verið að auka líkur á því að af þeim fundi verði.

Hinn bóginn, héðan í frá - á ég ekki von á hvort sem er að samið verði.
En flestir greinendur telja að Trump og Xi - hafi verið nærri samkomulagi, eins og samningamenn Kína hafa haldið á lofti -- en Trump hafi skipt um skoðun, líklega í kjölfar þess er 1-sta ársfjórðungs uppgjör um hagvöxt í Bandar. skilaði 3,1%.

Þá hafi Trump ákveðið - að allt væri í velstandi, tollarnir væru ekki að skaða efnahaginn.
Hinn bóginn, benda nýjustu tölur - til þess að hagvöxtur á 2-fjórðungi, minnki í 1,4%.
--Þetta er auðvitað kenning, engin veit í reynd af hverju Trump skiptir um skoðun.

Hinn bóginn, um helgina var annað viðtal við Trump, þ.s. hann hraunaði yfir seðlabanka Bandar.
Það hljómar sem að Trump sé farinn að ókyrrast -- sbr.

Donald Trump renews attack on Federal Reserve policy

Donald Trump: [China] devalue their currency, they have for years: it’s put them at a tremendous competitive advantage. And we don’t have that advantage because we have a Fed that doesn’t lower interest rates, -- We should be entitled to have a fair playing field but, even without a fair playing field — because our Fed is very, very disruptive to us — even without a fair playing field we are winning.

  • Skv. heimasíðu seðlab.Bandar. eru vextir 2,25%

Þetta er ekki óeðlilegt vaxtastig meðan hagvöxtur er nær 3% en 2%.
--Seðlab. hefur látið vita, ef hægir á hagkerfinu - gæti orðið af vaxtalækkun.

Það er þó áhugavert, að Trump sé aftur farinn að væla yfir vöxtum.
Því það hljómar þá svo, Trump sé aftur farinn að ókyrrast vegna stöðu mála heima fyrir.

En hvernig mundi Xi geta treyst því að -mercurial- Trump, skipti ekki pent aftur um skoðun - aðeins seinna?

 

Niðurstaða

Trump er að takast að skapa það ástand, að ekki nokkur lifandi maður geti haft nokkurt hið minnsta traust til ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Donald Trump hafi sýnt með meðferðinni á Mexíkó, að enginn geti treyst því að Donald Trump mundi standa við nokkurt umsamið atriði.

Ef Trump næði endurkjöri, grunar mig að slíkt ástand - ekki hægt að treysta nokkrum samningum við ríkisstjórn Bandaríkjanna, mundi smám saman skapa algerlega óþolandi ástand í samskiptum ríkisstjórnar Bandaríkjanna - eiginlega við flest lönd heims.

Það er þetta, sem mundi verða grunar mig að risastóru og stórsögulegu tækifæri fyrir Kína, því þá mundi skapast það sérkennilega ástand, að ríkisstjórn Kína - þrátt fyrir alla sína galla, margir þeirra eru stórir gallar, hefði meira traust ríkja heims samt sem áður.

Það þíddi Kína gæti gert samninga við - þriðju ríki. Meðan Bandaríkin gætu það ekki.
Eiginlega held ég að nær öll samningagerð hljóti að liggja niðri við ríkisstj. Bandar. héðan í frá -- OK, það verða í gangi viðræður að nafni til, samninganefndir ræða saman.
--En stórpólitískt séð yrðu engar ákvarðanir teknar, þannig að þá gerðist ekkert í viðræðunum, þeim lyki ekki.

Það munu sennilega fáir formlega neita að ræða við ríkisstj. Bandar. - en sennilega lyki ekkert land samningum við Bandaríkin, nema land sem væri það háð Bandar.  - að viðkomandi land gæti ekki sagt, nei.
--Allar deilur yrðu þá útistandandi, meðan Trump er við völd - svo lengi sem hann er við völd.

Nú, ef annar nær kjöri 2020 -- gæti allt dæmið opnast upp á gátt að nýju, a.m.k. fengi annar forseti tækifæri; svo lengi sem sá héti ekki Pence og væri núverandi varaforseti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar þetta er nefnilega það góða við Trump nann er það sem kallað er ...reactive... það er engin bið né málaferli ef þjóðir standa ekki við samninga eða samningar voru ekki eins og vænta mátti. venjulega taka breytingar áraraðir jafnvel 10 til 20 ár. Nei hann gerir hlutina strax til árangurs.

Valdimar Samúelsson, 11.6.2019 kl. 11:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar Samúelsson, í þessu tilviki er Trump að brjóta eigin viðskiptasamning - ekki Mexíkóar. Deilan um innflytjendamál, hefði ekki átt að trufla ný-undirritaðan viðskiptasamning. Vandamálið sem þetta býr til, að Trump hefur sýnt fram á þar með - ef hann er ósáttur með e-h annað atriði, sé undirritaður samningur ekki heilagur í hans augum - jafnvel þó um hans eigin samning sé að ræða. Og hver í ósköpunum getur spáð fyrir, hvað Trump gæti komið til huga að vera ósáttur með -- það gæti ekki þurft meira, en einhvern þrýstihóp sem segist styðja hann, að koma á framfæri athugasemdum til hans; engin leið að vita fyrirfram - að hann mundi ekki snarlega beita viðskiptahótunum, ofan í nýgerðan annan viðskiptasamning, þó málin tengjist í engu!
--Þetta þíðir á mannamáli, að ekki er hægt að gera samning við hann, vegna þess að mótaðilinn - geti ekki treyst því að Trump sjálfur standi við samninginn -- það setur allar hans samninga-tilraunir pent í uppnám.
Eða ég fæ ekki annað séð, hann hafi þarna sjálfur nær algerlega útilokað að héðan í frá, muni nokkur aðili ljúka mikilvægum samningi við Bandaríkin - meðan hann er í embætti.
--Hann hafi skotið sjálfan sig í eigin fót með harkalegum hætti.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2019 kl. 13:50

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar ég veit að þetta er rétt hjá þér en þannig er Trump hann er ''srude'' business maður út í húð og hár og ég segi að það sem hann gerir er fyrir hag Bandaríkja. það hefir sannað sit að þessir alþjóðasamningar eru ekki sanngjarnir byggjast á gagnkvæmu flæði verkafólks frá c. 2 milljarða þjóð til 300 þúsund manna þjóð 

Kínasamningur okkar, ESB samningur okkar hvað felst í þeim. Veit nokkur hvað hvað á eftir að koma í ljós með Kínasamningin.

Við vitum að við gengumst undir lög ESB það er eitt víst.

Við gengumst líka undir lög Normanna árið 1354 og þeir áttu okkur þar til Danir eignuðust Noreg með Grænlandi og mest öllum norðurhéruðum Kanada.

Gefum Trump sanngirni en hann hefir ekki skaðað neinn ennþá.

Valdimar Samúelsson, 11.6.2019 kl. 15:43

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar Samúelsson, málið er að Trump er einmitt ekki að hegða sér sem - bissnes-maður, þegar hann gerir slíkt! Þ.e. brýtur í reynd þegar gerðan samning. Í viðskiptum er allt spurning um kostnað vs. ávinning -- vantraust er form af kostnaði. M.ö.o. ef X hefur mikið vantraust, vegna þess að vitað er að X reglulega brýtur samninga - eðlilega verður mun kostnaðar-samara fyrir X en ella, að ná nokkrum samningum; því vantraustið leiðir til þess - að fyrir X er samningagerð mun tafsamari því dýrari en ella - síðan vilja allir aðilar sem semja við X því X er ekki treyst, margvíslegar tryggingar - og refsiákvæði inn í samning -líklega- til að tryggja að X brtjóti ekki samning síðar.
--Eiginlega er þetta, meina ég, ef um er að ræða -vsiðskiptamann- hegðan óskynsams viðskiptamanns -- traust skiptir alltaf einhverju máli.
--Flest fyrirtæki meta slíkt sem -verðmæti- þ.e. traust, ekki af ástæðulausu.
Sama á við lönd!

"Gefum Trump sanngirni en hann hefir ekki skaðað neinn ennþá."

Það sem ég bendi á -- hann líklega skaðaði sjálfan sig, verulega.
Hann sennilega minnkaði sína möguleika til að gera samninga yfir höfuð við nokkurt annað ríki - því aðrir tóku eftir hegðan hans, þeir hljóta íhuga - kannski brýtur hann gerðan samning við okkur, jafnvel spyrja sig - svarar það nokkrum tilgangi að gera samning við hann?
--Hann seldi sig sem hinn mikla - viðsemjanda. Nú lítur svo út, héðan í frá muni hann sennilega fáum ef engum samningum ná fram - því allir verða líklega of tortryggnir.

Það gæti á endanum, ef hann nær ekki árangri - frekar, skaðað endurkjörs möguleika hans sjálfs.
--Ég er að segja, að hann hafi með aðgerð sem líklega var vanhugsuð, skaðað sjálfan sig og það líklega harkalega.

Forsetatíð hans mun ekki líta mjög vel út eftir-á, ef öll deilumál sem hann hóf - eru enn útistandandi þegar næsti forseti tekur við.
--Er þá ekki að sjá rómur sögunnar verði jákvæður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2019 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband