Kýpur kreppan getur haft verulegar afleiðingar fyrir önnur aðildarlönd evru með alltof stór bankakerfi!

Það er í reynd magnað hve umfangsmikil bankakerfi Evrópu eru orðin. Takið eftir myndinni að neðan, já bankakerfi Lúxembúrg er 22-föld þjóðarframleiðsla þess litla lands. Næst á eftir kemur Malta, einnig eyja í Miðjarðarhafi eins og Kýpur. Og er með bankakerfi ca. 9 þjóðarframleiðslur að umfangi. Svo kemur Írland. Með um 7,5 þjóðarframleiðslur að umfangi. Kýpur um 7 skv. þessari framsetningu.

Getum bætt Íslandi við í huganum, 10 þjóðarframleiðslur að umfangi fyrir hrun.

Holland og Frakkland með bankakerfi upp á rúmar 4 þjóðarframleiðslur. Meðaltal evrusvæðis alls ca 3,5 þjóðarframleiðslur.

Bank assets as multiple gdp

Að ýmsu leiti er meðferð kröfuhafa sambærileg við meðferð þá er kröfuhafar ísl. bankanna fengu, þ.e. leitast er við að tryggja innistæður - þeir eru teknir fram fyrir röð kröfuhafa.

En einungis innistæður upp að 100þ.€.

Ótryggðar innistæður falla milli stafs og hurðar, hlutafé er í reynd afskrifað og megnið af öðrum kröfum sennilega líka.

En spurningin verður - hvernig mun ganga að greiða út lágmarksinnistæðurnar?

  1. Á Kýpur er ríkið bersýnilega krunk, ekki fært um að greiða, eins og átti við um okkur í Icesave málinu.
  2. Það sama virðist eiga við um innistæðutryggingasjóð Kýpur, að eins og TIF er hann einnig tómur.
  • Svo að lágmarkið þarf að greiða í reynd með sölu eigna bankanna!

Það verður því merkilegt að fylgjast með á næstunni!

Hvernig almenningur bregst við því, þegar kemur í ljós á næstu dögum.

Að innistæðurnar fást ekki greiddar, þ.e. í gildi mjög stíf regla um hvað stóra upphæð má taka út.

Og verður áfram.

Og að höftin sem verða í gildi, þíða að hagkerfið mun í reynd hrynja saman þ.s. starfsemi annarra banka á eyjunni, verður lömuð einnig að mestu leiti.

Þeir munu ekki geta sinnt því hlutverki, að vera hagstæður tímabundinn varðveislustaður fyrir fé utanaðkomandi aðila.

Peningarnir munu hætta að streyma inn!

Sem þíðir, eins og á við um Ísland. Þegar hrunið átti sér stað, að hagkerfið mun falla fram af bjargbrún.

----------------------------------------

  • Það sem einnig verður áhugavert, eru viðbrögð innistæðueigenda t.d. á Möltu.
  • Síðan jafnvel Frakklandi, sem er nú statt í kreppu mjög augljóslega af skoðun hagtalna.

Það er samhengið - kreppa.

Of stórir bankar.

Skuldsetning viðkomandi lands.

Sem mun fá innistæðueigendur til að hugsa sinn gang, í ljósi ástandsins á Kýpur.

 

Svo ekki síst - við vitum að ef Ísland hefði verið í evru, hvað hefði gerst?

  1. Á Kýpur eru komin höft. Eins og hér.
  2. Og á Kýpur er komin nett snjóhengja. Í formi innistæðna sem skal tryggja, og skal því greiða út + það fé sem enn er í bönkum öðrum en þeim tveim stærstu, sem telst til ótryggrða innistæðna.
  3. En með tóman innistæðusjóð, einnig galtóman ríkissjóð, eru innlendar innistæður Kýpverja nú í sömu sporum og innistæðurnar á Icesave reikningum Landsbanka hafa verið í; að fá ekki greitt fyrr en eignir hafa verið seldar.
  • Þá er það einnig spurning - verður það allt?
  • Eða hlutfall af lágmarkskröfunni sem fæst greitt því eignir þrotabúsins séu ekki meira virði?
  • Hvaða rétt hafa einstaklingar sem ekki fá allt lágmarkið greitt? Munu þeir fá rétt til að gera kröfur í eignir ríkisins? Ímsar áhugaverðar spurningar vakna!
  • Á Íslandi var unnt að tryggja innlendar innistæður væru þegar aðgengilegar, því Ísland hefur eigin gjaldmiðil. En á Kýpur, er það ekki hægt því ríkið á Kýpur getur ekki útvegað nægilegt magn af evrum - sem það má ekki búa til sjálft.

Spurning hvenær það reyndar verður?

Hvernig það ástand þróast, líkleg mótmæli almennings - þegar almenningur fær ekki peningana sína? Hver áhrif hefur það ástand út fyrir Kýpur?

Innan annarra landa í Evrópu þ.s. bankar eru alltof stórir.

 

Niðurstaða

Ég held að full ástæða verði til að halda áfram að fylgjast með Kýpur. Síðan er það spurning hvort að Malta lendi í vanda vegna óttaástands innistæðueigenda sem getur skapast. Enda Malta sjá myndina að ofan bersýnilega einnig með alltof stórt bankakerfi. Og örugglega er það bankakerfi að spila svipaða leiki að vera aflandþjónustumiðstöð fyrir fé utanaðkomandi aðila. Veiti á móti hagstæða þjónustu ásamt hagstæðu skattaumhverfi, og góða vexti. Þetta virðist vera formúla aflandsþjónustumiðstöðva. 

Síðan er Frakkland áhugavert. En Frakkland er í kreppu. Sem fer versnandi. Einnig með of stórt bankakerfi.

Dramað á Kýpur mun örugglega halda áfram, en almenningur bersýnilega mun ekki fá peningana sína á morgun eða hinn, eða á næstu vikum. Það tók a.m.k. 3 ár áðu en greiðslur hófust á peningunum úr þrotabúi Landsbanka Hf. En þ.e. kröfulýsingarfrestur. Svo þarf að skera úr um vafamál þ.e. hver á rétt á að leggja fram kröfu. Svo loks er unnt að hefja sölu eigna.

------------------------------------

Ps: Kýpversku bankarnir verða lokaðir a.m.k. fram á fimmtudag nk. Skv. frétt Reuters. Greinilegt að stjv. Kýpur óttast það ástand sem mun ríkja þegar og ef bankarnir sem enn starfa á Kýpur opna.

Cyprus banks remain closed to avert run on deposits

Önnur frétt Reuters segir að meir hafi flúið af peningum frá Kýpur, en kýpv. seðlabankinn hafi viljað viðurkenna, spurning hvort einhverjir innherjar pólit. tengdir hafi fengið sérmeðferð?

Money fled Cyprus as president fumbled bailout

 

Kv.


Innistæður færðar niður í tveim stærstu bönkum Kýpur! Segja heimsfjölmiðlar, og landið skuldsett upp á ca. 150%

Fyrstu fréttir voru nokkuð óljósar um það hvernig akkúrat björgun Kýpur átti að fara fram. En nú liggur fyrir tærari mynd af atburðum:

  1. Samkvæmt frétt Financial times -  er í reynd verið að vinda ofan af innistæðum umfram 100þ.€ í tveim stærstu bönkum Kýpur.
  2. Sem væntanlega þíðir, að þaðan er tekin sú viðbótar fjármögnun sem vantaði - - svo að svokallað Plan B kýpv. stjórnvalda, er ekki farið eftir allt saman!

EU deal emerging to shut Cyprus bank, inflict losses

  • Frétt Reuters kemur fram að ekki er lagður svokallaður skattur á innistæður í kýpv. bönkum.
  • Sá skattur var áður sú aðferð til að útvega 5,8ma.€ í bankahýtina sem sem aðildarríkin og stofnanir ESB vildu fara.
  • Og ljóst er skv. frétt Reuters að sá skattur er út úr myndinni!

Skv. frétt Financial Times, eru inneignir afskrifaðar umfram 100þ.€ einnig í Kýpur banka. Þannig að inneignir umfram 100þ.€ eru mestu afskrifaðar í báðum bönkum.

Þannig lokast líklega þetta 5,8ma.€ gat! En þ.e. búið að vera nett deila um það, hvernig að útvega þessa 5,8ma.€. Kýpv. stjv. voru á tímabili með svokallað "plan B" til þess einmitt. Sem greinilega hefur verið hafnað!

 

Samkvæmt Financial Times

Cyprus agrees deal on €10bn bailout

Eru inneignir færðar niður í tveim stærstu bönkum Kýpur.

Sem minnkar að sögn FT heildarinneignir í bönkum á Kýpur um ca. helming. 

Sem ætti að þíða að þær fara úr ca. 70ma.€ í einungis :) ca. 35ma.€. 

Eða 2-föld þjóðarframleiðsla í stað 3,5.

---------------------------------

Rússn. innistæður eru sjálfsagt minnkaðar nokkuð meir að umfangi en einungis um helming. Voru fyrir afskrift nærri 2 þjóðarframleiðslur. Sjálfsagt tæp ein eftir niðurfærslu.

En hafandi í huga að skuldsetning eyjunnar verður við björgunarlán ca. 150%.

  • Þá líklega hefur eyjan samt ekki efni á að aðstoða bankana frekar!
  • Né efni á að borga erlendar innistæður út

Er þá Kýpur komið með snjóhengjuvanda!

Í ljósi þess að á sama tíma, með hörð gjaldeyrishöft ásamt hörðum úttektarhöftum. Mun hagkerfi eyjunnar nánast nema staðar! Ásamt tjóninu við það að afnema annan stærsta bankann og minnka til mun einnig þann stærsta.

Þá verður örugglega mjög mikill samdráttur. Í ljósi þess að við samdrátt hækka skuldir í hlutfalli v. þjóðarframleiðslu - það verður mikill halli á ríkinu er tekjur þess skreppa saman. Auk þess verður líklega verulegur viðskiptahalli sem þarf að eyða eins hratt og mögulegt er. Gengisfelling ekki í myndinni.

Þá verður áhugavert að fylgjast með því - hvernig í ósköpunum Kýpur ætlar sér að forðast greiðsluþrot innan næsta árs eða þar um bil?


Hvað var þetta "plan B"? Sem ekki var farið!

Ég held að þrátt fyrir allt, sé það skárri lending að ekki verður af því "Plani B" sjá lýsingu á því að neðan:

  1. Skv. fréttum sl. viku fengu kýpv. stjv. fram samþykkt kýpv. þingsins, fyrir því að lífeyrissjóðir landsmanna séu teknir eignarnámi, og lagðir fram inn í bankahítina.
  2. Að auki stendur til að gefa út ríkisbréf, sem t.d. þjóðkirkja Kýpur hefur lofað að kaupa, og væntanlega þannig verði ríkasta stofnun landsins þannig skuldsett, til þess að leggja það fé einnig inn í bankahítina.
  3. Í sl. viku var rætt við Rússa um lán, gegn veði í framtíðartekjum Kýpurbúa í gasauðlind Kýpurbúa. Skv. fréttum sl. viku, samþykkti Medvedev ekki það lán. En þó má vera að það sé á borðinu því, skv. sömu fréttum þá nefndi Medvedev möguleika þess að Rússland bæti við fjármagni inn í púkkið þegar Kýpur hefur fengið lánið frá ESB og AGS samþykkt. Það lán út á ofangreint veð getur því komið síðar í vikunni.

 

Það plan sem virðist hafa orðið ofan á - er hugmynd AGS um stórfellda niðurfærslu innistæðna í tveim stærstu bönkunum!

Gott og vel, en við erum samt að tala um skuldsetningu landsins upp á 150%.

  1. Landið verður í stífum höftum! Áhugavert, eins og Ísland. Nema höft innan evru verða miklu mun lekari! Þar sem eftir allt saman, sami gjaldmiðillinn og í næstu löndum fyrir Norðan.
  2. Að auki verður til staðar "snjóhengjuvandi." En erlendar innistæður í öðrum bönkum eyjunnar munu vilja út. Sennilega tæp þjóðarframleiðsla alls, þrátt fyrir minnkun um liðlega helming.

Ég sé ekki hvernig þessi skuldsetning er ekki yfir þolmörkum landins, en hagkerfið mun nú falla fram af bjargbrún.

En höftin munu lama nánast alveg mikilvægasta hluta hagkerfis eyjunnar, þ.e. bankahagkerfið.

Ekkert fé mun streyma inn - alveg örugglega.

Og fé mun leitast við að fara út eftir fremsta megni.

Mjög merkilega hefur tekist mjög nærri því að endurskapa ísl. vandann innan samhengis evrunnar á Kýpur, þ.e. snjóhengjuvandi sem landið augljóslega hefur ekki efni á að greiða úr.

Ísland getur a.m.k. valið um að skuldsetja sig ekki út á sína snjóhengju.

---------------------------

En hagkerfið er ekki enn farið að sökkva!

En þá munu skuldir hækka sem hlutfall af þjóðarframleiðslu vegna minnkunar þjóðarframleiðslunnar sjálfrar.

20% minnkun hennar gæti miðað við þetta, fært skuldsetningar hlutfall nærri 180%.

Og ég hugsa að hún eigi eftir að minnka meir en 20%.

Fyrir utan, að það vantar að gera ráð fyrir skuldsetningu vegna hallarekstrar ríkisins, þegar tekjur þess fara að hrynja saman.

---------------------------

Og fyrir utan það að mjög líklega mun ofangreind tilraun ekki bjarga bönkunum, sem munu örugglega hrynja samt sem áður, innan örfárra mánaða - jafnvel vikna.

 

Ég held að það sé gersamlega augljóst að þessi leikur sé fyrirfram tapaður!

En menn eru líklega að stara á meint eiginfjárhlutfall bankanna, sem má vel vera að skv."Excel" skjali, líti út fyrir eftir ofangreinda fjárinnspýtingu að uppfylli kröfur ESB um lögbundið lágmark.

Og þannig skv. reglum, teljist bankarnir öruggir.

En það tekur ekki tillit til þess að bankarnir eru í landi, sem sjálft hefur nær algerlega örugglega nú tapað trúverðugleika sínum, sem bakland fyrir einmitt þessa banka.

En mál væru allt önnur ef sömu bankar væru t.d. staddir í 10 sinnum stærra hagkerfi.

En kýpv. stjv. eru við það að verða ekki bara skuldsett - heldur ofurskuldsett!

Og þó bankarnir uppfylli líklega lögbundið lágmark - fræðilega. Þá vegna þess að ríkið er orðið þetta skuldsett, ef öll þessi lán verða veitt.

Þá vita menn þaðan í frá, að engan frekari umstalsverðan stuðning getur verið að fá frá kýpv. ríkinu. Að auki eru kýpv. bankarnir ekki nægilega stórir til þess að geta talist hluti af svokölluðu bankasambandi, auk þess að það er ekki enn hafið starfsemi. Svo enga aðstoða er að fá - frá 3-aðilum.

Nema að Seðlabanki Evrópu hefur lofað því, að neyðarlán haldi áfram til bankanna ef kýpv. stjv. fá björgunarlán. En reglum ESB skv. má ESB ekki veita slík lán, nema gegnt gildum veðum.

  • Líklega stendur til af hálfu kýpv. stjv. að opna bankana aftur nk. þriðjudag.
  • Og mjög líklega verður í gildi takmörkun á stærð einstakra úttekta.
  • Að auki verða í gildi stíf höft á flutninga fjármagns úr landi.

--------------------------------------

En það eru alveg hreinar línur í mínum augum, að enginn heilvita maður mun vilja varðveita fé í þessum bönkum, ef sá getur náð því út.

Svo að ég á von á því, að þó svo að útstreymi verði ef til vill ekki leifturhratt ef allar ofangreindar takmarkanir verða í gildi samtímis, þá verði það jafnt og stöðugt.

Þ.e. allir sem geta muni fara eins oft og þeir hafa heimild til, að taka út peninga. Og varðveita þá undir kodda eða í læstum hirslum. Jafnvel smygla þeim úr landi.

  • Að auki á ég ekki von á því, að þau fyrirtæki sem hafa verið í viðskiptum við Kýpur, muni leggja nokkuð nýtt fé inn í bankana.
  • Þannig að það innstreymi fjár sem var sl. áratug ávallt á móti því sem tekið var út, muni hætta.

Svo að smám saman muni eiginfé bankanna þverra á ný.

Þetta getur tekið einhverja mánuði, ef öll ofangreind takmarkandi trix verða í gangi samtímis.

Á einhverjum tímapunkti, er vart þess að vænta annað en að Seðlabanki Evrópu hætti að veita neyðarlán.

Þá verður einungis eftir svokallað "emergency liquidity assistance" heimild sem aðildarlönd evru hafa, þ.e. að þau veiti bönkunum sjálf lausafjár lán gegnt því að skuldsetja sig fyrir því lausafé í gegnum Seðlabanka Evrópu.

En miðað við skuldsetningu sem á þeim punkti í ástandi vaxandi hagkerfishruns verður líklega hratt að nálgast 200%. Getur vart verið að Seðlabanki Evrópu veiti slíkar heimildir lengi.

  • Greiðsluþrot Kýpur taki þá við.
  • Sennilega fyrir árslok!

 
Niðurstaða

Eins og mál líta nú út. Hafa ríkisstjórnir ESB veitt samþykki sitt fyrir "björgun" Kýpur. En eftir er að fá formlegan simpil þings Kýpur sjálft.

Ég velti fyrir mér hvað aðildarsinnar og evrusinnar segja nú.

En þeirra stærsta kvörtun hefur:

  1. Höftin,
  2. Snjóhengjan.

Nú er evruland komið með bæði höft og snjóhengju.

Munurinn er sá, að við a.m.k. getum valið það að skuldsetja okkur ekki, fyrir okkar snjóhengju. Þó bankarnir hér vilji ólmir að það við gerum. Þá er óþarfi fyrir okkur að vera svo gjafmild, þegar við þurfu þess ekki.

En á sama tíma, er enginn annar valkostur til staðar fyrir Kýpverja. Og á sama tíma, verður skuldsetning Kýpur svo miklu verri en Íslands. Fyrir utan að hagkerfið er við það að falla fram af bjargbrún.

Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með því næstu mánuði. Hvernig í ósköpunum eyjan ætlar sér að forðast gjaldþrot.

 

Kv.


Merkel pirruð út í leiðtoga Kýpur!

Þetta hef ég eftir Der Spiegel. En ummæli höfð eftir Merkel sl. föstudag, þ.s. hún hafnar svokölluðu "plan B" stjv. Kýpur með vandlætingu. Er reyndar hlutur sem ég get tekið heilshugar undir.

En að mínu mati, voru hugmyndir stjv. Kýpur - ákaflega slæmar!

  1. Að þjóðnýta lífeyrissjóði Kýpurbúa, og nýta það fé til að henda í bankahítina.
  2. Láta þjóðkirkju Kýpur skuldsetja sig, til þess að kaupa skuldabréf útgefin af ríkinu, til þess að fjármagna hluta af þessari björgunartilraun stjv. Kýpur.
  3. Ekki síst, að bjóða veðsetningu á framtíðartekjum Kýpurbúa af jarðgasi sem fundist hefur undir setlögum á landgrunni Kýpur, til að fá út á það lán á móti - til að leggja í bankahítina.

Troika Reportedly Rejects 'Plan B' in Cyprus

Merkel Can't Contain Anger over Cyprus

 

Samkvæmt nýjustu fréttum hafa kýpversk stjv. gefið vilyrði fyrir því að samþykkja svokallaðan skatt á innistæður - eftir allt saman!

Cyprus weighs big bank levy; bailout goes down to wire

Skv. Reuters gerðist þetta á laugardag. En samningar munu halda áfram á sunnudag. Mig grunar að fréttir af samkomulagi komi líklega ekki fyrr en undir kvöldið. Síðan verði ætlast til þess að það samkomulag verði þegar lagt fyrir kýpv. þingið á mánudag - til samþykkis eða synjunar.

Eftir atburðarás sl. viku, er sjálfsagt ekki unnt að slá því föstu, að kýpv. þingið muni samþykkja hinn svokallaða "innistæðuskatt" sem það hafnaði vikuna á undan.

Á hinn bóginn, hefur atburðarás sl. viku líklega sýnt Kýpverjum fram á, að þeir líklega eiga einungis 2-kosti í stöðunni:

  1. Svokallaða björgun!
  2. Tafarlaust gjaldþrot, sem þíðir að flestum líkindum einnig, að Kýpur yfirgefur evruna.

Skv. fréttum getur hinn svokallaði "skattur" sem skv. frétt Reuters á nú eingöngu að leggjast á innistæður umfram 100þ.€, orðið svo hár sem 25%.

Það þarf varla að taka fram, að slíkur "skattur" er í reynd "niðurfærsla" á viðkomandi innistæðum.

 

Vandinn er sá að ég sé eiginlega ekki það sem raunhæfan möguleika að slík björgunaráætlun muni virka í tilviki Kýpur!

Þó svo að bankakerfið á Kýpur minnki nokkuð við þetta, þá eru rússneskar innistæður ca. 1/3 allra innistæðna.

Skv. tölum sem ég sá í sl. viku:

  1. Þjóðarframleiðsla ca. 18ma.€.
  2. Innistæður Rússa ca. 32ma.€.
  3. Heildarinnistæður ca. 70ma.€.
  4. Heildar útlán ca. 72ma.€ 
  5. Björgunarlán 10ma.€.

Eins og sést, nærri 2-þjóðarframleiðslur Kýpur að umfangi.

Og þó svo að tekið væri 25% af, værum við samt að tala um ríflega þjóðarframleiðslu af innistæðum, sem algerlega örugglega mun vilja út.

Ég sé það ekki sem nokkurn möguleika, að björgun með einungis 10ma.€ láni geti dugað til að endurfjármagna bankana að nægilegu marki - að traust skapist.

  • En vandinn er sá - að Kýpur hefur ekki nema þjóðarframleiðslu upp á ca. 18ma.€.
  • Fyrir björgunarlán skilst mér að skuldsetning Kýpur sé nærri 90%.
  • Björgunarlán bætir við ca. 60% af þjóðarframleiðslu af skuld, ofan á þau tæp 90%.
  • Ég sé ekki hvernig svo snögg aukning skuldsetningar - - ásamt því að á sama tíma mun kýpv. hagkerfið falla fram af bjargbrún.
  • Geti verið aðstæður sem sannfæri erlendar innistæður - að halda kyrru fyrir.

Og á sama tíma klárlega hefur Kýpur engin efni á því að skuldsetja sig - til þess að tryggja bönkunum nægilegt lausafé, svo að allt þetta fé geti streymt heilu og höldnu úr landi.

Gjaldþrot Kýpur hljóti að eiga sér stað á einhverjum tímapunkti meðan það útflæði stendur yfir.

----------------------------------

Skv. fréttum sl. föstudags samþykkti kýpv. þingið að veita stjv. heimild til þess, að leggja á gjaldeyrishöft. Sem væri mjög áhugavert ástand innan aðildarríkis evru.

En ég stórfellt efa að þau dugi til þess að stöðva leka á evrum frá Kýpur. Eftir allt saman eru evrur sem sleppa frá Kýpur um leið gjaldgengar í næsta evrulandi. Og þær líta nákvæmlega eins út.

Þetta geti þó ef til vill - teygt á dauðateyjum bankakerfis Eyjunnar. Seinkað greiðsluþroti eyjunnar.

 

Er þá alls engin leið að "björgun" geti virkað?

Tja, ef bankakerfi Kýpur væri heimilað að falla gersamlega í rúst. Og síðan væri veitt björgunarlán til fjármögnunar á endurreisn. Þá liti málið öðruvísi út. 

En þá væri það fé sem meðan bankarnir standa uppi mun vilja út, vera fallið í glatkistuna. Og ekki lengur áhyggjuefni. 

Þetta er eina leiðin sem ég sé sem fræðilegan möguleika - ef menn vilja halda Kýpur innan evrunnar.

  • Allar tilraunir til björgunar sem fela í sér að bjarga bankakerfi eyjunnar annaðhvort að öllu leiti eða hluta.
  • Séu dæmdar til að mistakast, og leiða til greiðsluþrots Kýpur.

En ef björgun fer fram eftir hrun hefur átt sér stað - - þá væri það hugsanlegt, að Kýpur myndi geta búið við svokallað björgunarferli - þ.e. ég á við, að dæmið væri a.m.k. ekki augljóslega minna sjálfbært en núverandi björgunarpakkar þeirra ríkja sem í dag eru að ganga í gegnum svokallað björgunarferli.

Tak fram að ég hef efasemdir um úthald þeirra þjóða!

Enda eftir allt saman ekkert enn sem bendir til þess að efnahagslegur viðsnúningur sé væntanlegur í bráð.

Ástand mála í þeim löndum er þegar orðið svo slæmt, að forstjóri Alþjóða Rauða Krossins lét hafa eftirfarandi eftir sér nýverið - : Millions of Europeans Require Red Cross Food Aid:"Yves Daccord, Director-General of the International Committee of the Red Cross, said on a visit to New Delhi on Monday that the scope of food distribution had not been at its current level since the end of World War II."

Og meðan enginn viðsnúningur er í sjónmáli, versnar það ástand áfram dag frá degi!

----------------------------------

Svo út í þ.e. farið, get ég ekki mælt með því við Kýpurbúa að þiggja "björgun" í nokkru formi meðan þeir eru enn meðlimir að samstarfi um evru!

 

Niðurstaða

Það er ekkert um annað að ræða en að fylgjast áfram með fréttum. Líklega gerist eitthvað markvert á sunnudag. Og ef ekki. Þá hefur Kýpur frest fram á mánudag frá Seðlabanka Evrópu. Sem mun skella í lás á kýpv. bankana. Ef ekki liggur fyrir samþykki björgunarpakka sem lýtur velþóknunar hins svokallaða "þríeykis/þrenningar."

Kýpur getur verið fyrsta aðildarlandið til að falla út úr evrunni.

Ef það gerist, mun það setja upp áhugavert fordæmi!

Um það að a.m.k. séu ekki öll aðildarlönd hennar - ómissandi.

 

Kv.


Kreppan dýpkar á evrusvæði!

Tek fram að þær tölur sem ég kem fram með í þessari færslu. Eru ekki mengaðar af hinni nýju krísu sem nú er skollin á þ.e. Kýpur krísunni. Um er að ræða svokallaða Pantanastjóravísitölu. Sem fyrirtækið Markit reglulega birtir. Sú er unnin með því að senda spurningar til pantana - eða innkaupastjóra helstu fyrirtækja í þeim löndum sem þátt taka. Síðan er unnið úr þeim svörum.

  • Þau svör sem þessar niðurstöður eru unnar úr - voru þegar komin inn þegar Kýpur krísan hófst.
  • Þannig að þær niðurstöður - - að evrukreppan er að dýpka.
  • Eru með engum hætti undir áhrifum þess atburðar!
  • Heldur er um að ræða undirliggjandi trend, sem hefur ekki nema í besta falli óbeint að gera með vanda Kýpurbúa!

Tölur yfir 50 er aukning, undir 50 er minnkun!

Markit Flash Eurozone PMI - Flash, vísar til þess að þetta eru bráðabirgða niðurstöður, unnar þegar 85% svara eru komin inn. Sem gefur tækifæri að sjá síðar í mánuðinum hvort Kýpur krísan hugsanlega er að hafa einhver áhrif, þegar restin af svörunum koma inn!

  • Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 46.5 (47.9 in February). Four-month low.
  • Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 46.5 (47.9 in February). Five-month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI(3) at 46.6 (47.9 in February). Three-month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 46.5 (47.8 in February). Three-month low.
  1. Samkvæmt þessu, er 3,5% samdráttur í pöntunum til atvinnulífs á evrusvæði skv. bráðabirgðaniðurstöðu fyrir mars mánuð, þ.e. aukning á samdrætti miðað við febrúar er atvinnulíf dróst saman um 2,1%. Takið eftir að þetta er mesti mældi samdráttur í 4 mánuði.
  2. Minnkun er í pöntunum innan þjónustugeira evrusvæðislanda skv. þessum bráðabirgðaniðurstöðum um 3,4% sem er aukning á samdrætti pantana miðað við febrúar er samdráttur pantana innan þjónustugeira evrusvæðis var 2,1%. Þetta er mesti mældi samdráttur í 5 mánuði.
  3. Pantanir til iðnfyrirtækja á evrusvæði skv. þessum bráðabirgðaniðurstöðum dragast saman um 3,4% sem er aukning í samdrætti pantana til iðnfyrirtækja á evrusvæði miðað við febrúar mánuð þegar samdráttur pantana var 2,1%. Þetta telst mesti mældi samdráttur í 3 mánuði.
  4. Iðnframleiðsla á evrusvæði dróst saman um 3,5% í mars sem er aukning í samdrætti hennar miðað við febrúar er samdráttur iðnframleiðslu var 2,2%. Það telst mesti samdráttur í 3 mánuði.

 

Rétt að vekja sérstaka athygli á tölum fyrir Frakkland!

Markit Flash France PMI -- Það er ekki hægt að segja annað en að þetta eru skelfilegar tölur!

  • France Composite Output Index(1) posts 42.1 (43.1 in February), 4-year low
  • France Services Activity Index(2) drops to 41.9 (43.7 in February), 49-month low
  • France Manufacturing PMI(3) unchanged at 43.9
  • France Manufacturing Output Index(4) rises to 42.8 (41.8 in February), 3-month high
  1. Samdráttur í pöntunum til fransks atvinnulífs upp á 7,9% er ógnvekjandi, þó þetta séu bráðabirgðaniðurstöður, þá kemur þetta ofan á samdrátt mánuðinn á undan upp á 6,9%. Og þetta er mesti mældi samdráttur í 4 ár. En tölurnar síðast voru einnig þær verstu í 4 ár. Frakkland virðist því vera að sökkva í kreppu - virkilega.
  2. Miðað við þessar tölur, er mesti samdrátturinn í innlendri eftirspurn, sem sést á mjög miklum samdrætti mældum í pöntunum til þjónustugeira. Þ.e. 8,1% samdráttur. Það er nokkur aukning í samdrætti miðað við febrúar sbr. 6,3% samdrátt. Þetta er einnig það versta í 4 ár.
  3. Pantanir til iðnfyrirtækja í Frakklandi haldast stöðugar í akkúrat sama samdrættinum og í febrúar þ.e. samdráttur upp á 6,1%. Það telst mikill samdráttur samt. En þetta bætist við samdrátt fyrri mánaðar að sjálfsögðu.
  4. Það mælist örlítið minni samdráttur í iðnframleiðslu í febrúar eða samdráttur upp á 7,2% í stað 8,2% í febrúar. En þ.e. samt mikill samdráttur og sá bætist einnig ofan á samdrátt fyrri mánaðar.

Til samanburðar er rétt að nefna tölur um iðnframleiðslu í Grikklandi frá febrúar:

Markit Greece Manufacturing PMI :"At 43.0 in February, the Markit Greece Manufacturing Purchasing Managers’ Index® (PMI®) – signalled a further substantial deterioration in the health of the goods producing sector. That was its highest mark in nine months, however, up from 41.7 in January."

Takið eftir að Frakkland er nú statt í svipuðum samdrætti innan atvinnulífs - - og Grikkland!

Þetta er nú búið að gerast nokkra mánuði í röð. Að Frakkland er statt í mun meira samdrætti en Spánn og Ítalía, þegar skoðaðar eru óháðar tölur Markit yfir þróun pantana til fyrirtækja.

Það segir eiginlega, að atvinnulíf í Frakklandi sé að dragast meir saman, en atvinnulíf í þeim tveim löndum a.m.k. sl. 6 mánuði.

Og ef e-h er, virðist sá samdráttur vera að aukast frekar en hitt.

Greinilega er Frakkland í efnahagssamdrætti fyrri helming þessa árs. Það getur vart annað komið til greina. Og ekki neitt sérlega litlum samdrætti heldur.

 

Tölur fyrir Þýskaland eru einnig áhugaverðar!

Markit Flash Germany PMI -- Þetta eru auðvitað allt aðrar tölur en fyrir Frakkland.

  • Germany Composite Output Index(1) at 51.0 (53.3 in February), 3-month low.
  • Germany Services Activity Index(2) at 51.6 (54.7 in February), 4-month low.
  • Germany Manufacturing PMI(3) at 48.9 (50.3 in February), 3-month low.
  • Germany Manufacturing Output Index(4) at 49.8 (50.7 in February), 3-month low. 
  1. Mælist 1% aukning í pöntunum í mars til þýsks atvinnulífs, sem er nokkuð óhagstæðari staða en í febrúar er mæld aukning pantana til þýsks atvinnulífs var 3,3%. Þó aukning sé enn til staðar er það áhyggjuefni að staðan er óhagstæðari í mars.
  2. Það er einnig óhagstæðari staða í pöntunum til þjónustugeirans í Þýskalandi þ.e. aukning pantana um 1,6% í stað aukningar pantana í febrúar um 4,7%. Spurning hvort að bjartsýni neitenda í Þýskalandi sé komin að þanmörkum.
  3. Smávegis samdráttur mælist í pöntunum til iðnfyrirtækja í Þýskalandi í mars þ.e. 1,1% samanborið við mælda aukningu pantana í febrúar upp á 0,3%.
  4. Örlítill mældur samdráttur í iðnframleiðslu í Þýskalandi í mars upp á 0,2% í stað mældrar aukningar í febrúar upp á 0,7%.

Samkvæmt þessum tölum er innlend neysla mjög greinilega að halda uppi hagvexti í Þýskalandi fyrri hluta þessa árs.

Þetta dugar líklega til þess að Þýskaland muni mælast í hagvexti fyrri helming þessa árs, þó sá muni líklega vera mjög lítill.

Gott veganesti í kosningabaráttuna fyrir Angelu Merkel. Þó óveðursský séu greinilega á himni, því það hægir á þó enn sé aukning almennt. En sogið frá kreppunni í hinum löndunum sést líklega í þróun pantana til iðnfyrirtækja - en Þýskaland getur vart annað en verið að finna fyrir samdrættinum í mikilvægum viðskiptalöndum innan Evrópu.

 

Að lokum yfirlit frá Markit frá febrúar, lokatölur þess mánaðar!

Countries ranked by Manufacturing PMI® (Feb.)

Eins og sést þá er kreppa alls staðar nema hjá efstu tveim!

  1. Ireland 51.5 3-month high
  2. Germany 50.3 13-month high
  3. Netherlands 49.0 3-month low
  4. Austria 48.3 2-month low
  5. Spain 46.8 20-month high
  6. Italy 45.8 3-month low
  7. France 43.9 2-month high
  8. Greece 43.0 9-month high 

Það virðist mælast raunverulegur viðsnúningur hjá Írum. Þetta eru ekki fyrstu slíkar tölur sem ég hef séð. Heldur er þetta viðvarandi - trend. En líklega þó er þetta ekki nægilega öflugur viðsnúningur til þess að skuldir Írlands séu enn algerlega sjálfbærar. Ekki víst að svo öflugur viðsnúningur sé væntanlegur í ljósi erfiðrar stöðu megins af aðildarlöndum evrusvæðis.

----------------------------

Takið eftir því að Frakkland er næsta land við Grikkland!

 

Niðurstaða

Ég segi það aftur sem ég sagði í febrúar er ég skoðaði niðurstöður Markit þá. Að ef ég væri hagfræðingur innan stofnana ESB. Þá hefði ég miklar áhyggjur af stöðu Frakklands.

En Frakkland er hvorki meira né minna en annað stærsta hagkerfið á evrusvæði. Ef Ítalía og Spánn eru ómissandi. Þá er Frakkland það í enn ríkara mæli.

Ég hef sagt það frá upphafi ársins. Að mér finnst afskaplega líklegt að markaðir eigi eftir að ókyrrast vegna stöðu Frakklands.

Ég veit ekki af hverju þeir hafa ekki gert það fram að þessu. En þ.e. eins og menn hafi dálítið verið fljótandi á rósrauðu skýi. Kannski að Kýpur komi mönnum niður á Jörðina. Og þeir fari að taka betur eftir því. Að efnahagsstaðan hefur í reynd haldið áfram að versna á evrusvæði.

Það sé ekki því innistæða í reynd fyrir hinni háu stöðu sem markaðir hafa verið á, síðan markaðir fóru að hækka á ný í júlí 2012.

------------------------------

Ekki sé ég þann viðsnúning sem stofnanir ESB eru alltaf að spá að sé í kortunum!

 

Kv.


Seðlabanki Evrópu veitir Kýpur úrslitakosti!

Seðlabanki Evrópu gaf mjög skýr skilaboð til stjórnvalda Kýpur um miðjan dag á fimmtudag. Annaðhvort samþykkið þið björgunaráætlun þá sem lögð var fram sl. laugardag, eða komið sjálfir fram með tillögu að nýrri sem við og AGS getum sætt okkur við; eða Seðlabanki Evrópu hættir að veita grísku bönkunum neyðarfjármögnun. Sem þá mun þíða nær tafarlaust fall þeirra.

EU gives Cyprus bailout ultimatum, risks euro exit

"The European Union gave Cyprus till Monday to raise the billions of euros it needs to secure an international bailout or face a collapse of its financial system that could push it out of the euro currency zone."

ECB issues ultimatum to Cyprus

"Emergency liquidity to be suspended if no bailout plan by Monday"

 

Samkvæmt fréttum hefur hótun Seðlabanka haft mikil áhrif á Kýpur!

"Panicos Demetriades, Central Bank of Cyprus governor, said parliament would be asked to wind up Laiki, the island’s second lender, and split it into a “good” and “bad” bank, with larger deposits folded into the latter."

Seðlabankastjóri Kýpur sagði, að hann muni óska eftir því við þing Kýpur, að næst stærsti banki Kýpur verði tekinn til gjaldþrotaskipta. Stofnaður verði nýr banki undir sama nafni, sem mun innihalda innistæður upp að 100þ.€.

Innistæður umfram 100þ.€ verði eftir í þrotabúinu, og aðrar eignir.

The Cypriot government said party leaders had agreed to create a "solidarity fund" that would bundle state assets as the basis for an emergency bond issue, but the speaker of parliament, Yiannakis Omirou, insisted a revised levy on uninsured bank deposits was not on the table.

Kýpverskir stjórnmálamenn virðast vera að undirbúa formlega tillögu um endurfjármögnun a.m.k. einhvers hluta bankakerfis eyjunnar. Það getur verið að þá sé að dreyma um það, að það sé mögulegt að ná utan um vandann. Með því að taka niður verst setta bankann - "Laiki" og leggja þeim stærsta til meira fé, og hverjum hinna smærri sem taldir eru þurfa þess.

Á sama tíma virðist standa til að setja á takmarkanir á hve mikið fé má taka út af bankareikningum í einu.

Auk þess, virðist vera að rætt sé um að setja á "höft á fjármagnshreyfingar" sem væri mjög sérstakt, ef kýpv. stjv. fá að hrinda slíku í verk innan evrusvæðis.

"Officials at the Frankfurt-based ECB were preparing for possible capital controls and other measures to ringfence Cyprus’s financial sector once banks reopen next Tuesday. This included extending as much liquidity as needed to any solvent banks in the eurozone, including the smaller Cypriot ones."

Samkvæmt þessu búast starfsmenn "ECB" við þeim möguleika að sett verði á höft á fjármagnshreyfingar af stjv. Kýpur.

Auk þess, séu þeir viðbúnir því að áhlaup verði hugsanlega gerð á banka víðar um evrusvæðið eftir helgi, þegar búist er við því að kýpv. bankarnir opni á ný.

Eða, ef þ.e. svo að ljóst er að ekkert samkomulag næst v. stjv. Kýpur og hrun er útkoman eftir helgi á Kýpur.

 

Hvað ef bankarnir opna á þriðjudaginn, og stjv. Kýpur sætta sig við björgun?

Ég er ekki viss hvaða hugmynd er akkúrat á borðinu. En heyrst hefur tillaga um það að taka 2. stærstu bankana niður. Leitast við að verja restina af bankakerfi eyjunnar.

Ef þ.e. málið. Þá verður búið að fara mjög ílla með erlenda innistæðueigendur stærstu tveggja bankanna.

Og mér finnst þá afskaplega líklegt að þeir sem eru með innistæður í smærri bönkunum og eru ekki heimamenn, þeir muni vilja fara!

Seðlabanki Evrópu mundi þá verja þá smærri - þeir hefðu fengið viðbótar fjármögnun.

En innistæður Rússa eru ca. 1/3 af heildarinnistæðum. Og örugglega ekki eingöngu innan stærstu tveggja bankanna.

Þó svo leitast verði við að tefja fyrir fjármagnsflótta með trixum eins og að takmarka upphæðir sem unnt er að taka út hverju sinni, með því að láta afgreiðslutíma beiðna um flutning peninga í bankar í öðrum löndum verða langan.

Þá held ég að hann muni vera stöðugur - þó verið geti að hann verði ekki hratt flóð, heldur eins og mjór lækur. Þá verði sá óstöðvandi.

Fjármagnsflóttinn líklega muni klára það viðbótar fjármagn sem bönkunum verði lagt til - fyrir rest. Og þá verða stjv. Kýpur "krunk."

Búinn að klára það lánfé sem þau geta dregið sér.

---------------------------

En vandi Kýpur er að eyjan hefur nær ekkert hagkerfi að öðru leiti en ferðamennsku. Hagkerfið er svo grunnt - enn færri stoðir en hérlendis.

Skortur á dýpt hagkerfisins sjálfs - verði það sem komi í veg fyrir að mögulegt sé að endurreisa trúverðugleika.

Eins og á Íslandi, sé vandinn of stór miðað við umfang hagkerfisins.

Fyrir rest hrynji allir bankarnir eins og á Íslandi, þó verið geti að það ferli taki vikur allt upp í einhverja mánuði að spilast út til enda. Þ.e. ef beitt sé ýtrustu trixum til að hægja á peningaflóttanum og "ECB" samtímis veitir neyðarfjármögnun meðan þeir hafa einhver veð sem "ECB" taki gild.

 

Til samanburðar umfang fjármálakerfis ESB og Evrusvæðis!

€m..........Bank assets.....GDP Bank assets as % of GDP
EU- 27.....47,300,859.....12,915,394...............366
EU - 26....37,184,359.....11,002,324...............338
EZ............33,915,923.....9,491,889...............357

  1. Umfang heildareigna bankakerfis ESB er 366% þjóðarframleiðsla.
  2. Umfang heildareigna bankakerfis ESB án Bretlands er 338% af þjóðarframleiðslu.
  3. Umfang heildareigna bankakerfis Evrusvæðis er 357% af þjóðarframleiðslu.

Deposits (€m)..........Households.....NFCs.............Total.............Total as % GDP
Total Eurozone..........6,016,316.....1,700,764.....7,717,080.........81.30
Total EU...................7,892,236.....2,303,654.....10,195,890.......78.94

  1. Heildarinnistæður sem þarf að tryggja eru 81,3% af þjóðarframleiðslu evrusvæðis.
  2. Heildarinnistæður sem þarf að tryggja eru 78,94% af þjóðarframleiðslu ESB 27. 

"Similarly, total private sector deposits in the EU equal €10.2 trillion, with total deposits at
over €17 trillion – roughly €6 trillion of which is ‘covered’ by guarantee schemes under
national and EU law."

Ef tekin er heildarumfang innistæðna, þ.e. ásamt þeim sem eru umfram lágmarkstryggingu:

  • Þá eru heildarinnistæður í ESB 27 131,8% af þjóðarframleiðslu.

Að lokum þessi tafla er jafnvel áhugaverðust:

2011.............................................EU..........USA..........Japan
Total bank sector assets (€ trn)
........42.9.........8.6............7.1
Total bank sector assets (% GDP)
.....349%.......78%.........174%

Eins og þið sjáið - - þá er umfang bankabólunnar í Evrópu miklu meira en í Japan og Bandaríkjunum.

Svona til gamans að þekkja umfang vandans í Evrópu:

The eurozone banking union: A game of two halves

 

Niðurstaða

Tragedían á Kýpur heldur áfram að spilast. Það verður spennandi að fylgjast með rás atburða fram yfir helgi. En það virðist ekki endilega augljóst að Kýpverjar velji að þiggja björgun. En þó má vera að þeir kjósi þá stefnu. En í báðum tilvikum tel ég fullvíst að gjaldþrot blasi við eyjunni. Meginmunurinn sé tímarammi. Ef þeir velja björgun. Taki það aðeins lengri tíma. En ef þeir hafna henni.

En þó mun styttri tíma en í tilviki Grikklands. Ég á ekki von á að það geti tekið flr. ár, heldur efast ég um það að Kýpur geti enst út þetta ár. 

 

Kv.


Kýpur á sér efnahagslega framtíð, en ekki sem bankaland!

Það áhugaverða er að innan landhelgi Kýpur hafa fundist ríkulegar gasauðlindir. Sem ekki er enn farið að dæla upp. Og mun taka a.m.k. til 2018 áður en vinnsla getur hafist. Skv. Reuters er áætlað verðmæti gass í Aphrodite lindinni um 80ma.€. Meginvandamálið er að áður en vinnsla getur hafist, verða stjv. Kýpur að ná samningi um skiptingu tekna við Tyrkneska hluta Kýpur. 

En þetta ætti að vera nóg fyrir báða hluta eyjunnar.

Desperate for bailout, Cyprus plays risky geopolitical game

Lenders Balk at New Cyprus Aid Plan

 

Hættan í millitíðinni er að kýpversk stjórnvöld virkilega semji íllilega af sér!

En kýpv. stjv. hafa verið að leita logandi ljósi að einhverri leið til að halda bönkunum í gangi, án þess að skerða þurfi réttindi erlendra innistæðueigenda.

Í örvæntri von um það, að unnt sé að bjarga "bissnes"-módeli eyjunnar.

En ég verð að segja að mér lýst bölvanlega á þær hugmyndir:

  1. Að þjóðnýta lífeyrissjóði, og nýta það fé til að setja í bankahítina.
  2. Að selja fyrirfram til Rússa, tekjurnar af gasi, gegnt láni í dag. 
  3. Láta kirkjuna stærsta landeigenda eyjunnar, veðsetja eignir sína til þess að leggja það fé fram inn í púkkið.

------------------------------

Þetta er í reynd mjög einfalt:

  1. Þjóðarframleiðsla ca. 18ma.€.
  2. Innistæður Rússa ca. 32ma.€.
  3. Heildarinnistæður ca. 70ma.€.
  4. Heildar útlán ca. 72ma.€ 
  5. Björgunarlán 10ma.€.

Þetta björgunarlán er greinilega vita gagnslaust, eða nokkurn veginn eins gagnlegt og tilraun Davíðs Oddsonar til þess að lána ísl. bönkunum rétt fyrir hrun stórfé í von um að bjarga þeim.

Bankarnir eru einfaldlega alltof - alltof stórir.

Kýpv. ríkið getur ekki með trúverðugum hætti, veitt þeim baktryggingu.

Það sem drepur málið er augljóslega umfang erlendra innistæðna, þ.e. nærri 2-föld þjóðarframleiðsla.

------------------------------

Það myndi engu máli skipta, þó þeir rýi sig inna að skinni - til að leggja í hítina.

Hítin mun brenna því fé, og samt leggjast á hliðina.

  1. Þess vegna er miklu mun betra, að láta lífeyrissjóðina ósnerta.
  2. Láta kirkjuna vera!
  3. Og að sjálfsögðu, alls ekki veðsetja framtíðartekjur landsins. 

Þetta er svo einfalt að það ætti að blasa við, en stundum í paník, fara menn í ástand afneitunar - neita að trúa því að stóru tapi verði ekki forðað; og gera íllt verra með því að leggja fram það litla sem þeir eiga að öðru leiti til þess eins að tapa því einnig.

Lenders Balk at New Cyprus Aid Plan

"Preparing for the worst, Cyprus's parliament is expected to convene Thursday to discuss two pieces of legislation to cope with a potential financial-sector collapse. The first would impose emergency capital controls to prevent a flood of cash rushing out of the country when the banks reopen. On Tuesday, the country's central bank governor warned that at much as 10% of banking deposits could flee when banks reopen, but some analysts said that could be higher. The second piece of legislation would set rules for closing insolvent banks."

Það er greinilega verið að undirbúa "neyðarlög" sem einhverju leiti minnir á neyðarlögin hin íslensku.

En ég er alveg viss um það, að þó svo Kýpur setji á höft á fjármagnsstreymi. Rýi sig inn að skinni til að styrkja bankana. Þá muni það lítt stoða.

En gallinn er með það að vera innan risastórs sameiginlegs gjaldmiðils er að þetta er sami peningurinn í mörgum löndum, ég meina - það verður nær ómögulegt að forðast það að höftin verði "hriplek."

Í besta falli myndu þau hægja á streymi innistæðna út. Það væri engin möguleiki á því að stjv. Kýpur séu fær um að skuldsetja sig til að tryggja bönkunum nægilegt lausafé til langframa. Hrun þeirra hlyti að eiga sér stað á endanum.

 

Skynsamlegri leið!

Cyprus orders banks to shut until Tuesday

"Eurozone negotiators have revived an alternative plan, originally advocated by Finland and Germany, that would merge Cyprus’ two largest banks Laiki and Bank of Cyprus. It would also create a new bank that would include all deposits of under €100,000 and a bad bank. The restructuring would mean far lower recapitalisation costs."

"However, officials said Nicos Anastasiades, the Cypriot president, continued to resist the merger plan, known among negotiators as the “Icelandic solution”, since it would put large uninsured deposits into the bad bank, effectively wiping them out."

Í fljótu bragði virðist hugmynd Finna og Þjóðverja byggja á íslensku leiðinni!

Sem er skemmtileg viðurkenning á því að sú leið hafi ekki verið vitlaus.

Það er, búa til nýjan banka sem innihaldi innlendar innistæður.

Skv. hugmyndinni virðist þó að eignum sem eftir standa myndi vera skellt saman í einn pott - svokallaðan "slæman banka" má einnig kalla það - sameinað þrotabú, í stað þess að við vorum með 3 þrotabú. Kannski hefði það verið snjallara.

  • Kostur - lán getur verið miklu mun smærra!

Óhjákvæmilega fellur kýpv. hagkerfið fram af bjargbrún!

Fé hættir að streyma inn, og við það líklega kemur í ljóst stórfelldur viðskiptahalli á landinu, sem þíðir að grimmt þarf að lækka laun svo landið sökkvi ekki mjög hratt inn í fen skulda.

Að auki kemur upp halli á ríkinu þegar hagkerfið skreppur líklega mjög hressilega saman, svo einnig þarf drakonískan niðurskurð, ef forða á ríkisþroti.

------------------------------

Það verður samt mjög erfitt fyrir Kýpur að komast hjá greiðsluþroti! Þegar með víst milli 80-90% í skuld. Sem þíðir að landið byrjar kreppu svipaða okkar í óhagstæðari stöðu.

Sem þíðir að harkalegar þarf að skera á velferðarkerfi og þjónustu á vegum ríkis og sveitafélaga.

  • Þá verður einmitt mikilvægt, að kirkjan hafi enn fjárhagslega stöðu - því þá veitir ekki af því að nota hvað sem hún hefur aflögu, til að aðstoða fátækt fólk.
  • En það á eftir að verða nóg af því.
  • Ef ekki er snert við lífeyrissjóðum, þá a.m.k. heldur lífeyrir áfram að vera greiddur.
  • Svo á eyjan nýja von í tekjum af hinni nýju auðlind, gasi!


Niðurstaða

Vegna ríkulegra gaslinda sem virðast nýtanlegar. Blasir við að Kýpur þarf ekki að enda í endalausum erfiðleikum. Á næsta áratug. Ætti vinnsla að vera hafin. Og tekjurnar farnar að streyma inn.

Hagkerfið ætti að geta tekið aftur við sér.

En í millitíðinni verður mjög hörð og erfið kreppa. Megin spurningin er í því samhengi, hvort þ.e. betra fyrir Kýpur að halda sér innan evrunnar? Eða að yfirgefa hana?

Kostur við "bæ-bæ" evra, væri að landið myndi afgreiða kostnaðaraðlögun þá sem blasir við, með einni gengisfellingu. Í stað þess sem annars getur orðið nokkurra ára þrautaganga, að smám saman ná sömu launalækkun með aðferðinni - bein lækkun launa.

Þá væru verð fyrir allar eignir komnar niður á lágmark mun fyrr, þannig að fjárfestingar gætu einnig þá hafist fyrr. En annars er hætta á að fjárfestar haldi lengur að sér höndum, meðan þeir bíða eftir því að eignaverð á lengri tíma fari niður.

Fyrir utan að vera bankaland hefur Kýpur fyrst og fremst ferðamennsku. Með gengisfellingu væri það orðið mjög hagstætt ferðamannaland. Sennilega myndu enn fleiri rússneskir ferðamenn koma. En mér skilst að Kýpur sé vinsæll sumardvalarstaður fyrir rússneska ferðamenn. Og Kýpur myndi líklega fá nýjar fjárfestingar í ferðamannahótelum og öðru tilheyrandi frá rússneskum aðilum, en Kýpur ætti ekki endilega augljóslega að tapa öllum viðskiptatengslum við Rússland þó svo að bankarnir hrynji.

  • Ef þeir vilja, geta Kýpverjar gert samning v. Putin um her og flotastöð. En það má vera að Putin sé til í að færa aðstöðu rússneska Miðjarðarhafsflotans á öruggari stað heldur en Sýrland. En sú staðsetning er líklega orðin að "liability."

------------------------------

Síðan fer gasið að streyma inn fyrir rest. Og skila landinu viðbótar tekjum.

Eftir rúman áratug. Ættu eyjaskeggjar að geta aftur verið í sæmilega góðum málum.

 

Kv.


Yfirvofandi hrun og gjaldþrot Kýpur?

Eftir að kýpverska þingið hafnaði björgunaráætlun þeirri sem soðin var saman á fundi með ráðherrum evrusvæðis sl. laugardag, en ekki einn einasti þingmaður greiddi atkvæði með frumvarpi fjármálaráðherra Kýpur. Þingmenn stjórnarflokksins ákváðu hjásetu, og greiddu ekki heldur atkvæði með. Er óhætt að segja að Kýpur standi á bjargbrúninni og með jafnvel annan fótinn yfir.

Fjármálaráðherrann skv. fréttum þá lagði inn bréf um uppsögn á ríkisstjórnarfundi, en var beðinn um það af forsætisráðherra, að vera áfram í embætti. Þar virðast mál standa varðandi þann ágæta mann. 

En spurningin um Kýpur er nú á allra vörum!

  • Skv. fjármálaráðherra Hollands, er björgunaráætlunin enn á borðinu - ef Kýpur kemur fram með móttilboð á næstu dögum, sem sé ásættanlegt.
  • Seðlabanki Evrópu skv. tilkynningu - ætlar að halda áfram að styðja við Kýpv.bankana a.m.k. enn sem komið er, sjálfsagt til að gefa svigrúm til frekari samninga. 
  • Fjármálaráðherra Kýpur er farinn til Rússlands, til að athuga með hugsanlegt lán.

 

Það virðist ljóst að hrun Kýpur mun endurræsa evrukrísuna!

Líkur á hruni Kýpur virðast mjög miklar - jafnvel yfirgnæfandi. Og í framhaldinu verður Kýpur þá líklega fyrsta landið til að yfirgefa evruna!

Cyprus Parliament Rejects Bank Deposit Tax

Cyprus parliament rejects bank levy

Cyprus lawmakers reject bank tax; bailout in disarray

Cypriot banks on brink in Icelandic flashback

Samkvæmt áhugaverðri fréttaskýringu Reuters, eru:

  1. Heildarbankainnistæður: 70ma.€
  2. "Moody's rating agency said last week that Russian banks had about $12 billion placed with Cypriot banks at the end of 2012 and has estimated that Russian corporate deposits at Cypriot banks could be around $19 billion." : 31ma.€.
  3. Heildarútlán: 72ma.€.

Ástæða vanda 2-stærstu bankanna, er niðurskurður skulda Grikklands veturinn 2011 í eigu einka-aðila, sem framkallaði mikið fjárhagslegt tap kýpv. bankanna.

Það minnkaði eigið fé þeirra að sögn "hressilega."

--------------------------------

Eins og sést af þessum tölum, fer því víðsfjarri - að 10ma.€ lán dekki innistæður rússneskra aðila, og tryggi þannig að bankarnir standist áhlaup rússneskra innistæðueigenda!

Því hef ég skilning á afstöðu kýpverska þingsins, sem víst vakti furðu ráðherra annarra ríkisstjórna - en þ.e. eins og að hjá þeim sé afskaplega lítill skilningur á því hvaða áhrif það augljóslega hefur, að krukka í innistæður hinna erlendu innistæðueigenda. 

En sennilega er þegar of seint, að troða þeim "anda" ofan í flöskuna á ný.

"Loss of confidence" atburðurinn sé þegar að flestum líkindum kominn, og nær því ekkert sem Kýpur geti gert, til að tryggja að peningarnir streymi ekki út - ef bankarnir verða opnaðir aftur.

En hvers vegna hljóta menn að skilja ef menn átta sig á því, að umfang kýpv. hagkerfisins er um 18ma.€.

Það er því dvergur samanborið við þá risa sem bankarnir eru orðnir. Og augljóslega ekki fært um að bjarga þeim - alveg eins og var um ísl. bankana.

Eða þ.e. þ.s. mér sýnist, og ég tel vera líklega niðurstöðu innistæðueigenda nú.

Þannig, að ef bankarnir opna eftir nk. helgi, þá muni streyma út nærri því allar erlendar innistæður.

Eða þangað til að stjv. Kýpur verða uppiskroppa með fjármagn, til að rétta til bankanna í gegnum Seðlabankann sinn - þannig að lausafé hreinlega klárist bæði hjá ríkinu og hjá bönkunum; þann dag falla þeir þá.

Nema að Seðlabanki Evrópu sjálfur, ákveði að styðja við þá - með ótakmörkuðum hætti.

En stjv. Kýpur myndu aldrei nokkru sinni verða greiðsluhæf fyrir því fé, sem þá myndi streyma frá "ECB" til bankanna, ef Mario Draghi tæki slíka ákvörðun.

  • Ég sé það ekki gerast að "ECB" taki að sér að vernda kýpv. bankana með þeim hætti!
  1. Staðan virðist eiginlega sú sama og var hér á Íslandi, þ.e. bankarnir alltof - alltof stórir.
  2. Og augljóslega ekki mögulegt að skuldsetja landið til þess að halda þeim uppi!

En ég tók eftir því í gær, að þ.e. eins og björgunarpakkinn geri ekki ráð fyrir þessu fjárútstreymi, menn ímyndi sér að það verði ekki - þó annað sé augljóslega mjög ólíklegt.

Að auki, er eins og ekki sé gert ráð fyrir því að kýpv. hagkerfið mun hvernig sem málum er velt upp, falla fram af bjargbrún og lenda í kreppuyldýpi.

Hann virðist svo öldungis óraunhæfur, að það sé nánast hlægilegt!

Dropi í hafið! Á sama tíma að ekki sé unnt að sjá nokkurn möguleika þess, að landið geti tekið stærra lán.

--------------------------------

Svo mér virðist Kýpur allar bjargir bannaðar - eins og var um okkur.

Nema að Kýpur er inni í evru! Og aðili að ESB.

Ég vil meina að þar með, sé nú líklega að spilast fyrir augunum á okkur, hvaða sviðsmynd hefði blasað við okkur. Hefðum við verið innan evru þegar bankarnir okkar féllu!

 

Hvernig ætli að hrunið spilist fram á Kýpur?

Ég held að augljóst sé að Kýpur geti ekki verið áfram innan evru, í kjölfar þess hruns sem líklega er að verða.

En sennilegt er að bankarnir verði ekki formlega afskrifaðir strax - en ég er eiginlega þess fullviss nú, eða mjög nærri þeirri fullvissu; að þeir opni ekki aftur!

En það má vera, að menn muni hlaupa í nokkra daga jafnvel 2-3 vikur, eins og kettir í kringum heitan graut, um þá niðurstöðu - áður en hún verður formlega viðurkennd.

Það þarf þó ekki að vera að Kýpur hverfi strax úr evrunni, það getur verið að það bíði einhverja mánuði, meðan að nánast allt fjármagn hverfi þaðan og fjármagnsþurrð taki við.

Ég meina, að það verði engir peningar í umferð, nema evrur sem ferðamenn koma með.

Eyjan falli aftur á "barter."

Vart þarf að taka fram, að samdráttur hagkerfisins verði óskaplegur.

Ríkið mun sjálft líklega ekki eiga peninga til að greiða eigin fólki laun - - og það er líklega þ.s. reka mun það, til þess að hefja útgáfu eigin gjaldmiðils. 

Þó fyrst í stað, verði líklega gripið til skammtímareddinga - en ríkið sjálfsagt hefur áfram einhverjar tekjur t.d. af skatti frá rekstri ferðamannastaða, hótela, verslana sem sérhæfa sig í ferðamennsku o.s.frv.

Og það mun líklega fljótlega átta sig á því, að það verði að halda eftir þeim evrum sem það fær í tekjur þ.e. ekki nota þær í launagreiðslur.

Þess í stað, gefi það þá út - - skuldaviðurkenningar til starfsm.

Þeir fái víxil - - sem verði að bráðabirgðagjaldmiðli.

Sem aðilar á eyjunni munu taka við - - vegna hins nær algera skorts á fjármagni.

Og fólk mun þá geta nýtt þá víxla - - til að afla sér varnings sem framleiddur er á eyjunni t.d. matvæli og innlenda þjónustu.

Svipaða hluti munu innlend fyrirtæki grípa til sem hafa tekjur af ferðamennsku, þ.e. spara evrurnar sínar og skapa frekar sína eigin reddingu til þess að greiða sínum starfsm. - - sem einnig verði virt af sömu ástæðu þ.e. skorti á fjármagni.

Þannig geti skapast margir tugir jafnvel nokkur hundruð bráðabirgðagjaldmiðla allir í umferð á sama tíma, en þó líklega í mismunandi mæli eftir svæðum.

Eða þangað til að ríkið loks hefur lokið undirbúningi útgáfu nýs lögeyris.

 

Hve miklum óróa getur hrun Kýpur orsakað?

Ákvörðunin frá sl. laugardegi, þegar ráðherrar evrusvæðis tóku í reynd þá ákvörðun að skerða rétt innistæðu-eigenda. Getur átt eftir að reynast hin "stóru mistök."

En þetta þíðir væntanlega visst rof á trausti milli ráðandi stjórnmálamanna, og þeirra sem eiga innistæður í bönkum í ríkjum í vanda á evrusvæði.

Það er því sannarlega vel hugsanlegt, að skyndilegt fall Kýpur og kýpv. bankanna, skapi óróa meðal innistæðueigenda á evrusvæði.

En þá einkum, meðal þeirra sem eiga innistæður í bönkum í löndum í vanda, sem ekki eru ríkisborgarar þeirra sömu landa. 

Þ.e. erlendar innistæður muni leita heim!

--------------------------------

Ég á samt ekki von á því, að af því leiði til allsherjar fjármálahruns á evrusvæði.

Heldur á ég von á því, að Mario Draghi muni þurfa að láta virkilega reyna á það, hvað hann akkúrat átti við í júlí 2012, er hann sagðist munu gera allt sem í hans valdi væri til að tryggja tilvist evrunnar.

  1. Ég held að það blasi við - - að hefja prentun á evrum.
  2. Veita bönkum á evrusvæði - - neyðarlán án nokkurra takmarkana.
  3. Drekkja ótta innistæðueigenda - - með ofgnótt af prentuðu fé! 

Þar sem hann þarf þá líklega gera, er að láta reglur "ECB" um gæði veða lönd og leið fullkomlega, en formlega á "ECB" ávallt að veita lán gegn "tryggum" veðum. En hvað telst vera nothæf veð hefur stöðugt orðið teygjanlegra og teygjanlegra hugtak af hálfu "ECB" eftir því sem vandræði evrusvæðis hafa ágerst. Má vera að hann þurfi að ganga svo langt sem, að hætta alfarið því að taka mótveð.

En til að vera öruggur að "plottið" virki, þarf líklega "ótakmarkaða" baktryggingu "ECB" á bankakerfi evrusvæðis.

Ekkert minna en það, en samtímis er það einnig nokkuð öruggt að virka!

--------------------------------

Það verður auðvitað breyting - - að stíga það skref, að "ECB" verði hin eini raunverulegi baktryggjari evrunnar.

Þ.e. í reynd þegar svo, en ekki ennþá formlega viðurkennt.

En þýskumælandi lönd hafa ekki viljað heimila "prentun" án takmarkana hingað til.

En þ.e. eina trixið sem er alveg öruggt!

Mótkostnaður, einhver aukning á verðbólgu!

  • En sennilega mun Draghi ekki hefja eiginlega prentun - til þess að örva hagkerfið.
  • Þannig, að prentunin nemi staðar, um leið og órói innistæðna sé fyrir bý. 

En þ.e. einungis svo langt sem hann getur farið með Þjóðverja, jafnvel í ástandi mjög mikillar hræðslu.

 

Niðurstaða

Mér virðist hrun Kýpur nærri fullkomlega öruggt. Það þíðir gjaldþrot Kýpur og flestum líkindum brotthvarf úr evru. Spurning einungis um hvenær akkúrat Kýpur myndi yfirgefa hana. 

Eitt sem brotthvarf Kýpur úr evru myndi gera, ef af verður. Er að rjúfa það "tabú" um evruna, að ekki sé mögulegt að fara úr henni. En að sjálfsögðu mun Kýpur ekki yfirgefa ESB þó eyjan fari úr evrunni.

Jafnvel þó Kýpur sé dvergur. Þá getur fordæmið skipt máli. Aðrar þjóðir munu stara á vegferð Kýpur þaðan í frá, og endurmeta sína stöðu í þess ljósi eftir því sem þau mál spilast fram.

Líklega veldur hrun Kýpur og bankakerfisins á eyjunni, töluverðum boðaföllum í fjármálakerfi evrusvæðis. En það er sennilega enn frekar vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var á fundinum sl. laugardag, að grafa undan trausti innistæðueigenda á innistæðutryggingakerfi ESB.

Á móti, þá getur Seðlabanki Evrópu ágætlega varið bankakerfi evrusvæðis falli!

En til þess þarf þá að veita neyðarlán án takmarkana! Láta því lönd og leið allar fyrri reglur um mótveð gegn neyðarláni - þannig að bönkunum á evrusvæði sé ávallt tryggt nægilegt lausafé til að borga út þeim innistæðueigendum sem vilja færa sig milli banka.

En ef þ.e. gert mun óttabylgjan líða hjá fyrir rest!

Mál róast aftur á endanum!

A.m.k. aftur um sinn!

 

Kv.


Óvíst að unnt sé að bjarga kýpversku bönkunum frá falli!

Miklar deilur hafa spunnist upp í kringum tilraunir evrusvæðis til að sníða enn eitt björgunarprógrammið, í þetta sinn utan um Eyríkið Kýpur þ.s. bankar hafa blásið upp í umfangið 8 þjóðarframleiðslur. Ætlun, að lána stjv. Kýpur fyrir endurfjármögnun þeirra banka.

Fyrst stóð til að lána ca. 100% af þjóðarframleiðslu, sem var upphaflega áætlaður kostnaður. En AGS heimtaði að skuldir Kýpur væru þá færðar niður - þverneitaði að taka þátt í því að skuldsetja kýpv. ríkið upp í 145%.

Eins og sést af þessu, er kýpv. ríkið tiltölulega lítt skuldugt fyrir.

Upphæðin var færð niður með ímsum trixum niður í 10ma.€ eða 60% af þjóðarframl.

Það er um þau trix - sem styrinn stendur. Einkum, svokallaðan skatt sem lagður skal á innistæður.

Þ.s. formlega þetta er skattur en ekki að innistæðurnar séu "lagaformlega séð" færðar niður, þó í reynd sé enginn munur þar um - eins og málið lítur út fyrir innistæðueigendum; þá eiga þeir ekki rétt til að fá muninn greiddan út út innistæðutryggingakerfi Kýpur.

"Accounts with more than €100,000 will be taxed at 9.9%, those with less at 6.75%, raising an expected €5.8 billion for the near-bankrupt nation."

Þannig var sagt frá því sl. sunnudag!

En mánudag fórt allt verið í háa lofti, feikn mikið rifist.

Þ.e. ekki síst út af umrótinu, sem stjv. Kýpur hafa ákveðið að fresta afgreiðslu frumvarps um björgunaráætlunina, um 2 daga. Meðan að stjv. Kýpur munu leitast við, að framkv. 11-stundar lagfæringar á áætluninni í samráði við ríkisstj. evrusvæðisríkja. Talað er einkum um það, að lækka skattinn á innistæður innan v. 100þ.€ um helming. En það hafa verið miklar mótmælaaðgerðir út af málinu í dag á Kýpur! En þá myndi þurfa að hækka álagið á stærri innistæðurnar.

Cyprus banks shut until Thursday

Euro Zone Moving Into Twilight Zone

The Cyprus Bailout

Skv. nýrri frétt Reuters, hefur verið hætt við að fresta þriðjudags fundinum á kýpv. þinginu, og ráðherrar evrusvæðis skoruðu á ríkisstj. Kýpur að undanskilja alfarið innistæður innan v. 100þ.€ frá skattinum, hækka þess í stað skattinn á innistæður umfram 100þ.€ í 15,6%. Sem kýpv. stjv. áður vildu ekki, af ótta við að fæla endanlega erlenda aðila sem hafa verið að varðveita fé á eynni af eyjunni. Sem líklega er full ástæða að óttast!

Euro zone urges Cyprus to spare smaller savers from bank levy

 

Kýpversku bankarnir áttu á opna á þriðjudag - en því er frestað fram á fimmtudag!

Það er ótrúlega margt svipað með kýpv. bönkunum og þeim ísl. T.d. buðu kýpv. bankarnir upp á hærri innlánsvexti en gerðist og gekk, þeir virðast hafa verið svipaðir þeim sem Landsbanki, Kaupþing Banki og Glitnir buðu á erlendum netreikningum á sínum tíma. Með sama hætti, hafa kýpv. bankarnir auglýst sín tilboð grimmt víða um heim. Til þess að höfða til erlendra sparifjáreigenda.

Það virðist sem að mikið af Rússum eigi fé á reikningum í kýpverskum bönkum. Í umræðunni í fjölmiðlum, virðist ljóst að mikil andstaða var við það í Þýskalandi að lána til Kýpur - - til þess sem sagt var, svo að rússneskir mafíósar fengu sparifé sitt varið að fullu. En þ.e. orðrómur um peningaþvætti, að kýpv. bankarnir hafi verið miðstöð fyrir rússeskt mafíufé.

  • Það var skv. fréttum ekki síst fyrir þrýsting frá Þýskalandi, sem farin var sú leið.
  • Að færa niður spariféð! Svo unnt væri að minnka umfang lánsins til kýpv. stjv. 

Það þarf varla að taka fram, að Rússar eru "ÆVAREIÐIR" meðferðinni á sínum sparifjáreigendum, en ljóst virðist af umræðunni t.d. innan Þýskalands, að aðferðinni er einkum beint gegn þeim!

En að sögn Financial Times, hafa rússnesk fyrirtæki verið að nota eyjuna, sem millilið milli Rússland og umheimsins, reikningar séu nýttir fyrst og fremst til að parkera fé í skamman tíma í einu, en gjarnan háum upphæðum. Rússneskt atvinnulíf geti orðið fyrir nokkrum skakkaföllum, ef bankarnir á Kýpur loka skyndilega, þannig að þau þurfi í skyndingu að skipuleggja nýja leið fyrir peninga inn og út úr Rússlandi.

Það að er bent á það, að rússnesk fyrirtæki hafi verið að hagnýta sér hagstætt skattaumhverfi á Kýpur sbr. 10% skatt, til að varðveita fé þar tímabundið sem þau nota í sínum viðskiptum. Þegar rót kemst á, skattar hækka, óvissa skapast - fari þeir líklega annað með sína peninga.

Það er ekki síst þetta - - sem setur upp efasemdir um það, hvort þessi björgun er yfirleitt möguleg!

En mér finnst ekki ólíklegt að það sé rétt sem Yakunin segir, að 10ma.€ sé einfaldlega hvergi nærri nægileg innspýting, til að koma fjárhaglegu jafnvægi á kýpversku bankana í ljósi aðstæðna.

Á sama tíma er það gersamlega augljóst, að Kýpur getur ekki tekið stærra lán!

Russia attacks Cypriot bank levy

Vladimir Yakunin, head of state-owned Russian Railways and a close associate of Mr Putin “Everyone knows that one-third of the deposits belong to Russian companies and individuals,” - “How does such a decision get made, and without even consulting with Russia? What kind of strategic, equal partnership with the EU countries can we even talk about? They are solving their problems at our expense,”

“Russian depositors are being fleeced for €1.5bn-€2bn, it’s not a solution to the problem,” “Secondly, it undermines the confidence in this zone, with very dire consequences.” - The €10bn in finance “is not enough” to be decisive in restoring confidence in the banking sector, he added. “And not only that, the consequences of this decision are that a large percentage of the deposits will simply make their way to other jurisdictions. Because most of the money there is not there to be hidden. Most of it is simply there because of generous tax treatment.”

-------------------------------------

  1. En eins og mál blasa við nú, virðist nær fullvíst að það blasir við fullt áhlaup á fimmtudaginn!
  2. Sem þíðir væntanlega, að ekkert verður af því að kýpv. bankarnir sennilega opni fyrir nk. helgi.
  3. En stjv. Kýpur fara vart að opna þá, við þær aðstæður.
  4. Og þá má vera, að ekki blasi neitt annað við - - en íslenska leiðin

 

Niðurstaða

Samanburður við Ísland er áhugaverður, þ.e. annað eyríki innan v. milljón. Okkar bankar voru 10 þjóðarframleiðslur að umfangi, þeir kýpv. 8. Kýpur hefur kreppuna m. skuldastöðuna 40% en Ísland milli 20-30%. Kýpv. og ísl. bankarnir gerðu út á erlent sparifé, og falbuðu háa vexti á innlánum. Sem þíddi á móti, að það þurfti að taka mikla áhættu í útlánum á móti. Svo hagnaður á móti kostnaði af innlánum væri nægur.

Þetta er áhugavert í ljósi þess, að hérlendis hefur því verið haldið fram "blákalt" að ísl. bankarnir hefðu ekki getað komist upp með sína hegðun, innan ESB og evru.

Sem klárt er hreinn þvættingur, enda enginn munur á lagaumhverfi því sem ísl. bankarnir starfa innan og því sem er í gildi á evrusvæði þ.s. þetta eru sömu reglurnar eftir allt saman.

Reglan um eftirlit, er að það sé "local matter" og þ.e. ekki að breytast þó verið sé að stofna svokallað "bankasamband" þ.s. enn sem komið er, á það einungis að ná til milli 20-30 stærstu bankanna á evrusvæði. Okkar bankar voru hvergi nærri það stórir og örugglega ekki heldur þeir kýpv.

Sem sýnir eiginlega hversu gagnslaust þetta svokallaða "Bankasamband" er! Skv. núverandi hugmyndum.

-----------------------------

Það sem kemur í ljóst á næstu dögum.

Er hvort kýpv. bönkunum verður yfirleitt bjargað?

  • En ef þeir hrynja, sem mér sýnist líklegt en þó ekki endilega öruggt, þá líklega fellur fyrsta aðildarland evrunnar út!

En hrun þíðir örugglega þjóðargjaldþrot Kýpur! Þó svo að skuldastaða Kýpur sé litlu verri en Íslands v. upphaf hruns, þá er algerlega ljóst að Kýpur stendur frammi fyrir mjög sambærilegum vanda og þeim sem Ísland gekk í gegnum.

Þ.e. að hagkerfið mun skreppa mikið saman, sbr. að þjóðarframleiðsla Ísl. minnkar úr ca. 58þ.$ per Íslending í rúmlega 37þ.$ per Íslending. Eða ca. 40%. Enda bjuggu bankarnir ísl. til mikla hagkerfisbólu, sem þeir kýpv. hafa örugglega einnig gert.

Segjum, að sbr. tölur fyrir Kýpur verði 30% samdráttur þjóðarframleiðslu. Þá á skuldastaða sem nú fyrst í stað verður 100% eftir að hækka mjög mikið, v. misgengis þjóðartekna og þeirra skulda sem lækka ekki.

Að auki mun snögg minnkun þjóðartekna þíða, að myndast halli á landinu sjálfu þ.s. innistæður fyrir launagreiðslum hafa hrunið og laun munu þurfa að lækka sennilega ca. 40% svo dæmið gangi upp. Ef Kýpur leitast við að hanga innan evrunnar, þá mun koma í ljós reikna ég með að laun er ekki lækkanleg með hraði. Þannig að mikill halli verður á þjóðarbúinu.

Sem mun þurfa að veita viðbótar lán fyrir. Þannig að þetta er þá bara björgunarlán No. 1.

---------------------------------

Segjum að bankarnir tóri a.m.k. nú, þá væntanlega hætta þeir alfarið að veita lán á eyjunni. Fara þess í stað að innkalla á fullu allt sem þeir geta. Lánsfé til boða þurrkast upp allt í einu til fyrirtækja sem almennings, hagkerfið fer samt í djúpa niðursveiflu.

Þó það sé ekki þetta rosalega mikið fall fyrsta árið. Þá er þá bólan samt sprungin. Eignaverð fer að falla. Eftirspurn minnkar. Skuldarar lenda í vanda. Fyrirtæki fara á hausinn þegar umsvif minnka á sama tíma og ekkert svigrúm er gefið með endurfjármögnun. Atvinnuleysi margfaldast.

Þar sem líklega traust á bönkunum er ekki endurreist, heldur tóra þeir rétt svo. Á sama tíma og samdráttur í hagkerfi Eyjunnar viðheldur ástandi ótta um stöðu ríkisvaldsins. Þá líklega er hagkerfi Eyjunnar í reynd hrunið - þ.e. ólíklegt virðist að fé haldi áfram að streyma þangað í því ástandi. Enda muni aðilar ekki treysta fjárhaglegri stöðu stjv. né bankanna.

Svo erlendi "bissnessinn" fari líklega annað. Og það þíðir væntanlega, að þegar þetta mikla innstreymi fjármagns hætti að það skapast mikill viðskiptahalli. Það virðist fyrirsjáanlegt - að eyjaskeggjar hafi verið að lifa fyrir þá peninga sem hafa verið að streyma inn.

Mér sýnist að líklega vanti fjölda blaðsíðna inn í björgunaráætlunina!

En þ.e. eins og hún geri ekki ráð fyrir því, að nú þegar Eyjan lendir í "loss of confidence" þá þíðir það, að fjármálaævintýrið sé líklega búið. Að erlendu aðilarnir sem hafa verið að nota Eyjuna, muni ekki lengur treysta aðstæðum þar. Og fara annað með sinn bissness.

Ekki gert ráð fyrir því mikla falli sem mér virðist augljóst að hagkerfi Eyjunnar eigi eftir að ganga í gegnum næstu misseri. 

Því einungis virðist gert ráð fyrir endurfjármögnun kýpv. bankanna - ekki því að eins og í tilviki Grikklands muni örugglega pottþétt einnig þurfa að lána fyrir fjármögnun ríkisins, þegar fall hagkerfisins mun alveg örugglega opna djúpar holur í bókhaldinu.

Þetta geti vart verið annað en "björgunarpakki nr. 1."

  • Ég trúi því ekki einu orði af yfirlýsingu bankaráðsmanns Seðlabanka Evrópu, þ.s. hann sagði sl. laugardag, að skuldir kýpv. ríkisins yrðu orðnar 100% árið 2020.
  • 200% er örugglega nær lagi, ef ekki verður skorið af eins og í tilviki Grikklands! 

Framundan er líklega fyrir íbúa Kýpur löng þrautaganga eins og hefur þegar átt sér stað í Grikklandi, nema þeir ákveði að verða strax gjaldþrota, yfirgefa evruna!

Ég stórlega efa að þeirra fáækt verði minni fyrir rest, ef þeir leitast við að streitast við að ráða við svo risastóra innri aðlögun innan evrunnar, sem mér virðist ljóst að eyjaskeggjar standa frammi fyrir.

Í ljósi reynslu okkar hér á klakanum.

 

Kv.


Verður myndað "hræðslubandalag" gegn Framsókn?

Til upprifjunar, á orðinu "Hræðslubandalagið." En það vakti athygli mína gagnrýni Bjarna Ben á Framsóknarflokkinn sem kom fram á MBL.  Sjá: „Langmestar líkur á samstarfi Framsóknar og vinstrimanna“.

  • Hann segir kosningaloforð framsóknarmanna óraunsæ. „Maður finnur enda að þeir eru nú þegar byrjaðir að draga í land og eiga enn eftir að gera grein fyrir því hver á að borga það sem mér viðrast vera nokkur hundruð milljarða loforð,“ segir Bjarni.

  • Bjarni segir aðspurður að fylgisaukning framsóknarmanna auki ekki líkur á því að stjórnarsamstarfi milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. „Þeir hafa í langan tíma talað fyrir því að mynda vinstristjórn þannig að mér sýnist að í augnablikinu séu langmestu líkurnar á þannig stjórnarsamstarfi,“ segir hann.

  • „Til þess að okkar stefnumál nái fram að ganga þurfum við að sækja í okkur veðrið og endurheimta þann stuðning sem við höfðum fyrir nokkrum vikum síðar,“ segir Bjarni.  Sjálfsagt ekki undarlegt að Sjálfstæðismenn ætli að hjóla nú í Framsóknarflokkinn

 

Sjálfsagt ekki undarlegt að Sjálfstæðismenn ætli að hjóla í Framsóknarflokkinn!

Það hefur komið skírt fram í skoðanakönnunum undanfarnar vikur, að Framsóknarfl. er að höggva skörð í fylgi Sjálfst.fl.

Það sem mér finnst samt merkilegt við athugasemd Bjarna Ben - - er að það er eins og Bjarni, sé að afskrifa ríkisstjórn með Framsóknarflokki.

Það hefur átt sér stað breyting hjá forystu Sjálfst.fl. - allt í einu er glasið orðið "hálf full"  gagnvart Framsókn.

Hún er orðin - ógn. Í stað þess að vera hugsanlegur - bandamaður.

Þú ferð ekki í bandalag með þeim - sem þú óttast.

Og þá, fer Sjálfst.fl. að hugsa í aðrar áttir - er þ.s. ég er að íja að. 

-----------------------------

  • En Sjálfst.fl. vill alltaf vera sterki flokkurinn í stjórnarsamstarfi, og ekki síst - Bjarni vill verða forsætisráðherra.
  • Ef Framsóknarfl. heldur áfram að sækja í sig veðrið, þannig að kosningafylgi verði ca. hnífjafnt. Jafnvel, að það halli á Sjálfst.fl.
  • Þá getur Bjarni ekki verið öruggur með það að verða forsætisráðherra, í stjórn með Framsókn. Hvað þá, að Sjálfst.fl. væri með þá ríkjandi stöðu sem hann ávallt vill vera í.

-----------------------------

Ég hef velt fyrir mér, við hvern Sjálfst.fl. mun við tala fyrir kosningar óformlega um hugsanlegt stjórnarsamstarf.

Nú segir hann Framsókn vera að halla til vinstri, sem ég tek sem vísbendingu þess - - að það sé einmitt þ.s. Bjarni Ben er að hugsa sér að gera.

Að halla sér að samstarfi við Samfylkingu og Bjarta Framtíð.

Takið eftir þeirri tegund af gagnrýni sem Bjarni kom fram með - - um meint óraunsæi stefnu Framsóknar.

Sem er einmitt eins og músík fyrir eyru - Bjartrar Framtíðar sem og Samfylkingar, jafnvel forystu VG. En þ.e. einmitt sú tegund gagnrýni sem hefur verið að koma frá þeim áttum.

-----------------------------

  1. En ljóst er af könnunum, að í samstarfi við þessa flokka. Getur Sjálfst.fl. verið - sterki flokkurinn. 
  2. Og ekki síst, þeir munu algerlega pottþétt vera tilbúnir til að lofa Bjarna að verða forsætisráðherra. 

 

Niðurstaða

Stefnir í hræðslubandalag gegn Framsókn? Að Sjálfst.fl. - Samfylking - Björt Framtíð. Taki sig saman, og í einum kór, ráðist að Framsókn vikurnar fram að kosningum. Í von um það, að mynda stjórn eftir kosningar?

---------------------------

Ef einhverjum finnst að ég sé að lesa of mikið í orð Bjarna, látið mig vita :)

En hann örugglega segir þetta ekki, algerlega upp úr þurru.

Gagnrýni hans á Framsókn, í svipuðum tón og gagnrýni ríkisstjórnarflokkanna og Bjartrar Framtíðar. Virðist mér augljós "ólífugrein" til þeirra flokka frá formanni Sjálfstæðisflokks.

 

Kv.


Verður áhlaup á bankana á Kýpur nk. þriðjudag?

Nú um helgina var samþykkt 4. björgunaráætlunin fyrir aðildarland evrusvæðis. Eyna Kýpur. Þ.s. umfang banka skilst mér hafi verið orðið rúmlega 8 þjóðarframleiðslur. Fyrir helgi, var lokað á "rafrænar" færslur svo þær eru blokkeraðar, á sama tíma og þeir lokuðu við enda starfsdags sl. föstudag. En þeir opna þó samt ekki fyrr en nk. þriðjudag þ.s. mánudagurinn 18/3 er almennur frídagur á Kýpur.

Depositors Pay Price in Cyprus Bailout Deal

Cypriot bank deposits tapped as part of €10bn eurozone bailout

Fyrsta sinn í sögu björgunarpakka á evrusvæði!

Er innistæðueigendum látið blæða!

"Accounts with more than €100,000 will be taxed at 9.9%, those with less at 6.75%, raising an expected €5.8 billion for the near-bankrupt nation."

Þó það sé kallað því nafni, að innistæðurnar séu skattlagðar. Þá í verki eru þær færðar niður um 9,9% eða 6,75%.

Á móti muni innistæðueigendur fá samsvarandi hlutafjáreign í viðkomandi bönkum, leið sem á að hvetja þá til að fara ekki, eftir að bankarnir opna.

Það sem næst fram, er að lækka þá upphæð - sem kýpverska ríkið þarf að taka að láni, til þess að endurfjármagna kýpversku bankana.

En AGS þverneitaði að taka þátt í björgun Kýpur, ef lánsupphæðin sem annar hefði verið um 17ma.€ þíddi að skuldsetning kýpverksa ríkisins, yrði 145%.

"That would have been an unmanageable burden for the island, whose annual economic output is less than €18 billion and shrinking."

Svo samningarnir snerust um það, að koma lánsupphæðinni niður í 10ma.€.

  • En auk þess, er Kýpverska ríkinu uppálagt, að hækka tekjuskatta á atvinnulíf úr 10% í 12,5%.
  • Selja ríkiseignir að upphæð  1,4ma.€.

Christine Lagarde, yfirmaður AGS, sagðist munu mæla með því á stjórnarfundi AGS í næstu viku, að það yrði samþykkt að AGS tæki þátt í björgun Kýpur upp á þessi býti.

Ekki vitað enn hvort það verður þá 1/3 af björgunarláni, eins og hingað til.

 

Samlíking við Ísland!

Bankarnir orðnir 8 þjóðarframleiðslur vs. 10. Þegar evrusinnar halda því fram að ísl. bankarnir hefðu ekki getað orðið ofvaxnir innan evru. Bendi ég alltaf á Kýpur. En þarna fljúga sögusagnir um rússneska mafíupeninga og peningaþvætti - sem vekur minningar. En svipaðar sögusagnir sveimuðu yfir ísl. bönkunum.

Eyjan hefur einnig minna en milljón íbúa þ.e. rúml. 800þ. Ísland rúml. 300þ. 

Og Kýpur stóð frammi fyrir mjög íslensku hruni, þ.e. yfirvofandi falli bankakerfisins, algerlega í íslenskum stíl.

En eins og að Seðlabanki Evrópu var hættur að lána ísl. bönkunum, en hann gerði það í gegnum þær bankastofnanir sem þeir áttu innan aðildarlanda ESB. Lokaði á þá nokkrum mánuðum fyrir hrunið.

Þá stóð Kýpur frammi fyrir því, að það var orðið ljóst að lokun af hálfu Seðlabanka Evrópu var yfirvofandi. 

  • Spennan snýst um það, hvort innistæðueigendur gera áhlaup á bankana nk. þriðjudag.
  • Eða hvort að þriðjudagurinn rennur upp, og verði venjulegur bankadagur.

Í annan stað þá hefur skuldsetning kýpverska ríkisins verið aukin verulega. Sem skaðar að sjálfsögðu tiltrú á getu kýpverskra stjv. til að ráða fram úr málum.

Á hinn bóginn, var sú tiltrú hvort sem er hrunin - spurningin meir hvort að fólk trúir því. Að björgunarpakkinn dugi til þess, að endurreisa hana að nýju.

Þá kemur að þeim klassíska vanda - framtíðar hagvaxtargetu.

En kýpverska bólan er akkúrat þessa stundina að "springa" og það má reikna með umtalsverðu falli hagkerfisins, að tekjur skreppa saman - húsnæðisverð lækkar - atvinnuleysi aukist - og skuldir í vaxandi mæli verði að vandamáli fyrir fólk.

Þetta auðvitað leiðir til þess að skuldirnar vaxa sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, enn frekar. Verður áhugavert að sjá, hvort fullyrðing talsmanns Seðlabanka Evrópu að skuldir kýpverska ríkisins verði komnar niður í 100% árið 2020 komi til með að standast.

En hver einasta áætlun sem Seðlabanki Evrópu hefur gert fyrir nágrannaland Kýpur, Grikkland.

Hefur verið - langt frá markinu.

Og Kýpur er sennilega einmitt núna, að byrja í sambærilegu samdráttartímabili. Má einnig koma með samlíkingu við bólukrassið á Írlandi 2009 sem leiddi til björgunarpakka 2010.

 

Niðurstaða

Ég vorkenni Kýpverjum, en þeirra vandamál eru rétt að hefjast. Kýpur er ca. þ.s. Írland var statt 2009. Nú er Írland búið að vera í kreppu í nærri 4 ár. Eða þ.s. Grikkland var statt í apríl 2010. Komin eru 3 ár af grískri Kreppu.

Samlíkingin við Ísland er einnig áhugaverð. Okkar kreppa hófst okt. 2008.

Ég held að margir muni bera saman ástand Kýpur og Íslands, eftir því sem ástand mála á Kýpur mun þróast.

Það á eftir að vera mjög mikill samdráttur og atvinnuleysi og vandræði.

Deilan um svokallaða íslenska leið vs. að skattgreiðendur beri kostnað af bankabjörgun. Mun halda áfram að magnast.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 404
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 376
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband