5.4.2013 | 00:02
Japansbanki hleypir af stokkunum öflugri prentunaraðgerð!
Ég er með yfirlýsingu Seðlabanka Japans - hérna - en þetta virðist vera róttæk aðgerð. En talað er um að 2-falda peningamagn í Japan á 2. árum. Að auki ætlar Japansbanki að kaupa mikið af ríkisbréfum ekki bara ný heldur einnig á markaði, og þá koma allt að 40 ára bréf til greina. Ekki síst, ætlar Japansbanki að kaupa bréf í hlutabréfasjóðum, sem og sjóðum sem eiga viðskipti með fasteignir - - þannig hækka verðlag bréfa í slíkum sjóðum í von um að það glæði eftirspurn almennt eftir eignum.
- "The Bank of Japan will conduct money market operations so that the monetary base will
increase at an annual pace of about 60-70 trillion yen." - "Under this guideline, the monetary base -- whose amount outstanding was 138 trillion yen at end-2012 -- is expected to reach 200 trillion yen at end-2013 and 270 trillion yen at end-2014"
- "With a view to encouraging a further decline in interest rates across the yield curve, the
Bank will purchase JGBs so that their amount outstanding will increase at an annual pace
of about 50 trillion yen."
- "With a view to lowering risk premia of asset prices, the Bank will purchase ETFs and
Japan real estate investment trusts (J-REITs) so that their amounts outstanding will
increase at an annual pace of 1 trillion yen and 30 billion yen respectively."
- "The Bank will continue with the quantitative and qualitative monetary easing, aiming to
achieve the price stability target of 2 percent, as long as it is necessary for maintaining
that target in a stable manner. It will examine both upside and downside risks to
economic activity and prices, and make adjustments as appropriate."
- Eins og sést af þessu, ætlar Japansbanki í reynd að lána ríkinu 50tl.yen á ári.
- Það ætti að vera nóg til að fjármagna verulega viðbót við framkvæmdir á vegum japanska ríkisins, sem líklega verður ætlað að örva hagkerfið.
- Það verður þó að koma í ljós akkúrat hvaða - en þ.e. ekki eins og að Japan skorti vegi eða brýr eftir framkvæmdagleði 10. áratugarins.
- Sem segir ekki að japanska ríkið geti ekkert gert - en það þarf þá líklega frekar að vera e-h annað, tja - ef ég velti fyrir mér vanda. Þá er líklega erfiðasti vandi Japans um þessar mundir. Orkumál.
- En eftir mjög stórt kjarnorkuslys sem fólk ætti enn að muna eftir, var flestum kjarnorkuverum lokað í Japan. En það hefur orsakað þann galla - - að innflutningur Japans hefur aukist mjög að verðmætum, sem hefur þurrkað út viðskiptaafgang þann sem Japan hefur verið vant að viðhalda.
- Eitthvað þarf að gera til frambúðar, til að leysa orkuvanda Japans. Aðkallandi vandi.
- Auðvitað verður ekki litið framhjá markmiðinu að auka verðbólgu.
- Það kemur sjálfsagt einhverjum á óvart, að Japansbanki vilji auka á hana.
- En vandi Japans síðan japanska bóluhagkerfið sprakk haustið 1989, hefur verið - efnahagstöðnun, sem Japan hefur ekki tekist almennilega að losna út úr.
- En með því að auka verðbólgu - - þá getur a.m.k. fræðilega náðst það markmið, að japanskur almenningur fari að eyða sínu sparifé.
- Að auki, getur fræðilega einnig náðst það markmið, að japönsk fyrirtæki sem eiga mikið af peningum, sjái einnig hag í því að verja því til einhvers.
- En í ástandi mjög lágrar verðbólgu - jafnvel verðhjöðnunar þ.e. ýmist smávegis neikvæð verðbólga eða mjög - mjög lág. Þ.e. á bilinu 0-0,5% t.d. Þá er hlutfallslega hagstætt að einfaldlega - - eiga peninga. Sitja á þeim.
- Ef það á einnig samtímis við, að virði eigna sé stöðugt eða fallandi frekar en hitt - - verður enn hagstæðara hlutfallslega að sitja á sínum peningum.
- En slíkt ástand - - ýtir undir hagkerfisstöðnun.
- Eins og þið sjáið, þá ætlar Japansbanki að hækka hlutabréfaverð sem og sem og eignaverð.
- Það skal skoðast í samhengi við aðgerðina - að hækka verðbólgu.
- En ef samtímis verðbólga er hækkuð svo það verður síður áhugavert að sitja uppi með virðisrýrnandi fé, og stuðlað er að því að virði hlutabréfa fari í hækkunarferli sem og eignaverð almennt.
- Þá virðist kannski eða a.m.k. fræðilega unnt, að sannfæra almenning um að fjárfesta í fyrirtækjum sem og eignum.
- Og í samhenginu, er líklega vonast til þess að fyrirtæki einnig muni sjá sér hag í því að nota frekar jenin sín heima fyrir, fara að fjárfesta í einhverju nýju í Japan - - ef slík uppsveifla í verðum á eignum, verðum á hlutabréfum á sér stað samtímis því að verðbólgan hvetur þau til að a.m.k. nota jenin frekar en að sitja á þeim.
Bank of Japan in Bold Bid for Revival
Kuroda Jolts Japan's Markets
Ég óska Seðlabanka Japans og ríkisstjórn Japans velfarnaðar í tilraun þeirra til að endurvekja japanska hagkerfið!
Þessi aðgerð Japansbanka mun einnig hafa margvísleg hliðaráhrif, ekki síst að virðisfella jenið gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Þetta er því einnig tilraun til að lækka gengi jensins, þannig skapa japönskum fyrirtækjum bætta samkeppnisstöðu gagnvart fyrirtækjum frá 3-löndum.
Áhugavert að skoða þessa ákvörðun í samhengi við vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu!
- Jamm - vextir óbreyttir. 9. mánuðinn í röð eru vextir Seðlabanka Evrópu 0,75%.
- "ECB" stundar ekkert "QE."
En mín skoðun er að réttmætt sé að sjá "kaup" seðlabanka á ríkisbréfum og ýmsum öðrum bréfum, fyrir prentað fé.
Sem "neikvæða" vexti.
En þetta er viðbótar losun peningastefnu, ofan á það að setja vexti niður á "0."
------------------------------
Þetta þíðir að allt í einu er evran með mun stífari peningastefnu en Japansbanki viðhefur.
Í dag eru "US Federal Reserve" og "Bank of England" einnig á fullu að prenta.
Þó Mario Draghi tali enn á þeim nótum, að "accomodative" peningastefna hans muni örva hagkerfið í Evrópu.
Þá sést það vel af þróun gengis gjaldmiðla, hvort stefna "ECB" sé lin eða ekki, sé líkleg til að örva eða ekki.
- "The BoJs moves helped push Japanese equities sharply higher, with the Nikkei 225 Average jumping 2.2 per cent.
- The dollar, meanwhile, rose 3.4 per cent against the yen, and the euro gained more than 4 per cent against the Japanese currency."
4% hækkun evrunnar gagnvart jeni á einum degi. Það er nokkuð stór sveifla fyrir þessa risagjaldmiðla. En það verða örugglega frekari hækkanir á evrunni á móti jeninu.
Þetta þíðir - að samkeppnisstaða evrópskra fyrirtækja gagnvart japönskum keppinautum, mun versna.
Og Draghi talar enn um það, að aukin eftirspurn í Asíu og Bandaríkjunum - eigi að lyfta Evrópu upp.
Þó er hann að horfa á það að evran hefur stigið verulega gagnvart helstu heimsgjaldmiðlum umtalsvert á tæpu ári, sem vinnur gegn því - - að draumurinn um útflutningsdrifinn hagvöxt komi til með að virka.
Enda bólar hvergi á hinum meinta hagvexti sem Draghi er stöðugt að rembast við að spá, að sé á næsta leiti.
Eftirfarandi orð Draghi voru áhugaverð!
"In the coming weeks, we will monitor very closely all incoming information on economic and monetary developments and assess any impact on the outlook for price stability. It is essential for governments to intensify the implementation of structural reforms at national level and to strengthen euro area governance, including the implementation of the banking union. They should also build on progress made in fiscal consolidation and proceed with financial sector restructuring."
"We are also closely monitoring money market conditions and their potential impact on our monetary policy stance and its transmission to the economy. As said on previous occasions, we will continue with fixed rate tender procedures with full allotment for as long as necessary."
Fjöldi fréttarýnenda á erlendum fjölmiðlum, vill meina að í þessum orðum. Liggi óljósar vísbendingar þess efnis, að Draghi sé a.m.k. - íhuga frekari losun peningastefnu Seðlabanka Evrópu í framtíðinni.
En Draghi og aðrir stjórnarmenn Seðlabanka Evrópu, hljóta að verða orðnir nokkuð uggandi um þann hagvöxt, sem þeir eru ítrekað að spá á þessu ári.
T.d. þessi frétt: ECB's Draghi Hints at Rate Cuts to Revive Growth
Ég leyfi fólki að draga sínar eigin ályktanir! En vel má vera að fréttarýnendur séu ívið að oftúlka!
Niðurstaða
Það stendur virkilega til í Japan að koma málum af stað á ný. Eftir löng ár stöðnunar. Mun það takast? Hef ekki hugmynd. En a.m.k. stefnir í að gerð verði virkilega "góð tilraun."
En ég get vel keypt það, að sú hugmynd Japansbanka að auka verðbólgu samtímis að bankinn kaupir bréf í hlutabréfasjóðum sem og sjóðum sem eiga húseignir - geti stuðlað að því að almenningur sem og fyrirtæki; fari að fjárfesta á ný í Japan.
En þ.e. galli umliðinna 2-ja áratuga í Japan. Að Japanir hafa verið að fjárfesta í öðrum löndum. En ekki heima fyrir. Hafa setið á sístækkandi sjóðum jena, án þess að það fé væri að vinna fyrir hagkerfið.
Það er að auki sá vandi, að skuldastaða japanska ríkisins mun vart skána - nema að aukinn hagvöxt komi til.
-------------------------
Á meðan verður það enn meira áberandi. Hve gersamlega ólíkt Seðlabanki Evrópu hefst að, í samanburði nú einnig við Japansbanka en ekki síst Seðlabanka Bandar. sem og Bretlandseyja.
En ef Seðlabanka Evrópu væri beitt með svipuðum hætti og t.d. "US Federal Reserve" þá væri hann með virkum hætti, að stuðla að lækkun vaxta í S-Evrópu. Til að hjálpa hagkerfunum þar að komast út úr kreppunni. Það getur hann t.d. gert með því, að kaupa upp slæm lán banka í S-Evr.
Með öðrum orðum, með því að hefja "QE." Samtímis væri evran ívið lægri gagnvart dollarnum, pundinu og jeninu. Og því samkeppnisstaða evr. atvinnulífs að sama skapi skárri.
Lagt saman væri það a.m.k. hugsanlegt að Evrópa gæti hafið sig upp í niðursveiflunni. Það auðvitað þíddi töluvert hækkaða verðbólgu í N-Evr. Kannski svo háa sem t.d. 6%. En í staðinn hætti þá líklega smám saman hjöðnunin í S-Evr.
Yfir nokkur ár, myndi hærri verðbólga í N-Evr. en Suður leiðrétta samkeppnishæfnisvanda S-Evr. ríkja gagnvart N-Evr. ríkjum.
Deilan um peningastefnuna innan evrusvæðis mun örugglega halda áfram að magnast - en N-Evr. ríkin standa gegn slíkum breytingum. Meðan að S-Evr. ríkin hrópa stöðugt hærra á þær.
Og þegar ljóst verður líklega síðar í ár - að það virkilega er ekki að verða neinn viðsnúningur. Þá mun sú deila magnast enn meir.
Eitthvað þarf að láta undan - - svo ekki verði "sprenging" af einhverju tagi innan samstarfsins um evruna.
Kv.
4.4.2013 | 01:28
Kominn tími til að binda enda á N-kóreönsku ríkisstjórnina?
Ég hélt að N-kóreanska ríkisstjórnin, væri kominn á hæsta stig klikkunarinnar. En á miðvikudag bætti N-kóreanska ríkisstjórnin heldur betur í. Eins og sjá má af eftirfarandi fréttapistlum:
Hóta stríði innan tveggja daga
U.S. to send missile defenses to Guam over North Korea threat
US moves missile defences to Pacific after North Korea nuclear threat
US to send missile-defence unit to Guam
-------------------------------------------
Upplýsingar um "T.H.A.A.D" kerfið sem Bandaríkin hafa ákveðið að koma fyrir á Guam!
Þetta er eina varnarkerfið sem Bandaríkin eiga þessa stundina, sem getur a.m.k. "fræðilega" skotið niður langdrægar eldflaugar frá N-Kóreu.
En að auki eiga kanar svokallað Patriot kerfi, sem í dag er í sinni 4 útgáfu. En þá fyrstu sáum við fyrir allnokkrum árum í fyrra Persaflóastríði. Munurinn er THAAD er að það kerfi er búið öflugari gagnflaugum sem eiga að geta náð að skjóta niður óvinaflaug á meira færi.
Sem er krítískt ef menn halda að hugsanlega geti viðkomandi flaug verið búin kjarnasprengju.
-------------------------------------------
- "North Korea said late on Wednesday that it had ratified a merciless operation against the US, according to the state news agency KCNA."
- "The North Korean response could include a lighter and diversified nuclear strike."
- "Pyongyang said it had ratified a potential strike because of U.S. military deployments around the Korean peninsula that it claimed were a prelude to a possible nuclear attack on the North."
- "The United States said on Wednesday it would soon send a missile defense system to Guam to defend it from North Korea, as the U.S. military adjusts to what Defense Secretary Chuck Hagel has called a "real and clear danger" from Pyongyang."
- ""Some of the actions they've taken over the last few weeks present a real and clear danger," Hagel told an audience at the National Defense University in Washington."
-------------------------------------------
Það er áhugavert að Bandaríkin kjósa snögglega að koma gagnflaugakerfi fyrir á landsvæði Bandaríkjanna, líklega innan skotfæris eldflauga frá N-Kóreu!
Það segir a.m.k. það, að Bandaríkin líta ekki á það sem "absúrd" að valdaklíkan í N-Kóreu taki slíka bandbrjálaða ákvörðun. Eins og ég benti á í Hvað ætli að geðsjúklingarnir í N-Kóreu séu að hugsa? er Kim Jong-un 3-kynslóð Kimma við völd í N-Kóreu.
Þetta er ríkisstjórn sem hefur svelt milljónir eigin landa í hel. Sem viðheldur skipulögðum þrælabúðum umkringdum girðingu með gaddavír sem er haldið rafmagnaðri með banvænum skammti af raflosti ef einhver snertir. Og síðan fyrir utan bíða verðir með skipun um að skjóta til bana hvern þann sem sleppur í gegn - svo ólíklega. En samt hafa einhverjir örfáir sloppið úr þessu helvíti og sagt frá.
Síðan tók forseti S-Kóreu áhugaverða ákvörðun strax eftir helgi sbr. Er nýtt Kóreustríð að hefjast? en skv. henni, þarf herlið á tilteknu svæði sem verður fyrir skotárás frá N-Kóreu, ekki lengur heimild hernaðaryfirvalda. Til þess að svara þegar í stað í sömu mynt.
- Bæti einu við, að fyrir sl. helgi tók Kim Jong-un þá furðulegu ákvörðun að segja upp vopnahléssamkomulaginu við S-Kóreu.
- Síðan 1953 hefur það vopnahlé ásamt gætinni stefnu S-Kóreu sjálfrar, verið þ.s. hefur forða stríði milli ríkjanna.
Reynsluleysi Kim Jong-un getur verið að spila rullu!
Það er ekki víst að hann geri sér grein fyrir því hve hættuleg sú ákvörðun var, að segja upp vopnahléssamkomulaginu.
En fyrri Kimmar gættu þess ávalt að - stíga ekki þetta skref. Þó svo að oft áður hafi skapast spenna á milli ríkjanna.
Og það sé nánast ritúalískt að öðru hvoru endurtaki N-Kórea þann leik, að koma fram með hótanir. Egna til spennu. Og hingað til fær N-Kórea e-h fyrir sinn snúð. T.d. pening eða mat eða e-h annað.
Nokkurs konar form af fjárkúgun!
-------------------------------------------
En nú eftir uppsögn vopnahléssamkomulagsins, geta næstu mistök N-Kóreu einfaldlega startað styrjöld, þeirri sem margir hafa óttast að verði sl. 50 ár.
Það er virkilega eins og Kim Jong-un ani áfram án þess að átta sig á því hvílíka hættu hann hefur sett sig í.
En þ.e. fátt sem bendir til þess að það sé Kim Jong-un og elítunni í N-Kóreu í hag, að starta stríði. Enda lifir elítan fámenna í vellystingum. Meðan almenningur sveltur. Og ekki bara á hungri sinna landsmanna, heldur á skipulögðu þrælahaldi sinna landsmanna.
Allt þetta missir elítan, valdaklíkan, ef kemur til stríðs.
En ég treysti mér ekki að útiloka, að svo einangruð sé hún orðin.
Og jafnvel veruleikafirrt, sbr. nýjustu yfirlýsingar hennar sem sjá má hlekkjað á að ofan, að hún starti stríði - eiginlega af slysni.
En líklega er það ekki ætlun þessa heimska liðs, en með aula við stjórn - sem þegar hefur tekið fáránlega heimska ákvörðun sem verður ekki tekin aftur. Að binda enda á eina samkomulagið sem hefur komið í veg fyrir stríð síðan 1953.
Þá sýnist mér virkilega að það geti hafist á næstunni!
Niðurstaða
Málið er að svo svakalega hryllileg er þessi stjórn. Að það sennilega er þess virði að hún farist. Þó svo það hugsanlega kosti eina milljón manns lífið. En einn áratugur til viðbótar með þessa klíku við völd. Gæti kostað það sama eða svipað, jafnvel meira. 50 ár til viðbótar, algerlega pottþétt a.m.k. það.
Heilli þjóð er haldið frá vöggu til grafar í ástandi. Sem vart verður líkt við annð en ánauð. Allan tíman í nær fullkomnu lögregluríkisástandi. Þar sem mjög líklega eru stundaðar tilviljanakenndar handtöku til þess að viðhalda þrælabúðunum sem framleiða fyrir herinn og elítuna.
Kim Jong-un örugglega í fullkominni heimsku, sagði upp vopnahléssamkomulaginu.
Þegar forseti S-Kóreu einnig hefur veitt sínum her heimild til að skjóta tafarlaust á móti, þegar N-kóreanski herinn sýnir yfirgang. Getur allt gerst - hvenær sem er!
En ég mynni á að 2010 lét N-Kórea samfellt í nokkrar klukkustundir rigna sprengjum á S-kóreanska eyju sem er skammt undan strönd N-Kóreu. Og þ.e. ekki svo langt síðan heldur, að N-Kórea sökkti S-kóreönskum tundurspilli sem kostaði tugi S-kóreanska sjóliða lífið. Talið að hann hafi verið skotinn niður af kafbát. Tundurskeytaárás líklega.
"Time for closure" segi ég!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2013 | 23:11
Aukning samdráttar iðnframleiðslu á evrusvæði!
Komnar lokatölur fyrir mars frá fyrirtækinu MARKIT sem birtir reglulega svokallaða Pöntunarstjóra Vísitölu. En þessi vísitala er unninn þannig að pöntunarstjórar helstu fyrirtækja í tilteknum aðildarríkjum evrusvæðis. Fá mánaðarlega sendan spurningalista. Á þeim svörum eru byggðar þessar niðurstöður.
Aukning eða minnkun pantana, gefur að sjálfsögðu upplýsingar um það hvað er í gangi í atvinnulífinu.
Tölur yfir 50 er aukning / tölur undir 50 er minnkun!
Þetta sinn eru þetta tölur yfir pantanir iðnfyrirtækja á evrusvæði!
----------------------------------------------------
Markit Eurozone Manufacturing PMI® final data
- Final Eurozone Manufacturing PMI at threemonth low of 46.8 (flash: 46.6).
- Output and new orders fall at stronger rates, driving further job losses.
- PMIs fall in almost all countries, with modest decline in Germany accompanied by steep downturns in France, Spain and Italy.
Countries ranked by Manufacturing PMI® (Mar.)
- Germany 49.0 2-month low
- Ireland 48.6 14-month low
- Austria 48.1 3-month low
- Netherlands 48.0 10-month low
- Italy 44.5 7-month low
- Spain 44.2 5-month low
- France 44.0 3-month high
- Greece 42.1 2-month low
----------------------------------------------------Skoðið undirhlekki með frekari upplýsingum!
Það fyrsta sem vekur athygli, er samdráttur yfir línuna. Ekkert land mælist nú í aukningu.
En um nokkurt skeið hefur verið aukning á Írlandi, samdráttur er ný þróun. Vona Íra vegna að þetta sé bara skammtímasveifla.
Áhugavert að samdráttur pantana iðnfyrirtækja í Hollandi er 2%. Spurning hvort það fari ekki að hafa áhrif á þá pólitísku sýn sem enn virðist njóta stuðnings pólit. elítunnar þar, að rétta meðalið sé niðurskurður - en Holland hefur verið mjög duglegt í útgjalda niðurskurði. Skilst að sá sé orðinn alls 7% af þjóðarframleiðslu, frá ca. 2008. Sem er töluvert! Þrátt fyrir þetta hefur þeim ekki tekist að ná ríkishalla í 3% lágmarkið. Pólit. elítan virðist enn hafa áhuga á að Holland sé fyrirmynd í útgjaldaniðurskurði.
En þetta er stefna sem getur komið Hollandi mögulega í koll, en þar kemur til að skuldsetning almennra húsnæðiseigenda er hvergi á evrusvæði hærri sem hlutfall af tekjum. Hollenska ríkið er einna minnst skuldsett af aðildarríkjum evrusvæðis. En ef efnahagssamdráttur heldur áfram, gæti skollið á húsnæðislánakreppa - sem hugsanlega gæti neytt hollenska ríkið til að aðstoða eigið fólk. Tja, hér þykja 100% lán hafa verið mjög ábyrgðalaus - - en hvað um 110% sem leyfð voru í Hollandi?
Kreppulöndin 4: Ítalía, Spánn, Frakkland og Grikkland. Þrátt fyrir samdrátt yfir línuna. Eru bersýnilega í sérflokki, með samdrátt pantana iðnfyrirtækja upp á: 5,5% - 5,8% - 6% og 7,9%.
Frakkland kemur reyndar skár út úr tölum yfir pantanir iðnfyrirtækja - en í samanburði á pöntunum þjónustufyrirtækja sem ég sá nýverið þá mældist samdráttur milli 7 og 8%.
Sem er vísbending þess, að neysla í Frakklandi sé virkilega í öflugum samdrætti.
Kannski eru pantanir erlendis frá aðeins að halda uppi frönskum iðnaði í samanburði.
Erlendar fréttastofur fjölluðu einnig um niðurstöður MARKIT:
Data Show Fading Euro-Zone Economy
Svo var önnur áhugaverð frétt í Financial Times:
Eurozone SMEs struggle to access finance
En skv. þeirri frétt hefur aðgangur smærri fyrirtækja á evrusvæði að fjármögnun, versnað verulega síðan kreppan hófst 2008.
Að auki - sem er önnur slæm þróun - að bilið milli vaxta sem fyrirtæki fá eftir aðildarríkjum evrusvæðis, hefur breikkað aftur eftir að það mjókkaði e-h seinni hl. sl. árs.
Skv. greiningu Deutche Bank sem vitnað er í, séu meðalvextir til fyrirtækja á Spáni og á Ítalíu um þessar mundir. Ca. 3,5% hærri en til alveg sambærilegra fyrirtækja í Þýskalandi.
Það munar verulega um þetta! Í kreppuhrjáðum löndum S-Evrópu.
- Það er mikið vandamál fyrir peningastefnu Seðlabanka Evrópu.
- Að það skuli að vera að þróast allt annað vaxtaumhverfi í S-Evrópu, heldur en Norður.
Það eiginlega skemmir gersamlega þau rök Mario Draghi - að "accomodative" vextir Seðlabanka Evrópu séu að hvetja til hagvaxtar.
Að auki bætist við að gengi evru er verulega hærra í ár en sl. ár - - sem er annað högg í knérunn landanna í S-Evrópu.
En gengi skiptir verulega máli fyrir þau ríki, því þeirra framleiðsla er vanalega ódýrari. Sem þíðir að verðið á gjaldmiðlinum vigtar hlutfallslega meira. En t.d. fyrir Þýskaland.
Skv. Financial Times er Seðlabanki Evrópu þegar farinn að draga í land með fullyrðingar um - yfirvofandi viðsnúning á evrusvæði.
En þvert á móti að e-h bóli á slíku, virðist kreppan frekar en hitt vera á leiðinni í hina áttina.
Niðurstaða
Ég veit ekki hvað það er sem getur minnkað það vaxtabil sem er orðið viðvarandi ástand á evrusvæði. Nema að hreinlega að "ECB" hefji svokallað "QE" þ.e. eins og einn "analisti" nefndi sem FT ræddi við í frétt FT að ofan. En fræðilega ef "ECB" einbeitti sér að því að kaupa slæmar skuldir banka í S-Evr. þá gæti það stuðlað að auknu framboði lánsfjár í þeim löndum, og þar með því að vextir myndu fara niður.
En slíkt "asset purchasing" er eitur í beinum þeirra hagfræðinga sem mestu ráða í ríkjum N-Evr.
En þetta hafa "US Federal Reserve" og "Bank of England" verið að gera á fullu. Og þannig tryggt framboð af ódýru lánsfé.
En hækkandi vaxtaumhverfi, er að sjálfsögðu mjög eitruð pilla í ríkjum þ.s. allt fer saman; efnahagssamdráttur, vaxandi atvinnuleysi, vaxandi fjöldi lánþega sem ekki ráða við sínar skuldir, vaxandi fjöldi fyrirtækja sem rúlla vegna þess að þau ráða ekki við sínar skuldir.
Það eitt að lækka verulega vaxtaumhverfið í S-Evr. Gæti slegið umtalsvert á samdráttinn í gangi í þeim hagkerfum.
-------------------------
En haukarnir meðal hagfræðinga í N-Evr. sem virðast viðhafa það prinsipp að markaðsinngrip seðlabanka séu yfirleitt af því ílla. Markaðurinn eigi að starfa án truflunar.
Eru líklegir að leggjast gegn slíkum aðgerðum. Og gera sitt besta til að blokkera aðgerðir af slíku tagi áfram.
- En þetta leiðir til þess - að vaxtastefna "ECB" virkar ekkert í S-Evrópu.
- Stýrivextirnir 0,75% sem Mario Draghi segir hvetja hagkerfið, virka þá bara í N-Evr.
Til að bæta gráu ofan á svart eins og ég nefndi að ofan, er gengi evru hærra en á sl. ári.
- Ef "ECB" ætlaði að berjast við kreppuna, þá myndi hann hefja "asset purchasing program" með fókus á S-Evr. og að auki beita sér fyrir gengislækkun evrunnar.
En þetta er hvorttveggja ólíklegt að fá brautargengi, vegna andstöðu N-Evr. ríkjanna.
Meðan sýna allar tölur að S-Evrópa er föst í mýri. Án nokkurra sjáanlegra endaloka á því ástandi.
Maður veltir fyrir sér - hvenær samfélögin í S-Evr. gefast upp?
Hvenær eru er mælirinn fullur - fórnirnar ekki lengur bærilegar?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.4.2013 kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2013 | 19:28
Er nýtt Kóreustríð að hefjast?
Samkvæmt frétt Reuters hefur Suður Kórea tekið hættulega ákvörðun. En eftirfarandi er haft eftir forseta S-Kóreu "If there is any provocation against South Korea and its people, there should be a strong response in initial combat without any political considerations,."
Samkvæmt Reuters hefur forseti S-Kóreu tekið þá "hættulegu ákvörðun" að veita svæðis herforingjum rétt til að svara árásum í sömu mynt - án þess að fyrst leita samþykkis yfirherstjórnar.
"The South has changed its rules of engagement to allow local units to respond immediately to attacks, rather than waiting for permission from Seoul."
Sjá frétt Reuters: South Korea vows fast response to North; U.S. deploys stealth jets
Af hverju er þetta hættulegt?
Málið var að síðast þegar hættuástand var 2010, er N-kóreaskar hersveitir gerðu stórskota-árásir á eyju nálægt N-kóresku landi, sem tilheyrir S-Kóreu. Þá þóttu viðbrögð yfirherstjórnar S-Kóreu sein og vanmáttug. En harðar stórskotaárásir N-Kóreuhers, stóðu yfir í nokkra klukkutíma. Ollu miklu tjóni á eynni. En voru hættar áður en yfirherstjórn S-Kóreu var búin að ákveða - hvernig ætti að bregðast við.
Lítið var síðan gert í kjölfarið. Nú vilja menn standa sig - í vissum skilningi. Betur.
En munurinn á 2010 og nú, er að nú er bakgrunns ástandið miklu mun varasamara.
Því N-Kórea hefur sagt upp vopnahléinu. Sem í gildi hefur verið síðan 1953.
Eini munurinn á heitu stríði og núverandi ástandi - er að þ.e. enginn byrjaður að skjóta.
-------------------------------
Svo þið sjáið af hverju ákvörðun forseta S-Kóreu er - hættuleg. Því það þíðir að yfirmenn sem stjórna litlum hluta heildarheraflans, geta í reynd hafið stríð!
En augljóslega er sú atburðarás mun varasamari en síðast, að ef undirforingi sem ræður litlum hluta víglínunnar - ákveður að láta menn sína ógna/ögra Sunnan mönnum. T.d. með því að skjóta nokkrum skotum yfir víglínuna. Eða sá lætur sína menn sækja mjög ögrandi fram - alla leið að sjálfri línunni.
Hættan er að ef á sama tíma, að mótherjinn er einnig ör í skapi - að sá mæti slíkri ögrun með því að; ganga skrefinu lengra.
Á stuttum tíma, geti skapast atburðarás "tit for tat" sem leitt gæti til stríðs, án þess að æðstu yfirmenn beggja herja hafi í reynd fyrirhugað þá útkomu.
Orðið - púðurtunna.
Á svo sannarlega við núna.
Niðurstaða
Mér virðist ástandið á landamærum S-Kóreu og N-Kóreu orðið svo bráðeldfimt. Að það eigi við að af litlum neista geti orðið mikið bál.
Ef menn fara ekki fljótlega að kæla ástandið. Þá getur hvað sem er gerst á næstu dögum.
Þ.e. mjög varasamt að viðhalda svo mikilli spennu - dögum saman.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.4.2013 | 00:30
Stefnir í pólitíska ringulreið á Ítalíu?
Á Ítalíu er búið að vera pólitísk pattstaða síðan í kosningunum í febrúar. 3 stórir flokkar eru nú í dag á þingi. Það er Hægri Fylking Berlusconi. Vinstri Fylking Bersani. Síðan er það mótmælahreyfing Beppe Grillo kölluð 5-Stjörnu Hreyfing.
- Til að einfalda málið, þverneitar 5-Stjörnu Hreyfingin að vinna með "gömlu spilltu flokkunum" og vill aðrar kosningar, sem fulltrúar hennar telja að þeir vinni. Dreymir um að komast til valda. Og hrinda í verk sinni pólitísku byltingu.
- Berlusconi er tja Berlusconi, eins ótraustverðugur og ótrúverðugur og hingað til, eins spilltur og hingað til. En hann hefur lagt til að Hægri Bandalagið og Vinstri Fylkingin myndi stjórn saman. Kaldhæðnir analistar segja, að Berlusconi leggi þetta tilboð fram í áróðursskyni eingöngu. En hann reikni aldrei með því að því verði tekið. Að hann þurfi að standa við það. Læt það liggja milli hluta.
- Vinstri Fylking Bersani, tja - segist ekki taka í mál að mynda stjórn með Berlusconi. Og hefur undanfarið verið með tilraun til þess að sannfæra 5-Stjörnu Hreyfinguna um það, að umbera minnihlutastjórn sem flokkur Bersani myndi mynda. Nú, fræðilega getur það virkað ef 5-Stjörnu Hreyfingin situr alltaf hjá þegar greitt er atkvæði um vantraust. Þ.s. Vinstri Hreyfingin hefur ívið fleiri þingmenn heldur en Hægri Fylking Berlusconi. En í vikunni fyrir páska. Varð ljóst að þessar tilraunir hafa runnið út um þúfur. Og talsmaður 5-Stjörnu Hreyfingarinnar áréttaði afstöðu hennar, þess efnis að ekki komi til greina að styðja slíka stjórn með nokkrum hætti. Að ef Bersani reyndi að lýsa slíka myndaða. Myndu þingmenn 5-Stjörnu Hreyfingarinnar fella hana þegar.
- Bæti einu við. Að flokkarnir 3 eru sammála um eitt. Að hafna því að embættismannastjórn væri sett á fót.
- Svo eitt enn. Að Napolitano forseti sem er 87 ára, en víst enn klár í kollinum, hans tímabil sem forseti klárast þann 15. maí nk.
- Vandinn er sá, að á Ítalíu er það hlutverk þingsins að kjósa forseta.
- Og nú er það svo klofið að mjög ólíklegt er að það sé fært um að skipa nýjan.
- Ég veit ekki hvað gerist á Ítalíu - ef tímabil forseta rennur út. Og enginn er skipaður í stað Napolitano. Ég meina - ég veit ekki hver þá hefur þingrofsvald.
Italian president at center of storm as deadlock continues
Italys president moves to break election deadlock
Ég veit ekki hvort þetta þíðir að stjórnlagakrísa er framundan á Ítalíu.
Hitt er víst, að Napolitano lýsti yfir nú fyrir helgi, að hann ætlaði sér að gera úrslita tilraun til að mynda nýja stjórn - líklega að láta reyna á það hvort unnt sé að fá þá Bersani og Berlusconi að vinna saman - það væri ekkert hæft í orðrómi þess efnis að hann ætlaði að hætta áður en kjörtímabil hans klárast.
En Bersani fyrir kosningar sagði í vitna viðurvist, að ef það gerist að ekki sé möguleiki að mynda meirihluta án Berlusconi, kjósi hann frekar - aðrar kosningar.
En þ.e. ljóst að menn óttast - > 5 Stjörnu Hreyfinguna!
Niðurstaða
Pólitíska krísan á Ítalíu hefur fallið dálítið í skuggann undanfarið. Vegna annarra atburða. En mér virðist það stefna í aðrar þingkosningar. En kannski verður mynduð þessi samflokka stjórn Berlusconi-Bersani. En ljóst er að Bersani fyrirlítur Berlusconi líklega af fullkominni einlægni. Það verður að auki erfitt fyrir hann að kyngja fyrri yfirlýsingum. Að alls ekki komi til greina að mynda stjórn með honum. Ef þ.e. eini valkosturinn, þurfi að kjósa aftur.
En uppgangur 5-Stjörnu Hreyfingarinnar, setur ákveðinn beyg að mönnum. Og það verður að segjast. Að það getur vel verið. Að fylgi hennar aukist. Ef kosið verður aftur.
Ef hún kemst til valda. Beppe Grillo getur ekki orðið þingmaður, en kannski getur hann orðið ráðherra. Hann hefur verið með stórar yfirlýsingar um að hreinsa duglega út. Skófla út þessu spillta liði. Friðsöm bylting eiginlega.
Ef mótmælahreyfing af slíku tagi kemst til valda á Ítalíu. Hvað gerist þá?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2013 | 01:48
Hvað ætli að geðsjúklingarnir í N-Kóreu séu að hugsa?
Hegðan N-Kóreu hefur líklega aldrei verið eins "undarleg" og í allra síðustu tíð. En það sem ég óttast er að N-Kórea standi frammi fyrir 3-kynslóðarvandanum. En þ.e. þekkt með fjölskyldufyrirtæki að 3-kynslóðin leggur það gjarnan í rúst. Sú sem aldrei hefur upplifað að þurfa að hafa fyrir lífinu.
Þannig séð má líkja N-Kóreu við fjölskyldufyrirtæki.
Nú er einmitt 3-kynslóð Kimmana við völd.
Ungur maður, sem aldrei hefur þurft að kynnast erfiðleikum venjulegs lífs, verið alinn upp með þjóna allt í kringum sig allt sitt líf; gekk í dýran einkaskóla í Sviss.
Sem er sérstaklega rekinn fyrir yfirstéttar snobblið. Sem vill ekki að börnin þeirra, séu í nokkrum tengslum við pöpulinn.
Verður 3-kynslóðin Kimmunum að falli?
Bilunin hefur náð nýju hámarki: North Korea says enters "state of war" against South
U.S. Pledges Further Show of Force in Korea
Þetta kom fram í yfirlýsingu á laugardagskvöld, að ástands stríðs ríkti nú á milli Suður og Norður Kóreu.
En N-Kórea hefur formlega sagt upp vopnahléssamningnum sem í gildi hefur verið síðan vopnuðum átökum lauk og milli herja Sameinuðu Þjóðanna 1953 og Kína, með þátttöku N-Kóreu.
Að sjálfsögðu reikna sérfræðingar með því að þetta sé sýndarmennska að hálfu Kim Jong-un.
Því annað væri "bilun."
En hvað ef Kim Jong-un er það veruleikabrenglaður?
------------------------------
Það er einmitt málið, að engin leið er að vita í raun og veru. Hversu góðum tengslum við veruleikann hann er.
En þarna hefur verið nú um áratugi fyrirkomulag þrælsótta, þ.s. yfirmenn eru reglulega hreinsaðir eins og var venjan hjá Stalín.
Þetta getur þítt, að enginn í reynd þori að segja Kim Jong-un nákvæmlega sannleikann.
Og að gerðir Kim Jong-un m.a. einkennist af skertri veruleikasýn!
En ég ítreka, að hann hefur alltaf verið einangraður inni í veruleika þjóna og vellystinga, tja sem má líkja við síðasta keisarann af Kína. Þó hann hafi verið í skóla í Sviss innan um snobb-börn forríks fólks annars staðar frá. Er erfitt að sjá að slíkt hafi líklega dugað til að koma honum í samband við það ástand sem raunverulega er fyrir hendi í N-Kóreu.
Sama tíma eins og tja, syni mafíósa. Hefur honum væntanlega verið innrætt þörfin fyrir að sýna engan ótta út á við. Þvert á móti, að nauðsynlegt sé að sannfæra heiminn um eigin mátt.
Sérstaklega sem ungur leiðtogi, ný tekinn við. Örugglega verið kennt, að það þurfi ávallt að skipa þá sem eru honum hollir - hreinsa þá sem hollir voru fyrirrennaranum.
------------------------------
Þarna baki luktum dyrum er líklega enn til staðar valdabarátta, þ.s. Kim Jong-un er að leitast við, að skapa sér hollustu þeirra sem undir honum eru.
Mér sýnist hættan augljós á því, að hann meti aðstæður - rangt!
Hann starti stríðsátökum sem N-Kórea getur ekki mögulega unnið.
- En þ.e. mjög hugsanlegt að hin eingangraða klíka inniberi aðila, sem ofmeta hættuna á því að S-Kórea og Bandaríkin séu líkleg til að ráðast á að fyrra bragði.
- En Bandaríkin og S-Kórea eru með í gangi umfangsmiklar sameiginlegar heræfingar, ekki síst sem svar við - ögrandi tilburðum Kim Jong-un síðan hann tók við völdum.
- Sama tíma ofmeti þeir getu eigin herafla -- og útkoman geti verið. Herfileg mistök.
Ef kemur til stríðs augljóslega á N-kóreski herinn ekki nokkra möguleika!
Hann er fjölmennur. Á pappírnum yfir milljón. En hann samanstendur af hergögnum sem sum hver eru alla leið frá Seinna Stríði. Og síðan rússneskum og kínverskum hertólum sem yfirleitt eru ekki yngri en ca. 40 ára.
Þeir hafa einhverja eigin hergagnaframleiðslu. Hafa smíðað eigin endurbættar útgáfur eldri kínv. og rússn. skriðdreka. Og að auki bætt eitthvert hlutfall af sínum gamla búnaði tæknilega.
En samt sem áður er enginn vafi, að S-kóreski herinn tæknilega séð stendur N-kóreska hernum langtum framar.
Sennilega á S-kórea besta skriðdreka í heimi! :"Details of the composite armor of the Black Panther are classified. The frontal armor has been proven to be effective at defeating the 120 mm APFSDS round fired from the L55 gun."
- Ath. að L55 byssan er sú sem K2 skriðdrekinn er búinn.
- Svo hann getur ekki skotið á færi í gegnum eigin brynvörn.
- Sem er frekar - magnað!
En það segir mér að afskaplega ólíklegt sé að N-kóreski herinn hafi nokkra byssu, sem geti skotið í gegnum þá brynvörn.
Og hafandi í huga hann getur skotið 20 skotum per mínútu. Þó svo að "composite armour" sé þannig, að unnt sé að mylja sér smám saman leið í gegn með því að hitta trekk í trekk sama blettinn.
Þá væri það mjög ólíklegt að það gengi vel, meðan að sá S-kóreski væri að sprengja þá N-kóresku tja segjum 5-10 stykki per mínútu. Og hann væri örugglega ekki einn á ferð. Einnig á stöðugri hreyfingu.
-----------------------------
Þessir eru líklegir til að fara í gegnum N-kóreska herinn eins og þreskivél í gegnum hveitiakur.
Hvað gerðist þá ef stríð ætti sér stað, þ.e. N-Kórea hefur það?
Mig grunar að Kína sennilega láti það gott heita. Að S-Kórea leggi þá N-Kóreu undir sig. Þó líklega umberi Kína ekki að bandar. her sé til staðar á landi fyrrum N-Kóreu.
En S-Kórea til að friða Kína. Getur boðið að ekki sé til staðar S-kóreskur her í verulegum fjölda innan fyrrum N-Kóreu, eftir að landið hefur allt verið hernumið.
------------------------------
Meginvandinn væri líklega það hjálparstarf sem þyrfti að hrinda í verk.
En ástand íbúanna er líklega slíkt, að það þyrfti stórfellda alþjóðlega aðstoð.
Að auki er líklega nærri allt í landinu þ.e. innviðir. Ónýtir.
- Yrði gríðarl. álag að byggja þetta land upp fyrir S-Kóreu.
Spurning hvort að heimurinn - taki ekki þátt í þessu?
------------------------------
Svo er það auðvitað það, að alla stjórnendur N-Kóreu, þyrfti að færa fyrir Alþjóðlega Mannréttindadómstól Sameinuðu Þjóðanna. Ég er að tala um þann sem nefndur er ICC "International Criminal Court."
Sem settur var á fót til höfuðs þeim sem fremja glæpi gagnvart mannkyni, hvaðan sem þeir eru.
Það væru líklega umfangsmestu réttarhöld sem haldin hafa verið, síðan Nurnberg réttarhöldunum frægu.
------------------------------
En með þessu myndi kvöl og pína N-kóresku þjóðarinnar taka enda.
En ég held að N-Kóre sé eins og eggskurn - þ.e. hörð að utan.
En mjúk að innan, þ.e. um leið og þrælsóttinn bili - þá gufi ríkið upp.
- Það myndi ekki koma mér á óvart, eftir fyrstu orrusturnar. Þá muni heilu hersveitirnar gefast upp án bardaga.
- En fyrst í stað mun óttinn við eigin yfirmenn og kommissara flokksins, reka hermennina áfram.
En um leið, og það verður klárt að herinn stendur frammi fyrir stórfelldum óförum. Þá grunar mig, að sá agi sem þrælsóttinn skapar. Bili.
Það verði harðar og mjög mannskæðar orrustur framan af!
En síðan verði hrunið mjög hratt - eftir það á N-kóreska ríkinu.
Stór svæði líklega verði tekin nánast án nokkurra bardaga, þegar á lýður.
------------------------------
Kjarnavopn? Líklega eiga N-kóreumenn ekki eiginlega kjarnaodda, þ.e. sprengjur sem unnt er að setja í t.d. eldflaugar. En það má vera að þeir geti komið sprengju fyrir á eigin landsvæði. Og hótað að sprengja hana. En þetta lið er örugglega nægilega bilað til að reyna e-h slíkt.
Það væri þá stærsta "hostage" mál sögunnar. En þ.e. samt ekki svo auðvelt að flytja sprengju á milli staða. En þær gefa frá sér geislun ef þær eru ekki fluttar í nægilega skýldum flutningagámi, til þess að þ.e. vel unnt að nema það úr t.d. flugvél sbr. njósnavél.
Og það væri standard að eyðileggja öll flutningatæki, sem sjást á vegum. Svo mjög hratt myndi Kim glata frá sér þeim möguleika að færa slíka sprengju á milli staða.
- Líklegasta staðsetningin væri sú eina herstöð þ.s. slíkar sprengjur þær sem til eru, væru varðveittar.
- Það gæti orðið síðasta afdrep - Kim. Meðan landið allt væri að falla í kringum hann.
- Ætli samningar endi ekki þannig - að hans eigið lið svíki hann. Afhendi án þess að sprengjan verði sprengd. Fái mútufé í staðinn.
Niðurstaða
Er stríð að hefjast? Ég hef ekki hugmynd um það. Og ég held að enginn "sérfræðingur" í reynd viti það. En ég held að a.m.k. sé hugsanlegt að svo sé.
N-kóreska valdaklíkan sé nú svo óútreiknanleg, að engin leið sé að vita þ.e. reikna hana út með fullvissu.
Þetta sé langsamlega hættulegasta ríki heims. Því fyrr sem það hrynur því betra. Jafnvel þó svo það kosti umlsverðar mannfórnir.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.3.2013 | 00:20
Innistæðueigendur tapa öllu á Kýpur!
Ég er að tala um innistæður ofan við 100þ.. Ekki þær sem eru innan við eða upp að 100.. En skv. frétt Reuters er tap innistæðna umfram 100þ. mjög mikið. Mér sýnist að skv. lýsingu Reuters séu líklega innistæðueigendur að tapa öllu fé umfram 100þ. í tveim stærstu bönkum Kýpur.
Big depositors in Cyprus to lose far more than feared
"Under conditions expected to be announced on Saturday, depositors in Bank of Cyprus will get shares in the bank worth 37.5 percent of their deposits over 100,000 euros, the source told Reuters, while the rest of their deposits may never be paid back."
Þeir fá með öðrum orðum - ekkert greitt út af því fé sem er umfram 100þ..
En skv. frétt fá þeir hlutafé í endurreistum bönkum á Kýpur skv. skráðu virði þeirra bréfa, sem fræðilega væri 37,5% af andvirði þeirra innistæðna umfram 100þ..
Ég þarf vart að taka fram, að þessi bréf verða í reynd "sára lítils virði."
Svo við erum að tala um nærri því algert afhroð.
"The toughening of the terms will send a clear signal that the bailout means the end of Cyprus as a hub for offshore finance and could accelerate economic decline on the island and bring steeper job losses."
Mér finnst áhugavert hve ákveðnar stofnanir ESB og aðildarríki ESB virðast í því að tryggja það, að bankabissness Kýpverja - sé virkilega særður banvænu sári.
- En það að sjálfsögðu þíðir gríðarlegt efnahagslegt afhroð!
- En höfum í huga að Kýpur hefur ekki eins og við:
- Gjöful fiskimið.
- Orkuauðlindir sem veita störf.
- Heldur eingöngu ferðamennsku. Sem við höfum að auki.
Þannig að efnahagsáfall þeirra verður líklegra hlutfallslega - dýpra.
Þetta er af hverju ég held að Kýpur sé mjög líkleg til að enda í ástandi greiðsluþrots, því við skuldastöðu 150% sem er ca. núverandi ástand, þá þíðir 25% hagkerfishrun - sem er varlega áætlað og verður örugglega verra en það; að skuldirnar fara þá í 225%. Án þess að gera ráð fyrir kostnaði t.d. v. samfélagsvanda sem kreppan mun valda, viðskiptahalla og halla á ríkinu.
- Þarna er þó gasauðlind innan efnahagslögsögu - en sem ekki er enn farið að vinna.
- Og til þess að nýta hana, þarf að semja um sameiginlega nýtingu við Kýpur Tyrki.
- Sem líklega þíðir, að fyrst þarf að ljúka friðarsamkomulagi á eynni.
Sem þíðir það, að mörg ár geta enn liðið, áður en unnt verður að fara í það verk, að hefja vinnslu.
Þó líklega nú, eftir hrun bankabissnessins, þá hafi grískumælandi Kýpurbúar mjög öfluga hvatningu, til að leysa þau mál eins skjótt og mögulegt er.
Sem væru þá - jákvæð hliðaráhrif kreppunnar.
----------------------------------------
En þarna á milli og þess ástand sem ríkir nú - blasir við að Kýpur kemst vart hjá því, að lenda mjög djúpt í því. Dýpra að líkindum en við Íslendingar.
Mér sýnist blasa við að þarna verður verulega verri kreppa en á Grikklandi. Eins slæmt og ástand Grikklands hefur verið. Þá bendi ég á að Grikkir hafa tvisvar nú fengið afskrift skulda að hluta.
Og án þess að Kýpur fái það sama, sé ég enga eða nær enga möguleika Kýpur að forðast greiðsluþrot.
Áhugaverðar ábendingar Krugman!
Bendi á áhugaverða grein Krugman: Pessimal Currency Area Theory
Hann bendir alveg réttilega á, að Kýpur er nú búin að tapa öllum meintum kostum þess að tilheyra sameinuðu gjaldmiðlasvæði. Sé við það að lenda í hyldýpiskreppu, og samtímis með alltof mikinn launakostnað - sé því ósamkeppnisfært t.d. við Grikkland, þegar kemur að ferðaþjónustu.
Þeirra ástand sé því versta mögulega útkoma þ.s. hann kallar "Pessimal Currency Area."
Svo er þarna áhugaverð ábending frá honum, að Evrópa sé að standa sig lakar í þessari kreppu en í heimskreppunni á 4. áratugnum: Europes Second Depression: A Correction
---------------------------------
Það er verðugur punktur að íhuga, sem Krugman bendir einnig á blogginu sínu, að Kýpur er eiginlega mjög vel statt, til þess að skipta um gjaldmiðil.
- Þegar með höft.
- Þegar með mjög strangar reglur um hvað hver og einn má draga sér af fé út úr bönkunum.
- Þeir þyrftu þó að vera lokaðir rétt á meðan skiptin eiga sér stað, t.d. yfir helgi. En þá strax gætu stjv. heimilað rafrænar færslur t.d. í gegnum debit kort. Seðlar væru að sjálfsögðu ekki til staðar strax.
- Þó fræðilega væri unnt að prenta fljótlega lággæða seðla í takmörkuðu magni, til að tryggja einhverja seðla í umferð, meðan verið er að undirbúa prentun framtíðar gjaldmiðilsins.
En rétt er að árétta, að mjög ólíklegt er hvort sem er, að höftin á eynni verði tekin af í nokkurri nálægri framtíð.
Það virðist vera að hver seðlabanki starfandi innan evru hafi tiltekið prentvald en þó skv. heimild höfuðstöðva Seðlabanka Evrópu, seðlar prentaðir í hverju landi fá auðkenni einn bókstaf í númeri seðils sbr. "serial number"; sem gerir að verkum að almenningur í Evrópu veit hvaðan útgefnir evruseðlar eru.
Fyrir bragðið er ekki ólíklegt að kýpv. evrur séu þegar farnar að gengisfalla, þannig að þær verði ekki teknar jafngildar ef og þegar þær eru í umferð á meginlandi Evrópu. Og eftir sem frá lýður væri slíkt ástand líklegt að ágerast frekar.
þannig að meira að segja sú fullyrðing að evran sé vörn gegn gengisfalli á Kýpur, getur bilað smám saman á næstu vikum og mánuðum. En þó munu stjv. ekki getað prentað fé til að mæta útstreymi - svo smám saman hlýtur fé í umferð dragast saman. Nema að Seðlabanki Evrópu veiti ótakmarkaðar heimildir til stuðnings við bankana á Kýpur. Sem hann hefur hingað til ekki viljað gera.
Niðurstaða
Ég held reyndar varðandi tryggingar innistæðna á Kýpur. Að það muni í ljós koma, að meira að segja innistæður upp að 100þ. séu ekki fulltryggðar. Slíkt verður þó örugglega ekki viðurkennt alveg á næstunni. Heldur, verði það frekar þannig að takmarkanir við úttekt verði ekki afnumdar á næstu vikum, eins og nú er talað um.
En nú þegar klárt er að innistæður umfram 100þ. eru eiginlega fullkomlega glataðar í tveim stærstu bönkum Kýpur. Hlýtur hver sá sem á innistæður umfram 100þ.. Í bankastofnun á Kýpur sem enn er uppistandandi. Að leita sér allra leiða til að koma því fé þaðan.
Að auki, sú útkoma er einnig mjög sannfærandi rök gegn því fyrir nokkurn sem á fé í þriðja landi, að koma með það til Kýpur. Þannig að þau meginþjónustuviðskipti sem þeirra bankar stunduðu, eru þá algerlega fyrir bý. Erfitt að sjá hvað þeir bankar geta gert í staðinn. En klárt þarf Kýpur þá ekki bankakerfi sem er margfalt umfang hagkerfis Kýpur. Það kerfi hlýtur þá að skreppa mikið saman, mun meir en nemur þeirri smækkun að umfangi sem nú er verið að framkvæma.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.3.2013 | 16:45
Hugsanlegt tilboð Framsóknar til flokka aðildarsinna!
Eins og fram hefur komið í fréttum virðist könnun Félagsvísindastofnunar staðfesta að Framsóknarflokkurinn virkilega hefur mesta fylgi allra flokka þessa stundina.
Samkvæmt þessum fylgistölum verð ég að taka undir með Agli Helga, að a.m.k. nær ómögulegt verður að ganga framhjá Framsóknarflokknum.
En miðað við þetta ástand ef við gerum ráð fyrir að þetta sé í líkingu við kosninganiðurstöðu, þá er Bjarni Ben búinn að vera. Honum verður sparkað annaðhvort á landsfundi snemma á nk. ári eða líklegar jafnvel fyrr á aukalandsfundi t.d. í júlí eða ágúst. En að auki, yrði honum líklega ekki heldur vært sem þingmanni, getur setið út kjörtímabilið. En myndi örugglega falla af þingi eftir það þ.e. ekki komast í gegnum prófkjör. Svo hjá BB er þetta barátta fyrir sínu persónulega pólitíska lífi.
Vandi BB verður að taka flokkinn með sé, ef BB ætlar að gera tilraun til að semja sjálfur við "vinstriflokkana."
Að auki, þó hann næði að taka nægilega marga með sér, væri líklegt að óánægjan væri slík eins og var hjá VG á sl. kjörtímabili, að menn líklega myndu heltast úr lestinni.
Meirihlutinn gæti jafnvel fallið á kjörtímabilinu.
Eða vinstriflokkarnir geta gert samkomulag við Framsóknarflokkurinn, sem mun standa þéttur að baki og stjórnin hefði traustan meirihluta út kjörtímabilið, tryggðan.
Málið er að ég lít svo á að meðan BB er enn formaður, sé Sjálfst.fl. í reynd ekki stjórntækur.
Rétt að árétta einnig, að eftir þessar kosningar mun Sjálfst.fl. loga stafna á milli af deilum, þangað til að flokkurinn hefur losað sig við BB og aðra þingmenn sem tengjast spillingarmálum fyrri ára.
Svo rétt sé að láta reyna fyrst á ríkisstjórn með vinstriflokkunum.
Það eru 3-tiltölulega jafnsterkar fylkingar:
- Framsóknarflokkur 28,5%
- Sjálfstæðisflokkur 26,1.
- Tvíburaflokkurinn 24,2%.
Ég sé ekki ástæðu til þess að gera annað en að líta á Samfó + BF sem einn arm.
Fræðilega eru 3 meirihlutar mögulegir.
Hugsanlegt tilboð!
Framsóknarflokkurinn skv. ályktun Landsfundar getur ekki sætt sig við það, að aðildarviðræður séu settar aftur í fullan gang.
Nema að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla þ.s. vilji þjóðarinnar til þess að halda áfram þeim viðræðum verði leiddur fram.
- I. Er þá það að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.
- II. Væri að halda hana ekki - hvernig væru mál þá?
- Þá er engar ákvarðanir unnt að taka, en embættismenn geta enn skipst á upplýsingum. Fínpússað þ.s. þeir voru þegar að vinna að skv. fyrri stjórnvaldsákvörðunum.
- Þá er ekki unnt að opna neina nýja kafla á meðan. Einungis unnt að klára vinnu við þá sem þegar eru opnir. Viðræður þannig að mestu í bið út kjörtímabilið.
- Þá væri það ákvörðun þeirra sem taka við eftir kosningarnar 2017 að halda áfram aftur. Það gæti verið kosningamál fyrir þær kosningar.
- Ríkisstjórnin myndi snúast um þá efnahagslegu endurreisn sem þarf að framkvæma, lausn mála tengd höftum o.s.frv..
- Það þíðir einnig, ríkisstjórnin taki yfir kosningaloforðapakka Framsóknarflokksins án þess að nokkru atriði sé sleppt, og hrindi honum í verk.
- En Framsókn hefur þá langtímastefnu að standa við gefin loforð.
- Framsókn fær Forsætisráðherra, og fleiri ráðuneyti en nokkur annar flokkur í ríkisstj.
Neita því ekki að þetta eru afarkostir--------------------------------------------------------------------
Að kjósa frekar að leita hófana með BB væri áhættusamara!
Óvíst er að BB geti tekið alla þingmenn flokksins með sér. Meirihlutinn gæti því verið "tæpur."
Að auki, myndi eins og var með VG á sl. kjörtímabili, Sjálfstæðisfl. við þessar aðstæður loga nánast statt og stöðugt stafna á milli af deilum.
Líkur eru á að fleiri þingmenn heltist úr lest, þegar líður á kjörtímabil.
Erfiðleikar við að koma málum í gegn, eru líklegir að koma fram - eftir því sem staða BB veikist frekar, og hann missir í auknum mæli agavald yfir eigin þingflokki.
Smám saman yrði stjórnin jafn lömuð og sú stjórn sem er að fara frá. Myndi líklega falla áður en kjörtímabili er lokið.
----------------------------------
Á pappírnum getur það verið, vegna þess að BB er líklega fullur örvæntingar yfir eigin pólit. framtíð.
Að BB sé til í að veita "Tvíburunum" hagstæðara samkomulag, en þeir líklega fá frá Framsókn.
T.d. að aðildarmálið fari af stað á ný úr hægagangi án þjóðaratkvæðagreiðslu. Þó það væri svik við Landsfundarályktun.
BB fengi líklega að vera forsætisráðherra góðfúslega af hálfu "Tvíburanna." BB myndi leitast við að vinna þingmenn til fylgis út á, að fá líklega margvísleg önnur stefnumál Sjálfst.fl. inn - sem verið getur að flokkurinn nái ekki inn í samningum v. Framsókn.
En staða Sjálfst.fl. er augljóslega veik nú í samhengi því að ræða við Framsókn um stjórnarmyndun.
En hann yrði þá eins og Jóhanna, forsætisráðherra stjórnar sem nær engu kemur fram - gagnast ekki.
Og að auki, þ.s. ef e-h er óánægjan væri enn meiri innan Sjálfst.fl. en VG við sömu aðstæður, hugsa ég að það séu minni líkur á að hún myndi klára kjörtímabilið.
Og þegar stjórnin félli, og Framsókn myndi heimta kosningar strax og líklega fá þeirri kröfu fullnægt; myndi Sjálfst.fl. jafnvel fara langt niður fyrir 20% í fylgi.
- Líklega myndi koma fram til höfuðs Sjálfstæðisfl. nýr hægri flokkur!
- Eins og BF var mynduð til höfuðs Samfylkingu!
Niðurstaða þess væri endanlegt afhroð Sjálfstæðisflokksins, líklega.
Björt Framtíð, myndi heyra sögunni til.
Einhver annar vinstriflokkur myndi upp rísa í stað Samfylkingar, reynd í stað þeirra beggja.
Ekki víst að það væri aðildarsinnaður flokkur!
En þetta gæti verið endanlegt afhroð - aðildarsinna.
- Í samanburði - virðist mér tilboð Framsóknar, ef það væri líkt því ofangreinda, í reynd betra!
Niðurstaða
Framsóknarflokkurinn virðist vera framtíðarflokkur Íslands. Svo fremi sem hann fremji engin stórfelld axarsköft nú í kosningabaráttunni. Stefnir í að hann verði stærsti flokkur landsins. Sem er alveg ný staða í ísl. stjórnmálum.
Það eru 3-mögulegir meirihlutar miðað við núverandi fylgisstöðu flokka. Ég held að íllskárra sé fyrir Framsóknarfl. að leita samninga við flokka aðildarsinna. Vegna þess, að í Sjálfst.fl. er vart enn starfhæfur í ríkisstjórn að mínu mati.
Sá þarf að skipta um formann, og klára sína endurnýjun eftir hrunið, og innri hreinsun. Að auki er líklegt að innan hans muni allt loga af ílldeilum í kjölfar kosninga. Við taki tímabil innri skoðunar sambærileg þeirri sem Framsóknarflokkurinn gekk í gegnum undanfarin ár.
Sem þíðir ekki að ekki eigi endilega að ræða við Sjálfstæðisflokk. Sem valkost 2 og láta þær viðræður vera í gangi nokkurn veginn samtímis.
----------------------------------
Framsókn á auðvitað að sætta sig ekki við minna, en kosningaloforð flokksins fari inn í stjórnarsáttmála.
Þá öll þau loforð.
Að auki á ekkert minna en það, að annað af tvennu verði aðildarmálið í "frystingu" til loka kjörtímabils, eða að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald þess.
Þetta séu lágmarksstaða - sem ekki komi til greina að víkja frá! Með öðrum orðum - "take it or leave it."
Með þá stöðu sem Framsóknarflokkurinn verður í - verður hann í aðstöðu til að setja sitt mark á innlend stjórnmál.
----------------------------------
Ef hinir flokkarnir, voga sér að mynda meirihluta án Framsóknar. Í skjön við úrslit kosninga.
Þá verður það verst fyrir þá sjálfa. Því þá þurfa þeir að glíma við eitilharða andstöðu reiðrar Framsóknar, á sama tíma og deilur innan stjórnar munu lama hana innanfrá eins og var með stjórn VG og Samfó það kjörtímabil sem er að klárast.
Slík stjórn yrði jarðaför þeirra flokka sem tækju þátt í henni.
Og Framsóknarflokkurinn yrði þá yfirgnæfandi sterkur, sem Sjálfstæðisflokkurinn stundum hefur verið þegar mestur völlur á honum hefur verið í fortíðinni.
Líklega einnig - jarðaför aðildarmálsins sem pólitískrar stefnu hérlendis.
Kv.
27.3.2013 | 20:16
Kýpurbúar munu ekki geta keypt af erlendum netverslunum!
Það hafa verið að koma upplýsingar um hverskonar takmarkanir munu felast í höftum á flæði peninga út úr Kýpur. Óneitanlega mjög sérstakt að evrusvæði virðist hafa ákveðið að umbera að slíkt fyrirkomulag sé sett á fót í aðildarlandi evru. Þó það augljóst stríði gegn reglum svokallaðs 4-frelsis. Og um sjálft gjaldmiðilssamstarfið um gjaldmiðilinn evru.
Cyprus Braces for Bank Openings
Cyprus to limit cash, credit-card use abroad
Cyprus unveils severe capital controls
- Ef út í það er farið - hlýtur eiginlega að vera unnt að kæra höftin t.d. til Evrópudómstólsins.
- En til þess að geta kært, þarf viðkomandi að lenda í því persónulega, að höftin bitni á viðkomandi. En það ætti að vera nóg framboð af slíku fólki!
- En það getur verið mjög forvitnilegt að vita, hver eru mörk svokallaðs "neyðarréttar" - vs. þær reglur sem í gildi eru.
Lýsing á höftunum:
- "depositors will be limited to credit card transactions of up to 5,000 per month..."
- "...and will be able take a maximum of 3,000 of bank notes out of the country per trip."
- "As part of the new curbs, Cyprus will not allow any cheques to be cashed..."
- "Cypriot importers will be allowed to pay for goods only after showing supporting documents,..."
- "Cypriot students studying abroad will be able to receive only up to 10,000 a term, and only if the money is transferred by their immediate family."
- "(controls) will suspend electronic transactions from Cyprus to foreign countries, according to officials who described the decree to The Wall Street Journal. Such controls would prohibit anything from bank transfers to online shopping."
- "The measures will be in place for a week starting Thursday, according to the decree. That timeline will be revisited weekly to account for the latest deposit flight, according to one Cypriot official, who indicated that the controls could last well into the future."
Samkvæmt þessu:
- 797.000 kr. skv. núverandi gengi evru gagnvart krónu, er heimild hvers korthafa per mánuð.
- 478.200 kr. er þá sú upphæð sem heimilt er að taka með sér í farareyri til útlanda.
- 1.594.000 kr. er sú upphæð sem námsmaður má fá sendan til sín per misseri.
Mér finnst þetta merkilega rúmar heimildir!
- Ekki síst vegna þess, að ef eins og útlit er fyrir að innstreymi fjármagns í tengslum við bankakerfið mun alfarið hætta.
- Þá er ekki um mjög grösugan garð að ræða, hvað aðrar gjaldeyristekjur varðar.
- Þ.e. fyrst og fremst, ferðamennska að öðru leiti.
- Ekki eins og á Íslandi - - að einnig er til staðar gjöful gjaldeyrisskapandi auðlind; fiskveiðar. Ekki má heldur gleyma orkufrekum iðnaði.
- Að auki er Kýpur allt í einu orðið töluvert skuldugra gagnvart útlöndum en Ísland.
- Þannig að mér myndi ekki koma á óvart, að þegar heimildirnar verða endurskoðaðar, verði þær fljótlega - þrengdar.
- En skv. fréttum, þarf að endurnýja þær vikulega.
- Og þá er væntanlega í hvert sinn, tækifæri að endurskoða.
Síðan varð peningaleki á Kýpur!
Money fled Cyprus as president fumbled bailout
Cypriot Parliament Investigating Capital Flight
- "No one knows exactly how much money has left Cyprus' banks, or where it has gone.
- "The two banks at the center of the crisis - Cyprus Popular Bank, also known as Laiki, and Bank of Cyprus - have units in London which remained open throughout the week and placed no limits on withdrawals. "
- "Bank of Cyprus also owns 80 percent of Russia's Uniastrum Bank, which put no restrictions on withdrawals in Russia. Russians were among Cypriot banks' largest depositors."
Samkvæmt þessu virðist hafa verið mögulegt fyrir aðila í Bretlandi og Rússlandi, að taka út peningana sína - liðlanga sl. viku.
Þegar bankarnir voru harðlega lokaðir á sama tíma á eyjunni Kýpur.
---------------------------------
Þetta er áhugavert einnig vegna þess - - að ef verulegt fjármagn fór þessa dagana í gegnum þessar 3-gáttir?
Þá verður minna til skiptanna, þegar kemur að því að redda greiðslum til þeirra innistæðueigenda, sem skv. reglum ESB um innistæðutryggingar; eiga að fá tryggt lágmark að upphæð 100þ..
- Ef það kemur í ljós að ekki er mögulegt að tryggja greiðslur lágmarkstryggingar - nema að hluta.
- Þá getur það framkallað - ótta innistæðueigenda t.d. á Möltu, sem einnig hefur risabankakerfi miðað við eigið hagkerfi eða a.m.k. 7 þjóðarframleiðslur að umfangi.
- Maður getur séð Maltverja og erlenda aðila sem eiga fé þar, verða hrædda - og það hefjist áhlaup á bankana þar.
- Og Malta verði snögg-gjaldþrota, með svipuðum hætti og nú Kýpur!
Svo ef á Möltu einnig myndi koma í ljós, að lágmarksinnistæður eru í reynd ekki tryggðar - - gæti óttinn breiðst víðar út.
Svo er áhugaverð umfjöllun - Small states reject Cyprus comparisons
Þar er bent á Lettland, þó svo það hafi ekki risabankakerfi þá sé mjög hátt hlutfall innistæðna erlendar sbr. - "Almost half of its total deposits Lat6.1bn out of Lat12.5bn at the end of 2012 came from non-residents." - Sem er mjög hátt hlutfall!
Talið líklegast að séu rússneskar innistæður fyrst og fremst, umfang bankakerfis ca. 130%.
Þó þetta sé ekki evruland ennþá - væri snöggur flótti þessara innistæðna verulegt efnahagsáfall. Gæti reynst erfitt að verja bankakerfið falli.
Niðurstaða
Það verður áhugavert að fylgjast með þróun haftanna sem hafa verið sett á Kýpur. Mér virðist bersýnilegt að þau verði fljótlega hert frekar. Því skuldastaða Kýpur er verri en Íslands, samtímis því að gjaldeyristekjustaða virðist óhagstæðari. Sem gefur til kynna, að líklega er verið að stilla höftin á Kýpur of rúmt fyrstu dagana.
Svo er hangandi spurning um það, hve mikið af fjármagni raunverulega flúði frá Kýpur í sl. viku?
En því meir sem flúði, því minna verður mögulegt að greiða út til þeirra innistæðueigenda, sem skv. reglum ESB eiga rétt á lágmarkstryggingu.
Ef í ljós kemur að lágmarksinnistæður voru í reynd ekki nægilega tryggðar - getur það skapað spurningar í augum innistæðueigenda í flr. löndum, þ.s. bankakerfi eru annaðhvort mjög útbólgin, eða viðkomandi lönd eru þegar í erfiðleikum; jafnvel að hvort tveggja á við samtímis.
Kv.
26.3.2013 | 21:19
Gríðarlegt hagkerfistjón er að verða á Kýpur!
Þarna er um að ræða tjón sem meira að segja Ísland varð ekki fyrir. En ég bendi á þá staðreynd. Að þó peningarnir sem aðilar áttu á reikningum á innlendum bankareikningum hafi minnkað að virði ca. um helming við gengislækkunina.
Kemur annað á móti, að það kom ekki sú stund að þeir reikningar væru ekki opnir.
Með öðrum orðum, að fyrirtæki - almenningur - fjárfestar. Hefðu ekki aðgang að því fé sem þeir áttu á venjulegum bankareikningum hér innanlands.
Um tíma voru sum sparnaðarreikningaform fryst - þ.s. þau voru utan við tryggingu. Og nokkuð var um það að fé tapaðist af slíkum reikningum.
------------------------------
- En þ.s. er í gangi á Kýpur er, að bankareikningar almennings sem og fyrirtækja hafa verið lokaðir síðan 16/3. sl. Eða 10 daga nú.
- Að auki stendur ekki til að opna þá fyrr en á fimmtudag nk., á meðan hafa einungis verið opnir "hraðbankar" þaðan sem unnt hefur verið að sækja sér ýmist 100 eða 120 í hvert sinn.
- Síðan eftir að þeir opna, stendur til að úttektarheimildir verði áfram - mjög takmarkaðar. Forseti landsins talar um, einungis nokkrar vikur til viðbótar. En hver veit, hve lengi það ástand raunverulega varir.
- Ekki síst er ákaflega líklegt að mikið fé sé varanlega glatað - - því mikið fé er á reikningum sem eru umfram lögbundið lágmark. En hérlendis var ekkert hámark á tryggingu stjórnvalda!
- Ekki síst, höft verða á hreyfingum fjármagns til annarra evrulanda!
Fyrstu 4. atriðin eru þættir sem ísl. fyrirtæki lentu aldrei í. Sem almenningur á Íslandi lenti ekki í.
Þessir þættir eru mjög skaðlegir fyrir kýpverska hagkerfið!
Damage ripples through Cypriot economy
A Letter from Cyprus: Economy Shutting Down, Going CASH ONLY!
In Cypriot Town, Russians on Edge
Cyprus Bailout Deal Sets Stage For a Bigger Eurozone Blowup
Why even with the new deal, Cyprus could still default and leave the euro
Málið er að vegna þessa, getur hagkerfistjón á Kýpur orðið meira en á Íslandi!
Svartsýnustu hagfræðingar eru þegar að spá 25% samdrætti. En mig grunar að samdráttur geti orðið verri en 25%.
En miðað við 25% samdrátt munu skuldir landsins hækka að 50% af hundraði, þegar hagkerfið minnkar um fjórðung eðlilega verður helmings stækkun skuldanna. Sem þíðir án þess að gera ráð fyrir hallarekstri eða nokkru öðru.
Að skuldastaða upp á 150% yrði að 225%.
"even in the best-case scenario, where the Cypriot parliament passes and implements measures that the euro area governments of the European Union, European Central Bank and International Monetary Fund (collectively known as the Troika) find acceptable, the sovereign will remain at risk of default and exit from the euro area for a prolonged period."
Ég er gersamlega sammála starfsmanni Moody's. Reyndar held ég að án þess að skuldir væru lækkaðar, sé erfitt að sjá annað en að Kýpur hrekist út úr evrunni.
"These factors make it unclear from where future growth will come, thereby undermining economic strength and increasing the sovereigns vulnerability to shocks. At some point, the exploitation of offshore gas fields is likely to make a meaningful contribution to growth, but this is unlikely to materialise over the next two to three years. Meanwhile, Cyprus has limited options for fiscal consolidation and debt reduction. Even with a bailout from the Troika, there will still be a high risk of sovereign default until growth prospects improve."
Hann bendir á að þjónustuiðnaðurinn á Kýpur hafi verið meginhagvaxtargjafinn undanfarin ár, og nú þegar þær greinar lamast og líklega verða fyrir miklu tjóni.
Sé erfitt að sjá hvaðan hagvöxtur á að geta komið - a.m.k. þangað til að gasið fari að streyma. En það sé ekki að gerast á allra næstu árum.
Á meðan verði mjög erfitt fyrir Kýpur að halda sér frá greiðsluþroti.
Síðan bendi ég á skemmtilega setningu frá Lee Bucheit, sem við könnumst við:
""The one lesson that you can take from the Cypriot experience is: The race goes to the swift," Lee Buchheit, partner at Cleary Gottlieb Steen & Hamilton and sovereign debt restructuring expert, told The Daily Ticker. "And if you get out of Dodge early, you are completely protected. If you stay, and in effect trust the politicians, they not only come after [your money], they lock it up.""
Hann bendir á að aðferðin á Kýpur þ.s. innistæðueigendur voru skornir við trog, sem og eigendur skulda bankanna og ekki síst hlutafjár-eigendur.
Muni geta þá aðila mjög "jumpy" næst þegar alvarleg krísa skellur á í evrulandi. T.d. Spáni.
Aukið verulega líkur á framtíðar-bankaáhlaupum.
- Áhuga vekur að embættismenn í Brussel ganga nú hver fram eftir öðrum, og staðhæfa að Kýpur sé einstakt tilvik!
- En hver trúir slíkum yfirlýsingum?
--------------------------------------
Því lengur sem miklar skerðingar að aðgangi að reikningum, munu standa yfir á Kýpur.
Því meir mun tjónið magnast - þróunin yfir í "cash only" hagkerfi mun þá halda áfram.
Forseti landsins talar um - nokkrar vikur til viðbótar. Eftir að bankarnir opna, að smám saman verði takmörkunum lyft.
En það gerir ráð fyrir að ástandið róist smám saman - traust komist á.
En það finnst mér ástæða til að draga stórfellt í efa!
En sjálft tjónið sem hagkerfið er að verða fyrir - - mun grafa mjög undan trausti á getu stjórnvalda til að ráða fram úr málum.
Og beinlínis einnig þar með, grafa úr trausti á getu þeirra til þess að endurreisa þá grunnþjónustu sem þarf að vera til staðar.
- Það er hið mikla vantraust - sem verður mjög erfitt að glíma við.
- Ekki síst að augljóst verður öllum hve tæp staða ríkisins er.
- Það verður með engum hætti unnt að dylja það!
Niðurstaða
Þegar hér er komið við sögu eru bankarnir á Kýpur enn lokaðir. Og þannig séð ekki einu sinni unnt að fullyrða, að þeir raunverulega eigi nokkru sinni eftir að opna að nýju. En ef þeir verða opnaðir á fimmtudag. Með allt niðurnjörvað þ.e. strangar úttektartakmarkanir + höft á flutninga á fjármagni út fyrir landið. Þá er algerlega ljóst - - að hagkerfið verður statt í frjálsu falli.
Hve langt það á eftir að falla - er engin leið að vita á þessari stundu.
En mikið verður það fall. Örugglega meira en 10% þetta ár eins og sumir spá, og örugglega ekki minna en 25% yfir nokkur ár eins og einn spáir.
Getur vel verið hagkerfið eigi eftir að falla 25% á einu ári þ.e. frá ca. nú til ca. sama tíma næsta ár. Og jafnvel það getur verið vanmat.
Það verður líklega nett kraftaverk ef Kýpur tekst að halda sér innan evrunnar.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 408
- Frá upphafi: 871507
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 379
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar