14.4.2013 | 14:27
Atvinnusköpun eða umhverfisvernd!
Það hafa nú komið fram tvær áhugaverðar kannanir, keyptar af Landvernd:
Sú fyrri er ca. mánaðargömul, en sú seinni var kynnt í útvarpinu í hádeginu í dag.
Skoðum hlutfall svarenda, í fyrri könnuninni er þátttaka úrtaks 59,4% - í þeirri síðari einnig 59,4%.
Afstaða svarenda í fyrri könnuninni er 43% gegn virkjun en 30% á móti. Sú á að veita kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík orku.
Í þeirri síðari 51,3 andvíg frekari álverum en 30% hlynnt þeim.
Kort af Mývatni og Bjarnarflagi!
- Landvernd er að heimta nýtt umhverfismat, sem mun a.m.k. seinka kísiliðju á Bakka um 2 ár að líkindum.
- Því miður þekki ég ekki hvaða meint eða raunveruleg hætta, stafar af Bjarnarflagsvirkjun - en bendi á mynd að neðan, að þ.e. ekki beint svo að svæðið sé ósnert. Þar er lítil virkjun fyrir.

Svo er hús með aðstöðu fyrir jarðböð, sem túristar geta notfært sér. Á öðrum stað innan marka háhitasvæðisins kennt við Bjarnarflag - sjá neðri myndina.
Ekki klár á því hvert afl litlu virkjunarinnar sem er þegar til staðar á svæðinu er, en líklega er fyrirhuguð Bjarnarflagsvirkjun upp á 45-90 megavött verulega mikið öflugari.
- Ég hef ekki beint séð útskýringu á því - akkúrat hvað menn óttast.
- En miklu stærri virkjun þíðir auðvitað flr. borholur - spurning hvort menn óttast samt fremur mengun af afgangsvatni virkjunarinnar.
En eitthvert þarf afgangsvatnið að fara, sem líklega er miklu meira að umfangi heldur en íbúar á svæðinu geta nýtt sér. Og slæmt væri örugglega að láta það fara beint út í náttúruna.
Spurning hvort það geti ekki legið - tækifæri í því afgangsvatni?
En Bláa Lónið er nýtir afgangsvatn frá gufuvirkjun á Reykjanesi. Stækka aðstöðuna sem býður upp á jarðböð við Bjarnarflag kannski margfalt, vera með sundlaug einnig - og kannski einnig laug svipaðri þeirri sem er við Bláa Lónið.
- Það getur einnig verið, að ótti sé við loftmengun - - ef gufu er hleypt út í andrúmsloftið frá borholum eða virkjuninni sjálfri - - en hún getur innihaldið t.d. brennistein.
Sjálfsagt þarf að gæta þess að ekki sé verið að hleypa magni af gufum út í loftið svo nærri þetta viðkvæmu vistkerfi sem Mývatn er. Brennisteinsmengun gæti vissulega skaðað lífkerfi Mývatns.
Svæðið nærri Mývatni - eins og sést á myndum samt nokkurn spöl frá. Nægilega nærri þó, til þess að skaði sé sannarlega hugsanlegur. Ég er alls ekki að segja að Landvernd hafi augljóst rangt fyrir sér.
Það þarf að fara gætilega í þessa uppbyggingu. En í henni á sama tíma geta legið mikil tækifæri fyrir Húsavíkur og Mývatnssvæðið. Rétt að halda því einnig til haga.
Varðandi álversumræðuna, þá er vert að halda til haga að Ísland er í skuldakreppu þessi árin!
Ein leið til þess að hún lýði hjá fyrr en frekar seinna - - er að hrinda í verk erlent fjármögnuðum stórverkefnum, sem dæla erlendu fé inn í hagkerfið.
Sannarlega var verkefnið í tengslum við Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa við Reyðarfjörð; rangt tímasett - þ.e. miðað við hagsveifluna á Íslandi þau ár. Getur hafa átt þátt í þróun til bóluhagkerfis.
Á hinn bóginn, þá er Ísland nú statt í öldudal - þar að auki í mesta skuldavanda Íslandssögunnar.
Það er alveg augljóst, að erlent fé getur flýtt fyrir því að landið losni úr kröggum sem liggja einkum í erlendum gjaldeyrisskuldum.
Að flýta fyrir því að sá vandi taki enda í fyrri lestinni frekar en þeirri seinni; þíðir að lífskjör almennings geta rétt við kútnum fyrr frekar en seinna.
-------------------------------
Tek fram, að líklega getum við náð okkur upp án slíkra framkvæmda - en þá í tímaramma er verður eitthvað lengri.
Kröfur um bætt lífskjör verða þá frústreðaðar eitthvað lengur - en í hinni sviðsmyndinni.
Spurning um valkosti!
- Því má einnig bæta við - - að álver er ekki það eina sem unnt er að gera.
- Má benda á kísilmálmverksmiðjuna sem stendur til að reisa við Bakka.
- Svo má vera að menn séu andvígir verksmiðjum yfirleitt.
Þá eru einnig til staðar möguleikar; eins og frekari uppbygging fiskeldis í fjörðum, firðir fyrir Austan og Vestan eru einna helst ákjósanlegir fyrir slíka uppbyggingu.
Að auki má nefna, að það eru tækifæri tengd landbúnaði - - sbr. frekari loðdýrarækt, en ekki síst - uppbygging í ilrækt.
Ilrækt er alveg raunhæfur kostur, en þá er einnig verið að tala um að nýta jarðvarma, en með örlítið öðrum hætti þ.e. ekki endilega "háhita."
Hugmyndir, að slík ræktun fái orkuna á svipuðu verði og álver - eða ekki miklu hærra; þá sé grundvöllur fyrir mikilli aukningu slíkrar starfsemi. Ég á við, að þetta geti orðið að stóriðju.
Ég hafna alls ekki því að gera eitthvað annað en álver - - en má ekki gera þetta allt saman?
- Eitt álver til viðbótar - að álverið við Helguvík verði klárað. Líklega síðasta álverið.
- Húsavík fær kísilmálmverksmiðjuna, sennilega í stað álversins sem norðanmenn hafa verið að heimta. Í tengslum við gufuvirkjun unnt að byggja aðstöðu við Bjarnarflag sambærilega við Bláa Lónið.
- Auk þess sem ég hef ekki enn nefnt, er unnt að hefja framleiðslu á hlutum úr áli - nýta álið sem hér er hvort sem er, til þess að auka útflutningsverðmæti áls. Þá hugsa ég iðnsvæði í grennd við alver Alcoa sennilega innan sömu girðingar nýtir sömu höfn, einnig svipað við Hafnarfjörð og síðan í Hvalfirði. Ef Álverið við Helguvík verður klárað, þá sé þar einnig svipað iðnaðarsvæði - sem framleiðir frekari verðmæti úr álinu sem álverið framleiðir.
- Stórfellt aukin ylrækt þ.s. ylræktendur fá svipað verð fyrir orkuna og álverin, að auki nýta varma úr jörðu - afurðir til útflutnings héðan.
- Aukin loðdýrarækt.
- Aukið fiskeldi.
- Sem ég hef ekki enn nefnt, hátækni-iðnaður einkum í Reykjavík og nágrenni, byggður upp í tengslum við háskólasamfélagið í Reykjavík. Akureyri getur hugsanlega gert eitthvað svipað.
- Viljandi hef ekki haft hugsanlega olíu fyrir Norðan land á þessum lista.
- Sama um hugsanlegar risahafnir.
Það eru draumar sem við ráðum ekki beint hvort munu eiga sér stað. Atriðin 1-7 aftur á móti eru allt framkvæmanleg atriði, sem við ráðum að stærstum hluta hvort munu eiga sér stað eða ekki.
Það sem ég er að tala um, er að með því að auka framtíðar gjaldeyristekjur landsmanna.
Getum við samið við þá sem eiga okkar gjaldeyrisskuldir, um að framlengja þau lán og lækka vexti.
Því með ofangreindri tekjuaukningu þá lækkar áhættan - fyrir þá aðila sem eiga þau lán.
--------------------------------
Þannig lækkar greiðslubyrðin samtímis því að gjaldeyristekjurnar hækka.
Og þar með unnt, að hífa verulega upp lífskjör.
Hækka bætur til aldraðra - til öryrkja - atvinnuleysis.
Minnka atvinnuleysi - hækka laun almennt.
Uppgangur leiðir til hækkaðs fasteignaverð á ný - svo hratt batnar eigna vs. skuldahlutfall húsnæðiseigenda, fyrir utan að til stendur að þeir fái eina leiðréttingu.
- Fræðilega er unnt að sleppa viðbótar álveri úr þessum lista - ef andstaða er of mikil.
- Það kannski hefur ekki nein úrslitaáhrif - þ.e. þau ár sem bætast við, að það taki lengri tíma að koma okkar lífskjörum í samt lag á ný, verða kannski ekki svo mörg.
Niðurstaða
Framsóknarflokkurinn er ekki sami flokkurinn er var við völd þegar Davíð Oddson of Finnur Ingólfs réðu, heldur eftir að hafa farið á sl. áratug mjög langt niður, ráða þar ríkjum mun hófsamari öfl en áður.
Hófsamari í þeim skilningi, að þetta er miðjufólk ekki hægri sinnað. Flokkurinn er þó aftur orðinn þjóðernissinnaður, en þó í hófsömum skilningi.
Ef á ég að líkja Framsóknarflokknum við einhvern erlendan stjórnmálaflokk, væri það einna helst Demókrataflokkurinn bandaríski en - ekki evrópskir krataflokkar. Þó ekki vinstrisinnaðir demókratar.
Það er það sem ég vill árétta - að Framsókn hefur leitað inn á miðjuna á ný.
Ég held að það einnig sjáist á fylginu. Að Framsókn er að höfða til millistéttarinnar á landinu.
-----------------------------
Þegar ég segi hófsamari - á það einnig við um "uppbyggingarstefnuna." Hún er einnig hófsamari, hún var dálítið hrokafull undir Halldóri. Það var "keyrt yfir andstöðuna" í stað þess að ræða málin og útskýra. Meðan að í dag er líklegar að Framsókn muni verja miklu púðri í að útskýra sína afstöðu, til að afla henni fylgis - helst víðtæka samstöðu.
Sé því til í að ræða málin opinskátt við þá hópa, sem hafa efasemdir um tiltekin atriði stefnunnar.
Ég á von á því að tekið verði tillit til vel rökstuddra mótbára, ekki endilega þannig að verkefnin fari ekki samt áfram - heldur að þau verði aðlöguð, lagfærð - dregið úr skaðsemi þeirra eftir megni. Hönnun sniðin að því, að fela mannvirki sem mest. Gera þau falleg jafnvel.
Framsókn ætlar sér eftir allt saman ekki að endurtaka það tímabil, þegar flokkurinn hafði lítið fylgi.
Að fylgja hinum breiða hópi kjósenda er lykillinn að framtíð flokksins.
Þá vil ég meina að sjónarmið uppbyggingar og verndar geti mæst í miðjunni.
----------------------
Ps: Fékk ábendingu að virkjun við Þeystareiki eða Kröflu. Sé líklega skárri út frá verndun Mývatns.
Bæti þessi við.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.4.2013 | 00:23
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Kína funduðu um N-Kóreu!
John Kerry, eins og margir sjálfsagt muna að er fyrrum forsetaframbjóðandi, nú utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stað frú Clinton, fundaði á laugardag með ríkisstjórn Kína og ræddi við Yang Jiechi sem titlaður er í frétt Reuters "State Councilor."
- Samkvæmt viðbrögðum Kína undanfarna daga, virðist ríkisstjórn Kína vera nóg boðið vegna hegðunar Kim Jong-Un.
- En þó fræðilega geti Kína lokað á N-Kóreu, þá má vera að Kína sé einnig í smá vandræðum með málið.
- En Kína vill ekki að N-Kórea hrynji stjórnlaust saman, og milljónir N-Kóreubúa flýi yfir Yalu fljótið.
- Spurning hvað Kína verður til í að bjóða valdaklíkunni þar í formi valkosta á næstunni.
U.S. says agrees with China on peaceful North Korea solution
Yang Jiechi - "We maintain that the issue should be handled and resolved peacefully through dialogue and consultation. To properly address the Korea nuclear issue serves the common interests of all parties. It is also the shared responsibility of all parties,"
"China will work with other relevant parties, including the United States, to play a constructive role in promoting the six-party talks and balanced implementation of the goals set out in the September 19 joint statement of 2005."
--------------------------------------------
Best að halda til haga að samkomulagið sem Yang nefnir, gerði ráð fyrir því að N-Kórea myndi loka kjarnorkuverum sínum fyrir fullt og allt.
Að auki, að N-Kórea væri án kjarnavopna - sem og eldflauga af því tagi sem geta flutt slík vopn.
- Þó hann tali um "viðræður" þá grunar mig, að þegar hann ræðir þessi mál við kollega sína í N-Kóreu, þá geti verið að hann verði ívið minna kurteis.
En Kim Jong-Un hefur sagt nýlega, að kjarnavopnin væru "non negotiable" og landið ætlaði að reka kjarnorkuver, svo unnt væri að viðhalda þeim vopnabúnaði.
Sjálfsagt vill Kína, að N-Kórea taki upp svipaða efnahagsþróunarstefnu og Kína sjálft.
En elítan af N-Kóreu hingað til hefur ekki haft nokkurn áhuga á því, þvert á móti valið að svelta eigið fólk meðan hún sjálf lifir í vellystingum og viðheldur fjölmennum her.
Þróar kjarnavopn og eldflaugar í stað þess að þróa landið.
N-Kóreska elítan er ef til vill ekki algerlega án - samningsstöðu. Vegna þess, að hún er til í að láta almenning svelta - en ef Kína þrengir að landinu, hefði það líklega fyrst og fremst þau áhrif.
Ekki víst að það myndi hindra N-kóresku elítuna við það verk, að halda kjarnavopnum sínum til streitu.
- Málið getur verið meira í þá átt, að múta liðinu.
- Kjarnavopnin eru líklega, til þess að tryggja þeim sjálfum persónulega öryggi.
- Kína gæti fræðilega, veitt tryggingar.
- En þ.e. þó ekki víst að þau myndu vera til í að vera gestir kínv. stjórnvalda, til lífstíðar.
- Eða leyfa kínv. hef að vera innan landamæranna.
Það getur því verið að svigrúm Kína til að hafa áhrif á hegðan N-Kóreu, sé minna en virst getur verið við fyrstu sín.
En líklega getur Kína, hótað viðskiptabanni af sinni hálfu - ef Kína er til í að taka þá áhættu, að N-Kórea geti hrunið saman.
Klárt eru þeir einnig frústreðaðir, en á sama tíma er óljóst - hvort þeir eru til í að beita nægilega miklum þrýstingi.
En leiðin að múta N-Kóreu, sýnir sagan - að einungis virkar í skamman tíma. N-Kórea vill síðan alltaf aftur nýjar mútur. Tekur upp gömlu ósiðina.
Niðurstaða
Í reynd þarf að binda enda á N-Kóreu. Örugglega þess virði þó það kosti milljón manns. En N-kóreönsk stjv. eiga örugglega eftir að drepa milljón af eigin landsmönnum. Ef þau halda áfram. Einungis spurning um tíma. Ég efa að það sé manneskjulegra í reynd, að íta ekki það duglega við N-Kóreu að hún falli saman.
En þó svo að kínv. stjv. séu mjög bersýnilega frústreðuð. Hafa þau hingað til alltaf verið varfærin.
Kína virðist ætla að íta á málið í gegnum áhrif sín á N-Kóreu. En mig grunar að niðurstaðan verði í þetta sinn eins og áður, að N-Kórea fái mútur. En mér virðist þó að Bandar. ætli ekki að borga þær í þetta sinn. Og sennilega ekki heldur S-Kórea. Svo líklega komi það í hlut Kína að þessu sinni.
Kom Jong-un fái múturnar sem hann vill, svo hann sé til í að hætta vitleysunni í þetta sinn.
Kína sé í reynd ekki til í að taka þá áhættu, að enda vitleysuna eitt skipti fyrir öll. För Kerry hafi haft það markmið að segja Kínverjum, að N-Kórea væri þeirra vandamál að leysa. Bandar. stjv. væru hætt að taka þátt í leikriti N-Kóreu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2013 | 22:09
Bjarni Ben er áfram!
Þetta er að koma fram núna! Það er framboðsfundur í gangi í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Og það er haft eftir BB að ekki komi annað til greina fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn - en að hann haldi áfram.
Bjarni heldur áfram sem formaður
"Ég vil vinna fyrir þjóðina. Ég vil gera þessari þjóð gagn,
"Bjarni sagði að hann væri þakklátur sjálfstæðismönnum að hafa gefa sér svigrúm til að íhuga sína stöðu. Hann sagðist hafa fengið mikil viðbrögð við viðtalinu á RÚV. Viðbrögðin við viðtalinu hefðu komið sér á ávart. Hann hefði fengið mikla hvatningu frá flokksmönnum og einnig fólki sem stæði utan flokksins."
-----------------------------------------
Í gær velti ég fyrir mér hver tilgangur BB hefði verið með yfirlísingu sinni sl. fimmtudag:
Ég velti upp tveim sviðsmyndum:
- Hann væri raunverulega að íhuga að hætta. Myndi tala við sína nánustu vini og fjölskyldu.
- Hitt væri, að með þessu útspili ætli BB að leitast við að kalla fram á yfirborðið þann stuðning sem hann enn telur sig hafa innan flokksins - - með öðrum orðum; yfirlýsingin sé tilraun til að breyta umræðunni!
Greinilega tilraun til að breyta umræðunni!
Undanfarnar vikur hefur umræðan verið ákaflega gagnrýnin á BB og Sjálfstæðisflokkinn. Eftir að hann sagðis vera að íhuga afsögn. Hefur hver stuðningsmaðurinn komið fram eftir öðrum - til að kalla á Sjálfstæðismenn að snúa bökum saman um leiðtoga sinn.
Ekki síst félag aldraðra Sjálfstæðismanna hvatti hann að vera.
Félag Ungra Sjálfsstæðismanna gerði það hið sama, benti á að hann hefði tvisvar unnið sigur í formannskjöri, og væri réttkjörinn formaður.
Í fréttaviðtali - bar varaformaður Sjálfstæðisflokks, af sér allar sakir um að hafa staðið að baki umdeildri skoðanakönnun þ.s. Hanna Birna var sögð líklegri til að leiða Sjálfstæðisfl. til sigurs.
Hún sagðist ekki hafa boðið sig fram sem varaformann ef hún styddi ekki formanninn.
Það hefur verið nokkur umræða á netinu meðal sjálfstæðismanna - um meinta ómaklega aðför að BB.
Þetta hefur þá verið hönnuð atburðarás af BB sjálfum!
Ég á ekki von á því að hann hafi sjálfur fjármagnað könnunina umdeildu - heldur að atburðarásin frá fimmtudagskvöldi hefur snúist um það, að safna liði Sjálfstæðismanna utan um hann sjálfan.
- Svara framkomu könnunarinnar, með því að láta reyna á styrk formannsins.
- Ákall eftir stuðningsyfirlýsingum.
- Eins og ríkisstjórnir í sumum ríkjum Evrópu með tæpan meirihluta, hafa stöku sinnum óskað sjálfar eftir "stuðningsyfirlýsingu þingsins" með hótun um afsögn ef þær fá hana ekki.
- Þetta er alvanalegt í þeim ríkjum þ.s. minnihlutastjórnir eru normið.
- Það má alveg eins kalla - tal BB um afsögn sem "hótun."
-------------------------------
Áhættan var auðvitað sú - að ef hann fengi ekki nægilega svörun flokksmanna um stuðning.
Þá yrði hann að hætta.
Þetta sé þannig séð - örvæntingarfullt lokaútspil!
En þ.e. auðvitað tvíeggjað að hætta tveim vikum fyrir kosningar. En það hefði getað verið að við það gysu upp enn meiri deilur upp á yfirborðið. Þ.e. stuðningsmenn BB muni ílla sætta sig við hvernig fór. Og flokkurinn fari mjög bersýnilega klofinn í herðar niður í gegmum restina af kosningabaráttunni.
Punktur sem Hanna Birna sjálf nefndi!
Niðurstaða
Gott og vel. Bjarni Ben ætlar ekki að hætta. Hann virðist ætla að veðja á það - að honum hafi tekist með þessu litla leikriti sem hófst sl. fimmtudagskvöld að sameina flokkinn utan um formanninn.
Hvað segja lesendur - - kemur plottið til með að virka?
Munu allt í einu kjósendur flykkjast til baka?
Umræðan um "veikan formann" og "veikann flokk" hætta?
Eða mun plottið misheppnast, og skoðanakannanir fljótlega sýna að svo sé?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.4.2013 kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Best að taka strax fram. Að ekki er verið að ræða um það að Kýpur fái stærra lán en áður. Heldur heldur er þess krafist að Kýpur finni 6ma. til viðbótar, ofan á 7,5ma. sem Kýpur hafði áður fundið í púkkið.
Þetta er verulega þung byrði fyrir land með þjóðarframleiðslu upp á 18ma..
Sem þegar fyrir skuldaði um 90% af þjóðarframleiðslu.
Framlag Kýpur á þá að vera 13ma. eða kringum 70% af þjóðarframleiðslu.
Til að fá á móti 10ma. að láni! Eða 60% af þjóðarframleiðslu.
Cyprus bailout cost surges to 23bn
EU ministers to tackle Cyprus fallout, banking union at Dublin talks
Þessu er líklega stærstum hluta náð fram með því að ganga á það sem til er í föllnu bönkunum tveim!
Það munar samt um að afskrifa svo mikið fé til viðbótar - þ.e. kannski þess vegna sem kýpverski Seðlabankinn hefur enn ekki opnað aðgang að nema rúmlega 10% af fjármagni á innistæðum.
En þetta stækkar enn spurningamerkið sem ég hef verið með uppi varðandi það!
Hvaða hlutfall munu innistæðueigendur fá greitt - - af svokölluðum tryggðum innistæðum?
Alveg síðan fall kýpv. bankanna átti sér stað - - hefur mig grunað sterklega að meira að segja "tryggðar innistæður" muni einungis fá hlutfall útgreitt, fyrir rest.
Annað er að Kýpur þarf að selja 2/3 af gullforðanum sínum!
Cyprus to sell 400m of gold as bail-out costs nearly double
If Cyprus can sell gold to help bailout, why not others?
Salan til að losa 400 milljónir . Fer í hítina sem Kýpur er að leitast við að fjármagna.
Galli við þessa sölu, er að þægilegra væri að eiga gullforðann - þegar eða ef Kýpur tekur aftur upp Kýpur-pundið.
Þó það sé ekki alger forsenda.
------------------------
Sumir eru að velta fyrir sér hvort fleiri ríki verði knúin til að selja gullforðann sinn, t.d. Portúgal.
Sem akkúrat er í klemmu, vegna ca. 1,5ma. sparnaðar sem Stjórnlagadómstóll landsins ógilti. Ríkisstjórnin þarf að finna einhverja aðra peninga eða sparnað í staðinn.
Akkúrat núna er því björgun Portúgals í nokkrum vandræðum - "Portugal holds 382.5 tonnes of gold, worth some 14.76bn. at current prices, in its reserves..."
Sala hluta forðans gæti því vel dekkað hin óvæntu vandræði ríkisstj. Portúgals.
Vegna þessara vangavelta lækkaði gullverð nokkuð skilst mér af fréttum.
Að lokum - Spánn hefur viðurkennt að hallinn á sl. ári var mun meiri en spáð var!
Spain admits wide miss of deficit target
Ríkisstjórn Rajoy hefur loks viðurkennt halla í kringum 6%.
Þó þessi tala sé enn - áætlun. Ekki lokatala.
Framkvæmdastjórn ESB spáir 6,7% halla fyrir sl. ár - - og hingað til hefur hún ekki verið sek um að "vanáætla" hallarekstur ríkja í vanda.
Þvert á móti, hefur vanáætlun á þeim bæ verið hin vanalega útkoma í núverandi evrukreppu.
- Það myndi ekki koma mér sérdeilis á óvart, að hallinn reynist vera 7% eins og hann var árið á undan.
- Þannig að fórnirnar miklu við það verk, að ná niður hallarekstri ríkisins á Spáni með mjög óvinsælum niðurskurðaraðgerðum, sem Rajoy fékk fyrir lof frá aðildarríkjunum og Seðlabanka Evrópu.
- Verði unnar fyrir gíg.
- Sem muni augljóslega verða mikið áfall fyrir stefnuna!
------------------------
Ef það yrði niðurstaðan, finnst mér fjarskalega líklegt að nær ómögulegt verði þaðan í frá fyrir ríkisstjórn Mariano Rajoy að halda sig áfram við "austerity."
En þegar fórnirnar verða til einskis, verði ekki unnt að ná fram pólit. samstöðu um þær.
Ef það verður niðurstaðan, verður forvitnilegt að sjá hvernig það mun spila sig á mörkuðum þ.e. vaxtakröfu Spánar.
En þá verður algerlega ljóst - að stöðug aukning skulda Spánar verði ekki stöðvuð í náinni framtíð.
Niðurstaða
Þó að evrukrísan fari ekki eins hátt í fjölmiðlum og fyrir nettu ári. Þá eigi að síður mallar hún stöðugt áfram. Skuldir aðildarríkjanna vaxa og eru meiri í dag en fyrir ári. Hallarekstur ríkissjóða virðist óleysanlegur. Á sama tíma bendir afskaplega fátt til þess að efnahagslegur viðsnúningur sé í kortunum á þessu ári. Kannski ekki heldur því næsta.
Mjög forvitnilegt að veita Kýpur athygli. Vegna þess að manni finnst Kýpur að mörgu leiti vera Ísland, ef Ísland hefði verið í evrunni er bankahrunið átti sér stað.
Samlíkingin er ekki fullkomin, við höfum meir að bíta og brenna en íbúar Kýpur þ.e. fisk og orkufrekar auðlindir. Þannig að okkar lífskjör hefðu líklega ekki sokkið alveg eins langt og kjör íbúa Kýpur líklega eiga eftir að gera. En ég er samt á því eigi að síður að Ísland hefði orðið greiðsluþrota og ég er alveg öruggur á því að það verður í tilviki Kýpur - nema 80% af skuldunum verði afskrifaðar. Sem örugglega verður ekki gert.
Á á því von á að Kýpur fari úr evrusamstarfinu. Get ekki tímasett þann atburð.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2013 | 15:55
Er fastgengisstefna möguleg á Íslandi?
Það var áberandi fyrirsögn á Fréttablaðinu í dag miðvikudag 10/4. "Engin þjóðarsátt næst með íslenskri krónu." En innihald fréttarinnar var það, að Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ - sagði sátt með fljótandi krónu ekki koma til greina. Heldur sagði hann þörf á að taka upp "fastgengisstefnu."
Að ASÍ væri tilbúið að ræða þjóðarsátt, á grundvelli fastgengis!
Einnig var vitnað í Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins, sem tók undir þá hugmynd um þjóðarsátt í samhengi við fastgengisstefnu.
Að auki vitnað í Vilhjálm Birgisson forseta Verkalýðsfélags Akraness, sem segir hækkun lægstu launa forsendu þjóðarsáttar.
Hvað þarf til að fastgengisstefna geti mögulega gengið upp?
- Laun þurfa að vera jafn sveigjanleg niður-á-við sem upp-á-við.
- Þarf strangt aðhald að launahækkunum.
- Þarf mjög strangt eftirlit með stöðu - - gjaldeyrisvarasjóðs.
- Þarf mjög strangt eftirlit með stöðu - - viðskiptajöfnuðar.
- Gylfi hefur hingað til talað um strangt aðhald hjá ríkinu - - og strangt aðhald að verðhækkunum.
Vandinn er sá - að aðhald að launahækkunum er ekki eitt og sér nóg.
Ekki heldur dugar til - þó bætt sé við í púkkið, aðhaldi að ríkisútgjöldum sem og útgj. sveitafélaga.
Þó það skipti einhverju máli hvaða gjaldmiðil er tengt við - er það ekki heldur nóg að velja réttan.
Því sá er aldrei alltaf - - réttur.
Vandi Íslands er að það er örríki!
Það er ástæða þess, hve erfitt er að viðhalda stöðugu gengi - en einnig af hverju fastgengi er mjög erfitt í framkvæmd.
Það myndi ekki bæta úr sök, að taka upp mjög kyrfilega niðurnjörvað form fastgengis kallað "myntráð."
En lausnin liggur ekki í að ganga sem kyrfilegast frá fastgenginu - svo að gengisfall sé útilokað.
Því það í reynd er ekki lausn þess vanda sem er orsök óstöðugleikans hér.
--------------------------------
- Málið er að Ísland flytur inn nærri allar neysluvörur!
- Það er ekki grundvöllur fyrir framleiðslu, nema á litlum hluta þess sem hér þarf að nýta, svo okkar þróaða hagkerfi geti starfað.
- Af því leiðir - - > hér þarf alltaf að vera til staðar gjaldeyrissjóður.
- Sem tryggir innflutning.
En sjóðurinn skapar traust eða tiltrú seljanda gagnvart okkur - svo þeir eru til í að hafa okkur í reikningsviðskiptum.
Með öðrum orðum - krefjast ekki staðgreiðslu.
Ef sjóðurinn klárast, þá bilar sú tiltrú - - og erlendir aðilar, fara að krefjast staðgreiðslu.
Við fundum fyrir þessu rétt eftir hrunið, þegar um í nokkra mánuði gekk ílla að leysa út vörur, verslanir áttu í erfiðleikum með að tryggja afhendingu á réttum tíma. Það skall þó blessunarlega ekki á vöruskortur - en sú útkoma getur átt sér stað ef skortur á gjaldeyri ágerist.
Við stöndum alltaf frammi fyrir erfiðum valkostum þegar við rekum fastgengisstefnu!
Valkostirnir hafa einfaldlega verið.
- Fella gengið - þ.e. falla frá fastgengisstefnunni, eða fella og tengja aftur.
- Eða, að taka upp innflutningshöft.
- Málið er að við erum algerlega háð því að til staðar sé "lágmarksgjaldeyrissjóður."
- Svo unnt sé að tryggja innflutning "grunnnauðsynja."
Gengi íslensku krónunnar er algerlega háð því að gjaldeyrisstaða landsins sé sæmilega traust.
Því ótraustari sem hún er, því lægra er gengið.
Og að auki, án lágmarks gjaldeyrissjóðs þarf gengið annað af tvennu; að falla eða innflutningshöft þarf að setja á.
Við þurfum að gæta að "debit" og "kredit"
Okkar vandræða-barn er gjaldeyrisjöfnuðurinn við útlönd.
Eða með öðrum orðum - tekjustaða landsins gagnvart útlöndum vs. verðmæti innfluttra vara og þjónustu.
Það er hann sem veldur - gengisósstöðugleika krónunnar, oftast nær.
Að auki - ef böndum er ekki komið á hann, getur engin tegund eða form af fastgengisstefnu gengið upp til lengdar.
Alveg sama við hvaða gjaldmiðil væri tengt eða körfu, eða þó um væri að ræða það niðurnjörvaða form "Myntráð."
Sama um upptöku annars gjaldmiðils hvort sem þ.e. einhliða eða ekki.
Er þá stöðugt gengi ekki mögulegt?
Eins og ég sagði ofar - ef menn eru tilbúnir til þess að hafa launin jafn sveigjanlega upp sem niður.
Þá þarf að hafa mjög náið eftirlit með viðskiptajöfnuðinum og gjaldeyrisstöðunni.
Þá væru einhver "rauð strik" og samkomulag um launalækkun ef farið er niður fyrir þau.
Önnur strik mætti hafa, má kalla þau "blá strik" þ.e. að óþarflega stór jákvæður jöfnuður myndi kalla á nærri sjálfvirka launahækkun.
Ég nefndi einu sinni sem hugmynd að viðmiði +/- 1,5%. Um jöfnuðinn.
--------------------------------
Þetta er í raun og veru - málið.
Þarf enga sérstaka töfralausn - ekki einhliða upptöku eða myntráð, eða evru.
- En gagnlegt væri að stækka gjaldeyrissjóðinn.
- Þannig að hann væri virkari sem "buffer" svo að meiri tími væri til stefnu, til að taka ákvarðanir.
En stór sjóður er lengur að eyðast upp - en lítill.
Þá meira svigrúm til viðbragða.
Til saman myndi stækkaður gjaldeyrissjóður + sveigjanleg launastefna.
Duga til þess að gengi íslensku krónunnar myndi vel geta haldið tengingu við annan gjaldmiðil eða körfu gjaldmiðla, þess vegna árum saman - án sérstakra vandkvæða.
Niðurstaða
Grunn vandinn er smæð landsins, sem þíðir að hér er grundvöllur fyrir mjög fáar tegundir af starfsemi. Flestar tegundir neysluvara þarf að flytja inn. Fyrir bragðið er lífsnauðsynlegt fyrir Íslendinga ávallt að hafa nægan gjaldeyri til vörukaupa erlendis frá.
Þess vegna er lykilbreytan þegar kemur að spurningunni um gengisstöðugleika vs. óstöðugleika, okkar gjaldeyrissjóður.
En tilgangur hans hér er að baktryggja innflutning.
Án nægs gjaldeyris - eru innflutningshöft algerlega nauðsynleg.
En þá verður að forgangsraða því hvað er keypt inn.
Forsenda frelsis um innflutning er að gjaldeyrissjóður sé nægilega digur.
Engin fastgengisstefna getur haldið, ef landið skortir gjaldeyri - nema að valið sé hitt neyðarúrræðið að setja á innflutningshöft. Þá skiptir ekki nokkru máli hvaða form fastgengisstefnu er um að ræða. Engu máli heldur hversu niðurnjörvað það fyrirkomulag væri.
----------------------------
Ef valið væri mjög niðurnjörvað form af fastgengi t.d. myntráð. Er gengisfall ekki mögulegt, svo þá eru valkostir höft á innflutning eða launalækkun. Ef gengur ílla að lækka laun þegar viðskiptahalli hefur skapast og skuldir hlaðast upp, þá væru höft á innflutning eina úrræðið til að forða hruni þess fyrirkomulags.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.4.2013 kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
9.4.2013 | 18:46
Enn eitt aðildarland evrusvæðis gæti lent í björgun!
Þetta má lesa á milli lína í nýrri skýrslu OECD - sjá: Economic Survey of Slovenia 2013. Þetta er land sem gekk inn í evruna árið 2007. Það liðu einungis 2 ár og landið var statt í kröppum dansi. Samkvæmt greiningu Lex hjá Financial Times Slovenia: simmer factor. En þá varð bólusprenging - ekki ólíkt Íslandi, Spáni og Írlandi. Var það víst húsnæðisbóla. Og því tengdist lánabóla, sem orsakaði bankavandræði þannig að ríkið lagði 3-stærstu bönkunum til eigið fé. Þeir eru og voru í eigu ríkisins ólíkt bönkunum sem féllu hérlendis.
- En seinni hl sl. árs sökk Slóvenía aftur í kreppu sbr. "double dip" og skv. fréttum er mjög mikið af slæmum útlánum hjá slóvensku bönkunum þrem. 15% af útistandandi lánum segir OECD.
- Á móti kemur að skuldastaða ríkisins er miklu hagstæðari en nokkurs annars ríkis á evrusvæði í vanda þ.e. milli 50-60% af þjóðarframleiðslu, svipað og Spánar áður en það land lenti í vanda. Skuldastaðan var 40% 2010. Sem líklega skýrir af hverju vandræði bankanna í Slóveníu hefur hingað til ekki valdið meiri usla.
- Á hinn bóginn eru markaðir farnir að ókyrrast skv. Lex er vaxtakrafa lána til slóvenska ríkisins þrátt fyrir lága skuldastöðu enn sem komið er, komin í 6,5% fyrir 8 ára, líklega hærri vaxtakrafa en Ísland stendur frammi fyrir.
- Hallinn á ríkinu stendur nú í 6% af þjóðarframleiðslu - þannig að skuldsetning er í aukningu. En líklega ræður afstöðu markaðarins - líkur á því að slóvenska ríkið lendi í verulegum viðbótar kostnaði vegna bankanna.
- "The EU forecasts a public debt to GDP ratio of 60 per cent this year."
- "Add in guarantees to underpin the bad bank, and Merrill Lynch sees 70 per cent."
Skv. OECD:
- "The authorities evaluate recapitalization needs at up to 3% of GDP (1 billion),"
- "Yet, capital needs are uncertain and could in fact be significantly higher."
Skv. Wall Street Journal - Slovenia May Need More to Shore Up Banks
Stendur til af slóvenskum stjórnvöldum að setja á fót "slæman" banka, til að taka yfir lán og aðrar eignir frá bönkunum sem líklega eru nær einskis virði.
Sambærileg við stofnun á Írlandi kölluð NAMA.
Ef eins og OECD bendir á - kostnaður við endurfjármögnun sé líklega mun meiri en slóvensk stjv. vilja meina nú, gæti aukning í skuldsetningu verið verulega meiri en upp í 70%.
80% ef til vill hljómar ekki svo afskaplegt í ljósi þess að franska ríkið skuldar meira.
En útlit fyrir viðsnúning úr kreppu - virðist ekki góð!
------------------------------------------
Slóvensku bankarnir eru ekki risastórir miðað við þjóðarframleiðslu - þ.e. ekki alveg með prósentuna, en milli 120% og 160% af þjóðarframleiðslu.
OECD skýrslan hvetur stjórnvöld til þess að hrinda í verk aðgerðum til þess að auka skilvirkni, en hagvaxtargeta sé nú umtalsvert lömuð - vegna útbreiddrar skuldsetningar innan hagkerfisins.
Skv. LEX sé hár launakostnaður að auki - bremsa á áhuga erlendra fjárfesta.
Atvinnuleysi hafi aukist mikið, skv. EUROSTAT 9,7% í febrúar.
- Slíkt ástand getur þítt - að landið sé lent í niðursveiflu sem vara mun ekki einungis þetta ár, heldur það næsta einnig; en erfitt að sjá að viðsnúningur sé í kortum meðan landið sé "ósamkeppnisfært."
- Skv. OECD verði samdráttur þetta ár 2,1%.
Meðan hagkerfið dragist saman sé erfitt að sjá aðra útkomu, en stöðugt versnandi skuldastöðu ríkisins.
Enn óvíst hve mikið hún eykst vegna bankanna!
Niðurstaða
Í samanburði við það ástand ef Slóvenía hefði verið með eigin gjaldmiðil áfram. Þá er alveg öruggt að sá hefði fallið frekar skarpt 2009. Sem auðvitað evrusinnar segja sýna hve gott er að hafa evruna. En sbr. að launakostnaður sé of hár - sem þíðir að í staðinn þarf að pína laun niður. Stendur landið líklega frammi fyrir vaxandi atvinnuleysi áfram. En þegar aðlögun þarf að fara fram með launalækkun, lækka þau ekki fyrr en almenningur fer að hræðast að missa störf sín. Það er því alltaf einhver biðtími, áður en atvinnuleysi nær þeim krítíska þröskuldi. Að laun láta undan.
Sá er misjafn eftir þjóðfélögum. Ef launakostnaður er enn of hár 3. árum eftir að kreppan hófst. Þá er líklega vinnumarkaður fremur ósveigjanlegur. Sem getur þítt, að langan tíma taki að ná fram þeirri aðlögun.
Sem væntanlega þíðir hátt atvinnuleysi og annaðhvort samdráttar eða stöðnunarskeið í mörg ár. Punkturinn er sá, að snögg gengislækkun þó hún sannarlega valdi verðbólgu. Hefði varið störin mun betur, og að auki viðsnúningur væri sennilega þegar hafinn.
Í stað þess að landið sé í "double dip recession." En þá væri líklega lágur launakostnaður að hetja til fjárfestinga, landið að laða hana til sín.
Ekki síst, skuldastaða landsins myndi líta mun hagstæðar út - með útlit fyrir vöxt. Að auki bankarnir myndu að líkindum einnig líta betur út, með jákvæða framvindu framundan.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.4.2013 kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
8.4.2013 | 22:13
Björgunarprógramm Portúgals komið í hugsanleg vandræði!
Það virðist hafa opnast smávegis Pandóru box út af ákvörðun Stjórnlagadómstóls Portúgals frá því um daginn, sem ég sagði frá: Stjórnarskrárdómstóll Portúgals ógildir sumar af sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnar Portúgals!.
- Næsta greiðsla virðist a.m.k. tefjast - en Þríeykið svokallaða vill fá tíma til þess að meta tillögur ríkisstjórnar um nýjar sparnaðaraðgerðir sem koma eiga í stað þeirra sem Stjórnlagadómstóllinn ógilti.
- Síðan stóð til að lengja í neyðarlánum þeim sem Portúgal hefur fengið, þ.e. lenging um 7 ár, miðað við núverandi gjalddaga 2017 og 2021. Einkum hafa fulltrúar Framkvæmdastj. áhyggjur af gjalddaganum 2017. Vegna stærðar greiðslunnar sem þá skal fara fram.
- En skv. áætlun endar björgunarprógrammið 2014 ca. um mitt ár. Og þá skal Portúgal standa undir sér sjálft - en skv. áætlun stendur samt til að Portúgal fari að fjármagna sig a.m.k. að hluta á þessu ári skv:
"Portugal is scheduled to regain full access to international debt markets by September this year, ahead of bond redemptions totalling 5.8bn due in that month. Redemptions of 13.8bn follow in 2014 and 13.4bn in 2015."
Portugal may face delay to bailout funds
Menn óttast að tímasetningarnar raskist!
En líkur eru á því að ákvörðun um framlengingu lána - a.m.k. tefjist einnig.
Það getur skipt töluverðu máli fyrir sölur Portúgalsstjórnar á ríkisbréfum sem fyrirhugaðar eru síðar á þessu ári.
Ef þær sölur ganga ekki eins vel og reiknað var með, getur full endurkoma inn á markaði á nk. ári, reynst vandamál.
Þá getur orðið nauðsynlegt, að sníða nýtt björgunarprógramm fyrir Portúgal.
-----------------------------
Þetta þarf ekki að ganga það langt - en greinilega hefur Stjórnlagadómstóllinn gert "björgunaráætlun" Portúgals töluverða skráveifu.
Sú skráveifa þarf alls ekki að verða að banvænu höggi fyrir það prógramm.
- En þetta þíðir að það er orðið áhugavert - a.m.k. eitthvað áhugavert, að veita málum Portúgals smá athygli á næstunni.
- Það líklega mun taka a.m.k. einhverjar vikur, að sníða það Plan B sem Þríeykið verður sátt með.
Líklega eru þó mál Ítalíu - mun áhugaverðari. Enda þar ennþá stjórnarkreppa! Og mál geta endað í öðrum þingkosningum - og þá er alveg möguleiki að svokölluð "5-Stjörnu Hreyfing" mótmælahreyfing gegn pólitískri spillingu og björgunaráætlun Ítalíu. Nái jafnvel völdum.
En í dag er hún stærsti einstaki þingflokkurinn á Ítalska þinginu. Útkoma sem kom mörgum í opna skjöldu.
Ef hún nær völdum, mun opnast - öllu stærra Pandóru Box fyrir evrusvæði.
En þetta sem líklega verður vart meir en skvetta úr vatnsglasi í Portúgal.
Niðurstaða
Forsætisráðherra Portúgals er maður sem borin er virðing fyrir innan Evrópusambandsins, enda hefur hann gengið sköruglega til verks við niðurskurð og fram að þessu náð að mestu þeim niðurskurðarmarkmiðum sem honum hafa verið uppálagt.
Þó þær aðfarir hafi ekki vakið lýðhylli. En alls staðar í S-Evr. dregur hratt úr vinsældum aðhalds og niðurskurðaráætlananna. Eftir því sem atvinnuleysi vex - og fátækt almennings fer vaxandi.
Þess vegna fær hann líklega fyrir rest - þessa 7 ára framlengingu. Enda Framkvæmdastjórnin og Seðlabanki Evrópu - frekar "desperat" að sýna fram á að áætlanirnar séu að skila árangri.
Það sé ljós við endann á göngunum!
Kv.
7.4.2013 | 23:00
Bandaríkin og Kína samhent í því að kæla ástandið á Kóreuskaga!
Þetta má lesa milli lína í frétt Reuters, en þó svo forseti Kína hafi ekki beint nefnt N-Kóreu eru greinendur sammála um það, að orðum þeirra sé sannarlega beint að N-Kóreu.
Og yfirlýsing utanríkisráðuneytis Kína - sem er ögn diplómatískari - er sannarlega beint að N-Kóreu.
China warns against "troublemaking" on Korean peninsula
- Chinese President Xi Jinping - "no country "should be allowed to throw a region and even the whole world into chaos for selfish gain"." - "Stability in Asia, he said, "faces new challenges, as hot spot issues keep emerging and both traditional and non-traditional security threats exist"."
- Chinese Foreign Minister Wang Yi - "We oppose provocative words and actions from any party in the region and do not allow trouble making on China's doorstep,"
- Chinese ministry of foreign affairs - "expressed "grave concern" at rising tension and said China had asked North Korea to "ensure the safety of Chinese diplomats in North Korea, in accordance with the Vienna Convention and international laws and norms"."
Þessar yfirlýsingar virðast ganga lengra en fyrri yfirlýsingar forsvarsmanna Kína stjórnar hafa áður gert skv. -
- "Former U.S. Ambassador to China Jon Huntsman said Xi's comments were unprecedented for the North Korea crises that have flared periodically in recent history."
------------------------------------------------
Síðan vakir einnig athygli að Bandaríkjamenn frestuðu tilraunaskoti á eldflaug sem getur borið kjarnaodda, og skv. talsmanni Bandar. stj. var talað um þörf á því að kæla andrúmsloftið.
Á meðan að engan bilbug var að finna á stjv. S-Kóreu. Sem sögðust tilbúin undir hvað sem er.
- "In Washington, a defense official said a long-scheduled test of the Minuteman III intercontinental missile, due to take place at the Vandenberg Air Force Base in California, would be postponed."
- ""This test ... has been delayed to avoid any misperception or miscalculation in light of recent tensions on the Korean peninsula," the official said on Saturday. "This is the logical, prudent and responsible course of action to take.""
- The South Korean president's office said the country had a "firm military readiness" for any eventuality.
Nú verður áhugavert að sjá hvort Kim leggur niður skottið?
Nú þegar kínverski drekinn hefur hvæst!
Niðurstaða
Það kemur líklega fljótlega í ljós í næstu viku, hvort Kim fer þegar í stað að draga í land, tóna niður yfirlýsingar sínar.
Eða hvort að jafnvel Kim ákveður að sanna, að N-Kórea sé eftir allt saman - fær um að fara sínu fram!
En miðað við það að Kína í reynd heldur N-Kóreu uppi, ætti slík útkoma að vera nær örugg. En ég er ekki 100% viss að Kim hinn ungi, sé þetta vel veruleikatengdur!
Ekki viss enn um það - hversu stórt fífl hann er! Og ekki síður, hversu stórum fíflum hann hefur hlaðið í kringum sig!
En það væri í fyrsta sinn, að leiðtogi N-Kóreu dregur í land. Án þess að fá nokkurt fyrir sinn snúð. Og það er reyndar góð spurning þá - hversu traustur í sessi Kim Jong-un raunverulega er.
En ég held að fáir utan N-Kóreu muni gráta það, ef hann verður drepinn í einhverri hallarbyltingu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2013 | 00:16
Stjórnarskrárdómstóll Portúgals ógildir sumar af sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnar Portúgals!
Þetta er í annað sinn sem Hæstiréttur Portúgals ógildir tilraunir ríkisstjórnar Portúgals til að spara ríkisútgjöld með því að lækka kostnað við starfsmannahald t.d. með því að spara í ýmsum sporslum sem skv. kjarasamningum opinberir starfsmenn hafa rétt á. Að auki var ógilt ákvörðun um að lækka eftirlaunagreiðslur til opinberra starfsmanna á eftirlaunum.
Á sl. ári felldi sami dómstóll tilraun stjórnarinnar til að lækka laun opinberra starfsmanna með beinum hætti.
Portugal court rejects some government austerity measures
"The 13 constitutional court judges have been scrutinizing articles of the 2013 budget since January when opposition parties argued that cuts to pensions and welfare benefits undermined workers' basic rights."
"The court rejected cuts in pensioners' and public servants' holiday bonuses, as well as reductions to sickness leave and unemployment benefits."
"Last year, the court also dealt a blow to government plans for more public-sector wage cuts, forcing it to resort to tax hikes instead."
Skv. fjölmiðlum virðist sem að dómstóllinn ógildi þessar stjórnvaldsákvarðanir eins og þegar hann ógildi launalækkanir til opinberra starfsm. á sl. ári; á þeim grundvelli að verið sé með þeim ákvörðunum að - ganga harðar gegn opinberum starfsmönnum en öðrum.
Skv. þessu, hafi stjv. verið að taka af þeim rétt, sem launamenn á öðrum sviðum í þjóðfélaginu njóti.
Með því að skerða rétt þeirra umfram rétt þann sem aðrir hafa, sé þá verið að beita opinbera starfsmenn "misrétti."
- Sem virðist eiginlega segja - - að það þurfi að beita slíkum niðurskurði launa eða sporsla eða hvorttveggja, á alla jafnt.
- Eða alls ekki.
-----------------------------------
Skv. mati fréttarýnenda, er talið að stjv. Portúgals muni líklega geta fundið aðrar leiðir til niðurskurðar, til að mæta því tapi sem þau verða nú fyrir - - þ.e. í þeim skilningi að tapast 1,3ma. af niðurskurði sem þarf á að taka af einhverju öðru.
Að auki er ríkisstj. skuldbundin til þess að lækka hallann á ríkissjóði í 5,5% úr 6,4% sl. ár.
Þrátt fyrir áframhaldandi efnahagssamdrátt.
Þetta hlýtur samt að flækja málin fyrir stjórnvöldum!
En að sögn fjölmiðla er mikil og vaxandi óánægja almennings til staðar vegna niðurskurðar stjórnvalda, og það verður áhugavert að sjá hvert framhaldið verður í Portúgal.
Niðurstaða
Portúgal er öðruvísi en Spánn eða Írland, í því að þar var aldrei nein efnahagsbóla. Ekki var þar heldur einhver óskapleg óráðsía eins og í Grikklandi. En þó er staða efnahagsmála slæm því hagkerfið er ósamkeppnishæft. Á sl. áratug var skuldasöfnun vegna viðskiptahalla. Þó ekki hafi verið efnahagsbóla er hagkerfið skuldsett - en það eru meir skuldir almennings og fyrirtækja en stjórnvalda. Þeim virðist hafa tekist með launaþróun að gera atvinnulíf ósamkeppnisfært á sl. áratug, en þeir misstu frá sér stóran útfl. atvinnuveg á þeim áratug þ.e. vefnaðariðnað án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Ég held að þess í stað, hafi landið haldið uppi lífskjörum með skuldsetningu árin á eftir. Og súpi nú það seyði í dag.
Kv.
5.4.2013 | 23:21
Hvað ætlar N-Kórea að gera miðvikudaginn 10. apríl?
Áhugavert frétt í Wall Street Journal, en það virðist sem að embættismenn á vegum ríkisstjórnar N-Kóreu hafi haft samband við sendiráð vestrænna ríkja. Og spurt um áætlanir viðkomandi sendiráða varðandi brottflutning frá landinu á næstunni.
Viðbrögð sendiráðsfólks eru skv. frétt á þá leið að þetta sé hluti af áróðri stjórnvalda N-Kóreu, ætlað að viðhalda spennuástandi - til þess að knýja fram tilslakanir af hálfu S-Kóreu og Bandaríkjanna.
Með öðrum orðum, reikna menn með því að stjv. N-Kóreu séu að spila sitt gamla leikrit, að keyra upp spennu - hingað til hafa slík leikrit endað með einhverri tilslökun af hálfu S-Kóreu og Bandaríkjanna.
Og hlutir hafa aftur verið rólegri um einhvern tíma. Það er skiljanlegt að menn reikni með því að verið sé að leika gamla leikritið!
Sjá frétt: North Korea Presses Embassies on Exit
Orðin sem vöktu athygli mína eru þessi!
"The U.K. said its embassy in Pyongyang had been told by officials that the North wouldn't be able to guarantee the safety of embassies and international organizations in the country in the event of conflict from April 10."
Þetta getur verið vísbending þess, að einhver aðgerð sé fyrirhuguð af hálfu N-Kóreu - þann dag.
Einn möguleikinn er, að til standi að skjóta langdrægri eldflaug þann dag, en vanalega taka skot N-Kóreu ef í hlut eiga langdrægu flaugarnar þeirra einhverja daga í undirbúningi.
En einnig hafa verið færðar til í landinu færanlegir skotpallar fyrir meðaldrægar flaugar sem þeir einnig eiga, og draga eitthvað yfir 1000 km. Líklega alla leið til Japans. Þær flaugar eru líklega mun meðfærilegri, og líklega unnt að skjóta á loft með mun skemmri fyrirvara.
-----------------------------
- Munum að heimskinginn við völd - - fyrir sl. helgi.
- Sagði upp vopnahléssamkomulaginu - - sem batt enda á Kóreustríðið 1953.
- Það hefur síðan aldrei formlega verið saminn friður - - heldur eingöngu verið til staðar þetta vopnahléssamkomulag.
- Ekki gleyma því - að skipun til sendiráða erlendra ríkja, að yfirgefa landið er "standard procedure" í undirbúningi fyrir stríð.
- Sem er atriði sem líklega sendiráðsfólkinu kom ekki til hugar - - og þ.e. a.m.k. fræðilegur möguleiki, að heimsóknirnar í sendiráðin hafi verið til að gefa þeim tækifæri til að undirbúa brottför.
- Síðan komi hin formlega skipun - síðar. Lokið og farið.
-----------------------------
Ég tek fram að það væri gersamlega órökrétt af valdaklíkunni að starta stríði.
En uppsögn vopnahléssamkomulagsins var það líka.
Það er engin leið að vita - - hvaða vitfirringa Kim Jong-un hefur safnað í kringum sig.
En þ.e. þekkt í mannkynssögunni - að það safnast viðhlæjendur sbr. "bootlickers" í kringum "absolute" stjórnendur.
Aðilar sem vonast eftir áhrifum, í gegnum það að keppast um að sleikja upp erfðaprinsinn, ef sá er ekki sjálfur sérlega skarpur - en stöku sinnum gerist það í ríkjum með einhvers konar form erfðaveldis að arftaki er ekki af skarpara taginu - þá er hættan sú að viðhlæjendurnir verði einnig ekki af skarpara taginu.
En þá hefur erfðaprinsinn ekki vit á að þekkja þá úr sem veita hollráð frá þeim sem eru einungis viðhlæjendur - - hætta sérstaklega ef erfðaprinsinn er óöruggur með sjálfan sig innst inni, samtímis að vera ekki af skarpara taginu; að hann velji þá sér til fylgilags sem eru hvað mest hástemmdir í oflofinu á honum sjálfum.
Það geti með öðrum orðum, hafa safnast upp "vitleysinganýlenda" í kringum erfðaprinsinn, sem nú er við völd.
- Sem geti skýrt afskaplega heimskulega ákvörðun - eins og þá að segja upp vopnahléinu.
-----------------------------
Í framhaldinu - ef þ.e. svo að við völd er vitleysinganýlenda, þá er engin leið að vita hve heimskulega þeir geta farið að ráði sínu á næstunni.
En þ.e. einmitt hættan í ríkjum með "absolutisma" að þá er ekkert tékk á vitleysinginn eða vitleysingana; nema að einhver utan við klíkuna rísi upp og geri uppreisn.
Eða með öðrum orðum, byltingu.
Ef ekki, gæti það vel verið svo, að liðið við völd - sé við það að starta atburðará á næstu dögum.
Sem leiði einmitt til - stríðs.
- En tilfærsla meðaldrægra flauga nær landamærunum við S-Kóreu.
- Ásamt aðvörunum til erlendra sendiráða.
- Getur verið óljós vísbending þess, að Kim Jong-un ætli að hrinda af stað einhverju, sem líklegt er til að magna spennuna frekar.
Eldflaugaskot virðast líkleg!
Líklegt að það eigi að keyra upp spennuna frekar - a.m.k.
Eftir uppsögn vopnahlésins - sem þíðir að einungis það að herirnir eru ekki að skjóta er munurinn á núverandi ástandi og stríði.
Þá er það sannarlega leikurinn að eldinum að ætla sér að - spenna ástandið enn frekar.
- En vitleysinganýlenda getur verið haldin fyrirlitningu harðstjóranna á lýðræðislegum andstæðingum sínum - - en þ.e. þekkt í sögunni t.d. 20. aldar sögu, að þeir sem þjóna harðstjórum ímynda sér að - lýðræðisríki séu "soft" þ.e. þori ekki að berjast.
- T.d. vanmat sem Hitler gerði er hann réðst á Pólland og hélt að Bretland og Frakkland, myndu aftur eins og síðast, ekkert gera. Hann myndi geta gleypt Pólland eins og hann gleypti Tékkland. Og hann þar áður gleypti Austurríki.
En S-Kórea hefur t.d. leyft N-Kóreu á sl. 4 árum að komast upp með að sökkva tundurspilli og nokkrir tugir sjóliða létu þá lífið, og að auki héldu þeir 2010 uppi stórskotahríð klukkustundum saman á S-kóreanska eyju rétt undan strönd N-Kóreu. Sem orsakaði mikið tjón án verulegs mannfalls.
En nú er nýr forseti í S-Kóreu. Sem hefur ákveðnari stefnu. Sá hefur gefið her S-Kóreu heimild til þess, að svara þegar í sömu mynnt ef það á sér stað einhver N-kóresk árás af ofangreindu tagi.
-----------------------------
Það er hugsanlegt - sérstaklega ef þ.e. vitleysinganýlenda við völd - að hún hnjóti um hina klassísku tilhneigingu harðstjóra til að vanmeta hugrekki og þrautseigju lýðræðisþjóðfélaga.
En málið með slík þjóðfélög er að þó þau séu oft deigt járn - þá á við þau eins og Hitler komst að; að deigt járn má svo hamra að það bíti.
S-Kóreumenn eru í dag bersýnilega mjög þreyttir á N-Kóreu.
Og minna líklegir en vanalega - til þess að vera eftirgefanlegir.
- Líkur á stríði hafa því líklega aldrei verið meiri á Kóreuskaganum - tja, síðan 1953.
Niðurstaða
Ég efast eiginlega ekki um það að Kim Jong-un sé líklega að leika hinn venjulega N-kóreska leik. Að keyra upp spennu í von um tilslökun.
Á hinn bóginn virðist hann leika þann leik af minni kunnáttu sbr. hin furðulega ákvörðun að segja upp vopnahléssamkomulaginu, sem í reynd hefur gerbreitt stöðunni og gert hana miklu mun hættulegri en áður.
Sem ég hef efasemdir um, að hann líklega skilji fullkomlega muninn á, og því ástandi sem hefur verið til staðar hingað til - inn í þetta getur blandast "contempt" eða fyrirlitning hrotta eða harðstjóra gagnvart mjúkum lýðræðisríkjum sem sást stað í nokkrum þekktum tilvikum á 20. öld - en fyrri viðbrögð geta hafa alið á slíkum hugsunum.
En fram að þessu hefur N-Kórea í nokkur skipti komist upp með, að keyra upp spennu. Og fá að launum pening eða tilslökun. Að auki komist upp sl. 4 ár með það að sökkva S-kóreönskum tundurspilli sem drap tugi sjóliða og það að skjóta í nokkrar klukkustundir á S-kóreanska eyju.
Hugsunin - þeir munu aldrei þora að gera neitt. Getur ráðið för!
En það leiddi til sögulegs misreiknings Hitlers - er hann hélt að hann gæti tekið Pólland án stríðs við vesturveldin.
En málið er, að lýðræðisþjóðfélög hafa stál undir niðri, sem þarf þó gjarnan að hafa nokkuð fyrir að kalla fram, sbr. "svo er unnt að hamra deigt járn að það bíti" - og viðbrögð S-Kóreu nú virðast önnur en þau vanalegu.
Sbr. ákvörðun forseta S-Kóreu að heimila hernum, að bregðast við sérhverri árás án tafar.
Það eru skýrar vísbendingar um það - að S-Kóreumenn sjálfir séu komnir á nokkuð stuttan kveikiþráð gagnvart N-Kóreu.
-----------------------------
Niðurstaðan er sem sagt sú - - að stríðshættan hafi ekki verið meiri síðan 1953.
Og alls óvíst að hinn ungi leiðtogi N-Kóreu geri sér nokkra grein fyrir því.
Hann muni því hugsanlega - - hrasa inn í styrjöld! Sem hann í reynd ætlaði ekki að starta
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.4.2013 kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 404
- Frá upphafi: 871503
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 377
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar